TF-GNÁ sækir mann sem slasaðist við heitan hver

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan 20:50 í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu vegna manns sem fallið hafði ofan í heitan hver á Flúðum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var á nætursjónaukaæfingu á Snæfellsnesi er kallið barst. Hélt hún þá þegar af stað til eldsneytistöku og síðan var haldið á slysstað. Sjúkrabíll ók til móts við þyrluna við Skeiðavegamót og var hinn slasaði færður þar yfir í þyrluna.

Þyrlan lenti svo við Landspítala Háskólasjúkrahús klukkan 22:15 í kvöld.