Fréttir

Þyrla LHG aðstoðar við leit á Suðurlandi - 30.12.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:45 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra um aðstoð þyrlu við leit að manni  á Suðurlandi.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan ökumann á sjúkrahús - 28.12.2010

Beiðni um útkall þyrlu barst kl. 19:23 í gærkvöldi vegna bílslyss sem varð í Langadal vestan við Húnaver.

Lesa meira

Jólakveðjur frá Landhelgisgæslunni - 24.12.2010

Landhelgisgæsla Íslands sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Öll íslensk skip eru komin til hafnar en síðusta skipið sem kom til hafnar var togarinn Þórunn Sveinsdóttir VE sem kom til Vestmannaeyja.

Lesa meira

TF-LÍF sækir veikan mann til Vestmannaeyja - 24.12.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:57 beiðni um þyrlu vegna alvarlega veiks manns í Vestmannaeyjum en vegna veðurs var ekki var mögulegt fyrir sjúkraflugvél að lenda á flugvellinum þar.

Lesa meira

Samkomulag gert um leitar- og björgunarsvæði ríkja á
norðurslóðum
- 22.12.2010

Á fundi aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Reykjavík 14.-16.
desember., var lokið gerð alþjóðasamnings um samstarf við leit og björgun á
hafi og í lofti á norðurslóðum.

Lesa meira

LHG tekur þátt í vöruþróun fyrir JS Watch - 21.12.2010

Í dag birtust fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar, sprengjussérfræðingur,  flugstjóri, sigmaður þyrlu og kafari í auglýsingu fyrir Gilbert úrsmið/ JS Watch .

Lesa meira

Jólasamkoma í flugskýli LHG - 21.12.2010

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar áttu í gær saman hátíðlega jólastund í flugskýli
Gæslunnar við Nauthólsvík. Var jólasamkoman afar vel sótt

Lesa meira

TF-LIF í útkall til Vestmannaeyja - 17.12.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 03:40 í nótt vegna manns sem slasaðist í Vestmannaeyjum. TF-LIF fór í loftið kl. 04:14 og var haldið beint á flugvöllinn í Vestmannaeyjum

Lesa meira

Hafís hefur fjarlægst landið - 17.12.2010

Í dag var farið í eftirlits- og hafískönnun undan Vestfjörðum með flugvél
Landhelgisgæslunnar. Slæmt veður var á svæðinu og ekkert skyggni. Á ratsjá
TF-Sifjar kom í sást að ísinn virðist hafa rekið frá landi, 

Lesa meira

Hafísflug TF-SIF í desember - 15.12.2010

Við eftirlitsflug Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi kom í ljós
að hafís var staðsettur næst landi um 48 sjómílur VNV af Grímsey, 46 sjómílur
ANA af Horni. 34 sjómílur norður af Skagatá og 25 sjómílur NNV af Straumnesi.

Lesa meira

Undirritaður samningur vegna varahluta fyrir þyrlur LHG. Hefur mikla hagræðingu í för með sér. - 9.12.2010

Nýverið var undirritaður viðamikill samningur milli Landhelgisgæslunnar og Heli One í Noregi er varðar varahluti fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar, Líf og Gná sem báðar eru af tegundinni Aerospatiale Super Puma. Samningurinn mun hafa í för með sér mikla hagræðingu fyrir Landhelgisgæsluna.

Lesa meira

Hafís 21,7 sml norður af Horni - 7.12.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA fór í dag í gæslu- og hafíseftirlit fyrir Vestfirði. Kom þyrlan að ísrönd sem liggur milli Íslands og Grænlands til austurs. Kemur ísröndin næst landi um 21,7 sjómílu norður af Horni, 25,3 sjómílur frá Straumnesi og 43,6 sjómílur frá Barða, þar er hafísinn orðinn samfrosinn og með stórum íshellum sem getað verið hættulegar skipum. Lesa meira

TF-LÍF í bráðaflutning til Stykkishólms - 6.12.2010

LIF_borur
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:30 í kvöld eftir að læknir í Stykkishólmi óskaði eftir aðstoð þyrlunnar við að flytja slasaðan dreng á spítala í Reykjavík. TF-LÍF fór í loftið frá Reykjavík kl. 18:44 og lenti á flugvellinum við Stykkishólm kl. 19:17, þar sem sjúkrabifreið beið með drenginn ásamt móður sinni. Lesa meira

Eldur kom upp í línubát. Skipverjum tókst að slökkva eldinn. - 6.12.2010

Línubáturinn Lágey hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 14:51 á laugardag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þegar báturinn var staddur í Látraröst við Bjargtanga. Tókst skipverjum strax að slökkva eldinn en óskað var eftir að björgunarskipið Vörður á Patreksfirði myndi sigla á móti Lágey. Lesa meira

Aðventuhlaup fór fram í dag - 3.12.2010

Adventhlaup2010IMG_0864
Hið árlega aðventuhlaup Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fór fram í dag. Alls tóku 55 starfsmenn björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð og makar þeirra þátt í hlaupinu. Tvær vegalengdir vori í boði, 7 km flugvallarhringur og 3 km Nauthólsvíkurhringur.   Lesa meira

Varðskipið Ægir kemur fyrir nýju öldudufli við Bakkafjöru - 1.12.2010

Ægir_E1F1894
Varðskipið Ægir sjósetti í gær nýtt öldudufl við Bakkafjöru að beiðni Siglingastofnunar. Er duflið staðsett um 500 m austan innsiglingarlínunnar til Landeyjahafnar og er því ætlað að mæla suðaustan öldur við Landeyjahöfn. Fyrir er eldra öldumælingadufl sem komið var fyrir fyrir árið 2002. Lesa meira

Útför Garðars Pálssonar - 1.12.2010

GardarPalsson_MG_2940

Garðar Pálsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var borinn til grafar í gær og samkvæmt venju fylgdi honum heiðursvörður landhelgisgæslumanna.

Lesa meira

Komu í veg fyrir að bátur strandaði - 29.11.2010

Varðstjórum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar tókst í vikunni sem leið að koma í veg fyrir að bátur á landleið strandaði á Lönguskerjum. Kölluðu varðstjórar í bátinn til að aðvara hann og leiðbeindu honum síðan frá skerjunum. Lesa meira

Landhelgisgæslan fundar með færeyskum samstarfsaðilum - 28.11.2010

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sat nýverið árlegan fund sinn með yfirmanni danska sjóhersins í Færeyjum, Per Starklint, ásamt Halldóri B. Nellett framkvæmdastjóra aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Á fundinum var m.a. farið yfir verkefni og árangur sl. árs. Lesa meira

Garðar Pálsson fyrrv. skipherra látinn - 25.11.2010

Garðar Pálsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, lést á Hrafnistu í Kópavogi sl. sunnudag, 21. nóvember, 88 ára að aldri. Hann fæddist á Ísafirði 22. mars 1922 og var sonur hjónanna Páls Hannessonar og Ástu Ingveldar Eyju Kristjánsdóttur. Lesa meira

Ægir sækir vélarvana bát suður af Látrabjargi - 23.11.2010

AegirIMGP0489
Varðskipið Ægir dró í nótt bátinn Guðrúnu BA 127 til hafnar á Rifi eftir að hann varð vélarvana um 4 sjómílur SSV af Látrabjargi rétt eftir miðnætti. Kom Ægir með bátinn að bryggju á Rifi um kl. 09:00 í morgun.
Lesa meira

Danska þyrlan EH101 heimsækir Landhelgisgæsluna - 23.11.2010

Ein fullkomnasta þyrla á Norður-Atlantshafi, þyrla danska flughersins Agusta Westland EH101 áætlar að lenda við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 14:30 í dag þriðjudag Þyrlan er á æfingaferðalagi dönsku þyrluflugdeildarinnar  ESK722 sem hófst þann 15. nóvember í Norður Noregi. Á morgun, miðvikudag er áætluð æfing með stjórnstöð, flugdeild og varðskipi Landhelgisgæslunnar á Faxaflóa. Lesa meira

Árangursríkt eftirlit með rjúpnaveiðum - 19.11.2010

TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Lögreglan í Borgarnesi óskaði í dag eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu Íslands eftir að þeim höfðu borist nokkrar ábendingar um rjúpnaveiðimenn innan umdæmis þeirra sem ekki fylgdu reglum sem eru í gildi um rjúpnaveiðar. Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar á leið í fjallaæfingu og var því ákveðið að samnýta verkefnin.

Lesa meira

Rjúpnaeftirlit í samstarfi við lögreglu - 15.11.2010

Lif1
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór um helgina til rjúpnaveiðieftirlits ásamt lögreglunni í Ólafsvík. Við eftirlit helgarinnar var lent hjá veiðimönnum á Snæfellsnesi, farið yfir skotvopnaleyfi þeirra, byssur og skotfæri. Einn maður var án skotvopnaleyfis og var því byssa hans gerð upptæk ásamt skotum. Lesa meira

TF-GNA tekur þátt í leit í nágrenni Húsavíkur - 15.11.2010

Lögreglan á Húsavík gerði Landhelgisgæslunni viðvart kl. 17:17 á sunnudag um neyðarblys sem sést hafði frá Húsavík í vesturátt, í átt að hæsta tindi Víknafjalla. Ekki var vitað um ferðir skipa á þessum slóðum en vangaveltur voru um að þarna gætu verið vélsleðamenn á fjallgarðinum vestan við flóann eða rjúpnaskyttur. Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna skipverja sem slasaðist. Varð að snúa frá vegna veðurs. - 11.11.2010

GNA3_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var kölluð út kl. 19:51 í gærkvöldi vegna skipverja sem slasaðist um borð í Sólbak EA-1, VNV af Barða. Fór þyrlan í loftið kl. 20:46, haldið var fyrir Snæfellsnes og Látrabjarg og þaðan beint að skipinu. Komið var að Sólbak kl. 22:09 um 10 sml. VNV af Barða. Snjóbylur var á svæðinu og einungis um 200 m skyggni. Vindur var af NA 30-35 hnútar og ölduhæð 5-6 metrar. Lesa meira

Hafís sást á radar TF-SIF. Var staðsettur talsvert utan íslensku lögsögunnar - 9.11.2010

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í gær í eftirlits- og gæsluflug fyrir Norðurland, Vestfirði, um Vestur- og Suðvesturmið. Þegar flogið var um Vesturmið sáust á radar ís eða ísdreifar innan við 30-50 sjómílur frá strönd Grænlands . Lesa meira

Þyrla LHG sækir barnshafandi konu til Vestmannaeyja - 7.11.2010

Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar kl. 18:19 í kvöld við að sækja barnshafandi konu til Vestmannaeyja. Vegna veðurfræðilegra aðstæðna var ekki hægt að lenda sjúkraflugvél á flugvellinum í Eyjum og var því óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

Yfirmaður herafla NATO heimsækir Landhelgisgæsluna - 5.11.2010

Stradiviris_MG_9917
Yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, SACEUR James Stavridis, flotaforingi kom í dag ásamt fylgdarliði í heimsókn til Landhelgisgæslunnar. Kom Stravridis að loknum fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Hélt hann frá Landhelgisgæslunni á fund utanríkisráðherra. Lesa meira

Togari vélarvana 3,5 sjómílur N- af Kögri - 5.11.2010

Landhelgisgæslunni barst í gærmorgun kl. 09:19 tilkynning frá skuttogaranum Venusi HF-519 um að togarinn væri vélarvana um 3,5 sjómílur N- af Kögri. Unnið var að viðgerð og taldi áhöfn að togarinn kæmist í lag fljótlega. Óskaði togarinn samband að nýju kl. 09:24 þar sem óskað var eftir aðstoð.
Lesa meira

Landhelgisgæslan flýgur yfir Grímsvötn. Engin merki um eldsumbrot. - 3.11.2010

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í könnunarflug í dag yfir Grímsvötn, Skeiðarárjökul og Skeiðarársand, með sérfræðinga á sviði jarðvísinda og vatnamælinga. Voru aðstæður á svæðinu kannaðar og gögnum safnað með m.a. ratsjár- og hitamyndum. Engin merki um eldsumbrot sáust í fluginu. Lesa meira

Fulltrúi Frakklandsforseta í málefnum heimskautsvæðanna heimsótti Landhelgisgæsluna - 2.11.2010

01112010HeimsoknFrakklIMG_2695
Michel Rocard, sérlegur fulltrúi Frakklandsforseta í málefnum heimskautsvæðanna heimsótti í gær Landhelgisgæsluna og Samhæfingarstöð almannavarna. Í fylgd Rocard voru sendiherra Frakklands Fr. Caroline Dumas, Örnólfur Thorssonar forsetaritari og aðstoðarmenn Rocard. Lesa meira

Dóms- og mannréttindaráðherra heimsækir björgunarmiðstöðina - 1.11.2010

Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra heimsótti í morgun Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Halldór B. Nellett framkvæmdastjóri aðgerðasviðs tóku á móti ráðherra fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

Námskeið og björgunaræfing um borð í varðskipinu TÝR - 29.10.2010

Æfing í flutningi slasaðra var nýverið haldin fyrir áhöfn varðskipsins Týs í framhaldi af skyndihjálparnámskeiði varðskipsmanna. Umsjón með og skipulagning námskeiðisins var í höndum Marvins Ingólfssonar sjúkraflutningamanns með meiru frá Landhelgisgæslunni og Ólafs Sigurþórssonar bráðatæknis frá frá slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Í björgunaræfingunni voru tveir slasaðir sóttir um borð í togarann Sónar í Hafnarfjarðarhöfn og þeir fluttir um borð í varðskipið. Lesa meira

Fagnaðarfundir við komu Ægis í gærkvöldi - 28.10.2010

Aegir_Midjjaf15102010

Varðskipið Ægir kom til Reykjavíkur kl. 19:00 í gærkvöldi eftir rúmlega sex mánaða fjarveru. Kom Ægir úr lengstu ferð sem frá upphafi hefur verið farin með íslensku varðskipi. Á tímabilinu hefur Ægir reglulega komið til hafnar og skipt hefur verið um áhafnir. Þó eru nokkrir áhafnarmeðlimir sem völdu að sigla allt tímabilið og voru því innilegir fagnaðarfundir á Faxagarði í gærkvöld.

Lesa meira

Ægir og Sif koma til landsins eftir langa fjarveru - 26.10.2010

SIF_Perlan
Fagnaðarfundir voru við flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag þegar TF-SIF lenti á Reykjavikurflugvelli eftir um tveggja sólarhringa ferðalag frá Dakar í Senegal. Flugvélin hefur frá 23. ágúst sinnt eftirliti við strendur Senegal fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Á morgun, miðvikudag er von á varðskipinu Ægi til Reykjavíkur. Lesa meira

Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar óhapp - 25.10.2010

EXI_MG_1780
Landhelgisgæslunni barst á sunnudag kl. kl. 18:28 tilkynning um að þyrla hafi brotlent í Esjunni. Tveir menn voru um borð í þyrlunni og voru þeir heilir á húfi. Gengu þeir frá slysstað niður af Esjunni (staðsetning 64°15,362N 021°35,431V). Lesa meira

TF-LÍF flytur slasaðan mann frá Hafradal í Nesjum - 24.10.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á laugardag kl. 16:44 eftir að fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð hennar við að sækja fótbrotinn mann sem féll af fjórhjóli í Hafradal við Laxárdal í Nesjum. Þar sem erfitt var að nálgast manninn með öðrum farartækjum óskaði lögregla eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

77,6% bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar - 23.10.2010

Sif_Lif_BaldurSveinsson
MMR-Markaðs og miðlarannsóknir, birtu í vikunni niðurstöður könnunar varðandi traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Stór hluti svarenda eða (77,6%) bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar sem er nákvæmlega sama hlutfall og í síðustu könnun (í október 2009). Lesa meira

Atvinnukafarar Landhelgisgæslunnar við æfingar með samstarfsaðilum - 17.10.2010

Baldur_2074.__7._agust_2007
Kafarar Landhelgisgæslunnar tóku nýverið þátt í símenntun atvinnukafara ásamt köfurum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra. Kafað var á 30-40 metra dýpi niður að flaki fraktskipsins Vestra sem staðsett er norð vestur af ljósdufli nr. 11 vestur af Akranesi. Lesa meira

Samningur undirritaður milli Landhelgisgæslunnar og Isavia - 14.10.2010

Í dag gerðu Landhelgisgæslan og Isavia ohf. samstarfssamning þar sem Isavia sér um flugleiðsöguþjónustu þar með talið viðbúnaðarþjónustu vegna loftfara og kemur boðum til Landhelgisgæslunnar þegar loftfar er í hættu statt eða þess er saknað. Er samningurinn gerður í framhaldi af reglugerð sem gefin var út þann 5. október sl. um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara.

Lesa meira

Fundur með danska sjóhernum varðandi öryggismál og áframhaldandi samstarf - 12.10.2010

Per Frank Hansen, sjóliðsforingi og yfirmaður 1. deildar danska sjóhersins átti í gær fund með Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar. Á fundinum var fjallað var um öryggismál, áframhaldandi samstarf og upplýsingamiðlun danska sjóhersins og Landhelgisgæslu Íslands á Norður Atlantshafi. Lesa meira

Björgunarhylki í Chile smíðað af ASMAR sem annast smíði varðskipsins Þórs - 11.10.2010

Sjosetn22
Björgunarhylki sem notað verður við björgun námamannanna 33 í Chile næstkomandi miðvikudag er smíðaður af ASMAR, skipasmíðastöð sjóhersins í Chile en þar hefur Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar verið í smíðum sl. þrjú ár eða frá 16. október 2007. Hylkið er úr stáli og um 2,5 metrar á hæð og 250 kg. að þyngd.  Verður hylkið með fjarskiptasamband við námuna og yfirborðssvæðið. Lesa meira

Fjölþjóðlegu æfingunni Northern Challenge lokið - 11.10.2010

NC2010_IB_8262
Fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge, lauk sl. fimmtudag eftir tveggja vikna æfingaferli. Landhelgisgæsla Íslands og NATO stóðu fyrir æfingunni  sem var haldin á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans,  svo sem í höfninni í Helguvík og Patterson svæðinu. Alls tóku 15 sprengjueyðirnarsveitir frá sjö þjóðum þátt í æfingunni. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann bifreiðina í Kleifarvatni - 5.10.2010

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNA fann í gær bifreiðina sem leitað hafði verið að frá því um helgina. Fannst bifreiðin í Kleifarvatni, um 30 metra fjarlægð frá strönd og á ca. 5 metra dýpi. Sá áhöfnin ljósan blett í vatninu og var þá kallað á björgunarsveitina Þorbjörn, sem var á staðnum, til aðstoðar. Skömmu síðar kom bátur björgunarsveitarinnar á staðinn og staðfesti að um var að ræða bifreið í vatninu. Lesa meira

Þrjú þyrluútköll um helgina - 3.10.2010

TFLIF_2009
Þyrla Landhelgisgæslunnar var þrisvar sinnum kölluð út um helgina, tvisvar sinnum  til bráðaflutninga og einu sinni til leitar sem fór fram á Reykjanesi.  Á laugardag Kl. 11:08 barst beiðni um þyrlu vegna alvarlega veiks sjúklings sem var í sjúkrabifreið við Vík í Mýrdal á leið til Reykjavíkur. Lesa meira

Þór nýmálaður í höfn Asmar skipasmíðastöðvarinnar - 1.10.2010

IMG_1044

Síðdegis bárust þær fréttir frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í Chile að Þór, nýtt fjölnota varðskip Landhelgisgæslunnar flaut fyrr í dag nýmálað og stórglæsilegt úr dokk ASMAR skipasmíðastöðvar sjóhersins í Chile. Er nú stórum áfanga náð í smíði skipsins.

Lesa meira

Spænskir ráðamenn heimsækja varðskipið Ægi - 1.10.2010

AegirAlmeria7707
Fulltrúar spænskra aðila komu nýverið í vettvangsheimsókn í varðskipið Ægi þar sem það var staðsett í borginni Almería vegna starfsemi FRONTEX, landamærastofnunar Evrópu á svæðinu.Fóru gestirnir ánægðir frá borði eftir stutt stopp, lýstu þau yfir ánægju og þakklæti yfir þáttöku Landhelgisgæslu Íslands í verkefninu. Lesa meira

Færeyskum línubáti fylgt til hafnar á Djúpavogi - 1.10.2010

Landhelgisgæslunni barst um hádegi á föstudag tilkynning frá færeyska línubátnum Polarstjörnan/XPYS um að báturinn sé með laskað stýri um 16 sml SA af Ingólfshöfða, var stjórn bátsins takmörkuð en sögðust geta keyrt hæga ferð. Skipinu var beint til Hornafjarðar en vegna versnandi veðurs og sjólags var ákveðið að skipið færi til hafnar á Djúpavogi, í fylgd Ingibjargar björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Lesa meira

Skipstjórnarnemar í heimsókn - 29.9.2010

Skipstjórnarnemar úr Tækniskólanum heimsóttu í gær Landhelgisgæsluna og kynntu sér starfsemi stjórnstöðvar en undir hana fellur Vaktstöð siglinga. Komu þeir með Þórði Þórðarsyni kennara sem er fyrrverandi loftskeytamaður hjá Landhelgisgæslunni. Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica