Fréttir

Varðskip á leið til aðstoðar portúgölskum togara - 30.4.2010

Agir_a_fullu_eftir_breytingar_i_okt_05_JPA
Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á leið til aðstoðar portúgölskum togara sem fékk veiðarfæri í skrúfuna við mörk 200 sjómílna lögsögunnar. Togarinn sem er við úthafskarfaveiðar fékk veiðarfærin í skrúfuna í morgun og var þá leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Munu kafarar varðskipsins freista þess að skera veiðarfærin úr skrúfu togarans. Lesa meira

Íslenskt skip fær á sig brotsjó SV af Hvarfi - 26.4.2010

triton
Sjóbjörgunarmiðstöðin í Grönnedal á Suður Grænlandi hafði kl. 17:16 í gær samband við Landhelgisgæsluna og upplýsti að þeim hefði borist tilkynning um að kominn væri leki að íslensku skipi, Óskari sem staddur var 25 sjómílur SV af Hvarfi. Skömmu síðar bárust Landhelgisgæslunni frekari fregnir frá skipinu, komið hafði brotsjór yfir skipið og leki væri kominn í lest og vélarrúm. Lesa meira

TF-EIR sækir slasaðan fjallgöngumann á Skarðsheiði - 24.4.2010

EIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 17:02 í dag eftir að aðstoðarbeiðni barst til stjórnstöðvar frá vakthafandi lækni á Akranesi eftir að fjallgöngumaður hrasaði og meiddist við göngu á Skarðsleiði. Þyrluáhöfn var að ferja TF-GNÁ frá Akureyri til Reykjavíkur þegar útkallið barst. Lesa meira

Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar staðsettar sem stendur á Akureyri - 23.4.2010

Sif_Lif_Gna2_BaldurSveinsson
Í Samhæfingarstöð almannavarna er náið fylgst með framvindu eldgossins á Eyjafjallajökli og reglulegir stöðufundir haldnir með þeim fjölmörgu stofnunum og fyrirtækjum sem koma að málum. Af öryggisástæðum voru flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF og þyrlan TF-GNA fluttar til Akureyrar. TF-SIF flaug í leiðinni yfir gosstöðvarnar og hafa ratsjármyndir verið sendar Veðurstofu og Raunvísindastofnun til upplýsinga.

Lesa meira

Varðskipið Ægir siglir af stað í landamæraeftirlit fyrir Evrópusambandið - 21.4.2010

Varðskipið Ægir lagði úr Reykjavíkurhöfn kl. 22:00 í gærkvöldi áleiðis til Senegal en þar og á vestanverðu Miðjarðarhafi mun varðskipið næstu 6 mánuði sinna landamæraeftirliti fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins.

Skipið siglir til Dakar í Senegal með viðkomu í Las Palmas á Kanaríeyjum þar sem stjórnstöð Frontex er staðsett.

Lesa meira

Bátur vélarvana í grennd við Garðskagavita - 21.4.2010

TYR_Akureyri44

Landhelgisgæslunni barst kl 08:40 aðstoðarbeiðni frá Steina GK, 5,8 brúttólesta handfærabát með einn mann um borð sem var vélarvana í grennd við Garðskagavita. Rak bátinn hratt í átt að Garðskagaflös og var 0,3 sjómílur frá skerjunum.

Kölluðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar samstundis eftir aðstoð nærstaddra skipa og báta á rás 16, haft var samband við við varðskip Landhelgisgæslunnar, einnig voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Sandgerði og Keflavík, ásamt björgunarsveitum kölluð út.

Lesa meira

Sáu gosopið opnast í eftirlitsbúnaði TF-SIF flugvélar Landhelgisgæslunnar - 19.4.2010

Á fréttavefnum vísi.is í dag er umfjöllun um TF-SIF, eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar sem hefur leikið aðalhlutverk við gagnaöflun við gosstöðvarnar á Suðurlandi. Í greininni segir að upplýsingarnar hafi gagnast við hættumat og veitt jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rannsókna. Hér á eftir fer greinin í heild sinni. Lesa meira

TF-SIF flýgur yfir gossvæðið með vísindamenn - 18.4.2010

TF-SIF eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli í dag. Tilgangur flugsins var að athuga gang eldgossins í Eyjafjallajökli, ná radarmyndum og öðrum gögnum með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar. Mjög lítið rennsli er undan jöklinum og niður á Markarfljótsaura. Gosmökkurinn reis hæst í um 12-14000 fet, frekar gráleiturallan tímann sem flogið var yfir svæðinu. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ kölluð út - 18.4.2010

GNA3_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út kl. 22:42 í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um sjómann sem féll útbyrðis af togara sem var að veiðum 67 sjómílur SV af Reykjanesi. Lesa meira

Varðskipið Ægir siglir til Senegal með hluti til stuðnings ABC barnahjálp - 17.4.2010

Myndir_vardskipstur_032
Næstkomandi þriðjudag 20. apríl siglir varðskip Landhelgisgæslunnar til Senegal þar sem skipið mun sinna verkefnum fyrir landamærastofnun Evrópusambandsins. Ákveðið var að að bjóða ABC barnahjálp að senda með skipinu dót fyrir skóla sem samtökin reka í Dakar. Lesa meira

Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar fljúga að gosstöðvunum og safna gögnum fyrir viðbragðsaðila - 16.4.2010

14042010Gos1
Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF lenti í Reykjavík kl. 1830 eftir að hafa flogið yfir Eyjafjallajökul. Voru aðstæður á gossvæðinu kannaðar og gögnum safnað með ratsjár-og hitamyndum. Kom í ljós að litlar breytingar hafa orðið á svæðinu, aðrar en þær að ásjóna gíganna í eldstöðinni er orðin afmynduð. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR flaug að Eyjafjallajökli um kl. 19:30. Þegar komið var að jöklinum var búið að taka af megnið af skýjahulunni og sást vel í gosmökkin, var örlítið skýjateppi sem huldi gosstöðina sjálfa.
Lesa meira

Radarmyndir frá TF-SIF mikilvægar heimildir um þróun gosstöðvanna á Eyjafjallajökli - 16.4.2010

Sif_Lif_BaldurSveinsson
TF-SIF eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í flug með vísindamenn um gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli í dag. Farið var í loftið kl. 16:56. Þetta flug var tilkomið til að athuga stöðuna á gosinu í Eyjafjallajökli en ekki hefur verið mögulegt að skoða stöðu gossins með öðrum tækjum en flugvél Landhelgisgæslunnar. Radarmyndir teknar á ELTA radar TF-SIF eru einu heimildirnar sem jarðvísindamenn hafa til að sjá hvernig gosið þróast og hvert rennsli frá því fer. Á sama tíma var þyrlan TF-GNÁ á svæðinu m.a. til aðstoðar við að að meta hlaup sem braust út frá Gígjökli.
Lesa meira

TF-SIF staðsetur gosið nákvæmlega þrátt fyrir ekkert skyggni - Bylting fyrir viðbragðsaðila - 14.4.2010

14042010SIFMagnusT
Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF fór í tvö flug yfir gosstöðvarnar í dag. Sá árangur og þær myndir sem Landhelgisgæslan hefur náð á undraskömmum tíma eru framar öllum vonum. Er í raun bylting fyrir íslensku þjóðina að eiga tæki sem getur kortlagt og hjálpað viðbragðsaðilum, með alveg nýjum hætti. Lesa meira

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF skiptir sköpum, - að sögn jarðvísindamanna - 14.4.2010

14042010Gos1
Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 11:30 með jarðvísindamenn. Á sama tíma hóf þyrlan TF-GNÁ sig á loft frá flugskýli Landhelgisgæslunnar en hún verður til taks ef á þarf að halda í námunda við gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli. Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings skiptir sköpum að hafa til afnota eftirlits- og leitarratsjá um borð í TF-SIF til að átta sig á eðli gosstöðvanna og þeim breytingum sem verða á svæðinu en framvindan hefur verið  hröð frá því gosið hófst sl. nótt. Lesa meira

Gosið staðsett við hábungu Eyjafjallajökuls - TF-SIF flýgur yfir svæðið með jarðvísindamenn - 14.4.2010

14042010

Samkvæmt upplýsingum frá flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF er gosið sem hófst í nótt staðsett rétt við hábungu Eyjafjallajökuls. Gosbólstrarnir eru nú komnir í 22 þúsund feta hæð. Öskufall er til austurs, nær að Fimmvörðuhálsi.

Stærð sigdældar virðist vera uþb 1km x 600 mtr.

Lesa meira

Fundur norrænna sjómælingastofnana í Reykjavík - 13.4.2010

Fundur norrænna sjómælingastofnana, Nordic HydrographicKort_maelingar Commission (NHC) hófst í morgun á Hótel Reykjavík Centrum. Að samtökunum standa sex norrænar stofnanir sem annast sjómælingar þjóðanna sem þau tilheyra. Þessar þjóðir eru;   Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Lesa meira

Varúðar skal gætt í grennd við sæstrengi - mikilvægt að hafa ný sjókort - 12.4.2010

Saestrengir
Undanfarið hefur Landhelgisgæslan sent kærur til lögreglustjóra vegna þess að skip hafa verið staðin að því að draga veiðarfæri yfir fjarskiptastrengi í sjó en það er bannað samkvæmt 71. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Bannað er að leggja veiðarfæri, sem fest eru í botni eða dregin eftir honum, eða varpa akkeri á svæði sem er mílufjórðungur hvorum megin við fjarskiptastrenginn. Afar mikilvægt er að sjófarendur gæti ítrustu varúðar í námunda við sæstrengi. Mjög dýrt er að bæta skemmdir á þeim og er viðgerð alfarið á kostnað þess sem tjóninu veldur. Þar sem strengirnir eru spennufæddir getur snerting við þá valdið manntjóni, bæði raflosti og brunasárum. Lesa meira

TF-GNÁ sækir mann með brjóstverk á Grímmannsfell - 11.4.2010

GNA_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:58 í dag eftir að tilkynning barst um karlmann um sextugt með mikinn brjóstverk á Grímmannsfell upp af Helgadal í Mosfellssveit. Fór TF-GNÁ í loftið kl. 15:24 og lenti á slysstað kl. 15:35. Lent var við Borgarspítalann í Fossvogi kl. 15:47. Lesa meira

Ægir í slipp fyrir útrásina - 8.4.2010

Aegir_IMG_2274
Varðskipið Ægir hefur að undanförnu verið í slipp við Mýrargötuna en unnið er að því að mála skipið og setja ýmsan búnað um borð sem er nauðsynlegur við fyrirhugað eftirlit varðskipsins í Suður Evrópu og við strendur Senegal. Unnið er að frágangi samninga um að varðskipið og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF SIF, verði leigð út í sumar, ásamt áhöfnum, í verkefni erlendis á vegum Evrópusambandsins. Lesa meira

TF-EIR sækir sjómann um um borð í línubát - 7.4.2010

EIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:59 vegna manns með hjartverk um borð í línubát sem var að veiðum um 18 sjómílur V af Garðsskaga. Fór TF-EIR í loftið kl. 19:17, komið var að bátnum kl. 19:33 þar sem stýrimaður og læknir sigu niður í bátinn og undirbjuggu sjúkling fyrir flutning. Lesa meira

Samtímis grennslast fyrir um tvo báta - 7.4.2010

Landhelgisgæslan hóf í morgun leit að tveimur bátum sem hurfu úr skjálfvirku tilkynningaskyldunni (STK). Var annar báturinn staðsettur fyrir norðan land en hinn fyrir austan. Kallað var á rásum 9 og 16, auk þess sem hringt var um borð og nærstödd skip beðin um að kalla í bátana Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leit - 7.4.2010

GNA3_BaldurSveins
Landhelgisgæslunni barst kl. 10:10 á þriðjudag beiðni frá lögreglunni á Hvolsvelli um aðstoð þyrlu við leit að tveimur konum og einum manni sem voru á ferðalagi á Honda jeppling í grennd við gossvæðið á Fimmvörðuhálsi. Í upphafi var um að ræða leitarsvæðið inn með Fljótshlíðarvegi, meðfram Markarfljóti, inn að svonefndu Tröllagjá og svæðið þar í kring. Síðast heyrðist til fólksins um kl. 02:00 um nóttina. Þyrlan kölluð út kl. 10:13, fóru stýrimenn á flugvelli yfir staðsetningar vegarslóða á svæðinu áður en TF-GNÁ fór í loftið kl. 10:51. Lesa meira

Torkennilegt ljós sást á Breiðafirði, varðskip og björgunarsveitir tóku þátt í leit - 4.4.2010

tyr-a-fullu
Landhelgisgæslunni barst kl. 00:46 aðfaranótt laugardags tilkynning um torkennilegt ljós eða eld suður af Flatey á Breiðafirði. Samkvæmt fjareftirlitskerfum voru engir bátar á svæðinu, kallað var út á rás 16 og 9 en enginn bátur svarar. Varðskipið Týr var statt á Breiðafirði og hélt þegar af stað til leitar.  Einnig var björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Rifi beðinn um kanna málið sem og björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi. Lesa meira

Óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna óhappa í grennd við gossvæðið á Fimmvörðuhálsi - 3.4.2010

GNA3_BaldurSveins
Landhelgisgæslunni barst kl.20:46 beiðni frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra um þyrlu vegna ökklabrotins manns í Þórsmörk, nánar tiltekið í Strákagili. Læknir á staðnum mat það ógerlegt að flytja manninn nema með þyrlu. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út kl. 20:49. TF-GNA fór frá Reykjavík kl.21:27 og var komin á slysstað kl. 22:00. Barst þá önnur beiðni um þyrlu vegna konu sem var sködduð á fæti á Fimmvörðuhálsi. Lesa meira

Flugslys við Flúðir - þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út - 1.4.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 16:15 í dag eftir stjórnstöð barst beiðni um aðstoð hennar eftir að flugslys varð skammt frá Flúðum. Var þyrlan lent á slysstaðnum um klukkustund eftir að útkallið barst. Voru þrír slasaðir fluttir um borð í þyrluna sem lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 17:50. Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica