Vel heppnuð ráðstefna um konur og siglingar

Joanna Nunan aðmíráll í bandarísku strandgæslunni, flutti erindi á ráðstefnunni.

  • 970007223456860971_IMG_2629

27.9.2019 Kl: 10:44

Alþjóðasiglingadagurinn var í ár helgaður konum og af því tilefni stóð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að ráðstefnu í Hörpu í gær undir yfirskriftinni Hvað er svona merkilegt við það?

Ráðstefnan var vel sótt en meðal gesta voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá flutti Joanna Nunan, aðmíráll í bandarísku strandgæslunni, erindi. Hún fjallaði um þær leiðir sem bandaríska strandgæslan hefur farið til að gera störf á sjó eftirsóknarverð fyrir konur. Sömuleiðis deildi hún reynslu sinni með ráðstefnugestum en hún hefur verið hluti af bandarísku strandgæslunni í tæplega fjóra áratugi. 

Það gerðu sömuleiðis fjölmargar aðrar konur sem sögðu frá starfsvali sínu og deildu reynslu sinni af samvinnu og sambúð kynjanna í siglingum. Fyrirlestrarnir voru fjölbreyttir og undirstrikuðu þá fjölbreyttu atvinnumöguleika sem eru í boði fyrir konur og karla á sjó.

2546128231950823221_IMG_2637

 Joanna Nunan, aðmíráll í bandarísku strandgæslunni, flutti ávarp.

3089211514239019079_IMG_2633Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti ráðstefnuna.

1823730287801851004_IMG_2641Ráðstefnan var vel sótt.970007223456860971_IMG_2629Sigurður Ingi Jóhannsson, Joanna Nunan og Ásgrímur L. Ásgrímsson.