Dagbók stjórnstöðvar

Dagbók stjórnstöðvar

Dagbók stjórnstöðvar sýnir brot af því fjölbreytta starfi sem fram fer innan Landhelgisgæslunnar.

Öldudufl og veður

Sólargangur í Reykjavík

Á meðal verkefna

Regluleg samskipti við varðskip við eftirlitsstörf sem og flugför og þyrlur við eftirlits- æfinga og gæsluflug.

Neyðarskeyti bárust með staðsetningu utan íslenska leitar og björgunarsvæðisins.

Samskipti við tæknimenn vegna eftirlits- og upplýsingakerfa.

Samskipti við erlend fiskiskip vegna aflatilkynninga

Greiningardeild aðgerðarsviðs hafði samband við báta vegna haffæris- og lögskráningarmála. Vegna sama var haft samband við Samgöngustofu.

Tilkynning barst um æfingu ISAVIA v/eldgos í Kötlu og dreifing gosefna í háloftum.

Samskipti við skipstjóra flutningaskips og honum veittar upplýsingar um komutilkynningar SSN.  Senda þarf komutilkynningu fyrir hverja höfn sem skipið kemur til á Íslandi.

Haft samband við flutningaskip sem ætluðu að sigla innri siglingaleið fyrir Reykjanes en hafa ekki leyfi til þess. Þau breyttu stefnu og fóru ytri siglingaleiðina.                                                             

Landhelgisgæslunni barst tilkynning um sjö hvít blikkljós sem sáust nærri Vattarnesbót við Reyðarfjörð. Virtist ljósið vera nærri yfirborði sjávar og blikkuðu þau stöðugt. Engin ljósmerki á þessu svæði eru merkt í kort Landhelgisgæslunnar en þó kom til greina að ljósin kæmu frá línubát sem var búin að vera á svæðinu.  Haft var samband við bátinn og staðfesti skipstjóri að hann hefði tapað ljósabauju í gær og ætlaði að svipast betur um eftir henni.  Hafði hann samband nokkru síðar og hafði þá fundið belg og bauju í geisla ljóskastara og hvít leiftur sem voru orðin mjög dauf og rafhlöðurnar líklega að tæmast. Trúlega er þetta baujan sem tapaðist deginum áður en ekki náðist baujan um borð vegna veðurskilyrða. Verður hún sótt þegar birtir.

Tilkynning barst frá Jarðvísindastofnun H.Í. um staðsetningu hafíss.  Upplýsingar einnig sendar til Veðurstofu Íslands.

Samskipti við umboðsmenn vegna komutilkynninga.

Móttekin skyndilokun nr.164 bann við línuveiðum norður af Gufuskálum gengur í gildi kl. 2330 þann 17.12.2013 og gildir í allt að tvær vikur.