Fréttir

Stórstreymt um Jólin - fullt tungl á Aðfangadag - 20.12.2007

Sjavarhaed_flod
Fimmtudagur 20. desember 2007

Landhelgisgæsla Íslands – Sjómælingasvið vill vekja athygli á því að fullt tungl er á Aðfangadag og að vanda, stórstreymi því samfara. Það er því ástæða fyrir sjómenn og aðra að fylgjast vel með veðurspá og loftþrýstingi. Lesa meira

Landhelgisgæsla Íslands og Landmælingar Íslands gera með sér samstarfssamning um landupplýsingar - 19.12.2007

Samstarfssamn_LHG_LMI_GLar_MGudm_18122007

Miðvikudagur 19. desember 2007


Í gær undirrituðu forstjórar Landhelgisgæslu Íslands og Landmælinga Íslands samstarfssamning um landupplýsingar. Markmið samningsins er að auka samstarf stofnananna á sviði kortagerðar, landfræðilegra upplýsingakerfa, landmælinga og til að samnýta sérþekkingu og gögn. Stofnanirnar munu koma sér saman um sameiginlega verkefnaskrá er varðar þessi atriði. Einnig munu þær sameignlega vekja athygli á gildi landupplýsinga á Íslandi. Gengið var frá verkefnaskrá fyrir komandi starfsár sem innifelur meðal annars þarfagreiningu vegna söfnunar gagna til kortagerðar af Breiðafirði og frumvinnu vegna sameiginlegrar skilgreiningar á strandlínu Íslands.

Lesa meira

Landhelgisgæsla Íslands gerir samstarfssamning við skipaumferðarmiðstöðina í Vardö í Noregi - 14.12.2007

risaoliuskipid_dundee_feb_2003
Föstudagur 14. desember 2007

Landhelgisgæsla Íslands gerði í vikunni samstarfssamning við Vardö VTS (e.vessel traffic service), sem er skipaumferðarmiðstöð í norður-Noregi, sem vaktar meðal annars, alla skipaumferð á hafsvæðinu undan norður og norðvestur Noregi.

Starfssemi stöðvarinnar hófst 1.janúar á þessu ári. Megin hlutverk Vardö VTS að fylgjast með allri skipaumferð á stóru svæði undan NV-strönd Noregs og einnig að bregðast við ef hættuástand skapast, t.d. ef skip verða fyrir vélarbilun, þá bregst stöðin við því með dráttarskipum sem tiltæk eru hverju sinni. Lesa meira

Súlan EA 300 strandar við innsiglinguna til Grindavíkur - 7.12.2007

Föstudagur 7. desember 2007

Í dag klukkan 09:55 barst Vaktstöð siglinga/ Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning um að Súlan EA 300 væri strand vestan við innsiglinguna til Grindavíkur. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar Oddur V. Gíslason og björgunarbátarnir Villi, Árni í Tungu og Áskell voru tafarlaust sendir á staðinn. Varðskip var sent áleiðis semog þyrla Landhelgisgæslunnar. Fljótlega tókst að koma taug frá Oddi V. í Súluna og eru skipin nú á leið til Grindavíkurhafnar.

Lesa meira

Áhöfn Vs. Ægis og varð- og stýrimenn úr flugdeild LHG á námskeiði hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins - 6.12.2007

Slokkvinamsk_LHG_SHS_03122007_eldur1
Fimmtudagur 6. Desember 2007

Síðastliðinn þriðjudag, 3. desember, tók áhöfn varðskipsins Ægis ásamt stýrimönnum og vaktmönnum úr flugdeild þátt í námskeiði og æfingum í fyrstu hjálp og slökkvistörfum hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins (SHS). Lesa meira

Nýtt sjókort af Austfjörðum - 6.12.2007

Sjomael_k73_ny_utg_06122007_nytt_kort
Fimmtudagur 6. desember 2007

Nýtt sjókort af Austfjörðum er komið út. Kortið sem heitir Glettinganes – Hlaða og er nr. 73 nær frá Glettinganesi, sunnan Borgarfjarðar eystri að Hlöðu í Breiðdalsvík og er í mælikvarðanum 1:100 000. Það leysir af hólmi eldra kort með sama nafni og númeri . Gamla kortið var gefið út af „det kongelige Søkort-Arkiv“ í Kaupmannahöfn í október 1944. Dýptarmælingarnar sem sú útgáfa kortsins byggir að stærstum hluta á voru gerðar árið 1898 eða fyrir 109 árum. Lesa meira

Grunnskólabörn á Fáskrúðsfirði heimsækja varðskipið Tý - 4.12.2007

Tyr_born_Faskrudsf_heims_03122007
Þriðjudagur 4. desember 2007

Nemendur í 1 – 3 bekk Grunnskólans á Fáskrúðsfirði heimsóttu varðskipið Tý á köldum vetrarmorgni, þegar skipið kom inn til Fáskrúðsfjarðar fyrir skömmu. Alls komu 24 börn um borð ásamt 5 kennurum og foreldrum. Tekið var á móti börnunum við skipshlið. Þá var gengið á skipsfjöl þar sem skipherra varðskipsins Sigurður Steinar Ketilsson, Pálmi Jónsson yfirstýrimaður og Einar Örn Einarsson 2. stýrimaður tóku á móti þeim. Lesa meira

Jólaball Landhelgisgæslunnar - 3.12.2007

Jolaball_02122007_joli_thyrla
Mánudagur 3. desember 2007

Í gær, sunnudag, var árlegt jólaball Landhelgisgæslunnar haldið. Þar komu starfsmenn saman ásamt börnum sínum og skemmtu sér konunglega. Gáttaþefur mætti á staðinn og hafði með sér aðstoðarfólkið Birgittu Haukdal og Magna. Þau stigu á stokk, sungu og skemmtu börnum og fullorðnum. Gáttaþefur hafði auk þess lítilræði í poka sínum sem hann útdeildi til barnanna. Lesa meira

Dómsmálaráðherra Noregs og sendiherra Noregs á Íslandi heimsækja Landhelgisgæsluna. Samstarfssamningur um þyrlukaup. - 30.11.2007

BB_KS_undirritun_301120070001
Föstudagur 30. nóvember 2oo7

Í dag heimsóttu norski dómsmálaráðherrann, Knut Storberget og Margit Tveiten sendiherra Noregs á Íslandi, ásamt fylgdarliði, Landhelgisgæsluna. Tilefni heimsóknarinnar var samstarfssamningur sem ráðherrann og Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra undirrituðu, í morgun, um samstarf Íslands og Noregs um kaup og rekstur nýrra langdrægra björgunarþyrla. Lesa meira

Flutningaskipið Axel - 28.11.2007

Miðvikudagur 28.nóvember 2007

Rétt fyrir klukkan 7:00 í morgun fór skipstjóri flutningaskipsins Axels fram á að fá öflugar dælur um borð í skipið þar sem lensidælur þess höfðu stíflast. Skipið var þá statt undan Vopnafirði. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson fór á staðinn með öflugar dælur frá slökkviliðinu á Vopnafirði. Gerðar voru ráðstafanir til að fá viðbótar dælur og hafnaryfirvöld á Vopnafirði sett í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegrar komu skipsins. Vel gengur nú að dæla sjó úr skipinu og hefur það tekið stefnu á Akureyri. Varðskip mun koma að Axel um hádegisbil, með öflugar dælur og setja mannskap um borð. Varðskipið mun svo fylgja flutningaskipinu til hafnar. Lesa meira

Flutningaskipið Axel heldur til hafnar á Fáskrúðsfirði - 27.11.2007

Þriðjudagur 27. nóvember 2007 – uppfært kl. 14:00

Eftir samráð Landhelgisgæslu Íslands, Umhverfisstofnunar, flokkunarfélags skipsins ásamt skipstjóra þess og útgerð hefur verið ákveðið að flutningaskipið Axel sem skemmdist er það strandaði við Hornafjarðarós í morgun, haldi til hafnar á Fáskrúðsfirði. Lesa meira

Flutningaskipið Axel komið af strandstað, gengur fyrir eigin vélarafli - 27.11.2007

Flutnskip_Axel_strand_Hornafj_27112007_2

Þriðjudagur 27.nóvember 2007 - uppfært kl.10:45

Flutningaskipið Axel, sem strandaði við Hornafjarðarós í morgun er komið af strandstað. Enginn olíuleki virðist vera frá skipinu og dælur hafa við að dæla þeim sjó sem berst í skipið. Axel gengur undir eigin vélarafli áleiðist til Berufjarðar þar sem áætlað er að skipið fari til hafnar. Björgunarskipið Ingibjörg fylgir skipinu áleiðis þar til varðskip Landhelgisgæslunnar mætir skipunum og mun varðskipið fylgja Axel til hafnar.

Lesa meira

Flutningaskipið Axel strandar við Hornafjarðarós - 27.11.2007

Flutnskip_Axel_strand_Hornafj_27112007
Þriðjudagur 27.nóvember. 2007

Klukkan 08:20 barst Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð vegna flutningaskipsins Axel sem strandað hafði á Borgeyjarboða við Hornafjarðarós. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Ingibjörg frá Hornafirði ásamt lóðsbáti Hornafjarðarhafnar fóru tafarlaust á staðinn. Lesa meira

Stýrimenn/sigmenn og læknar í áhöfnum á þyrlum á fjallamennskuæfingu - 26.11.2007

Fjallamennskunamsk_Villi-Snorri-Hannes-Frikki-Tobbi
Mánudagur 26. Nóvember 2007

Um helgina fóru stýrimenn/sigmenn og læknar í áhöfnum á þyrlum LHG í árlega fjallaæfingu með undanförum Slysvarnarfélagsins Landsbjargar. Æfing sem þessi er haldin í upphafi hvers vetrar og miðar að því að þjálfa þá áhafnarmeðlimi er starfa fyrir utan þyrlurnar í meðferð mannbrodd og ísaxa til notkunar á fjöllum og jöklum að vetri. Þá er æfð notkun trygginga og sigbúnaðar í klettum. Lesa meira

Vélarvana dragnótarbátur tekinn í tog - 24.11.2007

Jon_a_Hofi_i_togi_24112007
Laugardagur 24. nóvember 2007

Um klukkann 8:00 í morgun bárust Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, boð frá Jóni á Hofi ÁR-62, sem var vélarvana um 25 sjómílur NV af Garðskaga. Jón á Hofi er 35 metra, 334 brl. dragnótarbátur með 8 manns í áhöfn (leiðrétt 26.11.2007 SRS). Varðskip fór á staðinn og kom taug í skipið um klukkan 11:15. Varðskipið er með Jón á Hofi í togi, ferðin sækist vel og eru skipin væntanleg til Reykjavíkur um eftirmiðdaginn. Lesa meira

Landhelgisgæslan færir út kvíarnar - 23.11.2007

SYN_flugskyli
Föstudagur 23. nóvember 2007

Í dag voru Fokker flugvél Landhelgisgæslunnnar, TF-SYN og þyrla TF-GNA, flutt í aðstöðu sem Landhelgisgæslan hefur tímabundið fengið til afnota á Keflavíkurflugvelli. Við stækkun flugflotans hefur þrengt að í flugskýlinu við Reykjavíkurflugvöll þar sem Landhelgisgæslan hefur nú fjórar þyrlur til ráðstöfunar, auk Fokker flugvélarinnar. Lesa meira

Ráðningu þyrluflugmanna lokið - 23.11.2007

TF_LIF_Odd_Stefan

Föstudagur 23. nóvember 2007

Nú nýverið lauk ráðningu á nýjum þyrluflugmönnum til Landhelgisgæslu Íslands. Ráðningin var síðasti liður í eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins. Hafa þá alls sjö þyrluflugmenn verið ráðnir til starfa, til stækkunar þyrlusveitarinnar.

Lesa meira

Vélarvana bátur á reki í nágrenni Reykjavíkur - 21.11.2007

Skolaskipid_Drofn_dregur_somabat_til_rek
Miðvikudagur 21. nóvember 2007

Í dag klukkan 15:32 barst Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, símtal frá vélarvana bát á reki í nágrenni Reykjavíkur, í gegnum Neyðarlínuna, 112. Bátinn, 6 metra langan Sómabát með þrjá menn um borð rak í átt að Geldinganesi. Lesa meira

Tundurdufl í veiðarfæri - 18.11.2007

Duflid_um_bord
Laugardagur 17. nóvember 2007

Um kl 09:00 hafði togskipið Þorvarður Lárusson frá Grundarfirði (áður Smáey)samband við Vaktstöð siglinga og sagðist vera á togveiðum undan Látrabjargi og hafa fengið stóra álkúlu í veiðarfærin sem væri um 1.20 m í þvermál. Vaktstöð siglinga kom skipstjóra skipsins í samband við sprengjusérfræðing Landhelgisgæslunnar og eftir lýsingum hans á duflinu var enginn vafi talinn á að um væri að ræða þýskt tundurdufl en þeim var meðal annars lagt út við Látrabjarg til að trufla ferðir skipalesta á leið til Murmansk, í seinni heimsstyrjöld. Lesa meira

Útkall - þyrluna strax - 16.11.2007

Utkall_Ottar_bok
Föstudagur 16.nóvember 2007

Út er komin bók Óttars Sveinssonar - Útkall þyrluna strax. Að því tilefni heimsóttu Ulf M. Berthelsen skipherra og Chano Lyng vélavörður á danska varðskipinu Triton Landhelgisgæsluna. Lesa meira

Vaktstöð siglinga, samningur um endurnýjun fjarskiptabúnaðar - 13.11.2007

Stadsetning_senda_strandastodvakerfis
Þriðjudagur 13. nóvember 2007

Undirritaður hefur verið samningur um kaup á nýjum fjarskiptabúnaði fyrir strandastöðvar Vaktstöðvar siglinga. Á síðastliðnu ári var gerð áætlun um endurnýjun strandastöðvarbúnaðar vaktstöðvarinnar og í framhaldi af því var fjármögnun til þessa verkefnis tryggð. Það var síðan ákveðið að bjóða út strandastöðvarbúnaðinn og var útboðið auglýst í maí s.l. og tilboð opnuð 2. ágúst. Tilboð bárust frá fjórum aðilum og var eftir yfirferð tilboða ákveðið að ganga til samninga við austuríska fyrirtækið Frequentis. Lesa meira

Ný leiguþyrla LHG komin heim - 10.11.2007

LN_OBX_REK_10.11.2007_4
Laugardagur 10. nóvember 2007

Í dag lenti ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar, LN-OBX, í Reykjavík eftir flug frá Förde í Noregi. Áhöfnin tók við vélinni í Förde sl. miðvikudag og gerði nauðsynlegar flugprófanir. Ráðgert hafði verið að hefja ferðina sl. fimmtudag en brottför frestaðist vegna veðurs þar sem vindur fór í 50 m/s hafinu milli Noregs og Færeyja. Ferðin hófst því í gær, föstudag. Lesa meira

Harðjaxlar heimsækja varðskip Landhelgisgæslunnar - 6.11.2007

Hardjaxlar_a_dekki
Mánudagur 5. nóvember 2007
Harðjaxlar skoðuðu varðskip Landhelgisgæslunnar og fóru í siglingu. Harðjaxlarnir eru hópur fatlaðra og ófatlaðra barna í 7. bekk, undir leiðsögn Bjarna Karlssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju. Lesa meira

Allsherjarnefnd heimsækir Landhelgisgæsluna - 5.11.2007

Allsherjarnefnd_heims_LHG_1
Mánudagur 5. nóvember 2007
Í dag heimsótti Allsherjarnefnd Alþingis, Landhelgisgæslu Íslands. Hópurinn kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar; skrifstofu, Sjómælingar, Stjórnstöð og Vaktstöð siglinga, Sprengjueyðingadeild og Köfunardeild, Flugdeild og varðskip. Allar deildir kynntu sína starfsemi fyrir nefndarmönnum auk þess sem ný lög um Landhelgisgæsluna voru kynnt. Lesa meira

Tómas Helgason flugstjóri lætur af störfum eftir 35 ára farsælt starf hjá Landhelgisgæslu Íslands - 2.11.2007

TF_SYN_lowpass_REK0001
Föstudagur 2. nóvember 2007
Í dag lét Tómas Helgason flugstjóri af störfum eftir tæplega 35 ára farsælt starf hjá Landhelgisgæslu Íslands. Lesa meira

Yfirmaður framkvæmda fyrir 1. flotadeild Dana og skipherra HDMS Thetis heimsækja Landhelgisgæsluna - 2.11.2007

Cpt_Walter_Cdr_Ryberg

Föstudagur 2. nóvember 2007
Í dag heimsóttu Cpt. Jens Walther, yfirmaður framkvæmda fyrir 1. flotadeild Dana og Cdr. (sg) Henryk Ryberg, skipherra á HDMS Thetis, Landhelgisgæsluna. Í heimsókninni funduðu þeir með Georg Lárussyni, forstjóra og kynntu sér starfsemi deilda LHG. Lesa meira

Smíði nýs varðskips hafin í Chile - 24.10.2007

Nytt_vardskip_stal_skorid
Miðvikudagur 24. október 2007
Smíði nýs varðskips hófst, í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile, þann 16. október síðastliðinn. Skipið hefur fengið nýsmíðanúmer 106. Byrjað var að skera til stál í fyrsta hluta skipsins sem hafist verður handa við að smíða á næstu dögum. Lesa meira

Varðskip tekur Erling KE-140 vélarvana í tog - 18.10.2007

Erling_KE_tekin_i_tog
Fimmtudagur 18.október 2007
Um kl. 13:21, tilkynnti fiskiskipið Erling KE-140, kallmerki TFFB, til Vaktstöðvar siglinga og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, að vélarbilun væri um borð. Skipið var þá statt um 19 sjómílur SSA frá Malarrifi. Lesa meira

Sendiherra Noregs á Íslandi, Margit Tveiten, heimsækir Landhelgisgæsluna - 11.10.2007

Sendih_Noregs_1110200
Fimmtudagur 11. Október 2007
Í dag heimsótti norski sendiherrann á Íslandi, Margit Tveiten Landhelgisgæsluna. Með henni í för var Thomas Ball sendiráðsritari. Sendiherrann kynnti sér víðtæka starfsemi Landhelgisgæslunnar, í tengslum við vaxandi samstarf Landhelgisgæslunnar og norsku
strandgæslunnar, Kystvakten. Lesa meira

Landhelgisgæslan skoðar aðstæður á Jan Mayen - 4.10.2007

LHG til Jan Mayen

Fimmtudagur 4 október 2007

Í gær fóru starfsmenn Landhelgisgæslunnar til Jan Mayen til þess að skoða aðstæður þar og kynna sér búnað á staðnum. Einnig til að koma á tengslum og samstarfi milli Landhelgisgæslunnar og stöðvarinnar á Jan Mayen. Með í för var forstjóri Gæslunnar Georg Lárusson ásamt fleiri starfsmönnum stofnunarinnar sem flestir starfa í flugdeild.

Lesa meira

Herdeild 330 frá Konunglega norska flughernum heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar. - 4.10.2007

Sea_King_Isafj.flugv.0410_2007

Fimmtudagur 4. október 2007

Herdeild 330 kom til Íslands á þriðjudaginn s.l. á einni af Sea King þyrlu deildarinnar og mun verða við æfingar með flugdeild Landhelgisgæslu Íslands næstu daga, m.a. á Ísafirði í dag. Áætlað er að herdeildin muni hafa viðkomu á Akureyri n.k. mánudag og muni síðar hverfa aftur til Noregs á þriðjudag.

Lesa meira

Öryggisþjálfun áhafna og kafara - 2.10.2007

Þyrluhermir_Aberdeen_sept07
Þriðjudagur 2. október 2007
Í síðastliðinni viku fór hluti áhafna loftfara og kafara Landhelgisgæslunnar til öryggisþjálfunar til Falck Nutec, í Aberdeen í Skotlandi. Þjálfun þessi er hluti af reglubundinni þjálfun áhafna og snýst þessi hluti um að komast út úr þyrlu sem lent hefur í sjó eða vatni (e. Aircraft Underwater Escape & Short Term Air Supply System (STASS)). Lesa meira

Nýr upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslu Íslands - 26.9.2007

Sigríður Ragna_Upplýsingafulltrúi
Sigríður Ragna Sverrisdóttir landfræðingur hjá Sjómælingum Íslands hefur tekið við starfi upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, tímabundið til áramóta. Hún leysir af hólmi Dagmar Sigurðardóttur lögfræðing Landhelgisgæslunnar sem sinnt hefur starfi upplýsingafulltrúa meðfram starfi lögfræðings stofnunarinnar í nokkur ár. Lesa meira

Fékk tundurdufl í dragnót - 24.9.2007

Breskt seguldufl2
Skipstjóri dragnótarbátsins Sigga Bjarna GK 5 hafði samband við Vaktstöð siglinga og tilkynnti um sprengju í dragnótinni. Sprengjusérfræðingur LHG var kallaður til og eftir að hafa rætt við skipstjórann vaknaði grunur um að um tundurdufl væri að ræða. Lesa meira

Laus störf smyrjara og háseta hjá Landhelgisgæslunni - 19.9.2007

Fallbyssuæfing á Ægi - apríl 2007.
Miðvikudagur 19. september 2007.
Um þessar mundir er Landhelgisgæslan í leit að kraftmiklu og áhugasömu fólki til starfa um borð í varðskipum stofnunarinnar.   Lesa meira

Almenn ánægja meðal þátttakenda á Northern Challenge - 17.9.2007

Northern Challenge 2007

Mánudagur 17. september 2007.
Sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge 2007 stóð frá 28. ágúst til 7. september sl. Almenn ánægja var meðal þátttakenda í æfingunni en alls tóku 50 sprengjusérfræðingar þátt í henni auk 20 erlendra gesta og dómara.

Lesa meira

Mannbjörg varð er leki kom að báti á Ísafjarðardjúpi - 17.9.2007

Sunnudagur 16. september 2007.
Fjórum mönnum var bjargað úr lekum báti á Ísafjarðardjúpi í kvöld. Lesa meira

Týr bjargar pólskri skútu - 10.9.2007

Týr pólsk skúta 100907
Varðskipið Týr kom pólskri skútu til bjargar í dag. Skútan var vélarvana með rifin segl. Hún var á leið frá Reykjavík til Vestmannaeyja og ætlaði síðan að koma við í Skotlandi á leið til Póllands. Lesa meira

Þyrlan Steinríkur aftur leigð til Landhelgisgæslunnar - 10.9.2007

Steinríkur björgunarþyrla
Þyrlan Steinríkur verður aftur leigð til Landhelgisgæslunnar. Hún er væntanleg til landsins í október. Lesa meira

Leit að þýsku ferðamönnunum haldið áfram - útkall vegna ferðamanna í sjálfheldu í Köldukvísl - 23.8.2007

Leit að þjóðverjum 23. ágúst 2007
Fimmtudagur 23. ágúst 2007.
Leit að tveimur þjóðverjum sem saknað hefur verið var haldið áfram í gær og í dag. Þyrlurnar Gná og Eir taka þátt í leitinni en Syn hefur séð um að flytja 20 björgunarsveitarmenn austur til Hornafjarðar.  Eir þurfti í gær að fara í útkall á leið á leitarsvæðið vegna tveggja kvenna sem voru í sjálfheldu á þaki bíls í Köldukvísl. Lesa meira

Landhelgisgæslan sá um flugeldasýningu og öryggiseftirlit á sjó á menningarnótt - 23.8.2007

Týr á menningarnótt 2007
Sunnudagur 19. ágúst 2007.
Mikill erill var um helgina hjá Landhelgisgæslunni. Landhelgisgæslan stjórnaði öryggismálum á sjó vegna menningarnætur og sá um flugeldasýningu í samstarfi við fleiri viðbragðsaðila. Lesa meira

Útköll vegna slasaðrar konu í Víti, ferðamanns í sjálfheldu í Tungnaá, og leit að þýskum ferðamönnum - 23.8.2007

Tungnaá - útkall v. þýskrar ferðakonu í sjálfheldu 180807
Sunnudagur 19. ágúst 2007.
Tvær hjálparbeiðnir bárust Landhelgisgæslunni í dag, annars vegar vegna tveggja þýskra ferðamanna sem saknað er og hins vegar vegna konu sem lent hafði í grjóthruni í Víti við Öskjuvatn. Lesa meira

Þrjár vélar Landhelgisgæslunnar á lofti á sama tíma vegna þriggja útkalla - 18.8.2007

Gná sjúkraflug í skemmtiferðaskipið Saga Rose 170807
Föstudagur 17. ágúst 2007.
Áhöfn landhelgisgæsluþyrlunnar Gnár sótti tvo sjúklinga út á haf í kvöld og fór eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, Syn, til fylgdar.  Einnig sótti áhöfn þyrlunnar Eirar konu sem hafði fallið af hestbaki á Kjalvegi. Lesa meira

Mælingar við Surtsey frá 1967 - 2007 - 8.8.2007

Surtsey2

Miðvikudagur 8. ágúst 2007

Nýverið var mælingabáturinn Baldur við mælingar umhverfis Surtsey og eyjarnar norðaustur af henni en í ár eru 40 ár liðin frá fyrstu mælingum við eyjuna.

Lesa meira

TF-GNÁ kölluð út vegna manns sem fallið hafði ofan í Laxárgljúfur - 26.7.2007

TF-GNA_Laxargljufur2

Fimmtudagur 26. júlí 2006

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var í gærkvöld kölluð út vegna manns sem hafði hrapað í Laxárgljúfri. Í upphafi var ljóst að aðstæður á vettvangi væru erfiðar og var því kallað eftir aðstoð undanfara Landsbjargar og fóru þrír með þyrlunni austur.

Lesa meira

Varðskipið Ægir flutti slasaða konu frá Hornvík til Ísafjarðar - 21.7.2007

Ægir í sjúkraflutningum 190707
Föstudagur 20. júlí 2007.
Varðskipið Ægir flutti slasaða konu frá MIðfelli við Horn til Ísafjarðar. Lesa meira

Áhöfn björgunarskipsins Einars Sigurjónssonar þakkað fyrir björgun áhafnar landhelgisgæsluþyrlunnar Sifjar - 20.7.2007

Sif_naudlending_grillveisla
Föstudagur 20. júlí 2007.
Grillveisla var haldin til heiðurs áhöfninni á björgunarskipinu Einari Sigurjónssyni. Ekki hægt að fullyrða hvað olli því að hreyflar landhelgisgæsluþyrlunnar Sifjar misstu afl. Lesa meira

Björgunaraðgerðir í nótt - Þyrlan Sif dregin á land - 17.7.2007

Björgun - SIF4

Þriðjudagur 17. júlí 2007.
Í nótt tókst að koma þyrlunni Sif á land og er hún nú í vörslu Rannsóknarnefndar flugslysa.

Lesa meira

Áhöfnin á Landhelgisgæsluþyrlunni Sif heil á húfi eftir nauðlendingu í sjónum við Straumsvík - unnið að björgun þyrlunnar - 17.7.2007

Tyrla_hifir_sigm&sjukl
Mánudagur 16. júlí 2007.
Engan sakaði er þyrla Landhelgisgæslunnar, Sif, nauðlenti í sjónum við Straumsvík um kl. 18:50. Lesa meira

Þyrlur Landhelgisgæslunnar taka þátt í umferðareftirliti - 29.6.2007

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07

Föstudagur 29. júní 2007.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar taka þátt í umferðareftirliti um helgina. Það er liður í samstarfi Ríkislögreglustjórans og annarra lögregluembætta við forvarnir gegn umferðarslysum.  Framhald verður á þessu samstarfi í sumar.

Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica