Fréttir

Varðskipið Týr við eftirlit í Síldarsmugunni - 27.8.2009

Varðskipið TÝR var í gær við eftirlit í Síldarsmugunni sem er alþjóðlegt hafsvæði Norðaustur Atlandshafs TYR_Smuga_1fiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Í Síldarsmugunni eru stödd um þrjátíu skip, meirihluti þeirra er staðsett norðarlega á svæðinu eða ANA af Jan Mayen. Skipin eru frá Rússlandi, Portúgal, Spáni, Færeyjum og Póllandi. Lesa meira

Leynifélagið heimsækir Landhelgisgæsluna - 26.8.2009

Landhelgisgæslan fékk í sumar heimsókn frá Leynifélaginu sem er útvarpsþáttur á Rás 1. Þátturinn er sérstaklega ætlaður börnum á aldrinum sex til tíu ára en segja má að allir aldurhópar hafi gaman af honum. Fyrsti þátturinn var á dagskrá síðastliðið þriðjudagskvöld og verða seinni þættirnir á dagskrá á næstunni. Lesa meira

Baldur í samstarfsverkefni Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar - 26.8.2009

Sjómælingabáturinn Baldur kom til hafnar síðastliðinn sunnudag, þann 23. ágúst eftir tólf daga eftirlitsferð um SV-, NV- og NA-land. Gekk ferðin ágætlega en hún var farin í samstarfi við Fiskistofu. Farið var um borð í tuttugu og eitt skip í ferðinni en sambærileg ferð var farin fyrr í sumar sem einnig var samstarfsverkefni með Fiskistofu, var þá farið til eftirlits í tuttugu og þrjú skip. Lesa meira

Misskilningur við útkall á Herðubreið - 25.8.2009

Slysavarnarfélagið Landsbjörg vill koma á framfæri að við útkall á Herðubreið, laugardaginn 22. ágúst 2009, þar sem maður varð bráðkvaddur á fjallinu, kom upp atvik sem orsakaði misskilning varðandi aðkomu Landhelgisgæslu Íslands að aðgerðinni. Því hefur verið haldið fram að LHG hafi neitað að senda þyrlu á staðinn en svo var ekki. Einungis var verið að meta stöðuna og leita bestu leiða til að leysa verkefnið með eins öruggum og skilvirkum hætti og kostur var. Lesa meira

Varðskip í Síldarsmugunni - 25.8.2009

Varðskipið Týr er nú á heimleið frá Noregi en skipið lagði af stað frá Íslandi fyrir 10 dögum síðan. Tilgangur ferðarinnar var annars vegar að draga tvo dýpkunarpramma, Mikael og Gretti til Stamsund á Tyr_SortlandLofoten í Noregi. Hins vegar var ferðin nýtt til eftirlitsstarfa á Norður Atlantshafi og er varðskipið nú á leið í Síldarsmuguna þar sem eru um þrjátíu skip að veiðum. Með því að senda íslenskt varðskip í Síldarsmuguna minnir Landhelgigæslan á rétt Íslendinga á þessu hafsvæði og uppfyllir jafnframt alþjóðlegar eftirlitsskyldur sem aðili að Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndinni (NEAFC).

Lesa meira

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna sprengjuhótunar - 24.8.2009

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út laust eftir klukkan 12 í dag þegar sprengjuhótun barst Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Var skólinn rýmdur í skyndingu og sprengjusérfræðingar ásamt lögreglumönnum leituðu í byggingunni. Engin sprengja fannst í skólanum. Lesa meira

AIS tæknin leysir sjálfvirku tilkynningaskylduna (STK) af hólmi - 24.8.2009

Eftir sextán mánuði eða þann 1. janúar 2011 mun AIS - sjálfvirkt auðkennikerfi skipa leysa af hólmi Racal STK kerfi í ferilvöktun skipa. Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tók fyrsta skref í breytingum þessum innan fjarskipta og ferilvöktunar skipa í júlí síðastliðnum á hafsvæði A1 þegar vaktstöð siglinga tók upp til reynslu fjarskipti með stafrænu valkalli á metrabylgju eða DSC-VHF (Digital select calling – very high frequency). Lesa meira

Aðhaldsaðgerðir kalla á takmörkun flugtíma og athafna - 23.8.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gær kl. 12:32 útkall Alfa þegar 67 ára maður fékk hjartastopp á Herðubreið. Áður en þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF var send af stað var maðurinn úrskurðaður látinn. Í samráði við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu var ákveðið að Landhelgisgæslan fengi þyrlu frá Norðurflugi til að sækja hinn látna. Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar væri þá reiðubúin í útkall ef á þyrfti að halda. Lesa meira

Veðurskýrslur benda til að flakið sé Alexander Hamilton - 21.8.2009

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa aflað upplýsinga um skipin sem talin eru koma til greina sem skipsflök á botni Faxaflóa. Skipin eru bandaríska varðskipið Alexander Hamilton sem varð fyrir árás þýska kafbátsins U-132 þann 29. janúar árið 1942 og olíuskipið Shirvan varð fyrir árás þýska kafbátsins U-300 þann 10. nóvember 1944. Grunur um skipsflak vaknaði eftir að eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif flaug yfir svæðið þann 7. júlí sl. og greindi olíubrák með radar flugvélarinnar sem m.a. er notaður við mengunareftirlit. Lesa meira

Er skipsflakið í Faxaflóa breska olíuskipið Shirvan? - 20.8.2009

Frásögn okkar í gær af hugsanlegu skipsflaki í Faxaflóa hefur valdið talsverðum vangaveltum en auk bandaríska varðskipsins USCGC Alexander Hamilton sem sökk á svæðinu árið 1942 er talið að lýsingin geti einnig átt við um breska olíuskipið Shirvan sem þann 10. nóvember 1944 varð fyrir sprengjuárás þýska kafbátsins U-300. Lesa meira

Ægir við gæslu- og eftirlit á vestur- og norðurmiðum - 20.8.2009

Varðskipið Ægir kom til hafnar í Reykjavík sl. föstudag eftir Myndir_vardskipstur_029tveggja vikna eftirlit- og gæslu á Vestur- og Norðurmiðum að Eyjafirði. Farið var til eftirlits um borð í sextán skip og báta innan íslensku efnahagslögsögunnar og voru í kjölfarið gefnar út þrjár kærur og sex áminningar. Voru einnig gefnar út tvær skyndilokanir í samráði við vakthafandi fiskifræðing Hafrannsóknarstofnunar. Ferðin var einnig notuð til æfinga og þjálfunar með og án þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

Landhelgisgæslan finnur (hugsanlegt) skipsflak á botni Faxaflóa - 19.8.2009

Í fyrsta eftirlitsflugi TF-Sifjar þann 7. júlí sl. sást olíuflekkur á SIF_FlugSjo1Faxaflóa með mengunar-eftirlitsbúnaði flugvélarinnar og virtist olían seitla upp undan yfirborði sjávar. Grunur beindist fljótlega að því að um skipsflak á hafsbotni væri um að ræða. Sjómælingabáturinn Baldur renndi með fjölgeislamæli bátsins yfir upptök olíuflekans og kom þá í ljós þúst á hafs-botninum á um 90 m dýpi sem er 8 m há, 97 m löng og 13 m breið. Líklegast er um að ræða varðskip bandarísku strandgæslunnar USCGC Alexander Hamilton sem sökk á svæðinu árið 1942. Lesa meira

Handfærabátur tekinn við meintar ólöglegar veiðar - 18.8.2009

Baldur, eftirlits- og sjómælingabátur Landhelgisgæslunnar stóð í morgun handfærabát að meintum ólöglegum veiðumBaldur_2074.__7._agust_2007 í skyndilokunarhólfi á Fljótagrunni vestan við Siglufjörð. Var honum vísað honum til hafnar á Siglufirði þar sem málið fór í hendur lögreglunnar. Lesa meira

Bilun í sjálfvirku tilkynningaskyldunni - 14.8.2009

Bilun var í sjálfvirku tilkynningaskyldunni ( STK) um allt land frá kl. 03:40-08:00 sl. nótt, nema á N-verðum Vestfjörðum og NA- landi. Af þeim sökum voru skip búin Racal tækjum (rauði kassinn) ekki í vöktun hjá Vaktstöð Siglinga og neyðarhnappur þeirra tækja óvirkur. Skip sem búin eru AIS og Inmarsat tækjum voru hinsvegar í vöktun. Lesa meira

Skátar heimsækja varðskip Landhelgisgæslunnar - 12.8.2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn skatarSvanirútilífsskóla skátafélagsins Svana á Álftanesi. Um tuttugu börn á aldrinum 7-9 ára ásamt skátaforingjum fengu leiðsögn um skipið og voru margar spurningar lagðar fyrir áhöfn varðskipsins sem svaraði þeim af bestu getu. Lesa meira

Þyrla LHG kölluð út til aðstoðar erlendum ferðamanni - 11.8.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf var kölluð út um kl. 13:00 á þriðjudag eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá Neyðarlínunni. Einnig voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austur- og Norðurlandi kallaðar út. Um var að ræða erlendan ferðamann, talinn vera beinbrotinn í ánni Kreppu norðan Vatnajökuls. Var þyrlan komin á staðinn kl. 14:20. Lesa meira

Landhelgisgæslan vísar tveimur skipum til hafnar fyrir meintar ólöglegar veiðar - 10.8.2009

Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku í gær tvö skipVardskip_eftirlit sem staðin voru að meintum ólöglegum veiðum og vísaði þeim til hafnar þar sem lögreglan tók á móti þeim. Skýrsla var tekin af skipstjórum og hönd lögð á afla, gögn og búnað sem málið varðar samkvæmt því sem rétt er talið með hliðsjón af lögunum. Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica