Fréttir

Auðvelt er að villast á neyðarblysum og almennum flugeldum. - 30.12.2008

flugeldar_2
Nú rennur árið 2008 sitt skeið og hið hefðbundna tímabil skoteldasölu nálgast hámarkið. Flugeldasalan er stærsta, og um leið mikilvægasta fjáröflun björgunarsveita en kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu. Samkvæmt reglugerð um skotelda nr. 952/2003 er leyfilegt að selja og skjóta upp flugeldum frá 28. desember - 6. janúar ár hvert og vildu sjálfsagt margir hverjir skjóta upp við mun fleiri tækifæri.

Ekki gera sér allir grein fyrir að auðvelt er að villast á neyðarblysum og almennum flugeldum. Neyðarblys eru mjög mikilvægt öryggistæki fyrir sjófarendur og utan hins hefðbundna flugeldatímabils þarf að sækja um sérstakt leyfi til að skjóta upp skoteldum.

Lesa meira

Fjórtán ár frá björgun átta mánaða gamals barns - 29.12.2008

Fyrir fjórtán árum síðan, eða þann 29. desember 1994 björguðu þyrlur Landhelgisgæslunnar og varnarliðsins átta mánaða barni auk áhafnar hollenska flutningaskipsins Henrik B. sem var staðsett um 100 mílur út af Vestmannaeyjum. Er þetta í fyrsta og eina skiptið sem sigmaður Landhelgisgæslunnar hefur sótt svo ungt barn um borð í skip. Var barnið sett inn í búning sigmannsins og hann því næst hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar.  
Lesa meira

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár - 23.12.2008

Jol_skip
Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Lesa meira

Stefnt að samþættingu verkefna og hagræðingu á starfssviði öryggis- og siglingamála - 23.12.2008

Eir björgunaræfing með Ægi sumarið 2007
Í fréttatilkynningu frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þann 22. desember kemur fram að ríkisstjórnin féllst hinn 16. desember sl. á tillögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, um að stefnt yrði að samþættingu verkefna og hagræðingu á starfssviði öryggis- og siglingamála. Var ráðuneytinu falið að hafa forgöngu um viðræður í því augnamiði að sameina krafta ríkisstofnana, sem tengjast siglingum, sjósókn, öryggi, löggæslu, eftirliti, sjúkra- og neyðarflugi sem og sjómælingum og rannsóknum í hafinu. Markmiðið er að auka hagræði og skilvirkni í rekstri þeirra stofnana sem hér um ræðir. Lesa meira

Vefurinn island.is veitir upplýsingar um efnahagsvandann - 23.12.2008

Stjórnvöld hafa sett á fót upplýsingamiðstöð um efnahagsvandann en unnið var að undirbúningi hennar innan forsætis- og utanríkisráðuneytisins en fleiri ráðuneyti koma að efnisöflun og símaþjónustu. Markmið hennar er að einfalda aðgengi almennings að upplýsingum um hvað eina sem viðvíkur efnahagsástandinu.
Lesa meira

Mannréttindadómstóll Evrópu vísar frá kæru gegn íslenska ríkinu - 22.12.2008

Í fréttatilkynningu á vef Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins kemur fram að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá kærumáli Björns Guðna Guðjónssonar gegn íslenska ríkinu um bann við grásleppuveiðum í netlögum. Dómstóllinn lýsti kæruna ótæka þar sem hún þótti ,,augljóslega illa grunduð" (manifestly ill-founded), sbr. 3. mgr. 35. gr. mannréttindasáttmálans. Lesa meira

Gæslunám verði innan Lögregluskóla ríkisins - 22.12.2008

Í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneyti kemur fram að nefnd sem Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði 20. ágúst 2007 til að gera tillögur um uppbyggingu alhliða löggæslu- og öryggismálaskóla hefur skilað skýrslu til ráðherra. Þar er gert ráð fyrir að starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands, sem á þurfa að halda starfa sinna vegna, fái þar menntun og þjálfun í lögreglufræðum. Námið myndi skiptast í lögreglunám, fangavarðanám og gæslunám. Lesa meira

TF-LIF sækir örmagna göngumann á Skarðsheiði - 21.12.2008

TF_LIF_Odd_Stefan
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF sótti í gærkvöldi mann á Skarðsheiði eftir að hann fannst af björgunarsveitum. Var maðurinn örmagna og ekki talinn fær um gang niður af heiðinni. Að sögn þyrluáhafnar gekk björgunin mjög vel, undirbúningur og móttaka björgunarsveitarmanna var að þeirra sögn til fyrirmyndar. Lent var á Reykjavíkurflugvelli kl. 22:50 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti manninn á sjúkrahús. Lesa meira

TF-EIR flýgur með tæknifólk í Eldey - 19.12.2008

Eldey_EIR_med_bunad
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR ferjaði í vikunni tæknifólk út í Eldey til að klára fínstillingu myndavélar sem sett var upp í janúar. Til stóð að fara í verkefnið um sl. helgi en vegna veðurs var ferðinni frestað.

Gekk fínstilling vélarinnar ágætlega en meðan verið var við vinnu í eyjunni beið EIR við Reykjanesvirkjun.
Lesa meira

Bráðaflokkunartöskur teknar í notkun - 18.12.2008

bradaflutntoskur
Dómsmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið afhentu á miðvikudag bráðaflokkunartöskur til nota þegar slys ber að höndum. Um er að ræða nýtt kerfi til forgangsflokkunar sjúklinga á slysavettvangi og kemur það í stað eldra kerfis, sem í daglegu tali var kallað „almannavarnaspjöldin“. Lesa meira

Skip íslenskra aðila skera sig úr við notkun SafeSeaNet - 17.12.2008

Svo virðist sem skip á vegum íslenskra aðila á siglingu til íslenskra hafna skeri sig úr vegna lítillar þátttöku í Safe Sea Net-rafrænu tilkynningakerfi skipa (SSN) á vegum Evrópusambandsins. Þetta sýnir mánaðarleg skýrsla EMSA (European Maritime Safety Agency) en þar kemur fram að aðeins ellefu íslenskar skráningar komu fram í kerfinu í nóvember en samkvæmt tölum Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar hefðu þær í raun átt að vera áttatíu og níu. Hlutfallslega eru þetta ekki nema rétt rúm 12%.   Lesa meira

Gáttaþefur á jólaballi LHG - 15.12.2008

Jolasongur_Joli_Sveppi
Hann var fjölmennur dansinn í kring um jólatréð á jólaballi starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar sem var haldið í flugskýli LHG á laugardag. Helga Möller og Magnús Kjartansson sáu um tónlistina en hápunktur gleðinnar var eflaust áhrifamikil koma Gáttaþefs sem hafði Sveppa sér til aðstoðar. Þeir komu á jólaballið með þyrlu Norðurflugs sem flogið var af einum þyrluflugmanna LHG. Lesa meira

Áætlun um smíði varðskips helst óbreytt - 12.12.2008

vardskip_framan_stor
Í gær voru kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar um niðurskurð fjárlaga næsta árs. Skv. Morgunblaðinu í dag kom fram á fundinum að til stæði að fresta framkvæmdum vegna nýrrar flugvélar og varðskips LHG. Spurður um þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hins vegar að áætlun um smíði varðskipsins haldist þó að greiðslur kunni að færast til. Lesa meira

Samningur undirritaður um framkvæmd skyndiskoðana - 12.12.2008

Vs_Aegir_2007_G_St_Vald
Georg Kr. Lárusson, forstjóri LHG og Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri skrifuðu í morgun undir samstarfssamning í húsakynnum Siglingastofnunar í Kópavogi. Lesa meira

Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hættir þann 1. febrúar að vinna úr merkjum neyðarsenda á 121,5 og 243 MHz - 10.12.2008

Neydarsendar
Sá þáttur sem vegur einna þyngst, þegar kemur að öryggi íslenskra sjófarenda, flugmanna og ferðamanna, er að um borð í bátum þeirra, skipum og flugförum séu neyðarsendar sem bera boð tafarlaust til Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og sýna þá helst GPS staðsetningu þeirra sem lenda í neyð eða vanda. Einnig er mikilvægt fyrir ferðafólk, svo sem veiðimenn sem eru oft á tíðum á svæðum sem eru utan alfaraleiða, að hafa GPS tæki í fórum sínum, eins konar neyðarhnapp sem virkar hvar sem er í heiminum.

Því vill Landhelgisgæslan vekja athygli á því að þann 1. febrúar 2009 mun alþjóðlega Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hætta að vinna úr merkjum neyðarsenda á 121,5 og 243 MHz og mun eftir þann tíma einungis vinna úr merkjum neyðarsenda sem eru á tíðninni 406 MHz.
Lesa meira

Slökkviliðsmenn af Keflavíkurflugvelli í heimsókn - 8.12.2008

BIKF_slokkvhopur
Landhelgisgæslan fékk á föstudag heimsókn C-deildar Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli en áhafnir varðskipa LHG og stýrimenn flugdeildar voru hjá þeim við þjálfun í nóvember. Heimsótt var Stjórnstöð LHG, Samhæfingarmiðstöð, Flugdeild LHG og varðskipið Týr, sem var loka viðkomustaður en þar tók Sigurður Steinar skipherra ásamt áhöfn vel á móti hópnum. Lesa meira

Grunur leikur á að stundaðar séu veiðar í lokuðum hólfum - 2.12.2008

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga hafa vinir okkar Færeyingar reynt að stemma stigu við lögbrotum færeyskra fiskiskipa í íslenskri lögsögu. Grunur leikur á að íslensk skip stundi sömu iðju hér við land. Lesa meira

Rjúpnaskyttu leitað í Árnessýslu - 30.11.2008

TF_LIF_Odd_Stefan
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 1522 á laugardag beiðni um að þyrla LHG yrði kölluð út til að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem saknað var við Skáldabúðir í Laxárdal í Árnessýslu. Rjúpnaskyttunnar hafði verið saknað frá því um hádegi. Lesa meira

Aðventuhlaup Björgunarmiðstöðvarinnar í dag - 28.11.2008

Aðventuhlaup Björgunarmiðstöðvarinnar við Skógarhlíð fer í fyrsta skipti fram í dag, föstudaginn 28. nóvember. Hlaupið verður frá Skógarhlíð 14 kl. 12:00 og verða tvær vegalengdir í boði, 7 km (svokallaður flugvallarhringur) og 3,2 km. Lesa meira

Villta vestrið við Íslandshrygg - 27.11.2008

Brestir_ReginTorkilsson
Ákæruvaldið í Færeyjum rannsakar nú mál sem varða tvö færeysk fiskiskip sem grunuð eru um að hafa framið lögbrot í tengslum við fiskveiðar. Í báðum tilfellum hefur ákæruvaldið rökstuddan grun um að skipin hafi veitt ólöglega í íslenskri lögsögu með slökkt á fjareftirlitsbúnaði sem sýnir hvar skipin eru stödd. Í einum túrnum kastaði skipstjórinn á Bresti siglingatölvu skipsins í sjóinn á leið til lands. Lesa meira

Skrokkur tappatogara sekkur á leið til Hollands - 27.11.2008

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst síðastliðna nótt tilkynning frá togaranum Grétu (áður Margrét EA-71). Hafði þá skrokkur af gömlum togara, Guðrúnu Björgu HF-125, sem Gréta var að draga austur af Aberdeen í Skotlandi, sokkið. Var Gréta að draga togarann áleiðis til Hollands þegar hann byrjaði að sökkva og slitnaði þá taugin á milli skipanna. Lesa meira

Sjávarfallatöflur og almanak fyrir árið 2009 komið út - 27.11.2008

Sjavarfallaalmanak_2009
Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hefur gefið út Sjávarfallatöflur og Sjávarfallalmanak fyrir árið 2009.

Í Sjávarfallatöflum er gefin upp áætluð hæð flóðs og fjöru í Reykjavík, Ísafirði, Siglufirði og Djúpavogi. Almanakið sýnir með línuriti útreiknaða hækkun og lækkun sjávar í Reykjavík fyrir hvern dag ársins.

Lesa meira

Danir yfirfara Lynx þyrlu í skýli LHG - 21.11.2008

Lynx þyrla af danska varðskipinu Triton kom í vikunni til viðhalds í skýli LHG á Reykjavíkurflugvelli. Fá flugvirkjar þeirra að nota aðstöðu Gæslunnar en um tíu manns fylgja þyrlunni. Mikil samvinna hefur ætíð verið á milli Landhelgisgæslunnar og varðskipa danska flotans sem eru við gæslustörf á hafinu umhverfis Grænland. Lesa meira

Flugverndaræfing á Reykjavíkurflugvelli - 20.11.2008

Vettvangur
Landhelgisgæslan tók í dag þátt í flugverndaræfingu sem fram fór á Reykjavíkurflugvelli. Var æfingin stór í sniðum en æft var eftir viðbragðsáætlun flugvallarins og látið reyna á mörg atriði sem upp geta komið. Lesa meira

Björgunarskip komið með Grímsnes í tog - 20.11.2008

Grimsnes4_
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var komið með taug í Grímsnes GK-555 kl. 17:04 og mun draga netabátinn til hafnar en Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 15:48 beiðni um aðstoð frá bátnum þar sem hann var vélarvana, með sjö manns um borð rúmlega 2 sml undan Sandvík á Reykjanesi. Lesa meira

Varðskip fær heimsókn verðandi stýrimanna - 20.11.2008

Varðskip Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn sex nemenda stýrimannabrautar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Nemendunum var kynnt starfsemi Landhelgisgæslunnar auk þess sem þeir fengu að sjá tæki og búnaður varðskipsins. Lesa meira

Varðskip komið með Grímsnes í tog - 19.11.2008

Grimsnes
Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú komið með Grímnes GK-555 í tog undan Kötlutanga og eru á leið til Vestmannaeyja en vír slitnaði fyrr í dag þegar reynt var að koma línu yfir í bátinn. Að sögn skipherra er veður slæmt á svæðinu, 30-50 hnútar, gengur á með éljum og ölduhæð allt upp í sjö metra.  Lesa meira

Varðskip aðstoðar Grímsnes GK-555 - 19.11.2008

Ægir tekur dýfu 3 mars 2007
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust í morgun kl. 06:38 boð á rás 16 um aðstoð frá Grímsnesi GK-555 sem sagði bátinn strandaðan með níu manns um borð, á sandrifi 3,2 sjómílur NA af Skarðsfjöruvita. Komið hafði leki í sjókæli en ekki inn í skipið. Varðskipi Landhelgisgæslunnar var samstundis gert viðvart, þyrla kölluð út og haft var samband við báta á svæðinu. Lesa meira

Nauðsyn eftirlits- og gæslustarfa á hafi úti - 17.11.2008

Síðastliðinn föstudag kom glögglega í ljós nauðsyn þess að hafa varðskip Landhelgisgæslunnar við eftirlit og löggæslustörf á hafi úti. Varðskip LHG hafði samband við stjórnstöð LHG til að grennslast fyrir um skip á suðurleið undan Sandvík. Stjórnstöð taldi skipið vera við höfn í Reykjavík en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að svo var ekki. Lesa meira

Danska varðskipið Triton við æfingar með LHG - 14.11.2008

triton
Danska varðskipið Triton kom til Reykjavíkur í byrjun vikunnar og nýtti tímann vel meðan á dvölinni stóð. Skipulagðar voru æfingar með Aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar og tóku allar einingar sviðsins þátt í æfingunum þ.e. varðskip, flugdeild, sprengju- og köfunardeild. Stjórnstöð LHG í Skógarhlíð tók einnig virkan þátt sem sameiginlegur tengiliður þátttakenda í æfingunni. Lesa meira

Leikskólinn Rauðhóll í heimsókn - 14.11.2008

Það var áhugasamur hópur leikskólabarna af leikskólanum Rauðhóli sem heimsótti varðskipið Ægi í vikunni. Börnin skoðuðu varðskipið og voru frædd um það helsta sem fram fer um borð. Lesa meira

Áhafnir æfa slökkvistörf - 13.11.2008

Slokkva_elda
Áhafnir varðskipa Landhelgisgæslunnar og stýrimenn af flugvelli æfa þessa dagana slökkvistörf með Slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli. Meðal annars fór æfingin fram á svæði sem kallast Pytturinn á Miðnesheiði. Lesa meira

LHG sigrar danska varðskipsmenn í fótboltaleik - 12.11.2008

Tyr_Aegir_Triton
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar unnu kollega sína á danska varðskipinu Triton; 11-6 í vináttulandsleik í fótbolta sem fór fram á Þróttarvellinum í Laugardal í dag. Góður andi var á vellinum og starfsmenn LHG mjög sátt við frammistöðuna.   Lesa meira

Gullbergi VE-292 bjargað við Klettsnef - 12.11.2008

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun, kl. 06:28 útkall á rás 16 frá Gullberg VE 292 um að skipið væri vélarvana með tólf menn um borð við Klettsnef, utan við innsiglinguna til Vestmannaeyja.  Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði samstundis út Björgunarfélagið í Vestmannaeyjum og Dráttarskipið Lóðsinn í Vestmannaeyjum sem brugðust hratt við. Ekki var talin þörf á þyrlu LHG. Lesa meira

Varðskip á sjó - 10.11.2008

Í morgun hélt Varðskip LHG úr höfn til gæslustarfa. Fer varðskipið í hefðbundinn túr og kemur til hafnar í lok nóvember. Lesa meira

Rekstrarsvið LHG hlýtur viðurkenningu - 5.11.2008

Rekstrarsvið Landhelgisgæslunnar hlaut í vikunni viðurkenningu Ríkiskaupa og Kreditkorta fyrir að tileinka sér rafrænt innkaupakerfi með notkun á innkaupakorti ríkisins og færslusíðu kerfisins. Lesa meira

Fjögur útköll á fimmtán mínútum - 1.11.2008

TF-EIR
Fjögur útköll bárust Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag á aðeins fimmtán mínútum. Beðið var um aðstoð þyrlu við að flytja mann sem fallið hafði í klettum í Hnappadal á Snæfellsnesi. Talið var að maðurinn væri ökla og viðbeinsbrotinn. Þyrla LHG, TF-EIR send á vettvang enda erfið aðkoma að slysstað og ekki unnt að flytja þann slasaða með öðrum leiðum. Lesa meira

Kveðja frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar - 31.10.2008

Útför Gunnars Bergsteinssonar fyrrverandi forstjóra Landhelgisgæslu Íslands fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 31. október kl 1300. Lesa meira

Samstarfsyfirlýsing bandarísku strandgæslunnar og Landhelgisgæslu Íslands - 30.10.2008

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar undirrituðu í gær yfirlýsingu um samstarf strandgæslunnar og LHG á fundi í Washington. Lesa meira

Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins heimsækir LHG - 29.10.2008

Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins heimsótti í gær Landhelgisgæsluna en koma þeirra var hluti af dagskrá sem hafði það að markmiði að kynnast öllu því sem lýtur að fiskveiðum hér á landi. Lesa meira

Æfing í tengslum við Björgun 2008 - 27.10.2008

Slysavarnarfélagið Landsbjörg stóð um helgina fyrir ráðstefnunni Björgun 2008. Á ráðstefnunni voru ýmsir áhugaverðir fyrirlestrar um viðbúnað, leitar og björgunarmál.

Þar á meðal var fyrirlestur Auðuns F. Kristinssonar, yfirstýrimanns  og Björns Brekkan Björnssonar flugstjóra hjá LHG en þeir lýstu björgunaraðgerðum við strand Wilson Muuga (WM) rétt sunnan við Sandgerði 19. desember 2006.
Lesa meira

Gunnar Bergsteinsson, fyrrv. forstjóri LHG látinn - 26.10.2008

Gunnar_Bergsteinsson...
Gunnar Kristinn Bergsteinsson fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar og forstöðumaður Sjómælinga Íslands, lést síðastliðinn fimmtudag 85 ára að aldri. Lesa meira

Varðskip í viðbragðsstöðu vegna óveðurs - 23.10.2008

Varðskip Landhelgisgæslunnar Týr lagði úr höfn síðdegis og er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem geisar um vestanvert landið. Varðskipið Ægir er einnig í viðbragðsstöðu og haft var samband við danska varðskipið Triton sem staðsett er í Reykjavík. Áhöfn skipins er viðbúin að bregðast við ef þörf verður á. Lesa meira

Mannbjörg suður af Snæfellsnesi - 22.10.2008

Mavanes_016
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:43 í gærkvöldi tilkynning á rás 16 að eldur væri um borð í sjö tonna skemmtibát Mávanesi 7169. Báturinn var staddur suður af Snæfellsnesi með tvo menn innanborðs, voru þeir fljótlega komnir í björgunarbát ómeiddir. Lesa meira

Björgun 2008 um helgina - 21.10.2008

Helgina 24.-26. október fer fram á Grand hótel ráðstefnan Björgun 2008 sem er í umsjón Slysavarnarfélagsins Landsbjargar en félagið heldur upp á áttatíu ára afmæli sitt á þessu ári. Lesa meira

Myndir frá smíði nýja varðskipsins í Chile - 20.10.2008

Smíði hins nýja fjölnota varðskips miðar ágætlega í Chile. Hægt er að fylgjst með þróuninni hér. Lesa meira

Starfsmenn í þrekpróf - 20.10.2008

Þessa dagana standa yfir þrekpróf hjá áhöfnum varðskipa og flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Prófið felst í hlaupi og styrktaræfingum en það reynir ekki síður á þrautsegju og úthald þátttakenda. Lesa meira

Sprengjusveit LHG ásamt friðargæslunni verðlaunuð - 17.10.2008

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar, íslenska friðargæslan og samstarfsfólk þeirra í Líbanon hlutu nýverið verðlaun Sameinuðu þjóðanna, sem nefnd eru Nansenverðlaunin, fyrir framlag sitt til sprengjueyðinga í Suður Líbanon, á svæðum sem ógna lífi óbreyttra borgara. Lesa meira

Smíði flugvélar LHG á áætlun - 17.10.2008

FlugSmidi_sept
Smíði Dash-8 flugvélar Landhelgisgæslunnar gengur vel og er hún á áætlun. Þessa dagana er unnið að uppsetningu eftirlits- og björgunarbúnaðar flugvélarinnar hjá Field Aviation í Toronto. Stór hluti búnaðarins er þegar kominn í hús hjá Field Aviation og verður hann settur um borð á næstu vikum. Lesa meira

Stórstreymi verður næstu daga - 15.10.2008

Sjavarhaed_flod
Landhelgisgæslan vill vekja athygli á stórstreymi næstu daga. Flóðspá gerir ráð fyrir 4,4 m sjávarhæð í Reykjavík á fimmtudagsmorgunn kl. 06:51 og föstudagsmorgunn kl. 07:30. Gert er ráð fyrir 975 mb lægð suðurvestur af landinu á föstudagsmorgunn og allt að 4,8 metra sjávarhæð í Reykjavík. Hægt er að fylgast með flóðmælinum í Reykjavík á slóðinni:

http://vedur.mogt.is/harbor/?action=Stations&harborid=1&stationid=1004

Lesa meira

Þyrla norsku björgunarþjónustunnar sækir slasaðan íslenskan sjómann - 14.10.2008

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 03:30 aðfaranótt mánudagsins 13. október beiðni frá Jóni Kjartanssyni SU sem óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að koma slösuðum skipverja undir læknishendur. Hafði maðurinn fallið á dekk skipsins og var talinn rifbrotinn. Togarinn var að veiðum um 420 sjómílur aust-norð-austur af Langanesi og 220 sjómílur vestur af Lofoten. Lesa meira

Samkomulag undirritað um samstarf milli Íslands og Noregs - 14.10.2008

ICG_sign_3
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Thrond Grytting aðmíráll og yfirmaður heraflans í Norður Noregi, en undir hann fellur strandgæslan, undirrituðu þann 9. október síðastliðinn tvíhliða samkomulag um samstarf á sviði strandgæslu, öryggismála, leitar og björgunar.    Lesa meira

Tekur tímabundið við stöðu flugrekstrarstjóra - 13.10.2008

Þann 1. október síðastliðinn tók Benóný Ásgrímsson við stöðu flugrekstrarstjóra Landhelgisgæslunnar af Geirþrúði Alfreðsdóttur. Benóný hefur síðustu misserin gegnt starfi staðgengils flugrekstrarstjóra og tekur nú við stöðu flugrekstrarstjóra tímabundið. Lesa meira

Týr kominn með Rasmus Effersöe til hafnar. - 12.10.2008

TYR_Effersoe_tilhafnar
Varðskipið Týr kom í dag til hafnar í Reykjavík með færeyska togarann Rasmus Effersöe. Varð togarinn vélarvana síðastliðið mánudagskvöld, um 10 sjómílur undan Austur Grænlandi og 550 sjómílur norður af Akureyri. Lesa meira

Starfsfólk kemur saman í flugskýli Gæslunnar - 10.10.2008

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar kom í dag saman í flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Tilgangur fundarins var að sýna sig og sjá aðra og sýna samstöðu sem nú á tímum er nauðsynlegt. Lesa meira

Varðskip dregur færeyskan togara til hafnar - 10.10.2008

Varðskip Landhelgisgæslunnar hóf að draga togarann Rasmus Effersöe til hafnar kl. 11:10 á fimmtudagsmorgunn. Sæmilegt veður er á leiðinni en áætlað er að skipin komi til Reykjavíkur á sunnudag. Lesa meira

Varðskip á leið til aðstoðar færeyskum togara - 7.10.2008

Vardskip_hafis
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á mánudagskvöld beiðni um aðstoð frá færeyska togaranum Rasmus Effersöe sem er vélarvana 9-10 sjómílur undan A- Grænlandi og um 550 sjómílur norður af Akureyri. Áætlað er að varðskipið dragi skipið til Akureyrar. Lesa meira

Æfingin Northern Challange 2008 gekk vel - 3.10.2008

Nýverið fór fram á Íslandi æfingin Northern Challenge 2008 sem er alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga sem haldin er á vegum Dómsmálaráðuneytisins, Landhelgisgæslunnar (LHG), með aðkomu Varnarmálastofnunar. Æfingin var haldin með styrk frá NATO en sprengjusveit LHG annaðist að mestu leyti undirbúning og skipulag æfingarinnar en fékk til þess aðstoð frá öðrum þjóðum.

Lesa meira

TF-LÍF aðstoðar við gerð snjóflóðavarna - 29.9.2008

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar hefur á síðast liðnum vikum aðstoðað við gerð snjóflóðavarnargarða í Ólafsvík. Verkefni þyrlunnar hefur verið að flytja stoðvirki í snjóflóðavarnir fyrir ofan heilsugæslustöðina í Ólafsvík. Lesa meira

Danska varðskipið Knud Rasmussen opið almenningi - 25.9.2008

Mynd_KnutRasmusen

Danska varðskipið Knud Rasmussen er væntanlegt til Reykjavíkur föstudaginn 26. september. Skipið er nýjasta skip danska flotans og er sérstaklega ætlað til siglinga á hafísslóðum.

Varðskipið verður opið almenningi laugardaginn 27. september milli kl. 13 og 16 þar sem það liggur við bryggju á Miðbakka.

Lesa meira

Ísland tekur við formennsku í NACGF - 20.9.2008

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á fimmtudag við formennsku í samtökunum North Atlantic Coast Guard Forum (NACGF), á ársfundi sem haldin var í Ilullisat á Vestur Grænlandi. Formennska Íslands í samtökunum felst í að stýra og móta stefnu hvað varðar öryggi á hafinu (Maritime security).

Lesa meira

Forstjórar strandgæslna hittast í Reykjavík - 15.9.2008

Árlegur fundur forstjóra strandgæslna á Norrænu landanna (Nordic Coast Guard Conference 2008) fór fram í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar við Skógarhlíð 15. september. Lesa meira

Æfing hjá Ægi og TF-SYN - 12.9.2008

Varðskipið Ægir og TF-SYN æfðu nýverið að kasta björgunarbát úr tf-syn_dropp

flugvél undan Svalvogum. Gekk æfingin ágætlega og lenti báturinn

um 90 metrum frá belgjunum.

Lesa meira

Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hættir að vinna úr merkjum neyðarsenda á tíðninni 121,5/243 MHz - 11.9.2008

Af gefnu tilefni vill Landhelgisgæslan vekja athygli á að alþjóðlega gervihnattakerfið Cospas-Sarsat mun hætta að vinna úr merkjum neyðarsenda 1. febrúar 2009 og hættir þar með móttöku og úrvinnslu merkja neyðarsenda á 121,5/243 MHz .

Hér má lesa grein sem þýdd er af heimasíðu Cospas-Sarsat og útskýrir nánar stöðu málsins og hvernig bregðast má við.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu www.cospas-sarsat.org

Lesa meira

Tekur við starfi upplýsingafulltrúa LHG - 5.9.2008

Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir hefur tekið við starfi upplýsingafulltrúa hjá Landhelgisgæslu Íslands af Sigríði Rögnu Sverrisdóttur sem mun alfarið snúa sér að störfum sínum í sjómælingum hjá Landhelgisgæslunni.

Hrafnhildur Brynja mun annast fjölmiðlatengsl Landhelgisgæslunnar, vefstjórn, útgáfu- og kynningarmál auk þess sem hún verður tengiliður vegna heimsókna og kynninga á starfseminni.

Lesa meira

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í heimsókn - 5.9.2008

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar komu í Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og heimsóttu m.a. Landhelgisgæsluna. Lesa meira

Landhelgisgæslan æfir með Vædderen - 4.9.2008

Fimmtudagur 4. september 2008
Lif_asamt_Vadderen_og_bat_teirra.
Samhliða æfingunni Norður-Víkingur æfði Landhelgisgæslan í gær löggæslu- og björgunarstörf á sjó, ásamt danska herskipinu HDMS Vædderen.

Æfingin fór fram á Faxaflóa en þátttakendur voru Brúarfoss sem lánaður var frá Eimskip, Flugdeild LHG, Varðskipið Ægir, HDMS Vædderen, Sprengjusveit LHG, Orion P3 og Vaktstöð siglinga. Alls tóku þátt í æfingunni um 140 manns.

Lesa meira

Mannbjörg á Skjálfanda - 2.9.2008

Þriðjudagur 2. september 2008

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 10:18 tilkynning í gegn um Neyðarlínuna um að eldur hafi komið upp í fiskibátnum Sigurpáli ÞH-130 sem var staddur á Skjálfanda. Lesa meira

Varðskipið Ægir tekur upp hlustunardufl sem mæla jarðskjálfta og hljóð hvala. - 1.9.2008

Hlustunardufl_upp_agust_2008_1
Mánudagur 1.september 2008

Nú síðla sumars fór varðskipið Ægir í það verkefni að taka upp hlustunardufl sem lagt hafði verið út af varðskipinu í maí 2007.
Lesa meira

50 ár liðin frá því að lög um 12 sjómílna fiskveiðilandhelgi Íslands tóku gildi - upphaf Þorskastríða - 1.9.2008

Thorskastrid_1958_MariaJulia_vid_breska_togarann_NorhternFoam
Mánudagur 1.september 2008

Í dag eru 50 ár liðin frá því að lög um 12 mílna landhelgi Íslands tóku gildi. Þegar lögin voru sett, hótaði breska ríkisstjórnin að senda herskip á Íslandsmið til að hindra að íslensk varðskip gætu tekið bresk fiskiskip fyrir ólöglegar veiðar.


Þegar lögin tóku gildi sigldu öll erlend fiskiskip út fyrir mörkin nema togarar Breta. Hinn 1. september 1958 sendi breska ríkisstjórnin frá sér ítarlega greinargerð þar sem hún réttlætti íhlutun flotans. Ljóst var að það stefndi til átaka og reyndin varð sú að varðskipin Þór og María Júlía gripu til aðgerða gegn bresku freigátunni Eastbourne. Þar með hófust þau átök sem í daglegu tali eru nefnd Þorskastríðin.

Lesa meira

Tíðar kvöld- og næturæfingar hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar - 26.8.2008

TF_LIF_naetursjonauki
Þriðjudagur 26.ágúst 2008

Nú þegar skyggja tekur eru kvöld- og næturæfingar áhafna þyrla Landhelgisgæslunnar hafnar. Um er að ræða æfingar í næturflugi með og án nætursjónauka. Þessar æfingar eru hluti af reglubundinni þjálfun hjá flugdeildinni og eru mjög mikilvægur hluti hennar, sem undirbúningur fyrir veturinn og skammdegið sem nú fer í hönd. Lesa meira

Gamlir félagar hittast á ný - Vs Ægir og gamli Þór - 26.8.2008

Vs_Aegir_gamli_Thor_biomyndataka_agust2008
Þriðjudagur 26.ágúst 2008

Varðskipið Ægir hitti gamlan félaga, fyrrverandi varðskipið Þór, við tökur á kvikmyndinni Whale watching massacre sem nú standa yfir. Skipin koma bæði fyrir í myndinni, auk þess sem Vs Ægir aðstoðar við tökur. Lesa meira

Flugeldasýning á Sundunum á Menningarnótt - varðskipið Ægir - 26.8.2008

Vs_Aegir_Menningarnott_20082
Þriðjudagur 26.ágúst 2008

Menningarnótt í Reykjavík, um nýliðna helgi lauk með glæsilegri flugeldasýningu á Ytri höfninni. Varðskipið Ægir tók þátt í sýningunni. Þrátt fyrir hvassviðri og rigningu framan af kvöldi, létti til og stillti er leið á kvöldið og þótti sýningin takast með endemum vel. Lesa meira

Myndir frá æfingu LHG með Hercules flugvél bandarísku strandgæslunnar - 25.8.2008

SAREX19082008gstv_(16)
Mánudagur 25.ágúst 2008

Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson á leitaræfingu sem varðskipið Ægir, þyrlan TF-GNA og Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, tóku þátt í ásamt Hercules C-130 flugvél bandarísku strandgæslunnar í liðinni viku. Lesa meira

Herkúles flugvél bandarísku strandgæslunnar æfir með Landhelgisgæslunni - 19.8.2008

Hercules_flugvel_-_18._agust_2008_004

Mánudagur 18. ágúst 2008
Í morgun kl. 11 lenti Herkúles-flugvél bandarísku strandgæslunnar (C-130J) á Reykjavíkurflugvelli en vélin er hingað komin til að taka þátt í björgunaræfingu sem fram fer í vikunni með Landhelgisgæslu Íslands. Æfð verður björgun farþega skemmtiferðaskips sem lendir í áföllum á hafinu milli Íslands og Grænlands.

Lesa meira

Mannbjörg á Faxaflóa - 15.8.2008

Mannbjörg á Faxaflóa 3

Föstudagur 15. ágúst 2008


Um kl. 6:30 í morgun bárust Landhelgisgæslunni boð í gegnum Neyðarlínuna um að leki hefði komið að bátnum Eggja-Grími ÍS-702 sem er 6 tonna skemmtibátur. Báturinn var staddur á miðjum Faxaflóa. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR og björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru send áleiðis. Einnig voru nærstödd skip beðin um að halda í átt til Eggja-Gríms, m.a. báturinn Happasæll KE-94 sem var nærstaddur.

Lesa meira

Landhelgisgæslan í aðgerðum gegn ítrekuðum brotum sjómanns gegn fiskveiðilöggjöf - 7.8.2008

Fimmtudagur 7.ágúst 2008

Í dag kom Landhelgisgæslan að kvótalausum bát norðvestur af Garðskaga. Umræddur bátur hefur ítrekað farið til veiða án aflaheimilda og hefur Landhelgisgæslan áður haft afskipti af bátnum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru um borð í bátnum og er honum siglt til lands, þar sem lögregluyfirvöld taka á móti bátnum og skipstjóra hans með viðeigandi hætti. Lesa meira

Landhelgisgæslan í samstarfi við Ríkislögreglustjóraembættið um umferðareftirlit - 6.8.2008

Umferdareftirlit_LHG_Logr040808
Miðvikudagur 6.ágúst 2008

Nú um liðna verslunarmannahelgi, tók Landhelgisgæslan þátt í umferðareftirliti ásamt Ríkislögreglustjóraembættinu. Þyrlur Landhelgisgæslunnar flugu með lögreglumenn við og eftir helstu þjóðvegum landsins. Eftirlitið, þótti gefast vel, góð yfirsýn fékkst yfir umferðina auk þess sem áhöfn vélarinnar var til taks, með lækni og lögreglumanni, þegar á þurfti að halda. Lesa meira

Landhelgisgæslan við eftirlit með síldar- og makrílveiðum austur af landinu - 5.8.2008

Eftirlit_Vilhelm_Thorst_hluti_afla_agust2008
Þriðjudagur 5.ágúst 2008

Varðskip hafa undanfarna daga verið við fiskveiðieftirlit með síldar- og makrílveiðiflotanum við austanvert landið. Eftirlitið hefur gengið vel og samstarf við áhafnir skipanna verið gott. Aflabrögð hafa verið þokkaleg. Lesa meira

Þyrlur Landhelgisgæslunnar leita að týndum manni á Esju - 25.7.2008

Föstudagur 25. júlí 2008

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA hafa í gær og í dag tekið þátt í leit að týndum manni á Esju. Leitað var úr lofti með báðum vélunum í gær og í dag voru leitarmenn og -hundar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fluttir uppá Esjubrúnir til leitar. Lesa meira

Ný flugvél fyrir Landhelgisgæsluna afhent í Kanada - 23.6.2008

Dash8_smidi_jun2008_1
Mánudagur 23.júní 2008

Tímamót urði í smíði nýrrar eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar föstudaginn 20.júní sl.þegar vélin var afhent frá Bombardier, flugvélaverksmiðjunum í Toronto, sem smíðar flugvélina, til Field Aviation sem breytir henni í eftirlitsflugvél. Lesa meira

Hert eftirlit með fiskiskipum á eftirlitssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins við Ísland - 23.6.2008

Mánudagur 23.júní 2008

Landhelgisgæslan hefur eins og undanfarin ár stundað eftirlit með karfaveiðum á Reykjaneshrygg, bæði innan og utan fiskveiðilögsögu Íslands. Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðið (NEAFC) sem stjórnar veiðum á svæðinu hefur hert reglur um veiðarnar bæði hvað varðar aflamagn, veiðisvæði og tímabil veiðanna á mismunandi svæðum. Litið er á það sem alvarlegt brot ef upplýsingar um veiðar skipa aðildarríkja eru ekki aðgengilegar í gagnagrunni fiskveiðráðsins og er þá veiðileyfi viðkomandi skips ekki í gildi.

Á undanförnum vikum hefur Landhelgisgæslan sent fjölda tilkynninga til aðildarríkja fiskveiðiráðsins þar sem gerðar eru athugasemdir vegna skorts á upplýsingum m.a. tilkynningar um aflamagn þegar komið er inn á veiðisvæði, vikulegar aflaupplýsingar og tilkynningar um umskipun úti á hafi. Nokkrar aðildarþjóðir hafa komið þessum málum í lag í kjölfarið en aðrar ekki. Lesa meira

TF-SIF á Flugsafn Íslands á Akureyri - 22.6.2008

TF_SIF_flugsafn_210608
Laugardagur 21.júní 2008

Nú stendur yfir Flughelgi Flugsafns Íslands, á Akureyri. Mikið var um dýrðir við safnið í dag, fjöldi flugvéla var til sýnis auk þess sem vélar af ýmsu tagi sýndu listir sínar. Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF var í dag afhent safninu og er henni sómi gerður að því, eftir 22 ára dygga þjónustu við Landhelgisgæsluna. Lesa meira

Leitað að skútu á hafsvæðinu milli Bermuda og Nýfundnalands, einn íslendingur um borð - 19.6.2008

Fimmtudagur 19.júní 2008

Bandaríska og kanadíska strandgæslan hafa í sameiningu staðið fyrir umfangsmikilli leit að seglskútunni Dystocia, á hafsvæðinu milli Bermuda og Nýfundnalands undanfarna daga. Seglskútan sem er 35 feta, einmastra, af Bavaria gerð, er í eigu íslendings og um borð er íslendingur, sem hugðist sigla skútunni til Íslands. Hann lagði af stað frá Bermuda þann 31.maí eða 1.júní og ekki hefur náðst samband við hann síðan 3.júní. Lesa meira

Eftirlitsflug um Vestfirði í dag - 18.6.2008

Miðvikudagur 18.júní 2008

Fyrirhugað er að þyrla Landhelgisgæslunnar fari í eftirlitsflug um Hornstrandir í dag til að svipast um hvort ísbirnir sjáist á svæðinu. Eftirlitið fer fram í nánu samstarfi við Umhverfisstofnun.

Ætlunin er að fljúga aftur yfir svæðið á næstu dögum. Eins verður hefðbundnu ískönnunarflugi á Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, haldið áfram. Lesa meira

Ekki viðrar alltaf til sjómælinga - Sjómælingasvið LHG á Vestfjörðum - 18.6.2008

Baldur_Flateyri_160608_GOA
Miðvikudagur 18.júní 2008

Ekki viðrar alltaf til sjómælinga. Meðfylgjandi mynd tók Gunnar Örn Arnarson skipstjóri á mælingabátnum Baldri síðastliðinn mánudag, 16.júní, þegar Baldur lá við bryggju á Flateyri. Lesa meira

TF-SYN í ískönnunarflugi - 18.6.2008

hafiskort_18062008_mynd
Miðvikudagur 18.júní 2008

Í dag fór Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum. Ískönnunin hófst klukkan 17:35 á stað: 66°10´N, 028°35´V og var ísröndinni fylgt þaðan til norð-austurs. Ísröndin reyndist vera næst landi 70 sjómílur NNV af Straumnesi og 77 sjómílur NV af Barða. Lesa meira

Landhelgisgæslan í eftirlitsflugi um Hornstrandir - 18.6.2008

Isbjarnaeftirlitsfl_TF_GNA_180608_2
Miðvikudagur 18. Júní 2008

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, var að koma úr eftirlitsflugi á Vestfjörðum þar sem flogið var um Hornstrandafriðland og svipast vandlega um eftir ísbjörnum. Með í för var Jón Björnsson, landvörður Hornstrandafriðlandsins. Flogið var um allt svæðið frá Aðalvík austur að Ófeigsfirði, eftir eldsneytistöku á Ísafirði. Ekki sáust nein ummerki um ísbjörn á leitarsvæðinu. Lesa meira

Landhelgisgæslan í viðbragðsstöðu vegna hvítabjarnar í Skagafirði - 17.6.2008

Þriðjudagur 17.júní 2008

Landhelgisgæslan hefur verið í viðbragðsstöðu vegna ísbjarnar sem kom fram við Hraun í Skagafirði í gær en var felldur undir kvöld í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, var flogið á Sauðárkrók í gær og var þar í viðbragðsstöðu, ef grípa þyrfti til aðgerða og til að flytja sérfræðing á svæðið. Varðskip hélt til hafnar og var undirbúið til að flytja björninn. Lesa meira

90 ár liðin frá því loftskeytastöðin í Reykjavík tók til starfa - 17.6.2008

Loftskeytast_Melar
Þriðjudagur 17.júní 2008

Í dag eru 90 ár liðin frá því að loftskeytastöðin í Reykjavík, Reykjavík Radíó var opnuð til almenningsnota. Þessi starfsemi er nú rekin af Landhelgisgæslunni, sem Vaktstöð siglinga, og má því segja að það sé elsta starfandi eining Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

Sprengjusérfræðingar við störf í Líbanon - 16.6.2008

Sprengjud_Libanon_2008_malmleitart2
Mánudagur 16.júní 2008

Nú nýverið lauk dvöl meðlima sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar í Líbanon, þar sem þeir unnu að sprengjueyðingu. Þetta er verkefni á vegum íslensku friðargæslunnar (ICRU), í samstarfi Landhelgisgæslunnar, Utanríkisráðuneytis og Dómsmálaráðuneytis. Tveir hópar skiptu með sér tímabilinu og voru Jónas K. Þorvaldsson sprengjusérfræðingur og Alexander Reuter Runarsson aðstoðarmaður sprengjusérfræðings í verkefninu frá 19.mars til 18.apríl sl. þá tóku sprengjusérfræðingarnir Marvin Ingólfsson og Martin Sövang Ditlevsen við og voru til 6.júní sl. Allt tímabilið starfaði Eggert Snorri Guðmundsson neyðarbílsmaður (e.Medic) frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins með sprengjusérfræðingunum. Lesa meira

Starfsmenn LHG fagna afmæli Vs. Ægis - 15.6.2008

Aegir_sigl_Faxag_fanar_130608
Laugardagur 14.júní 2008

Í tilefni 40 ára afmælis varðskipsins Ægir fagnaði áhöfn skipsins, ásamt öðru starfsfólki Landhelgisgæslunnar og var boðið í siglingu um sundin í nágrenni Reykjavíkur, um borð í skipinu. Veðrið lék við mannskapinn og mættu starfsmenn og fjölskyldur þeirra fylktu liði. Grillvagninn sá fyrir veitingum sem runnu ljúflega niður í blíðunni. Þarna gafst starfsmönnum og fjölskyldum þeirra einstakt tækifæri til að kynna sér starfsemi um borð í varðskipi og koma saman um leið og fagna afmæli skipsins. Lesa meira

Varðskipið Ægir er 40 ára í dag - 12.6.2008

Vs_Aegir_2007_G_St_Vald

Fimmtudagur 12.júní 2008

Í dag eru liðin 40 ár síðan varðskipið Ægir kom til landsins. Skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1968 og breytt í Póllandi árin 1997, 2001 og 2005. Ægir átti stóran þátt í 50 og 200 mílna Þorskastríðunum og var Ægir meðal annars fyrst íslenskra varðskipta til að beita togvíraklippum á landhelgisbrjót. Það var þann 5. september árið 1972 þegar klippt var á togvíra bresks togara.

Búnaður skipsins hefur verið uppfærður eftir þörfum í gegnum árin auk þess sem stærra viðhald og breytingar fóru fram í Póllandi árin 1997, 2001 og 2005.

Lesa meira

Kajakræðari sem grennslast var eftir er kominn fram - 11.6.2008

Miðvikudagur 11.júní 2008

Kajakræðarinn sem grennslast var eftir fyrr í dag er kominn fram og hefur haft samband við Landhelgisgæsluna. Tæknilegir örðugleikar ullu því að hann náði ekki sambandi. Hann er staddur á Snæfellsnesi og gengur ferðin vel. Lesa meira

Eftirgrennslan stendur yfir eftir kajakræðara - 11.6.2008

Miðvikudagur 11.júní 2008

Eftirgrennslan stendur yfir eftir kajakræðara, Marcus Demuth, sem lagði upp í hringsiglingu um Ísland síðastliðinn laugardag. Marcus lagði upp frá Geldinganesi í Reykjavík, með stefnu á Akranes, Mýrar og Snæfellsnes.

Ekkert hefur heyrst frá Marcusi og eru þeir sem kynnu að hafa séð til hans eða hitt, síðan síðastliðinn laugardag, beðnir að hafa samband við Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í síma: 545 2100 Lesa meira

Skipherra heiðraður eftir 40 ára farsælt starf - 10.6.2008

SigSteinar_40ara_starfsafm_2
Þriðjudagur 10.júní 2008

Nú nýverið var Sigurður Steinar Ketilsson skipherra heiðraður þar sem hann átti 40 ára starfsafmæli hjá Landhelgisgæslunni.

Í tilefni starfsafmælisins hélt Halldór Nellett, framkvæmdastjóri Aðgerðasviðs ræðu að viðstöddum fjölda starfsmanna og afhenti Sigurði Steinari gjöf og blómvönd í tilefni dagsins. Lesa meira

Samæfing í Færeyjum - ráðstefna Vestnorræna ráðsins - 9.6.2008

Samaef_Faer_jun2008_Tyr_slokkvist
Mánudagur 9.júní 2008

Landhelgisgæslan tók þátt í samæfingu með færeysku landhelgisgæslunni, danska sjóhernum, björgunarfélugunum í Færeyjum og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sl. helgi.
Æfingin var í tengslum við ráðstefnu Vestnorræna ráðsins sem haldin var í Færeyjum, að þessu sinni, þar sem þemað var björgunar og öryggismál á Norður-Atlantshafi.

Markmið æfingarinnar var að samhæfa þessa viðbragðsaðila og æfa við ýmiskonar vá á svæðinum. Einnig að kynna fyrir þingmönnum ríkjanna vinnubrögð og getu þessara viðbragðsaðila til að leysa mál sem upp kunna að koma. Lesa meira

Landhelgisgæslan og Sjómannadagurinn - 6.6.2008

heidursvordur_Holavallakirkjugardi

Mánudagur 2.júní 2008

Landhelgisgæslan tekur alltaf virkan þátt í sjómannadeginum, hvar sem hún er stödd. Allt frá ritningalestri á Hrafnistu og í Dómkirkjunni til flugsýninga.

Lesa meira

Óðinn verður hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík - 30.5.2008

odinn
Föstudagur 30.maí 2008

Í dag var varðskipið Óðinn formlega afhent Hollvinasamtökum Óðins til eignar. Hollvinasamtökin fela Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík, varðveislu skipsins. Skipinu hefur verið lagt við bryggju utan við sjóminjasafnið þar sem það verður hluti af safninu.
Lesa meira

Mikið magn skotfæra frá stríðsárunum fannst í Öskjuhlíð - 27.5.2008

Sprengiefni_Oskjuhl_230508_2
Þriðjudagur 27.maí 2008

Nýverið rakst maður á göngu í Öskjuhlíð á gömul skot við göngustíg. Hann tilkynnti fundinn til Lögreglu sem fór strax á staðinn. Lögreglan kallaði til sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar. Í ljós kom að þar var um að ræða umtalsvert magn af riffil- og skambyssuskotum, allt merkt ártalinu 1941 auk þess sem þarna voru forsfórblys sem geta verið mjög varasöm í höndum ókunnugra. Svo lítur út sem skotfærin og blysin hafi verið urðuð þarna á stríðsárunum, en þá voru sem kunnugt er, mikil hernaðarumsvif við Reykjavíkurflugvöll. Allt efnið var grafið upp, fjarlægt og því eytt af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar.

Rétt er að beina þeim tilmælum til almennings sem kynnu að rekast á skotfæri eða sprengjur að hreyfa ekki við hlutunum heldur hafa tafarlaust samband við lögreglu eða stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, í síma 112.
Lesa meira

Lok flugvikunnar - flugæfingar við Reykjavíkurflugvöll - 27.5.2008

Flugd_240508_syn_lif_gna
Þriðjudagur 27.maí 2008

Síðastliðinn laugardag lauk flugviku Flugmálafélags Íslands með flugdegi á Reykjavíkurflugvelli. Sýndar voru flugvélar af öllum stærðum og gerðum á vellinum auk þess sem að loftför af ýmsu tagi sýndu listir sínar. Flugvél og þyrlur Landhelgisgæslunnar sýndu hvað í þeim býr. Lesa meira

Togbátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum á Lónsbug - 26.5.2008

Mánudagur 26.maí 2008

Laugardaginn 24.maí sl. stóð þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF togbát að meintum ólöglegum veiðum á Lónsbug við SA-vert landið. Skipstjóra var tilkynnt að hann hefði verið staðinn að meintum ólöglegum veiðum og skipinu tafarlaust vísað til Hafnar í Hornafirði. Á Höfn aðstoðaði stýrimaður þyrlunnar lögreglu við rannsókn málsins.
Málið er í rannsókn. Lesa meira

Flugsprengja fannst í húsgrunni við Furugrund í Kópavogi, gerð óvirk - 22.5.2008

Flugsprengja_210508
Fimmtudagur 22.maí 2008

Um klukkan 14:00 í gær barst sprengjusveit Landhelgisgæslunnar boð um að sprengja hefði komið upp við gröft í húsgrunni við Furugrund í Kópavogi. Eftir fyrirspurnir virtist sprengjusveitarmönnum ljóst að um væri að ræða flugvélasprengju. Fór sveitin þá tafarlaust á staðinn og hófst strax handa við að gera sprengjuna óvirka. Lesa meira

Landhelgisgæslan tekur þátt í sameiginlegri æfingu viðbragðs- og björgunaraðila á N-Atlantshafi, á vegum NATO - 22.5.2008

BoldM_08_bjorgunarb
Fimmtudagur 22.maí 2008

Á dögunum tóku varðskipið Týr og björgunarmiðstöðvar fyrir sjó- og flugatvik, sem eru Landhelgisgæslan og Flugstoðir, þátt í björgunaræfingu skammt frá Færeyjum. Æfingin, sem nefndist „Bold Mercy“ var haldin á vegum NATO. Æfingin er hluti af verkefni bandalagsþjóða NATO sem staðið hefur í mörg ár. Lesa meira

Flugvikan stendur yfir - 20.5.2008

Flugdagur_200508
Þriðjudagur 20.maí 2008 - uppfært með myndum 22.maí 2008

Nú, dagana 18. - 24.maí, stendur yfir flugvika á vegum Flugmálafélags Íslands. Landhelgisgæslan tekur þátt í flugdögunum og í dag, milli kl. 17:00 - 19:00, mun flugdeild LHG standa fyrir opnu húsi í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll þar sem starfsemin verður kynnt.

Um kl. 17:00 verður sýnt samflug flugvélar Landhelgisgæslunnar,
TF-SYN og þyrlu, TF-LIF við Reykjavíkurflugvöll.

Klukkan 18:15 verður þyrlubjörgun sýnd við flugskýli LHG við Reykjavíkurflugvöll.

Um dagskrá Flugvikunnar sjá nánar á: http://www.flugmal.is/ Lesa meira

Ekkert amar að starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í Líbanon - 10.5.2008

Laugardagur 10.maí 2008

Ekkert amar að starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem staddir eru í Líbanon. Þeir halda kyrru fyrir undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna og munu verða fluttir burtu ef þurfa þykir.

Lesa meira

Samgönguráðherra opnar nýtt rafrænt komutilkynningakerfi skipa, Safe Sea Net - 8.5.2008

Safe_Sea_Net_opnun_KristjanM_sending
Fimmtudagur 8.maí 2008

Í dag opnaði samgönguráðherra, Kristján Möller, formlega nýtt rafrænt tilkynningakerfi fyrir skipakomur í Vaktstöð siglinga/ stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Kerfið hefur verið nefnt Safe Sea Net og er notendaviðmótið að finna á vefsíðunni www.safeseanet.is . Þetta rafræna tilkynningakerfi tengist inn í upplýsingakerfi siglingaöryggisstofnunar Evrópusambandsins, sem er miðlægur gagnagrunur, þannig að hægt er að sækja, milli landa, upplýsingar, um ferðir og farm skipa. Auk þess munu viðeigandi stofnanir og hafnir á Íslandi fá upplýsingar sendar sjálfvirkt til sín. Lesa meira

Landhelgisgæsluáætlun 2008 - 2010 kynnt - 6.5.2008

LHG_aaetl_kynning_Plagg_060508

Þriðjudagur 6.maí 2008

Í dag var Landhelgisgæsluáætlun fyrir árin 2008 – 2010 kynnt á fundi sem haldinn var í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll. Áætlunin fjallar ítarlega um markmið og áherslur í starfsemi Landhelgisgæslunnar næstu þrjú árin. Farið var yfir áætlunina, breytingar á starfsumhverfi Landhelgisgæslunnar og breyttar áherslur í kjölfar þeirra.

Lesa meira

Rafrænt tilkynningakerfi fyrir skip, Safe Sea Net, tekið upp - 29.4.2008

SafeSeaNet

Þriðjudagur 29.apríl 2008

Landhelgisgæslan/Vaktstöð siglinga hefur nú tekið í notkun nýtt rafrænt tilkynningakerfi fyrir skip sem koma til hafnar hér á landi og um flutning hættulegs farms.

Siglingastofnun og Landhelgisgæslan hafa unnið að gerð kerfisins undanfarin tvö ár en kerfið er smíðað af Samsýn ehf. Innleiðing kerfisins byggir á lögum um Vaktstöð siglinga og tilskipun Evrópusambandsins 2002/59/EB. Öll ríki Evrópusambandsins, sem liggja að sjó eða reka kaupskip undir eigin fána, auk Íslands og Noregs vinna að eða hafa komið sér upp slíku kerfi. Kerfi allra landanna eru tengd miðlægum tilvísunargrunni þar sem hægt er að sækja upplýsingar um farm og ferðir skipa milli landa. Kerfið hefur verið nefnt Safe Sea Net.


Skipstjórnendur, útgerðaraðilar og aðrir sem þurfa að senda inn tilkynningar um skipaferðir eru hvattir til að kynna sér kerfið. Ennfremur veitir stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/Vaktstöð siglinga aðstoð við innskráningu, sé þess óskað.

Lesa meira

Norskt línuveiðiskip staðið að meintum ólöglegum veiðum undan Suðausturlandi - 28.4.2008

Mánudagur 28. apríl 2008

Í eftirlitsflugi í gærkvöldi stóð þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, norska línuveiðiskipið Gayser Senior að meintum ólöglegum veiðum inni á lokuðu svæði í Skaftárdjúpi undan Suðausturlandi. Svæðið er lokað með reglugerð um friðun hrygningarþorsks og skarkola á vetrarvertíð og hefur verið lokað á þessum tíma undanfarin ár. Stýrimaður þyrlunnar seig um borð í skipið og rannsakaði meint brot, fór yfir afladagbækur og önnur skipsskjöl. Að þeirri athugun lokinni var ákveðið að vísa skipinu til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem mál hans verður tekið til nánari rannsóknar af lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum. Lesa meira

Gamlir neyðarsendar um borð í skipum. Leit að neyðarsendi - hafði verið gangsettur og hengdur utan á sorpgám. - 17.4.2008

Neydarsendar
Fimmtudagur 17.apríl 2008

Töluvert er er enn af gömlum neyðarsendum um borð í skipum og bátum á Íslandi. Um er að ræða senda sem senda út á tíðnum 121,5 og 243 MHz í alþjóðlega COSPAS-SARSAT gervihnattakerfinu. Eins eru dæmi þess að sendar af þessu tagi liggi í reiðileysi þar sem óviðkomandi aðilar eða jafnvel börn og unglingar geta komist að þeim og sett neyðarsendinn af stað í gáleysi eða misskildum leik.

Nýir sendar hafa verið teknir í notkun sem senda út á 406 MHz og eru jafnvel með GPS staðsetningarbúnað og geta því sent út nákvæma staðsetningu auk þess sem þeir senda út auðkenni skipa. Eftir 1. febrúar 2009 verður einungis unnið úr boðum á 406 MHz tíðni.

Í gær, miðvikudaginn 16.apríl, bárust Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá neyðarsendi við Snæfellsnes. Reynt var að staðsetja boðin eins nákvæmlega og kostur var, en illa gekk að staðsetja sendinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn, lögregla var í viðbragðsstöðu, Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ fór til leitar og skip og flugvélar á svæðinu svipuðust um. Stöðvar á Norður-Atlantshafssvæðinu, sem námu boðin voru einnig í viðbragðsstöðu. Neyðarsendirinn fannst svo eftir um 2 klukkustunda leit, bundinn utan á sorpgám, á sorphaugum á Rifi á Snæfellsnesi. Ljóst er að sendirinn hefur verið gangsettur af ásettu ráði, í leik eða óvitaskap.

Mál af þessu tagi eru grafalvarleg enda er með þessu verið að sóa verðmætum tíma viðbragðsaðila og misnota búnað til leitar og björgunar. Lesa meira

Tveir Gæslumenn í ferð með danska varðskipinu Vædderen - 11.4.2008

Vaedderen_dvol_Vilhj_Rögnv_1
Föstudagur 11.apríl 2008

Dagana 17. febrúar til 27. mars síðastliðinn fóru þeir Vilhjálmur Óli Valsson stýrimaður í flugdeild og Rögnvaldur Kristinn Úlfarsson, háseti á varðskipinu Tý, í ferð með danska varðskipinu Vædderen, en vera þeirra um borð er hluti af auknu samstarfi Landhelgisgæslunnar og dönsku strandgæslunnar. Lesa meira

Kjölur lagður að nýju varðskipi - smíði gengur vel - 8.4.2008

Skipasmidi_Asmar_april2008_skip
Þriðjudagur 8.apríl 2008

Vinna við smíði nýs fjölnota varðskips fyrir Landhelgisgæsluna gengur vel í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile. Nýverið var kjölur lagður að skipinu við hátíðlega athöfn í skipasmíðastöðinni. Viðstaddir voru Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt starfsfólki. Fundað var vegna smíði skipsins þar sem farið var yfir gang og skipulag smíðarinnar.

Áætlað er að sjósetning verði í lok þess árs og að skipið verði afhent fyrir árslok 2009.

Lesa meira

Grunnskólabörn á Þingeyri heimsækja varðskipið Tý - 7.4.2008

Grunnskborn_Thingeyri_heims_Vs_Ty_3
Mánudagur 7.apríl 2008

Í síðastliðinni viku heimsóttu grunnskólabörn á Þingeyri, ásamt kennurum sínum, varðskipið Tý. Alls voru gestirnir um 60. Varðskipsmenn sýndu gestunum skipið og fræddu þau um störf Landhelgisgæslunnar. Heimsóknin tókst vel í alla staði og var unga fólkið afar áhugasamt um varðskipin, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Lesa meira

Nýtt sjókort af hafinu umhverfis Ísland - 2.4.2008

Kort_21_komid_ut_mars2008
Miðvikudagur 2. apríl 2008

Út er komið hjá Sjómælingum Íslands, Sjómælingasviði Landhelgisgæslu Íslands, nýtt sjókort yfir hafið umhverfis Ísland. Kortið, sem er í mælikvarðanum 1:1 000 000, heitir Ísland og er númer 21. Þetta kort leysir af hólmi tvö eldri kort, kort númer 25 Ísland (Austurhluti) og 26 Ísland (Vesturhluti). Mikill fengur er að nýja kortinu sem gagnast mun bæði sjófarendum og öðrum, þar sem á þessu korti má líta íslensku landhelgina á einu kortblaði.

Sjómælingar Íslands og breska sjómælingastofnunin, United Kingdom Hydrographic Office, hafa með sér samstarfssamning og því leysir þetta nýja kort einnig af hólmi breskt sjókort, nr. 565, sem gefið var út í London 27. júní 1941.

Einnig er komin út ný útgáfa af korti númer 41, Vestfirðir og kemur það í stað eldri útgáfu frá 1983. Kortið er í mælikvarðanum 1:300 000. Nýjar mælingar búa að baki hlutum kortsins, sérstaklega á Breiðafirði og við Snæfellsnes. Lesa meira

Varðskip aðstoðar bát við að fjarlægja drauganet úr sjó - 1.4.2008

Drauganet_hreinsad_ur_sjo
Þriðjudagur 1. apríl 2008

Á dögunum aðstoðaði varðskip bát við að hirða upp drauganet úr sjó. Drauganet eru veiðarfæri eða hlutar þeirra kölluð, sem liggja eða reka í sjó, gagnslaus.

Drauganet þessi voru á fjölfarinni siglingaleið við Suðvesturland og ekki þarf að fjölyrða um hættuna sem sjófarendum og lífríkinu stafar af slíkum netum, svo ekki sé minnst á sóðaskapinn. Í seinni tíð hefur minna borið á drauganetum hér við land en þó enn berist fréttir af netum eða hlutum þeirra á reki.

Bannað er að henda í sjóinn veiðarfærum, netastykkjum svo og öðrum hlutum úr veiðarfærum. Týni skip veiðarfærum í sjó ber skipstjóra að reyna að slæða þau upp. Takist það ekki skal hann tilkynna það til Landhelgisgæslunnar og skýra frá staðsetningu veiðarfærisins, eins nákvæmlega og unnt er og hvenær það týndist. Sjófarendur eru hvattir til að gæta vel að veiðarfærum sínum, vegna öryggis og ekki síður lífríkis sjávar. Lesa meira

Smíði DASH-8 eftirlitsflugvélar fyrir Landhelgisgæsluna gengur vel - 31.3.2008

Dash_8_LHG_feb2008
Mánudagur 31. mars 2008

Smíði nýrrar DASH-8 eftirlitsflugvélar fyrir Landhelgisgæsluna gengur vel og er á áætlun. Smíðin fer fram í Kanada. Skrokkur vélarinnar er samsettur og vægirnir tilbúnir til ásetningar. Meðfylgjandi myndir sýna flugvélina í smíðum. Lesa meira

Varðskip dregur togarann Örvar HU-2 til hafnar - 29.3.2008

Orvar_dreginn_til_hafnar_30032008
Laugardagur 29. mars 2008

Í gærkvöldi klukkan 21:12 barst Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/ Vaktstöð Siglinga kall frá Örvari HU-2, sem fengið hafði veiðarfæri í skrúfuna á Eldeyjarbanka. Örvar HU-2 er 1199,4 brúttótonna togari frá Skagaströnd. Varðskip var tafarlaust sent á staðinn og um miðnættið hafði tekist að koma taug á milli skipanna. Taugin slitnaði þó fljótlega en nokkuð greiðlega gekk að koma nýrri taug á milli skipanna. Veður á svæðinu er sæmilegt, vindur norðaustan um 20 hnútar og nokkuð ókyrrt. Skipin eru væntanleg til Hafnarfjarðar í dag um klukkan 13:30. Lesa meira

Útför Helga Hallvarðssonar skipherra - 28.3.2008

Helgi_Hallvardsson_borinn_til_grafar
Föstudagur 28. mars 2008

Helgi Hallvarðsson skipherra var borinn til grafar í gær en hann lést þann 15. mars síðastliðinn. Útförin fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hann hóf fyrst störf hjá Landhelgisgæslunni 15 ára gamall og starfaði í hennar þágu mest alla sína starfsævi. Helgi lét af störfum, þá sem yfirmaður gæsluframkvæmda, árið 1998 en því starfi hafði hann gegnt frá árinu 1990. Lesa meira

Nemendur Fjöltækniskóla Íslands heimsækja Landhelgisgæsluna - 14.3.2008

Fjoltaekniskolinn_heims_05032008_logo_FI
Föstudagur 14. Mars 2008

Í síðastliðinni viku heimsóttu nemendur Fjöltækniskólan Landhelgisgæsluna. Heimsóknin var þáttur í Skrúfudögum skólans. Nemendurnir kynntu sér starfsemi deilda Landhelgisgæslunnar; aðalskrifstofu, Flugdeild, Sjómælingar Íslands, Sprengjudeild, Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og varðskipa. Nemendurnir voru mjög áhugasamir um starfsemina og þótti heimsóknin takast mjög vel. Lesa meira

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar taka þátt í North Atlantic Coast Guard Forum - 13.3.2008

NACGF_logo
Fimmtudagur 13. mars 2008

Dagana 3. til 6. mars s.l. sóttu 5 starfsmenn Landhelgisgæslunnar verkefnahópafund Samtaka strandgæsla við Norður-Atlantshaf (North Atlantic Coast Guard Forum) í Kaupmannahöfn. Stofnfundur samtakanna var haldinn í Svíðjóð í október á síðasta ári og tóku Danir við formennsku í samtökunum fyrsta árið. Ísland mun síðan taka við formennsku í september á þessu ári, að afloknum fundi yfirmanna strandgæslanna sem haldinn verður á Grænlandi. Lesa meira

Fulltrúar bandarísku Strandgæslunnar funda með Landhelgisgæslunni og dómsmálaráðherra - 13.3.2008

USCG_heims_25022008
Fimmtudagur 13. mars 2008

Dagana 25-27. febrúar s.l. komu þrír starfsmenn bandarísku Strandgæslunnar til fundar við starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar vegna samstarfs þessara aðila á sviði leitar-, björgunar- og öryggismála á Norður-Atlantshafi.

Samstarf Landhelgisgæslunnar og bandarísku Strandgæslunnar á sér margra áratuga sögu en við brotthvarf Varnarliðsins var það ákveðið af íslenskum og bandarískum stjórnvöldum að auka þetta samstarf til muna og gera samninga um það þar sem það ætti við. Lesa meira

Börn af leikskólanum Austurborg heimsækja varðskipið Tý - 12.3.2008

Leikskolaborn_heims_Ty_28022008_3
Miðvikudagur 12. mars 2008

Það var áhugasamur hópur fimm ára barna af leikskólanum Austurborg sem heimsótti varðskipið Tý fyrir nokkru. Börnin, sem hafa verið að læra um hafið og ýmislegt því tengt, höfðu sýnt starfsemi Landhelgisgæslunnar sérstakan áhuga og meðal annars kynnt sér starfsemina á heimasíðu Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

Piper Cherokee flugvélar, sem saknað hefur verið frá því á fimmtudag, leitað í dag - leitarskilyrði góð. Leitin enn árangurslaus - 24.2.2008

Sunnudagur 24. Febrúar 2008

Í dag, sunnudag, fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF í leitarflug á svæðinu þar sem leitað hefur verið að Piper Cherokee flugvél frá því á fimmtudag. Veður og sjólag var gott og aðstæður til leitar góðar en leitaraðstæður hafa verið mjög slæmar allt frá því slysið varð. Skip sem leið hafa átt um svæðið hafa einnig litast gaumgæfilega um. Enn hefur ekkert fundist sem bent gæti til afdrifa flugmannsins eða flugvélarinnar. Lesa meira

Skipulagðri leit að Piper Cherokee flugvél hætt, eftirgrennslan heldur áfram. Vonskuveður er á svæðinu. - 23.2.2008

Laugardagur 23. Febrúar 2008 Kl. 09:30

Skipulagðri leit að Piper Cherokee flugvél sem leitað hefur verið frá því á fimmudag hefur verið hætt. Vonskuveður er enn á svæðinu, vindur um 35 metrar/sek., um 10 metra ölduhæð og éljagangur.

Leitað hefur verið verið á öllu því svæði sem gera má ráð fyrir að björgunarbátur flugvélarinnar fyndist, miðað við veðurfarslegar aðstæður og sjólag. Leitarsvæðið var afmarkað eftir útreikningum sértæks leitarforrits sem tekur mið af áætluðum lendingarstað vélarinnar á sjónum og mögulegu reki. Eftirgrennslan heldur áfram og hefur þeim tilmælum verið beint til skipa og báta sem leið eiga um svæðið að þau litist gaumgæfilega um eftir hverju því sem bent gæti til afdrifa flugvélarinnar og flugmannsins. Auk þess munu skip og loftför Landhelgisgæslunnar svipast um á svæðinu í hefðbundnum eftirlitsferðum sínum. Lesa meira

Leit að Piper Cherokee flugvélinni heldur áfram fram í myrkur - 22.2.2008

Föstudagur 22. febrúar 2008 Kl. 16:00

Leit að bandarísku Piper Cherokee flugvélinni sem leitað hefur verið frá því í gær, er enn árangurslaus. Leit verður haldið áfram fram í myrkur. Varðskip hefur verið við leit á svæðinu frá því í gær ásamt Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar sem fór til leitar í birtingu. Aðstæður til leitar eru afar erfiðar, vindur er 25-35 metrar/sek., ölduhæð á bilinu 8-12 metrar og gengur á með dimmum éljum.

Lesa meira

Leit að bandarískri flugvél heldur áfram - 22.2.2008

Föstudagur 22. febrúar 2008 Kl. 09:00

Leit að bandarísku flugvélinni sem saknað hefur verið frá í gær, hefur enn engan árangur borið. Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar og þyrla, TF-LIF leituðu fram í myrkur í gærkvöldi og Nimrod flugvél breska flughersins leitaði fram eftir kvöldi, en hún er búin innrauðum búnaði til leitar í myrkri. Varðskip hefur verið við leit á svæðinu síðan um klukkan 20:00 í gærkvöldi og er enn við leit. Mjög hvasst er á svæðinu, ölduhæð mikil og aðstæður til leitar erfiðar.
Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, er á leið til leitar á svæðinu. Leitað er eftir sérstöku leitarskipulagi sem tekur mið af áætluðum lendingarstað vélarinnar á sjónum og mögulegu reki.

Lesa meira

Leit að Piper Cherokee flugvél, Nimrod flugvél frá breska flughernum tekur þátt í leitinni - 21.2.2008

Fimmtudagur 21. Febrúar 2008 Kl. 15:45

Leit að Piper Cherokee flugvélinni sem saknað hefur verið síðan í morgun, hefur enn engan árangur borið. Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN, og þyrla, TF-LIF, eru á leitarsvæðinu og verður leit haldið áfram fram í myrkur. Nimrod flugvél frá breska flughernum hefur verið fengin til að taka þátt í leitinni og er á leið á staðinn. Aðstæður til leitar eru erfiðar á svæðinu.

Lesa meira

Enn leitað að Piper Cherokee flugvél um 130 sjómílur SSA af Hornafirði - 21.2.2008

Fimmtudagur 21. febrúar 2008 Kl. 14:30

Leit að Piper Cherokee, eins hreyfils flugvél sem hvarf af ratsjá um klukkan 11:30 í dag, um 130 sjómílur suðsuðaustur af Hornafirði, stendur yfir. Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar , TF-SYN, kom á leitarsvæðið klukkan 13:30 í dag og þyrla, TF-LIF stuttu síðar. Veður og sjólag á svæðinu gerir erfitt fyrir með leit, mikill vindur er á svæðinu og ölduhæð 7-9 metrar. Enn hefur ekkert sést til flugmannsins eða vélarinnar. Vélin er skráð í Bandaríkjunum og flugmaðurinn er bandarískur.
Lesa meira

Eins hreyfils flugvél hvarf af ratsjá um 130 sjómílur SSA af landinu - 21.2.2008

Fimmtudagur 21. Febrúar 2008 Kl. 12:30

Í dag um klukkan 11:30 bárust boð um að eins hreyfils flugvél hefði misst afl og horfið af ratsjá um 130 sjómílur suðsuðaustur af Hornafirði. Þyrla og Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar eru á leið á staðinn. Skipum á svæðinu hefur verið tilkynnt um slysið og beðin að svipast um. Varðskip er á leið á staðinn. Upplýsingar um þjóðerni liggja ekki fyrir. Lesa meira

TF-SYN í ískönnunarflugi - ís 30 sjómílur norður af Horni - 19.2.2008

Iskonnunarflug_18022008
Þriðjudagur 19. febrúar 2008

Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, fór í reglubundið ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í gær. Ísröndin, á hafinu milli Íslands og Grænlands reyndist vera næst landinu um 30 sjómílur norður af Horni, um 62 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi og um 50 sjómílur vestur af Kolbeinsey. Skyggni var nokkuð gott, vindur SSV 20 hnútar og lofthiti 8°- 9°C. Ísinn virtist vera bráðnandi og ísbreiðan þunn. Með í för var Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í Landfræði við Háskóla Íslands. Lesa meira

Vefsíða um framkvæmd samstarfs Norðmanna og Íslendinga um þyrlukaup - 18.2.2008

Mánudagur 18. febrúar 2008

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, skrifuðu undir samkomulag um samstarf Íslands og Noregs um kaup og rekstur nýrra langdrægra björgunarþyrla 30. nóvember 2007. Nú hafa Norðmenn opnað vefsíðu, www.nawsarh.dep.no, um framkvæmd þessa samstarfs, sem þeir nefna NAWSARH-verkefnið. Á síðunni verður unnt að fylgjast með framvindu þess. Verkefnið miðast við að Ísland kaupi þrjár nýjar björgunarþyrlur og Noregur tíu til tólf. Lesa meira

Norsk loðnuskip farin af miðunum - 18.2.2008

Norska_lodnuskipid_Saebjorn_dreginn_til_Nordfj_13022008_2
Mánudagur 18. febrúar 2008

Eins og kunnugt er hafa Norðmenn lokið loðnuveiðum hér við land á þessari vertíð, kvóti þeirra var 39.125 tonn og varð endanlegur afli bátanna þegar veiðum lauk s.l. föstudagskvöld þann 15.feb. 37.250 tonn. Brælur töfðu norsk loðnuskip talsvert frá veiðum og töpuðu þau því dýrmætum tíma en annars gengu veiðar þeirra yfirleitt vel. Þó varð varð eitt norsku skipanna, SÆBJÖRN, fyrir því óhappi þann 13 feb. að fá loðnunótina í skrúfuna og kom varðskip Landhelgisgæslunnar skipinu til hjálpar og dró það til Norðfjarðar þar sem nótin var hreinsuð úr skrúfunni. Skipið var erfitt í drætti þar sem talsvert af nótinni var í sjó, skipin komu til hafnar að kvöldi 13. Febrúar, eftir um 10 tíma ferðalag af miðunum. Lesa meira

Varðskip dregur vélarvana flutningaskip til hafnar - 16.2.2008

Reykjafoss_dreginn_til_REK_16022008
Laugardagur 16. febrúar 2008

Síðastliðna nótt kl. 02:41 barst Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá flutningaskipinu Reykjafossi sem er 7541 brúttórúmlestir og 127, 4 metrar að lengd og orðið hafði vélarvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi. Varðskip var sent á staðinn. Vel gekk að koma taug á milli skipanna, þó að töluverð þoka sé á svæðinu, og er gert ráð fyrir að skipin komi til Reykjavíkur þegar líður á daginn. Lesa meira

Norskur lóðs sóttur um borð í 300 metra gasflutningaskip undan Meðallandsbugt - 15.2.2008

Gasflutningaskip_Arctic_Discoverer
Föstudagur 15. febrúar 2008

Í byrjun vikunar bárust Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá 300 metra löngu, norsku gasflutningaskipi sem hafði tekið lóðs um borð, á Melköya við Hammerfest í Noregi, sem ekki hafði tekist að komast aftur í land vegna veðurs. Þess var því farið á leit við Landhelgisgæsluna að maðurinn yrði sóttur um borð í skipið þegar það væri sem næst landi, á leið sinni um íslenskt hafsvæði.
Það varð úr að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sem var í eftirlitsflugi, sótti manninn um undan Meðallandsbugt. Aðstæður voru góðar og var maðurinn hífður af skipinu og um borð í þyrluna.

Gera má ráð fyrir mjög aukinni umferð slíkra risa olíu- og gasflutningaskipa um íslensk hafsvæði á næstu árum í kjölfar vaxandi olíu- og gasvinnslu í Rússlandi og Noregi. Lesa meira

Skipulagðri leit að Cessna 310 flugvél hætt - eftirgrennslan heldur áfram - 13.2.2008

Miðvikudagur 13. febrúar 2008 Kl. 15:30


Skipulagðri leit að bandarísku flugvélinni sem hvarf af ratsjá 50 sjómílur vestur af Keflavík, síðastliðinn mánudag, hefur verið hætt.

Leitað hefur verið verið á öllu því svæði sem gera má ráð fyrir að björgunarbátur flugvélarinnar fyndist, miðað við veðurfarslegar aðstæður og sjólag. Leitarsvæðið var afmarkað eftir útreikningum sértæks leitarforrits sem tekur mið af áætluðum lendingarstað vélarinnar á sjónum og mögulegu reki.
Eftirgrennslan heldur áfram og hefur þeim tilmælum verið beint til skipa og báta sem leið eiga um svæðið að þau litist gaumgæfilega um eftir hverju því sem bent gæti til afdrifa flugvélarinnar og flugmannsins. Auk þess munu skip og loftför Landhelgisgæslunnar svipast um á svæðinu í hefðbundnum eftirlitsferðum sínum.

In English: Organized search for Cessna 310 has ended

Lesa meira

Leit stendur enn yfir að Cessna 310 flugvél - 12.2.2008

Þriðjudagur 12. febrúar 2008 Kl. 15:10

Leit stendur enn yfir að bandarísku ferjuflugvélinni sem talið er að hafi hrapað í sjó um 50 sjómílur vestur af Keflavík í gær.

Aðstæður til leitar hafa batnað eftir því sem liðið hefur á daginn. Varðskip Landhelgisgæslunnar er við leit á staðnum og Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, ásamt Challenger flugvél danska flughersins eru við leit úr lofti. Ekkert hefur fundist af vélinni. Leit verður haldið áfram fram í myrkur. Lesa meira

Cessna 310 flugvélar enn saknað - 12.2.2008

Þriðjudagur 12. febrúar 2008 kl. 09:30

Leit heldur áfram að bandarísku Cessna 310 flugvélinni sem leitað hefur verið síðan í gær. Varðskip Landhelgisgæslunnar er á staðnum og stýrir leit á svæðinu eftir leitaráætlun sem gerð hefur verið eftir útreikningum sértæks leitarforrits sem tekur mið af væntanlegum lendingarstað vélarinnar á sjónum og mögulegu reki. Dönsk herflugvél leitar úr lofti. Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar er væntanleg á staðinn og munu báðar vélarnar leita á svæðinu, eftir fyrrgreindri áætlun. Veður og sjólag á svæðinu er enn óhagstætt til leitar. Lesa meira

Bandarískrar Cessna 310 flugvélar saknað - 11.2.2008

Mánudagur 11. febrúar 2008 Kl. 19:50

Í dag klukkan 15:50 barst Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur um að bandarísk Cessna 310 flugvél hefði misst afl af öðrum hreyfli, gæti ekki dælt eldsneyti á milli tanka vélarinnar og gerði ráð fyrir að missa afl af seinni hreyfli vélarinnar bráðlega. Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur setti af stað viðbúnaðarstig í Keflavík og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar ræsti út þyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LIF og TF-GNA. Lesa meira

112 dagurinn - 11.2.2008

Tungnaá - útkall v. þýskrar ferðakonu í sjálfheldu 180807

Mánudagur 11.febrúar 2008

Landhelgisgæslan hefur átt samstarf við Neyðarlínuna sem rekur 112 neyðarsvörunina í Skógarhlíð 14 um all nokkurt skeið. Þar má nefna þá staðreynd að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Vaktstöð siglinga eru til húsa við hlið vaktstofu 112 en einnig er Vakstöð siglinga rekin í samstarfi Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar í tengslum við þjónustusamning við Siglingastofnun Íslands.
Lesa meira

Slysavarnafélagið Landsbjörg 80 ára - 30.1.2008

SVFI_Landsbj_80ara
Miðvikudagur 30. janúar 2008

Í gær, 29. Janúar voru 80 ár liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands, nú Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilefni dagsins bauð félagið til afmælishófs þar sem farið var yfir sögu félagsins í máli og myndum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands tók til máls og þakkaði gott samstarf um leið og hann færði félaginu að gjöf mynd sem sýnir samvinnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar, í verki. Lesa meira

Siglingar olíuskipa á Íslandsmiðum - fundur - 29.1.2008

oliuskip

Þriðjudagur 29. janúar 2008

Fimmtudaginn 31. janúar nk. standa Umhverfisráðuneytið og Stofnun Sæmundar Fróða fyrir hádegisfundi um siglingar olíuskipa á Íslandsmiðum.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 12:00.

Lesa meira

Ný flugvél Landhelgisgæslunnar - smíði gengur vel - 22.1.2008

Dash_8_LHG_teikning
Þriðjudagur 22. janúar 2008

Smíði Dash-8 Q300 flugvélar fyrir Landhelgisgæsluna gengur vel og er byrjað að setja skrokk flugvélarinnar saman eins og sést á meðfylgjandi myndum. Reiknað er með að flugvélin verði flughæf um miðjan maí n.k. Lesa meira

Landhelgisgæslan og danski sjóherinn í sameiginlegum æfingum - 17.1.2008

Vaedderen_16012008_Flugdeild_1
Fimmtudagur 17. janúar 2008

Undanfarna daga hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar og áhöfn danska varðskipsins Vædderen verið við sameiginlegar æfingar hér við land. Þessar æfingar eru nú haldnar á grundvelli samkomulags sem dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason og Sören Gade, varnarmálaráðherra Dana gerðu á liðnu ári. Lesa meira

Veruleg aukning í útköllum flugdeildar Landhelgisgæslunnar milli ára - 9.1.2008

Miðvikudagur 9. janúar 2008

Veruleg aukning varð í fjölda útkalla á þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar milli áranna 2006 og 2007.

Frá árinu 2004 og fram til síðasta árs var jöfn aukning í fjölda útkalla flugdeildar, um 11% á ári. Árið 2007 voru útköll á loftför Landhelgisgæslunnar samtals 182 en voru 142 árið 2006. Þetta er um 28% heildaraukning á milli ára, sem er töluvert meiri aukning en árin á undan. Lesa meira

Landhelgisgæslan semur við Sjóvá um tryggingar á loftförum LHG - 7.1.2008

Flug_trygg_Sjova_040120080001_1
Mánudagur 7. janúar 2008

Nýlega var undirritaður samningur á milli Sjóvá og Landhelgisgæslu Íslands um flugvátryggingar á loftförum Landhelgisgæslunnar. Tryggingarnar gilda frá og með 6. janúar s.l. Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs Ríkiskaupa þar sem auglýst var eftir tilboðum í húf- og ábyrgðatryggingu fyrir þrjár þyrlur og flugvél, fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Tilboð Sjóvá reyndist hagstæðast. Lesa meira

Lunning sem rifnaði af varðskipinu Ægi í Þorskastríðinu komin í leitirnar - 7.1.2008

Lunning_Aegir_komin_a_land_20122007
Mánudagur 7. janúar 2008

Þann 20. desember síðastliðinn fékk togarinn Arnar HU 1 stórt járnstykki upp með trollinu þegar hann var við veiðar á Þistilfjarðargrunni. Við nánari skoðun reyndist þar vera komin lunning sem rifnaði af varðskipinu Ægi í Þorskastríðinu, í október 1972. Þá keyrði breski togarinn Aldershot á stjórnborðssíðu Ægis, með þeim afleiðingum að lunningin rifnaði af. Við skoðun á járnstykkinu og samanburð við gamlar myndir mátti taka af allan vafa að þarna er lunningin af Vs. Ægi komin í leitirnar. Lesa meira

Varðskipið Ægir aðstoðar flutningaskip með bilað stýri - 7.1.2008

Aegir_adst_Irafoss_06012008
Mánudagur 7. janúar 2008

Aðfararnótt síðastliðins sunnudags kl. 01:55 barst Vaktstöð siglinga/ stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð um að flutningaskipið Írafoss væri á Norðfjarðarflóa með bilað stýri. Haft var samband við önnur skip úti fyrir Austfjörðum og hélt varðskipið Ægir áleiðis og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hafbjörg frá Neskaupstað, fór á staðinn og tók skipið í tog. Hafbjörgin dró Írafoss inn á Norðfjörð þar sem skipið lagðist við akkeri. Vs. Ægir aðstoðaði svo skipið við að komast að bryggju á Neskaupstað. Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica