Fréttir og útgáfa

Stefna Landhelgisgæslu Íslands er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu. Þáttur í því er að birta á heimasíðu fréttir úr starfseminni og helstu staðreyndir úr stjórnstöð Landhelgisgæslunnar auk kynningar- og myndefnis af ýmsu tagi.

Stjórnstöðin er tengiliður við allar einingar stofnunarinnar, þar sinna starfsmenn fjölbreyttum verkefnum fyrir utan regluleg samskipti við varðskip, eftirlitsflugvél og þyrlur Landhelgisgæslunnar. Stjórnstöð LHG er einstök í sinni röð þar sem hún er á sama tíma vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar en þaðan er öllum aðgerðum Landhelgisgæslunnar stjórnað.

Nánar um stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica