Fréttir

Kveðja frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar - 31.10.2008

Útför Gunnars Bergsteinssonar fyrrverandi forstjóra Landhelgisgæslu Íslands fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 31. október kl 1300. Lesa meira

Samstarfsyfirlýsing bandarísku strandgæslunnar og Landhelgisgæslu Íslands - 30.10.2008

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar undirrituðu í gær yfirlýsingu um samstarf strandgæslunnar og LHG á fundi í Washington. Lesa meira

Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins heimsækir LHG - 29.10.2008

Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins heimsótti í gær Landhelgisgæsluna en koma þeirra var hluti af dagskrá sem hafði það að markmiði að kynnast öllu því sem lýtur að fiskveiðum hér á landi. Lesa meira

Æfing í tengslum við Björgun 2008 - 27.10.2008

Slysavarnarfélagið Landsbjörg stóð um helgina fyrir ráðstefnunni Björgun 2008. Á ráðstefnunni voru ýmsir áhugaverðir fyrirlestrar um viðbúnað, leitar og björgunarmál.

Þar á meðal var fyrirlestur Auðuns F. Kristinssonar, yfirstýrimanns  og Björns Brekkan Björnssonar flugstjóra hjá LHG en þeir lýstu björgunaraðgerðum við strand Wilson Muuga (WM) rétt sunnan við Sandgerði 19. desember 2006.
Lesa meira

Gunnar Bergsteinsson, fyrrv. forstjóri LHG látinn - 26.10.2008

Gunnar_Bergsteinsson...
Gunnar Kristinn Bergsteinsson fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar og forstöðumaður Sjómælinga Íslands, lést síðastliðinn fimmtudag 85 ára að aldri. Lesa meira

Varðskip í viðbragðsstöðu vegna óveðurs - 23.10.2008

Varðskip Landhelgisgæslunnar Týr lagði úr höfn síðdegis og er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem geisar um vestanvert landið. Varðskipið Ægir er einnig í viðbragðsstöðu og haft var samband við danska varðskipið Triton sem staðsett er í Reykjavík. Áhöfn skipins er viðbúin að bregðast við ef þörf verður á. Lesa meira

Mannbjörg suður af Snæfellsnesi - 22.10.2008

Mavanes_016
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:43 í gærkvöldi tilkynning á rás 16 að eldur væri um borð í sjö tonna skemmtibát Mávanesi 7169. Báturinn var staddur suður af Snæfellsnesi með tvo menn innanborðs, voru þeir fljótlega komnir í björgunarbát ómeiddir. Lesa meira

Björgun 2008 um helgina - 21.10.2008

Helgina 24.-26. október fer fram á Grand hótel ráðstefnan Björgun 2008 sem er í umsjón Slysavarnarfélagsins Landsbjargar en félagið heldur upp á áttatíu ára afmæli sitt á þessu ári. Lesa meira

Myndir frá smíði nýja varðskipsins í Chile - 20.10.2008

Smíði hins nýja fjölnota varðskips miðar ágætlega í Chile. Hægt er að fylgjst með þróuninni hér. Lesa meira

Starfsmenn í þrekpróf - 20.10.2008

Þessa dagana standa yfir þrekpróf hjá áhöfnum varðskipa og flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Prófið felst í hlaupi og styrktaræfingum en það reynir ekki síður á þrautsegju og úthald þátttakenda. Lesa meira

Sprengjusveit LHG ásamt friðargæslunni verðlaunuð - 17.10.2008

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar, íslenska friðargæslan og samstarfsfólk þeirra í Líbanon hlutu nýverið verðlaun Sameinuðu þjóðanna, sem nefnd eru Nansenverðlaunin, fyrir framlag sitt til sprengjueyðinga í Suður Líbanon, á svæðum sem ógna lífi óbreyttra borgara. Lesa meira

Smíði flugvélar LHG á áætlun - 17.10.2008

FlugSmidi_sept
Smíði Dash-8 flugvélar Landhelgisgæslunnar gengur vel og er hún á áætlun. Þessa dagana er unnið að uppsetningu eftirlits- og björgunarbúnaðar flugvélarinnar hjá Field Aviation í Toronto. Stór hluti búnaðarins er þegar kominn í hús hjá Field Aviation og verður hann settur um borð á næstu vikum. Lesa meira

Stórstreymi verður næstu daga - 15.10.2008

Sjavarhaed_flod
Landhelgisgæslan vill vekja athygli á stórstreymi næstu daga. Flóðspá gerir ráð fyrir 4,4 m sjávarhæð í Reykjavík á fimmtudagsmorgunn kl. 06:51 og föstudagsmorgunn kl. 07:30. Gert er ráð fyrir 975 mb lægð suðurvestur af landinu á föstudagsmorgunn og allt að 4,8 metra sjávarhæð í Reykjavík. Hægt er að fylgast með flóðmælinum í Reykjavík á slóðinni:

http://vedur.mogt.is/harbor/?action=Stations&harborid=1&stationid=1004

Lesa meira

Þyrla norsku björgunarþjónustunnar sækir slasaðan íslenskan sjómann - 14.10.2008

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 03:30 aðfaranótt mánudagsins 13. október beiðni frá Jóni Kjartanssyni SU sem óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að koma slösuðum skipverja undir læknishendur. Hafði maðurinn fallið á dekk skipsins og var talinn rifbrotinn. Togarinn var að veiðum um 420 sjómílur aust-norð-austur af Langanesi og 220 sjómílur vestur af Lofoten. Lesa meira

Samkomulag undirritað um samstarf milli Íslands og Noregs - 14.10.2008

ICG_sign_3
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Thrond Grytting aðmíráll og yfirmaður heraflans í Norður Noregi, en undir hann fellur strandgæslan, undirrituðu þann 9. október síðastliðinn tvíhliða samkomulag um samstarf á sviði strandgæslu, öryggismála, leitar og björgunar.    Lesa meira

Tekur tímabundið við stöðu flugrekstrarstjóra - 13.10.2008

Þann 1. október síðastliðinn tók Benóný Ásgrímsson við stöðu flugrekstrarstjóra Landhelgisgæslunnar af Geirþrúði Alfreðsdóttur. Benóný hefur síðustu misserin gegnt starfi staðgengils flugrekstrarstjóra og tekur nú við stöðu flugrekstrarstjóra tímabundið. Lesa meira

Týr kominn með Rasmus Effersöe til hafnar. - 12.10.2008

TYR_Effersoe_tilhafnar
Varðskipið Týr kom í dag til hafnar í Reykjavík með færeyska togarann Rasmus Effersöe. Varð togarinn vélarvana síðastliðið mánudagskvöld, um 10 sjómílur undan Austur Grænlandi og 550 sjómílur norður af Akureyri. Lesa meira

Starfsfólk kemur saman í flugskýli Gæslunnar - 10.10.2008

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar kom í dag saman í flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Tilgangur fundarins var að sýna sig og sjá aðra og sýna samstöðu sem nú á tímum er nauðsynlegt. Lesa meira

Varðskip dregur færeyskan togara til hafnar - 10.10.2008

Varðskip Landhelgisgæslunnar hóf að draga togarann Rasmus Effersöe til hafnar kl. 11:10 á fimmtudagsmorgunn. Sæmilegt veður er á leiðinni en áætlað er að skipin komi til Reykjavíkur á sunnudag. Lesa meira

Varðskip á leið til aðstoðar færeyskum togara - 7.10.2008

Vardskip_hafis
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á mánudagskvöld beiðni um aðstoð frá færeyska togaranum Rasmus Effersöe sem er vélarvana 9-10 sjómílur undan A- Grænlandi og um 550 sjómílur norður af Akureyri. Áætlað er að varðskipið dragi skipið til Akureyrar. Lesa meira

Æfingin Northern Challange 2008 gekk vel - 3.10.2008

Nýverið fór fram á Íslandi æfingin Northern Challenge 2008 sem er alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga sem haldin er á vegum Dómsmálaráðuneytisins, Landhelgisgæslunnar (LHG), með aðkomu Varnarmálastofnunar. Æfingin var haldin með styrk frá NATO en sprengjusveit LHG annaðist að mestu leyti undirbúning og skipulag æfingarinnar en fékk til þess aðstoð frá öðrum þjóðum.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica