Fréttir

Gleðilegt nýtt ár - myndasyrpa frá viðburðarríku ári í starfsemi Landhelgisgæslu Íslands. - 30.12.2011

flugeldar_1

Starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands óska samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakka ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Hér má sjá margvíslegar myndir úr fjölbreyttu starfi Landhelgisgæslunnar á árinu 2011.

Lesa meira

TF-LIF kölluð út eftir bílslyss við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi - 23.12.2011

TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:40 beiðni frá Neyðarlínu um að þyrla yrði sett í biðstöðu á flugvelli vegna bílslys sem varð rétt við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Var þyrluáhöfn kölluð út og kl. 11:48 var óskað eftir að þyrlan færi á vettvang.

Lesa meira

Fá skip á sjó um jólin - 23.12.2011

Thor,-Tyr,-AEgir_jol

Landhelgisgæsla Íslands sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.Aðeins tveir íslenskir togarar voru á sjó innan íslenska hafsvæðisins í morgun kl. 07:00 og voru þeir á leið til hafnar. Einnig voru sex erlend flutninga- og fiskiskip innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins. 

Lesa meira

Sprengjusveitin eyðir hættulegu efni fyrir Sorpu - 22.12.2011

013

Eitt af verkefnum sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er að eyða efnum sem hætta getur stafað af. Landhelgisgæslunni barst nýverið aðstoðarbeiðni frá Sorpu vegna eyðingar á efni sem barst þeim í efnakari rannsóknarstofu.

Lesa meira

Útkall vegna slyss í Reykhólahöfn - 22.12.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:34 beiðni, í gegnum Neyðarlínuna, um aðstoð þyrlu frá lækni  í Búðardal vegna slyss sem varð um borð í bát við bryggju í Reykhólahöfn.Fór TF-GNA í loftið kl. 11:06 og flaug hún beint á staðinn og lenti kl. 11:40 á flugvellinum á Reykhólum.

Lesa meira

TF-SIF komin til Íslands - 21.12.2011

211211_SIF2

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í dag eftir tveggja mánaða fjarveru við verkefni á vegum landamærastofnunar Evrópusambandsins. Var flugvélin við eftirlit á Miðjarðarhafi og Eyjahafi en gert var út frá ítölsku borginni Brindisi.

Lesa meira

TF-SIF á heimleið - 20.12.2011

Aegir_SIF

Verkefnum TF-SIF,  flugvélar Landhelgisgæslunnar  árið 2011 er nú lokið fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Flugvélin er nú á heimleið frá Ítalíu og er gert ráð fyrir að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli á morgun miðvikudag. 

Lesa meira

Opnun tilboða hjá Ríkiskaupum vegna tímabundinnar leigu á þyrlu - 19.12.2011

GNA3_BaldurSveins

Opnun tilboða vegna tímabundinnar leigu á þyrlu til Landhelgisgæslunnar fór fram í dag hjá Ríkiskaupum.  Niðurstöður urðu þær að tvö tilboð bárust. Annars vegar þyrla af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1, sem er sömu tegundar og þyrlur LHG og í eigu Knut Axel Ugland Holding. Hins vegar barst frávikstilboð um leigu á Dauphin AS365N.

Lesa meira

Fjareftirlit á hafsvæði A1 –
Sjálfvirk tilkynningaskylda
- 18.12.2011

stk_taeki

Samkvæmt reglugerð um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa nr. 672/2006 átti eftir orðanna hljóðan að skipta út Racal tækjum fyrir AIS tæki í skipum og bátum með haffæri á hafsvæði A1 strax um áramótin 2010 / 2011. Nú um áramótin eiga allir bátar og skip að hafa farið í gegnum búnaðarskoðun og tækjaskipti eiga að hafa farið fram. Eftir áramótin verður engin vöktun á sendingum Racal tækja.

Lesa meira

TF-LIF kölluð út vegna alvarlegra veikinda - 18.12.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 04:16 aðfaranótt sunnudags beiðni frá lækni á Kirkjubæjarklaustri um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegra veikinda. Varðstjórar í stjórnstöð kölluðu út TF-LIF sem fór í loftið kl. 05:00 og var flogið til móts við sjúkrabifreið. Lesa meira

Engin kærumál komu upp við eftirlit Ægis - 17.12.2011

AegirIMGP0467

Varðskipið Ægir hefur að undanförnu verið við eftirlit í Faxaflóa og á Breiðafirði. Í ferðinni var farið til eftirlits í fimmtán skip og báta.  Ekki komu upp kærumál í þessum skoðunum sem er breyting til batnaðar.

Lesa meira

Upplýsingar birtar að nýju vegna misvísandi fréttaflutnings um ferðir erlendis - 15.12.2011

31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(15)

Að gefnu tilefni vill Landhelgisgæslan birta að nýju samantekt  varðandi ferðir starfsmanna Landhelgisgæslunnar erlendis á árinu 2011. Er samantektin birt að nýju vegna misvísandi fréttaflutnings fjölmiðla að undanförnu. Voru upplýsingar settar inn á heimasíðu Landhelgisgæslunnar 22. nóvember sl.

Lesa meira

Jólasamverustund starfsmanna í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 13.12.2011

JolasamkomaLHG2011-052

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar var í gær haldin í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík. Er jólastundin árviss viðburður og ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna. 

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð til leitar á Jökuldal - 12.12.2011

TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Landhelgisgæslunni barst kl. 15:25 á sunnudag beiðni frá lögreglunni á Höfn og Egilsstöðum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit að fjórum vélsleðamönnum norður af Vatnajökli sem fóru til leitar að kindum sem ekki höfðu skilað sér í haust. Höfðu þeir áætlað að hefja eftirleitina frá  Egilsselsskála í  Jökuldal .

Lesa meira

Mælingar á vélbúnaði Þórs leiddu í ljós titring - 8.12.2011

Við mælingar á vélbúnaði, vegna ábyrgðar varðskipsins Þórs, kom í ljós titringur á annarri aðalvél skipsins.  Fór Landhelgisgæslan fram á við framleiðendur vélanna, sem er Rolls Royce í Noregi,  að sendir yrðu fulltrúar þeirra til þess að kanna hver orsökin gæti verið, enda leggur Landhelgisgæslan á það mikla áherslu að nýta ábyrgðartíma vélanna sem eru 18 mánuðir.

Lesa meira

Stöðugt fjareftirlit stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar innan hafsvæðisins skilar árangri - 7.12.2011

Olíuskipið Sti. Heritage, sem skráð er á Marshall eyjum og er tæplega 40.000 tonna tankskip lónaði frá föstudegi til þriðjudags um 40 sjómílur A-af Stokksnesi. Olíuskipið var á siglingu með fullfermi frá Murmansk í Rússlandi til Shetlandseyja en vegna veðurs  fékk skipið fyrirmæli frá útgerðarfélagi sínu að bíða á þessu svæði eftir hagstæðari veðurskilyrðum.

Lesa meira

Rúmlega þúsund manns skoðuðu Þór á Akureyri - 29.11.2011

ThorAkrueyriThorgBald-(5)
Varðskipið Þór var á mánudag og þriðjudag opið til sýnis við Oddeyrarbryggju á Akureyri. Þokkaleg aðsókn var að skipinu, um 1100 manns komu um borð og var greinilegur áhugi fyrir tækjabúnaði og verkefnum varðskipanna. Lesa meira

Norðurljósin séð í gegnum nætursjónauka - 29.11.2011

Naetursjonaukar_28112011266

Þegar skyggja tekur á haustin taka við hjá þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar reglulegar  kvöld- og næturæfingar með og án nætursjónauka.  Þessi glæsilega mynd af Norðurljósunum var tekin af áhöfn TF-LIF þegar flogið var yfir Langjökul eftir æfingu gærkvöldsins.

Lesa meira

Varðskipið Þór verður til sýnis á Akureyri - 27.11.2011

IMG_5481_2

Varðskipið Þór er væntanlegt  til Akureyrar á mánudagsmorgun og er áætlað að varðskipið verði opið til sýnis við Oddeyrarbryggju mánudaginn 28. nóvember frá kl. 13:00-18:00 og þriðjudaginn 29. nóvember frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-17:00.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir slasaðan sjómann - 25.11.2011

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 23:37 beiðni um að sóttur yrði skipverji sem slasaðist á hendi um borð í togara sem staddur var um 55 sjómílur SV af Reykjanesi. Var skipstjóra gefið samband við þyrlulækni sem mat ástand sjúklings svo að sækja þyrfti manninn með þyrlu.

Lesa meira

Samantekt vegna ferða LHG erlendis fyrstu níu mánuði ársins - 22.11.2011

IMGP1161

Í samantekt,  sem unnin var vegna fyrirspurnar á Alþingi um ferðir ríkisstarfsmanna erlendis fyrstu níu mánuði ársins 2011, kemur fram að fjölmargar ferðir hafa verið farnar á vegum Landhelgisgæslunnar á árinu. Mikill meirihluti ferðanna eru vegna erlendra verkefna sem Landhelgisgæslan hefur fengið endurgreiddar eða sértekjur vegna þeirra stóðu undir öllum kostnaði.

Lesa meira

Annar bátur strandar á Austfjörðum - 22.11.2011

Tólf tonna fiskibátur með fjóra menn um borð strandaði í sunnanverðum Stöðvarfirði laust fyrir kl. 01:00 í nótt. Barst Landhelgisgæslunni beiðni um aðstoð frá bátnum kl. 01:03.

Var báturinn skarðaður í grjót og gátu skipverjar nánast stokkið í land.

Lesa meira

Fiskibátur strandar í Fáskrúðsfirði - 21.11.2011

Hafdis

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:50 aðstoðarbeiðni frá 4 tonna fiskibát sem var strandaður í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Samstundis voru kallaðar út sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi auk þess sem haft var samband við nærstödd skip og báta.

Lesa meira

Fórnarlamba umferðarslysa minnst - 20.11.2011

LIF_borur

Fórnarlamba umferðarslysa var í morgun minnst með einnar mínútu þögn að loknu ávarpi forseta Íslands við minningarathöfn sem haldin var við bráðamóttöku Landspítalans. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var viðstödd athöfnina ásamt öðrum starfsstéttum sem koma að björgun og aðhlynningu þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslysum.

Lesa meira

Annríki á Faxagarði vegna varðskipanna - 18.11.2011

IMG_5658

Varðskipið Týr kom til Reykjavíkur í dag eftir að hafa verið í leiguverkefnum fyrir Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins, CFCA síðastliðna sex mánuði. Varðskipið Ægir er nýkomið heim eftir að hafa verið í verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins og varðskipið Þór undirbýr nú brottför frá Reykjavík.

Lesa meira

LHG undirritar samning við Viking Life Saving Equipment - 17.11.2011

Í dag undirrituðu Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Einar G Haraldson framkvæmdastjóri VIKING LIFE-SAVING EQUIPMENT Iceland ehf. (Viking Björgunarbúnaður) samning um dreifingu á sjókortum og öðrum útgáfum sem gefnar eru út af Landhelgisgæslunni.

Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna konu í barnsnauð - 14.11.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:10 beiðni í gegnum Neyðarlínuna frá lækni í Vestmannaeyjum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna konu í barnsnauð. Vegna svartaþoku er ekki hægt fyrir flugvélar að lenda í Eyjum

Lesa meira

TF-SIF aðstoðar við björgun flóttamanna SA af Ítalíu - 14.11.2011

TFSIF_Inflight3_ArniSaeberg

Í eftirlitsflugi Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar,  fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, greindist í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar grunsamlegur bátur sem staðsettur var  16,6 sjómílur suðaustur af Otranto, í Pugliu á Ítalíu. Vaknaði grunur um að flóttamenn væru um borð í bátnum og var ítalskt varðskip sent í veg fyrir bátinn.

Lesa meira

Þyrluútkall vegna vélsleðaslyss sunnan Langjökuls - 12.11.2011

GNA_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:10 beiðni frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna vélsleðaslyss sem varð við Skálpanes vestan við Hvítárvatn sem er sunnan Langjökluls.

Lesa meira

Þór í Helguvík - fallbyssan um borð - 11.11.2011

IMG_1561

Varðskipið Þór kom til Helguvíkur í gærmorgun og var þar til sýnis fyrir starfsmenn Helguvíkurhafnar og Reykjaneshafna. Einnig var tekið á móti næstæðsta hershöfðingja Atlantshafsbandalagsins/NATO í Evrópu. Í Helguvík var fallbyssa varðskipsins auk þess tekin um borð. 

Lesa meira

DSACEUR,  Shirreff heimsækir Landhelgisgæsluna - 10.11.2011

Thor_Helguvik

Landhelgisgæslan fékk í morgun heimsókn Deputy Supreme Allied Commander Europe DSACEUR, General Sir Richard Shirreff  hjá Atlantshafsbandalaginu – NATO. Kynnt var fyrir honum starfsemi Landhelgisgæslunnar og heimsóttar starfsstöðvarnar í Reykjavík og á öryggissvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Auk þess var farið um borð í varðskipið Þór

Lesa meira

Þór heimsótti Ísafjörð - 10.11.2011

IMG_5481_2

Ísfirðingar fengu í gær varðskipið Þór í heimsókn og var varðskipið opið til sýnis fram á kvöld. Ísfirðingar og íbúar svæðisins á öllum aldri streymdu um borð og fögnuðu komu varðskipsins

Lesa meira

TF-GNA aðstoðar við leit á Fimmvörðuhálsi - 10.11.2011

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 22:35 í gærkvöldi beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit að erlendum ferðamanni á Mýrdalsjökli. Þyrla Landhelgisgæslunnar var samstundis kölluð út og fór hún í loftið kl. 23:22.

Lesa meira

Varðskipsmenn skipta um öldudufl - 9.11.2011

oldudufl-8

Áhöfn varðskipsins Þórs skipti í gær um öldudufl í Grímseyjarsundi en sú vinna er á meðal þeirra verkefna sem Landhelgisgæslan sinnir fyrir Siglingastofnun. Einnig verður skipt út duflum á Straumnesi og Húnaflóa.

Lesa meira

Varðskipið í gær til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað - á morgun Ísafjörður - 8.11.2011

Thor-Vardskip-045

Varðskipið ÞÓR var í gær opið til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað og komu samtals um þúsund manns um borð til að skoða skipið. Á morgun, miðvikudag verður varðskipið opið  til sýnis á Ísafirði.

Lesa meira

Þór kannar frystigám sem fauk - 7.11.2011

thor-batur-13

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:53 á sunnudag tilkynning um 40 feta frystigám sem fauk af bryggjunni á Stöðvarfirði og rak yfir fjörðinn í hvassviðrinu sem gekk yfir á laugardag.  Varðskipið Þór hélt  á staðinn.

Lesa meira

TF-LÍF sótti veikan skipverja - 6.11.2011

TF-LIF-140604_venus

Sunnudagur 6. nóvember 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:15 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Brúarfossi vegna skipverja sem veiktist um borð.  TF-LÍF er nú á leið að sækja manninn og er áætlað að lenda í Reykjavík um kl. 16:00.

Lesa meira

Skipin komu til Fáskrúðsfjarðar kl. 03:26 - 6.11.2011

IMG_5481_2

Togarinn Hoffell dró flutningaskipið Ölmu til hafnar á Fáskrúðsfirði í nótt og lögðust skipin að bryggju klukkan 3.15. Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði var á Fáskrúðsfirði var þeim til aðstoðar.

Lesa meira

Skipin halda inn á Fáskrúðsfjörð vegna veðurs - 5.11.2011

_IB_6324

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur nú, vegna versnandi veðurs verið ákveðið að togskipið Hoffell, með flutningaskipið ALMA í togi haldi inn á Fáskrúðsfjörð

Lesa meira

Stýrimaður frá Landhelgisgæslunni komin um borð í flutningaskipið - 5.11.2011

Varðskipið Ægir hefur nú verið sent af stað frá Reykjavík og verður til taks, ef þörf verður. TF-LÍF hefur verið stödd á Höfn í Hornafirði frá því í nótt og flutti hún kl. 17:25 stýrimann frá Landhelgisgæslunni um borð í flutningaskipið

Lesa meira

Dráttartaug slitnaði - unnið að því að fá vanann stýrimann um borð í ALMA - 5.11.2011

Upp úr kl. 11:00 í morgun barst tilkynning frá Hoffelli um að dráttartaugin milli skipanna hafi slitnað. Eru þau þau nú stödd um 6 sml A-af Stokknesi. Landhelgisgæslan, ásamt Hoffelli vinna nú að því að fá vanann stýrimann til að fara um borð í ALMA.

Lesa meira

Stjórnlaust flutningaskip aðstoðað við Hornafjörð - 5.11.2011

ALMA

Landhelgisgæslunni barst rúmlega kl. 03:00 í nótt aðstoðarbeiðni frá Birni Lóðs, dráttarbátnum á Höfn í Hornafirði vegna flutningaskipsins ALMA sem hefur að undanförnu flutt farm til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Var lóðsins að aðstoða flutningaskipið út fyrir Ósinn á Hornafirði um kl. 03:00 þegar uppgötvaðist að stýri skipsins virkaði ekki.

Lesa meira

Ægir lagðist upp að Þór við komuna úr Miðjarðarhafi - 4.11.2011

Ægir_E1F1894

Varðskipið Ægir kom til Reykjavíkur í morgun eftir rúmlega fimm mánaða fjarveru. Við komuna lagðist Ægir í fyrsta sinn upp að hlið nýja varðskipsins Þórs við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn og sást þar glöggt stærðarmunurinn á varðskipunum tveimur.

Lesa meira

Erlent fréttaefni um Northern Challenge - 31.10.2011

NC2011IMG_3580

Nú er komið út erlent fréttaefni vegna æfingarinnar Northern Challenge sem fór fram hér á landi í byrjun október. Æfingin er mikilvægur þáttur í þjálfun sprengjusérfræðinga en þátttakendur hennar eru oft á tíðum teymi á leið til friðargæslu.

Lesa meira

Áhöfn varðskipsins Þórs boðið að sjá Þór - 31.10.2011

ThorPlakat-b

Áhöfnin á varðskipinu Þór fékk um helgina gefins miða á íslensku tölvuteiknimyndina um þrumuguðinn Þór, frá framleiðanda myndarinnar CAOZ hf. Teiknimyndin Hetjur Valhallar – Þór var heimsfrumsýnd  á Íslandi 14. október síðastliðinn og hefur hún hlotið fádæma lof gagnrýnenda.

Lesa meira

Mikil stemmning í Þór - 30.10.2011

Gestir_Sun3

Varðskipið Þór hefur laðað að sér fjölda manns dagana frá því að skipið lagði að Miðbakka Reykjavíkurhafnar síðastliðinn fimmtudag. Um 4100 manns komu um borð á sunnudag en samtals hafa nú um 12.000 manns  komið að skoða varðskipið.

Lesa meira

Erlendir samstarfsaðilar voru við komu Þórs til Reykjavíkur - 30.10.2011

Ýmsir erlendir samstarfsaðilar Landhelgisgæslunnar komu til landsins til að verða við komu Þórs til Reykjavíkur.

Lesa meira

Mikil ásókn í að skoða varðskipið Þór - 29.10.2011

Thor_bidlaugardag

Mikil aðsókn hefur verið í að skoða varðskipið Þór dagana frá því að varðskipið kom til Íslands og eru nú rúmlega fimm þúsund manns búin að skoða skipið. Í dag, laugardag lögðu um þrjú þúsund og fimmhundruð manns leið sína niður að Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem varðskipið liggur við bryggju

Lesa meira

Hátíðleg stund við komu Þórs til Reykjavíkur - 27.10.2011

6

Varðskipið Þór sigldi í fyrsta skipti inn í Reykjavíkurhöfn  í dag og var eftirvæntingarfullur mannfjöldi samankominn á Miðbakka til að fylgjast með komu hans. Þyrlur Landhelgisgæslunnar Líf og Gná fylgdu Þór inn í höfnina og flugvélin Sif flaug lágflug yfir svæðið.

Lesa meira

Til hamingju með daginn!  Þór kominn til Íslands - 26.10.2011

Vardskipid-thor

Þór, nýtt varðskip Íslendinga lagði að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 14:00 í dag og var fjöldi fólks samankominn á Friðarbryggju þegar glæsilegt varðskipið sigldi inn höfnina. Þyrlur Landhelgisgæslunnar  TF-LÍF og TF-GNÁ sveimuðu yfir meðan varðskipið sigldi inn.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica