Fréttir

Þyrla LHG aðstoðar við leit á Suðurlandi - 30.12.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:45 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra um aðstoð þyrlu við leit að manni  á Suðurlandi.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan ökumann á sjúkrahús - 28.12.2010

Beiðni um útkall þyrlu barst kl. 19:23 í gærkvöldi vegna bílslyss sem varð í Langadal vestan við Húnaver.

Lesa meira

Jólakveðjur frá Landhelgisgæslunni - 24.12.2010

Landhelgisgæsla Íslands sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Öll íslensk skip eru komin til hafnar en síðusta skipið sem kom til hafnar var togarinn Þórunn Sveinsdóttir VE sem kom til Vestmannaeyja.

Lesa meira

TF-LÍF sækir veikan mann til Vestmannaeyja - 24.12.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:57 beiðni um þyrlu vegna alvarlega veiks manns í Vestmannaeyjum en vegna veðurs var ekki var mögulegt fyrir sjúkraflugvél að lenda á flugvellinum þar.

Lesa meira

Samkomulag gert um leitar- og björgunarsvæði ríkja á
norðurslóðum
- 22.12.2010

Á fundi aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Reykjavík 14.-16.
desember., var lokið gerð alþjóðasamnings um samstarf við leit og björgun á
hafi og í lofti á norðurslóðum.

Lesa meira

LHG tekur þátt í vöruþróun fyrir JS Watch - 21.12.2010

Í dag birtust fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar, sprengjussérfræðingur,  flugstjóri, sigmaður þyrlu og kafari í auglýsingu fyrir Gilbert úrsmið/ JS Watch .

Lesa meira

Jólasamkoma í flugskýli LHG - 21.12.2010

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar áttu í gær saman hátíðlega jólastund í flugskýli
Gæslunnar við Nauthólsvík. Var jólasamkoman afar vel sótt

Lesa meira

TF-LIF í útkall til Vestmannaeyja - 17.12.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 03:40 í nótt vegna manns sem slasaðist í Vestmannaeyjum. TF-LIF fór í loftið kl. 04:14 og var haldið beint á flugvöllinn í Vestmannaeyjum

Lesa meira

Hafís hefur fjarlægst landið - 17.12.2010

Í dag var farið í eftirlits- og hafískönnun undan Vestfjörðum með flugvél
Landhelgisgæslunnar. Slæmt veður var á svæðinu og ekkert skyggni. Á ratsjá
TF-Sifjar kom í sást að ísinn virðist hafa rekið frá landi, 

Lesa meira

Hafísflug TF-SIF í desember - 15.12.2010

Við eftirlitsflug Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi kom í ljós
að hafís var staðsettur næst landi um 48 sjómílur VNV af Grímsey, 46 sjómílur
ANA af Horni. 34 sjómílur norður af Skagatá og 25 sjómílur NNV af Straumnesi.

Lesa meira

Undirritaður samningur vegna varahluta fyrir þyrlur LHG. Hefur mikla hagræðingu í för með sér. - 9.12.2010

Nýverið var undirritaður viðamikill samningur milli Landhelgisgæslunnar og Heli One í Noregi er varðar varahluti fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar, Líf og Gná sem báðar eru af tegundinni Aerospatiale Super Puma. Samningurinn mun hafa í för með sér mikla hagræðingu fyrir Landhelgisgæsluna.

Lesa meira

Hafís 21,7 sml norður af Horni - 7.12.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA fór í dag í gæslu- og hafíseftirlit fyrir Vestfirði. Kom þyrlan að ísrönd sem liggur milli Íslands og Grænlands til austurs. Kemur ísröndin næst landi um 21,7 sjómílu norður af Horni, 25,3 sjómílur frá Straumnesi og 43,6 sjómílur frá Barða, þar er hafísinn orðinn samfrosinn og með stórum íshellum sem getað verið hættulegar skipum. Lesa meira

TF-LÍF í bráðaflutning til Stykkishólms - 6.12.2010

LIF_borur
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:30 í kvöld eftir að læknir í Stykkishólmi óskaði eftir aðstoð þyrlunnar við að flytja slasaðan dreng á spítala í Reykjavík. TF-LÍF fór í loftið frá Reykjavík kl. 18:44 og lenti á flugvellinum við Stykkishólm kl. 19:17, þar sem sjúkrabifreið beið með drenginn ásamt móður sinni. Lesa meira

Eldur kom upp í línubát. Skipverjum tókst að slökkva eldinn. - 6.12.2010

Línubáturinn Lágey hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 14:51 á laugardag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þegar báturinn var staddur í Látraröst við Bjargtanga. Tókst skipverjum strax að slökkva eldinn en óskað var eftir að björgunarskipið Vörður á Patreksfirði myndi sigla á móti Lágey. Lesa meira

Aðventuhlaup fór fram í dag - 3.12.2010

Adventhlaup2010IMG_0864
Hið árlega aðventuhlaup Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fór fram í dag. Alls tóku 55 starfsmenn björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð og makar þeirra þátt í hlaupinu. Tvær vegalengdir vori í boði, 7 km flugvallarhringur og 3 km Nauthólsvíkurhringur.   Lesa meira

Varðskipið Ægir kemur fyrir nýju öldudufli við Bakkafjöru - 1.12.2010

Ægir_E1F1894
Varðskipið Ægir sjósetti í gær nýtt öldudufl við Bakkafjöru að beiðni Siglingastofnunar. Er duflið staðsett um 500 m austan innsiglingarlínunnar til Landeyjahafnar og er því ætlað að mæla suðaustan öldur við Landeyjahöfn. Fyrir er eldra öldumælingadufl sem komið var fyrir fyrir árið 2002. Lesa meira

Útför Garðars Pálssonar - 1.12.2010

GardarPalsson_MG_2940

Garðar Pálsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var borinn til grafar í gær og samkvæmt venju fylgdi honum heiðursvörður landhelgisgæslumanna.

Lesa meira

Komu í veg fyrir að bátur strandaði - 29.11.2010

Varðstjórum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar tókst í vikunni sem leið að koma í veg fyrir að bátur á landleið strandaði á Lönguskerjum. Kölluðu varðstjórar í bátinn til að aðvara hann og leiðbeindu honum síðan frá skerjunum. Lesa meira

Landhelgisgæslan fundar með færeyskum samstarfsaðilum - 28.11.2010

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sat nýverið árlegan fund sinn með yfirmanni danska sjóhersins í Færeyjum, Per Starklint, ásamt Halldóri B. Nellett framkvæmdastjóra aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Á fundinum var m.a. farið yfir verkefni og árangur sl. árs. Lesa meira

Garðar Pálsson fyrrv. skipherra látinn - 25.11.2010

Garðar Pálsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, lést á Hrafnistu í Kópavogi sl. sunnudag, 21. nóvember, 88 ára að aldri. Hann fæddist á Ísafirði 22. mars 1922 og var sonur hjónanna Páls Hannessonar og Ástu Ingveldar Eyju Kristjánsdóttur. Lesa meira

Ægir sækir vélarvana bát suður af Látrabjargi - 23.11.2010

AegirIMGP0489
Varðskipið Ægir dró í nótt bátinn Guðrúnu BA 127 til hafnar á Rifi eftir að hann varð vélarvana um 4 sjómílur SSV af Látrabjargi rétt eftir miðnætti. Kom Ægir með bátinn að bryggju á Rifi um kl. 09:00 í morgun.
Lesa meira

Danska þyrlan EH101 heimsækir Landhelgisgæsluna - 23.11.2010

Ein fullkomnasta þyrla á Norður-Atlantshafi, þyrla danska flughersins Agusta Westland EH101 áætlar að lenda við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 14:30 í dag þriðjudag Þyrlan er á æfingaferðalagi dönsku þyrluflugdeildarinnar  ESK722 sem hófst þann 15. nóvember í Norður Noregi. Á morgun, miðvikudag er áætluð æfing með stjórnstöð, flugdeild og varðskipi Landhelgisgæslunnar á Faxaflóa. Lesa meira

Árangursríkt eftirlit með rjúpnaveiðum - 19.11.2010

TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Lögreglan í Borgarnesi óskaði í dag eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu Íslands eftir að þeim höfðu borist nokkrar ábendingar um rjúpnaveiðimenn innan umdæmis þeirra sem ekki fylgdu reglum sem eru í gildi um rjúpnaveiðar. Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar á leið í fjallaæfingu og var því ákveðið að samnýta verkefnin.

Lesa meira

Rjúpnaeftirlit í samstarfi við lögreglu - 15.11.2010

Lif1
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór um helgina til rjúpnaveiðieftirlits ásamt lögreglunni í Ólafsvík. Við eftirlit helgarinnar var lent hjá veiðimönnum á Snæfellsnesi, farið yfir skotvopnaleyfi þeirra, byssur og skotfæri. Einn maður var án skotvopnaleyfis og var því byssa hans gerð upptæk ásamt skotum. Lesa meira

TF-GNA tekur þátt í leit í nágrenni Húsavíkur - 15.11.2010

Lögreglan á Húsavík gerði Landhelgisgæslunni viðvart kl. 17:17 á sunnudag um neyðarblys sem sést hafði frá Húsavík í vesturátt, í átt að hæsta tindi Víknafjalla. Ekki var vitað um ferðir skipa á þessum slóðum en vangaveltur voru um að þarna gætu verið vélsleðamenn á fjallgarðinum vestan við flóann eða rjúpnaskyttur. Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna skipverja sem slasaðist. Varð að snúa frá vegna veðurs. - 11.11.2010

GNA3_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var kölluð út kl. 19:51 í gærkvöldi vegna skipverja sem slasaðist um borð í Sólbak EA-1, VNV af Barða. Fór þyrlan í loftið kl. 20:46, haldið var fyrir Snæfellsnes og Látrabjarg og þaðan beint að skipinu. Komið var að Sólbak kl. 22:09 um 10 sml. VNV af Barða. Snjóbylur var á svæðinu og einungis um 200 m skyggni. Vindur var af NA 30-35 hnútar og ölduhæð 5-6 metrar. Lesa meira

Hafís sást á radar TF-SIF. Var staðsettur talsvert utan íslensku lögsögunnar - 9.11.2010

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í gær í eftirlits- og gæsluflug fyrir Norðurland, Vestfirði, um Vestur- og Suðvesturmið. Þegar flogið var um Vesturmið sáust á radar ís eða ísdreifar innan við 30-50 sjómílur frá strönd Grænlands . Lesa meira

Þyrla LHG sækir barnshafandi konu til Vestmannaeyja - 7.11.2010

Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar kl. 18:19 í kvöld við að sækja barnshafandi konu til Vestmannaeyja. Vegna veðurfræðilegra aðstæðna var ekki hægt að lenda sjúkraflugvél á flugvellinum í Eyjum og var því óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

Yfirmaður herafla NATO heimsækir Landhelgisgæsluna - 5.11.2010

Stradiviris_MG_9917
Yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, SACEUR James Stavridis, flotaforingi kom í dag ásamt fylgdarliði í heimsókn til Landhelgisgæslunnar. Kom Stravridis að loknum fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Hélt hann frá Landhelgisgæslunni á fund utanríkisráðherra. Lesa meira

Togari vélarvana 3,5 sjómílur N- af Kögri - 5.11.2010

Landhelgisgæslunni barst í gærmorgun kl. 09:19 tilkynning frá skuttogaranum Venusi HF-519 um að togarinn væri vélarvana um 3,5 sjómílur N- af Kögri. Unnið var að viðgerð og taldi áhöfn að togarinn kæmist í lag fljótlega. Óskaði togarinn samband að nýju kl. 09:24 þar sem óskað var eftir aðstoð.
Lesa meira

Landhelgisgæslan flýgur yfir Grímsvötn. Engin merki um eldsumbrot. - 3.11.2010

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í könnunarflug í dag yfir Grímsvötn, Skeiðarárjökul og Skeiðarársand, með sérfræðinga á sviði jarðvísinda og vatnamælinga. Voru aðstæður á svæðinu kannaðar og gögnum safnað með m.a. ratsjár- og hitamyndum. Engin merki um eldsumbrot sáust í fluginu. Lesa meira

Fulltrúi Frakklandsforseta í málefnum heimskautsvæðanna heimsótti Landhelgisgæsluna - 2.11.2010

01112010HeimsoknFrakklIMG_2695
Michel Rocard, sérlegur fulltrúi Frakklandsforseta í málefnum heimskautsvæðanna heimsótti í gær Landhelgisgæsluna og Samhæfingarstöð almannavarna. Í fylgd Rocard voru sendiherra Frakklands Fr. Caroline Dumas, Örnólfur Thorssonar forsetaritari og aðstoðarmenn Rocard. Lesa meira

Dóms- og mannréttindaráðherra heimsækir björgunarmiðstöðina - 1.11.2010

Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra heimsótti í morgun Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Halldór B. Nellett framkvæmdastjóri aðgerðasviðs tóku á móti ráðherra fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

Námskeið og björgunaræfing um borð í varðskipinu TÝR - 29.10.2010

Æfing í flutningi slasaðra var nýverið haldin fyrir áhöfn varðskipsins Týs í framhaldi af skyndihjálparnámskeiði varðskipsmanna. Umsjón með og skipulagning námskeiðisins var í höndum Marvins Ingólfssonar sjúkraflutningamanns með meiru frá Landhelgisgæslunni og Ólafs Sigurþórssonar bráðatæknis frá frá slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Í björgunaræfingunni voru tveir slasaðir sóttir um borð í togarann Sónar í Hafnarfjarðarhöfn og þeir fluttir um borð í varðskipið. Lesa meira

Fagnaðarfundir við komu Ægis í gærkvöldi - 28.10.2010

Aegir_Midjjaf15102010

Varðskipið Ægir kom til Reykjavíkur kl. 19:00 í gærkvöldi eftir rúmlega sex mánaða fjarveru. Kom Ægir úr lengstu ferð sem frá upphafi hefur verið farin með íslensku varðskipi. Á tímabilinu hefur Ægir reglulega komið til hafnar og skipt hefur verið um áhafnir. Þó eru nokkrir áhafnarmeðlimir sem völdu að sigla allt tímabilið og voru því innilegir fagnaðarfundir á Faxagarði í gærkvöld.

Lesa meira

Ægir og Sif koma til landsins eftir langa fjarveru - 26.10.2010

SIF_Perlan
Fagnaðarfundir voru við flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag þegar TF-SIF lenti á Reykjavikurflugvelli eftir um tveggja sólarhringa ferðalag frá Dakar í Senegal. Flugvélin hefur frá 23. ágúst sinnt eftirliti við strendur Senegal fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Á morgun, miðvikudag er von á varðskipinu Ægi til Reykjavíkur. Lesa meira

Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar óhapp - 25.10.2010

EXI_MG_1780
Landhelgisgæslunni barst á sunnudag kl. kl. 18:28 tilkynning um að þyrla hafi brotlent í Esjunni. Tveir menn voru um borð í þyrlunni og voru þeir heilir á húfi. Gengu þeir frá slysstað niður af Esjunni (staðsetning 64°15,362N 021°35,431V). Lesa meira

TF-LÍF flytur slasaðan mann frá Hafradal í Nesjum - 24.10.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á laugardag kl. 16:44 eftir að fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð hennar við að sækja fótbrotinn mann sem féll af fjórhjóli í Hafradal við Laxárdal í Nesjum. Þar sem erfitt var að nálgast manninn með öðrum farartækjum óskaði lögregla eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

77,6% bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar - 23.10.2010

Sif_Lif_BaldurSveinsson
MMR-Markaðs og miðlarannsóknir, birtu í vikunni niðurstöður könnunar varðandi traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Stór hluti svarenda eða (77,6%) bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar sem er nákvæmlega sama hlutfall og í síðustu könnun (í október 2009). Lesa meira

Atvinnukafarar Landhelgisgæslunnar við æfingar með samstarfsaðilum - 17.10.2010

Baldur_2074.__7._agust_2007
Kafarar Landhelgisgæslunnar tóku nýverið þátt í símenntun atvinnukafara ásamt köfurum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra. Kafað var á 30-40 metra dýpi niður að flaki fraktskipsins Vestra sem staðsett er norð vestur af ljósdufli nr. 11 vestur af Akranesi. Lesa meira

Samningur undirritaður milli Landhelgisgæslunnar og Isavia - 14.10.2010

Í dag gerðu Landhelgisgæslan og Isavia ohf. samstarfssamning þar sem Isavia sér um flugleiðsöguþjónustu þar með talið viðbúnaðarþjónustu vegna loftfara og kemur boðum til Landhelgisgæslunnar þegar loftfar er í hættu statt eða þess er saknað. Er samningurinn gerður í framhaldi af reglugerð sem gefin var út þann 5. október sl. um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara.

Lesa meira

Fundur með danska sjóhernum varðandi öryggismál og áframhaldandi samstarf - 12.10.2010

Per Frank Hansen, sjóliðsforingi og yfirmaður 1. deildar danska sjóhersins átti í gær fund með Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar. Á fundinum var fjallað var um öryggismál, áframhaldandi samstarf og upplýsingamiðlun danska sjóhersins og Landhelgisgæslu Íslands á Norður Atlantshafi. Lesa meira

Björgunarhylki í Chile smíðað af ASMAR sem annast smíði varðskipsins Þórs - 11.10.2010

Sjosetn22
Björgunarhylki sem notað verður við björgun námamannanna 33 í Chile næstkomandi miðvikudag er smíðaður af ASMAR, skipasmíðastöð sjóhersins í Chile en þar hefur Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar verið í smíðum sl. þrjú ár eða frá 16. október 2007. Hylkið er úr stáli og um 2,5 metrar á hæð og 250 kg. að þyngd.  Verður hylkið með fjarskiptasamband við námuna og yfirborðssvæðið. Lesa meira

Fjölþjóðlegu æfingunni Northern Challenge lokið - 11.10.2010

NC2010_IB_8262
Fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge, lauk sl. fimmtudag eftir tveggja vikna æfingaferli. Landhelgisgæsla Íslands og NATO stóðu fyrir æfingunni  sem var haldin á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans,  svo sem í höfninni í Helguvík og Patterson svæðinu. Alls tóku 15 sprengjueyðirnarsveitir frá sjö þjóðum þátt í æfingunni. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann bifreiðina í Kleifarvatni - 5.10.2010

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNA fann í gær bifreiðina sem leitað hafði verið að frá því um helgina. Fannst bifreiðin í Kleifarvatni, um 30 metra fjarlægð frá strönd og á ca. 5 metra dýpi. Sá áhöfnin ljósan blett í vatninu og var þá kallað á björgunarsveitina Þorbjörn, sem var á staðnum, til aðstoðar. Skömmu síðar kom bátur björgunarsveitarinnar á staðinn og staðfesti að um var að ræða bifreið í vatninu. Lesa meira

Þrjú þyrluútköll um helgina - 3.10.2010

TFLIF_2009
Þyrla Landhelgisgæslunnar var þrisvar sinnum kölluð út um helgina, tvisvar sinnum  til bráðaflutninga og einu sinni til leitar sem fór fram á Reykjanesi.  Á laugardag Kl. 11:08 barst beiðni um þyrlu vegna alvarlega veiks sjúklings sem var í sjúkrabifreið við Vík í Mýrdal á leið til Reykjavíkur. Lesa meira

Þór nýmálaður í höfn Asmar skipasmíðastöðvarinnar - 1.10.2010

IMG_1044

Síðdegis bárust þær fréttir frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í Chile að Þór, nýtt fjölnota varðskip Landhelgisgæslunnar flaut fyrr í dag nýmálað og stórglæsilegt úr dokk ASMAR skipasmíðastöðvar sjóhersins í Chile. Er nú stórum áfanga náð í smíði skipsins.

Lesa meira

Spænskir ráðamenn heimsækja varðskipið Ægi - 1.10.2010

AegirAlmeria7707
Fulltrúar spænskra aðila komu nýverið í vettvangsheimsókn í varðskipið Ægi þar sem það var staðsett í borginni Almería vegna starfsemi FRONTEX, landamærastofnunar Evrópu á svæðinu.Fóru gestirnir ánægðir frá borði eftir stutt stopp, lýstu þau yfir ánægju og þakklæti yfir þáttöku Landhelgisgæslu Íslands í verkefninu. Lesa meira

Færeyskum línubáti fylgt til hafnar á Djúpavogi - 1.10.2010

Landhelgisgæslunni barst um hádegi á föstudag tilkynning frá færeyska línubátnum Polarstjörnan/XPYS um að báturinn sé með laskað stýri um 16 sml SA af Ingólfshöfða, var stjórn bátsins takmörkuð en sögðust geta keyrt hæga ferð. Skipinu var beint til Hornafjarðar en vegna versnandi veðurs og sjólags var ákveðið að skipið færi til hafnar á Djúpavogi, í fylgd Ingibjargar björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Lesa meira

Skipstjórnarnemar í heimsókn - 29.9.2010

Skipstjórnarnemar úr Tækniskólanum heimsóttu í gær Landhelgisgæsluna og kynntu sér starfsemi stjórnstöðvar en undir hana fellur Vaktstöð siglinga. Komu þeir með Þórði Þórðarsyni kennara sem er fyrrverandi loftskeytamaður hjá Landhelgisgæslunni. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út v/ferjuflugvélar - 28.9.2010

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104
Landhelgisgæslunni barst kl. 00:02 tilkynning frá Flugstjórnarmiðstöðinni um 1 hreyfils flugvél um 130sml VNV af Keflavík, sem átti í erfiðleikum. Var flugvélin orðin eldsneytislítil og hafði lent í ísingu. TF-LIF fór í loftið kl. 01:02 og var komin að vélinni kl. 01:19 og fylgdi henn inn til Keflavíkur þar sem litla vélin lenti kl. 01:33. Lesa meira

Sprengjusveitin eyðir handsprengju á Akranesi - 27.9.2010

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á föstudag eftir komið var til lögreglunnar á Akranesi með handsprengju sem fannst á heimili í bænum. Að sögn sprengjusérfræðinga var um að ræða virka ameríska handsprengju í góðu ásigkomulagi. Var handsprengjan gerð örugg til flutnings og síðan flutt út fyrir bæinn á afskekktan stað þar sem henni var eytt. Lesa meira

Bátur strandar við Raufarhöfn - 23.9.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:56 neyðarkall frá fiskibát með fjóra menn um borð, sem var strandaður um 1 sjómílu sunnan við Raufarhöfn, nánar tiltekið við Hólshöfða. Að sögn skipverja virtist báturinn ekki vera brotinn og urðu þeir ekki varir við leka um borð. Kallað var á aðstoð nærstaddra báta auk þess sem Gunnbjörg, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Raufarhöfn var kallað út. Lesa meira

Yfirmaður flughers Bandaríkjamanna i Evrópu heimækir Landhelgisgæsluna - 22.9.2010

Roger Brady hershöfðingi og yfirmaður flughersICG_Brady2 Bandaríkjamanna í Evrópu kom í heimsókn til Landhelgisgæslunnar í morgun ásamt fylgdarliði. Tók Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar á móti honum og fékk hann kynningu á starfsemi Landhelgisgæslunnar og helstu verkefnum. Lesa meira

Sjávarfallatöflur og almanak fyrir árið 2011 komið út - 22.9.2010

Almanak_2011_synishorn-01
Sjávarfallatöflur fyrir árið 2011 eru komnar út. Í þeim er reiknaður tími og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík, á Ísafirði, Siglufirði og Djúpavogi ásamt upplýsingum um tíma- og hæðarmun sjávarfalla í mörgum öðrum höfnum í landinu. Sjávarfallaalmanakið 2011 er einnig komið út. Lesa meira

Tveir alvarlega slasaðir fluttir með TF-LIF eftir bílveltu - 21.9.2010

Lif1
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 10:34 í morgun vegna rútuslyss sem varð milli Minni Borgar og Svínavatns. TF-LIF fór í loftið kl. 10:53 og var lent á þjóðveginum við slysstaðinn kl. 11:09. Lesa meira

Skemmtibátur í vandræðum við Grænland. Íslenskur togari fylgir honum. - 19.9.2010

Gypsylife_GudmNesi
Landhelgisgæslunni barst í morgun aðstoðarbeiðni frá erlenda skemmtibátnum Gypsy Life sem var í vandræðum um 90 sjómílur Vestur af Bjargtöngum. Var báturinn á leið frá Grænlandi til Íslands með tvö um borð. Höfðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar samband við togarann Guðmund í Nesi sem staddur var um 15 sjómílur frá bátnum. Vindhraði á svæðinu er nú 12 -14 m/sek með krappri öldu. Lesa meira

Eftirlit úr lofti með TF-FMS - 13.9.2010

TF-FMS.  Ljósmynd Baldur Sveinsson
Eins og kunnugt er sinnir flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF nú tímabundnum verkefnum erlendis fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Meðan á því stendur býðst Landhelgisgæslunni að leita til flugvélar Mýflugs TF-FMS, þegar hún er tiltæk. Er þó ætíð nauðsynlegt að tveir skipstjórnarmenn frá Landhelgisgæslunni séu um borð með eftirlitsbúnað. Lesa meira

TF-GNA tekur þátt í leit að gangnamanni - 12.9.2010

GNA_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA tekur nú þátt í leit að gangnamanni sem saknað hefur verið frá í morgun. Björgunarsveitarmenn og þrír leitarhundar fóru með þyrlunni sem fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 20:30. Um er að ræða mjög stórt leitarsvæði á Skaga sem er á milli Húnaflóa og Skagafjarðar. Er þyrlan útbúin hitamyndavél sem vonast er til að komi að góðum notum við leitina.

Lesa meira

Dóms- og mannréttindaráðherra heimsækir Landhelgisgæsluna - 9.9.2010

Ögmundur Jónasson, dóms og – mannréttindaráðherra kom í dag, ásamt fylgdarliði, í heimsókn til Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð. Heilsaði ráðherra upp á starfsfólk og fékk kynningu á því sem efst er á baugi í starfsemi Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

TF-LIF kemur til bjargar slösuðum hestamanni - 9.9.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. kl. 21:08 í gærkvöldi beiðni frá Neyðarlínunni um þyrlu vegna hestamanns sem slasast hafði í Þorgeirsfirði í Fjörðum. Fór TF-LIF frá Reykjavík kl. 21:57 og var komin á slysstað kl.23:28.TF-LIF lenti svo við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri rétt eftir miðnætti. Þar sem hluti þyrluvaktar hafði þá verið að störfum í um sextán tíma, eftir útkall í togara fyrir austan land, var ákveðið að áhöfnin færi í hvíld á Akureyri.

Lesa meira

TF-GNA sækir alvarlega veikan sjómann - 9.9.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 06:41 í morgun aðstoðarbeiðni frá togaranum Björgvin EA vegna skipverja sem var alvarlega veikur. Var togarinn staddur um 50 sjómílur austur af landinu. Kom þyrlan að togaranum um kl. 11:20 og var sjúklingur kominn um borð í TF-GNA kl. 11:33. Var þá haldið á flugvöllinn á Egilsstöðum þar sem lent var kl. 12:00. Var sjúklingur þá fluttur um borð í sjúkraflugvél frá Mýflug sem flutti hann til Reykjavíkur.
Lesa meira

Tundurdufli eytt á Snæfellsnesi - 8.9.2010

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa nú lokið við að eyða tundurdufli sem togbáturinn Skinney fékk í botnvörpuna við veiðar suður af Snæfellsjökli í morgun. Var um að ræða breskt tundurdufl frá seinni heimstyrjöldinni sem var býsna heillegt að sögn sprengjusveitarmanna. Reiknað er með að um 220 kíló af sprengiefni hafi verið inni í duflinu. Lesa meira

Björgunarskýli flutt á Hornstrandir - 8.9.2010

BjorgskyliIMGP0686
Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar fluttu í gær neyðarskýli fyrir Björgunarfélag Ísafjarðar að Hlöðuvík á Hornströndum. Skýlið vegur um 600 kg en við flutninginn var notaður sling búnaður sem hengdur er neðan í þyrluna. Lesa meira

Óvenju há sjávarstaða - 6.9.2010

Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á að óvenju hárri sjávarstöðu er spáð 8. til 11. september. Sjávarhæð á síðdegisflóðinu í Reykjavík 8. og 9. september verður allt að 4,5 m, samkvæmt sjávarfallatöflum sem sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar reiknar og gefur út. Umsjónarmenn báta og skipa eru beðnir um að fylgjast vel með veðri þessa daga. Lesa meira

Hvenær eiga AIS tæki að vera komin í íslensk skip? - 6.9.2010

Talsvert hefur verið um fyrirspurnir frá sjómönnum og útgerðum um hvenær sjálfvirkt auðkenniskerfi skipa (AIS) skuli vera komið um borð í íslensk skip. Landhelgisgæslan vekur athygli á tilkynningu sem birtist nýverið á heimasíðu Siglingastofnunar vegna þessa. Lesa meira

Varðskip flytur bát á Byggðasafn Vestfjarða - 1.9.2010

NACGF_vardskip
Varðskip Landhelgisgæslunnar kom í morgun að bryggju á Ísafirði eftir um sólarhrings siglingu frá Keflavík með vélbátinn Magnús KE-46 á þyrluþilfari varðskipsins. Var báturinn fluttur fyrir Byggðasafn Vestfjarða. Hefur safnið markað sér stefnu í varðveislu báta, þeir séu gerðir upp í það ástand að vera sjófærir. Einnig leggur safnið áherslu á að viðhalda verkþekkingu við viðgerð þeirra og stuðla að því að hún berist á milli kynslóða. Lesa meira

Mikil leit gerð að neyðarsendi - fannst hann að lokum í ruslagámi - 31.8.2010

Neydarsendar
Mikil leit að neyðarsendi stóð yfir hjá Landhelgisgæslunni og samstarfsaðilum frá sunnudegi og fram á mánudag eftir að neyðarskeyti hófu að berast frá neyðarsendi sem ekki var lengur í notkun. Við eftirgrennslan kom í ljós að honum hafði verið skilað inn til þjónustuaðila sem ekki fór með hann strax til förgunar. Lesa meira

Myndir frá veru TF-SIF í Louisiana - 30.8.2010

SIF_mars2010_085
Eins og komið hefur fram var flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fengin til að leysa af flugvél samgöngustofnunar Kanada við mengunareftirlit á Mexíkóflóa í fjórar vikur frá miðjum júlí. Hér má sjá nokkrar myndir frá dvöl áhafnar á svæðinu í miklum hita og 100% raka. Lesa meira

Varðskip komið með erlendan togara til hafnar, aðstoðaði skömmu síðar vélarvana bát - 27.8.2010

Varðskip Landhelgisgæslunnar kom með erlendan togara til Reykjavíkurhafnar kl. 23 í gærkvöldi en komið var að togaranum kl. 4 aðfaranótt miðvikudags þar sem hann var vélarvana við Hvarf á Grænlandi. Ferð skipanna sóttist betur en áætlað var vegna hagstæðra veðurskilyrða en áður hafði verið gert ráð fyrir að skipin kæmu til hafnar snemma í fyrramálið. Lesa meira

Fjölbreytt verkefni varðskipanna - 26.8.2010

Tyr_a
Varðskipið Týr kom til hafnar síðastliðinn fimmtudag eftir löggæslu- og eftirlit á Íslandsmiðum frá 3. ágúst. Í ferðinni fóru varðskipsmenn til eftirlits í skip og báta á hafsvæðinu þar sem m.a. var farið yfir veiðarfæri, afla og réttindi áhafna. Varðskipið tók einnig þátt í Fiskideginum mikla á Dalvík þar sem yfir fimm þúsund manns komu í skoðunarferð um skipið. Lesa meira

Varðskipið Týr aðstoðar erlendan togara - 25.8.2010

NACGF_vardskip
Varðskipið Týr kom kl. 04:00 í morgun að erlendum togara þar sem hann var vélarvana um 490 sjómílur VSV af Reykjanesi. Lagði varðskipið úr höfn síðdegis á mánudag til aðstoðar togaranum. Lesa meira

Fræðsla um Senegal fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar - 22.8.2010

SIF_FlugSjo1
TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í gær áleiðis til Dakar í Senegal þar sem flugvélin mun næstu vikur sinna landamæraeftirliti fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Varðskipið Ægir hefur sinnt sama verkefni frá byrjun maí. Fyrst var skipið við strendur Senegal en í júlí sigldi Ægir til Almería á Spáni en þaðan sinnir varðskipið eftirliti á Miðjarðarhafi fram til loka septembermánaðar.Fyrir brottför var starfsmönnum boðið upp á fræðslu um Senegal; menningu landsins, trúarbrögð, siði og fleira. Lesa meira

TF-LIF sækir slasaða konu á Öræfajökul - 22.8.2010

Landhelgisgæslunni bárust kl. 19:23 í kvöld boð frá Neyðarlínunni um konu sem hafði slasast á fæti í Hrútfjallstindum í Öræfajökli. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 19:28 þar sem talið var erfitt að koma konunni niður af jöklinum. Lesa meira

Ungt fólk í fermingarfræðslu heimsækir varðskip - 20.8.2010

Tyr,_1421a
Varðskip Týr fékk nýverið heimsókn ungs fólks sem mun næsta vor fermast í Dómkirkjunni. Voru þau í fylgd Sr. Hjálmars Jónssonar, dómkirkjuprests og Sr. Þorvaldar Víðissonar æskfulltrúa kirkjunnar. Fermingarfræðsla Dómkirkjunnar hefst á haustin með námskeiði sem stendur yfir í fjóra daga og lýkur því með vettvangsferð en heimsókn þeirra um borð í varðskipið var einmitt hluti af slíkri ferð. Lesa meira

Fjögur útköll á fimmtán tímum - 18.8.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var fjórum sinnum kölluð út á tímabilinu frá kl. 19:00 frá sl. mánudagkvöldið til kl. 14:00 þriðjudag. Tvö af útköllunum komu nánast samtímis að kvöldi mánudags. Kalla þurfti út bakvakt til að sinna fjórða útkallinu. Lesa meira

Mikið annríki hjá þyrluáhöfn - 17.8.2010

Lif1
Mikið annríki var í gærkvöld og nótt hjá Landhelgisgæslunni en þrisvar sinnum var beðið um útkall á þyrlu til að sinna aðkallandi sjúkraflutningum. Var nóttin óvenju annasöm. Lesa meira

TF-SIF snýr heim frá Louisiana - 16.8.2010

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF kom til Reykjavíkur áSIF_FlugskyliLHG sunnudagskvöld. Flogið var frá Houma í Louisiana með millilendingu í Syracuse í New York fylki og Goose Bay á Nýfundnalandi. Síðastliðinn mánuð hefur TF-SIF sinnt mengunareftirliti á Mexíkóflóa fyrir bandarísku strandgæsluna og BP. Lesa meira

Ægir kemur að ólíkum björgunum á Miðjarðarhafi - 15.8.2010

Undanfarnar vikur hefur varðskipið Ægir verið við eftirlit á vegumAegirIMGP4604a Frontex í Miðjarðarhafi þar sem varðskipið hefur komið að „björgun“ flóttafólks af bátum sem fóru frá Alsír og Morocco með stefnuna á Spán. Einnig hafa komið upp skemmtileg atvik eins og þegar siglt var fram á skjaldböku af stærri gerðinni í sem átti í augljósum vandræðum. Lesa meira

TF-LÍF í fimm tíma langt sjúkraflug. Sótti sjúkling 225 sjómílur frá Reykjanesi - 13.8.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:41 í gærkvöldi aðstoðarbeiðni frá sjóbjörgunarmiðstöðinni í Madrid þar sem óskað var eftir að alvarlega veikur maður yrði sóttur um borð í spánska togarann Esperanza Menduina sem þá var staddur um 280 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Lesa meira

TF-LÍF sækir sjúkling um borð í rússneskan togara - 2.8.2010

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í nótt sjúkling um borðTF-LIF-140604_venus í rússneska togarann NIDA sem staddur var djúpt suðvestur af Reykjanesi. Þyrlan flaug 160 sjómílur út í haf til móts við togarann en sjúkraflugið tók um þrjár klukkustundir. Lesa meira

Umferðareftirlit úr lofti í Húnavatnssýslum - 16.7.2010

Um helgina mun Landhelgisgæslan aðstoða lögregluna áGNA3_BaldurSveins Blönduósi við umferðareftirlit á þjóðvegum og hálendi umdæmisins. Fylgst verður úr lofti með ökuhraða og aksturslagi ökumanna og akstri vélknúinna farartækja um hálendið. Markmiðið er að efla öryggi vegfarenda og vernda náttúru umdæmisins fyrir utanvegaakstri. Um er að ræða samstarfsverkefni embættanna í samráði við ríkislögreglustjóra. Lesa meira

Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2009 er komin út - 16.7.2010

Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2009 er nú komin út og máAegir_LIFMyndir_vardskipstur nálgast hana hér. Í inngangi ársskýrslunnar ræðir Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar um árið 2009 sem afar viðburðarríkt ár sem umfram allt einkenndist árið af krafti og samhug starfsmanna sem þrátt fyrir þrengingar í rekstri sýndu engan bilbug heldur lögðust á eitt við að rækja skyldur Landhelgisgæslunnar í að standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu í kringum landið. Lesa meira

TF-SIF sinnir mengunareftirliti á Mexíkóflóa - 14.7.2010

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF hélt í morgun til Houma íSIFMEX_IMG_3504 Louisiana þar sem flugvélin mun næstu fjórar vikur eða til 15. ágúst, sinna mengunareftirliti á Mexíkóflóa fyrir BP- British Petroleum. Bandaríska strandgæslan hefur yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins en TF-SIF leysir af flugvél samgöngustofnunar Kanada, Transport Canada við verkið. Verkefni TF-SIF felst í að kortleggja olíumengun á svæðinu suður af New Orleans og verður áhersla lögð á að meta hvar olían er í hreinsanlegu magni . Lesa meira

Eftirlit á sundunum í samstarfi við lögregluna - 14.7.2010

Landhelgisgæslan mun í sumar stunda reglubundið eftirlit áOdinn_lettabatur sundunum í nágrenni Reykjavíkur í samstarfi við Ríkislögreglustjóra og lögregluna í Reykjavík. Í gær var farið til eftirlits á Óðni sem er harðbotna léttbátur Landhelgisgæslunnar. Athuguð voru réttinda- og öryggismál um borð í farþegabátum á svæðinu. Lesa meira

TF-LIF að nýju til taks - 12.7.2010

TF-LIF-140604_venus
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF er nú komin í fulla notkun á ný eftir að hafa verið um skeið í reglubundinni skoðun. Hefur Landhelgisgæslan nú tvær Super Puma þyrlur til umráða en auk TF-LÍF er TF-GNA notuð við leit og björgun, löggæslu og eftirlitsstörf Gæslunnar.
Lesa meira

Mikil sjósókn í dag - 12.7.2010

Í morgun kl. 10:00 voru samtals 995 skip og bátar í fjareftirliti hjá Landhelgisgæslu Íslands/vaktstöð siglinga. Gera má ráð fyrir að margir séu að strandveiðum. Samkvæmt tilkynningu frá Sjávarútvegsráðuneytinu verða strandveiðar stöðvaðar á svæðum A og D, sem ná frá Hornafirði að Súðavík, frá og með þriðjudeginum 13. júlí. Lesa meira

Afskipti höfð af flutningaskipi sem ekki virti reglur um aðskildar siglingaleiðir - 11.7.2010

Aðfararnótt laugardagsins hafði Landhelgisgæslan í tvígang afskipti af siglingum flutningaskipsins Green Tromsö sem sigldi ekki samkvæmt reglum um aðskildar siglingaleiðir vestur fyrir Garðskaga og suður fyrir Reykjanes. Tekin var skýrsla af skipstjóra og stýrimanni er skipið kom til Vestmannaeyja. Lesa meira

TF-LIF sækir slasaða konu í hlíðar Esju - 11.7.2010

Landhelgisgæslunni bárust kl.18:13 boð um slasaða konu í miðjum Esjuhlíðum þar sem gönguleiðir mætast. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF var þá að koma úr umferðareftirliti í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og átt skammt eftir til Reykjavíkur. Talið var að burður niður hlíðar Esju yrði bæði erfiður og langur og þáðu því björgunaraðilar aðstoð þyrlunnar. Lesa meira

TF-LIF tók þátt í leit á höfuðborgarsvæðinu - 10.7.2010

Lif1
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF tók á laugardag þátt í leit á höfuðborgarsvæðinu. Leitin hófst kl. 12:46 en síðast sást til mannsins um kl. 06:00 um morguninn. TF-LIF var á leið í æfingu en ákveðið var að þyrlan myndi leita ströndina frá Valhúsadufli inn að Sundahöfn. Lesa meira

Sigmaður þyrlunnar réri vélarvana bát í land - 8.7.2010

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar lenti í óvenjulegu útkalli síðdegis í dag þegar TF-GNA var á heimleið úr æfingu. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst aðstoðarbeiðni vegna báts sem var vélarvana á Úlfljótsvatni. Vegna hvassviðris rak bátinn stjórnlaust um vatnið en sagt var að um borð væri maður með þrjú börn. TF-GNA var komin að bátnum 10 mínútum eftir útkallið og var þá aðeins einn maður í bátnum. Lesa meira

Landamæravöktun TF-SIF í Grikklandi lokið. - 7.7.2010

Verkefni eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar TF-SIF á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, á Eyjahafi er nú lokið. Fjölmargar þjóðir taka þátt Í þessu svæðisbundna verkefni, má þar nefna Búlgaríu, Lettland, Ísland, Rúmeníu, Poland, Lítháen, Finnland og Frakkland. Aö sögn Frontex skipti TF-SIF sköpum í verkefninu. Lesa meira

TF-GNA tekur þátt í leit á Fimmvörðuhálsi - 5.7.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út kl. 00:20 í nóttSAR_050710_JSM7548 vegna tveggja manna sem týndir voru á Fimmvörðuhálsi. Óskað var eftir að fjórir undanfarar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu færu með þyrlunni. Fór TF-GNA í loftið kl. 01:06 og var flogið beint austur í Þórsmörk. Lesa meira

TF-GNA í sjúkraflug 120 sml NV af Garðskaga - 3.7.2010

BBC_sigid
Landhelgisgæslunni barst í morgun aðstoðarbeiðni frá skipinu Jóhönnu Gísladóttur vegna skipverja með brjóstverk. Skipið var statt um 120 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. TF-GNA fór í loftið kl. 1120 og sigldi skipið á fullri ferð á móti þyrlunni sem kom að að skipinu kl. 12:20. Lesa meira

Umferðareftirlit um helgina með lögreglunni - 2.7.2010

Nú um helgina mun Landhelgisgæslan taka þátt í umferðareftirliti ásamt Ríkislögreglustjóraembættinu. ÞyrlaUmferdareftirlit_LHG_Logr040808 Landhelgisgæslunnar munu fljúga með lögreglumenn við og eftir þjóðvegum landsins. Eftirlit með þyrlum hefur til þessa gefist mjög vel en með því fæst góð yfirsýn yfir umferðina auk þess sem áhöfn vélarinnar er til taks, með lækni og lögreglumanni, þegar á þarf að halda. Lesa meira

TF-SIF komin frá Grikklandi - 2.7.2010

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF kom til Reykjavíkur í gær SIF_FlugskyliLHGfrá Grikklandi en þar hefur flugvélin verið frá 1. júní við landamæraeftirlit á Eyjahafi fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins.Að sögn áhafnar hefur verkefnið gengið mjög vel enda er TF-SIF búin fullkomnum tækjabúnaði sem nýtist afar vel við eftirlits-, leitar- og björgunarverkefni.

Lesa meira

Landhelgisgæslan tekur þátt í prófunarferli Gilberts úrsmiðs/JS Watch - 1.7.2010

IMG_8540
Gilbert úrsmiður / JS Watch co. Reykjavik afhentu nýverið þrjátíu starfsmönnum Landhelgisgæslunnar, áhöfnum loftfara, sprengjusérfræðingum og köfurum armbandsúr sem bera nafnið Sif. Eru úrin ætluð til eins árs prófunar sem er lokaliður í þróunar og hönnunarferli úranna sem staðið hefur yfir í tvö ár. Þegar leitað var til Landhelgisgæslunnar vegna verkefnisins var strax tekið vel í að prófa úrin enda um íslenska hönnun að ræða og ánægjulegt fyrir Landhelgisgæsluna að styðja við bakið á íslenskri hönnun og nýsköpun með þessum hætti. Lesa meira

TF-GNA í útkall á Snæfellsnes - 30.6.2010

GNA3_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 15:25 vegna meðvitundarlausar 18 ára stúlku á Heilsugæslustöðinni á Ólafsvík. Haldinn var símafundur með þyrlulækni og lækni á Heilsugæslustöðinni. TF-GNA fór i loftið kl. 16:04 og lenti á flugvellinum á Rifi kl. 16:40 Lesa meira

TF-EIR skilað til leigusala - 30.6.2010

06062010EIRSkorradalsvatn2
Síðdegis í gær tók þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, á loft frá Reykjavíkurflugvelli og flaug til Bretlands þar sem henni verður skilað til leigusala en framlengdur leigusamningur þyrlunnar rann nýverið út. Þyrlan var tekin á leigu til árið 2007 en hún er í eigu CHC Helikopter Service. Lesa meira

Þyrla kölluð út eftir sprengingu á Grundartanga - 29.6.2010

Gna
Landhelgisgæslunni barst kl. 1935 beiðni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyss sem varð í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga.Sprenging varð í verksmiðjunni var einn maður alvarlega slasaður. TF-GNA fór í loftið tuttugu mínútum síðar eða kl. 19:55 Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna svifdrekaslyss í Spákonufelli - 27.6.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun vegna svifdreka sem brotlenti í Spákonufelli sem er fyrir ofan Skagaströnd. Lenti þyrlan skammt frá slysstaðnum kl. 11:55. Lesa meira

TF-GNA sækir slasaða á Kirkjubæjarklaustur - 27.6.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 23:09 á laugardagskvöld eftir að kona var stönguð af nauti við bæinn Kálfafell, sem er um 30 km. A-af Kirkjubæjarklaustri. TF-GNA fór í loftið kl. 23:36, flogið beina leið austur að Kirkjubæjarklaustri. Sjúkrabifreið flutti hina slösuðu til móts við þyrluna. Lesa meira

Fimmtán ár frá komu TF-LÍF - 23.6.2010

Lif1

Í dag eru 15 ár liðin frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli. Hefur TF-LIF í gegnum árin margsinnis sannað gildi sitt þar sem íslensk veður hafa oft á tíðum gert áhöfn og björgunaraðilum erfitt fyrir. Bjargað hefur verið hundruðum mannslífa með þyrlunni sem kemst víða þar sem annars væri óhugsandi að ná. Í Morgunblaðinu þann 24. júní 1995 kemur fram að fjölmargir lögðu leið sína að bækistöðvum Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll, til að fylgjast með því þegar þyrlan lenti. Skömmu fyrir kl. 15 sást þyrlan yfir Reykjavík og fylgdu henni tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og TF-GRO.

Lesa meira

Þyrla sækir slasaða á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp - 22.6.2010

GNA_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 15:00 með konu sem slasaðist í bílslysi á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp um hádegið. Landhelgisgæslunni barst kl 12:09 beiðni frá lögreglunni á Ísafirði og lækni á Hólmavík, um aðstoð þyrlu en tveir farþegar voru í bílnum þegar slysið varð. Lesa meira

Bátur á Breiðafirði dreginn til hafnar - 22.6.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 07:51 í morgun beiðni um aðstoð frá fiskibát að grásleppuveiðum við Blikasker á Breiðafirði. Engin hætta var á ferðum, var báturinn stjórnvana og óskaði eftir aðstoð við að komast í land. Haft var samband við björgunarsveitina Berserki í Stykkishólmi. Lesa meira

TF-GNÁ sækir sjúkling um borð í rússneska togarann Aleksey Anichkin - 20.6.2010

AlekseyAnakin
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegi í dag vegna skipverja með hugsanlega nýrnasteina um borð í rússneska verksmiðjutogaranum Aleksey Anichkin sem staddur var um 25 sjómílur vestur af Reykjanesi. TF-GNÁ fór í loftið kl. 12:30. Lesa meira

Skúlaskeið strandar á klettasnös við Akurey - 19.6.2010

AsgrimurSBjornsson
Farþegabáturinn Skúlaskeið, með 10 farþega um borð auk áhafnar, standaði síðdegis í dag við norðanverða Akurey eða á klettasnös 25 metra frá eynni. Landhelgisgæslan heyrði af óhappinu rás 16, sem er neyðarbylgja fyrir skip og báta og öllum sjófarendum ber skylda til að hlusta á.Talið er að báturinn hafi strandað um kl. 15:30 en um 20 mínútum síðar voru farþegar komnir um borð í farþegabátinn Jökul sem var í nágrenni við bátinn. Einnig var björgunarbáturinn Stefnir frá Kópavogi á svæðinu þegar óhappið varð. Lesa meira

TF-GNA í sjúkraflug á Reykjaneshrygg - 18.6.2010

Björgunarmiðstöðin í Stavanger óskaði kl. 12:46 eftir aðstoð GNA3_BaldurSveinsþyrlu Landhelgisgæslunnar við að sækja 26 ára konu, sem talin var vera með botnlangabólgu, um borð í norska togarann Langvin. Togarinn er staddur að úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg eða 207 sjómílur frá Reykjanesi. Eftir samráð við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar var ákveðið að sækja konuna. Togarinn hífði veiðarfæri og hélt á fullri ferð með stefnu á Reykjanes. Lesa meira

Viðhald á ljósduflum. - 18.6.2010

Vardskip
Á dögunum var varðskipið TÝR í viðhaldsvinnu við ljósdufl í Faxaflóa, Hvalfirði, Hafnarfirði, Skerjafirði, Breiðafirði og Eyjafirði. Ljósduflin voru hreinsuð, sum voru einnig máluð og legufæri yfirfarin. Alls var unnið við 16 ljósdufl, þar af eru 8 stór járndufl sem hafa verið í notkun hér við land síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Lesa meira

Línu- og handfærabát vísað til hafnar - 15.6.2010

Línu- og handfærabáturinn, Eyjólfur Ólafsson GK-38 sem leitað var að í kvöld fannst kl. 21:45 um 40 sjómílur SV af Reykjanesi eða á svipuðum slóðum og þegar síðast heyrðist til hans um hádegið. Var bátnum vísað til hafnar þar sem hann gerðist brotlegur við fiskveiðilöggjöfina með því að vera fyrir utan langdrægi fjareftirlitsbúnaðar. Einnig gerðist hann brotlegur við siglingalög og reglugerð um tilkynningaskyldu. Lögreglan mun taka á móti bátnum er hann kemur til hafnar. Lesa meira

Varðskip siglir með þyrlu til Grænlands - 14.6.2010

Fyrir skömmu flutti varðskipið TÝR þyrlu fyrir BlueWest Helicopters (Vesturflug) frá Ísafjarðardjúpi að ísröndinni fyrirGraenlandthyrlaDSC_6328 utan Scoresbysund. Sigldar voru um 250 sjómílur og af því var um helmingur með ísröndinni, en ísröndinn var um 100 sjómílur frá strönd Grænlands. Svipast var um eftir ísbjörnum á svæðinu, með verðandi borgarstjóra í huga, en án árangurs. Lesa meira

Könnunarleiðangur í Kolbeinsey. Útvörðurinn í norðri. - 14.6.2010

Nýverið fóru varðskipsmenn af TÝR í könnunarleiðangur í Kolbeinsey þar sem í ljós kom að verulega hefur gengið á skerið að undanförnu, er það ekki svipur á sjón. Tveir kollar með skarði á milli þeirra standa eftir. Svo virðist sem þyrlupallurinn sem steyptur var á milli kollanna sé með öllu horfinn. Áhöfn varðskipsins Óðins og starfsmenn Vita- og Hafnamálastofnunar byggðu þyrlupallinn árið 1989.

Lesa meira

Lið Landhelgisgæslunnar náði 2. sæti í firmakeppni Bláalónsþrautarinnar - 13.6.2010

Hjol
Landhelgisgæslan náði í dag 2. sæti í firmakeppni Bláalónsþrautar Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Frábær árangur hjá liðsmönnunum þremur, þeim Bjarna Ágústi Sigurðssyni, flugverndarstjóra flugrekstrardeildar, Höskuldi Ólafssyni, tæknistjóra flugtæknideildar og Jens Þór Sigurðssyni, flugmanni sem hjóluðu samtals 180 km í keppninni Lesa meira

Sjómenn hvattir til að fylgjast vel með ferilvöktunarbúnaði um borð - 13.6.2010

tyr-a-fullu
Árla sunnudagsmorguns, kl. 05:25 hvarf fiskibátur sem staddur var 5 sml S-af Kolbeinsey úr fjareftirliti Landhelgisgæslunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra náðist ekki samband við bátinn. Varðskip Landhelgisgæslunnar var þá beðið um að stefna á staðinn auk þess sem Björgvin, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði var kallað út. Lesa meira

Leit að frístundaveiðibát frá Súðavík - 12.6.2010

Leit stóð yfir í dag að frístundaveiðibát frá Súðavík sem tilkynnti sig úr höfn kl. 10 í morgun. Báturinn kom ekki inn í fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar, var ítrekað reynt að hafa samband við bátinn en engum köllum var svarað. Fór þá í gang hefðbundið ferli Landhelgisgæslunnar, haft var samband við leigu bátsins og bar eftirgrennslan þeirra ekki heldur árangur. Lesa meira

Mikilvægi sjómælinga - 11.6.2010

2010-05-03,_Baldur_a
Í aldanna rás hafa upplýsingar í sjókortum verið notaðar af sjófarendum til öruggra siglinga og verið grundvöllur fyrir könnun fjarlægra heimshluta og síðan forsenda aukinna verslunar og samgangna. Þetta grundvallaratriði er í raun óbreytt, sjómælingar eru grunnur að öllum samgöngum á sjó. Lesa meira

Einn af kostum mikillar sjósóknar - 10.6.2010

thorskur2
Mikill kraftur hefur verið í strandveiðimönnum nú í vikunni en á hádegi á mánudag fóru hvorki meira né minna en 400 bátar samtímis á sjó. Einn af kostum þess að hafa svo mörg skip og báta í einu á sjó er að ekki reynist langt að leita aðstoðar. Dæmi eru um að menn hafi veifað næsta bát þegar vantað hefur hjálp við að komast til hafnar. Lesa meira

Útkall þyrlu eftir slys í Látrabjargi - 9.6.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út kl. 16:40 í dag eftir tilkynning barst frá Neyðarlínunni um þýskan ferðamann sem féll fram af  Látrabjargi. TF-GNÁ fór í loftið um kl. 17:15 með þrjá undanfara Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Lesa meira

TF-GNÁ sækir slasaðan sjómann úti fyrir Vestfjörðum - 9.6.2010

GNA3_BaldurSveins
Landhelgisgæslunni barst kl. 02:01 í nótt beiðni um þyrlu eftir að slys varð um borð í togara úti fyrir Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ fór í loftið kl. 02:49 og kom að togaranum á Halamiðum kl. 04:16.   Lesa meira

Á tveimur klukkustundum fóru um 400 skip og bátar á sjó - 8.6.2010

Stjornstod2
Í morgun kl. 09:00 voru alls 920 skip og bátar í fjareftirlitskerfum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og fer sjósókn vaxandi. Á tveimur klukkustundum, eða á tímabilinu frá kl. 07:00-09:00, fóru samtals 400 bátar á sjó. Þegar slíkir toppar ganga yfir verður álagið mikið á varðstjórum stjórnstöðvarinnar en öllum bátum sem stunda strandveiðar er skylt að tilkynna sig úr og í höfn. Lesa meira

Landhelgisgæslan tók þátt í sjómannadeginum með ýmsum hætti - 7.6.2010

06062010EIRSkorradalsvatn2
Sjómannadagshelgin var haldin hátíðleg víða um land með samkomum við allra hæfi. Hátíð hafsins hófst í Reykjavík á laugardagsmorgun þegar varðskipið Týr sigldi inn í Reykjavíkurhöfn og flautaði inn hátíðina með öðrum skipum í höfninni. Landhelgisgæslan tók þátt í hátíðahöldunum með ýmsum hætti Lesa meira

Mikið um útköll vegna báta sem verða fyrir vélarbilun - 3.6.2010

EIR_MG_5279
Landhelgisgæslan óskaði fimm sinnum á síðastliðnum sólarhring eftir aðstoð björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og nærstaddra báta eða þegar bilun kom upp hjá bátum að veiðum eða öryggisbúnaður þeirra missti samband við sjálfvirku tilkynningaskylduna. Lesa meira

Þyrla danska varðskipsins Vædderen sækir alvarlega sjúkan skipverja - 1.6.2010

lynx_has-3_mk8
Þyrla danska varðskipsins Vædderen lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 11:24 með alvarlega veikan skipverja af portúgalska togaranum Coimbra sem staddur var að veiðum á Reykjaneshrygg eða 220 sml. SV af Reykjanesi. Landhelgisgæslan óskaði eftir aðstoð dönsku þyrlunnar þar sem um mjög alvarleg veikindi var að ræða. Lesa meira

TF-SIF flýgur til Grikklands í landamæraeftirlit - 31.5.2010

SIF_eftirlit
TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í morgun áleiðis til Lesvos í Grikklandi þar sem flugvélin mun næstu vikur sinna landamæraeftirliti á Eyjahafi milli Grikklands og Tyrklands. Verkefnið er unnið á vegum Frontex landamærastofnunar Evrópusambandsins en Ísland er aðili að samstarfinu í gegnum Schengen. Lesa meira

Franska dráttarskipið Malabar í Reykjavík - 31.5.2010

27052010Malabar1
Franska skipið Malabar kom til Reykjavíkur fimmtudaginn 27. maí en skipið mun næstu vikur sinna fiskveiðieftirliti á Reykjaneshrygg þar sem um þessar mundir eru stundaðar úthafskarfaveiðar. Eftirlit með veiðum á svæðinum er skipt á milli aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar, NEAFC og er heimsókn skipsins til Íslands venjubundin viðkoma í höfn á slíkri ferð en Malabar er öflugur dráttarbátur sem tilheyrir franska sjóhernum. Lesa meira

TF-GNÁ sækir skipverja af þýska togaranum Kiel - 30.5.2010

KIEL_012
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 19:55 með skipverja af þýska togaranum Kiel sem var að veiðum við A-Grænland eða um 480 sml frá Garðskaga þegar skipverjinn fékk slæman brjóstverk síðdegis á laugardag. Hafði íslenskur skipstjóri Kiel þá samband við sjóbjörgunarstöðina MRCC Grönnedal á Grænlandi, sem ekki hafði tök á að senda aðstoð vegna slæms veðurs á svæðinu og var þeim vísað á Landhelgisgæsluna. Lesa meira

Tveir bátar í vandræðum vestur af landinu - 30.5.2010

Landhelgisgæslan óskaði á föstudagskvöld eftir aðstoð nærstaddra báta og björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar eftir að tveir bátar lentu í vandræðum vestur af landinu. Lesa meira

Fréttir af smíði varðskipsins Þórs í Chile - 26.5.2010

Thor02_A_sjo
Þann 27. febrúar síðastliðinn varð jarðskjálfti upp á 8,8 stig Richter í Chile. Miklar skemmdir urðu á skipasmíðastöðinni ASMAR í Talchuano þar sem nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór er í smíðum en áætlað var að afhenda fullbúið í apríl.
Skemmdir á skipasmíðastöðinni urðu aðallega eftir flóðbylgju sem reið yfir svæðið eftir skjálftann. Lesa meira

Met sett í útköllum Landhelgisgæslunnar - 21.5.2010

GNA3_BaldurSveins
Níu útköll voru í gær send frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem hefur að sögn varðstjóra ekki áður gerst en mikið annríki hefur verið síðastliðna sólarhringa vegna strandveiðanna. Alls urðu sex bátar vélarvana víðs vegar um landið, tveir bátar duttu út úr fjareftirlitskerfum vegna bilunar auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu vegna lítillar flugvélar í vandræðum á leið frá Narsarsuaq á Grænlandi. Lesa meira

Einum manni bjargað eftir að bátur hans varð vélarvana - 19.5.2010

TF-EIR
Landhelgisgæslunni barst í morgun kl. 10:36 aðstoðarbeiðni í gegn um Neyðarlínuna frá Mar GK-21, handfærabát með einn mann um borð, sem var vélarvana og við það að reka upp í Staðarberg vestan Grindavíkur. Hafði akkeri bátsins slitnað og kominn var leki að bátnum. Í eftirlitskerfum Landhelgisgæslunnar sást að einn bátur, Jói Brands, var í grennd við bátinn og var hann samstundis kallaður til aðstoðar en svartaþoka var á svæðinu. Jafnframt voru björgunarskip og björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar ræstar sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

Fíkniefnamál á Seyðisfirði - mönnum sleppt úr haldi - 18.5.2010

Þremur hollenskum karlmönnum var í gærkvöld sleppt úr haldi lögreglu en mennirnir voru handteknir í tengslum við fíkniefnamál sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. .Aðgerðin hér er víðtæk en að henni hafa komið auk Landhelgisgæslunnar, lögreglu- og tollyfirvöld á Austurlandi, lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, sem og tollverðir frá Tollstjóranum í Reykjavík. Lesa meira

Áhöfn v/s Ægis heimsækir skóla ABC í Dakar - 17.5.2010

IMGP1064
Varðskipið Ægir var nýlega við bryggju í Dakar, höfuðborg Senegal en eins og áður hefur komið fram sinnir skipið nú, fyrir Frontex, landamæraeftirliti á ytri landamærum Evrópusambandsins. Áhöfn varðskipsins var boðið í heimsókn til barnaskóla sem ABC hjálparstarf rekur í borginni, en skipið afhenti skólanum nýverið hluti sem safnast höfðu á Íslandi til styrktar starfi þeirra. Lesa meira

TF-GNA sækir mann sem féll við klifur í Esju - 17.5.2010

Landhelgisgæslunni barst á sunnudag kl. 14:43 beiðni um aðstoð þyrlu eftir að maður féll við klifur í vestanverðri Esju, við Heljaregg.   Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA fór í loftið kl. 15:09. Þar sem ekki var möguleiki að nota börur, seig  sigmaður niður með lykkju og hífði þann slasaði upp. Lesa meira

Æfingin Bold Mercy fór fram við Færeyjar. Unnið að tveimur björgunaraðgerðum samtímis - 12.5.2010

Alþjóðlega björgunaræfingin Bold Mercy fór fram í gær í grennd við Færeyjar en æfingin er hluti af verkefni bandalagsþjóða NATO sem staðið hefur í mörg ár, sem fram fer á milli björgunarmiðstöðva á Norður Atlantshafi.  Handrit æfingarinnar samanstóð af tveimur aðskildum atvikum sem gerðust á svipuðum tíma innan færeyska björgunarsvæðisins. Lesa meira

Mikið annríki í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna strandveiðanna - 12.5.2010

Strandveiðar hófust á mánudag af fullum krafti og eru um 700 íslensk skip og bátar í fjareftirliti Landhelgisgæslu Íslands sem er um tvöfalt fleiri íslensk skip en að jafnaði eru á sjó í einu. Mikið álag er á þremur varðstjórum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sem eru á vaktinni og fylgjast með umferðinni, svara fyrirspurnum og taka á móti tilkynningum um ferðir flotans. Lesa meira

TF-EIR kölluð út vegna slyss á fjórhjóli - 11.5.2010

EIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR var kölluð út kl 20:34 í gærkvöldi eftir að aðstoðarbeiðni barst frá lækni á Hvammstanga vegna slasaðs manns sem hafði kastast af fjórhjóli. Var maðurinn slasaður á vinstri síðu og ummerki um innvortis áverka. Lesa meira

Bátur staðinn að ólöglegum veiðum á Breiðafirði - 10.5.2010

2010-05-03,_Baldur_a
Baldur, eftirlitsbátur Landhelgisgæslunni stóð nýverið fiskibát að ólöglegum grásleppuveiðum innan marka í Breiðafirði. Báturinn var færður til Stykkishólms þar sem lögregla tók á móti honum þar sem málið verður kært. Lesa meira

Varðskipið Ægir afhendir ABC Barnahjálp í Senegal vörur sem safnað var á Íslandi - senda innilegar þakkir - 7.5.2010

IMGP1161
Varðskipið Ægir kom til Dakar í Senegal að morgni 4. maí eftir gott ferðalag frá Las Palmas. Eins og komið hefur fram bauð Landhelgisgæslan ABC Barnahjálp að senda ýmsar vörur með skipinu frá Íslandi til Dakar fyrir skóla sem rekinn er af samtökunum. Eftir að lagst var að bryggju í Dakar komu aðilar frá samtökunum um borð og var farið með þá í skoðunarferð um skipið. Með þeim var liðsforingi frá Senegalska sjóhernum sem fylgdist með að allt færi að settum reglum. Lesa meira

Gylfi Geirsson kosinn formaður PECCOE - 6.5.2010

Á aðalfundi PECCOE, Permanent Committee on Control and Enforcements í síðastliðinni viku var Gylfi Geirsson, forstöðumaður hjá Landhelgisgæslunni kosinn formaður nefndarinnar.  Gylfi tekur við formennsku af Martin Newman frá Evrópusambandinu sem hefur gegnt starfinu undanfarin ár. PECCOE er fiskveiðistjórnunar og eftirlitsnefnd Norður Atlantshafs fiskveiðnefndarinnar-NEAFC. Lesa meira

Leikskólinn Víðivellir heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar - 6.5.2010

LeikskVidivellir
Flugdeild Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn fimmtán fróðleiksfúsra barna frá leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði. Komu þau í langa leið í strætisvagni ásamt fjórum leikskólakennurum. Henning Þ. Aðalmundsson stýrimaður og sigmaður tók á móti þeim ásamt Bjarna Ágústi Sigurðssyni sem er þjálfunarstjóri. Lesa meira

Nauðsynlegt fyrir minni báta að vera með radarspegil - 5.5.2010

Landhelgisgæslunni barst síðastliðna nótt tilkynning frá togara sem staddur er fyrir norðan land, sagðist hann hafa verið nærri því að sigla niður fiskibát á svæðinu. Fyrir árvekni stýrimanns sáu þeir bátinn á síðustu stundu og sveigðu frá honum. Báturinn var með eðlileg siglingaljós og STK tæki en ekki AIS. Sást hann ekki á radar þar sem hann var ekki búinn radarspegli. Lesa meira

Skipstjóri dæmdur til að greiða sekt eftir að hafa dregið veiðarfæri yfir fjarskiptastrengi - 3.5.2010

Skipstjóri, sem Landhelgisgæslan kærði í aprílbyrjun fyrir að sigla með veiðarfæri yfir neðansjávarstrengi, þarf að greiða 250.000 króna sekt, en sæta 18 daga fangelsi ella samkvæmt viðurlagaákvörðun í Héraðsdómi Reykjavíkur 29. apríl sl. Lesa meira

Ægir siglir til Dakar eftir frábærar móttökur og velvilja í Las Palmas - 3.5.2010

01052010IMGP0754
Þriðjudagskvöldið 20. apríl síðastliðinn lagði varðskipið Ægir úr höfn í Reykjavík til sex mánaða landamæraeftirlits á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins. Haldið var sem leið liggur fyrir Garðskaga og Reykjanes og stefnan síðan sett austan við Madeira og loks Las Palmas á Kanaríeyjum. Varðskipið lagðist þar að bryggju að morgni 29. apríl. Lesa meira

Köfurum Landhelgisgæslunnar tókst að skera veiðarfæri úr skrúfu portúgalska togarans Coimbra - 1.5.2010

Þremur köfurum frá varðskipi Landhelgisgæslunnar tókst í dag að skera veiðafæri úr skrúfu portúgalska togarans Coimbra sem staddur er á Reykjaneshrygg eða um 240 sjómílur frá Reykjanesi. Togarinn sem er við úthafskarfaveiðar fékk veiðarfærin í skrúfuna í gærmorgun og var þá leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. 

Lesa meira

TF-GNÁ sækir veikan mann til Vestmannaeyja - 1.5.2010

GNA3_BaldurSveins
Landhelgisgæslunni barst í nótt kl. 03:33 aðstoðarbeiðni, í gegnum Neyðarlínuna, frá lækni í Vestmannaeyjum. Um var að ræða veikan mann sem flytja þurfti strax til Reykjavíkur. Eftir samráð við þyrlulækni var þyrluvakt kölluð út. Nokkur bið varð á flugtaki þar sem beðið var eftir að ástand sjúklings yrði stöðugra fyrir flutning. Lesa meira

Varðskip á leið til aðstoðar portúgölskum togara - 30.4.2010

Agir_a_fullu_eftir_breytingar_i_okt_05_JPA
Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á leið til aðstoðar portúgölskum togara sem fékk veiðarfæri í skrúfuna við mörk 200 sjómílna lögsögunnar. Togarinn sem er við úthafskarfaveiðar fékk veiðarfærin í skrúfuna í morgun og var þá leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Munu kafarar varðskipsins freista þess að skera veiðarfærin úr skrúfu togarans. Lesa meira

Íslenskt skip fær á sig brotsjó SV af Hvarfi - 26.4.2010

triton
Sjóbjörgunarmiðstöðin í Grönnedal á Suður Grænlandi hafði kl. 17:16 í gær samband við Landhelgisgæsluna og upplýsti að þeim hefði borist tilkynning um að kominn væri leki að íslensku skipi, Óskari sem staddur var 25 sjómílur SV af Hvarfi. Skömmu síðar bárust Landhelgisgæslunni frekari fregnir frá skipinu, komið hafði brotsjór yfir skipið og leki væri kominn í lest og vélarrúm. Lesa meira

TF-EIR sækir slasaðan fjallgöngumann á Skarðsheiði - 24.4.2010

EIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 17:02 í dag eftir að aðstoðarbeiðni barst til stjórnstöðvar frá vakthafandi lækni á Akranesi eftir að fjallgöngumaður hrasaði og meiddist við göngu á Skarðsleiði. Þyrluáhöfn var að ferja TF-GNÁ frá Akureyri til Reykjavíkur þegar útkallið barst. Lesa meira

Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar staðsettar sem stendur á Akureyri - 23.4.2010

Sif_Lif_Gna2_BaldurSveinsson
Í Samhæfingarstöð almannavarna er náið fylgst með framvindu eldgossins á Eyjafjallajökli og reglulegir stöðufundir haldnir með þeim fjölmörgu stofnunum og fyrirtækjum sem koma að málum. Af öryggisástæðum voru flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF og þyrlan TF-GNA fluttar til Akureyrar. TF-SIF flaug í leiðinni yfir gosstöðvarnar og hafa ratsjármyndir verið sendar Veðurstofu og Raunvísindastofnun til upplýsinga.

Lesa meira

Varðskipið Ægir siglir af stað í landamæraeftirlit fyrir Evrópusambandið - 21.4.2010

Varðskipið Ægir lagði úr Reykjavíkurhöfn kl. 22:00 í gærkvöldi áleiðis til Senegal en þar og á vestanverðu Miðjarðarhafi mun varðskipið næstu 6 mánuði sinna landamæraeftirliti fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins.

Skipið siglir til Dakar í Senegal með viðkomu í Las Palmas á Kanaríeyjum þar sem stjórnstöð Frontex er staðsett.

Lesa meira

Bátur vélarvana í grennd við Garðskagavita - 21.4.2010

TYR_Akureyri44

Landhelgisgæslunni barst kl 08:40 aðstoðarbeiðni frá Steina GK, 5,8 brúttólesta handfærabát með einn mann um borð sem var vélarvana í grennd við Garðskagavita. Rak bátinn hratt í átt að Garðskagaflös og var 0,3 sjómílur frá skerjunum.

Kölluðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar samstundis eftir aðstoð nærstaddra skipa og báta á rás 16, haft var samband við við varðskip Landhelgisgæslunnar, einnig voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Sandgerði og Keflavík, ásamt björgunarsveitum kölluð út.

Lesa meira

Sáu gosopið opnast í eftirlitsbúnaði TF-SIF flugvélar Landhelgisgæslunnar - 19.4.2010

Á fréttavefnum vísi.is í dag er umfjöllun um TF-SIF, eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar sem hefur leikið aðalhlutverk við gagnaöflun við gosstöðvarnar á Suðurlandi. Í greininni segir að upplýsingarnar hafi gagnast við hættumat og veitt jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rannsókna. Hér á eftir fer greinin í heild sinni. Lesa meira

TF-SIF flýgur yfir gossvæðið með vísindamenn - 18.4.2010

TF-SIF eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli í dag. Tilgangur flugsins var að athuga gang eldgossins í Eyjafjallajökli, ná radarmyndum og öðrum gögnum með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar. Mjög lítið rennsli er undan jöklinum og niður á Markarfljótsaura. Gosmökkurinn reis hæst í um 12-14000 fet, frekar gráleiturallan tímann sem flogið var yfir svæðinu. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ kölluð út - 18.4.2010

GNA3_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út kl. 22:42 í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um sjómann sem féll útbyrðis af togara sem var að veiðum 67 sjómílur SV af Reykjanesi. Lesa meira

Varðskipið Ægir siglir til Senegal með hluti til stuðnings ABC barnahjálp - 17.4.2010

Myndir_vardskipstur_032
Næstkomandi þriðjudag 20. apríl siglir varðskip Landhelgisgæslunnar til Senegal þar sem skipið mun sinna verkefnum fyrir landamærastofnun Evrópusambandsins. Ákveðið var að að bjóða ABC barnahjálp að senda með skipinu dót fyrir skóla sem samtökin reka í Dakar. Lesa meira

Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar fljúga að gosstöðvunum og safna gögnum fyrir viðbragðsaðila - 16.4.2010

14042010Gos1
Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF lenti í Reykjavík kl. 1830 eftir að hafa flogið yfir Eyjafjallajökul. Voru aðstæður á gossvæðinu kannaðar og gögnum safnað með ratsjár-og hitamyndum. Kom í ljós að litlar breytingar hafa orðið á svæðinu, aðrar en þær að ásjóna gíganna í eldstöðinni er orðin afmynduð. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR flaug að Eyjafjallajökli um kl. 19:30. Þegar komið var að jöklinum var búið að taka af megnið af skýjahulunni og sást vel í gosmökkin, var örlítið skýjateppi sem huldi gosstöðina sjálfa.
Lesa meira

Radarmyndir frá TF-SIF mikilvægar heimildir um þróun gosstöðvanna á Eyjafjallajökli - 16.4.2010

Sif_Lif_BaldurSveinsson
TF-SIF eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í flug með vísindamenn um gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli í dag. Farið var í loftið kl. 16:56. Þetta flug var tilkomið til að athuga stöðuna á gosinu í Eyjafjallajökli en ekki hefur verið mögulegt að skoða stöðu gossins með öðrum tækjum en flugvél Landhelgisgæslunnar. Radarmyndir teknar á ELTA radar TF-SIF eru einu heimildirnar sem jarðvísindamenn hafa til að sjá hvernig gosið þróast og hvert rennsli frá því fer. Á sama tíma var þyrlan TF-GNÁ á svæðinu m.a. til aðstoðar við að að meta hlaup sem braust út frá Gígjökli.
Lesa meira

TF-SIF staðsetur gosið nákvæmlega þrátt fyrir ekkert skyggni - Bylting fyrir viðbragðsaðila - 14.4.2010

14042010SIFMagnusT
Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF fór í tvö flug yfir gosstöðvarnar í dag. Sá árangur og þær myndir sem Landhelgisgæslan hefur náð á undraskömmum tíma eru framar öllum vonum. Er í raun bylting fyrir íslensku þjóðina að eiga tæki sem getur kortlagt og hjálpað viðbragðsaðilum, með alveg nýjum hætti. Lesa meira

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF skiptir sköpum, - að sögn jarðvísindamanna - 14.4.2010

14042010Gos1
Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 11:30 með jarðvísindamenn. Á sama tíma hóf þyrlan TF-GNÁ sig á loft frá flugskýli Landhelgisgæslunnar en hún verður til taks ef á þarf að halda í námunda við gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli. Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings skiptir sköpum að hafa til afnota eftirlits- og leitarratsjá um borð í TF-SIF til að átta sig á eðli gosstöðvanna og þeim breytingum sem verða á svæðinu en framvindan hefur verið  hröð frá því gosið hófst sl. nótt. Lesa meira

Gosið staðsett við hábungu Eyjafjallajökuls - TF-SIF flýgur yfir svæðið með jarðvísindamenn - 14.4.2010

14042010

Samkvæmt upplýsingum frá flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF er gosið sem hófst í nótt staðsett rétt við hábungu Eyjafjallajökuls. Gosbólstrarnir eru nú komnir í 22 þúsund feta hæð. Öskufall er til austurs, nær að Fimmvörðuhálsi.

Stærð sigdældar virðist vera uþb 1km x 600 mtr.

Lesa meira

Fundur norrænna sjómælingastofnana í Reykjavík - 13.4.2010

Fundur norrænna sjómælingastofnana, Nordic HydrographicKort_maelingar Commission (NHC) hófst í morgun á Hótel Reykjavík Centrum. Að samtökunum standa sex norrænar stofnanir sem annast sjómælingar þjóðanna sem þau tilheyra. Þessar þjóðir eru;   Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Lesa meira

Varúðar skal gætt í grennd við sæstrengi - mikilvægt að hafa ný sjókort - 12.4.2010

Saestrengir
Undanfarið hefur Landhelgisgæslan sent kærur til lögreglustjóra vegna þess að skip hafa verið staðin að því að draga veiðarfæri yfir fjarskiptastrengi í sjó en það er bannað samkvæmt 71. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Bannað er að leggja veiðarfæri, sem fest eru í botni eða dregin eftir honum, eða varpa akkeri á svæði sem er mílufjórðungur hvorum megin við fjarskiptastrenginn. Afar mikilvægt er að sjófarendur gæti ítrustu varúðar í námunda við sæstrengi. Mjög dýrt er að bæta skemmdir á þeim og er viðgerð alfarið á kostnað þess sem tjóninu veldur. Þar sem strengirnir eru spennufæddir getur snerting við þá valdið manntjóni, bæði raflosti og brunasárum. Lesa meira

TF-GNÁ sækir mann með brjóstverk á Grímmannsfell - 11.4.2010

GNA_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:58 í dag eftir að tilkynning barst um karlmann um sextugt með mikinn brjóstverk á Grímmannsfell upp af Helgadal í Mosfellssveit. Fór TF-GNÁ í loftið kl. 15:24 og lenti á slysstað kl. 15:35. Lent var við Borgarspítalann í Fossvogi kl. 15:47. Lesa meira

Ægir í slipp fyrir útrásina - 8.4.2010

Aegir_IMG_2274
Varðskipið Ægir hefur að undanförnu verið í slipp við Mýrargötuna en unnið er að því að mála skipið og setja ýmsan búnað um borð sem er nauðsynlegur við fyrirhugað eftirlit varðskipsins í Suður Evrópu og við strendur Senegal. Unnið er að frágangi samninga um að varðskipið og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF SIF, verði leigð út í sumar, ásamt áhöfnum, í verkefni erlendis á vegum Evrópusambandsins. Lesa meira

TF-EIR sækir sjómann um um borð í línubát - 7.4.2010

EIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:59 vegna manns með hjartverk um borð í línubát sem var að veiðum um 18 sjómílur V af Garðsskaga. Fór TF-EIR í loftið kl. 19:17, komið var að bátnum kl. 19:33 þar sem stýrimaður og læknir sigu niður í bátinn og undirbjuggu sjúkling fyrir flutning. Lesa meira

Samtímis grennslast fyrir um tvo báta - 7.4.2010

Landhelgisgæslan hóf í morgun leit að tveimur bátum sem hurfu úr skjálfvirku tilkynningaskyldunni (STK). Var annar báturinn staðsettur fyrir norðan land en hinn fyrir austan. Kallað var á rásum 9 og 16, auk þess sem hringt var um borð og nærstödd skip beðin um að kalla í bátana Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leit - 7.4.2010

GNA3_BaldurSveins
Landhelgisgæslunni barst kl. 10:10 á þriðjudag beiðni frá lögreglunni á Hvolsvelli um aðstoð þyrlu við leit að tveimur konum og einum manni sem voru á ferðalagi á Honda jeppling í grennd við gossvæðið á Fimmvörðuhálsi. Í upphafi var um að ræða leitarsvæðið inn með Fljótshlíðarvegi, meðfram Markarfljóti, inn að svonefndu Tröllagjá og svæðið þar í kring. Síðast heyrðist til fólksins um kl. 02:00 um nóttina. Þyrlan kölluð út kl. 10:13, fóru stýrimenn á flugvelli yfir staðsetningar vegarslóða á svæðinu áður en TF-GNÁ fór í loftið kl. 10:51. Lesa meira

Torkennilegt ljós sást á Breiðafirði, varðskip og björgunarsveitir tóku þátt í leit - 4.4.2010

tyr-a-fullu
Landhelgisgæslunni barst kl. 00:46 aðfaranótt laugardags tilkynning um torkennilegt ljós eða eld suður af Flatey á Breiðafirði. Samkvæmt fjareftirlitskerfum voru engir bátar á svæðinu, kallað var út á rás 16 og 9 en enginn bátur svarar. Varðskipið Týr var statt á Breiðafirði og hélt þegar af stað til leitar.  Einnig var björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Rifi beðinn um kanna málið sem og björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi. Lesa meira

Óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna óhappa í grennd við gossvæðið á Fimmvörðuhálsi - 3.4.2010

GNA3_BaldurSveins
Landhelgisgæslunni barst kl.20:46 beiðni frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra um þyrlu vegna ökklabrotins manns í Þórsmörk, nánar tiltekið í Strákagili. Læknir á staðnum mat það ógerlegt að flytja manninn nema með þyrlu. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út kl. 20:49. TF-GNA fór frá Reykjavík kl.21:27 og var komin á slysstað kl. 22:00. Barst þá önnur beiðni um þyrlu vegna konu sem var sködduð á fæti á Fimmvörðuhálsi. Lesa meira

Flugslys við Flúðir - þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út - 1.4.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 16:15 í dag eftir stjórnstöð barst beiðni um aðstoð hennar eftir að flugslys varð skammt frá Flúðum. Var þyrlan lent á slysstaðnum um klukkustund eftir að útkallið barst. Voru þrír slasaðir fluttir um borð í þyrluna sem lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 17:50. Lesa meira

Viðbúnaður vegna netabáts sem datt úr ferilvöktun Landhelgisgæslunnar - 31.3.2010

TYR_Akureyri44
Mikill viðbúnaður hófst síðdegis þegar tuttugu tonna netabátur með þrjá menn í áhöfn datt út úr ferilvöktun Landhelgisgæslunnar kl. 17:37 í NV- verðum Húnaflóa. Hófst þá eftirgrennslan hjá varðstjórum Landhelgisgæslunnar sem ekki bar árangur. Voru þá Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þau Húnabjörg frá Skagaströnd ásamt Gunnari Friðrikssyni frá Ísafirði kölluð út auk þess sem ferðaþjónustubátur frá Ingólfsfirði á Stöndum var beðinn um að stefna að síðasta þekkta stað netabátsins. Lesa meira

Nemar lögregluskólans við þjálfun um borð í v/s TÝR - 29.3.2010

Nýverið komu lögregluskólanemar um borð í v/s TÝ til þjálfunar.TY23-03-2010_206 Hópurinn taldi 27 nema, þar á meðal voru tveir nemar frá Noregi og tveir frá Finnlandi auk þriggja leiðabeinanda.

Æfð var notkun björgunarbúnaðar og sjóbjörgun bæði frá skipi og léttbátum, fjörulending, sigling og umgengni léttbáta og uppganga í skip, ferðlaust og á ferð.

Lesa meira

Starfsmannafundur í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 27.3.2010

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu í dag saman í flugskýlinu við Nauthólsvík þar sem farið var yfir ýmis mál varðandi reksturinn og það sem framundan er í starfseminni. Lesa meira

Línubátur strandar við Héðinshöfða á Skjálfanda - 26.3.2010

Hedinshofdi
Vaktstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar fengu kl. 01:56 aðstoðarbeiðni á rás 16 frá línubát sem strandaður var við Héðinshöfða, um 3 sjómílur norður af Húsavík. Tveir menn voru um borð í bátnum og sakaði þá ekki. Enginn leki virtist kominn að bátnum. Samstundis voru tveir nærstaddir línubátar kallaðir til aðstoðar, Karolína og Háey II sem héldu á strandstaðinn. Einnig var björgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Húsavík kölluð út. Auk þess var bakvakt SL og lögreglu gert viðvart. Lesa meira

Gossvæðið í gegnum linsu þyrluáhafnar - 25.3.2010

Eldgos_i_Fimmvorduhalsi_280
TF-LÍF fór í gærkvöldi í æfingu með nætursjónauka og miðunarbúnað þar sem flogið var inn í Þjórsárdal og þyrlunni lent í námunda við hraunfoss sem rennur niður frá gossvæðinu á Fimmvörðuhálsi. Tók áhöfnin nokkrar myndir af eldsumbrotunum. Var síðan farið í fjallaæfingu við Hattfell þar sem stýrimaður og og læknir sprönguðu niður. Lesa meira

Gögn úr eftirlitsbúnaði TF-SIF bylting fyrir vísindamenn - 24.3.2010

12mb__IB_7676
TF-SIF flaug í dag yfir gossvæðið á Fimmvörðuhálsi með jarðvísindamenn og veðurfræðinga. Auk þeirra komu þingmenn Suðurkjördæmis í flugið ásamt Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Kynntu þau sér eftirlitsbúnað í TF-SIF og hvernig gögn vélarinnar styðja við vinnu jarðvísindamanna. Að sögn jarðvísindamanna hefur nákvæm kortlagning við útbreiðslu hrauna ekki verið möguleg hér á landi fyrr nú með gögnum úr eftirlitsbúnaði TF-SIF. Lesa meira

Þróun eldsumbrota á Fimmvörðuhálsi kortlögð. Styður við rannsóknir vísindamanna - 22.3.2010

SIF220310
TF-SIF eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi í dag þar sem aðstæður á svæðinu voru bornar saman við fyrri mælingar eftirlits og leitarratsjár flugvélarinnar. Með í för voru vísindamenn en einnig Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins sem og Guðmundur Guðmundsson upplýsingafulltrúi, Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Þórunn Hafstein, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu auk Kjartans Þorkelssonar sýslumannsins á Hvolsvelli. Lesa meira

Gögn frá eftirlitsflugvélinni TF-SIF sýna að virkni gosstrókanna hefur nokkuð breyst frá í morgun - 21.3.2010

SIF_eftirlit
Eftirlitsflugvélin TF-SIF lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 21:50 í kvöld eftir að hafa flogið í um klukkustund yfir gossvæðið á Fimmvörðuhálsi, milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Notuð var eftirlits- og leitarratsjá flugvélarinnar til að mæla hvort breytingar hafi orðið á yfirborði svæðisins frá flugi TF-Sifjar í morgun. Að sögn jarðvísindamanna sem voru með í för hefur virkni gossins nokkuð breyst frá því í morgun en þá voru um 15 minni gosstrókar í sprungunni en nú er um er að ræða sex aðalstróka og fjóra minni sem virðast kraftmeiri. Lesa meira

TF-SIF er nú á flugi yfir gossvæðinu - búnaður vélarinnar nýttur til að meta aðstæður - 21.3.2010

Nú fyrir stuttu eða kl. 20:15 í kvöld tók eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF á loft frá Reykjavíkurflugvelli áleiðis að gossvæðinu milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Með í för eru Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Haraldur Johannesen, ríkislögreglustjóri og Jón Bjartmars yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Þá eru um borð jarðvísindamenn og fulltrúar Veðurstofu Íslands. Tilgangur ferðarinnar er að meta aðstæður svo unnt sé að taka ákvörðun um framhaldið. Notkunarmöguleikar flugvélarinnar á sviði almannavarna eru gríðarlegir þar sem unnt er að greina breytingar á landslagi svo sem hæðarlínur í jöklum, eldfjöllum og snjóalögum með búnaði vélarinnar. Lesa meira

Eftirlitsflugvélin TF-SIF sannar getu sína við eldsumbrotin á Fimmvörðuhálsi - 21.3.2010

Eyjafjradar3
Við eldgosið á Eyjafjallajökli sl. nótt sýndi og sannaði eftirlitsflugvélin TF-SIF hversu nauðsynlegt er fyrir Landhelgisgæsluna að hafa yfir að ráða öflugri flugvél þegar íslensku náttúruöflin láta á sér kræla. TF-SIF er búin mjög öflugri eftirlits og leitarratsjá en við eldgos og aðrar rannsóknir á yfirborði lands og sjávar er notuð virkni sem kallast „Spot SAR mode“ en þá er loftneti radarsins beint að viðkomandi svæði og á nokkrum sekúndum teiknar hann upp útlínur viðfangsefnisins að yfirborði þess svæðisins. Lesa meira

Hraungossprungan á Fimmvörðuhálsi - 21.3.2010

Lif1
Samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindamönnum um borð í TF-LÍF er gosið norðarlega í Fimmvörðuhálsi, á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Gossprungan virðist vera um 1 km að lengd og liggur í norðaustur – suðvestur. Lágir gosstrókar koma úr sprungunni og lítil aska sjáanleg. Lesa meira

Jarðvísindamenn skoða eldsumbrot við Eyjafjallajökul úr þyrlu og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar - 21.3.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF fór frá Reykjavík kl. 01:40 með jarðvísindamenn til að kanna eldsumbrot við Eyjafjallajökul úr lofti. Flugvélin TF-SIF fer í loftið um kl. 04:00 og verður jökullinn kannaður úr eftirlitsbúnaði vélarinnar, eru jarðvísindamenn einnig um borð í flugvélinni. Varðskip er á svæðinu og verður það til taks ef þörf er á en um borð er eldsneyti fyrir þyrluna. Lesa meira

TF-SIF við eftirlit á suðausturmörkum lögsögunnar - Eyjafjallajökull skoðaður með jarðvísindamönnum - 19.3.2010

sif_LANDEHOFN-003
TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar hefur í vikunni flogið reglulega yfir Eyjafjallajökul vegna jarðhræringa á svæðinu. Jarðvísindamenn hafa verið með í för, jökullinn skoðaður og myndir teknar.  Ennþá er í gildi óvissustig sem Almannavarnir gáfu út föstudaginn 4. mars. Í einu fluginu var flogið yfir Landeyjahöfn (Bakkafjöruhöfn)  og hún skoðuð úr 1048 feta hæð. Lesa meira

Útkall vegna fiskibáts á Skerjafirði - 18.3.2010

AsgrimurSBjornsson
Varðstjórar Landhelgisgæslunnar urðu í fjareftirlitskerfum vaktstöðvar siglinga varir við óvenjulega siglingu fiskibáts kl. 16:37.  Var báturinn staðsettur á Skerjafirði. Höfðu þeir samband við bátinn og kom þá í ljós að hann var stýrislaus en með vélarafl. Björgunarbáturinn Fiskaklettur fór frá Hafnarfirði innan 10 mínútna frá útkalli og var kominn að fiskibátnum kl. 17:08, eða um 23 mínútum eftir útkall, Lesa meira

Viðbúnaður og björgun vegna slysa á fjöllum eða í strjálbýli - 16.3.2010

Fjallamennskunamsk_styrim_laeknar23_24112007
Málþingið „Hópslys í strjálbýli – viðbúnaður og björgun“ hefst á Akureyri á morgun miðvikudaginn 17. mars. Málþingið er hluti af verkefnafundi Norðurslóðaverkefnisins Cosafe - Cooperation for safety in sparsely populated areas. Á málþinginu verður boðið upp á ýmsa fyrirlestra varðandi viðbúnað og björgun vegna slysa á fjöllum eða í strjálbýli og mun Friðrik Höskuldsson stýrimaður flytja fyrirlestur um hlutverk Landhelgisgæslunnar í fjallabjörgun og slysum í dreifbýli. Lesa meira

Æfingar Ægis með danska varðskipinu Ejnar Mikkelsen - 12.3.2010

Afing_med_p_571_28022010_(18)
Nýlega var haldin sameiginleg æfing varðskipsins Ægis og danska varðskipsins Ejnar Mikkelsen við Færeyjar. Var æfingin liður í samkomulagi sem undirritað var við danska sjóherinn árið 2007 um nánara samstarf er varðar leit, eftirlit og björgun á Norður- Atlantshafi. Í því felst m.a. sameiginlegar æfingar og þjálfun með einingum danska sjóhersins við Færeyjar og Grænland. Lesa meira

Þyrluáhöfn með kynningu fyrir viðbragðsaðila á Snæfellsnesi - 8.3.2010

Lif1
Starfsmenn St.Franciskusspítalans í Stykkishólmi, lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi sátu á sunnudag kynningu hjá þyrluáhöfn Landhelgisgæslunni á starfsemi flugdeildarinnar. Lesa meira

Í fyrsta sinn sem þyrla fær eldsneyti á flugi yfir varðskipi Landhelgisgæslunnar - 5.3.2010

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010
Í gær var þyrlueldsneyti í fyrsta sinn dælt á Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar meðan hún var á lofti yfir íslensku varðskipi. Slíkt er afar mikilvægt að geta gert þegar verið er í aðgerðum á hafi úti og langt fyrir þyrlu að fara til eldsneytistöku. Gekk æfingin í alla staði vel. Lesa meira

Æfing Ægis með þyrlubjörgunarþjónustunni í Færeyjum - 4.3.2010

Nýverið æfði áhöfn varðskipsins Ægis sjóbjörgun með þyrlu AegirIMGP0336Atlantic Airways OY-HSR, en þeir sjá um björgunarstörf sem unnin eru með þyrlum í Færeyjum. Áhöfn þyrlunnar ásamt stjórnendum frá Atlantic Airways komu um borð í Ægi fyrr um daginn skoðuðu skipið og kynntu sér aðstæður. Lesa meira

Ragnar og Unnþór komnir til Santiago - fara heim við fyrsta tækifæri - 3.3.2010

Snemma í morgun barst tölvupóstur til starfsmanna Landhelgisgæslunnar frá Ragnari Ingólfssyni flugvirkja sem staddur er í Chile. Þeir félagar komu til Santiago snemma í morgun eftir langt rútuferðalag frá Concepcion. Hér á eftir birtist pósturinn frá honum.   Lesa meira

Starfsmenn LHG komnir í rútu á leið til Santiago - 2.3.2010

Nýjustu fréttir af Ragnari Ingólfssyni og Unnþóri Torfasyni í Chile bárust fyrir skömmu. Þeir eru nú komnir í rútu á leið til Santiago og eru í fínum málum. Hópurinn ákvað að skipta um samastað í gærkvöldi og færði sig yfir í íbúðina sem Danirnir hafa til umráða en hún er í góðu hverfi í útjaðri Concepcion. Lesa meira

Ófremdarástand í Concepcion - Gæslumenn bíða eftir að flugvöllurinn opni að nýju - 1.3.2010

Fyrir skömmu síðan náðist samband við Ragnar Ingólfsson, starfsmann Landhelgisgæslunnar í Chile. Allt er í lagi með þá báða, Ragnar er hjá dönskum samstarfsmönnum, í húsnæði í úthverfi Concepcion og Unnþór er hjá chilenskum vinum í borginni. Það er nú orðið ljóst að flugvöllurinn verður ekki opnaður fyrir annað en herflug fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag eða fimmtudag.  Lesa meira

Samband náðist við starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Chile - eiga bókað flug á mánudag - 28.2.2010

Sunnudagur kl. 23:15
Nýjar fréttir voru að berast frá Chile í gegnum Danmörku. Stuttu eftir kvöldmat tókst að ná símasambandi við einn Dananna sem starfar á vegum Landhelgisgæslunnar við skipasmíðina í Chile og koma til hans upplýsingum um flugáætlanir Unnþórs Torfasonar og Ragnars Ingólfssonar. Nú rétt í þessu náðist aftur samband við þennan sama aðila og var hann þá staddur í skipasmíðastöðinni. Lesa meira

Reynt eftir öllum leiðum að komast að nýju í samband við íslenska starfsmenn Landhelgisgæslunnar - 28.2.2010

Enn er unnið að því að koma íslenskum starfsmönnum Landhelgisgæslunnar heim frá Chile. Þær upplýsingar hafa fengist að reynt verði að opna flugvöllinn í Concepcion á morgun, mánudag kl. 11:30 að staðartíma eða kl. 14:30 að íslenskum tíma.  Ekki hefur tekist að koma skilaboðum til starfsmannana um farmiða né konu sem tilbúin er til að aðstoða. Áríðandi er að þessum skilaboðum verði komið til þeirra ef þeir hafa samband í gegnum síma eða tölvu. 

Lesa meira

Íslenskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Chile heilir á húfi - 28.2.2010

Þær gleðifregnir bárust að ganga eitt aðfaranótt laugardagsins 28. febrúar að tveir íslenskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Chile eru heilir á húfi og við góða heilsu. Þeim tókst að komast í örstutt símasamband og láta vita af sér. Lesa meira

Danskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Chile óhultir eftir jarðskjálftann - 27.2.2010

Nú rétt í þessu fengust þær fregnir gegnum Danmörku að eiginkona eins Dananna sem starfar í Chile á vegum Landhelgisgæslunnar, hefði frétt af honum í gegnum tölvupóst sem virðist endrum og sinnum virka. Gat hann staðfest að allir Danirnir væru heilir á húfi. Byggingar þær sem þeir dvelja í eru lítið skemmdar þó innanstokksmunir hafi skemmst. Eru Danirnir nú að freista þess að komast yfir í þann borgarhluta sem íslenskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar dvelja í til að fá af þeim fregnir. Lesa meira

Ekki hefur náðst samband við starfsmenn Landhelgisgæslunnar á skjálftasvæðinu í Chile - 27.2.2010

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Chile klukkan rúmlega hálfsjö í morgun laugardag, að íslenskum tíma. Sex starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af tveir Íslendingar eru í borginni Concepcion í Chile vegna smíði á nýju varðskipi. Eru þeir þar við vinnu við lokaáfanga smíðinnar. Auk Íslendinganna eru fjórir danskir eftirlitsmenn á vegum Landhelgisgæslunnar við störf á staðnum. Lesa meira

Ægir með brimlendingaræfingar. - 22.2.2010

Björgunaraðgerðir eiga sér sjaldnast stað í sléttum sjó, því er Brimlending_(6)nauðsynlegt að æfa þær við erfiðar aðstæður. Það gerði áhöfnin á Ægi fyrir skemmstu en markmið æfinganna er að menn þekki réttu handtökin, þekki bát og búnað, áhöfn bátsins og síðast en ekki síst eigin takmörk. Lesa meira

Tvö útköll á sunnudagsmorgun - 21.2.2010

TF-LIF-140604
Landhelgisgæslunni bárust á sunnudagsmorgun tvö útköll með stuttu millibili. Kl. 10:46 barst beiðni frá Neyðarlínunni um þyrlu vegna sjúklings með alvarleg brunasár eftir húsbruna í Stykkishólmi. Seinna útkallið var sent út kl. 11:05 þegar fiskibátur hafði samband við Landhelgisgæsluna. Var hann vélarvana NV-af Viðey og vantaði aðstoð strax. Lesa meira

Viðbúnaður vegna flugvéla á leið til landsins - 18.2.2010

Talsverður viðbúnaður var á miðvikudag þegar samband rofnaði við flugvélar innan íslenska flugstjórnarsvæðisins. Í fyrra skiptið var um að ræða flugvél á leið frá Odense til Keflavíkur sem kom síðan að nýju inn á radar og í seinna skiptið lítil flugvél sem síðast var í fjarskiptasambandi 50 sjómílur A- af Keflavíkur. Beðið var um útkall á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem síðan var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu. Lesa meira

Þýsk freigáta í Reykjavík - landsleikur við áhöfnina - 16.2.2010

Freigata Meckelnburg-Vorpommern
Þýska freigátan Meckelnburg-Vorpommern kom til Reykjavikur mánudaginn 15. febrúar en hún verður staðsett á Miðbakka meðan á heimsókn til Reykjavíkur stendur en hún er hér á landi í kurteisisheimsókn Freigátan verður opin almenningi þriðjudaginn 16. febrúar og miðvikudaginn 17. febrúar milli kl. 14:00 og 16:00. Lesa meira

Varðskipið TÝR heimsækir Hólmavík á 112 daginn - 12.2.2010

Varðskipið TÝR heimsótti Hólmavík á 112 daginn sem var Mynd1_Holmavikfimmtudaginn 11. febrúar. Við það tækifæri var haldin stutt kynning á Landhelgisgæslunni og starfsemi hennar í grunnskólanum á Hólmavík. Eftir kynningu héldu nemendur og starfsmenn skólans niður á bryggju þar sem bættust í hópinn nemendur og kennarar frá Drangsnesi og Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi. Síðust en ekki síst voru svo börnin á leikskólanum Lækjarbrekku sem ráku lestina. Lesa meira

Getur þú hjálpað þegar á reynir? - 10.2.2010

Logo1_112dagurinn2010
112-dagurinn verður haldinn víða um land fimmtudaginn 11. febrúar. Þema dagsins eru forvarnir og aðkoma að vettvangi slysa, veikinda og áfalla. Oftast kemur venjulegur borgari fyrst að vettvangi, tilkynnir um atburðinn og veitir fyrstu aðstoð. Þessi fyrstu viðbrögð geta skipt miklu um afdrif fólks og hvernig til tekst með björgun. Lesa meira

Varðskipið TÝR heimsækir Grímeyinga - 9.2.2010

Þriðjudaginn 9. febrúar óx mannfjöldi í Grímsey um heil 20% Vardskip6þegar varðskipið TÝR lagðist þar að bryggju. Við það tækifæri komu öll grunn- og leikskólabörn eyjarinnar ásamt kennurum í heimsókn um borð. Farið var um skipið í fylgd skipverja sem fræddu gestina um skipið og búnað þess. Lesa meira

Eftirlit Landhelgisgæslunnar með erlendum loðnuskipum á loðnumiðum djúpt austur af Dalatanga. - 7.2.2010

Mikill erill hefur verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarna daga TYR_lodnuveidar1vegna loðnuveiða Norðmanna djúpt undan Austfjörðum. Varðskip hefur verið við eftirlit á miðunum en gefinn var út loðnukvóti fyrir norsk skip upp á 28.431 tonn. Öll norsku skipin hættu veiðum á sunnudag og tilkynntu þau alls 27.745 tonna afla.
Norsku skipin byrjuðu að streyma á miðin 2. febrúar en af 79 skipum sem höfðu veiðileyfi komu 31 skip til veiða. Lesa meira

Fjöldi norskra skipa við loðnuveiðar A- og SA af landinu - 2.2.2010

Síðastliðinn sólarhring hefur norski loðnuflotinn raðað sér upp Norsk_lodnuskip2við lögsögumörkin og er kominn til loðnuveiða A- og SA af landinu en fyrir helgi komu út nýjar reglugerðir um loðnuveiðar íslenskra og erlendra skipa á vetrarvertíð 2010. Eftirlitsflugvélin Sif flaug yfir svæðið í gærkvöldi framhjá straumi norskra skipa á leið inn í lögsögu Íslands. Lesa meira

Margir lögðu leið sína í v/s Óðinn á 50 ára afmæli varðskipsins - 31.1.2010

Í tilefni af 50 ára afmæli varðskipsins Óðins var Sjóminjasafnið við Grandagarð með frítt fyrir alla um borð í skipið og á safnið um helgina. Fyrrverandi Óðinsmenn voru um borð í skipinu og fræddu gesti um lífið um borð. Lögðu fjölmargir leið sína í Grandagarðinn og skoðuðu varðskipið sem á sér langa og merkilega sögu. Lesa meira

Leit að línubát NV-af Garðskaga - 31.1.2010

Fyrir hádegi í dag, sunnudag hvarf 12 tonna línubátur úr fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar. Var báturinn síðast staddur um 18 sjómílur NV af Garðskaga. Landhelgisgæslan boðaði út björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði og Jón Oddgeir frá Njarðvík til leitar. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar Líf kölluð út og nærstaddir bátar og skip voru beðin um að hætta veiðum og halda til leitar. Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna slyss á Langjökli - 30.1.2010

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 13:00 í dag þegar tilkynning barst frá Neyðarlínunni um að tveir einstaklingar hefðu fallið í sprungu á Langjökli vestanverðum. Einnig voru Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Akranesi, Borgarnesi og höfuðborgarsvæðinu kallaðar út. Lesa meira

Ægir til hafnar að loknu eftirliti og löggæslu á Íslandsmiðum - farið um borð í tuttugu og tvö skip og báta - 28.1.2010

Agir_a_fullu_eftir_breytingar_i_okt_05_JPA
Varðskipið Ægir kom á þriðjudag til hafnar í Reykjavík en skipið var við eftirlit og löggæslu á Íslandsmiðum fra 7. janúar. Varðskipsmenn fóru í ferðinni til eftirlits í tuttugu og tvö skip og báta þar sem farið var yfir veiðarfæri, afla og réttindi áhafna. Lesa meira

Sif flýgur yfir norska gasflutningaskipið Arctic Princess fyrir sunnan land - 27.1.2010

Arctic_Pr
Landhelgisgæslan hefur síðastliðinn sólarhring fylgst með siglingu norska gasflutningaskipsins Arctic Princess sem er 288 metrar að lengd og kom inn í eftirlitskerfi stjórnstöðvar um 100 sjómílur A-af landinu en skipið er á siglingu yfir N-Atlantshaf frá Noregi til Bandaríkjanna. Stýrimaður eftirlitsflugvélarinnar Sifjar hafði samband við skipið og spjallaði við rússneskan skipstjóra þess. Lesa meira

Óskað eftir aðstoð Sifjar við leit að ísbirni í Þistilfirði - 27.1.2010

SIF_FlugSjo1
Landhelgisgæslunni barst kl. 14:57  beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð við leit að ísbirni sem sást til í Þistilfirði.  Sif, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar var við eftirlit á miðunum undan Norð-Austurlandi þegar beiðnin barst og hélt á svæðið til leitar. Kl. 15:47 upplýsti lögreglan á Húsavík að ekki væri þörf á frekari aðstoð þar sem búið væri að fella dýrið. Lesa meira

Varðskipið Óðinn 50 ára í dag - 27.1.2010

odinn
Landhelgisgæsla Íslands, Hollvinasamtök Óðins og Víkin Sjóminjasafnið fagna í dag 50 ára afmæli varðskipsins Óðins en skipið er nú hluti af Sjómannasafninu Grandagarði 8. Varðskipið Óðinn kom til landsins 27. janúar 1960 en hann var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959. Síðasta sjóferð Óðins í þágu Landhelgisgæslunnar var farin í júní 2006 en þá stóð Óðinn færeyskan togara að því að sigla inni í íslenskri efnahagslögsögu án þess að tilkynna sig eða hafa veiðileyfi.

Lesa meira

Þrjú erlend olíuskip á sama tíma innan lögsögunnar. - 24.1.2010

Oliuskip_Panna
Þrjú erlend olíuskip voru innan íslensku efnhagslögsögunnar síðastliðinn föstudag, djúpt S og SA af Íslandi. Reynt var að ná sambandi við skipin og þeim tilmælum beint til skipstjóra að senda upplýsingar um farm og siglingu skipanna meðan þau væru innan íslensku lögsögunnar. Lesa meira

Kafarar og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til við leit í Hvalfirði - 22.1.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:04 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð kafara Landhelgisgæslunnar við leit að manni í Hvalfjarðarbotni . Fóru þrír kafarar til leitar ásamt þremur köfurum frá lögreglunni en án árangurs. Beiðni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitin barst frá lögreglunni kl.14:05. Lesa meira

Þyrla kölluð út - ungur maður alvarlega slasaður eftir að rörasprengja sprakk - 21.1.2010

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 20:32 á þriðjudagskvöld þegar beiðni um aðstoð hennar barst í gegn um Neyðarlínuna eftir að ungur maður lenti í flugeldaslysi í Hveragerði. Slysið varð þegar maðurinn var að setja saman rörasprengju ásamt félaga sínum, við það sprakk sprengjan. Var hún feiknalega öflug og olli miklum skaða. Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar segir rörasprengjur í raun hættulegri en handsprengjur sem notaðar eru í hernaði.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna bílslyss - 17.1.2010

TFLIF_2009
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:58 eftir að beiðni kom frá Neyðarlínunni um aðstoð hennar við að flytja tvo einstaklinga sem slösuðust í bílslysi vestan við Grundarfjörð. Þyrla og sjúkrabíll mættust kl. 17:38 á Kaldárbakkaflugvelli sem er vestan við Eldaborgarhraun. Voru hinir slösuðu fluttir um borð í þyrluna sem lenti við Landspítalann í Fossvogi 18:30. Lesa meira

Hafís við Hornbjarg hefur nánast náð landi - Sást í ískönnunarflugi þyrlu LHG - 16.1.2010

Í ískönnunarflugi þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag kom í ljós Gasla_og_iskonnun_16._jan_2010_022hafís við Hornbjarg sem hefur nánast náð landi við Hornbjargsvita. Ísinn liggur til austurs í áttina að Óðinsboða, talsverður rekís og spangir en þó er fært gegnum ísinn með aðgát. Eitt skip fór í gegn um ísinn meðan flogið var yfir en Landhelgisgæslan varar sjófarendur við aðstæðum og mælir með að skip sem eiga leið um svæðið  fylgist vel með sjávarhita. Lesa meira

Neyðarblys sást á lofti - þyrla LHG grennslast fyrir - 15.1.2010

EIR
Landhelgisgæslunni og Neyðarlínunni bárust um kl. 14:23 tilkynningar um neyðarblys sem sást í stefnu milli Holtagarða og Úlfarsfells. Eir þyrla Landhelgisgæslunnar var á flugi og fór strax á svæðið til að grennslast fyrir um neyðarblysið. Kom í ljós að neyðarblysinu var skotið upp af landi og var því ekki ástæða til frekari aðgerða. Lesa meira

Olíuskip snýr við að ósk varðstjóra LHG þegar komið var á innri siglingaleiðina fyrir Reykjanes - 14.1.2010

Um síðastliðna helgi höfðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar Futura-oliuskipsamband við olíuskipið Futura sem er 16 þúsund brúttótonn að stærð og var komið á innri siglingaleiðina fyrir Reykjanes. Var skipið upplýst um að það hefði átt að fara ytri siglingaleiðina fyrir Reykjanes vegna stærðar skipsins og farms. Lesa meira

Þjálfunarferð skipstjórnar- og vélstjóramanna á v/s Þór. - 12.1.2010

Dagana 4.-8. janúar sóttu skipstjórnar- og vélstjórnarmenn ThjalfunThor_IMG_0602þjálfun vegna nýja varðskipsins Þór hjá Rolls-Royce í Álasundi og Bergen í Noregi.Almenn ánægja var meðal þátttakenda með námskeiðin og alveg ljóst að miklar framfarir fylgja komu þessa nýja varðskipsins Þór. Lesa meira

Varðskip og þyrla æfa notkun dælubúnaðar fyrir þyrlueldsneyti - 10.1.2010

Undanfarið hafa varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar æft AegirIMG_1811notkun dælubúnaðar fyrir þyrlueldsneyti (HIFR), með notkun hans er mögulegt fyrir varðskip að gefa þyrlum á flugi eldsneyti. Slíkt er afar mikilvægt þegar verið er í aðgerðum og langt er fyrir þyrlu að sækja eldsneyti. Um borð í varðskipinu geta verið 2500 lítrar eldsneytis. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kannar hafís undan Vestfjörðum - 7.1.2010

Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í dag í ískönnunar- og Hafis_060110gæsluflug um Vestfirði og greindi hafísrönd sem var næst landi 18 sjómílur NV af Barðanum, 20 sjómílur NV af Straumnesi og 22 sjómílur NA af Horni. Virtist ísinn vera samfrosta en ekki sáust neinir borgarísjakar né stakir ísjakar í þessu flugi. Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár - myndasyrpa frá viðburðarríku ári í starfsemi Landhelgisgæslu Íslands. - 2.1.2010

Starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands óska samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakka ánægjulegt samstarf á nýliðnu ári.

Hér má sjá margvíslegar myndir úr fjölbreyttu starfi Landhelgisgæslunnar á árinu 2009.

Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica