TF-LIF sótti veikan farþega

r þyrlan kom að skipinu var það statt um 150 sjómílur suðvestur af Íslandi.

29.8.2018 Kl: 12:05 

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gær beiðni um að koma þyrfti veikum farþega skemmtiferðaskips undir læknishendur á Íslandi. Skipið var þá satt um 500 sjómílur suðvestur af Reykjanesi og var skipstjóri þess beðinn um að halda í átt að Íslandi þar sem skipið væri statt utan drægi þyrlna Landhelgisgæslunnar. Þegar skipið var komið nógu nálægt Íslandi, um klukkan fjögur í  nótt, fór TF-LIF í loftið frá Reykjavík. Er þyrlan kom að skipinu var það statt um 150 sjómílur suðvestur af Íslandi. Þyrlulækni og sigmanni var slakað niður í skemmtiferðaskipið þar sem hugað var að sjúklingnum. Að því búnu var sjúklingurinn svo hífður um borð í TF-LIF og hann fluttur á Landspítalann í Fossvogi.