Vinna við Jón Hákon gengur samkvæmt áætlun

Landhelgisgæslan og rannsóknarnefnd samgönguslysa ásamt Árna Kópssyni kafara vinna nú að því að ná fiskiskipinu Jóni Hákoni á flot, en Jón Hákon sökk við utanvert Ísafjarðardjúp síðastliðið sumar. Aðgerðir hófust síðastliðinn föstudag og hefur flakinu af Jóni Hákoni nú verið lyft upp á 15 metra dýpi þar sem hægt er að vinna við skipið með köfurum.

Verkefnið er á forsjá rannsóknarnefndar samgönguslysa og gengur samkvæmt áætlun. Að verkinu koma varðskipið Þór, sjómælingabáturinn Baldur, séraðgerðasvið Landhelgisgæslunnar, Árni Kópsson kafari auk fulltrúa frá rannsóknarnefnd samgönguslysa.

 
Veðrið hefur reynst hagstætt síðustu daga.
 
Aðgerðir ganga samkvæmt áætlun.