Dagbók stjórnstöðvar

Dagbók stjórnstöðvar sýnir brot af því fjölbreytta starfi sem fram fer innan Landhelgisgæslunnar. 

Þann 22. desember kl. 07:00 voru 67 skip og bátar í fjareftirliti Landhelgisgæslu Íslands/vaktstöðvar siglinga, þar af 42 erlend skip.

Sólargangur á Íslandi

Á meðal verkefna sl. daga:

Regluleg samskipti við varðskip við eftirlitsstörf sem og flugför við eftirlits- æfinga og gæsluflug.

Neyðarskeyti bárust með staðsetningu utan íslenska leitar og björgunarsvæðisins.

Samskipti við tæknimenn vegna eftirlits- og upplýsingakerfa.

Samskipti við skip vegna afla- og komutilkynninga.

Greiningardeild aðgerðarsviðs hafði samband við báta vegna haffæris- og lögskráningarmála.

Mótteknar tilkynningar frá EMSA CleanSeaNet. Engin mengun sjáanleg innan íslenska hafsvæðisins.

Þyrla LHG sótti sjúkling á Sauðárkrók sem var með brjóstverk. Vegna veðurs var ekki hægt að fljúga sjúkraflugvél og var því óskað eftir aðstoð þyrlunnar.  Farið í loftið kl. 23:15 og var lent á Sauðárkróki kl. 00:18. Farið að nýju í loftið kl 00:27 og lent í Reykjavík kl. 01:29.

Þegar þyrla LHG fór í gæslu- og eftirlitsflug var flogið yfir Bessastaðartjörn og sáust þá þústir í vatninu sem reyndist vera 12-13 hestar sem saknað hafði verið frá smölun. Tilkynnt til lögreglu.

Að undanförnu hefur verið mjög slæmt veður á Norður Atlantshafi og hafa umtalsverðar tafir orðið á siglingu skipa á leið til landsins.

Neyðarskeyti barst frá íslensku skipið sem var statt 34 sml vestur af Garðskaga. Haft samband við skipið sem svaraði strax og sagði að ekkert væri að um borð. Könnuðu skipverjar málið og slökktu á baujunni. Björgunarstjórnstöðvar á svæðinu voru látnar vita.  

Hafnarvörður á Húsavík tilkynnti um dufl sem rak á fjöru í Eyvíkurfjöru c.a 5 kílómetra norður af Húsavík. Blikkandi ljós var á duflinu og var væntanlega um að ræða innsiglingarbauju.  Lögreglan á Húsavík mun kanna málið. 

Aðvörun frá Veðurstofu Íslands vegna krapprar lægðar sem nálgast af Grænlandshafi. Á þriðjudag er gert ráð fyrir að hvessi af suðaustri og fer að snjóa S og V-lands. Eftir hádegi nær suðaustanáttin víða 18-23 m/s S- og V-lands og snjóar talsvert, en skammvinn hláka kemur í kjölfarið og rignir þá um tíma við sjávarsíðuna. Annað kvöld snýst í suðvestan 8-15 m/s með éljagangi.

Vegagerðin tilkynnir um að Gjögurviti logi ekki. Gert verður við um leið og veður gengur niður. Sent út til sjófarenda í NAVTEX og kallað út.

Tilkynning barst frá færeyskum línubát sem hafði verið 50 daga við veiðar á Íslandsmiðum. Samtals með 335.780 kíló. Óskar LHG gleðilegra jóla.

Tilkynning barst um neyðarblys sem var skotið upp vegna kvikmyndatöku. Búið að fá leyfi frá lögreglu. Flugstjórn var gert viðvart.

Tilkynning barst frá flugstjórn um litla flugvél með einn mann um borð sem var í vandræðum á svæðinu við A- af Langjökli. Kompás var bilaður og flugmaður áttavilltur. Flugstjórn reyndi að leiðbeina honum en vélin var komin út af radar. Þyrla var kölluð út og var áætlað að fljúga til móts við vélina. Kom hún síðan að nýju inn á radar og lenti heilu og höldnu. Útkall þyrlu var þá afturkallað.

Yfirlitsmyndir bárust frá EMSA (European Maritime Safety Agency). Engin mengun sjáanleg innan íslenska hafsvæðisins.

Tilkynning barst um að grænt ljós á ytri garðinum sunnan megin í innsiglingunni Hafnarfjarðar logaði ekki. Upplýsingunum komið áfram á vakthafandi hafsögumann sem sá til þess að viðgerð fór fram. Tilkynning send út til sjófarenda á NAVTEX VHF HF.

Samskipti við skipstjóra flutningaskips sem óskaði eftir að sigla innri siglingaleiðina milli lands og eyja. Skipið hafði ekki heimild til þess skv. rgl. 361/2009 . 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica