Fréttir

Auðvelt er að villast á neyðarblysum og almennum flugeldum. - 30.12.2008

flugeldar_2
Nú rennur árið 2008 sitt skeið og hið hefðbundna tímabil skoteldasölu nálgast hámarkið. Flugeldasalan er stærsta, og um leið mikilvægasta fjáröflun björgunarsveita en kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu. Samkvæmt reglugerð um skotelda nr. 952/2003 er leyfilegt að selja og skjóta upp flugeldum frá 28. desember - 6. janúar ár hvert og vildu sjálfsagt margir hverjir skjóta upp við mun fleiri tækifæri.

Ekki gera sér allir grein fyrir að auðvelt er að villast á neyðarblysum og almennum flugeldum. Neyðarblys eru mjög mikilvægt öryggistæki fyrir sjófarendur og utan hins hefðbundna flugeldatímabils þarf að sækja um sérstakt leyfi til að skjóta upp skoteldum.

Lesa meira

Fjórtán ár frá björgun átta mánaða gamals barns - 29.12.2008

Fyrir fjórtán árum síðan, eða þann 29. desember 1994 björguðu þyrlur Landhelgisgæslunnar og varnarliðsins átta mánaða barni auk áhafnar hollenska flutningaskipsins Henrik B. sem var staðsett um 100 mílur út af Vestmannaeyjum. Er þetta í fyrsta og eina skiptið sem sigmaður Landhelgisgæslunnar hefur sótt svo ungt barn um borð í skip. Var barnið sett inn í búning sigmannsins og hann því næst hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar.  
Lesa meira

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár - 23.12.2008

Jol_skip
Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Lesa meira

Stefnt að samþættingu verkefna og hagræðingu á starfssviði öryggis- og siglingamála - 23.12.2008

Eir björgunaræfing með Ægi sumarið 2007
Í fréttatilkynningu frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þann 22. desember kemur fram að ríkisstjórnin féllst hinn 16. desember sl. á tillögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, um að stefnt yrði að samþættingu verkefna og hagræðingu á starfssviði öryggis- og siglingamála. Var ráðuneytinu falið að hafa forgöngu um viðræður í því augnamiði að sameina krafta ríkisstofnana, sem tengjast siglingum, sjósókn, öryggi, löggæslu, eftirliti, sjúkra- og neyðarflugi sem og sjómælingum og rannsóknum í hafinu. Markmiðið er að auka hagræði og skilvirkni í rekstri þeirra stofnana sem hér um ræðir. Lesa meira

Vefurinn island.is veitir upplýsingar um efnahagsvandann - 23.12.2008

Stjórnvöld hafa sett á fót upplýsingamiðstöð um efnahagsvandann en unnið var að undirbúningi hennar innan forsætis- og utanríkisráðuneytisins en fleiri ráðuneyti koma að efnisöflun og símaþjónustu. Markmið hennar er að einfalda aðgengi almennings að upplýsingum um hvað eina sem viðvíkur efnahagsástandinu.
Lesa meira

Mannréttindadómstóll Evrópu vísar frá kæru gegn íslenska ríkinu - 22.12.2008

Í fréttatilkynningu á vef Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins kemur fram að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá kærumáli Björns Guðna Guðjónssonar gegn íslenska ríkinu um bann við grásleppuveiðum í netlögum. Dómstóllinn lýsti kæruna ótæka þar sem hún þótti ,,augljóslega illa grunduð" (manifestly ill-founded), sbr. 3. mgr. 35. gr. mannréttindasáttmálans. Lesa meira

Gæslunám verði innan Lögregluskóla ríkisins - 22.12.2008

Í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneyti kemur fram að nefnd sem Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði 20. ágúst 2007 til að gera tillögur um uppbyggingu alhliða löggæslu- og öryggismálaskóla hefur skilað skýrslu til ráðherra. Þar er gert ráð fyrir að starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands, sem á þurfa að halda starfa sinna vegna, fái þar menntun og þjálfun í lögreglufræðum. Námið myndi skiptast í lögreglunám, fangavarðanám og gæslunám. Lesa meira

TF-LIF sækir örmagna göngumann á Skarðsheiði - 21.12.2008

TF_LIF_Odd_Stefan
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF sótti í gærkvöldi mann á Skarðsheiði eftir að hann fannst af björgunarsveitum. Var maðurinn örmagna og ekki talinn fær um gang niður af heiðinni. Að sögn þyrluáhafnar gekk björgunin mjög vel, undirbúningur og móttaka björgunarsveitarmanna var að þeirra sögn til fyrirmyndar. Lent var á Reykjavíkurflugvelli kl. 22:50 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti manninn á sjúkrahús. Lesa meira

TF-EIR flýgur með tæknifólk í Eldey - 19.12.2008

Eldey_EIR_med_bunad
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR ferjaði í vikunni tæknifólk út í Eldey til að klára fínstillingu myndavélar sem sett var upp í janúar. Til stóð að fara í verkefnið um sl. helgi en vegna veðurs var ferðinni frestað.

Gekk fínstilling vélarinnar ágætlega en meðan verið var við vinnu í eyjunni beið EIR við Reykjanesvirkjun.
Lesa meira

Bráðaflokkunartöskur teknar í notkun - 18.12.2008

bradaflutntoskur
Dómsmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið afhentu á miðvikudag bráðaflokkunartöskur til nota þegar slys ber að höndum. Um er að ræða nýtt kerfi til forgangsflokkunar sjúklinga á slysavettvangi og kemur það í stað eldra kerfis, sem í daglegu tali var kallað „almannavarnaspjöldin“. Lesa meira

Skip íslenskra aðila skera sig úr við notkun SafeSeaNet - 17.12.2008

Svo virðist sem skip á vegum íslenskra aðila á siglingu til íslenskra hafna skeri sig úr vegna lítillar þátttöku í Safe Sea Net-rafrænu tilkynningakerfi skipa (SSN) á vegum Evrópusambandsins. Þetta sýnir mánaðarleg skýrsla EMSA (European Maritime Safety Agency) en þar kemur fram að aðeins ellefu íslenskar skráningar komu fram í kerfinu í nóvember en samkvæmt tölum Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar hefðu þær í raun átt að vera áttatíu og níu. Hlutfallslega eru þetta ekki nema rétt rúm 12%.   Lesa meira

Gáttaþefur á jólaballi LHG - 15.12.2008

Jolasongur_Joli_Sveppi
Hann var fjölmennur dansinn í kring um jólatréð á jólaballi starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar sem var haldið í flugskýli LHG á laugardag. Helga Möller og Magnús Kjartansson sáu um tónlistina en hápunktur gleðinnar var eflaust áhrifamikil koma Gáttaþefs sem hafði Sveppa sér til aðstoðar. Þeir komu á jólaballið með þyrlu Norðurflugs sem flogið var af einum þyrluflugmanna LHG. Lesa meira

Áætlun um smíði varðskips helst óbreytt - 12.12.2008

vardskip_framan_stor
Í gær voru kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar um niðurskurð fjárlaga næsta árs. Skv. Morgunblaðinu í dag kom fram á fundinum að til stæði að fresta framkvæmdum vegna nýrrar flugvélar og varðskips LHG. Spurður um þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hins vegar að áætlun um smíði varðskipsins haldist þó að greiðslur kunni að færast til. Lesa meira

Samningur undirritaður um framkvæmd skyndiskoðana - 12.12.2008

Vs_Aegir_2007_G_St_Vald
Georg Kr. Lárusson, forstjóri LHG og Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri skrifuðu í morgun undir samstarfssamning í húsakynnum Siglingastofnunar í Kópavogi. Lesa meira

Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hættir þann 1. febrúar að vinna úr merkjum neyðarsenda á 121,5 og 243 MHz - 10.12.2008

Neydarsendar
Sá þáttur sem vegur einna þyngst, þegar kemur að öryggi íslenskra sjófarenda, flugmanna og ferðamanna, er að um borð í bátum þeirra, skipum og flugförum séu neyðarsendar sem bera boð tafarlaust til Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og sýna þá helst GPS staðsetningu þeirra sem lenda í neyð eða vanda. Einnig er mikilvægt fyrir ferðafólk, svo sem veiðimenn sem eru oft á tíðum á svæðum sem eru utan alfaraleiða, að hafa GPS tæki í fórum sínum, eins konar neyðarhnapp sem virkar hvar sem er í heiminum.

Því vill Landhelgisgæslan vekja athygli á því að þann 1. febrúar 2009 mun alþjóðlega Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hætta að vinna úr merkjum neyðarsenda á 121,5 og 243 MHz og mun eftir þann tíma einungis vinna úr merkjum neyðarsenda sem eru á tíðninni 406 MHz.
Lesa meira

Slökkviliðsmenn af Keflavíkurflugvelli í heimsókn - 8.12.2008

BIKF_slokkvhopur
Landhelgisgæslan fékk á föstudag heimsókn C-deildar Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli en áhafnir varðskipa LHG og stýrimenn flugdeildar voru hjá þeim við þjálfun í nóvember. Heimsótt var Stjórnstöð LHG, Samhæfingarmiðstöð, Flugdeild LHG og varðskipið Týr, sem var loka viðkomustaður en þar tók Sigurður Steinar skipherra ásamt áhöfn vel á móti hópnum. Lesa meira

Grunur leikur á að stundaðar séu veiðar í lokuðum hólfum - 2.12.2008

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga hafa vinir okkar Færeyingar reynt að stemma stigu við lögbrotum færeyskra fiskiskipa í íslenskri lögsögu. Grunur leikur á að íslensk skip stundi sömu iðju hér við land. Lesa meira

Rjúpnaskyttu leitað í Árnessýslu - 30.11.2008

TF_LIF_Odd_Stefan
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 1522 á laugardag beiðni um að þyrla LHG yrði kölluð út til að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem saknað var við Skáldabúðir í Laxárdal í Árnessýslu. Rjúpnaskyttunnar hafði verið saknað frá því um hádegi. Lesa meira

Aðventuhlaup Björgunarmiðstöðvarinnar í dag - 28.11.2008

Aðventuhlaup Björgunarmiðstöðvarinnar við Skógarhlíð fer í fyrsta skipti fram í dag, föstudaginn 28. nóvember. Hlaupið verður frá Skógarhlíð 14 kl. 12:00 og verða tvær vegalengdir í boði, 7 km (svokallaður flugvallarhringur) og 3,2 km. Lesa meira

Villta vestrið við Íslandshrygg - 27.11.2008

Brestir_ReginTorkilsson
Ákæruvaldið í Færeyjum rannsakar nú mál sem varða tvö færeysk fiskiskip sem grunuð eru um að hafa framið lögbrot í tengslum við fiskveiðar. Í báðum tilfellum hefur ákæruvaldið rökstuddan grun um að skipin hafi veitt ólöglega í íslenskri lögsögu með slökkt á fjareftirlitsbúnaði sem sýnir hvar skipin eru stödd. Í einum túrnum kastaði skipstjórinn á Bresti siglingatölvu skipsins í sjóinn á leið til lands. Lesa meira

Skrokkur tappatogara sekkur á leið til Hollands - 27.11.2008

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst síðastliðna nótt tilkynning frá togaranum Grétu (áður Margrét EA-71). Hafði þá skrokkur af gömlum togara, Guðrúnu Björgu HF-125, sem Gréta var að draga austur af Aberdeen í Skotlandi, sokkið. Var Gréta að draga togarann áleiðis til Hollands þegar hann byrjaði að sökkva og slitnaði þá taugin á milli skipanna. Lesa meira

Sjávarfallatöflur og almanak fyrir árið 2009 komið út - 27.11.2008

Sjavarfallaalmanak_2009
Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hefur gefið út Sjávarfallatöflur og Sjávarfallalmanak fyrir árið 2009.

Í Sjávarfallatöflum er gefin upp áætluð hæð flóðs og fjöru í Reykjavík, Ísafirði, Siglufirði og Djúpavogi. Almanakið sýnir með línuriti útreiknaða hækkun og lækkun sjávar í Reykjavík fyrir hvern dag ársins.

Lesa meira

Danir yfirfara Lynx þyrlu í skýli LHG - 21.11.2008

Lynx þyrla af danska varðskipinu Triton kom í vikunni til viðhalds í skýli LHG á Reykjavíkurflugvelli. Fá flugvirkjar þeirra að nota aðstöðu Gæslunnar en um tíu manns fylgja þyrlunni. Mikil samvinna hefur ætíð verið á milli Landhelgisgæslunnar og varðskipa danska flotans sem eru við gæslustörf á hafinu umhverfis Grænland. Lesa meira

Flugverndaræfing á Reykjavíkurflugvelli - 20.11.2008

Vettvangur
Landhelgisgæslan tók í dag þátt í flugverndaræfingu sem fram fór á Reykjavíkurflugvelli. Var æfingin stór í sniðum en æft var eftir viðbragðsáætlun flugvallarins og látið reyna á mörg atriði sem upp geta komið. Lesa meira

Björgunarskip komið með Grímsnes í tog - 20.11.2008

Grimsnes4_
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var komið með taug í Grímsnes GK-555 kl. 17:04 og mun draga netabátinn til hafnar en Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 15:48 beiðni um aðstoð frá bátnum þar sem hann var vélarvana, með sjö manns um borð rúmlega 2 sml undan Sandvík á Reykjanesi. Lesa meira

Varðskip fær heimsókn verðandi stýrimanna - 20.11.2008

Varðskip Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn sex nemenda stýrimannabrautar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Nemendunum var kynnt starfsemi Landhelgisgæslunnar auk þess sem þeir fengu að sjá tæki og búnaður varðskipsins. Lesa meira

Varðskip komið með Grímsnes í tog - 19.11.2008

Grimsnes
Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú komið með Grímnes GK-555 í tog undan Kötlutanga og eru á leið til Vestmannaeyja en vír slitnaði fyrr í dag þegar reynt var að koma línu yfir í bátinn. Að sögn skipherra er veður slæmt á svæðinu, 30-50 hnútar, gengur á með éljum og ölduhæð allt upp í sjö metra.  Lesa meira

Varðskip aðstoðar Grímsnes GK-555 - 19.11.2008

Ægir tekur dýfu 3 mars 2007
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust í morgun kl. 06:38 boð á rás 16 um aðstoð frá Grímsnesi GK-555 sem sagði bátinn strandaðan með níu manns um borð, á sandrifi 3,2 sjómílur NA af Skarðsfjöruvita. Komið hafði leki í sjókæli en ekki inn í skipið. Varðskipi Landhelgisgæslunnar var samstundis gert viðvart, þyrla kölluð út og haft var samband við báta á svæðinu. Lesa meira

Nauðsyn eftirlits- og gæslustarfa á hafi úti - 17.11.2008

Síðastliðinn föstudag kom glögglega í ljós nauðsyn þess að hafa varðskip Landhelgisgæslunnar við eftirlit og löggæslustörf á hafi úti. Varðskip LHG hafði samband við stjórnstöð LHG til að grennslast fyrir um skip á suðurleið undan Sandvík. Stjórnstöð taldi skipið vera við höfn í Reykjavík en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að svo var ekki. Lesa meira

Danska varðskipið Triton við æfingar með LHG - 14.11.2008

triton
Danska varðskipið Triton kom til Reykjavíkur í byrjun vikunnar og nýtti tímann vel meðan á dvölinni stóð. Skipulagðar voru æfingar með Aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar og tóku allar einingar sviðsins þátt í æfingunum þ.e. varðskip, flugdeild, sprengju- og köfunardeild. Stjórnstöð LHG í Skógarhlíð tók einnig virkan þátt sem sameiginlegur tengiliður þátttakenda í æfingunni. Lesa meira

Leikskólinn Rauðhóll í heimsókn - 14.11.2008

Það var áhugasamur hópur leikskólabarna af leikskólanum Rauðhóli sem heimsótti varðskipið Ægi í vikunni. Börnin skoðuðu varðskipið og voru frædd um það helsta sem fram fer um borð. Lesa meira

Áhafnir æfa slökkvistörf - 13.11.2008

Slokkva_elda
Áhafnir varðskipa Landhelgisgæslunnar og stýrimenn af flugvelli æfa þessa dagana slökkvistörf með Slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli. Meðal annars fór æfingin fram á svæði sem kallast Pytturinn á Miðnesheiði. Lesa meira

LHG sigrar danska varðskipsmenn í fótboltaleik - 12.11.2008

Tyr_Aegir_Triton
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar unnu kollega sína á danska varðskipinu Triton; 11-6 í vináttulandsleik í fótbolta sem fór fram á Þróttarvellinum í Laugardal í dag. Góður andi var á vellinum og starfsmenn LHG mjög sátt við frammistöðuna.   Lesa meira

Gullbergi VE-292 bjargað við Klettsnef - 12.11.2008

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun, kl. 06:28 útkall á rás 16 frá Gullberg VE 292 um að skipið væri vélarvana með tólf menn um borð við Klettsnef, utan við innsiglinguna til Vestmannaeyja.  Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði samstundis út Björgunarfélagið í Vestmannaeyjum og Dráttarskipið Lóðsinn í Vestmannaeyjum sem brugðust hratt við. Ekki var talin þörf á þyrlu LHG. Lesa meira

Varðskip á sjó - 10.11.2008

Í morgun hélt Varðskip LHG úr höfn til gæslustarfa. Fer varðskipið í hefðbundinn túr og kemur til hafnar í lok nóvember. Lesa meira

Rekstrarsvið LHG hlýtur viðurkenningu - 5.11.2008

Rekstrarsvið Landhelgisgæslunnar hlaut í vikunni viðurkenningu Ríkiskaupa og Kreditkorta fyrir að tileinka sér rafrænt innkaupakerfi með notkun á innkaupakorti ríkisins og færslusíðu kerfisins. Lesa meira

Fjögur útköll á fimmtán mínútum - 1.11.2008

TF-EIR
Fjögur útköll bárust Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag á aðeins fimmtán mínútum. Beðið var um aðstoð þyrlu við að flytja mann sem fallið hafði í klettum í Hnappadal á Snæfellsnesi. Talið var að maðurinn væri ökla og viðbeinsbrotinn. Þyrla LHG, TF-EIR send á vettvang enda erfið aðkoma að slysstað og ekki unnt að flytja þann slasaða með öðrum leiðum. Lesa meira

Kveðja frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar - 31.10.2008

Útför Gunnars Bergsteinssonar fyrrverandi forstjóra Landhelgisgæslu Íslands fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 31. október kl 1300. Lesa meira

Samstarfsyfirlýsing bandarísku strandgæslunnar og Landhelgisgæslu Íslands - 30.10.2008

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar undirrituðu í gær yfirlýsingu um samstarf strandgæslunnar og LHG á fundi í Washington. Lesa meira

Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins heimsækir LHG - 29.10.2008

Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins heimsótti í gær Landhelgisgæsluna en koma þeirra var hluti af dagskrá sem hafði það að markmiði að kynnast öllu því sem lýtur að fiskveiðum hér á landi. Lesa meira

Æfing í tengslum við Björgun 2008 - 27.10.2008

Slysavarnarfélagið Landsbjörg stóð um helgina fyrir ráðstefnunni Björgun 2008. Á ráðstefnunni voru ýmsir áhugaverðir fyrirlestrar um viðbúnað, leitar og björgunarmál.

Þar á meðal var fyrirlestur Auðuns F. Kristinssonar, yfirstýrimanns  og Björns Brekkan Björnssonar flugstjóra hjá LHG en þeir lýstu björgunaraðgerðum við strand Wilson Muuga (WM) rétt sunnan við Sandgerði 19. desember 2006.
Lesa meira

Gunnar Bergsteinsson, fyrrv. forstjóri LHG látinn - 26.10.2008

Gunnar_Bergsteinsson...
Gunnar Kristinn Bergsteinsson fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar og forstöðumaður Sjómælinga Íslands, lést síðastliðinn fimmtudag 85 ára að aldri. Lesa meira

Varðskip í viðbragðsstöðu vegna óveðurs - 23.10.2008

Varðskip Landhelgisgæslunnar Týr lagði úr höfn síðdegis og er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem geisar um vestanvert landið. Varðskipið Ægir er einnig í viðbragðsstöðu og haft var samband við danska varðskipið Triton sem staðsett er í Reykjavík. Áhöfn skipins er viðbúin að bregðast við ef þörf verður á. Lesa meira

Mannbjörg suður af Snæfellsnesi - 22.10.2008

Mavanes_016
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:43 í gærkvöldi tilkynning á rás 16 að eldur væri um borð í sjö tonna skemmtibát Mávanesi 7169. Báturinn var staddur suður af Snæfellsnesi með tvo menn innanborðs, voru þeir fljótlega komnir í björgunarbát ómeiddir. Lesa meira

Björgun 2008 um helgina - 21.10.2008

Helgina 24.-26. október fer fram á Grand hótel ráðstefnan Björgun 2008 sem er í umsjón Slysavarnarfélagsins Landsbjargar en félagið heldur upp á áttatíu ára afmæli sitt á þessu ári. Lesa meira

Myndir frá smíði nýja varðskipsins í Chile - 20.10.2008

Smíði hins nýja fjölnota varðskips miðar ágætlega í Chile. Hægt er að fylgjst með þróuninni hér. Lesa meira

Starfsmenn í þrekpróf - 20.10.2008

Þessa dagana standa yfir þrekpróf hjá áhöfnum varðskipa og flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Prófið felst í hlaupi og styrktaræfingum en það reynir ekki síður á þrautsegju og úthald þátttakenda. Lesa meira

Sprengjusveit LHG ásamt friðargæslunni verðlaunuð - 17.10.2008

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar, íslenska friðargæslan og samstarfsfólk þeirra í Líbanon hlutu nýverið verðlaun Sameinuðu þjóðanna, sem nefnd eru Nansenverðlaunin, fyrir framlag sitt til sprengjueyðinga í Suður Líbanon, á svæðum sem ógna lífi óbreyttra borgara. Lesa meira

Smíði flugvélar LHG á áætlun - 17.10.2008

FlugSmidi_sept
Smíði Dash-8 flugvélar Landhelgisgæslunnar gengur vel og er hún á áætlun. Þessa dagana er unnið að uppsetningu eftirlits- og björgunarbúnaðar flugvélarinnar hjá Field Aviation í Toronto. Stór hluti búnaðarins er þegar kominn í hús hjá Field Aviation og verður hann settur um borð á næstu vikum. Lesa meira

Stórstreymi verður næstu daga - 15.10.2008

Sjavarhaed_flod
Landhelgisgæslan vill vekja athygli á stórstreymi næstu daga. Flóðspá gerir ráð fyrir 4,4 m sjávarhæð í Reykjavík á fimmtudagsmorgunn kl. 06:51 og föstudagsmorgunn kl. 07:30. Gert er ráð fyrir 975 mb lægð suðurvestur af landinu á föstudagsmorgunn og allt að 4,8 metra sjávarhæð í Reykjavík. Hægt er að fylgast með flóðmælinum í Reykjavík á slóðinni:

http://vedur.mogt.is/harbor/?action=Stations&harborid=1&stationid=1004

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica