Þyrlan flutti veikan sjómann

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á snemma þriðja tímanum aðfaranótt 12. janúar beiðni frá íslensku fiskiskipi um að þyrla sækti veikan skipverja. Skipið var þá statt um sextíu sjómílur norðnorðvestur af Siglufirði. TF-LIF fór í loftið laust fyrir klukkan hálffjögur og rúmum klukkutíma síðar var þyrlan komin að skipinu. Stíf suðaustanátt var á leiðinni, vindhraðinn á bilinu 23-28 metrar á sekúndu, en sæmilegasta skyggni. 

Sigmaður þyrlurnar fór svo niður í skipið og undirbjó sjúklinginn og að því búnu voru þeir hífðir upp í þyrluna. Hún lenti á flugvellinum á Akureyri rétt upp úr hálfsex og flutti sjúkrabíll svo veika skipverjann á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Þetta var í annað sinn í þessari viku sem TF-LIF sótti veikan sjómann og kom honum á sjúkrahús. Áður hafði hún verið kölluð út vegna veikinda um borð í fiskiskipi á Deildargrunni.