Fréttir

Skipstjórnarnemar í heimsókn - 29.9.2010

Skipstjórnarnemar úr Tækniskólanum heimsóttu í gær Landhelgisgæsluna og kynntu sér starfsemi stjórnstöðvar en undir hana fellur Vaktstöð siglinga. Komu þeir með Þórði Þórðarsyni kennara sem er fyrrverandi loftskeytamaður hjá Landhelgisgæslunni. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út v/ferjuflugvélar - 28.9.2010

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104
Landhelgisgæslunni barst kl. 00:02 tilkynning frá Flugstjórnarmiðstöðinni um 1 hreyfils flugvél um 130sml VNV af Keflavík, sem átti í erfiðleikum. Var flugvélin orðin eldsneytislítil og hafði lent í ísingu. TF-LIF fór í loftið kl. 01:02 og var komin að vélinni kl. 01:19 og fylgdi henn inn til Keflavíkur þar sem litla vélin lenti kl. 01:33. Lesa meira

Sprengjusveitin eyðir handsprengju á Akranesi - 27.9.2010

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á föstudag eftir komið var til lögreglunnar á Akranesi með handsprengju sem fannst á heimili í bænum. Að sögn sprengjusérfræðinga var um að ræða virka ameríska handsprengju í góðu ásigkomulagi. Var handsprengjan gerð örugg til flutnings og síðan flutt út fyrir bæinn á afskekktan stað þar sem henni var eytt. Lesa meira

Bátur strandar við Raufarhöfn - 23.9.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:56 neyðarkall frá fiskibát með fjóra menn um borð, sem var strandaður um 1 sjómílu sunnan við Raufarhöfn, nánar tiltekið við Hólshöfða. Að sögn skipverja virtist báturinn ekki vera brotinn og urðu þeir ekki varir við leka um borð. Kallað var á aðstoð nærstaddra báta auk þess sem Gunnbjörg, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Raufarhöfn var kallað út. Lesa meira

Yfirmaður flughers Bandaríkjamanna i Evrópu heimækir Landhelgisgæsluna - 22.9.2010

Roger Brady hershöfðingi og yfirmaður flughersICG_Brady2 Bandaríkjamanna í Evrópu kom í heimsókn til Landhelgisgæslunnar í morgun ásamt fylgdarliði. Tók Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar á móti honum og fékk hann kynningu á starfsemi Landhelgisgæslunnar og helstu verkefnum. Lesa meira

Sjávarfallatöflur og almanak fyrir árið 2011 komið út - 22.9.2010

Almanak_2011_synishorn-01
Sjávarfallatöflur fyrir árið 2011 eru komnar út. Í þeim er reiknaður tími og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík, á Ísafirði, Siglufirði og Djúpavogi ásamt upplýsingum um tíma- og hæðarmun sjávarfalla í mörgum öðrum höfnum í landinu. Sjávarfallaalmanakið 2011 er einnig komið út. Lesa meira

Tveir alvarlega slasaðir fluttir með TF-LIF eftir bílveltu - 21.9.2010

Lif1
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 10:34 í morgun vegna rútuslyss sem varð milli Minni Borgar og Svínavatns. TF-LIF fór í loftið kl. 10:53 og var lent á þjóðveginum við slysstaðinn kl. 11:09. Lesa meira

Skemmtibátur í vandræðum við Grænland. Íslenskur togari fylgir honum. - 19.9.2010

Gypsylife_GudmNesi
Landhelgisgæslunni barst í morgun aðstoðarbeiðni frá erlenda skemmtibátnum Gypsy Life sem var í vandræðum um 90 sjómílur Vestur af Bjargtöngum. Var báturinn á leið frá Grænlandi til Íslands með tvö um borð. Höfðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar samband við togarann Guðmund í Nesi sem staddur var um 15 sjómílur frá bátnum. Vindhraði á svæðinu er nú 12 -14 m/sek með krappri öldu. Lesa meira

Eftirlit úr lofti með TF-FMS - 13.9.2010

TF-FMS.  Ljósmynd Baldur Sveinsson
Eins og kunnugt er sinnir flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF nú tímabundnum verkefnum erlendis fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Meðan á því stendur býðst Landhelgisgæslunni að leita til flugvélar Mýflugs TF-FMS, þegar hún er tiltæk. Er þó ætíð nauðsynlegt að tveir skipstjórnarmenn frá Landhelgisgæslunni séu um borð með eftirlitsbúnað. Lesa meira

TF-GNA tekur þátt í leit að gangnamanni - 12.9.2010

GNA_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA tekur nú þátt í leit að gangnamanni sem saknað hefur verið frá í morgun. Björgunarsveitarmenn og þrír leitarhundar fóru með þyrlunni sem fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 20:30. Um er að ræða mjög stórt leitarsvæði á Skaga sem er á milli Húnaflóa og Skagafjarðar. Er þyrlan útbúin hitamyndavél sem vonast er til að komi að góðum notum við leitina.

Lesa meira

Dóms- og mannréttindaráðherra heimsækir Landhelgisgæsluna - 9.9.2010

Ögmundur Jónasson, dóms og – mannréttindaráðherra kom í dag, ásamt fylgdarliði, í heimsókn til Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð. Heilsaði ráðherra upp á starfsfólk og fékk kynningu á því sem efst er á baugi í starfsemi Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

TF-LIF kemur til bjargar slösuðum hestamanni - 9.9.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. kl. 21:08 í gærkvöldi beiðni frá Neyðarlínunni um þyrlu vegna hestamanns sem slasast hafði í Þorgeirsfirði í Fjörðum. Fór TF-LIF frá Reykjavík kl. 21:57 og var komin á slysstað kl.23:28.TF-LIF lenti svo við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri rétt eftir miðnætti. Þar sem hluti þyrluvaktar hafði þá verið að störfum í um sextán tíma, eftir útkall í togara fyrir austan land, var ákveðið að áhöfnin færi í hvíld á Akureyri.

Lesa meira

TF-GNA sækir alvarlega veikan sjómann - 9.9.2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 06:41 í morgun aðstoðarbeiðni frá togaranum Björgvin EA vegna skipverja sem var alvarlega veikur. Var togarinn staddur um 50 sjómílur austur af landinu. Kom þyrlan að togaranum um kl. 11:20 og var sjúklingur kominn um borð í TF-GNA kl. 11:33. Var þá haldið á flugvöllinn á Egilsstöðum þar sem lent var kl. 12:00. Var sjúklingur þá fluttur um borð í sjúkraflugvél frá Mýflug sem flutti hann til Reykjavíkur.
Lesa meira

Tundurdufli eytt á Snæfellsnesi - 8.9.2010

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa nú lokið við að eyða tundurdufli sem togbáturinn Skinney fékk í botnvörpuna við veiðar suður af Snæfellsjökli í morgun. Var um að ræða breskt tundurdufl frá seinni heimstyrjöldinni sem var býsna heillegt að sögn sprengjusveitarmanna. Reiknað er með að um 220 kíló af sprengiefni hafi verið inni í duflinu. Lesa meira

Björgunarskýli flutt á Hornstrandir - 8.9.2010

BjorgskyliIMGP0686
Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar fluttu í gær neyðarskýli fyrir Björgunarfélag Ísafjarðar að Hlöðuvík á Hornströndum. Skýlið vegur um 600 kg en við flutninginn var notaður sling búnaður sem hengdur er neðan í þyrluna. Lesa meira

Óvenju há sjávarstaða - 6.9.2010

Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á að óvenju hárri sjávarstöðu er spáð 8. til 11. september. Sjávarhæð á síðdegisflóðinu í Reykjavík 8. og 9. september verður allt að 4,5 m, samkvæmt sjávarfallatöflum sem sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar reiknar og gefur út. Umsjónarmenn báta og skipa eru beðnir um að fylgjast vel með veðri þessa daga. Lesa meira

Hvenær eiga AIS tæki að vera komin í íslensk skip? - 6.9.2010

Talsvert hefur verið um fyrirspurnir frá sjómönnum og útgerðum um hvenær sjálfvirkt auðkenniskerfi skipa (AIS) skuli vera komið um borð í íslensk skip. Landhelgisgæslan vekur athygli á tilkynningu sem birtist nýverið á heimasíðu Siglingastofnunar vegna þessa. Lesa meira

Varðskip flytur bát á Byggðasafn Vestfjarða - 1.9.2010

NACGF_vardskip
Varðskip Landhelgisgæslunnar kom í morgun að bryggju á Ísafirði eftir um sólarhrings siglingu frá Keflavík með vélbátinn Magnús KE-46 á þyrluþilfari varðskipsins. Var báturinn fluttur fyrir Byggðasafn Vestfjarða. Hefur safnið markað sér stefnu í varðveislu báta, þeir séu gerðir upp í það ástand að vera sjófærir. Einnig leggur safnið áherslu á að viðhalda verkþekkingu við viðgerð þeirra og stuðla að því að hún berist á milli kynslóða. Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica