Fréttir

Þyrla LHG aðstoðar við leit á Suðurlandi - 30.12.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:45 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra um aðstoð þyrlu við leit að manni  á Suðurlandi.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan ökumann á sjúkrahús - 28.12.2010

Beiðni um útkall þyrlu barst kl. 19:23 í gærkvöldi vegna bílslyss sem varð í Langadal vestan við Húnaver.

Lesa meira

Jólakveðjur frá Landhelgisgæslunni - 24.12.2010

Landhelgisgæsla Íslands sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Öll íslensk skip eru komin til hafnar en síðusta skipið sem kom til hafnar var togarinn Þórunn Sveinsdóttir VE sem kom til Vestmannaeyja.

Lesa meira

TF-LÍF sækir veikan mann til Vestmannaeyja - 24.12.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:57 beiðni um þyrlu vegna alvarlega veiks manns í Vestmannaeyjum en vegna veðurs var ekki var mögulegt fyrir sjúkraflugvél að lenda á flugvellinum þar.

Lesa meira

Samkomulag gert um leitar- og björgunarsvæði ríkja á
norðurslóðum
- 22.12.2010

Á fundi aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Reykjavík 14.-16.
desember., var lokið gerð alþjóðasamnings um samstarf við leit og björgun á
hafi og í lofti á norðurslóðum.

Lesa meira

LHG tekur þátt í vöruþróun fyrir JS Watch - 21.12.2010

Í dag birtust fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar, sprengjussérfræðingur,  flugstjóri, sigmaður þyrlu og kafari í auglýsingu fyrir Gilbert úrsmið/ JS Watch .

Lesa meira

Jólasamkoma í flugskýli LHG - 21.12.2010

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar áttu í gær saman hátíðlega jólastund í flugskýli
Gæslunnar við Nauthólsvík. Var jólasamkoman afar vel sótt

Lesa meira

TF-LIF í útkall til Vestmannaeyja - 17.12.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 03:40 í nótt vegna manns sem slasaðist í Vestmannaeyjum. TF-LIF fór í loftið kl. 04:14 og var haldið beint á flugvöllinn í Vestmannaeyjum

Lesa meira

Hafís hefur fjarlægst landið - 17.12.2010

Í dag var farið í eftirlits- og hafískönnun undan Vestfjörðum með flugvél
Landhelgisgæslunnar. Slæmt veður var á svæðinu og ekkert skyggni. Á ratsjá
TF-Sifjar kom í sást að ísinn virðist hafa rekið frá landi, 

Lesa meira

Hafísflug TF-SIF í desember - 15.12.2010

Við eftirlitsflug Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi kom í ljós
að hafís var staðsettur næst landi um 48 sjómílur VNV af Grímsey, 46 sjómílur
ANA af Horni. 34 sjómílur norður af Skagatá og 25 sjómílur NNV af Straumnesi.

Lesa meira

Undirritaður samningur vegna varahluta fyrir þyrlur LHG. Hefur mikla hagræðingu í för með sér. - 9.12.2010

Nýverið var undirritaður viðamikill samningur milli Landhelgisgæslunnar og Heli One í Noregi er varðar varahluti fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar, Líf og Gná sem báðar eru af tegundinni Aerospatiale Super Puma. Samningurinn mun hafa í för með sér mikla hagræðingu fyrir Landhelgisgæsluna.

Lesa meira

Hafís 21,7 sml norður af Horni - 7.12.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA fór í dag í gæslu- og hafíseftirlit fyrir Vestfirði. Kom þyrlan að ísrönd sem liggur milli Íslands og Grænlands til austurs. Kemur ísröndin næst landi um 21,7 sjómílu norður af Horni, 25,3 sjómílur frá Straumnesi og 43,6 sjómílur frá Barða, þar er hafísinn orðinn samfrosinn og með stórum íshellum sem getað verið hættulegar skipum. Lesa meira

TF-LÍF í bráðaflutning til Stykkishólms - 6.12.2010

LIF_borur
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:30 í kvöld eftir að læknir í Stykkishólmi óskaði eftir aðstoð þyrlunnar við að flytja slasaðan dreng á spítala í Reykjavík. TF-LÍF fór í loftið frá Reykjavík kl. 18:44 og lenti á flugvellinum við Stykkishólm kl. 19:17, þar sem sjúkrabifreið beið með drenginn ásamt móður sinni. Lesa meira

Eldur kom upp í línubát. Skipverjum tókst að slökkva eldinn. - 6.12.2010

Línubáturinn Lágey hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 14:51 á laugardag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þegar báturinn var staddur í Látraröst við Bjargtanga. Tókst skipverjum strax að slökkva eldinn en óskað var eftir að björgunarskipið Vörður á Patreksfirði myndi sigla á móti Lágey. Lesa meira

Aðventuhlaup fór fram í dag - 3.12.2010

Adventhlaup2010IMG_0864
Hið árlega aðventuhlaup Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fór fram í dag. Alls tóku 55 starfsmenn björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð og makar þeirra þátt í hlaupinu. Tvær vegalengdir vori í boði, 7 km flugvallarhringur og 3 km Nauthólsvíkurhringur.   Lesa meira

Varðskipið Ægir kemur fyrir nýju öldudufli við Bakkafjöru - 1.12.2010

Ægir_E1F1894
Varðskipið Ægir sjósetti í gær nýtt öldudufl við Bakkafjöru að beiðni Siglingastofnunar. Er duflið staðsett um 500 m austan innsiglingarlínunnar til Landeyjahafnar og er því ætlað að mæla suðaustan öldur við Landeyjahöfn. Fyrir er eldra öldumælingadufl sem komið var fyrir fyrir árið 2002. Lesa meira

Útför Garðars Pálssonar - 1.12.2010

GardarPalsson_MG_2940

Garðar Pálsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var borinn til grafar í gær og samkvæmt venju fylgdi honum heiðursvörður landhelgisgæslumanna.

Lesa meira

Komu í veg fyrir að bátur strandaði - 29.11.2010

Varðstjórum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar tókst í vikunni sem leið að koma í veg fyrir að bátur á landleið strandaði á Lönguskerjum. Kölluðu varðstjórar í bátinn til að aðvara hann og leiðbeindu honum síðan frá skerjunum. Lesa meira

Landhelgisgæslan fundar með færeyskum samstarfsaðilum - 28.11.2010

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sat nýverið árlegan fund sinn með yfirmanni danska sjóhersins í Færeyjum, Per Starklint, ásamt Halldóri B. Nellett framkvæmdastjóra aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Á fundinum var m.a. farið yfir verkefni og árangur sl. árs. Lesa meira

Garðar Pálsson fyrrv. skipherra látinn - 25.11.2010

Garðar Pálsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, lést á Hrafnistu í Kópavogi sl. sunnudag, 21. nóvember, 88 ára að aldri. Hann fæddist á Ísafirði 22. mars 1922 og var sonur hjónanna Páls Hannessonar og Ástu Ingveldar Eyju Kristjánsdóttur. Lesa meira

Ægir sækir vélarvana bát suður af Látrabjargi - 23.11.2010

AegirIMGP0489
Varðskipið Ægir dró í nótt bátinn Guðrúnu BA 127 til hafnar á Rifi eftir að hann varð vélarvana um 4 sjómílur SSV af Látrabjargi rétt eftir miðnætti. Kom Ægir með bátinn að bryggju á Rifi um kl. 09:00 í morgun.
Lesa meira

Danska þyrlan EH101 heimsækir Landhelgisgæsluna - 23.11.2010

Ein fullkomnasta þyrla á Norður-Atlantshafi, þyrla danska flughersins Agusta Westland EH101 áætlar að lenda við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 14:30 í dag þriðjudag Þyrlan er á æfingaferðalagi dönsku þyrluflugdeildarinnar  ESK722 sem hófst þann 15. nóvember í Norður Noregi. Á morgun, miðvikudag er áætluð æfing með stjórnstöð, flugdeild og varðskipi Landhelgisgæslunnar á Faxaflóa. Lesa meira

Árangursríkt eftirlit með rjúpnaveiðum - 19.11.2010

TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Lögreglan í Borgarnesi óskaði í dag eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu Íslands eftir að þeim höfðu borist nokkrar ábendingar um rjúpnaveiðimenn innan umdæmis þeirra sem ekki fylgdu reglum sem eru í gildi um rjúpnaveiðar. Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar á leið í fjallaæfingu og var því ákveðið að samnýta verkefnin.

Lesa meira

Rjúpnaeftirlit í samstarfi við lögreglu - 15.11.2010

Lif1
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór um helgina til rjúpnaveiðieftirlits ásamt lögreglunni í Ólafsvík. Við eftirlit helgarinnar var lent hjá veiðimönnum á Snæfellsnesi, farið yfir skotvopnaleyfi þeirra, byssur og skotfæri. Einn maður var án skotvopnaleyfis og var því byssa hans gerð upptæk ásamt skotum. Lesa meira

TF-GNA tekur þátt í leit í nágrenni Húsavíkur - 15.11.2010

Lögreglan á Húsavík gerði Landhelgisgæslunni viðvart kl. 17:17 á sunnudag um neyðarblys sem sést hafði frá Húsavík í vesturátt, í átt að hæsta tindi Víknafjalla. Ekki var vitað um ferðir skipa á þessum slóðum en vangaveltur voru um að þarna gætu verið vélsleðamenn á fjallgarðinum vestan við flóann eða rjúpnaskyttur. Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica