Fréttir

Sprengjusveit kölluð út vegna grunsamlegs farangurs um borð í farþegaflugvél - 26.12.2009

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:10 í dag eftir að stjórnstöð barst tilkynning um grunsamlegan farangur um borð í farþegaflugvél Lufthansa á flugleiðinni frá Frankfurt til Bandaríkjanna. Var lending flugvélarinnar áætluð á Keflavíkurflugvelli kl. 16:30. Eftir samráð við sérsveit Ríkislögreglustjóra hélt sprengjusveitin til Keflavíkur til aðstoðar. Lesa meira

Gasflutningaskip siglir fyrir Vestfirði - 26.12.2009

Þrátt fyrir að engin íslensk fiskiskip séu á sjó um jólin eru tuttugu og níu erlend skip á siglingu um íslensku lögsöguna. ArcticPrincessSamkvæmt varðstjórum Landhelgisgæslunnar er þar á meðal norska gasflutningaskipið ARCTIC PRINSESS sem er rúmlega 121 þús. brúttótonna og 288 metrar að lengd. Er það með stærri skipum sem siglt hafa hér við land. Skipið stefndi kl. 11:00 í morgun fyrir Vestfirði og sigldi með 16 sjómílna hraða. Verður skipið næst landi um 30 sml NV-af Straumnesi. Lesa meira

Sprengjusérfræðingar eyða dýnamíti á Seyðisfirði - 23.12.2009

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út á mánudag eftir að lögreglan á Seyðisfirði hafði samband við stjórnstöð og tilkynnti um dýnamíttúpur sem fundust í bænum. Erfiðlega gekk að komast til Seyðisfjarðar vegna stórhríðar á Fjarðarheiði. Komust sprengjusérfræðingarnir loks á staðinn eftir hádegi á þriðjudag og fóru með dínamítið til eyðingar fyrir utan bæinn.   Lesa meira

Veiðar færeyskra línu- og handfærabáta á árinu innan lögsögunnar - 21.12.2009

Thorskur
Samkvæmt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa á árinu allt upp í níu færeyskir línuskip verið að veiðum á sama tíma innan hefðbundinna svæða sunnarlega í íslensku lögsögunni. Hafa nú öll skipin nú haldið til síns heima en heildarafli færeyskra línu- og handfærabáta sem tilkynntur var til Landhelgisgæslunnar árið 2009 mældist samtals 5053,057 kg. Alls fóru færeysku bátarnir í 101 veiðiferð á árinu sem skiptast á milli 20 báta. Lesa meira

Varðskip fær heimsókn frístundaheimilis Laugarnesskóla - 21.12.2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn átta ITR_211209og níu ára barna frá Frístundaheimili Laugarnesskóla. Hófst heimsóknin í þyrluskýlinu þar sem nú er geymdur ýmiss björgunarbúnaður skipsins, lá síðan leiðin upp í brú þar sem marga freistandi takka og forvitnilega skjái var að sjá. Lesa meira

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar - 17.12.2009

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar áttu í vikunni saman hátíðlega jólastund í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Jol2009_Hopur_GOANauthólsvík. Jólastundin er árviss viðburður starfsmanna Landhelgisgæslunnar og ómissandi þáttur í jólamánuðinum þar sem komið er saman til að hlýða á upplestur jólaguðspjallsins, gæða sér á góðgæti og óska gleðilegrar jólahátíðar. Lesa meira

Báturinn dreginn til hafnar á Fáskrúðsfirði - 16.12.2009

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Þann 16. desember kl. 07:38 barst tilkynning í gegn um ferilvöktunarkerfi vaktstöðvar siglinga um að bátur í námunda við Skrúð væri horfinn úr eftirlitskerfinu. Hófu varðstjórar kl. 08:04 hefðbundnar aðgerðir sem felast í að endurræsa kerfi vaktstöðvarinnar, kalla upp bátinn á rás 16 og 9, hringja um borð og hafa samband við nærstadda báta. Þegar náðist samband við tvo báta á svæðinu kl. 08:40 kom í ljós að þeir töldu sig hafa séð rautt ljós í námunda við Skrúð. Var allt tiltækt björgunarlið samstundis kallað út. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi voru kallaðar út og fóru þær á staðinn með björgunarskip, báta og kafara, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og haft samband við fleiri nærstadda báta á svæðinu og þeir beðnir að svipast um eftir bátnum.

Lesa meira

Samstarfssamningur undirritaður milli Landhelgisgæslu Íslands og Tollstjóra - 15.12.2009

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands og LHG_Tollstjori_samn1Snorri Olsen tollstjóri undirrituðu í dag samstarfssamning milli Tollstjóra og Landhelgisgæslu Íslands. Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf Tollstjóra og Landhelgisgæslu Íslands á ýmsum sviðum. Lesa meira

Nýtt kort af Flatey í Breiðafirði og þrjú rafræn kort komin út - 14.12.2009

Nýtt kort af Flatey í Breiðafirði kom nýverið út hjá Des2009_NyttFlateySjómælingasviði Landhelgisgæslunnar. Kortið er í stærðinni A3 og kemur í stað eldra korts sem gefið var út í nóvember 1959 eða fyrir 50 árum síðan.

Einnig eru nýútkomin rafræn kort/ENC nr 53 af innanverðum Húnaflóa einnig kort 32 og 33 sem eru við Suðurlandið, þ.e. austan og vestan við Vestmannaeyjar. Í ENC kortum nr 32 og 33 er einnig Vestmanneyja kort nr 321.

Lesa meira

Þrír menn fastir á bílþaki í Steinhólsá - þyrla kölluð út - 12.12.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:50 beiðni frá LifLandsstjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um þyrlu vegna þriggja manna sem voru á þaki bíls í Steinsholtsá í Þórsmörk. Mikil rigning var á svæðinu, suð-suðaustan hvasst, rigning og þoka í ca. 200-300m. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og fór Líf í loftið kl. 19:28. Lesa meira

Líf í útkall á Snæfellsnes - 10.12.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði kl. 21:58 á miðvikudagskvöld út þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að læknir á LIF_borurÓlafsvík óskaði eftir bráðaflutningi vegna hjartveikrar konu. Fór Líf í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 22:30 og var lent á Rifi kl. 23:10. Var þá konan flutt yfir í þyrluna og farið að nýju í loftið kl. 23:28. Lent var á Reykjavíkurflugvelli kl. 00:10 þar sem sjúkrabifreið sótti hana og flutti á Landspítalann. Lesa meira

Neyðarsendir grænlenska togarans Qavak fannst undir bryggjunni á Ægisgarði - 7.12.2009

Merki frá neyðarsendi fóru að berast snemma á laugardagsmorgun frá togara sem staddur var í Qavak9Reykjavíkurhöfn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunar ræsti út viðeigandi aðila til að finna sendinn og við eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða togarann Qavak frá Grænlandi, sem varð vélarvana um 200 sjómílur suð-vestur af Reykjanesi um miðjan október og varðskipið Ægir dró til hafnar í Reykjavík. Félagi úr Flugbjörgunarsveitinni til að miða út sendinn á staðnum en allar vísbendingar og miðanir bentu síðan til þess að hann væri undir bryggjunni á Ægisgarði. Fannst hann þar skömmu síðar Lesa meira

Jólaball starfsmannafélagsins í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 7.12.2009

Jólaball starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar var haldið áJolaball2009_4 laugardag í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík. Spennan lá í loftinu þegar dansað var í kring um jólatréð við undirleik Magnúsar Kjartanssonar og söng Elísabetar Ormslev enda var búið að leggja inn beiðni fyrir jólasvein á ballið og beið yngri kynslóðin í ofvæni eftir að einn hinna þrettán bræðra mætti á svæðið. Lesa meira

Vatnsendaskóli heimsækir Landhelgisgæsluna - 7.12.2009

Nemendur úr 6. bekk Vatnsendaskóla komu nýverið í heimsókn til Landhelgisgæslunnar þar sem þau fengu kynningu á starfseminni og tækjakosti hennar. Hófst heimsóknin á Faxagarði þar sem varðskipin liggja við bryggju þegar í höfn er komið, var síðan haldið í flugskýli Landhelgisgæslunnar, stjórnstöð, sjómælingasvið og sprengjudeild. Lesa meira

Björgunarmiðstöðin hleypur til styrktar rauðum nefjum - 4.12.2009

Metþátttaka var í aðventuhlaupi Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð sem haldið var í hádeginu. Allir þeir sem luku hlaupinu fengu rauð nef og styrktu í leiðinni Dag rauða nefsins sem haldinn er til stuðnings Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.

Tóku um áttatíu starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar, almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þátt í hlaupinu. Lesa meira

Siglingar erlendra skipa um lögsöguna algengar - 3.12.2009

Samkvæmt ferilvöktunarkerfum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar eru þrjú erlend skip sem ekki hafaGasflutningaskip_Arctic_Discoverer tilkynnt siglingu innan hafsvæðisins. Eru þetta 27 þús brúttótonna olíuskip, 23 þús brúttótonna flutningaskip og 48þús brt. „búlkari. Haft samband við skipin sem bregðast vel við og senda strax viðeigandi tilkynningar. Er olíuskipið að koma frá Mongstad áleiðis til NewYork með „unleaded gasoline“ 37,079.501 mt.

Lesa meira

Erlent skip á rangri leið innan íslensku lögsögunnar - 2.12.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði kl. 07:25 í morgun Nordana-Teresasamband við flutningaskipið Nordana Teresa sem er 6500 tonn að þyngd og 115 metrar að lengd, á leið frá Rotterdam til Íslands. Var skipið á siglingu við Suðvesturland en hafði tilkynnt komu sína til Reyðarfjarðar. Fyrir árvekni varðstjóra í stjórnstöð var komið í veg fyrir að skipið sigldi til Reykjavíkur í stað Reyðarfjarðar. Lesa meira

Útkall þyrlu vegna manna í sjálfheldu á Þverárbrekkuhnjúk í Öxnadal - 1.12.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sunnudagskvöld TFLIF_2009
kl. 23:05 þegar stjórnstöð barst beiðni um aðstoð við að flytja flytja björgunarsveitarmenn frá Akureyri og upp á Þverárbrekkuhnjúk í Öxnadal þar sem fjórir menn voru í sjálfheldu. Voru þeir staddir í klettabelti sem er í 900 m hæð. Lesa meira

Farmanna- og fiskimannasambandið heimsækir Landhelgisgæsluna - 30.11.2009

Þrjátíu fulltrúar af þingi Farmanna- og fiskimannasambandsinsFFSIFlugsk1 heimsóttu nýverið Landhelgisgæsluna og kynntu sér starfsemi stjórnstöðvar, samhæfingarstöðvar auk nýjustu korta og mælinga sjómælingasviðs. Var að því loknu haldið í flugskýli LHG þar sem hópurinn fékk kynningu á þyrlum, flugvél og tölfræði sem tengist útköllum flugdeildar sl. 15 ár. Einnig var sprengju- og köfunardeild með búnað sinn til sýnis fyrir gestina. Lesa meira

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á námskeiði hjá Flugstoðum - 28.11.2009

Varðstjórar og aðrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem tengjast stjórnstöð hennar sátu námskeið hjá Flugstoðum í vikunni þar sem kynntir voru verkferlar sem viðhafðir eru gagnvart loftförum sem lent hafa í ýmsum tegundum flugatvika. Sum þessara flugatvika eru tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þar sem þau eiga sér stað yfir sjó og þarfnast mismunandi viðbúnaðar Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

Björgunarmiðstöðin styrkir Barnahjálp S.Þ. - 26.11.2009

Fulltrúar frá Landhelgisgæslunni, Slökkviliði Raudnef2009_8153höfuðborgarsvæðisins, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Almannavörnum og Neyðarlínunni settu í dag upp rauð nef en markmiðið er að vekja athygli á degi rauða nefsins, söfnunarátaki til styrktar verkefnum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um allan heim. Lesa meira

Áhöfn Ásgríms S. Björnssonar heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar - 25.11.2009

Áhöfn Ásgríms S. Björnssonar, björgunarskips ASB_heimsokn2Slysavarnarfélagsins Landsbjargar heimsótti í gærkvöldi Flugdeild Landhelgisgæslunnar. Magnús Örn Einarsson sigmaður /stýrimaður og Helgi Rafnsson spilmaður/flugvirki tóku á móti hópnum og útskýrðu hvað gerist þegar þyrlan fer í útkall og hlutverk stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í þeim. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja um borð í erlent flutningaskip - 22.11.2009

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í dag beiðni um að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna skipverja með botnlangakast um borð í flutningaskipi sem statt er suður af landinu á siglingu yfir Atlantshafið. Skipið siglir nú á fullri ferð í átt til Vestmannaeyja þar sem það mun mæta þyrlunni í nótt þegar skipið á eftir um 30 sjómílur til lands. Var ákveðið að björgunin yrði framkvæmd með þessum hætti þar sem skipverjinn var ekki metinn í lífshættu. Lesa meira

Eldur kom upp í fiskibát sem staddur var milli Hafna og Reykjanestáar - 21.11.2009

Landhelgisgæslunni heyrði kl. 12:45 viðskipti á rás 16 þar semNACGF_vardskip kominn var upp eldur í vélarrúmi fiskibátsins Guðrúnar sem staddur var um 1 sjómílu suðvestur af Hafnabergi, mitt á milli Hafna og Reykjanestáar. Skipverjinn um borð í Guðrúnu hóf samstundis að slökkva eldinn með handslökkvitæki, einnig var óskað aðstoðar fjölveiðiskipsins Faxa sem staddur var á staðnum. Varðskip Landhelgisgæslunnar hélt samstundis áleiðis. Var þetta önnur aðgerð Landhelgisgæslunnar í dag.  Lesa meira

Danski sendiherrann kynnir sér starfsemi Landhelgisgæslunnar - 18.11.2009

Søren Haslund, sendiherra Danmerkur kynnti sér í morgun Danski_Sendih_flugsk3-1starfsemi Landhelgisgæslunnar þegar hann ásamt eiginkonu sinni Karen Haslund og konsúl sendiráðsins, Lise Hafsteinsson kom í sína fyrstu heimsókn til Landhelgisgæslunnar en sendiherrann tók við stöðu sinni í septemberbyrjun. Helstu áherslur í starfsemi Landhelgisgæslunnar voru kynntar gestunum sem og mikið samstarf Landhelgisgæslunnar við danska flotann í gegn um tíðina. Lesa meira

Ársfundur Norðaustur Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) - 16.11.2009

Á ársfundi Norðaustur Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) sem fór fram þann 9.-13. október í höfuðstöðvum nefndarinnar í London var staðfestur samningur strandríkja um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum og kolmunnastofninum sem gerður var í október síðastliðnum. Einnig var gengið frá samningi um veiðar á karfa í Síldarsmugunni.

Lesa meira

Þyrla við gæslu á Norðurmiðum - einnig farið í eftirlit með lögreglunni á Norðausturlandi - 16.11.2009

EIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar var um helgina við gæslu á Norðurmiðum þar sem flogin var grunnslóð frá Hrútafirði til Axarfjarðar. Einnig fór þyrlan í rjúpnaveiðieftirlit með lögreglunni á Norðausturlandi. Haft var auga með utanvegaakstri en einnig var þyrlunni lent þar sem veiðimenn voru á ferð og athugun gerð á leyfum þeirra og byssum. Lesa meira

Olíuskip á siglingu undan Suðausturlandi með 106 þús. tonn af hráolíu - 12.11.2009

Urals_Star
Olíuskipið URALS STAR er nú á siglingu undan Suðausturlandi með 106 þúsund tonn af hráolíu innanborðs. Skipið stefnir 12 mílur suður af Dyrhólaey en skipið er á leið frá Murmansk til austurstrandar Bandaríkjanna með olíu til hreinsunar. Skipið tilkynnti ekki siglingu sína innan hafsvæðisins eins og lög og reglur gera ráð fyrir og hafði því Landhelgisgæslan samband við skipið kl. 15:10 í dag. Var skipið þá um 22 sjómílur SA-af Hrollaugseyjum. Lesa meira

Skyndihjálparnámskeið hjá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar - 11.11.2009

Skyndihjalp
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa undanfarið setið skyndihjálparnámskeið í umsjón Marvins Ingólfssonar, sprengjusérfræðings hjá Landhelgisgæslunni, kafara og sjúkraflutningamanns með meiru. Marvin hlaut í haust réttindi til kennslu í skyndihjálp hjá Rauða Krossi Íslands og mun framvegis annast námskeiðin sem eru mismunandi samsett eftir störfum og deildum innan Landhelgisgæslunnar. Námskeiðunum lýkur með prófi og viðurkenningarskjali sem viðurkennt er af Rauða krossi Íslands og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar við eftirlit ásamt lögreglu - 8.11.2009

EIR
Æfingaflug þyrlu Landhelgisgæslunnar var um helgina nýtt til eftirlits ásamt lögreglunni á Selfossi. Lent var við Botnssúlur þar sem afskipti voru höfð af tveimur rjúpnaskyttum sem grunaðir voru um að hafa veitt á landsvæði þjóðgarðsins en þar eru veiðar stranglega bannaðar. Afli þeirra var gerður upptækur svo og veiðarfæri. Lesa meira

Stýrimenn og flugvirkjar fá afhent skírteini vegna þjálfunar á Sif - 6.11.2009

Sif_syrim_Hopur2
Í vikunni fengu stýrimenn og flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni afhent skýrteini vegna Dash- 8 þjálfunar á eftirlitsflugvélina Sif. Þjálfunin hefur staðið yfir frá því í ágúst og voru skírteinin afhent af Earl Wilson, kennara frá fyrirtækinu L3 í Texas og var hann að vonum glaður með árangur síðastliðinna þriggja mánaða. Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna bílslyss í Húnavatnssýslu - 5.11.2009

TF-LIF-140604
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:58 beiðni frá Neyðarlínunni um þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegs bílslyss í Langadal í Húnavatnssýslu. Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 19:16 og lenti á slysstað kl. 20:10. Tveir slasaðir voru fluttir yfir í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 20:30 og áætlar að lenda við Borgarspítalann kl. 21:20. Lesa meira

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar rannsakar torkennilega hluti - 5.11.2009

EOD_Dufl1_041109
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var í gær kölluð út til að kanna dufl sem barst á land í Skarðsfjöru við Skaftárdjúp. Við nánari athugun reyndist um að ræða rússneskt hlerunardufl en einnig fannst í fjörunni rússnesk siglingabauja ásamt hita- og seltumælir úr kafbát sem notaður er til að mæla seltu- og hljóðhraða í sjónum. Lesa meira

Ferilvöktun með AIS kemur í stað STK þann 1. janúar 2011 - 3.11.2009

Stjornstod2
Breytingar eru hafnar á fyrirkomulagi vöktunar skipa og báta í fjareftirliti vaktstöðvar siglinga/stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Gert er ráð fyrir að eftir 1. janúar 2011 verði núverandi STK-kerfi (Racal-kerfi) alfarið lagt niður. STK kerfið er smíðað fyrir Ísland og hvergi í notkun annarsstaðar. Þess í stað verður tekin upp ferilvöktun með (AIS - Automatic Identification System) sem er búnaður með sambærilega virkni og gamla kerfið. Lesa meira

Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar sækir alvarlega slasaðan mann eftir bílveltu - 2.11.2009

TFLIF_2009
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 12:52 á sunnudag beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna bílslyss sem var á Holtavörðuheiði. Um var að ræða alvarlega slasaðan mann eftir bílveltu, óskað var eftir að þyrla komi til móts við sjúkrabifreið sem var á leið með hinn slasaða til Reykjavíkur. Lesa meira

Flakið er bandaríska varðskipið Alexander Hamilton - 30.10.2009

AH_nedansjavarmyndavel
Staðfest hefur verið að flak það sem fannst á hafsbotni í norðvestanverðum Faxaflóa er bandaríska varðskipið USCGC Alexander Hamilton sem sökkt var með tundurskeyti þann 29. janúar árið 1942 en skipið var fyrsta skip bandaríska flotans sem var sökkt á Norður Atlantshafi eftir árásin á Pearl Harbor þann 7. desember 1941. Fyrirtækið Hafmynd sem annast hefur eftirvinnslu gagna hefur sent út niðurstöðu rannsóknarinnar sem hófst þegar olíubrák frá flakinu greindist í flugi Sifjar, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar í byrjun júlí. Lesa meira

Eistlendingar kynna sér íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið - 28.10.2009

Eistland2
Fulltrúar frá sjávarútvegsráðuneyti Eistlands heimsóttu Landhelgisgæsluna í morgun þar sem þeim var kynnt starfsemi Landhelgisgæslunnar. Eru þeir staddir hér á landi til að kynna sér íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og stofnanir sem því tengjast. Lesa meira

Getur TF-SIF nýst til loftrýmisgæslu? - 26.10.2009

Yfirmenn_oryggismala_Nordurlanda2

Yfirmenn öryggismála í utanríkisþjónustum allra Norðurlandanna sem staddir eru hér á landi vegna árlegs fundar þeirra, heimsóttu Landhelgisgæsluna í gær, fimmtudag. Var tekið á móti yfirmönnunum í flugskýli Landhelgisgæslunnar þar sem þeir kynntu sér fjölbreytta starfsemi Landhelgisgæslunnar, tækjakost hennar og víðtækt samstarf við nágrannaþjóðir á ýmsum sviðum.  Auðunn Friðrik Kristinsson yfirstýrimaður kynnti meðal annars TF-SIF, nýju eftirlits og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar.  Voru gestirnir sérlega áhugasamir um getu og möguleika TF-SIFJAR, bæði með tilliti til eftirlits og björgunar en einnig veltu þeir upp hugmyndum um möguleika á að nýta flugvélina til loftrýmisgæslu. 

Lesa meira

Flugvél Landhelgisgæslunnar veitir olíuskipi upplýsingar um hafís fyrir vestan land - 20.10.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur í dag fylgst með siglingu olíuskipsins ZUMA vestur fyrir Ísland en skipið er á leið frá Bandaríkjunum til Rússlands. Skipið valdi að sigla lengra í norður en venjan er á þessari siglingaleið en ástæðan var sú að skipið vildi halda ákveðinni fjarlægð frá fiskiskipum á svæðinu. Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif var beðin um að kanna svæðið nánar og gat hún gefið skipinu upp staðsetningu hafíss á svæðinu. Lesa meira

Landhelgisgæslan meðal þeirra stofnana sem njóta mests trausts - 19.10.2009

Landhelgisgæslan nýtur mikils trausts meðal almennings en Myndir_vardskipstur_012samkvæmt nýrri könnun MMR – Markaðs og miðlarannsókna ber meirihluti landsmanna mikið traust til Landhelgisgæslunnar eða alls 77,6% svarenda.Eru þetta afar ánægjuleg tíðindi sem staðfesta að Landhelgisgæslan skipar ákveðinn sess í huga þjóðarinnar og undirstrika um leið mikilvægi verkefna hennar. Lesa meira

Sjávarfallatöflur fyrir árið 2010 komnar út - 14.10.2009

Í Sjávarfallatöflum er upp gefin áætluð hæð flóðs og fjöru í Reykjavík, Ísafirði, Siglufirði og Djúpavogi ásamt tíma og hæðarmun annarra hafna við Ísland.
Sjávarfalla almanakið er síðan væntanlegt í næstu viku. Lesa meira

Tólf japönsk túnfiskveiðiskip rétt utan lögsögunnar - 13.10.2009

Í eftirlits- og gæsluflugi Landhelgisgæslunnar á TF-Sif, sem SIF_FlugSjo1farið var í gærkvöldi og nótt sáust 12 japönsk túnfiskveiðiskip að veiðum rétt utan íslensku efnahagslögsögunnar sem dreifðust frá 17. – 25 lengdargráðu. Lesa meira

Varðskipið Ægir dregur grænlenskt togskip til hafnar á Íslandi - 12.10.2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar kom kl. 09:00 í morgun að Qavak5grænlenska togskipinu Qavak þar sem það var vélarvana um 200 sjómílur suð-vestur af Reykjanesi með fjóra menn í áhöfn. Að sögn skipherra gekk vel að koma dráttarlínu yfir í Qavak og er reiknað með að Ægir komi með skipið til hafnar á miðvikudagsmorgunn. Lesa meira

Þyrla sækir slasaðan mann í Jökulheima - 12.10.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gærmorgun beiðni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar maður í jeppaferð með Flugbjörgunarsveitinni slasaðist í Jökulheimum. Fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA í loftið kl. 10:21. Lesa meira

TF-Sif flýgur yfir Vestfirði, greinir hafís 77 sml frá landi - 7.10.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði í dag samband við siglingaumferðarmiðstöðina í Vardö í Norður Noregi og bað um að olíuskipum á leið frá Rússlandi til Bandaríkjanna yrði eindregið vísað frá því að sigla um hafsvæðið milli Íslands og Grænlands vegna hafíss sem vart hefur orðið við á svæðinu. TF-Sif, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir Vestfirði í gær og sá hafís, næst landi 77 sml. VNV af Bjargi. Lesa meira

Nýtt kort af Húnaflóa útkomið hjá Sjómælingum - 7.10.2009

Hjá sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar eru komin út ný sjókort. Þau eru sjókort nr. 53 af innanverðum Húnaflóa sem kemur í stað tveggja eldri korta sem höfðu númerinn 53 og 54. Einnig kom út sjókort nr. 63 (Rifstangi – Digranes) á rafrænu formi (ENC) á síðasliðinn föstudag.

Lesa meira

Nemendur á Akureyri heimsækja varðskip - 6.10.2009

Um eitt hundrað börn frá Glerárskóla á Akureyri heimsóttu varðskipið Tý í vikunni sem leið þegar skipið var við bryggju á Akureyri. Varðskipið var statt á Akureyri í tengslum við sameiginlega björgunaræfingu sem haldin var samhliða aðalfundi strandgæslna og sjóherja á Norður Atlantshafi. Lesa meira

Hafís undan Vestfjörðum - olíuskip sigldi í gegn um svæðið - 5.10.2009

Nokkrar tilkynningar um hafís hafa borist Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/ Vaktstöð siglinga síðastliðna sólarhringa. Nokkrir ísjakar hafa sést við Vestfirði, nánar tiltekiðHafis_Graenland frá norð-austanverðu Horni allt að minni Önundarfjarðar. Stjórnstöð hafði í morgun samband við togara á svæðinu undan Vestfjörðum og áréttaði að skipin létu stjórnstöð strax vita ef vart yrði um hafís á svæðinu þannig að upplýsingum yrði komið til skipa sem leið eiga um svæðið.Nokkrar áhyggjur vöktu fregnir af siglingu olíuskipa um íslensku efnahagslögsöguna en annað skipanna valdi að sigla vestur fyrir land í afleitu veðri, þar sem hætta var á hafís. Lesa meira

Olíuskip með yfir 100.000 tonn af hráolíu sigla um efnahagslögsöguna - 2.10.2009

Síðustu daga hafa óvenju stór olíuskip átt leið um íslensku efnahagslöguna á siglingu frá Rússlandi til Bandaríkjanna. AtlasVoy1Skipin eru Atlas Voyager og Nevskiy Prospect, bæði um 62.000 brúttótonn, 249 metrar að lengd og með yfir 100.000 tonn af hráolíu innanborðs. Atlas Voyager sigldi vestur fyrir land og yfirgaf íslensku lögsöguna í dag en Nevskiy Prospect virðist stefna ekki fjarri ströndum við SA-land. Lesa meira

Málefni Norður-Íshafsins ofarlega á baugi aðalfundar strandgæslna og sjóherja - 2.10.2009

Yfirmaður norska flotans, en undir hann falla málefni strandgæslunnar, tók í morgun við formennsku samtaka sjóherja og strandgæslustofnana af Georg Kr. Lárussyni NACGF_hifaforstjóra Landhelgisgæslunnar á fundi samtakanna sem haldinn var á Akureyri. Almenn ánægja var með fundinn þar sem málefni Norður- Íshafsins voru ofarlega á baugi auk þess sem samtökin telja afar mikilvægt að beita sér fyrir aðstoð við þróunarríki vegna öryggismála á hafinu þar sem smygl eiturlyfja helst oft á tíðum í hendur við ólöglegar fiskveiðar og árásir sjóræningja. Undirstrikað var mikilvægi virkrar upplýsingamiðlunar og miðlunar reynslu á sviðum samtakanna sem varða öryggismál á hafinu, smygl eiturlyfja, ólöglega innflytjendur, fiskveiðieftirlit, leit og björgun auk tæknisamvinnu. Lesa meira

Aðalfundur North Atlantic Coast Guard Forum á Akureyri. - 30.9.2009

Í morgun hófst árlegur fundur strandgæslna og sjóherja tuttugu þjóða á N-Atlantshafi - North Atlantic Coast Guard Forum NACGF_summit1Summit þar sem 80 manns frá Rússlandi, Bandaríkjunum og Kanada, ásamt sautján Evrópuþjóðum koma saman og ræða málefni tengd öryggi- , eftirliti og og björgunarmálum á Norður-Atlantshafi. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ræddi mikilvægi samtakanna og nauðsyn samvinnu og upplýsingaskipta í stefnumálum samtakanna sem unnin eru innan sjö vinnuhópa.  Lesa meira

Árlegur fundur samtaka strandgæslna og sjóherja á Akureyri - umfangsmikil björgunaræfing fer fram á sama tíma - 28.9.2009

Samtök strandgæslna og sjóherja tuttugu þjóða á Norður NACGF_logoAtlantshafi - North Atlantic Coast Guard Forum (NACGF) halda aðalfund sinn á Akureyri dagana 29. september til 2. október nk. Umfangsmikil björgunar- og mengunarvarnaæfing verður haldin samhliða fundinum en henni verður að hluta til stjórnað frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Formennska samtakanna NACGF hefur sl. ár verið í höndum Georgs Kr. Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar eða frá síðasta aðalfundi sem haldinn var á Vestur Grænlandi í september 2008.

Lesa meira

Danskt og norskt varðskip í Reykjavíkurhöfn vegna sameiginlegrar björgunaræfingar - 25.9.2009

Danska varðskipið Hvidbjörnen liggur nú samsíða norska varðskipinu Andernes við bryggju að Ægisgarði í Reykjavík en skipin eru stödd hér á landi í tilefni af árlegum fundi forstjóra strandgæslna í Norrænu löndunum, Nordic Coast Guard og aðalfundi North Atlantic Coast Guard Forum (NACGF), samtökum strandgæslustofnana á Norður Atlantshafi en fundirnir verða haldnir á Akureyri í næstu viku. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur annast formennsku í samtökunum NACGF  síðastliðið ár en um áttatíu  manns frá tuttugu aðildarþjóðum sækja fundinn sem haldin verður á hótel KEA. Lesa meira

Æfingin „Northern Challenge“ stendur yfir - 23.9.2009

Æfingin Northern Challenge, alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga stendur nú yfir , á gamla varnarliðssvæðinu við Keflavíkurflugvöll og í höfninni við NC_buningur0Helguvík. Á æfingunni er reynt að skapa aðstæður eins raunverulegar og hægt er þar sem notaðar eru eftirlíkingar af hryðjuverkasprengjum sem fundist hafa um heim allan síðastliðin ár. Æfingin stendur yfir í tvær vikur og taka 80 sprengjusérfræðingar frá sjö þjóðum þátt í henni. Lesa meira

Eftirlit varðskipanna skilar miklum árangri - 22.9.2009

Athygli hefur vakið hversu miklum árangri eftirlit varðskipsins Ægis hefur skilað sl. mánuði en skipið kom til hafnar sl. Aegir_092009föstudag eftir að hafa verið við eftirlit og gæslustörf á suðvesturmiðum til suðausturmiða, suðausturdjúpi og Færeyjahrygg frá lokum ágústmánaðar.Í kjölfar þessara skyndiskoðana hafa verið gefnar út fjórtán kærur á skipstjóra og tuttugu og átta skipstjórar hafa verið áminntir. Í síðustu ferð skipsins var þó engin kæra gefin út sem vonandi er til marks um það að eftirlitið sé að skila árangri og skipstjórar séu farnir að huga betur að þessum málum. Lesa meira

Lögreglan tekur þátt í æfingum á varðskipi - 21.9.2009

LHS_4

Átján menn úr umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu fyrir skömmu í heimsókn um borð í varðskipið TÝR. Lögreglumenninir sem ekki eru að öllu jöfnu vanir að vera úti á sjó, tóku þátt í æfingum um borð á starfsdegi umferðardeildarinnar. Það er alltaf ánægjulegt þegar samstarfsmenn koma í heimsókn, enda hefur ávallt verið mikil og góða samvinna á milli lögreglunnar á landi og Landhelgisgæslunnar sem sinnir löggæslu á sjó.

Lesa meira

Létt andrúmsloft á upplýsandi starfsmannafundi - 18.9.2009

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu í dag saman í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli þar sem Fundur_yfir1farið var yfir rekstrarstöðu Landhelgisgæslunnar og það sem framundan er á næstu misserum.Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar fór yfir atburði sl. mánaða en eins og öllum er ljóst hefur starfsemi Landhelgisgæslunnar skerst allverulega vegna óhjákvæmilegs niðurskurðar á þessu ári.

Lesa meira

Tekinn við meintar ólöglegar veiðar - 16.9.2009

Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sif stóð í gær togbátTFSIF_Inflight3 að meintum ólöglegum togveiðum, undan Barða milli Önundar- og Dýrafjarðar. TF-Sif var á eftirlitsflugi úti fyrir Vestfjörðum, þegar eftirlitsbúnaður vélarinnar sýndi skip sem virtist vera nærri 12 sml. togveiðimörkunum þar sem veiðar eru bannaðar skv. lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Lesa meira

Samningur undirritaður milli Landhelgisgæslunnar og Landspítalans háskólasjúkrahúss - 14.9.2009

Í dag var undirritaður samningur milli Landhelgisgæslu Íslands og Slysa- og bráðasviðs Landspítala háskólasjúkrahúss um LSH_undirr_samngagnkvæma þjálfun áhafna þyrlu Landhelgisgæslunnar og hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðasviði Landspítalans. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítalans undirrituðu samninginn sem ætlað er að auka öryggi og efla þjálfun starfsmanna sem sinna flutningi á slösuðum og sjúkum með þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Sameinuðu þjóðirnar gera úttekt á alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar - 11.9.2009

Landhelgisgæslan mun í dag taka þátt í æfingu SL_thyrlaAlþjóðabjörgunarsveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem settar eru á svið aðstæður sem skapast eftir eftir að jarðskjálfti upp á 7.4 á Richther verður í eyríkinu Thule. Að minnsta kosti 50 manns eru látnir, slasað fólk fyllir heilbrigðisstofnanir landsins og skemmdir á húsum og vegakerfi eru miklar. Lesa meira

Hjúkrunarfræðingar í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni - 10.9.2009

Hópur hjúkrunarfræðinga í sérnámi bráða- og gjörgæsluhjúkrunar kynntu sér starfsemi Stjórnstöðvar og Flugdeildar Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar og Fjarskiptamiðstöðvar í gær. Hófst heimsóknin í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð en lauk í flugskýli Landhelgisgæslunnar þar sem yfirstýrimaður og yfirflugstjóri þyrlu Landhelgisgæslunnar spjölluðu við hjúkrunarfræðingana sem voru ánægðar með gagnlega heimsókn. Lesa meira

Þyrluútkall á Gígjökul - 4.9.2009

Stjórnstöð LHG barst kl. 14:23 beiðni um þyrlu frá lögreglunni á Hvolsvelli vegna slasaðrar konu á Gígjökli, (skriðjökul sem gengur N- úr Eyjafjalljökli). Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var komin á slysstaðinn kl. 15:20. Einnig var björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli kölluð út. Lesa meira

Djúpköfun norður af Garðskaga - 4.9.2009

Í vikunni var varðskip með tvo kafara Landhelgisgæslunnar til aðstoðar við djúpköfun norður af Garðskaga. Var köfunin vegnaKofun_Gardskaga7 vinnslu heimildarmyndar um flutningaskipið Goðafoss sem sökkt var í síðari heimstyrjöldinni norður af Garðskaga, nánar tiltekið þann 10. nóvember 1944. Lesa meira

TF-LÍF sækir sjúkling um borð í skemmtiferðaskip - 2.9.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 10:55 beiðni um að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna hjartatilfellis Bjorgun_TFLIFum borð í skemmtiferðaskipinu AIDA AURA sem statt var vestur af Stafnesi og stefndi fyrir Garðskaga. TF-LÍF fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 11:25 og var komið að skipinu kl. 11:40. Lesa meira

Yfirgnæfandi líkur á að flakið sé Alexander Hamilton - 2.9.2009

Landhelgisgæslan telur yfirgnæfandi líkur á að flak bandaríska varðskipsins Alexander Hamilton sé fundið á hafsbotni norðvestan Flak_sonarvið Faxaflóa eða á Búðagrunni. Við eftirlitsflug TF-Sifjar greindi búnaður vélarinnar olíuflekk sem greinilega átti upptök sín á hafsbotni. Á mánudag gerði Landhelgisgæslan út leiðangur í samstarfi við fyrirtækin Hafmynd Gavia og köfunarþjónustu Árna Kópssonar. Til að auðkenna flakið var notast við fjarstýrðan kafbát og neðansjávarmyndavél.

Lesa meira

Varðskipið Týr við eftirlit í Síldarsmugunni - 27.8.2009

Varðskipið TÝR var í gær við eftirlit í Síldarsmugunni sem er alþjóðlegt hafsvæði Norðaustur Atlandshafs TYR_Smuga_1fiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Í Síldarsmugunni eru stödd um þrjátíu skip, meirihluti þeirra er staðsett norðarlega á svæðinu eða ANA af Jan Mayen. Skipin eru frá Rússlandi, Portúgal, Spáni, Færeyjum og Póllandi. Lesa meira

Leynifélagið heimsækir Landhelgisgæsluna - 26.8.2009

Landhelgisgæslan fékk í sumar heimsókn frá Leynifélaginu sem er útvarpsþáttur á Rás 1. Þátturinn er sérstaklega ætlaður börnum á aldrinum sex til tíu ára en segja má að allir aldurhópar hafi gaman af honum. Fyrsti þátturinn var á dagskrá síðastliðið þriðjudagskvöld og verða seinni þættirnir á dagskrá á næstunni. Lesa meira

Baldur í samstarfsverkefni Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar - 26.8.2009

Sjómælingabáturinn Baldur kom til hafnar síðastliðinn sunnudag, þann 23. ágúst eftir tólf daga eftirlitsferð um SV-, NV- og NA-land. Gekk ferðin ágætlega en hún var farin í samstarfi við Fiskistofu. Farið var um borð í tuttugu og eitt skip í ferðinni en sambærileg ferð var farin fyrr í sumar sem einnig var samstarfsverkefni með Fiskistofu, var þá farið til eftirlits í tuttugu og þrjú skip. Lesa meira

Misskilningur við útkall á Herðubreið - 25.8.2009

Slysavarnarfélagið Landsbjörg vill koma á framfæri að við útkall á Herðubreið, laugardaginn 22. ágúst 2009, þar sem maður varð bráðkvaddur á fjallinu, kom upp atvik sem orsakaði misskilning varðandi aðkomu Landhelgisgæslu Íslands að aðgerðinni. Því hefur verið haldið fram að LHG hafi neitað að senda þyrlu á staðinn en svo var ekki. Einungis var verið að meta stöðuna og leita bestu leiða til að leysa verkefnið með eins öruggum og skilvirkum hætti og kostur var. Lesa meira

Varðskip í Síldarsmugunni - 25.8.2009

Varðskipið Týr er nú á heimleið frá Noregi en skipið lagði af stað frá Íslandi fyrir 10 dögum síðan. Tilgangur ferðarinnar var annars vegar að draga tvo dýpkunarpramma, Mikael og Gretti til Stamsund á Tyr_SortlandLofoten í Noregi. Hins vegar var ferðin nýtt til eftirlitsstarfa á Norður Atlantshafi og er varðskipið nú á leið í Síldarsmuguna þar sem eru um þrjátíu skip að veiðum. Með því að senda íslenskt varðskip í Síldarsmuguna minnir Landhelgigæslan á rétt Íslendinga á þessu hafsvæði og uppfyllir jafnframt alþjóðlegar eftirlitsskyldur sem aðili að Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndinni (NEAFC).

Lesa meira

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna sprengjuhótunar - 24.8.2009

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út laust eftir klukkan 12 í dag þegar sprengjuhótun barst Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Var skólinn rýmdur í skyndingu og sprengjusérfræðingar ásamt lögreglumönnum leituðu í byggingunni. Engin sprengja fannst í skólanum. Lesa meira

AIS tæknin leysir sjálfvirku tilkynningaskylduna (STK) af hólmi - 24.8.2009

Eftir sextán mánuði eða þann 1. janúar 2011 mun AIS - sjálfvirkt auðkennikerfi skipa leysa af hólmi Racal STK kerfi í ferilvöktun skipa. Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tók fyrsta skref í breytingum þessum innan fjarskipta og ferilvöktunar skipa í júlí síðastliðnum á hafsvæði A1 þegar vaktstöð siglinga tók upp til reynslu fjarskipti með stafrænu valkalli á metrabylgju eða DSC-VHF (Digital select calling – very high frequency). Lesa meira

Aðhaldsaðgerðir kalla á takmörkun flugtíma og athafna - 23.8.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gær kl. 12:32 útkall Alfa þegar 67 ára maður fékk hjartastopp á Herðubreið. Áður en þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF var send af stað var maðurinn úrskurðaður látinn. Í samráði við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu var ákveðið að Landhelgisgæslan fengi þyrlu frá Norðurflugi til að sækja hinn látna. Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar væri þá reiðubúin í útkall ef á þyrfti að halda. Lesa meira

Veðurskýrslur benda til að flakið sé Alexander Hamilton - 21.8.2009

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa aflað upplýsinga um skipin sem talin eru koma til greina sem skipsflök á botni Faxaflóa. Skipin eru bandaríska varðskipið Alexander Hamilton sem varð fyrir árás þýska kafbátsins U-132 þann 29. janúar árið 1942 og olíuskipið Shirvan varð fyrir árás þýska kafbátsins U-300 þann 10. nóvember 1944. Grunur um skipsflak vaknaði eftir að eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif flaug yfir svæðið þann 7. júlí sl. og greindi olíubrák með radar flugvélarinnar sem m.a. er notaður við mengunareftirlit. Lesa meira

Er skipsflakið í Faxaflóa breska olíuskipið Shirvan? - 20.8.2009

Frásögn okkar í gær af hugsanlegu skipsflaki í Faxaflóa hefur valdið talsverðum vangaveltum en auk bandaríska varðskipsins USCGC Alexander Hamilton sem sökk á svæðinu árið 1942 er talið að lýsingin geti einnig átt við um breska olíuskipið Shirvan sem þann 10. nóvember 1944 varð fyrir sprengjuárás þýska kafbátsins U-300. Lesa meira

Ægir við gæslu- og eftirlit á vestur- og norðurmiðum - 20.8.2009

Varðskipið Ægir kom til hafnar í Reykjavík sl. föstudag eftir Myndir_vardskipstur_029tveggja vikna eftirlit- og gæslu á Vestur- og Norðurmiðum að Eyjafirði. Farið var til eftirlits um borð í sextán skip og báta innan íslensku efnahagslögsögunnar og voru í kjölfarið gefnar út þrjár kærur og sex áminningar. Voru einnig gefnar út tvær skyndilokanir í samráði við vakthafandi fiskifræðing Hafrannsóknarstofnunar. Ferðin var einnig notuð til æfinga og þjálfunar með og án þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

Landhelgisgæslan finnur (hugsanlegt) skipsflak á botni Faxaflóa - 19.8.2009

Í fyrsta eftirlitsflugi TF-Sifjar þann 7. júlí sl. sást olíuflekkur á SIF_FlugSjo1Faxaflóa með mengunar-eftirlitsbúnaði flugvélarinnar og virtist olían seitla upp undan yfirborði sjávar. Grunur beindist fljótlega að því að um skipsflak á hafsbotni væri um að ræða. Sjómælingabáturinn Baldur renndi með fjölgeislamæli bátsins yfir upptök olíuflekans og kom þá í ljós þúst á hafs-botninum á um 90 m dýpi sem er 8 m há, 97 m löng og 13 m breið. Líklegast er um að ræða varðskip bandarísku strandgæslunnar USCGC Alexander Hamilton sem sökk á svæðinu árið 1942. Lesa meira

Handfærabátur tekinn við meintar ólöglegar veiðar - 18.8.2009

Baldur, eftirlits- og sjómælingabátur Landhelgisgæslunnar stóð í morgun handfærabát að meintum ólöglegum veiðumBaldur_2074.__7._agust_2007 í skyndilokunarhólfi á Fljótagrunni vestan við Siglufjörð. Var honum vísað honum til hafnar á Siglufirði þar sem málið fór í hendur lögreglunnar. Lesa meira

Bilun í sjálfvirku tilkynningaskyldunni - 14.8.2009

Bilun var í sjálfvirku tilkynningaskyldunni ( STK) um allt land frá kl. 03:40-08:00 sl. nótt, nema á N-verðum Vestfjörðum og NA- landi. Af þeim sökum voru skip búin Racal tækjum (rauði kassinn) ekki í vöktun hjá Vaktstöð Siglinga og neyðarhnappur þeirra tækja óvirkur. Skip sem búin eru AIS og Inmarsat tækjum voru hinsvegar í vöktun. Lesa meira

Skátar heimsækja varðskip Landhelgisgæslunnar - 12.8.2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn skatarSvanirútilífsskóla skátafélagsins Svana á Álftanesi. Um tuttugu börn á aldrinum 7-9 ára ásamt skátaforingjum fengu leiðsögn um skipið og voru margar spurningar lagðar fyrir áhöfn varðskipsins sem svaraði þeim af bestu getu. Lesa meira

Þyrla LHG kölluð út til aðstoðar erlendum ferðamanni - 11.8.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf var kölluð út um kl. 13:00 á þriðjudag eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá Neyðarlínunni. Einnig voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austur- og Norðurlandi kallaðar út. Um var að ræða erlendan ferðamann, talinn vera beinbrotinn í ánni Kreppu norðan Vatnajökuls. Var þyrlan komin á staðinn kl. 14:20. Lesa meira

Landhelgisgæslan vísar tveimur skipum til hafnar fyrir meintar ólöglegar veiðar - 10.8.2009

Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku í gær tvö skipVardskip_eftirlit sem staðin voru að meintum ólöglegum veiðum og vísaði þeim til hafnar þar sem lögreglan tók á móti þeim. Skýrsla var tekin af skipstjórum og hönd lögð á afla, gögn og búnað sem málið varðar samkvæmt því sem rétt er talið með hliðsjón af lögunum. Lesa meira

Sjómælingabáturinn Baldur aðstoðar skútu VSV af Garðskaga - 26.7.2009

Sjómælingabáturinn Baldur fór í gær til aðstoðar skútu sem hafði Baldur_2074.__7._agust_2007verið í vandræðum í um sólarhring, fyrst við 200 sml mörkin SV af Reykjanesi. Var skútan á leið frá Grænlandi til Íslands. Á föstudag barst frá skútunni CosparSarsat skeyti á 406MHz, var hún með brotið mastur og orðin tæp á olíu. Morguninn eftir var að nýju beðið um aðstoð og fór þá Baldur til aðstoðar. Von er á skútunni til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Lesa meira

TF-Líf aðstoðar við slökkvistarf - 24.7.2009

Beðið var um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar kviknaði í mosa og öðrum gróðri á milli Helgafells og Valahnjúka við Kaldársel í Hafnarfirði. Eldurinn reyndist slökkviliðinu erfiður þar sem svæðið er nokkuð frá byggð og ekki hægt að komast að svæðinu akandi. Var TF-Líf fengin til aðstoðar með slökkviskjólu sem hengd er neðan í þyrluna. Um 80 tonn af vatni voru notuð til að slökkva í eldinum og fór þyrlan 47 ferðir að Hvaleyrarvatni til að sækja vatn. Lesa meira

Þyrlur LHG kallaðar til aðstoðar vegna brunans í Valhöll - 10.7.2009

Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaður til aðstoðar vegna brunans í Valhöll á Þingvöllum. TF-GNA flaug með slökkviliðsmenn á Þingvelli og er nú á leið tilbaka en TF-LIF er á leið á Þingvelli með svokallaða slökkvifötu sem er hengd neðan í þyrluna. Þyrlan verður í viðbragðsstöðu á staðnum ef eldur læsist í gróður á svæðinu. Lesa meira

Brýn þörf á eftirliti varðskipanna - 10.7.2009

Varðskipið Ægir kom nýverið til hafnar í Reykjavík eftir að hafa Myndir_vardskipstur_012verið við eftirlit-, öryggis- og löggæslu á Íslandsmiðum. Í tveimur síðustu ferðum hefur áhöfn varðskipsins alls farið til eftirlits um borð í 54 skip og báta. Við eftirlit eru könnuð réttindi áhafna, haffærisskírteini og önnur leyfi. Einnig er farið yfir veiðarfæri, afli mældur og gengið úr skugga um að björgunar- og öryggisbúnaður sé í lagi svo eitthvað sé nefnt.

Eftirlit varðskipsins leiddi til þess að gefa þurfti út ellefu kærur og sautján áminningar. Einnig voru gefnar út átta skyndilokanir í samráði við vakthafandi fiskifræðing Hafrannsóknastofnunar.  

Lesa meira

TF-SIF greinir mengun á Faxaflóa með tækjabúnaði sem veldur byltingu í umhverfisvernd - 8.7.2009

Við eftirlits- og æfingaflug TF-Sifjar flugvélar SIF_eftirlitLandhelgisgæslunnar í gær sást olíumengun á Faxaflóa með tækjabúnaði eftirlitsflugvélarinnar sem kallast „Side Looking Radar“ ( SLAR). Gerir búnaðurinn vélinni kleift að staðsetja mengun, greina hvers eðlis mengunin er, stærð svæðisins, þykkt olíunnar og magn. Búnaður sem þessi veldur gjörbreytingu í auðlindagæslu og umhverfisvernd. Lesa meira

Neyðarboð bárust frá Bandaríkjunum - konur fundust á eyri í Köldukvísl - 7.7.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:52 upphringing frá svokallaðri „spot“ neyðarþjónustu í Bandaríkjunum sem tilkynnti að þeim hefði borist neyðarboð úr sendi viðskiptavinar þeirra sem staddur er á Íslandi. Neyðarboðin bárust frá Hágönguhrauni sunnan Köldukvíslar kl. 13:40 að íslenskum tíma.Björgunarsveitarbifreið í Hálendiseftirliti kom að konunum þegar þyrlan var við það að fara í loftið kl. 15:44. Lesa meira

Stjórnstöð kallar út Sigurvin þegar bátur fékk í skrúfuna - 7.7.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk kl. 04:33 í morgun beiðni frá fiskibátnum Eddu sem var staddur að veiðum, með einn mann um borð, vestur af Sauðanesi eða um 7 mílur frá landi. Hafði báturinn fengið í skrúfuna og gat sig hvergi hrært. Engin hætta var á ferðum. Lesa meira

Annríki í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar - 6.7.2009

Mikið annríki hefur að undanförnu verið hjá varðstjórumStjornstod7 stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar/ vaktstöðvar siglinga. Eftir að strandveiðar hófust hafa 300-400 bátar í flota landsmanna bæst við þá umferð sem áður var afgreidd hjá stjórnstöðinni sem nú vaktar um 700 skip og báta daglega. Þegar við bætast útköll eða önnur aðstoð margfaldast álagið. Sem dæmi má nefna daginn í dag þar sem fjögur útköll bárust ofan á aðra starfsemi. Lesa meira

Löggæslu- og umferðareftirlit úr lofti - 6.7.2009

Lögreglan og Landhelgisgæslan vinna í sumar saman að Umferdareftirlit2löggæslu og umferðareftirliti úr lofti. Fylgst er með ökumönnum á þjóðvegum landsins sem og í óbyggðum. Um helgina var farið í tvö eftirlitsflug þar sem höfð voru afskipti af sex ökumönnum í allt en að öðru leyti voru ökumenn til fyrirmyndar. Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna slyss á Barðaströnd - 5.7.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 22:00 í kvöld TF_LIF_Odd_Stefaneftir að Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og bað um aðstoð þyrlunnar vegna slyss sem varð þegar maður féll 3-4 metra af húsþaki á Barðaströnd. Var maðurinn meðvitundarlaus þegar læknir kom á staðinn um hálftíma eftir slysið. Lesa meira

Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson aðstoðar strandveiðibát - 5.7.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl. 13:00 í dag AsgrimurSBjornssonbeiðni um aðstoð frá strandveiðibáti með einn mann um borð sem staddur var við Vestrahraun á Faxaflóa eða um 22 sjómílur Vestur af Reykjavík, hafði báturinn fengið netadræsu í skrúfuna. Kallaði stjórnstöð út Björgunarskipið Ásgrím S. Björnsson sem fór til aðstoðar og dró bátinn til lands. Komið var til Reykjavíkur um kl. 19:00 í kvöld. Lesa meira

Kynningarefni um TF-SIF komið á heimasíðuna - 2.7.2009

TF-SIF, ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands kom til landsins í gær, á 83 ára afmælisdegi Landhelgisgæslunnar.

Hér á heimasíðunni má nálgast myndir frá komu vélarinnar, SIF5auk mynda frá afhendingu hennar í Kanada og tæknilegra upplýsinga um vélina.

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og aðrir gestir komu saman í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í gær og voru viðstaddir komu vélarinnar. TF-SIF flaug lágflug yfir flugbrautina ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNÁ.

Lesa meira

Skúta strandar á Engeyjarrifi - 1.7.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 19:04 tilkynning frá Neyðarlínunni um að skútan Sigurvon hafi strandað með fimm manns um borð á Engeyjarrifi. Gúmmíbátur frá dýpkunarpramma við Engey kom fyrstur að skútunni og lét stjórnstöð vita að engin hætta væri á ferðum. Björgunarskip og harðbotna björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru kallaðir út. Lesa meira

TF-SIF, ný flugvél Landhelgisgæslu Íslands kemur til landsins í dag; boðar byltingu í eftirlits-, öryggis- og björgunarmálum Íslendinga - 1.7.2009

Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands, TF-TFSIF_1SIF lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag, miðvikudaginn 1. júlí kl. 15:00, á afmælisdegi Landhelgisgæslunnar.

Nánari upplýsingar um flugvélina má nálgast hér TF-SIF markar tímamót í allri starfsemi Landhelgisgæslunnar og er einfaldlega um að ræða byltingu í eftirlits-, öryggis- og björgunarmálum Íslendinga á því víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafn innan sem utan efnahagslögsögunnar. Notkunar-möguleikar flugvélarinnar til öryggis- og löggæslu, eftirlits, leitar og björgunar sem og sjúkraflugs eru nánast ótakmarkaðir.
Lesa meira

TF-LÍF og lögregla aðstoða erlenda ferðamenn á Markarfljótsaurum - 30.6.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF fór á sunnudag í þjóðvega- TFLIF_2009og hálendiseftirlit með lögreglunni á Hvolsvelli. Fyrirhugað var um tveggja klukkustunda flug og var farið í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um kl. 16:00. Vegna ýmissa atvika og mikils fjölda fólks og farartækja á leiðinni teygðist allverulega úr fluginu sem stóð fram yfir miðnætti. Kom þyrlan meðal annars að erlendum ferðamönnum, tólf manna fjölskyldu sem var rammvillt í bifreið á Markarfljótsaurum. Lesa meira

Tíu útköll sprengjusérfræðinga á tíu dögum - 29.6.2009

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur haft í mörg horn að líta síðastliðnar vikur en fyrir utan þeirra daglegu störf höfðu þeir rétt fyrir helgi farið í tíu útköll á tíu dögum þar sem meðal annars fannst tundurdufl, dýnamít á víðavangi, sprengjur á hafsbotni og í fjallshlíðum.

Síðasta útkallið barst á fimmtudag þegar sprengjusérfræðingar voru kallaðir til þegar göngufólk fann sprengju við Geithúsárgil í Reyðarfirði þar sem áður var æfingasvæði breskra hermanna í síðari heimsstyrjöld.

Lesa meira

TF-LÍF tekur þátt í björgun á Geitlandsjökli - 27.6.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:28 beiðni í gegn TF_LIF_Odd_Stefanum Neyðarlínuna 112 þar sem óskað var eftir aðstoð þyrlu við björgun á Langjökli. Hafði einstaklingur fallið niður í sprungu og var beðið um að undanfarar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu kæmu með í þyrlunni. Voru jafnframt boðaðar út björgunarsveitir í Borgarfirði og á Akranesi. Flutti TF-LÍF,  þyrla Landhelgisgæslunnar undanfarana á slysstaðinn og flutti að björgun lokinni hinn slasaða á Landspítalann. Lesa meira

Mikilvægi varðskipanna á hafsvæðinu umhverfis Ísland - 22.6.2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar, Ægir og Týr eru ákaflega Myndir_vardskipstur_001mikilvæg í eftirliti, öryggis-, og löggæslu á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Varðskipið Ægir kom í lok vikunnar til hafnar eftir að hafa verið við gæslu- og eftirlit á Suðvestur-, Vestur- og Vestfjarðamiðum fram að sjómannadegi. Var þá haldið til gæslu á Norðvestur- og Norðurmiðum austur af Grímsey. Farið var til eftirlits í þrjátíu íslensk skip. Lesa meira

TF-LÍF sækir slasaðan skipverja á Reykjaneshrygg - 22.6.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út kl. 22:20 í P5310014gærkvöldi eftir að togarinn Gnúpur GK frá Grindavík hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Slys varð um borð í togaranum þegar skipverji féll um borð og skaddaðis á baki. Læknir úr áhöfn þyrlunnar fékk upplýsingar um ástand skipverjans og ákveðið var að hann yrði sóttur.

Togarinn er staddur á Reykjaneshrygg eða um 180 sjómílur undan Reykjanesi. Sigldi togarinn á fullri ferð til lands, til móts við þyrluna.

Lesa meira

Sigið niður í sprungu skriðjökuls - 18.6.2009

Eins og gefur að skilja þurfa starfsmenn Landhelgisgæslunnar Nordurjokull_sig170609að vera viðbúnir að glíma við ólíkar aðstæður í björgunar-störfum. Veigamikill þáttur í starfi þeirra er því að þjálfa vandlega vinnubrögð við björgun. Á meðfylgjandi myndum má sjá hrikalegar aðstæður þegar þyrla Landhelgisgæslunnar fór nýverið í æfingaflug að skriðjökli sem heitir Norðurjökull og er í Langjökli við Hvítárvatn. Sigmaður seig niður í sprungu og var umkringdur fallegu en á sama tíma ógnvekjandi umhverfi jökulsins.... Lesa meira

Þyrla LHG sækir slasaða konu norður af Hveragerði - 17.6.2009

Miðvikudagur 17. Júní 2009 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl 16:35 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð Lögreglunnar um að þyrla yrði kölluð út til að sækja slasaða konu í Reykjadal skammt norður af Hveragerði. Var þá búið að kalla út Björgunarsveitir í Hveragerði, á Selfossi og Eyrabakka. Lesa meira

Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn um björgunarþyrlur - 16.6.2009

Þann 28. maí barst dómsmálaráðherra, Rögnu Árnadóttur fyrirspurn á Alþingi frá Róberti Marshall, 8. þingmanni Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna. Hljómaði fyrirspurn hans svo;   Hefur Landhelgisgæslan nægt fjármagn til að halda áfram óbreyttum rekstri á björgunarþyrlum sínum? Óskað var eftir skriflegu svari.  Svar dómsmálaráðherra barst þann 11. júní og má það lesa hér. Lesa meira

Varðskip kemur skútu til aðstoðar á Patreksfirði - 16.6.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun kl. 09:50 Vardskipbeiðni um aðstoð frá íslenskri skútu sem stödd var fyrir utan höfnina á Patreksfirði með bilaða vél og treysti sér ekki inní höfnina á seglunum. Óskaði skútan eftir aðstoð við að komast til hafnar. Lesa meira

Heimsóknir í varðskip Landhelgisgæslunnar - 16.6.2009

Mikið er um að leikskólar og tómstundanámskeið heimsæki Landhelgisgæsluna á þessum árstíma og fengu varðskipið Týr Laufskalarog flugdeildin fjórar heimsóknir nýverið frá Leikskólanum Seljakoti, Leikskólanum Stakkaborg, Leikskólanum Laufskálum og Tómstundaheimilinu Frostaskjóli. Hefur starfsfólk Landhelgisgæslunnar afskaplega gaman að þessum heimsóknum og gaman er heyra og svara spurningum yngri kynslóðarinnar. Lesa meira

Mikil mildi að þyrlulæknir var um borð - 15.6.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var nýverið kölluð út eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um fótbrotinn vélsleðamann nærri Sandsúlum á Snæfellsjökli. Upplýsingar um ástand hins slasaða voru frekar óljósar, aðeins að maðurinn væri þungt haldinn. Lesa meira

Útkall þegar skútu steytti á skeri á Breiðafirði - 14.6.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun kl. 10:46 beiðni um aðstoð frá seglskútunni Renus/1724 á rás 16. Hafði TF-GNAseglskútan þá skeytt á á skeri og sett neyðarbauju í gang. Ekki kom strax fram hvar báturinn var, en hann sagðist ætla til Stykkishólms. Neyðarskeyti tóku að berast stjórnstöð í gegn um Cospar Sarsat kerfið. Reyndist báturinn vera milli Norðureyjar og Kjóeyjar, um 7 sjómílur NA af Stykkishólmi. Kallaðar voru út allar björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, einnig var kallað til báta á svæðinu. Lesa meira

TF-LÍF sækir skipverja um 90 sml NV-af Öndverðanesi - 13.6.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á fimmtudagskvöld kl. 20:29 beiðni um aðstoð frá línuveiðiskipinu Valdimar GK-195 vegna óhapps sem varð þegar skipverjar hugðust sjósetja léttabát skipsins um 90 sjómílur norð-vestur af Öndverðanesi. Valdimar er um 600 tonn að stærð og 38 m að lengd. Læknir á þyrluvakt Landhelgisgæslunnar mat það svo að meiðsli tveggja skipverja sem voru í léttabátnum væru þess eðlis að ástæða væri til að sækja þá með þyrlu til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Lesa meira

Franski sendiherrann og varnarmálafulltrúi Frakka heimsækja Landhelgisgæslu Íslands - 10.6.2009


Franski sendiherrann Fr. Caroline Dumas og Frakkl_sendih_varnarm1varnarmálafulltrúa Frakka fyrir Ísland, Hr. Patrick Giraud-Charreyron komu í heimsókn til Landhelgisgæslu Íslands í morgun. Frú Caroline Dumas afhenti forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum í lok maí mánaðar.

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti gestunum ásamt Ásgrími L. Ásgrímssyni yfirmanni stjórnstöðvar/vaktstöðvar siglinga og Gylfa Geirssyni forstöðumanni fjarskiptaþróunar.

Lesa meira

Fimm hafnarkort og viti í hvarfi - 10.6.2009

Reykjavik_mai_2009
Í byrjun maí var greint frá því hér á vefnum að sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hefði lokið við gerð tveggja nýrra sjókorta og væru þau komin út. Þetta voru ný hafnakort af Tálknafirði og Bíldudal. Sjómælingasvið gaf út til viðbótar þrjú sjókort í nýjum útgáfum í maí. Hafnarkortið af Reykjavík kom um miðjan mánuðinn og undir mánaðarmót komu út nýjar útgáfur af kortunum af Rifi og Sauðárkróki. Á síðarnefndu stöðunum hafa verið gerðir stórir brimvarnargarðar sem kölluðu á uppfærslu kortanna. Tveir garðar á Rifi og einn á Sauðárkróki. Lesa meira

Útkall vegna tilkynninga um reyk A - af Garðskaga - 9.6.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk í kvöld tilkynningu frá Vardskipþremur aðskildum aðilum, tveimur sjófarendum og einum aðila á landi sem urðu varir var við reyk Austur af Garðskaga. Ekki er vitað um skip eða báta á þessum slóðum og er því talið nauðsynlegt að kanna málið nánar. Lesa meira

Sjómannadagshelgi Ægis á Flateyri - 9.6.2009

Sjómannadagshelgi á Flateyri 2009 - 4

Föstudaginn 5. júní lagðist varðskipið Ægir að bryggju á Flateyri til að taka þátt í hátíðarhöldum helgarinnar. Strax um kvöldið æfði áhöfnin fyrir róðrakeppnina og var það eina æfingin sem tekin var. Á laugardeginum var farið í skemmtisiglingu með Flateyringa og nærsveitamenn, alls komu um 150 manns með og var almenn ánægja með þessa siglingu. Um kvöldið var skipherranum, yfirstýrimanni, 2. stýrimanni, yfirvélstjóra og 1. vélstjóra boðið í mat hjá Eyrarodda og sjómannadagsráði og var það mikil og góð veisla. Á sjálfan Sjómannadaginn tók áhöfn varðskipsins virkan þátt í hátíðarhöldunum, m.a. með ritningarlestri í hátíðarmessu, þátttöku í kappróðri, reipitogi í karlaflokki og kvennaflokki (Linda háseti keppti með kvennaliði Flateyrar) og sigruðu varðskipsmenn og konur í báðum flokkum. Einnig tók áhöfnin þátt í flekahlaupi og koddaslag. Varðskipsmenn/kona unnu í róðrakeppninni og reipitogi. Góður rómur var gerður að aðkomu varðskipsmanna meðal bæjarbúa og var áhöfn Ægis hæst ánægð með hátíðarhöld helgarinnar og kunna Flateyringum góðar þakkir.

Lesa meira

Mikil ánægja með samvinnu Landhelgisgæslu Íslands og norsku strandgæslunnar - 8.6.2009

Á sjómannadaginn var Georg Kr. Lárussyni forstjóra Harstad2Landhelgisgæslu Íslands boðið í heimsókn um borð í norska varðskipið Harstad ásamt Rögnu Árnadóttur dóms- og kirkjumálaráðherra og Þórunni J. Hafstein settum ráðuneytisstjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Skipherra Harstad tók á móti gestunum ásamt áhöfn sinni og snæddur var hádegisverður um borð. Í erindi sem Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti við tilefnið ræddi hann um samstarf Landhelgisgæslunnar og norsku strandgæslunnar og mikilvægi þess að starfsmenn vinni saman á grundvelli samstarfssamnings sem undirritaður var í október síðastliðnum, Að þjóðirnar að skiptist á upplýsingum og vinni sameiginlega að þjálfun á því víðfema hafsvæði sem N-Atlantshafið er. Lesa meira

Sjómenn til hamingju með daginn! - 7.6.2009

Í dag var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Landhelgisgæslan tók þátt í hátíðahöldunum með ýmsum hætti. Áhöfn varðskipsins Týs stóð heiðursvörð ásamt áhöfn norska varðskipsins Harstad við athöfn sem haldin var við Minningaröldur Sjómannadagsins við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Minnst var sérstaklega á að síðastliðið ár var hið fyrsta í Íslandssögunni sem engin fórst í sjávarháska. Lesa meira

Fjölnota varðskip öflug björgunartæki til sjávar - Varðskipið Týr og norska varðskipið Harstad æfa saman á Faxaflóa - 5.6.2009

Norska varðskipið Harstad, varðskipið Týr og þyrla Tyr_Harstad_aefing6Landhelgisgæslunnar TF-LÍF voru í dag við björgunaræfingar á Faxaflóa. Harstad er hér á landi í boði Landhelgisgæslunnar en skipið er nær systurskip íslenska varðskipsins Þórs sem er í smíðum í Chile. Harstad og Þór eru öflug björgunar- og dráttarskip og var afar gagnlegt fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem og starfsmenn ýmissa innlendra samstarfsstofnana að fylgjast með hvernig búnaður varðskipsins starfar. Ekki fer á milli mála að varðskip eru þau björgunartæki sem öflugust eru til sjávar.

Lesa meira

Varðskipið Týr losar togarann Sóleyju Sigurjóns af strandstað ásamt norska varðskipinu Harstad - 4.6.2009

Mikilvægi varðskipa sem björgunartækja og ekki síður SoleyStrand1mikilvægi þess fyrir Landhelgisgæsluna að hafa yfir öflugu björgunar- og dráttarskipi að ráða sýndi sig berlega í eftirmiðdaginn þegar varðskipið Týr dró togarann Sóley Sigurjóns af strandstað í innsiglingunni í Sandgerði með aðstoð norska varðskipsins Harstad. Norska varðskipið Harstad er statt er hér við land á grundvelli samstarfssamnings við Landhelgisgæsluna. Einnig voru dráttarbátar á staðnum til að halda við togarann ásamt björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hannesi Þ. Hafstein. Lesa meira

Sóley Sigurjóns GK-200 strandar við Sandgerði. Íslenskt og norskt varðskip verða til taks. - 4.6.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun kl. 05:28 Tyr,_1421atilkynning um að togarinn Sóley Sigurjóns GK-200 hafi strandað í innsiglingunni til Sandgerðis. Varðskipið Týr var kallað á staðinn og kom að strandstað kl. 06:25. Skipið sat fast og hallaði mikið eða 35° á stjórnborða. Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein var einnig kallað á staðinn. Fimm manns frá skipinu voru ferjaðir í land og engin hætta á ferðum. Norska varðskipið Harstad er á leið á staðinn og verður til taks ef á þarf að halda. Lesa meira

TF-LÍF sækir veikan sjómann um borð í togarann Polar Nanoq - 3.6.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF var kölluð út kl. 22:50 í Gasflutningaskip_TF_LIF_13022008gærkvöldi eftir að grænlenski togarinn Polar Nanoq hafði samband við Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskaði eftir aðstoð þyrlunnar. Um borð væri 48 ára færeyskur maður, grunur lék á að hann væri með innvortis blæðingar. Þyrlulæknir ræddi við skipstjóra og talið var nauðsynlegt að sækja manninn. Polar Nanoq snéri samstundis við á hélt á fullri ferð til móts við þyrluna en togarinn var staðsettur um 188 sjómílur SV af Reykjanesi. Lesa meira

Norska varðskipið Harstad kemur til landsins í boði Landhelgisgæslunnar - 2.6.2009

- koma skipsins liður í góðu og árangursríku samstarfi Landhelgisgæslu Íslands og norsku strandgæslunnar

Norska varðskipið Harstad kom til Reykjavíkur í morgKV_Harstadun en skipið er hér á landi í boði Landhelgisgæslunnar. Skipið er nánast systurskip íslenska varðskipsins Þórs sem er í smíðum í Chile. Harstad liggur við Ægisgarð til morguns en hér fara fram áhafnarskipti. Á fimmtudag og föstudag verður varðskipið við æfingar með varðskipi og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Harstad kemur  síðan inn til Reykjavíkur aftur um sjómannadagshelgina og verður til sýnis fyrir almenning á sjómannadaginn 7. júní frá kl. 13:30-17:00 þar sem það mun liggja við Miðbakkann í Reykjavík. Harstad heldur úr höfn á mánudag.  Um glæsilegt skip er að ræða sem gaman er að skoða og er almenningur hvattur til að nýta sér þetta einstaka tækifæri.
Lesa meira

Þyrluútkall í farþegaskipið FUNCHAL - 1.6.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF var kölluð út kl. 02:35 í nótt TF-LIF-140604þegar portúgalska farþegaskipið FUNCHAL hafði samband við Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskaði eftir að 67 ára gömul veik kona yrði sótt um borð í skipið. Að mati þyrlulæknis var talið nauðsynlegt að sækja konuna. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór frá Reykjavik kl. 04:06 og var komin að skipinu kl. 05:25 um 85 sjómílur SA af Vestmannaeyjum. Lesa meira

Hátíðleg athöfn við Faxagarð þegar varðskipið Ægir lagði að bryggju - 28.5.2009

Tekið var á móti varðskipinu Ægi með hátíðlegri athöfn þegar Vardskip_Rvkhofnskipið lagði að bryggju við Faxagarð klukkan 9:30 í morgun. Hleypt var af þremur fallbyssuskotum við komuna og stóðu starfsmenn Landhelgisgæslunnar heiðursvörð á Faxagarði. Tilefnið var að skipherrann á Ægi, Kristján Þ. Jónsson var að koma úr sinni síðustu skipherraferð en hann lætur af störfum nú um mánaðamótin. Auk hans eru tveir aðrir starfsmenn, þeir Benedikt Svavarsson yfirvélstjóri og Hafsteinn Jensson smyrjari að láta af störfum og voru starfsmenn Landhelgisgæslunnar að heiðra félaga sína með þessum hætti. Hafa þeir félagar starfað í hvorki meira né minna en níutíu ár hjá Landhelgisgæslunni. Lesa meira

Ártúnsskóli heimsækir varðskip Landhelgisgæslunnar - 27.5.2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar fékk í vikunni heimsókn Artunsskolaheims1fróðleiksfúsra barna úr 6- LB í Ártúnsskóla sem voru í fylgd kennara sinna Lindu Bjarkar og Birnu. Var hópurinn mjög áhugasamur og fékk brytinn Jón Kr. Friðgeirsson fjöldamargar spurningar í skoðunarferð þeirra um skipið. Lesa meira

Niðurstöður sjómælingasviðs LHG birtar í skýrslu um rannsóknir í Surtsey - 25.5.2009

Nýlega kom út hjá Surtseyjarfélaginu skýrsla um rannsóknir í surtsey07Surtsey. Skýrslan er sú tólfta í röðinni um niðurstöður rannsókna sem stundaðar hafa verið í og við Surtsey. Meðal efnis í Surtsey Research 12 er umfjöllun um niðurstöður mælinga sem Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hefur stundað á hafsvæðinu umhverfis eyjuna á árunum 1964-2007.

Árni Þ. Vésteinsson deildarstjóra kortadeildar sjómælingsviðs Landhelgisgæslunnar ritar í skýrsluna stutta grein og nefnist hún „Surveying and charting the Surtsey area from 1964-2007.“  

Lesa meira

Mikilvægi sameiginlegra æfinga Íslendinga og Dana - 22.5.2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar var nýverið við æfingar með Knud_Ras11_aefingdanska varðskipinu Knud Rasmussen austur af Nolsoy í Færeyjum. Landhelgisgæslan og danski sjóherinn hafa á síðustu árum átt náið samstarf á ýmsum sviðum, þ.á.m. við þjálfun áhafna. Varðskipið Knud Rasmussen er nýlegt skip, tekið í notkun árið 2008, er nú unnið að því að gera áhöfn varðskipsins virkari í aðstoð við skip á hafi úti og fólst æfingin að þessu sinni í björgun úr eldsvoða um borð í skipi (íslenska varðskipið í þessu tilfelli) þar sem skipverjar voru týndir og slasaðir. Var skipið að björgun lokinni tekið í tog. Lesa meira

Flugumsjónarnámskeið fyrir varðstjóra stjórnstöðvar - 22.5.2009

Varðstjórar í Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sátu í vikunni námskeið í flugumsjón sem haldið var af hjá Þórarni Inga Stjornstod4Ingasyni flugstjóra. Tilgangur námskeiðsins var meðal annars að auka þekkingu starfsmanna stjórnstöðvar LHG á kröfum flugdeildar LHG, sem fram koma í flugrekstrarhandbók flugdeildarinnar.

 

Þar má nefna skyldur stjórnstöðvar í neyðartilfellum, grunnþekking í veðurfræði, lágmarkskröfur til æfinga á þyrlum, ferilvöktun á þyrlum í flugi, gerð á flugplani, umræða um verklög sem unnið er eftir í hinum ýmsu tilfellum, og almennur undirbúningur fyrir starfsmenn stjórnstöðvarinnar til að takast á við þau fjölbreytilegu tilfelli sem geta skapast við undirbúning útkalla sem og í útköllunum sjálfum. 

Lesa meira

Skjót björgun Herdísar SH-145 að þakka neyðarsendi - 20.5.2009

Neyðarsendir á tíðninni 406 MHz varð til þess í nótt að skjótt var brugðist við og vel tókst til við að bjarga tveimur skipbrotsmönnum sem komust í gúmbjörgunarbát þegar bátur þeirra, Herdís SH-145 brann og sökk um 16,5 sjómílur NV- Bjargtöngum.

Ekkert neyðarkall barst frá bátnum, hvorki í sjálfvirka tilkynningakerfinu, í gegnum talstöð eða síma. Skipbrotsmennirnir náðu að ræsa neyðarsendi um borð í björgunarbátnum sem sendi frá sér Cospas-Sarsat neyðarskeyti á 406 MHz. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar brást við og sá nær samstundis staðsetningu neyðarskeytisins.

Lesa meira

Þjálfun hafin á nýja flugvél Landhelgisgæslunnar - 19.5.2009

Ný Dash-8 eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar Dash8_smidi_jun2008_2verður afhent eftir nokkrar vikur og hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar þegar hafið þjálfun á nýju vélina. Dvöldu stýrimenn hjá sænsku strandgæslunni þar sem þeir hlutu þjálfun en flugvirkjar hafa verið hjá SAAB, sem annast viðhald á eftirlitsflugvélum sænsku strandgæslunnar sem eru sömu tegundar og með sama búnaði og ný flugvél Landhelgisgæslunnar. Einnig hafa flugmenn verið við þjálfun í Kanada. Lesa meira

Bátur sekkur við Stapann á Suðurnesjum - TF-LÍF kölluð út - 16.5.2009

TF-LIF-140604_venus
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var í morgun kölluð út þegar tveir menn lentu í sjónum utan við Stapann á Suðurnesjum. Voru þeir um borð í fjögurra metra plastbát með utanborðsmótor og fengu öldu aftan á bátinn svo hann sökk að aftan þegar þeir voru um 500 metra frá landi. Lesa meira

Varðstjórar skipaeftirlitsstöðvarinnar í Vardö heimsækja Landhelgisgæsluna - 15.5.2009

Vardoe
Landhelgisgæslan fékk í gær heimsókn varðstjóra frá skipaeftirlitsstöðinni Vardo VTS (e.vessel traffic service) í Norður Noregi. Tilgangur heimsóknarinnar var fyrst og fremst að kynna þeim starfsemi stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar en einnig fengu varðstjórarnir kynningu á öðrum einingum innan Landhelgisgæslunnar auk Fjarskiptamiðstöðvar Lögreglunnar, Neyðarlínunnar og Samhæfingarstöðvar almannavarna og stjórnstöð leitar og björgunar. Var þetta fyrsta hópferð starfsmanna Vardö skipaeftirlitsstöðvarinnar og fannst þeim viðeigandi í ljósi góðrar samvinnu landanna að heimsækja Landhelgisgæsluna fyrst. Lesa meira

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar vinnur að sprengjueyðingu á fyrrum svæði varnarliðsins - 14.5.2009

EOD_Technician_on_task

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar tók á síðastliðnu ári að sér umfangsmikið hreinsunarverkefni fyrir Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, á svæði sem varnarliðið notaði til æfinga allt frá seinni heimstyrjöldinni til brotthvarfs þeirra árið 2006.

Svæðið er í daglegu tali kallað Patterson svæðið en það er um 12 ferkílómetrar að stærð eða 5,6 kílómetrar að lengd og 2 kílómetra breitt.

Lesa meira

Árlegu björgunaræfingunni Bold Mercy lokið - 13.5.2009

Alþjóðlega björgunaræfingin Bold Mercy fór fram í dag en BM-North_kortæfingin er hluti af verkefni bandalagsþjóða NATO sem staðið hefur í mörg ár. Æfingin er einnig opin öðrum þjóðum í gegn um samstarfið „Partnership for Peace“. Að þessu sinni voru æfð viðbrögð við tveimur flugatvikum sem upp komu vegna eldgoss í Öskju. Lesa meira

Varnarmálafulltrúi Breta ræðir öryggismál og möguleika á auknu samstarfi við forstjóra Landhelgisgæslunnar - 12.5.2009

D. E. Summerfield, varnarmálafulltrúi Bretlands átti í dag fundBreskur_varnarm með Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgælunnar ásamt Ian Whitting, sendiherra Breta á Íslandi. Er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar fá varnarmálafulltrúa sem tengilið hjá bresku þjóðinni. Á fundinum voru meðal annars rædd öryggis- og björgunarmál á Norður-Atlantshafi og breyttar áherslur í starfi strandgæslna og sjóherja þar sem aukið samstarf og sameinaðir kraftar eininganna skila árangri. Ný eftirlits- og björgunarflugvél og fjölnota varðskip Landhelgisgæslunnar voru kynnt fyrir Summerfield sem sér fjöldamörg tækifæri í nánari samvinnu við Landhelgisgæsluna. Lesa meira

Skemmtibátur strandar á Geirsnefi - 8.5.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gær kl. 14:06 kall á rás 16 frá skemmtibát sem strandaður var á Geirsnefi. Beiðni kom um aðstoð við að vera dregnir á flot en fjórir menn voru um borð í bátnum.

Skömmu síðar kom tilkynning um að stjórnandi bátsins hefði strokið frá borði.

Lesa meira

Nýtt rafrænt sjókort fyrir Snæfellsnes - 7.5.2009

Á morgun kemur út hjá Sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar Kort_SnaefellsnesE37nýtt rafrænt sjókort fyrir Snæfellsnes. Hafa þá verið gefin út 22 íslensk rafræn kort í ýmsum mælikvörðum. Tilkoma rafrænna sjókorta hefur fyrst og fremst í för með sér aukið öryggi fyrir skip og áhafnir þeirra en samkvæmt reglum um björgunar og öryggisbúnað íslenskra skipa þarf sérhvert skip yfir sex metrum að hafa um borð nýjustu útgáfu nauðsynlegra sjókorta, rafræn eða lögleg prentuð sjókort. Lesa meira

Starfsmönnum Gæslunnar boðið til grillveislu - 5.5.2009

Síðastliðinn mánudag var starfsmönnum Grill_0002Landhelgisgæslunnar boðið til hádegisgrillveislu í flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Tilefni veislunnar var meðal annars góð frammistaða og árangur starfsmanna að undanförnu í erfiðum og krefjandi verkefnum þar sem samstarf og útsjónarsemi, hvort sem er í áhöfnum varðskipa, loftfara, í stjórnstöð eða annars staðar, hefur sýnt sig með skýrum hætti. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti ávarp við tilefnið en hann er nýkominn frá sjósetningu Þórs - hins nýja fjölnota varðskips í Chile. Lesa meira

Þyrlubjörgun á sjó æfð með Kajakklúbbnum - 5.5.2009

EIR

Kajakklúbburinn hélt um helgina sína árlegu sumarhátíð við Geldinganes og var af því tilefni ákveðið, í samráði við Landhelgisgæsluna, að æfa þyrlubjörgun á sjó.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR sveif um hádegi á laugardag yfir svæðið og staðnæmdist fyrir ofan kajakræðara sem reyndu það að vera undir háværum spöðum þyrlunnar.

Lesa meira

Ný hafnarkort Bíldudalur og Tálknafjörður - 4.5.2009

Nýlega lauk Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar gerð Kort_K411_Tal_240409tveggja nýrra hafnakorta. Kortin eru af hafnarsvæði Tálknafjarðar og Bíldudals og byggja á dýptarmælingum Sjómælingasviðs og Siglingingastofnunar. Kortin tilheyra nýrri kynslóð hafnarkorta en frá árinu 1997 þegar útgáfa korta í þessum flokki hófst hafa verið gefin út 23 kort. Lesa meira

Leikskólinn Víðivellir heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar - 3.5.2009

Hópur barna frá leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði heimsótti Vidivellir_flugskyliflugdeild Landhelgisgæslunnar í vikunni. Heimsóknin hófst í þeim hluta sem kallast flugumsjón þar sem þyrluáhafnir fara yfir þau verkefni og flug sem framundan eru. Greinilegt var að heimsóknin vakti mikla ánægju hjá þessu smávaxna flugáhugafólki. Lesa meira

Tilkomumikil sjón og söguleg stund - 29.4.2009

Thor04_GeorgAvarp

Nýtt fjölnota varðskip Landhelgisgæslunnar stóreykur björgunargetu Íslendinga og myndar öflugan hlekk í björgunarkeðju á Norður-Atlantshafi

Það var tilkomumikil sjón þegar nýtt fjölnota varðskip Íslendinga var í dag sjósett við hátíðlega athöfn í ASMAR skipasmíðastöð sjóhersins í Chile og um leið gefið nafnið Þór. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti hátíðarræðu við athöfnina en hann var viðstaddur hana ásamt Þórunni J. Hafstein skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Á myndinni má sjá Georg Kr. Lárusson flytja ræðu sína við hlið þessa glæsilega skips.

Lesa meira

TF-EIR bjargar konu í hlíðum Vífilsfells - 27.4.2009

TF-EIR
TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar var kl. 19:15 á sunnudag beðin um að taka þátt í leit að konu sem vitað var að væri í sjálfheldu í vesturhlíðum Vífilsfells. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði þá fengið fregnir af leitinni sem hafin var af Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu en ekki hafði borið árangur. Þyrlan var að koma úr gæsluflugi og fór samstundis á vettvang. Lesa meira

Hlaut verðlaun NATO fyrir framúrskarandi frammistöðu - 22.4.2009

Sérfræðingur sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar var nýlega EOD_Technician_on_taskverðlaunaður fyrir framúrskarandi frammistöðu í yfirgripsmikilli NATO æfingu sem haldin var samtímis á fimm stöðum í Evrópu. Tólf þátttakendur af þrjú hundruð talsins hlutu verðlaunin, sem voru afhent formlega af Brigadier General Scott D.West sem er CO (Chief of staff) fyrir Joint Warefare Centre (JWC) NATO.

Okkar maður starfaði innan stjórnstöðvar sem sá um stjórnun æfingarinnar í heild sinni. Kallaðist hún EXCON (Exercise Control) og var í æfingarbúðum JWC í Stavanger í Noregi.

Lesa meira

Seglskútan siglir undir stjórn varðskipsmanna - 20.4.2009

TF-SYN flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í dag skuta_vardskip1yfir varðskipið TÝ og skútuna sem í gærkvöldi var stöðvuð af varðskipinu út af SA-landi. Komið var að TÝ og skútunni á stað 63.59.7N - 12.15.8V Skútan siglir á eigin vélarafli undir stjórn varðskipsmanna. Lesa meira

Afrek unnið í sameiginlegri aðgerð Landhelgisgæslu og lögreglu - 20.4.2009

SYN_15_juni_2005
Varðskipið TÝR stöðvaði kl. 22:35 í gærkvöldi för seglskútu djúpt út af SA-landi vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot. Hafði áhöfn TF-SYN fylgt skútunni nær óslitið eftir frá því þeir fundu skútuna kl. 12:30. Var Challenger þota frá danska hernum fengin til að leysa TF-SYN af í um klukkustund meðan farið var til eldsneytistöku á Höfn Hornafirði.

Fjórir sérsveitarmenn fóru í gúmbáti að skútunni og handtóku þrjá menn. Áður hafði lögregla og Landhelgisgæslan verið í talstöðvarsambandi við skútuna, sem hunsaði fyrirmæli um að stöðva og gefast upp. Mennirnir sýndu ekki mótspyrnu. Varðskipið mun færa skútuna til hafnar á Íslandi.

Lesa meira

TF-LÍF æfir notkun slökkviskjólu með slökkviliði Borgarbyggðar - 20.4.2009

slokkt_i_husi1
TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar tók um helgina þátt í viðamikilli slökkviliðsæfingu sem skipulögð var að slökkviliði Borgarbyggðar.

Fékk slökkvilið Borgarbyggðar til afnota íbúðarhúsið Fíflholt á Mýrum og æfð voru ýmis slökkvistörf. Eftir hádegi kom þyrlan á staðinn og hafði meðferðis svokallaða slökkvifötu sem rúmar tvö þúsund lítra af vatni og hengd er neðan í þyrluna. Vatninu er síðan gusað yfir logandi svæði eða mannvirki.

Lesa meira

Varðskip stöðvar för seglskútu - 19.4.2009

Tyr,_1421a
Varðskipið TÝR stöðvaði kl. 22:35 í kvöld för seglskútu djúpt út af SA-landi vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot . Sérsveitarmenn fóru frá varðskipinu um borð í skútuna og handtóku þrjá menn sem voru að því loknu færðir um borð í varðskipið. Varðskipið mun færa skútuna til hafnar á Íslandi. Um er að ræða sameiginlega aðgerð Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Eskifirði og Sérsveitar Ríkislögreglustjóra sem hófst með handtöku þriggja manna á Austurlandi í gærkvöld. Lesa meira

Flugslysaæfing á Þórshöfn - hvernig ber að umgangast þyrlur í björgunaraðgerðum? - 18.4.2009

TF-LIF-140604_venus
Áhöfn TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar var á Þórshöfn og Vopnafirði í vikunni með kynningar fyrir viðbragðsaðila um hvernig umgangast ber þyrlur í björgunaraðgerðum. Voru kynningarnar vegna flugslysaæfingar sem haldin var á Þórshöfn. Farið var í eftirlitsflug frá Raufarhöfn fyrir Langanes að Bakkafirði og þaðan á Vopnafjörð. Lesa meira

Eftirlit með karfaveiðum í umsjón gæsluflugvélar og varðskipa Landhelgisgæslunnar - 17.4.2009

Syn og varðskip

Landhelgisgæslan hefur um árabil stundað eftirlit með karfaveiðum innlendra og erlendra skipa á Reykjaneshrygg bæði með gæsluflugvélum og varðskipum. Fyrir nokkrum árum var fjöldi skipa að karaveiðum á þessu svæði frá þjóðum utan NEAFC en með samstilltu átaki aðildarþjóða NEAFC tókst að útrýma þeim og eru nú aðeins skip aðildarþjóðanna á svæðinu.

Í vikunni var haldið námskeið fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar um NEAFC Scheme of Control and Enforcement, með sérstaka áherslu á sérreglur vegna karfaveiða á Reykjaneshrygg. Umsjón námskeiðisins annaðist Gylfi Geirsson sérfræðingur Landhelgisgæslunnar í málefnum NEAFC.

Lesa meira

TF-LÍF æfir notkun slökkviskjólu - 17.4.2009

bambi_bucket_5

Á fimmtudag fór fram æfing áhafnar TF-LÍF í notkun Bambi Bucket búnaðar (slökkviskjólu). Gekk æfingin vel og mun búnaðurinn mun nýtast sem mikilvægt verkfæri við að ráða niðurlögum elda á svæðum sem farartæki slökkviliðsins geta ekki af einhverjum ástæðum nálgast, má þar nefna sumarbústaðasvæði og sinuelda.  

Fór æfingin fram við Kleifarvatn. Um var að ræða fyrstu æfingu með búnaðinn, en hann var jafnframt kynntur fulltrúum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Lesa meira

Afli 60% undir mörkum - skyndilokun sett í kjölfarið - 16.4.2009

Týr - myndir apríl 2007
Varðskip Landhelgisgæslunnar hafa að undanförnu verið við eftirlit m.a. á Vestfjarðamiðum. Farið var um borð í fiskiskip og afli þeirra mældur. Kom þar í ljós að afli var um 60% undir mörkum og var því í kjölfarið sett skyndilokun. Auk þess var komið að fiskiskipi staðsettu inni í skyndilokunarhólfi og var skipstjóri áminntur harðlega fyrir verknaðinn. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar við umferðareftirlit um páskana - 12.4.2009

TF-EIR
Lögreglan á Hvolsvelli var með eftirlit á hálendinu um páskahelgina í samvinnu við Landhelgisgæsluna og var TF-EIR þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við eftirlitið. Meðal annars var flogið um Emstrur, Landmannalaugar og yfir Eyjafjallajökul en þar voru margir á ferð eða um 30-40 jeppar. Lesa meira

TF-LÍF í sjúkraflug á Vesturlandi - 10.4.2009

P5310014
TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar var í gærkvöldi kölluð út vegna konu sem fengið hafði hjartastopp á hóteli á Vesturlandi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um þyrluna kl. 19:29 í gegn um Neyðarlínuna og var flugtak TF-LÍF frá Reykjavíkurflugvelli kl. 19:52.

Á þeim tímapunkti var sjúkrabifreið lögð af stað með konuna til Reykjavíkur en kl. 20:03 lenti þyrlan við Fiskilækjarmýri, beið þar sjúkrabifreiðin og var konan flutt yfir í þyrluna.
Lesa meira

Áhöfn Ægis boðið í leikhús á Þingeyri - 10.4.2009

Áhöfn varðskipsins Ægis barst á skírdag boð frá heimamönnum á Þingeyri um að koma í leikhús bæjarins. Að sjálfsögðu var svo gott boð þegið og fóru 6 áhafnarmeðlimir á sýninguna. Lesa meira

TF-LIF klár í verkefni - 8.4.2009

TF_LIF_Odd_Stefan
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í dag frá flugdeild Landhelgisgæslunnar að TF-LÍF er að nýju klár í verkefni eftir að hafa verið í 500 tíma skoðun og bið eftir varahlut frá því í janúar. Eru nú allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar, LÍF, GNÁ og EIR til taks ásamt flugvélinni TF-SYN og eru nokkrar æfingar áætlaðar hjá flugdeild yfir páskahelgina. Lesa meira

Þyrla leitar á Faxaflóa eftir tilkynningu um neyðarblys - 8.4.2009

neydablys
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 22:28 í gærkvöldi tilkynning í gegn um Neyðarlínuna um að neyðarblys hefði sést á lofti norður frá Eiðistorgi. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var við næturæfingar við Straumsvík með björgunarskipinu Einari Sigurjónssyni og fór samstundis til leitar. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar stóð bát að meíntum ólöglegum veiðum - 7.4.2009

EIR

Í gærdag stóð þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR dragnótabát að meintum ólöglegum veiðum.

Báturinn var að veiðum á svæði þar sem dragnótaveiðar eru ekki heimilar vestur af Sandgerði samkvæmt reglugerð um  um friðun hrygningarþorsks.

Lesa meira

Öflugasta björgunar- og dráttarskip á Norðurslóðum - 6.4.2009

Vardskip_smidi_3D_teikning_2

Varðskipið Þór verður sjósett þann 29. apríl nk.

Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna verður sjósett miðvikudaginn 29. apríl nk. í Asmar skipasmíðastöð sjóhersins í Chile. Verkið hefur gengið vel og allar kostnaðaráætlanir hafa hingað til staðist fullkomlega.  Samkvæmt smíðasamningi nemur kostnaður 30 milljónum evra.  Áætluð afhending skipsins er við upphaf næsta árs. 

Lesa meira

Þyrlur Landhelgisgæslunnar í viðbragðsstöðu - 5.4.2009

TF_LIF_Odd_Stefan
Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru í dag settar í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um reyk í flugstjórnarklefa erlendrar farþegaþotu yfir Atlantshafi. Á þriðja hundrað manns voru um borð. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning frá Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík klukkan 13:55 um að farþegaflugvél í yfirflugi yfir Atlantshafi hafi verið snúið til Keflavíkurflugvallar þar sem flugmenn þotunnar hafi tilkynnt um reyk í flugstjórnarklefa. Lesa meira

TF-EIR í sjúkraflug NA af Hveravöllum - 4.4.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR var kölluð út í sjúkraflug um kl. 18:30 í kvöld. Beiðnin barst frá skíðafólki sem var staðsett við Dúfnunesfell sem er um 6 km. NA af Hveravöllum. Hafði maður úr hópnum  fengið aðsvif og sjóntruflanir,. Mat læknir á þyrluvakt Landhelgisgæslunnar að ekki væri ráðlegt að bíða með læknisaðstoð. Var þetta annað útkall þyrlunnar í dag. Lesa meira

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar í björgunaraðgerðum - 4.4.2009

Þyrlur Landhelgisgæslunnar TF-EIR og TF-GNA voru kallaðar út kl. 12:59 í dag þegar stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá Kristbjörgu HF-177 sem var vélarvana með fimmtán manns um borð um eina sjómílu suður af Krísuvíkurbjargi. Sunnanátt var á staðnum og rak bátinn í átt að berginu. Lesa meira

Við gefum ekki afslátt af öryggi - 3.4.2009

Gasflutningaskip_TF_LIF_13022008
Í mars sl. birtu flugstjórar Landhelgisgæslunnar faglegt mat sitt á getu flugdeildarinnar með tilliti til núverandi þyrlukosts, mönnunar og viðhalds. Erindi þetta var kynnt fjölmiðlum en þar er fjallað um drægni þyrlna miðað við mismunandi aðstæður og að gætt sé fyllsta öryggis. Mat flugstjóra Landhelgisgæslunnar gefur til kynna að þrátt fyrir samdrátt í rekstri flugdeildar er það ófrávíkjanlegt að enginn afsláttur verður gefinn á öryggismálum flugrekstrarins. Lesa meira

Bylting í öryggis- og björgunarmálum Íslendinga - 3.4.2009

Dash8_smidi_jun2008_2
Ný flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF kemur til landsins þann 9. júlí og er það nokkuð á undan áætlun. Smíði flugvélarinnar hefur gengið ævintýralega vel miðað við að þarna er á ferðinni fullkomnasta eftirlitsflugvél þessarar tegundar í heiminum. Vélin er af gerðinni Dash-8 Q300 og eru samskonar flugvélar notaðar hjá strandgæslum og eftirlits- og björgunaraðilum víða um heim.  Vélin verður afhent Landhelgisgæslunni til prófana þann 9. júní og er svo áætluð til landsins þann 9. júlí eins og áður segir. Lesa meira

Sprengjusérfræðingar LHG gera riffilsprengju óvirka - 1.4.2009

RiffSprengjan
Stjórnstöð barst kl. 18:10 beiðni frá Neyðarlínunni um að Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna torkennilegs hlutar sem fannst á Hólmsheiði. Sá sem fann hlutinn tók hann með sér heim og bar fjölskyldumeðlimur kennsl á hann og taldi að um væri að ræða sprengju. Sérfræðingar sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar staðfestu grun hans en um er að ræða riffilhandsprengju frá seinni heimstyrjöldinni en á Hólmsheiði er gamalt heræfingasvæði. Lesa meira

Þyrla LHG flytur slasaða á sjúkrahús eftir björgun SL í Skessuhorni - 28.3.2009

Björgunarsveitarfólk Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fluttu konu sem slasaðist í Skessuhorni á börum niður þverhníft bjarg að snjóbíl sem síðan flutti hana að stað þar sem hægt var að síga niður og flytja um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNA. Klukkan 21:54 í kvöld var hin slasaða komin um borð í þyrluna og var þá haldið á Borgarspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 22:09.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í dag. Fór þyrlan í loftið um hálftíma síðar með undanfara Slysavarnarfélagsins Landsbjargar af höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

Skipherra Gorch Fock heimsækir Landhelgisgæsluna - 26.3.2009

GF-visit2_ICG

Skólaskipið Gorch Fock lagði að Miðbakka kl. 10:00 í morgun. Liður í heimsókn skipsins er að heilsa upp á stofnanir, s.s. hafnar- og borgarstjóra, lögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og Varnarmálastofnun.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti gestunum um hádegisbil og átti með þeim stuttan fund áður en haldið var til hádegisverðar um borð í skipið.

Lesa meira

Gorch Fock við akkeri út á ytri höfninni - 25.3.2009

Þýska skólaskipið Gorch Foch liggur nú við akkeri út á ytri GorchF_ytri_hofnhöfninni í Reykjavík en skipið kemur að Miðbakka kl 10:00 í fyrramálið.

Meðan skipið liggur við bryggju í Reykjavík mun áhöfn og liðsforingjaefni m.a. heimsækja  Landhelgisgæsluna, hafnarstjóra, borgarstjóra, lögreglustjóra og  forstjóra Varnarmálastofnunar.

 

Um helgina verður skipið opið almenningi milli kl. 14:00-17:00.

Lesa meira

Fjöldi erlendra skipa í íslenskum höfnum árið 2008 - 24.3.2009

Samkvæmt upplýsingum úr gagnagrunni Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sigldu alls 1484 erlend skip til íslenskra hafna árið 2008. Lesa meira

Skólaskipið Gorch Fock kemur til Reykjavíkur á fimmtudag - 23.3.2009

GorchFock_2006
Þýska skólaskipið Gorch Fock er væntanlegt til Reykjavíkur nk. fimmtudag 26. mars kl. 10:00, mun skipið liggja við Miðbakka meðan á dvöl þess stendur. Um borð verður um 60 manna áhöfn og 145 liðsforingjaefni. Gorch Fock er 90 m langt, 3gja mastra seglskip sem nokkrum sinnum hefur komið til Reykjavíkur síðan það var tekið í notkun 1958. Lesa meira

TF-GNÁ sækir slasaðan vélsleðamann í Axarfjörð - 22.3.2009

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 14:03 beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla yrði kölluð út vegna vélsleðaslyss við Sandfell í Axarfirði. TF-GNÁ fór í loftið kl. 14:38 en kl. 15:10 var beiðnin afturkölluð þar sem læknir á slysstað mat sjúklinga svo að vel væri hægt að flytja þá til Kópaskers. Beiðni um þyrlu barst aftur kl.15:38 þar sem björgunarsveitarmönnum og lækni leist ekki á að flytja manninn af slysstað í 1,5 klst og síðan í 2 klst til Akureyrar. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar finnur Aldísi Westergren - 21.3.2009

TF-EIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR fann Aldísi Westergren í Langavatni, rétt fyrir ofan Grafarvog fyrir hádegi í morgun. Lögreglan í Reykjavík óskaði eftir aðstoð þyrlunnar en einnig tóku þátt í leitinni Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þyrlan fór í loftið rétt fyrir klukkan tíu í morgun og hóf leitina við Reynisvatn.

Færði þyrlan sig að því loknu að Langavatni þar sem Aldís fannst fljótlega og var svæðisstjórn samstundis gert viðvart. Lenti þyrlan á staðnum og leiðbeindi áhöfn þyrlunnar köfurum frá björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík með staðsetningu.
Lesa meira

Þyrla LHG tekur þátt í leit að Aldísi Westergren - 21.3.2009

Þyrla LHG mun aðstoða við leit að Aldísi Westergren, 37 ára konu sem ekkert hefur spurst til síðan 24. febrúar sl. Hún sást síðast við heimili sitt í Gvendargeisla í Grafarholti í Reykjavík. Leitað verður á svæðinu í kring um heimili Aldísar, Reynisvatn og Langavatn. Lesa meira

Varnarmálaráðherra Danmerkur ræðir öryggismál við forstjóra Landhelgisgæslunnar - 20.3.2009

Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, átti í morgun fund með Georgi Lárussyni, forstjóra Landhelgisgælunnar þar sem öryggismál á Norður-Atlantshafi voru rædd. Gade sér mikil tækifæri í nánari samvinnu við Landhelgisgæsluna, ekki síst með tilliti til opnunar siglingaleiða á Norður-Íshafi. Þá viðraði varnarmálaráðherrann þann möguleika að Landhelgisgæslan taki þátt í eftirliti á hafinu við Grænland og Færeyjar þegar Landhelgisgæslan tekur nýja Dash-8 flugvél í notkun.

Lesa meira

Unnið að nánara samstarfi LHG og bandarísku strandgæslunnar - 17.3.2009

EEZ_Ice_SRR_2008

Aukið samstarf Landhelgisgæslunnar og bandarísku strandgæslunnar ásamt mikilvægi þess, var rætt á fundi Georgs Kr. Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar og Dale Gable aðmíráls hjá bandarísku strandgæslunni í liðinni viku. Einnig fóru aðilar bandarísku strandgæslunnar um borð í varðskip LHG og fengu kynningu á starfsemi stjórnstöðvar.

Samkvæmt yfirlýsingu þjóðanna munu strandgæslan og Landhelgisgæslan styrkja samstarf sitt enn frekar, svo sem við leit og björgun, stjórn á siglingum, mengunareftirlit á hafinu og almenna öryggisgæslu. Þá er einnig gert ráð fyrir sameiginlegri þjálfun og menntun starfsmanna eftir því sem nauðsynlegt er til að treysta samstarfið sem best.

Lesa meira

Þakka björgun á Grænlandsjökli - 16.3.2009

Stjórnstöð LHG fékk um helgina tvær skoskar stúlkur í heimsókn. Var önnur þeirra í hópi sem bjargað var þann 9. Júní 2007 af þyrlu LHG, TF-LÍF. Vildu stúlkurnar koma innilegu þakklæti til áhafnarinnar.

Saga björgunarinnar er sú að þann 9. júní 2007 hafði breska strandgæslan í Clyde á Skotlandi samband við stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands. Höfðu menn áhyggjur af hópi kvenna sem dvalið hafði við ísklifuræfingar á Grænlandsjökli. Lesa meira

Sameiginleg björgunaræfing Íslendinga og Dana - 15.3.2009

TYRslokkvibun
Tvískipt björgunaræfing áhafna varðskips Landhelgisgæslunnar og danska varðskipsins Hvidbjörnen fór fram í vikunni. Fyrri hluti æfingarinnar fólst í að eldur að kom upp í varðskipi LHG og leituðu reykkafarar danska varðskipsins um borð og fundu fjóra „slasaða“ sem voru undirbúnir fyrir flutning frá skipinu. Lesa meira

Dómsmálaráðherra hífð upp í þyrlu LHG - 13.3.2009

EIR
Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir kynnti sér í dag starfsemi Landhelgisgæslunnar ásamt Þorsteini Geirssyni ráðuneytisstjóra, Skúla Þór Gunnsteinssyni lögfræðingi, Jóni Magnússyni skrifstofustjóra auk Elísabetu Jónasdóttur upplýsingafulltrúa. Snæddur var hádegisverður í varðskipi Landhelgisgæslunnar, fór hópurinn að því loknu í springerbát sem flutti þau að æfingu sem stóð yfir með þyrlu LHG TF-EIR og Slysavarnarskóla sjómanna. Gerðist dómsmálaráðherra og fylgdarlið sjálfboðaliðar í æfingunni og voru hífð um borð í þyrluna sem síðan flutti þau á Reykjavíkurflugvöll. Lesa meira

Lykilhlutverk Gæslunnar í samvinnu strandgæslna og sjóherja - 13.3.2009

Gagnkvæmt traust, trúverðugleiki, samvinna og mikilvægi upplýsingamiðlunar var sameiginleg niðurstaða ráðstefnu strandgæslna og sjóherja tuttugu þjóða á Norður Atlantshafi sem lauk á Hótel Sögu í gær og Landhelgisgæslan annaðist og skipulagði. Rússland, Bandaríkin og Kanada eiga aðild að samtökunum auk sautján Evrópuþjóða.

Formennska samtakanna er í höndum Georgs Kr. Lárussonar forstjóra Landhelgisgæslunnar og hefur Ísland þar með lykilhlutverki að gegna við að móta starfsemi samtakanna, stuðla að samræmingu milli aðila eftir því sem við á og koma á kerfi til upplýsingaskipta sem tengist heimasíðu samtakanna.
Lesa meira

Tundurdufli eytt austan við Þorlákshöfn - 12.3.2009

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eyddi í Thorl_hofn_tunddufl1
gær bresku tundurdufli sem fannst sokkið í sand austan við Þorlákshöfn. Lögreglan á Selfossi tilkynnti duflið til stjórnstöðvar LHG á sunnudagskvöld. Eftir myndum að dæma var talið nokkuð öruggt að duflið væri tómt. Við nánari athugun kom í ljós að enn voru leifar af sprengiefni í duflinu og var það grafið upp og því eytt.
Lesa meira

Varðskip færast nær Vestfjörðum vegna hættu á snjóflóðum - 11.3.2009

Þar sem hættuástandi hefur verið lýst yfir á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu hafa varðskip Landhelgisgæslunnar og danskt varðskip í nágrenni við landið, flutt sig nær Vestfjörðum en áætlað er að áhafnir skipanna æfi saman á morgun. Hitt íslenska varðskipið er einnig í viðbragðsstöðu. Lesa meira

Nýr vinnuhópur á sviði tækni tekur til starfa innan NACGF - 11.3.2009

NACGF_RagnaArnadottir
Ráðstefna vinnuhópa North Atlantic Coast Guard Forum, samtaka strandgæslustofnana á Norður Atlantshafi var sett af Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra á þriðjudag. Ráðstefnunni lýkur á fimmtudag en um hundrað og fjörutíu manns frá tuttugu aðildarþjóðum sækja ráðstefnuna og taka þátt í vinnuhópum samtakanna. Rússar, Bandaríkja- og Kanadamenn eiga aðild að samtökunum auk sautján Evrópuþjóða.

Nýr vinnuhópur tók til starfa á ráðstefnunni sem fjallar um búnað og tækniþekkingu. Markmið hópsins er að fjalla um tæknibúnað sem notaður er á sviði strandgæslu og skiptast á upplýsingum sem varða tækniþróun og þarfagreiningu. Slík samvinna hefur mjög mikla þýðingu fyrir litlar þjóðir sem Ísland, sem ekki hafa getu til að reka sérstakar tækni og áætlanadeildir.
Lesa meira

Ráðstefna North Atlantic Coast Guard Forum í Reykjavík - 9.3.2009

NACGF_logo
Ráðstefna vinnuhópa North Atlantic Coast Guard Forum (NACGF) hefst í Reykjavík þriðjudaginn 10. mars. North Atlantic Coast Guard Forum eru samtök strandgæslustofnana á Norður Atlantshafi.  Um hundrað og fjörutíu  manns frá tuttugu aðildarþjóðum taka þátt í  ráðstefnunni sem verður haldin á Radisson SAS Hótel Sögu. Georg Kr. Lárussonar forstjóri Landhelgisgæslunnar er formaður samtakanna en hann tók við af Nils Wang admírál hjá danska flotanum á aðalfundi samtakanna sl. haust.   Lesa meira

TF-GNA sækir fótbrotinn mann í Esju - 8.3.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA sótti í gærkvöldi fótbrotinn mann í Esju. Kom björgunarsveitarmaður að slysstaðnum sem mat aðstæður á þann veg að nauðsynlegt væri að bera hinn slasaða 100-200 metra neðar til að þyrlan nái að hífa hann upp. Stjórnstöð LHG kallaði þyrluvaktina út kl. 18:50 og lenti TF-GNA með hinn slasaða við Borgarspítalann um kl. 20:25. Lesa meira

TF-SYN í ískönnunarflug - 6.3.2009

hafis 160407

Í dag fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum. Kl. 1211 var komið að nýmyndun hafíss á stað 67-20N-025-50V og henni fylgt til SV. Hin eiginlega hafísrönd sást ekki, eingöngu var um nýmyndun að ræða og náði um 10 sjómílur austan við línu á kortinu. Sjá pdf. skjal.

Lesa meira

Stjórnstöð LHG hélt Mjófirðingum í sambandi við umheiminn - 6.3.2009

Vaktstod_siglinga13110070001
Á fimmtudag urðu Mjófirðingar símsambandslausir þegar kom upp bilun í örbylgjukerfi Mílu á Austurlandi. Stjórnstöð LHG varð tengiliður Mjófirðinga við umheiminn þegar þeir báðu um að halda sambandi með talstöð sem staðsett er í báti á Mjóafirði. Talviðskiptin fóru fram í gegn um loftskeytastöðina (VHF R26 Goðatindur) á meðan þetta ástand varði.  Erfitt var að komast til viðgerðar vegna óveðurs á svæðinu. Lesa meira

Eftirlitsflug TF-SYN um syðri hluta IEEZ - 4.3.2009

Kort_syn040309
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN fór í eftirlitsflug um syðri hluta efnahagslögsögunar í dag. Flogið var yfir skip á gulldepluveiðum og kallað var í Hoffell SU-80. Aðspurður sagði hann aflabrögð dræm en hálfgerð bræla væri búin að vera á slóðinni og er torfan ennþá á suðurleið en skipin eru um 170 sjómílur SSV af Vestmannaeyjum. Höfð voru afskipti af flutningaskipinu MONTREAL EXPRESS og olíuskpinu HS TOSCA. Lesa meira

Danska varðskipið Ejnar Mikkelsen í Reykjavíkurhöfn - 3.3.2009

EjnarMikk

Danska varðskipið EJNAR MIKKELSEN P 571 kom til Reykjavíkur sl. laugardag en skipið er systurskip varðskipsins KNUD RASMUSSEN P 570 sem heimsótti LHG í september sl. og var þá opið almenningi. Skipin eru nýjustu skip danska flotans og sérstaklega ætluð til siglinga á hafísslóðum.   Um borð er 12 m langt björgunarskip sem sjósett er úr skutrennu skipsins (SAR vessel). Var björgunarskipið SAR 2 prófað í Reykjavíkurhöfn í dag.

Lesa meira

TF-GNA í sjúkraflug á Kirkjubæjarklaustur og Höfn - 1.3.2009

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 09:34 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar (FML) um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNA vegna bílslyss sem varð við Kirkjubæjarklaustur. Flugtak þyrlunnar var kl. 10:32. Slysið varð um 5 km austan við Jökulsárlón og voru fimm manns í bifreiðinni, þrír komust úr bílnum en tveir voru fastir. Sjúkrabifreið flutti eina konu með höfuðáverka að Kirkjubæjarklaustri þar sem þyrlan tók við hinni slösuðu. Lesa meira

Aðgerðir LHG vegna samdráttar í rekstri útskýrðar í bréfi til starfsmanna - 27.2.2009

Gaeslan2

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fengu í gærdag bréf frá Georg Kr. Lárussyni forstjóra þar sem útskýrðar eru þær aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna samdráttar í rekstri stofnunarinnar.

Segir Georg í bréfinu að frá sl.hausti hafi verið leitað allra leiða til að hagræða í rekstri Landhelgisgæslunnar. Í janúar sl. var tilkynnt um fyrirhugaðar uppsagnir 20-30 starfsmanna Landhelgisgæslunnar. Í framhaldinu var leitað eftir samráði við stéttarfélög starfsmanna skv. lögum um hópuppsagnir. Í lok janúar var uppsögnum slegið á frest meðan leitað var annarra leiða til að komast hjá uppsögnum og samráðsferli með stéttarfélögum starfsmanna gefinn hæfilegur tími. Því samráðsferli er nú formlega lokið.

Lesa meira

TF-EIR kölluð út vegna fjórhjólaslyss - 27.2.2009

TF-EIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR var kölluð út um kl. 18:20 á fimmtudagskvöld þar sem karlmaður slasaðist og missti meðvitund í fjórhjólaslysi í Skorradal.

Erfitt var að komast að slysstaðnum landleiðina og var því óskað eftir aðstoð þyrlunnar, sem sótti manninn og lenti með hann við Landspítalann í Fossvogi á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Lesa meira

Tekinn við meintar ólöglegar veiðar - 26.2.2009

SYN_15_juni_2005
Rétt fyrir klukkan 13:00 á fimmtudag stóð Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, línubátinn Háborgu HU 10 að meintum ólöglegum veiðum innan skyndilokunarhólfs á Húnaflóa. Þeim tilmælum var beint til skipstjóra að klára að draga inn veiðarfæri og halda að því loknu til hafnar þar sem málið verður rannsakað af lögregluyfirvöldum. Lesa meira

Fjarskipti tilkynningaskyldunnar á VHF færast á samræmda rás nr. 9 - 26.2.2009

Vaktstöð siglinga - stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mun frá 1. apríl nk. afgreiða fjarskipti tilkynningaskyldunnar á VHF frá öllum svæðum á samræmdri rás nr. 9.

Fjarskiptabúnaður stöðvarinnar hefur nú allur verið endurnýjaður. Sjófarendur eru eftir sem áður minntir á hlustvörslu á rás 16 - sem neyðar- og útkallsrás. Frá 1. mars verður hægt að nota rás 9 en gert er ráð fyrir eins mánaðar aðlögunartíma. Tekur breytingin að fullu gildi þann 1. apríl nk.

Lesa meira

BBC World fjallar um horfur á norðurslóðum - 24.2.2009

BBC_sigid

BBC World sýndi mánudaginn 23. febrúar frétt og lengri þátt sem unninn var hér á landi um framtíðarhorfur á norðurslóðum. Efnið var unnið á meðan NATO ráðstefnan „Security Prospects in the High North“ stóð yfir í lok janúar.

Hér má sjá fréttina http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7905132.stm

Brian Hanrahan og Simon Smith frá BBC heimsóttu Landhelgisgæsluna og fengu kynningu á starfsemi stjórnstöðvar og mikilvægi þeirrar eftirlits- og öryggisstarfsemi sem þar er sameinuð.

Lesa meira

Æfing þyrluáhafna LHG í snjóflóðaleit - 23.2.2009

Dagana 21.-23. febrúar fór fram æfing stýrimanna, flugvirkja og lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar með nokkrum af undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL).

Æfð var notkun snjóflóðáýlis, snjóflóðaleitarstanga, ísaxabremsa, notkun mannbrodda og sitthvað fleira tengt fjallamennsku.

Lesa meira

Þyrlur LHG sækja alvarlega slasaða í Þykkvabæ - 20.2.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 14:07 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð Lögreglunnar um að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna sprengingar sem varð í kartöfluverksmiðju í Þykkvabæ. Staðfest var að tveir menn væru alvarlega slasaðir.

Þegar útkallið barst var TF-EIR við æfingar á ytri höfninni. Kom þyrlan strax inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli, sótti þyrlulækni og fór í loftið að nýju kl. 14:29. Var hún var komin á slysstað kl. 14:55.

Lesa meira

Skipt um búnað á Hellisheiði eystri - 20.2.2009

Hellisheidi1
Í vikunni var gerður út leiðangur á Hellisheiði eystri til endurbóta á biluðum fjarskiptabúnaði sem Vaktstöð siglinga notar til að taka á móti skeytum frá skipum og bátum á norð-austurmiðum. Tókst leiðangurinn mjög vel en eins og oft áður þegar mikið liggur við, var gott að geta leitað til björgunarsveitanna. Lesa meira

Horfur á norðurslóðum ræddar á fróðlegum fundi SVS og Varðbergs - 18.2.2009

Effersoe_GeoArctic

Auðlindir og gæsla á Norður Atlantshafi, vaxandi skipaferðir, auðlindanýting auk flutninga á sumrin milli Atlantshafsins og Kyrrahafsins voru á meðal þess sem rætt var í málstofu Samtaka um vestrænnar samvinnu (SVS) og Varðbergs í gær.

Frummælendur voru Björn Bjarnason, fyrrv. dómsmálaráðherra og alþm., Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar og alþm., Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og Kristján Geirsson, deildarstjóri á sviði umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun. Erindi þeirra má sjá hér á síðunni.

Lesa meira

Sameiginleg æfing LHG og slökkviliðs Fjarðarbyggðar - 16.2.2009

Fyrir skömmu var haldin á Reyðarfirði, sameiginleg eldvarnar- og reykköfunaræfing Landhelgisgæslunnar og slökkviliðs Fjarðarbyggðar. Einnig tóku þátt tveir leiðbeinendur frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins.

Æfingin fór fram í varðskipi LHG, var hún tvískipt og tók um níu klukkustundir.

Lesa meira

Ingunnarskóli heimsækir varðskip - 16.2.2009

Nýverið fékk varðskipið ÆGIR heimsókn tíu ára barna úr Ingunnarskóla í Grafarvogi. Fór áhöfn varðskipsins með hópana um skipið og sýndu það helsta um borð. Má þar nefna ýmiskonar búnað s.s. hinar frægu togvíraklippur, farið var upp í brú, í forsetasvítuna, messann, setustofur áhafnar, vélarrúm og fleira. Lesa meira

Reglugerð væntanleg um losun kjölfestuvatns - 13.2.2009

Stjórnstöð LHG fékk í gær fyrirspurn frá olíuskipinu British Tranquillity, sem var á siglingu frá New York til Reykjavíkur, hvort skipið megi dæla út ballest eða kjölfestuvatni hér við land.

Haft var samband við Umhverfisstofnun og að því loknu var skipið beðið um að skipta um ballest áður en það kom inn í efnahagslögsöguna. Varð skipstjóri British Tranquility við því. Þegar skipið kemur til hafnar í Reykjavík mun Siglingastofnun fara um borð í skipið og sannreyna að skipið hafi farið eftir leiðbeiningum vaktstjóra í stjórnstöð LHG.

Lesa meira

Undanfaraæfing vð Helgafell - 12.2.2009

lhg_undanfarar_03
Fjallaæfing áhafnar TF-EIR, með nokkrum af undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fór fram síðastliðinn laugardag við Helgafell. Æfingin fer fram einu sinni á ári og er samkvæmt samkomulagi við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu. Lesa meira

Heimsókn til LHG í tilefni 112 dagsins - 11.2.2009

Í dag er hinn árlegi 112 dagur haldinn hátíðlegur en að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið ef eitthvað bjátar á.

Tveir bekkir níu ára bekkir úr Háteigsskóla, 4-SÓ OG 4-IRB komu í heimsókn til Landhelgisgæslunnar og kynntu sér starfsemi varðskipanna og flugdeildar.

Lesa meira

112 dagurinn 11. febrúar - 10.2.2009

Logo_112dagurinn2009
Dagur neyðarnúmersins, 112-dagurinn, er haldinn um allt land miðvikudaginn 11. febrúar. Að þessu sinni leggja samstarfsaðilarnir áherslu á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið ef eitthvað bjátar á. Með einu símtali í 112 (einn, einn, tveir) er unnt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutninga, lækna og hjúkrunarfólk, hjálparlið Rauða krossins og björgunarsveitanna og barnaverndarnefndir. Lesa meira

Æfingar í Færeyjum og Reykjavík - 9.2.2009

Sameiginleg leitar- og björgunaræfing Íslendinga, Færeyinga og Dana fór nýverið fram við Færeyjar. Þátttakendur í æfingunni voru stjórnstöð leitar- og björgunar í Færeyjum - MRCC Tórshavn, danska flotastjórnin, danska varðskipið TRITON, færeysku varðskipin BRIMILl og TJALDRIÐ, færeysku björgunarbátarnir ZISKA og LIV og að lokum v/s TÝR. Lesa meira

Múlaborg í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni - 9.2.2009

Það var áhugasamur hópur fimm ára barna af leikskólanum Múlaborg sem heimsóttu flugdeild Landhelgisgæslunnar í morgun. Fengu börnin að skoða þyrlur og flugvél Gæslunnar og voru þau frædd um það helsta sem fram fer í störfum flugmanna, flugvirkja, sigmanna og lækna í áhöfnum flugdeildar Landhelgisgæslunnar.  Lesa meira

Neyðarsendir fundinn - 5.2.2009

Neyðarsendir sá sem Landhelgisgæslan hefur leitað að síðan í morgun fannst fyrir stundu. Fannst neyðarsendirinn í Breiðholti og var greinilegt að honum hafði verið komið fyrir og hann gangsettur. Landhelgisgæslan lítur málið mjög alvarlegum augum. Lesa meira

Neyðarsendir settur í gang í Reykjavík - 5.2.2009

TF-EIR
Stjórnstöð og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa frá í morgun reynt að staðsetja neyðarsendi sem hóf að senda merki upp úr klukkan 1100 í morgun en flugvélar í yfirflugi tilkynntu merkin til Flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík. Lesa meira

Leitað á Breiðafirði í nótt - 3.2.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 22:59 tilkynning í gegn um Neyðarlínuna frá Hvammsnesi, sem er sunnan við Búðardal, um að sést hefðu 2 neyðarblys á lofti vestur út Hvammsfjörð. Grunur lék á að bátur væri í vanda.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út, lögreglunni í Stykkishólmi og Ólafsvík var gert viðvart auk þess sem kallaður var út Björgunarbátur Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Búðardal. Einnig tóku þátt í leitinni tvær trillur á svæðinu. Voru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu.
Lesa meira

Komutilkynningar skipa skráðar í Safe Sea Net - 2.2.2009

Vaktstöð siglinga / stjórnstöð LHG tekur á móti komutilkynningum skipa til hafna á Íslandi. Sú breyting átti sér stað þann 8. maí 2008 að ný tilskipun Evrópusambandsins um að svokallað Safe Sea Net tilkynningakerfi tók gildi.

Framvegis yrði Safe Sea Net notað við skráningar  komutilkynninga en til þess tíma var notað ákveðið rafrænt eyðublað sem hægt var að nálgast á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Cospas Sarsat hættir hlustun neyðarsendinga á tíðninni 121,5 MHz og 243 MHz - 30.1.2009

Eir björgunaræfing með Ægi sumarið 2007
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vill vekja athygi á að þann 1. febrúar hættir Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hlustun eftir neyðarsendingum á tíðninni 121,5 MHz sem koma frá gömlum neyðarsendum skipa, báta og smærri flugvéla. Aðeins ein af 50 neyðarsendingum á 121,5/243 MHz er raunverulegt neyðartilvik. Þetta hefur í för með sér veruleg áhrif á vinnu leitar- og björgunarstöðva (SAR). Lesa meira

Nýjar siglingaleiðir opnast á norðurslóðum - 29.1.2009

FundurNATO1
Málstofa um öryggishorfur á norðurslóðum undir heitinu „Security Prospects in the High North“ fór fram í dag á Nordica hótelinu. Um þrjúhundruð manns frá tuttugu og sex ríkjum NATÓ tóku þátt í málstofunni. Í málstofunni var fjallað um þær breytingar sem eiga sér stað á norðurslóðum með hlýnandi loftslagi og bráðnun íshellunnar. Lesa meira

Viðbúnaður vegna eins hreyfils flugvélar - 28.1.2009

Í dag klukkan 15:35 barst Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá Flugstjórn um eins hreyfils flugvél í vandræðum vegna ísingar. Flugvélin var á leið frá Grænlandi og átti eftir um 275 sjómílur til Reykjavíkurflugvallar. Sett var af stað viðbúnaðarstig. Lesa meira

Bátur tekinn við meintar ólöglegar veiðar - 26.1.2009

Í gær stóð varðskip Landhelgisgæslunnar línubát að meintum ólöglegum veiðum inni á skyndilokunarsvæði út af Vatnsleysuströnd. Um er að ræða skyndilokun nr. 8 sem auglýst var 21. janúar sl. eftir að Hafrannsóknastofnun hafði fengið upplýsingar um of hátt hlutfall smáfisks í afla báta á svæðinu. Lesa meira

Tvö þyrluútköll eftir hádegi - 25.1.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti kl. 18:15 við Landspítalann í Fossvogi með ökklabrotinn mann sem sóttur var í Esju, við Þverfellshorn. Mjög erfiðar aðstæður voru á staðnum og var maðurinn hífður á börum um borð í þyrluna.

 

Var þetta annað útkall þyrlunnar í dag en kl. 15:00 barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð við að sækja slasaðan vélsleðamann í Landmannalaugar, sem fallið hafði af barði niður í gil. Var þyrlan nýlent með þann slasaða við Landspítalann þegar seinna útkallið barst.

Lesa meira

Annasamur dagur hjá Aðgerðasviði LHG - 25.1.2009

TF-LIF.Langjokull
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast í dag því kl. 15:01 barst beiðni í gegn um Neyðarlínuna um aðstoð þyrlu við að sækja slasaðan mann í Landmannalaugar. Að sögn félaga mannsins féll hann fram af barði ofan í gil og illmögulegt var að komast að staðnum. Lesa meira

Eftir aðeins tíu daga hætt að hlusta eftir neyðarsendingum á 121,5 MHz - 22.1.2009

Neydarsendar
Eftir aðeins tíu daga hættir Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hlustun eftir neyðarsendingum á tíðninni 121,5 MHz sem koma frá gömlum neyðarsendum skipa, báta og smærri flugvéla. Talið er að aðeins þriðjungur íslenska flotans sé með nýja neyðarsenda. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar minnir á að mjög mikilvægt er að yfirfara og skipta út gömlum neyðarsendum. Lesa meira

Uppsögnum hjá LHG frestað um óákveðinn tíma - 21.1.2009

Neðangreind tilkynning barst starfsmönnum Landhelgisgæslunnar nú fyrir stundu frá Georgi Kr. Lárussyni, forstjóra.

„Kæru samstarfsmenn

Ég hef ákveðið að fresta fyrirhuguðum uppsögnum hjá Landhelgisgæslu Íslands um óákveðinn tíma...

Lesa meira

Fylgjumst vel með eldsneytisflutningum - 21.1.2009

Torm+Horizon_Mynd_Marcel
Fjöldi erlendra flutningaskipa flytja í mánuði hverjum eldsneyti milli Norður Evrópu og Norður Ameríku og sigla þá í gegn um íslenska hafsvæðið. Í dag er eitt þessara skipa á siglingu um 20 sjómílur suður af Surtsey. Skip þetta heitir Torm Horizon og er skráð í Danmörku. Skipið er 180 metra langt, 29 þúsund tonn að þyngd og flytur bensín frá Mongstad í Noregi til New York. Reiknað er með, miðað við hraða þess nú, að það verði um 39 tíma á siglingu í gegn um íslensku efnahagslögsöguna. Lesa meira

Þrjú þyrluútköll um helgina - 18.1.2009

TF-EIR
Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar í þrjú útköll um helgina. Sóttur var hjartveikur maður í Stykkishólm, slasaður sjómaður um borð í togara sem staddur var um 40 sjómílur VNV af Garðskaga og slasaður vélsleðamaður var sóttur á Lyngdalsheiði.
Lesa meira

TF-GNÁ komin með nætursjónauka - 14.1.2009

TF_LIF_naetursjonauki
Nýlega var lokið við að setja nætursjónauka í TF-GNÁ þyrlu Landhelgisgæslunnar og var hún tekin í notkun nú í vikunni. Unnið hefur verið að ísetningunni undanfarið eitt og hálft ár en það er umfangsmikið verkefni en til þess að gera notkun þeirra mögulega þarf að  vera sérstök lýsing í þyrlunni sjálfri. Lesa meira

Sjómaður sóttur með TF-GNÁ - 14.1.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, sótti í kvöld veikan sjómann um borð í íslenskt fiskiskip sem statt var um 50 sml norður af Horni. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði út þyrluáhöfn kl. 16:53 eftir að læknir í áhöfn TF-GNÁ hafði fengið upplýsingar um líðan skipverjans. Fór þyrlan í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 18:00. Lesa meira

Njóta minna öryggis ef ekki er réttur búnaður um borð - 12.1.2009

Uppsetning nýs fjarskiptakerfis til talviðskipta við skip og báta umhverfis Ísland er nú á lokastigi. . Endurnýjunin felur í sér talsverðar breytingar fyrir fjarskipti skipa . Þess vegna hvetur Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/Vaktstöð siglinga sjófarendur til að huga að öryggi sínu, endurnýja eða uppfæra gömul tæki auk þess að skipta út neyðarsendum ef á þarf að halda. Lesa meira

Viðbragðsgeta TF-LÍF var 92 prósent árið 2008 - 8.1.2009

TF-LIF-140604
Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar hefur gefið út skýrslu yfir viðbragðsgetu “availability” flugflota LHG á árinu 2008 og eru niðurstöðurnar eftirfarandi: Lesa meira

Tilkynningarskylda fiskiskipa - 5.1.2009

Nýjar tilkynningareglur fyrir öll íslensk fiskiskip tóku gildi þann 1. september 2008. Þær taka til allra íslenskra fiskiskipa sem hafa leyfi Fiskistofu til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni innan sem utan fiskveiðilögsögu Íslands. Skip sem stunda fiskveiðar skulu búin fjarskiptabúnaði, sem sendir staðsetningar með sjálfvirkum hætti á að minnsta kosti klukkustundar fresti til Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

Bátur strandar við Garð - 4.1.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í kvöld kl. 20:07 tilkynning frá mótorbátnum Moniku GK-136 um að báturinn væri strandaður með þrjá menn um borð við sjóvarnargarðinn í Innri-Njarðvík. Samkvæmt skjám STK-kerfisins (sjálfvirka tilkynningakerfisins) í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar virtist báturinn hins vegar vera staddur við sjóvarnargarðinn í Garði. Lesa meira

Fækkun í útköllum Flugdeildar LHG milli ára - 2.1.2009

TF-EIR
Alls var 68 einstaklingum bjargað í þeim 150 útköllum sem bárust Flugdeild Landhelgisgæslunnar á árinu 2008. Alls fækkaði útköllum um 18% á milli ára en flest þeirra bárust í gegn um Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar en einnig frá Neyðarlínunni og Fjarskiptamiðstöð Lögreglunnar. Lesa meira

Nýjar reglugerðir um starfsemi Landhelgisgæslunnar - 2.1.2009

Út eru komnar fimm reglugerðir um starfsemi Landhelgisgæslunnar. Voru þær birtar á vef Stjórnartíðinda þann 23. desember sl. Er þetta er í fyrsta skipti, svo vitað er til, að settar eru reglugerðir með stoð í lögum um Landhelgisgæslu Íslands, ef frá eru taldar reglur um yfirstjórn leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland sem voru settar með hliðsjón af gömlu gæslulögunum frá 1967.  Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica