Fréttir

Sprengjusveit kölluð út vegna grunsamlegs farangurs um borð í farþegaflugvél - 26.12.2009

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:10 í dag eftir að stjórnstöð barst tilkynning um grunsamlegan farangur um borð í farþegaflugvél Lufthansa á flugleiðinni frá Frankfurt til Bandaríkjanna. Var lending flugvélarinnar áætluð á Keflavíkurflugvelli kl. 16:30. Eftir samráð við sérsveit Ríkislögreglustjóra hélt sprengjusveitin til Keflavíkur til aðstoðar. Lesa meira

Gasflutningaskip siglir fyrir Vestfirði - 26.12.2009

Þrátt fyrir að engin íslensk fiskiskip séu á sjó um jólin eru tuttugu og níu erlend skip á siglingu um íslensku lögsöguna. ArcticPrincessSamkvæmt varðstjórum Landhelgisgæslunnar er þar á meðal norska gasflutningaskipið ARCTIC PRINSESS sem er rúmlega 121 þús. brúttótonna og 288 metrar að lengd. Er það með stærri skipum sem siglt hafa hér við land. Skipið stefndi kl. 11:00 í morgun fyrir Vestfirði og sigldi með 16 sjómílna hraða. Verður skipið næst landi um 30 sml NV-af Straumnesi. Lesa meira

Sprengjusérfræðingar eyða dýnamíti á Seyðisfirði - 23.12.2009

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út á mánudag eftir að lögreglan á Seyðisfirði hafði samband við stjórnstöð og tilkynnti um dýnamíttúpur sem fundust í bænum. Erfiðlega gekk að komast til Seyðisfjarðar vegna stórhríðar á Fjarðarheiði. Komust sprengjusérfræðingarnir loks á staðinn eftir hádegi á þriðjudag og fóru með dínamítið til eyðingar fyrir utan bæinn.   Lesa meira

Veiðar færeyskra línu- og handfærabáta á árinu innan lögsögunnar - 21.12.2009

Thorskur
Samkvæmt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa á árinu allt upp í níu færeyskir línuskip verið að veiðum á sama tíma innan hefðbundinna svæða sunnarlega í íslensku lögsögunni. Hafa nú öll skipin nú haldið til síns heima en heildarafli færeyskra línu- og handfærabáta sem tilkynntur var til Landhelgisgæslunnar árið 2009 mældist samtals 5053,057 kg. Alls fóru færeysku bátarnir í 101 veiðiferð á árinu sem skiptast á milli 20 báta. Lesa meira

Varðskip fær heimsókn frístundaheimilis Laugarnesskóla - 21.12.2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn átta ITR_211209og níu ára barna frá Frístundaheimili Laugarnesskóla. Hófst heimsóknin í þyrluskýlinu þar sem nú er geymdur ýmiss björgunarbúnaður skipsins, lá síðan leiðin upp í brú þar sem marga freistandi takka og forvitnilega skjái var að sjá. Lesa meira

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar - 17.12.2009

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar áttu í vikunni saman hátíðlega jólastund í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Jol2009_Hopur_GOANauthólsvík. Jólastundin er árviss viðburður starfsmanna Landhelgisgæslunnar og ómissandi þáttur í jólamánuðinum þar sem komið er saman til að hlýða á upplestur jólaguðspjallsins, gæða sér á góðgæti og óska gleðilegrar jólahátíðar. Lesa meira

Báturinn dreginn til hafnar á Fáskrúðsfirði - 16.12.2009

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Þann 16. desember kl. 07:38 barst tilkynning í gegn um ferilvöktunarkerfi vaktstöðvar siglinga um að bátur í námunda við Skrúð væri horfinn úr eftirlitskerfinu. Hófu varðstjórar kl. 08:04 hefðbundnar aðgerðir sem felast í að endurræsa kerfi vaktstöðvarinnar, kalla upp bátinn á rás 16 og 9, hringja um borð og hafa samband við nærstadda báta. Þegar náðist samband við tvo báta á svæðinu kl. 08:40 kom í ljós að þeir töldu sig hafa séð rautt ljós í námunda við Skrúð. Var allt tiltækt björgunarlið samstundis kallað út. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi voru kallaðar út og fóru þær á staðinn með björgunarskip, báta og kafara, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og haft samband við fleiri nærstadda báta á svæðinu og þeir beðnir að svipast um eftir bátnum.

Lesa meira

Samstarfssamningur undirritaður milli Landhelgisgæslu Íslands og Tollstjóra - 15.12.2009

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands og LHG_Tollstjori_samn1Snorri Olsen tollstjóri undirrituðu í dag samstarfssamning milli Tollstjóra og Landhelgisgæslu Íslands. Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf Tollstjóra og Landhelgisgæslu Íslands á ýmsum sviðum. Lesa meira

Nýtt kort af Flatey í Breiðafirði og þrjú rafræn kort komin út - 14.12.2009

Nýtt kort af Flatey í Breiðafirði kom nýverið út hjá Des2009_NyttFlateySjómælingasviði Landhelgisgæslunnar. Kortið er í stærðinni A3 og kemur í stað eldra korts sem gefið var út í nóvember 1959 eða fyrir 50 árum síðan.

Einnig eru nýútkomin rafræn kort/ENC nr 53 af innanverðum Húnaflóa einnig kort 32 og 33 sem eru við Suðurlandið, þ.e. austan og vestan við Vestmannaeyjar. Í ENC kortum nr 32 og 33 er einnig Vestmanneyja kort nr 321.

Lesa meira

Þrír menn fastir á bílþaki í Steinhólsá - þyrla kölluð út - 12.12.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:50 beiðni frá LifLandsstjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um þyrlu vegna þriggja manna sem voru á þaki bíls í Steinsholtsá í Þórsmörk. Mikil rigning var á svæðinu, suð-suðaustan hvasst, rigning og þoka í ca. 200-300m. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og fór Líf í loftið kl. 19:28. Lesa meira

Líf í útkall á Snæfellsnes - 10.12.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði kl. 21:58 á miðvikudagskvöld út þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að læknir á LIF_borurÓlafsvík óskaði eftir bráðaflutningi vegna hjartveikrar konu. Fór Líf í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 22:30 og var lent á Rifi kl. 23:10. Var þá konan flutt yfir í þyrluna og farið að nýju í loftið kl. 23:28. Lent var á Reykjavíkurflugvelli kl. 00:10 þar sem sjúkrabifreið sótti hana og flutti á Landspítalann. Lesa meira

Neyðarsendir grænlenska togarans Qavak fannst undir bryggjunni á Ægisgarði - 7.12.2009

Merki frá neyðarsendi fóru að berast snemma á laugardagsmorgun frá togara sem staddur var í Qavak9Reykjavíkurhöfn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunar ræsti út viðeigandi aðila til að finna sendinn og við eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða togarann Qavak frá Grænlandi, sem varð vélarvana um 200 sjómílur suð-vestur af Reykjanesi um miðjan október og varðskipið Ægir dró til hafnar í Reykjavík. Félagi úr Flugbjörgunarsveitinni til að miða út sendinn á staðnum en allar vísbendingar og miðanir bentu síðan til þess að hann væri undir bryggjunni á Ægisgarði. Fannst hann þar skömmu síðar Lesa meira

Jólaball starfsmannafélagsins í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 7.12.2009

Jólaball starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar var haldið áJolaball2009_4 laugardag í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík. Spennan lá í loftinu þegar dansað var í kring um jólatréð við undirleik Magnúsar Kjartanssonar og söng Elísabetar Ormslev enda var búið að leggja inn beiðni fyrir jólasvein á ballið og beið yngri kynslóðin í ofvæni eftir að einn hinna þrettán bræðra mætti á svæðið. Lesa meira

Vatnsendaskóli heimsækir Landhelgisgæsluna - 7.12.2009

Nemendur úr 6. bekk Vatnsendaskóla komu nýverið í heimsókn til Landhelgisgæslunnar þar sem þau fengu kynningu á starfseminni og tækjakosti hennar. Hófst heimsóknin á Faxagarði þar sem varðskipin liggja við bryggju þegar í höfn er komið, var síðan haldið í flugskýli Landhelgisgæslunnar, stjórnstöð, sjómælingasvið og sprengjudeild. Lesa meira

Björgunarmiðstöðin hleypur til styrktar rauðum nefjum - 4.12.2009

Metþátttaka var í aðventuhlaupi Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð sem haldið var í hádeginu. Allir þeir sem luku hlaupinu fengu rauð nef og styrktu í leiðinni Dag rauða nefsins sem haldinn er til stuðnings Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.

Tóku um áttatíu starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar, almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þátt í hlaupinu. Lesa meira

Siglingar erlendra skipa um lögsöguna algengar - 3.12.2009

Samkvæmt ferilvöktunarkerfum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar eru þrjú erlend skip sem ekki hafaGasflutningaskip_Arctic_Discoverer tilkynnt siglingu innan hafsvæðisins. Eru þetta 27 þús brúttótonna olíuskip, 23 þús brúttótonna flutningaskip og 48þús brt. „búlkari. Haft samband við skipin sem bregðast vel við og senda strax viðeigandi tilkynningar. Er olíuskipið að koma frá Mongstad áleiðis til NewYork með „unleaded gasoline“ 37,079.501 mt.

Lesa meira

Erlent skip á rangri leið innan íslensku lögsögunnar - 2.12.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði kl. 07:25 í morgun Nordana-Teresasamband við flutningaskipið Nordana Teresa sem er 6500 tonn að þyngd og 115 metrar að lengd, á leið frá Rotterdam til Íslands. Var skipið á siglingu við Suðvesturland en hafði tilkynnt komu sína til Reyðarfjarðar. Fyrir árvekni varðstjóra í stjórnstöð var komið í veg fyrir að skipið sigldi til Reykjavíkur í stað Reyðarfjarðar. Lesa meira

Útkall þyrlu vegna manna í sjálfheldu á Þverárbrekkuhnjúk í Öxnadal - 1.12.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sunnudagskvöld TFLIF_2009
kl. 23:05 þegar stjórnstöð barst beiðni um aðstoð við að flytja flytja björgunarsveitarmenn frá Akureyri og upp á Þverárbrekkuhnjúk í Öxnadal þar sem fjórir menn voru í sjálfheldu. Voru þeir staddir í klettabelti sem er í 900 m hæð. Lesa meira

Farmanna- og fiskimannasambandið heimsækir Landhelgisgæsluna - 30.11.2009

Þrjátíu fulltrúar af þingi Farmanna- og fiskimannasambandsinsFFSIFlugsk1 heimsóttu nýverið Landhelgisgæsluna og kynntu sér starfsemi stjórnstöðvar, samhæfingarstöðvar auk nýjustu korta og mælinga sjómælingasviðs. Var að því loknu haldið í flugskýli LHG þar sem hópurinn fékk kynningu á þyrlum, flugvél og tölfræði sem tengist útköllum flugdeildar sl. 15 ár. Einnig var sprengju- og köfunardeild með búnað sinn til sýnis fyrir gestina. Lesa meira

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á námskeiði hjá Flugstoðum - 28.11.2009

Varðstjórar og aðrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem tengjast stjórnstöð hennar sátu námskeið hjá Flugstoðum í vikunni þar sem kynntir voru verkferlar sem viðhafðir eru gagnvart loftförum sem lent hafa í ýmsum tegundum flugatvika. Sum þessara flugatvika eru tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þar sem þau eiga sér stað yfir sjó og þarfnast mismunandi viðbúnaðar Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

Björgunarmiðstöðin styrkir Barnahjálp S.Þ. - 26.11.2009

Fulltrúar frá Landhelgisgæslunni, Slökkviliði Raudnef2009_8153höfuðborgarsvæðisins, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Almannavörnum og Neyðarlínunni settu í dag upp rauð nef en markmiðið er að vekja athygli á degi rauða nefsins, söfnunarátaki til styrktar verkefnum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um allan heim. Lesa meira

Áhöfn Ásgríms S. Björnssonar heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar - 25.11.2009

Áhöfn Ásgríms S. Björnssonar, björgunarskips ASB_heimsokn2Slysavarnarfélagsins Landsbjargar heimsótti í gærkvöldi Flugdeild Landhelgisgæslunnar. Magnús Örn Einarsson sigmaður /stýrimaður og Helgi Rafnsson spilmaður/flugvirki tóku á móti hópnum og útskýrðu hvað gerist þegar þyrlan fer í útkall og hlutverk stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í þeim. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja um borð í erlent flutningaskip - 22.11.2009

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í dag beiðni um að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna skipverja með botnlangakast um borð í flutningaskipi sem statt er suður af landinu á siglingu yfir Atlantshafið. Skipið siglir nú á fullri ferð í átt til Vestmannaeyja þar sem það mun mæta þyrlunni í nótt þegar skipið á eftir um 30 sjómílur til lands. Var ákveðið að björgunin yrði framkvæmd með þessum hætti þar sem skipverjinn var ekki metinn í lífshættu. Lesa meira

Eldur kom upp í fiskibát sem staddur var milli Hafna og Reykjanestáar - 21.11.2009

Landhelgisgæslunni heyrði kl. 12:45 viðskipti á rás 16 þar semNACGF_vardskip kominn var upp eldur í vélarrúmi fiskibátsins Guðrúnar sem staddur var um 1 sjómílu suðvestur af Hafnabergi, mitt á milli Hafna og Reykjanestáar. Skipverjinn um borð í Guðrúnu hóf samstundis að slökkva eldinn með handslökkvitæki, einnig var óskað aðstoðar fjölveiðiskipsins Faxa sem staddur var á staðnum. Varðskip Landhelgisgæslunnar hélt samstundis áleiðis. Var þetta önnur aðgerð Landhelgisgæslunnar í dag.  Lesa meira

Danski sendiherrann kynnir sér starfsemi Landhelgisgæslunnar - 18.11.2009

Søren Haslund, sendiherra Danmerkur kynnti sér í morgun Danski_Sendih_flugsk3-1starfsemi Landhelgisgæslunnar þegar hann ásamt eiginkonu sinni Karen Haslund og konsúl sendiráðsins, Lise Hafsteinsson kom í sína fyrstu heimsókn til Landhelgisgæslunnar en sendiherrann tók við stöðu sinni í septemberbyrjun. Helstu áherslur í starfsemi Landhelgisgæslunnar voru kynntar gestunum sem og mikið samstarf Landhelgisgæslunnar við danska flotann í gegn um tíðina. Lesa meira

Ársfundur Norðaustur Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) - 16.11.2009

Á ársfundi Norðaustur Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) sem fór fram þann 9.-13. október í höfuðstöðvum nefndarinnar í London var staðfestur samningur strandríkja um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum og kolmunnastofninum sem gerður var í október síðastliðnum. Einnig var gengið frá samningi um veiðar á karfa í Síldarsmugunni.

Lesa meira

Þyrla við gæslu á Norðurmiðum - einnig farið í eftirlit með lögreglunni á Norðausturlandi - 16.11.2009

EIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar var um helgina við gæslu á Norðurmiðum þar sem flogin var grunnslóð frá Hrútafirði til Axarfjarðar. Einnig fór þyrlan í rjúpnaveiðieftirlit með lögreglunni á Norðausturlandi. Haft var auga með utanvegaakstri en einnig var þyrlunni lent þar sem veiðimenn voru á ferð og athugun gerð á leyfum þeirra og byssum. Lesa meira

Olíuskip á siglingu undan Suðausturlandi með 106 þús. tonn af hráolíu - 12.11.2009

Urals_Star
Olíuskipið URALS STAR er nú á siglingu undan Suðausturlandi með 106 þúsund tonn af hráolíu innanborðs. Skipið stefnir 12 mílur suður af Dyrhólaey en skipið er á leið frá Murmansk til austurstrandar Bandaríkjanna með olíu til hreinsunar. Skipið tilkynnti ekki siglingu sína innan hafsvæðisins eins og lög og reglur gera ráð fyrir og hafði því Landhelgisgæslan samband við skipið kl. 15:10 í dag. Var skipið þá um 22 sjómílur SA-af Hrollaugseyjum. Lesa meira

Skyndihjálparnámskeið hjá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar - 11.11.2009

Skyndihjalp
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa undanfarið setið skyndihjálparnámskeið í umsjón Marvins Ingólfssonar, sprengjusérfræðings hjá Landhelgisgæslunni, kafara og sjúkraflutningamanns með meiru. Marvin hlaut í haust réttindi til kennslu í skyndihjálp hjá Rauða Krossi Íslands og mun framvegis annast námskeiðin sem eru mismunandi samsett eftir störfum og deildum innan Landhelgisgæslunnar. Námskeiðunum lýkur með prófi og viðurkenningarskjali sem viðurkennt er af Rauða krossi Íslands og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar við eftirlit ásamt lögreglu - 8.11.2009

EIR
Æfingaflug þyrlu Landhelgisgæslunnar var um helgina nýtt til eftirlits ásamt lögreglunni á Selfossi. Lent var við Botnssúlur þar sem afskipti voru höfð af tveimur rjúpnaskyttum sem grunaðir voru um að hafa veitt á landsvæði þjóðgarðsins en þar eru veiðar stranglega bannaðar. Afli þeirra var gerður upptækur svo og veiðarfæri. Lesa meira

Stýrimenn og flugvirkjar fá afhent skírteini vegna þjálfunar á Sif - 6.11.2009

Sif_syrim_Hopur2
Í vikunni fengu stýrimenn og flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni afhent skýrteini vegna Dash- 8 þjálfunar á eftirlitsflugvélina Sif. Þjálfunin hefur staðið yfir frá því í ágúst og voru skírteinin afhent af Earl Wilson, kennara frá fyrirtækinu L3 í Texas og var hann að vonum glaður með árangur síðastliðinna þriggja mánaða. Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna bílslyss í Húnavatnssýslu - 5.11.2009

TF-LIF-140604
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:58 beiðni frá Neyðarlínunni um þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegs bílslyss í Langadal í Húnavatnssýslu. Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 19:16 og lenti á slysstað kl. 20:10. Tveir slasaðir voru fluttir yfir í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 20:30 og áætlar að lenda við Borgarspítalann kl. 21:20. Lesa meira

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar rannsakar torkennilega hluti - 5.11.2009

EOD_Dufl1_041109
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var í gær kölluð út til að kanna dufl sem barst á land í Skarðsfjöru við Skaftárdjúp. Við nánari athugun reyndist um að ræða rússneskt hlerunardufl en einnig fannst í fjörunni rússnesk siglingabauja ásamt hita- og seltumælir úr kafbát sem notaður er til að mæla seltu- og hljóðhraða í sjónum. Lesa meira

Ferilvöktun með AIS kemur í stað STK þann 1. janúar 2011 - 3.11.2009

Stjornstod2
Breytingar eru hafnar á fyrirkomulagi vöktunar skipa og báta í fjareftirliti vaktstöðvar siglinga/stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Gert er ráð fyrir að eftir 1. janúar 2011 verði núverandi STK-kerfi (Racal-kerfi) alfarið lagt niður. STK kerfið er smíðað fyrir Ísland og hvergi í notkun annarsstaðar. Þess í stað verður tekin upp ferilvöktun með (AIS - Automatic Identification System) sem er búnaður með sambærilega virkni og gamla kerfið. Lesa meira

Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar sækir alvarlega slasaðan mann eftir bílveltu - 2.11.2009

TFLIF_2009
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 12:52 á sunnudag beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna bílslyss sem var á Holtavörðuheiði. Um var að ræða alvarlega slasaðan mann eftir bílveltu, óskað var eftir að þyrla komi til móts við sjúkrabifreið sem var á leið með hinn slasaða til Reykjavíkur. Lesa meira

Flakið er bandaríska varðskipið Alexander Hamilton - 30.10.2009

AH_nedansjavarmyndavel
Staðfest hefur verið að flak það sem fannst á hafsbotni í norðvestanverðum Faxaflóa er bandaríska varðskipið USCGC Alexander Hamilton sem sökkt var með tundurskeyti þann 29. janúar árið 1942 en skipið var fyrsta skip bandaríska flotans sem var sökkt á Norður Atlantshafi eftir árásin á Pearl Harbor þann 7. desember 1941. Fyrirtækið Hafmynd sem annast hefur eftirvinnslu gagna hefur sent út niðurstöðu rannsóknarinnar sem hófst þegar olíubrák frá flakinu greindist í flugi Sifjar, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar í byrjun júlí. Lesa meira

Eistlendingar kynna sér íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið - 28.10.2009

Eistland2
Fulltrúar frá sjávarútvegsráðuneyti Eistlands heimsóttu Landhelgisgæsluna í morgun þar sem þeim var kynnt starfsemi Landhelgisgæslunnar. Eru þeir staddir hér á landi til að kynna sér íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og stofnanir sem því tengjast. Lesa meira

Getur TF-SIF nýst til loftrýmisgæslu? - 26.10.2009

Yfirmenn_oryggismala_Nordurlanda2

Yfirmenn öryggismála í utanríkisþjónustum allra Norðurlandanna sem staddir eru hér á landi vegna árlegs fundar þeirra, heimsóttu Landhelgisgæsluna í gær, fimmtudag. Var tekið á móti yfirmönnunum í flugskýli Landhelgisgæslunnar þar sem þeir kynntu sér fjölbreytta starfsemi Landhelgisgæslunnar, tækjakost hennar og víðtækt samstarf við nágrannaþjóðir á ýmsum sviðum.  Auðunn Friðrik Kristinsson yfirstýrimaður kynnti meðal annars TF-SIF, nýju eftirlits og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar.  Voru gestirnir sérlega áhugasamir um getu og möguleika TF-SIFJAR, bæði með tilliti til eftirlits og björgunar en einnig veltu þeir upp hugmyndum um möguleika á að nýta flugvélina til loftrýmisgæslu. 

Lesa meira

Flugvél Landhelgisgæslunnar veitir olíuskipi upplýsingar um hafís fyrir vestan land - 20.10.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur í dag fylgst með siglingu olíuskipsins ZUMA vestur fyrir Ísland en skipið er á leið frá Bandaríkjunum til Rússlands. Skipið valdi að sigla lengra í norður en venjan er á þessari siglingaleið en ástæðan var sú að skipið vildi halda ákveðinni fjarlægð frá fiskiskipum á svæðinu. Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif var beðin um að kanna svæðið nánar og gat hún gefið skipinu upp staðsetningu hafíss á svæðinu. Lesa meira

Landhelgisgæslan meðal þeirra stofnana sem njóta mests trausts - 19.10.2009

Landhelgisgæslan nýtur mikils trausts meðal almennings en Myndir_vardskipstur_012samkvæmt nýrri könnun MMR – Markaðs og miðlarannsókna ber meirihluti landsmanna mikið traust til Landhelgisgæslunnar eða alls 77,6% svarenda.Eru þetta afar ánægjuleg tíðindi sem staðfesta að Landhelgisgæslan skipar ákveðinn sess í huga þjóðarinnar og undirstrika um leið mikilvægi verkefna hennar. Lesa meira

Sjávarfallatöflur fyrir árið 2010 komnar út - 14.10.2009

Í Sjávarfallatöflum er upp gefin áætluð hæð flóðs og fjöru í Reykjavík, Ísafirði, Siglufirði og Djúpavogi ásamt tíma og hæðarmun annarra hafna við Ísland.
Sjávarfalla almanakið er síðan væntanlegt í næstu viku. Lesa meira

Tólf japönsk túnfiskveiðiskip rétt utan lögsögunnar - 13.10.2009

Í eftirlits- og gæsluflugi Landhelgisgæslunnar á TF-Sif, sem SIF_FlugSjo1farið var í gærkvöldi og nótt sáust 12 japönsk túnfiskveiðiskip að veiðum rétt utan íslensku efnahagslögsögunnar sem dreifðust frá 17. – 25 lengdargráðu. Lesa meira

Varðskipið Ægir dregur grænlenskt togskip til hafnar á Íslandi - 12.10.2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar kom kl. 09:00 í morgun að Qavak5grænlenska togskipinu Qavak þar sem það var vélarvana um 200 sjómílur suð-vestur af Reykjanesi með fjóra menn í áhöfn. Að sögn skipherra gekk vel að koma dráttarlínu yfir í Qavak og er reiknað með að Ægir komi með skipið til hafnar á miðvikudagsmorgunn. Lesa meira

Þyrla sækir slasaðan mann í Jökulheima - 12.10.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gærmorgun beiðni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar maður í jeppaferð með Flugbjörgunarsveitinni slasaðist í Jökulheimum. Fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA í loftið kl. 10:21. Lesa meira

TF-Sif flýgur yfir Vestfirði, greinir hafís 77 sml frá landi - 7.10.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði í dag samband við siglingaumferðarmiðstöðina í Vardö í Norður Noregi og bað um að olíuskipum á leið frá Rússlandi til Bandaríkjanna yrði eindregið vísað frá því að sigla um hafsvæðið milli Íslands og Grænlands vegna hafíss sem vart hefur orðið við á svæðinu. TF-Sif, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir Vestfirði í gær og sá hafís, næst landi 77 sml. VNV af Bjargi. Lesa meira

Nýtt kort af Húnaflóa útkomið hjá Sjómælingum - 7.10.2009

Hjá sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar eru komin út ný sjókort. Þau eru sjókort nr. 53 af innanverðum Húnaflóa sem kemur í stað tveggja eldri korta sem höfðu númerinn 53 og 54. Einnig kom út sjókort nr. 63 (Rifstangi – Digranes) á rafrænu formi (ENC) á síðasliðinn föstudag.

Lesa meira

Nemendur á Akureyri heimsækja varðskip - 6.10.2009

Um eitt hundrað börn frá Glerárskóla á Akureyri heimsóttu varðskipið Tý í vikunni sem leið þegar skipið var við bryggju á Akureyri. Varðskipið var statt á Akureyri í tengslum við sameiginlega björgunaræfingu sem haldin var samhliða aðalfundi strandgæslna og sjóherja á Norður Atlantshafi. Lesa meira

Hafís undan Vestfjörðum - olíuskip sigldi í gegn um svæðið - 5.10.2009

Nokkrar tilkynningar um hafís hafa borist Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/ Vaktstöð siglinga síðastliðna sólarhringa. Nokkrir ísjakar hafa sést við Vestfirði, nánar tiltekiðHafis_Graenland frá norð-austanverðu Horni allt að minni Önundarfjarðar. Stjórnstöð hafði í morgun samband við togara á svæðinu undan Vestfjörðum og áréttaði að skipin létu stjórnstöð strax vita ef vart yrði um hafís á svæðinu þannig að upplýsingum yrði komið til skipa sem leið eiga um svæðið.Nokkrar áhyggjur vöktu fregnir af siglingu olíuskipa um íslensku efnahagslögsöguna en annað skipanna valdi að sigla vestur fyrir land í afleitu veðri, þar sem hætta var á hafís. Lesa meira

Olíuskip með yfir 100.000 tonn af hráolíu sigla um efnahagslögsöguna - 2.10.2009

Síðustu daga hafa óvenju stór olíuskip átt leið um íslensku efnahagslöguna á siglingu frá Rússlandi til Bandaríkjanna. AtlasVoy1Skipin eru Atlas Voyager og Nevskiy Prospect, bæði um 62.000 brúttótonn, 249 metrar að lengd og með yfir 100.000 tonn af hráolíu innanborðs. Atlas Voyager sigldi vestur fyrir land og yfirgaf íslensku lögsöguna í dag en Nevskiy Prospect virðist stefna ekki fjarri ströndum við SA-land. Lesa meira

Málefni Norður-Íshafsins ofarlega á baugi aðalfundar strandgæslna og sjóherja - 2.10.2009

Yfirmaður norska flotans, en undir hann falla málefni strandgæslunnar, tók í morgun við formennsku samtaka sjóherja og strandgæslustofnana af Georg Kr. Lárussyni NACGF_hifaforstjóra Landhelgisgæslunnar á fundi samtakanna sem haldinn var á Akureyri. Almenn ánægja var með fundinn þar sem málefni Norður- Íshafsins voru ofarlega á baugi auk þess sem samtökin telja afar mikilvægt að beita sér fyrir aðstoð við þróunarríki vegna öryggismála á hafinu þar sem smygl eiturlyfja helst oft á tíðum í hendur við ólöglegar fiskveiðar og árásir sjóræningja. Undirstrikað var mikilvægi virkrar upplýsingamiðlunar og miðlunar reynslu á sviðum samtakanna sem varða öryggismál á hafinu, smygl eiturlyfja, ólöglega innflytjendur, fiskveiðieftirlit, leit og björgun auk tæknisamvinnu. Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica