Fréttir

TF-GNA í útkall á Snæfellsnes - 30.6.2010

GNA3_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 15:25 vegna meðvitundarlausar 18 ára stúlku á Heilsugæslustöðinni á Ólafsvík. Haldinn var símafundur með þyrlulækni og lækni á Heilsugæslustöðinni. TF-GNA fór i loftið kl. 16:04 og lenti á flugvellinum á Rifi kl. 16:40 Lesa meira

TF-EIR skilað til leigusala - 30.6.2010

06062010EIRSkorradalsvatn2
Síðdegis í gær tók þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, á loft frá Reykjavíkurflugvelli og flaug til Bretlands þar sem henni verður skilað til leigusala en framlengdur leigusamningur þyrlunnar rann nýverið út. Þyrlan var tekin á leigu til árið 2007 en hún er í eigu CHC Helikopter Service. Lesa meira

Þyrla kölluð út eftir sprengingu á Grundartanga - 29.6.2010

Gna
Landhelgisgæslunni barst kl. 1935 beiðni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyss sem varð í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga.Sprenging varð í verksmiðjunni var einn maður alvarlega slasaður. TF-GNA fór í loftið tuttugu mínútum síðar eða kl. 19:55 Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna svifdrekaslyss í Spákonufelli - 27.6.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun vegna svifdreka sem brotlenti í Spákonufelli sem er fyrir ofan Skagaströnd. Lenti þyrlan skammt frá slysstaðnum kl. 11:55. Lesa meira

TF-GNA sækir slasaða á Kirkjubæjarklaustur - 27.6.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 23:09 á laugardagskvöld eftir að kona var stönguð af nauti við bæinn Kálfafell, sem er um 30 km. A-af Kirkjubæjarklaustri. TF-GNA fór í loftið kl. 23:36, flogið beina leið austur að Kirkjubæjarklaustri. Sjúkrabifreið flutti hina slösuðu til móts við þyrluna. Lesa meira

Fimmtán ár frá komu TF-LÍF - 23.6.2010

Lif1

Í dag eru 15 ár liðin frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli. Hefur TF-LIF í gegnum árin margsinnis sannað gildi sitt þar sem íslensk veður hafa oft á tíðum gert áhöfn og björgunaraðilum erfitt fyrir. Bjargað hefur verið hundruðum mannslífa með þyrlunni sem kemst víða þar sem annars væri óhugsandi að ná. Í Morgunblaðinu þann 24. júní 1995 kemur fram að fjölmargir lögðu leið sína að bækistöðvum Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll, til að fylgjast með því þegar þyrlan lenti. Skömmu fyrir kl. 15 sást þyrlan yfir Reykjavík og fylgdu henni tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og TF-GRO.

Lesa meira

Þyrla sækir slasaða á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp - 22.6.2010

GNA_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 15:00 með konu sem slasaðist í bílslysi á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp um hádegið. Landhelgisgæslunni barst kl 12:09 beiðni frá lögreglunni á Ísafirði og lækni á Hólmavík, um aðstoð þyrlu en tveir farþegar voru í bílnum þegar slysið varð. Lesa meira

Bátur á Breiðafirði dreginn til hafnar - 22.6.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 07:51 í morgun beiðni um aðstoð frá fiskibát að grásleppuveiðum við Blikasker á Breiðafirði. Engin hætta var á ferðum, var báturinn stjórnvana og óskaði eftir aðstoð við að komast í land. Haft var samband við björgunarsveitina Berserki í Stykkishólmi. Lesa meira

TF-GNÁ sækir sjúkling um borð í rússneska togarann Aleksey Anichkin - 20.6.2010

AlekseyAnakin
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegi í dag vegna skipverja með hugsanlega nýrnasteina um borð í rússneska verksmiðjutogaranum Aleksey Anichkin sem staddur var um 25 sjómílur vestur af Reykjanesi. TF-GNÁ fór í loftið kl. 12:30. Lesa meira

Skúlaskeið strandar á klettasnös við Akurey - 19.6.2010

AsgrimurSBjornsson
Farþegabáturinn Skúlaskeið, með 10 farþega um borð auk áhafnar, standaði síðdegis í dag við norðanverða Akurey eða á klettasnös 25 metra frá eynni. Landhelgisgæslan heyrði af óhappinu rás 16, sem er neyðarbylgja fyrir skip og báta og öllum sjófarendum ber skylda til að hlusta á.Talið er að báturinn hafi strandað um kl. 15:30 en um 20 mínútum síðar voru farþegar komnir um borð í farþegabátinn Jökul sem var í nágrenni við bátinn. Einnig var björgunarbáturinn Stefnir frá Kópavogi á svæðinu þegar óhappið varð. Lesa meira

TF-GNA í sjúkraflug á Reykjaneshrygg - 18.6.2010

Björgunarmiðstöðin í Stavanger óskaði kl. 12:46 eftir aðstoð GNA3_BaldurSveinsþyrlu Landhelgisgæslunnar við að sækja 26 ára konu, sem talin var vera með botnlangabólgu, um borð í norska togarann Langvin. Togarinn er staddur að úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg eða 207 sjómílur frá Reykjanesi. Eftir samráð við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar var ákveðið að sækja konuna. Togarinn hífði veiðarfæri og hélt á fullri ferð með stefnu á Reykjanes. Lesa meira

Viðhald á ljósduflum. - 18.6.2010

Vardskip
Á dögunum var varðskipið TÝR í viðhaldsvinnu við ljósdufl í Faxaflóa, Hvalfirði, Hafnarfirði, Skerjafirði, Breiðafirði og Eyjafirði. Ljósduflin voru hreinsuð, sum voru einnig máluð og legufæri yfirfarin. Alls var unnið við 16 ljósdufl, þar af eru 8 stór járndufl sem hafa verið í notkun hér við land síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Lesa meira

Línu- og handfærabát vísað til hafnar - 15.6.2010

Línu- og handfærabáturinn, Eyjólfur Ólafsson GK-38 sem leitað var að í kvöld fannst kl. 21:45 um 40 sjómílur SV af Reykjanesi eða á svipuðum slóðum og þegar síðast heyrðist til hans um hádegið. Var bátnum vísað til hafnar þar sem hann gerðist brotlegur við fiskveiðilöggjöfina með því að vera fyrir utan langdrægi fjareftirlitsbúnaðar. Einnig gerðist hann brotlegur við siglingalög og reglugerð um tilkynningaskyldu. Lögreglan mun taka á móti bátnum er hann kemur til hafnar. Lesa meira

Varðskip siglir með þyrlu til Grænlands - 14.6.2010

Fyrir skömmu flutti varðskipið TÝR þyrlu fyrir BlueWest Helicopters (Vesturflug) frá Ísafjarðardjúpi að ísröndinni fyrirGraenlandthyrlaDSC_6328 utan Scoresbysund. Sigldar voru um 250 sjómílur og af því var um helmingur með ísröndinni, en ísröndinn var um 100 sjómílur frá strönd Grænlands. Svipast var um eftir ísbjörnum á svæðinu, með verðandi borgarstjóra í huga, en án árangurs. Lesa meira

Könnunarleiðangur í Kolbeinsey. Útvörðurinn í norðri. - 14.6.2010

Nýverið fóru varðskipsmenn af TÝR í könnunarleiðangur í Kolbeinsey þar sem í ljós kom að verulega hefur gengið á skerið að undanförnu, er það ekki svipur á sjón. Tveir kollar með skarði á milli þeirra standa eftir. Svo virðist sem þyrlupallurinn sem steyptur var á milli kollanna sé með öllu horfinn. Áhöfn varðskipsins Óðins og starfsmenn Vita- og Hafnamálastofnunar byggðu þyrlupallinn árið 1989.

Lesa meira

Lið Landhelgisgæslunnar náði 2. sæti í firmakeppni Bláalónsþrautarinnar - 13.6.2010

Hjol
Landhelgisgæslan náði í dag 2. sæti í firmakeppni Bláalónsþrautar Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Frábær árangur hjá liðsmönnunum þremur, þeim Bjarna Ágústi Sigurðssyni, flugverndarstjóra flugrekstrardeildar, Höskuldi Ólafssyni, tæknistjóra flugtæknideildar og Jens Þór Sigurðssyni, flugmanni sem hjóluðu samtals 180 km í keppninni Lesa meira

Sjómenn hvattir til að fylgjast vel með ferilvöktunarbúnaði um borð - 13.6.2010

tyr-a-fullu
Árla sunnudagsmorguns, kl. 05:25 hvarf fiskibátur sem staddur var 5 sml S-af Kolbeinsey úr fjareftirliti Landhelgisgæslunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra náðist ekki samband við bátinn. Varðskip Landhelgisgæslunnar var þá beðið um að stefna á staðinn auk þess sem Björgvin, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði var kallað út. Lesa meira

Leit að frístundaveiðibát frá Súðavík - 12.6.2010

Leit stóð yfir í dag að frístundaveiðibát frá Súðavík sem tilkynnti sig úr höfn kl. 10 í morgun. Báturinn kom ekki inn í fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar, var ítrekað reynt að hafa samband við bátinn en engum köllum var svarað. Fór þá í gang hefðbundið ferli Landhelgisgæslunnar, haft var samband við leigu bátsins og bar eftirgrennslan þeirra ekki heldur árangur. Lesa meira

Mikilvægi sjómælinga - 11.6.2010

2010-05-03,_Baldur_a
Í aldanna rás hafa upplýsingar í sjókortum verið notaðar af sjófarendum til öruggra siglinga og verið grundvöllur fyrir könnun fjarlægra heimshluta og síðan forsenda aukinna verslunar og samgangna. Þetta grundvallaratriði er í raun óbreytt, sjómælingar eru grunnur að öllum samgöngum á sjó. Lesa meira

Einn af kostum mikillar sjósóknar - 10.6.2010

thorskur2
Mikill kraftur hefur verið í strandveiðimönnum nú í vikunni en á hádegi á mánudag fóru hvorki meira né minna en 400 bátar samtímis á sjó. Einn af kostum þess að hafa svo mörg skip og báta í einu á sjó er að ekki reynist langt að leita aðstoðar. Dæmi eru um að menn hafi veifað næsta bát þegar vantað hefur hjálp við að komast til hafnar. Lesa meira

Útkall þyrlu eftir slys í Látrabjargi - 9.6.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út kl. 16:40 í dag eftir tilkynning barst frá Neyðarlínunni um þýskan ferðamann sem féll fram af  Látrabjargi. TF-GNÁ fór í loftið um kl. 17:15 með þrjá undanfara Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Lesa meira

TF-GNÁ sækir slasaðan sjómann úti fyrir Vestfjörðum - 9.6.2010

GNA3_BaldurSveins
Landhelgisgæslunni barst kl. 02:01 í nótt beiðni um þyrlu eftir að slys varð um borð í togara úti fyrir Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ fór í loftið kl. 02:49 og kom að togaranum á Halamiðum kl. 04:16.   Lesa meira

Á tveimur klukkustundum fóru um 400 skip og bátar á sjó - 8.6.2010

Stjornstod2
Í morgun kl. 09:00 voru alls 920 skip og bátar í fjareftirlitskerfum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og fer sjósókn vaxandi. Á tveimur klukkustundum, eða á tímabilinu frá kl. 07:00-09:00, fóru samtals 400 bátar á sjó. Þegar slíkir toppar ganga yfir verður álagið mikið á varðstjórum stjórnstöðvarinnar en öllum bátum sem stunda strandveiðar er skylt að tilkynna sig úr og í höfn. Lesa meira

Landhelgisgæslan tók þátt í sjómannadeginum með ýmsum hætti - 7.6.2010

06062010EIRSkorradalsvatn2
Sjómannadagshelgin var haldin hátíðleg víða um land með samkomum við allra hæfi. Hátíð hafsins hófst í Reykjavík á laugardagsmorgun þegar varðskipið Týr sigldi inn í Reykjavíkurhöfn og flautaði inn hátíðina með öðrum skipum í höfninni. Landhelgisgæslan tók þátt í hátíðahöldunum með ýmsum hætti Lesa meira

Mikið um útköll vegna báta sem verða fyrir vélarbilun - 3.6.2010

EIR_MG_5279
Landhelgisgæslan óskaði fimm sinnum á síðastliðnum sólarhring eftir aðstoð björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og nærstaddra báta eða þegar bilun kom upp hjá bátum að veiðum eða öryggisbúnaður þeirra missti samband við sjálfvirku tilkynningaskylduna. Lesa meira

Þyrla danska varðskipsins Vædderen sækir alvarlega sjúkan skipverja - 1.6.2010

lynx_has-3_mk8
Þyrla danska varðskipsins Vædderen lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 11:24 með alvarlega veikan skipverja af portúgalska togaranum Coimbra sem staddur var að veiðum á Reykjaneshrygg eða 220 sml. SV af Reykjanesi. Landhelgisgæslan óskaði eftir aðstoð dönsku þyrlunnar þar sem um mjög alvarleg veikindi var að ræða. Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica