Fréttir

Gleðilegt nýtt ár - myndasyrpa frá viðburðarríku ári í starfsemi Landhelgisgæslu Íslands. - 30.12.2011

flugeldar_1

Starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands óska samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakka ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Hér má sjá margvíslegar myndir úr fjölbreyttu starfi Landhelgisgæslunnar á árinu 2011.

Lesa meira

TF-LIF kölluð út eftir bílslyss við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi - 23.12.2011

TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:40 beiðni frá Neyðarlínu um að þyrla yrði sett í biðstöðu á flugvelli vegna bílslys sem varð rétt við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Var þyrluáhöfn kölluð út og kl. 11:48 var óskað eftir að þyrlan færi á vettvang.

Lesa meira

Fá skip á sjó um jólin - 23.12.2011

Thor,-Tyr,-AEgir_jol

Landhelgisgæsla Íslands sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.Aðeins tveir íslenskir togarar voru á sjó innan íslenska hafsvæðisins í morgun kl. 07:00 og voru þeir á leið til hafnar. Einnig voru sex erlend flutninga- og fiskiskip innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins. 

Lesa meira

Sprengjusveitin eyðir hættulegu efni fyrir Sorpu - 22.12.2011

013

Eitt af verkefnum sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er að eyða efnum sem hætta getur stafað af. Landhelgisgæslunni barst nýverið aðstoðarbeiðni frá Sorpu vegna eyðingar á efni sem barst þeim í efnakari rannsóknarstofu.

Lesa meira

Útkall vegna slyss í Reykhólahöfn - 22.12.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:34 beiðni, í gegnum Neyðarlínuna, um aðstoð þyrlu frá lækni  í Búðardal vegna slyss sem varð um borð í bát við bryggju í Reykhólahöfn.Fór TF-GNA í loftið kl. 11:06 og flaug hún beint á staðinn og lenti kl. 11:40 á flugvellinum á Reykhólum.

Lesa meira

TF-SIF komin til Íslands - 21.12.2011

211211_SIF2

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í dag eftir tveggja mánaða fjarveru við verkefni á vegum landamærastofnunar Evrópusambandsins. Var flugvélin við eftirlit á Miðjarðarhafi og Eyjahafi en gert var út frá ítölsku borginni Brindisi.

Lesa meira

TF-SIF á heimleið - 20.12.2011

Aegir_SIF

Verkefnum TF-SIF,  flugvélar Landhelgisgæslunnar  árið 2011 er nú lokið fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Flugvélin er nú á heimleið frá Ítalíu og er gert ráð fyrir að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli á morgun miðvikudag. 

Lesa meira

Opnun tilboða hjá Ríkiskaupum vegna tímabundinnar leigu á þyrlu - 19.12.2011

GNA3_BaldurSveins

Opnun tilboða vegna tímabundinnar leigu á þyrlu til Landhelgisgæslunnar fór fram í dag hjá Ríkiskaupum.  Niðurstöður urðu þær að tvö tilboð bárust. Annars vegar þyrla af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1, sem er sömu tegundar og þyrlur LHG og í eigu Knut Axel Ugland Holding. Hins vegar barst frávikstilboð um leigu á Dauphin AS365N.

Lesa meira

Fjareftirlit á hafsvæði A1 –
Sjálfvirk tilkynningaskylda
- 18.12.2011

stk_taeki

Samkvæmt reglugerð um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa nr. 672/2006 átti eftir orðanna hljóðan að skipta út Racal tækjum fyrir AIS tæki í skipum og bátum með haffæri á hafsvæði A1 strax um áramótin 2010 / 2011. Nú um áramótin eiga allir bátar og skip að hafa farið í gegnum búnaðarskoðun og tækjaskipti eiga að hafa farið fram. Eftir áramótin verður engin vöktun á sendingum Racal tækja.

Lesa meira

TF-LIF kölluð út vegna alvarlegra veikinda - 18.12.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 04:16 aðfaranótt sunnudags beiðni frá lækni á Kirkjubæjarklaustri um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegra veikinda. Varðstjórar í stjórnstöð kölluðu út TF-LIF sem fór í loftið kl. 05:00 og var flogið til móts við sjúkrabifreið. Lesa meira

Engin kærumál komu upp við eftirlit Ægis - 17.12.2011

AegirIMGP0467

Varðskipið Ægir hefur að undanförnu verið við eftirlit í Faxaflóa og á Breiðafirði. Í ferðinni var farið til eftirlits í fimmtán skip og báta.  Ekki komu upp kærumál í þessum skoðunum sem er breyting til batnaðar.

Lesa meira

Upplýsingar birtar að nýju vegna misvísandi fréttaflutnings um ferðir erlendis - 15.12.2011

31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(15)

Að gefnu tilefni vill Landhelgisgæslan birta að nýju samantekt  varðandi ferðir starfsmanna Landhelgisgæslunnar erlendis á árinu 2011. Er samantektin birt að nýju vegna misvísandi fréttaflutnings fjölmiðla að undanförnu. Voru upplýsingar settar inn á heimasíðu Landhelgisgæslunnar 22. nóvember sl.

Lesa meira

Jólasamverustund starfsmanna í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 13.12.2011

JolasamkomaLHG2011-052

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar var í gær haldin í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík. Er jólastundin árviss viðburður og ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna. 

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð til leitar á Jökuldal - 12.12.2011

TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Landhelgisgæslunni barst kl. 15:25 á sunnudag beiðni frá lögreglunni á Höfn og Egilsstöðum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit að fjórum vélsleðamönnum norður af Vatnajökli sem fóru til leitar að kindum sem ekki höfðu skilað sér í haust. Höfðu þeir áætlað að hefja eftirleitina frá  Egilsselsskála í  Jökuldal .

Lesa meira

Mælingar á vélbúnaði Þórs leiddu í ljós titring - 8.12.2011

Við mælingar á vélbúnaði, vegna ábyrgðar varðskipsins Þórs, kom í ljós titringur á annarri aðalvél skipsins.  Fór Landhelgisgæslan fram á við framleiðendur vélanna, sem er Rolls Royce í Noregi,  að sendir yrðu fulltrúar þeirra til þess að kanna hver orsökin gæti verið, enda leggur Landhelgisgæslan á það mikla áherslu að nýta ábyrgðartíma vélanna sem eru 18 mánuðir.

Lesa meira

Stöðugt fjareftirlit stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar innan hafsvæðisins skilar árangri - 7.12.2011

Olíuskipið Sti. Heritage, sem skráð er á Marshall eyjum og er tæplega 40.000 tonna tankskip lónaði frá föstudegi til þriðjudags um 40 sjómílur A-af Stokksnesi. Olíuskipið var á siglingu með fullfermi frá Murmansk í Rússlandi til Shetlandseyja en vegna veðurs  fékk skipið fyrirmæli frá útgerðarfélagi sínu að bíða á þessu svæði eftir hagstæðari veðurskilyrðum.

Lesa meira

Rúmlega þúsund manns skoðuðu Þór á Akureyri - 29.11.2011

ThorAkrueyriThorgBald-(5)
Varðskipið Þór var á mánudag og þriðjudag opið til sýnis við Oddeyrarbryggju á Akureyri. Þokkaleg aðsókn var að skipinu, um 1100 manns komu um borð og var greinilegur áhugi fyrir tækjabúnaði og verkefnum varðskipanna. Lesa meira

Norðurljósin séð í gegnum nætursjónauka - 29.11.2011

Naetursjonaukar_28112011266

Þegar skyggja tekur á haustin taka við hjá þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar reglulegar  kvöld- og næturæfingar með og án nætursjónauka.  Þessi glæsilega mynd af Norðurljósunum var tekin af áhöfn TF-LIF þegar flogið var yfir Langjökul eftir æfingu gærkvöldsins.

Lesa meira

Varðskipið Þór verður til sýnis á Akureyri - 27.11.2011

IMG_5481_2

Varðskipið Þór er væntanlegt  til Akureyrar á mánudagsmorgun og er áætlað að varðskipið verði opið til sýnis við Oddeyrarbryggju mánudaginn 28. nóvember frá kl. 13:00-18:00 og þriðjudaginn 29. nóvember frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-17:00.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir slasaðan sjómann - 25.11.2011

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 23:37 beiðni um að sóttur yrði skipverji sem slasaðist á hendi um borð í togara sem staddur var um 55 sjómílur SV af Reykjanesi. Var skipstjóra gefið samband við þyrlulækni sem mat ástand sjúklings svo að sækja þyrfti manninn með þyrlu.

Lesa meira

Samantekt vegna ferða LHG erlendis fyrstu níu mánuði ársins - 22.11.2011

IMGP1161

Í samantekt,  sem unnin var vegna fyrirspurnar á Alþingi um ferðir ríkisstarfsmanna erlendis fyrstu níu mánuði ársins 2011, kemur fram að fjölmargar ferðir hafa verið farnar á vegum Landhelgisgæslunnar á árinu. Mikill meirihluti ferðanna eru vegna erlendra verkefna sem Landhelgisgæslan hefur fengið endurgreiddar eða sértekjur vegna þeirra stóðu undir öllum kostnaði.

Lesa meira

Annar bátur strandar á Austfjörðum - 22.11.2011

Tólf tonna fiskibátur með fjóra menn um borð strandaði í sunnanverðum Stöðvarfirði laust fyrir kl. 01:00 í nótt. Barst Landhelgisgæslunni beiðni um aðstoð frá bátnum kl. 01:03.

Var báturinn skarðaður í grjót og gátu skipverjar nánast stokkið í land.

Lesa meira

Fiskibátur strandar í Fáskrúðsfirði - 21.11.2011

Hafdis

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:50 aðstoðarbeiðni frá 4 tonna fiskibát sem var strandaður í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Samstundis voru kallaðar út sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi auk þess sem haft var samband við nærstödd skip og báta.

Lesa meira

Fórnarlamba umferðarslysa minnst - 20.11.2011

LIF_borur

Fórnarlamba umferðarslysa var í morgun minnst með einnar mínútu þögn að loknu ávarpi forseta Íslands við minningarathöfn sem haldin var við bráðamóttöku Landspítalans. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var viðstödd athöfnina ásamt öðrum starfsstéttum sem koma að björgun og aðhlynningu þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslysum.

Lesa meira

Annríki á Faxagarði vegna varðskipanna - 18.11.2011

IMG_5658

Varðskipið Týr kom til Reykjavíkur í dag eftir að hafa verið í leiguverkefnum fyrir Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins, CFCA síðastliðna sex mánuði. Varðskipið Ægir er nýkomið heim eftir að hafa verið í verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins og varðskipið Þór undirbýr nú brottför frá Reykjavík.

Lesa meira

LHG undirritar samning við Viking Life Saving Equipment - 17.11.2011

Í dag undirrituðu Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Einar G Haraldson framkvæmdastjóri VIKING LIFE-SAVING EQUIPMENT Iceland ehf. (Viking Björgunarbúnaður) samning um dreifingu á sjókortum og öðrum útgáfum sem gefnar eru út af Landhelgisgæslunni.

Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna konu í barnsnauð - 14.11.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:10 beiðni í gegnum Neyðarlínuna frá lækni í Vestmannaeyjum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna konu í barnsnauð. Vegna svartaþoku er ekki hægt fyrir flugvélar að lenda í Eyjum

Lesa meira

TF-SIF aðstoðar við björgun flóttamanna SA af Ítalíu - 14.11.2011

TFSIF_Inflight3_ArniSaeberg

Í eftirlitsflugi Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar,  fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, greindist í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar grunsamlegur bátur sem staðsettur var  16,6 sjómílur suðaustur af Otranto, í Pugliu á Ítalíu. Vaknaði grunur um að flóttamenn væru um borð í bátnum og var ítalskt varðskip sent í veg fyrir bátinn.

Lesa meira

Þyrluútkall vegna vélsleðaslyss sunnan Langjökuls - 12.11.2011

GNA_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:10 beiðni frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna vélsleðaslyss sem varð við Skálpanes vestan við Hvítárvatn sem er sunnan Langjökluls.

Lesa meira

Þór í Helguvík - fallbyssan um borð - 11.11.2011

IMG_1561

Varðskipið Þór kom til Helguvíkur í gærmorgun og var þar til sýnis fyrir starfsmenn Helguvíkurhafnar og Reykjaneshafna. Einnig var tekið á móti næstæðsta hershöfðingja Atlantshafsbandalagsins/NATO í Evrópu. Í Helguvík var fallbyssa varðskipsins auk þess tekin um borð. 

Lesa meira

DSACEUR,  Shirreff heimsækir Landhelgisgæsluna - 10.11.2011

Thor_Helguvik

Landhelgisgæslan fékk í morgun heimsókn Deputy Supreme Allied Commander Europe DSACEUR, General Sir Richard Shirreff  hjá Atlantshafsbandalaginu – NATO. Kynnt var fyrir honum starfsemi Landhelgisgæslunnar og heimsóttar starfsstöðvarnar í Reykjavík og á öryggissvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Auk þess var farið um borð í varðskipið Þór

Lesa meira

Þór heimsótti Ísafjörð - 10.11.2011

IMG_5481_2

Ísfirðingar fengu í gær varðskipið Þór í heimsókn og var varðskipið opið til sýnis fram á kvöld. Ísfirðingar og íbúar svæðisins á öllum aldri streymdu um borð og fögnuðu komu varðskipsins

Lesa meira

TF-GNA aðstoðar við leit á Fimmvörðuhálsi - 10.11.2011

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 22:35 í gærkvöldi beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit að erlendum ferðamanni á Mýrdalsjökli. Þyrla Landhelgisgæslunnar var samstundis kölluð út og fór hún í loftið kl. 23:22.

Lesa meira

Varðskipsmenn skipta um öldudufl - 9.11.2011

oldudufl-8

Áhöfn varðskipsins Þórs skipti í gær um öldudufl í Grímseyjarsundi en sú vinna er á meðal þeirra verkefna sem Landhelgisgæslan sinnir fyrir Siglingastofnun. Einnig verður skipt út duflum á Straumnesi og Húnaflóa.

Lesa meira

Varðskipið í gær til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað - á morgun Ísafjörður - 8.11.2011

Thor-Vardskip-045

Varðskipið ÞÓR var í gær opið til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað og komu samtals um þúsund manns um borð til að skoða skipið. Á morgun, miðvikudag verður varðskipið opið  til sýnis á Ísafirði.

Lesa meira

Þór kannar frystigám sem fauk - 7.11.2011

thor-batur-13

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:53 á sunnudag tilkynning um 40 feta frystigám sem fauk af bryggjunni á Stöðvarfirði og rak yfir fjörðinn í hvassviðrinu sem gekk yfir á laugardag.  Varðskipið Þór hélt  á staðinn.

Lesa meira

TF-LÍF sótti veikan skipverja - 6.11.2011

TF-LIF-140604_venus

Sunnudagur 6. nóvember 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:15 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Brúarfossi vegna skipverja sem veiktist um borð.  TF-LÍF er nú á leið að sækja manninn og er áætlað að lenda í Reykjavík um kl. 16:00.

Lesa meira

Skipin komu til Fáskrúðsfjarðar kl. 03:26 - 6.11.2011

IMG_5481_2

Togarinn Hoffell dró flutningaskipið Ölmu til hafnar á Fáskrúðsfirði í nótt og lögðust skipin að bryggju klukkan 3.15. Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði var á Fáskrúðsfirði var þeim til aðstoðar.

Lesa meira

Skipin halda inn á Fáskrúðsfjörð vegna veðurs - 5.11.2011

_IB_6324

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur nú, vegna versnandi veðurs verið ákveðið að togskipið Hoffell, með flutningaskipið ALMA í togi haldi inn á Fáskrúðsfjörð

Lesa meira

Stýrimaður frá Landhelgisgæslunni komin um borð í flutningaskipið - 5.11.2011

Varðskipið Ægir hefur nú verið sent af stað frá Reykjavík og verður til taks, ef þörf verður. TF-LÍF hefur verið stödd á Höfn í Hornafirði frá því í nótt og flutti hún kl. 17:25 stýrimann frá Landhelgisgæslunni um borð í flutningaskipið

Lesa meira

Dráttartaug slitnaði - unnið að því að fá vanann stýrimann um borð í ALMA - 5.11.2011

Upp úr kl. 11:00 í morgun barst tilkynning frá Hoffelli um að dráttartaugin milli skipanna hafi slitnað. Eru þau þau nú stödd um 6 sml A-af Stokknesi. Landhelgisgæslan, ásamt Hoffelli vinna nú að því að fá vanann stýrimann til að fara um borð í ALMA.

Lesa meira

Stjórnlaust flutningaskip aðstoðað við Hornafjörð - 5.11.2011

ALMA

Landhelgisgæslunni barst rúmlega kl. 03:00 í nótt aðstoðarbeiðni frá Birni Lóðs, dráttarbátnum á Höfn í Hornafirði vegna flutningaskipsins ALMA sem hefur að undanförnu flutt farm til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Var lóðsins að aðstoða flutningaskipið út fyrir Ósinn á Hornafirði um kl. 03:00 þegar uppgötvaðist að stýri skipsins virkaði ekki.

Lesa meira

Ægir lagðist upp að Þór við komuna úr Miðjarðarhafi - 4.11.2011

Ægir_E1F1894

Varðskipið Ægir kom til Reykjavíkur í morgun eftir rúmlega fimm mánaða fjarveru. Við komuna lagðist Ægir í fyrsta sinn upp að hlið nýja varðskipsins Þórs við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn og sást þar glöggt stærðarmunurinn á varðskipunum tveimur.

Lesa meira

Erlent fréttaefni um Northern Challenge - 31.10.2011

NC2011IMG_3580

Nú er komið út erlent fréttaefni vegna æfingarinnar Northern Challenge sem fór fram hér á landi í byrjun október. Æfingin er mikilvægur þáttur í þjálfun sprengjusérfræðinga en þátttakendur hennar eru oft á tíðum teymi á leið til friðargæslu.

Lesa meira

Áhöfn varðskipsins Þórs boðið að sjá Þór - 31.10.2011

ThorPlakat-b

Áhöfnin á varðskipinu Þór fékk um helgina gefins miða á íslensku tölvuteiknimyndina um þrumuguðinn Þór, frá framleiðanda myndarinnar CAOZ hf. Teiknimyndin Hetjur Valhallar – Þór var heimsfrumsýnd  á Íslandi 14. október síðastliðinn og hefur hún hlotið fádæma lof gagnrýnenda.

Lesa meira

Mikil stemmning í Þór - 30.10.2011

Gestir_Sun3

Varðskipið Þór hefur laðað að sér fjölda manns dagana frá því að skipið lagði að Miðbakka Reykjavíkurhafnar síðastliðinn fimmtudag. Um 4100 manns komu um borð á sunnudag en samtals hafa nú um 12.000 manns  komið að skoða varðskipið.

Lesa meira

Erlendir samstarfsaðilar voru við komu Þórs til Reykjavíkur - 30.10.2011

Ýmsir erlendir samstarfsaðilar Landhelgisgæslunnar komu til landsins til að verða við komu Þórs til Reykjavíkur.

Lesa meira

Mikil ásókn í að skoða varðskipið Þór - 29.10.2011

Thor_bidlaugardag

Mikil aðsókn hefur verið í að skoða varðskipið Þór dagana frá því að varðskipið kom til Íslands og eru nú rúmlega fimm þúsund manns búin að skoða skipið. Í dag, laugardag lögðu um þrjú þúsund og fimmhundruð manns leið sína niður að Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem varðskipið liggur við bryggju

Lesa meira

Hátíðleg stund við komu Þórs til Reykjavíkur - 27.10.2011

6

Varðskipið Þór sigldi í fyrsta skipti inn í Reykjavíkurhöfn  í dag og var eftirvæntingarfullur mannfjöldi samankominn á Miðbakka til að fylgjast með komu hans. Þyrlur Landhelgisgæslunnar Líf og Gná fylgdu Þór inn í höfnina og flugvélin Sif flaug lágflug yfir svæðið.

Lesa meira

Til hamingju með daginn!  Þór kominn til Íslands - 26.10.2011

Vardskipid-thor

Þór, nýtt varðskip Íslendinga lagði að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 14:00 í dag og var fjöldi fólks samankominn á Friðarbryggju þegar glæsilegt varðskipið sigldi inn höfnina. Þyrlur Landhelgisgæslunnar  TF-LÍF og TF-GNÁ sveimuðu yfir meðan varðskipið sigldi inn.

Lesa meira

Þór kemur til Reykjavíkur á morgun fimmtudag - 26.10.2011

THOR8

Þór, nýtt varðskip Íslendinga kemur til Reykjavíkur á morgun, fimmtudag og verður tekið á móti varðskipinu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar kl. 14:00 á morgun fimmtudag. Verður varðskipið opið til sýnis til klukkan kl. 17:00 og eru allir velkomnir um borð.

Lesa meira

Mikið traust til Landhelgisgæslunnar - 26.10.2011

Skalva13jan11-163

Landhelgisgæslan nýtur traust 78,3% landsmanna samkvæmt könnun Markaðs og miðlarannsókna (MMR) á trausti til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómstóla. Eru niðurstöðurnar nær óbreyttar frá fyrri mælingum.

Lesa meira

Varðskipið Þór kemur til Vestmannaeyja á morgun - 25.10.2011

Thor13102011

Varðskipið Þór er nú komið inn í íslenska leitar- og björgunarsvæðið og verða Vestmannaeyjar fyrsti viðkomustaður þegar komið er til Íslands. Leggst varðskipið að bryggju í Friðarhöfn á morgun, miðvikudag kl. 14:00 og verður skipið opið til sýnis milli kl. 14:00-20:00.

Lesa meira

Bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum - 21.10.2011

TFLIF_2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar stóð kl. 22:35 í gærkvöldi línubát að meintum ólöglegum veiðum á Fljótagrunni,  inni í hólfi þar sem veiðar eru bannaðar skv. reglugerð nr. 742/2009 um bann við línu- og handfæraveiðum á Fljótagrunni..

Lesa meira

Þór nálgast heimahöfn - 20.10.2011

Thor_07102011

Varðskipið Þór, nýtt eftirlits- og björgunarskip Íslendinga er nú á siglingu frá Halifax til Íslands. Vestmannaeyjar er fyrsti viðkomustaður varðskipsins en það leggur að bryggju í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 26. október nk.  Verður varðskipið opið til sýnis milli kl. 14:00 og 20:00 og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir um borð.

Lesa meira

Útboð hafin á endurbótum raflagna í byggingum Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli - 14.10.2011

Framkvæmdir við endurbætur raflagna í byggingum sem Landhelgisgæslan hefur umsjón með innan öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli hafa verið í undirbúningi og eru útboð hafin á fyrstu áföngum.

Lesa meira

Verkefna- og rekstrarfundur Landhelgisgæslunnar haldinn í Keflavík - 12.10.2011

H1

Í vikunni hittust stjórnendur allra deilda Landhelgisgæslunnar á fundi í Keflavík þar sem farið var yfir verkefna- og rekstrarlega stöðu deilda og horfur fyrir árið 2012.  Um er að ræða reglubundna fundi sem eru hluti af innra starfi Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla LHG tók þátt í landsæfingu björgunarsveita - 11.10.2011

Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar tók um helgina þátt í landsæfingu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði. Í æfingunni var björgunarsveitum skipt í hópa sem tókust á við verkefni af ýmsum toga, þ.a.m. verkefni þar sem þyrlan var fengin til aðstoðar. Tók þyrlan þátt í verkefnum sem m.a. fólust í rústabjörgun og flutningi slasaðra eftir hópslys.

Lesa meira

Myndir af Þór í Panamaskurði - 9.10.2011

BFR_2963

Hér má sjá myndir sem voru teknar af varðskipinu Þór við Panamaskurð.

Lesa meira

Æfingu sprengjusérfræðinga lokið - 9.10.2011

Alþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge, lauk sl. fimmtudag eftir tveggja vikna æfingaferli. Landhelgisgæsla Íslands og NATO stóðu fyrir æfingunni sem m.a. fór fram á svæði Landhelgisgæslunnar við Keflavík

Lesa meira

Fiskibátur í vandræðum á Húnaflóa - 9.10.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:07 í morgun aðstoðarbeiðni frá fiskibát með einn mann um borð sem var staðsettur 15 sml frá Skagaströnd. Óttaðist skipverjinn um öryggi sitt, komið hafði upp vélarbilun og var sjór í vélarrúmi. Lesa meira

Bleikt var  þema dagsins - 7.10.2011

Bleikur2011IMG_4740

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar tóku í dag þátt í árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá konum með því að klæðast einhverju bleiku. Hugmyndaflugið fékk algjörlega að ráða.

Lesa meira

Mynd af Þór í Panamaskurði - 7.10.2011

ThOR_PANAMA

Varðskipið Þór sigldi í nótt í gegnum Panamaskurð. Hægt er að fylgjast með umferð um Panamaskurð á vefmyndavélum og fengum við senda skjámynd sem tekin var af Þór í skurðinum.

Lesa meira

Þór siglir á miðnætti inn í Panamaskurð - 6.10.2011

2008_2fjul_2f27_2fpanama_canal1

Áætlað er að varðskipið Þór fari um Panamaskurð á bilinu frá klukkan tólf á miðnætti í kvöld til klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma.Hægt er að fylgjast með skipum sem fara um Panamaskurð á vefmyndavélum

Lesa meira

Varðskipið Týr kom fyrir öldumælisdufli vestur af Sandgerði - 6.10.2011

NACGF_vardskip
Í vikunni lagði varðskipið Týr út öldumælisdufli vestur af Sandgerði en duflið slitnaði upp í sumar. Eitt af verkefnum varðskipanna er að skipta út öldumælisduflum með vissu millibili og þegar dufl tapast þarf að koma nýjum fyrir enda er afar mikilvægt fyrir sjófarendur að hafa upplýsingar um ölduhæð. Lesa meira

Þór siglir yfir miðbaug - 5.10.2011

THOR8

Varðskipið Þór sigldi í gær yfir miðbaug á leið sinni til Íslands. Áætlað er að Þór fari um Panama skurð 6.-7. október og er hægt að fylgjast með vefmyndavélum í rauntíma þegar skip fara þar í gegn

Lesa meira

Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna heimsækir LHG - 5.10.2011

Landhelgisgæslan fékk í gær heimsókn tuttugu nemenda í Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Fengu þau kynningu á starfsemi stjórnstöðvar með áherslu á fiskveiðieftirlit og -stjórnun. Voru þau mjög áhugasöm um verkefni Landhelgisgæslunnar en markmið skólans er að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og fiskveiðum í þróunarríkjum.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir sjúkling að Flúðum - 2.10.2011

TFLIF_DSC0857

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:37 beiðni um að þyrla LHG myndi sækja sjúkling að Flúðum en um bráðatilfelli var að ræða. Þyrluáhöfn var kölluð út og fór TF-LÍF í loftið kl. 11:03.

Lesa meira

Gæsluflug um vestanvert landið - 29.9.2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór kl. 13:50 í dag í gæslu- og eftirlitsflug um Breiðafjörð, Vestfirði og Faxaflóa þar sem m.a. var flogið um svæði þar sem tilkynnt hefur verið um borgarísjaka og íshröngl. Einnig var flogið um skyndilokunar og reglugerðarhólf.

Lesa meira

ÞÓR siglir úr höfn í Chile - sjö þúsund sjómílna sigling framundan - 28.9.2011

THOR8

Varðskipið ÞÓR sigldi í dag kl. 16:29 að íslenskum tíma, úr höfn  Asmar skipasmíðastöðvar sjóhersins í Chile þar sem skipið hefur verið í smíðum frá árinu 2007. Framundan er sjö þúsund sjómílna sigling (um fjórtán þúsund kílómetrar) til Íslands.

Lesa meira

Hafís út af Vestfjörðum - 28.9.2011

Margar tilkynningar hafa að undanförnu borist Landhelgisgæslunni um hafís út af Vestfjörðum.  Borgarísjakar og íshröngl hafa sést á siglingaleiðum og getur sjófarendum stafað hætta af þeim.

Lesa meira

Nýtt skeytasendingaforrit - 27.9.2011

Hannað hefur verið sérstakt skeytasendingarforrit sem viðbót við sameiginlegt fjareftirlitskerfi Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar (LHG), svo kallaður NAF-reporter. Forritið er þannig úr garði gert að skipstjórnarmenn velja sér veiðisvæði og forritið þekkir hvaða skeyti eiga við um veiðar á hvaða svæði og leiðir menn áfram við gerð einstakra skeyta auk þess að samnýta upplýsingar úr rafrænni afladagbók þar sem því verður við komið. Væntingar standa til að þetta auki hagræði við gerð og skil á skeytum líkt og skylda ber til í alþjóðasamningum og auðveldi skipstjórnarmönnum þá vinnu sem í skeytasendingunum felst.

Lesa meira

Varðskipið ÞÓR afhent Landhelgisgæslunni - 23.9.2011

Varðskipið Þór var afhent Landhelgisgæslu Íslands við hátíðlega athöfn í dag kl. 11:45 að staðartíma (kl. 14:45 að íslenskum tíma) í Asmar skipasmíðastöð sjóhersins í Chile. Viðstödd athöfnina voru Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar sem veitti skipinu viðtöku og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu.

Lesa meira

Varðskipið LHG bjargar flóttamönnum milli Marokkó og Spánar - 22.9.2011

IMGP6121

Ægir, varðskip Landhelgisgæslunnar sem er að störfum á vegum landamærastofnunar Evrópubandalagsins, FRONTEX, bjargaði skömmu fyrir hádegi í dag 63 flóttamönnum af litlum, ofhlöðnum bát sem sökk miðja vegu á milli Marokkó og Spánar.

Lesa meira

TF-LÍF tók þátt í sjóbjörgunaræfingu á Skagaströnd - 18.9.2011

NACGF_hifa

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF tók í gær þátt í æfingu með sjóbjörgunarsveitum víða af landinu sem haldin var á Skagaströnd. Meðal annars var farið í leitarverkefni á sjó og æfðar hífingar með hraðbátum þar sem sigmanni var slakað og hann hífður í báta á ferð.

Lesa meira

Fallbyssukúla frá seinni heimstyrjöldinni fannst í malbikunarstöð - 16.9.2011

Starfsmenn Malbikunarstöðvarinn Höfða brugðust hárrétt við í gær við þegar þeir fundu ósprungna sprengju í vinnslunni hjá sér. Þeir höfðu samband við Landhelgisgæsluna sem sendi sprengjusveitina  tafarlaust á vettvang.

Lesa meira

TF-LÍF í útkall til Vestmannaeyja - 16.9.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:38 beiðni í gegnum Neyðarlínuna frá lækni í Vestmannaeyjum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vegna þoku er ekki hægt fyrir flugvélar að lenda í Vestmannaeyjum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 12:57.  Lesa meira

Bátur vélarvana í miðjum Seyðisfirði - 16.9.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 06:16 neyðarkall á rás 16 frá bát sem var vélarvana og leki hafði komið að í miðjum Seyðisfirði. Fjórir menn voru um borð og sögðu þeir dælur bátsins hafa vel undan. Báturinn var dreginn til Seyðirfjarðar þar sem komið var til hafnar kl. 08:15.

Lesa meira

TF-LÍF flaug á Mýrdalsjökul með búnað vísindamanna - 15.9.2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF fór í gær í flug fyrir Veðurstofuna og Raunvísindastofnun sem notað var til að flytja búnað til að mæla jarðskorpuhreyfingar í Mýrdalsjökli. Lesa meira

General Stephane Abrial, SACT kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar - 14.9.2011

IMG_7513-(Large)

General Stephane Abrial, Supreme Allied Commander Transformation NATO, SACT kynnti sér í dag starfsemi Landhelgisgæslunnar. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Jón B. Guðnason yfirmaður Landhelgisgæslunnar í Keflavík og Ásgrímur L. Ásgrímsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs og yfirmaður stjórnstöðvar tóku á móti Abrial.

Lesa meira

Ótrygg fjarskipti vegna bilunar í Grímsey - 13.9.2011

Vegna bilunar í VHF fjarskiptabúnaði í Grímsey eru fjarskipti á svæðinu ótrygg. Viðgerð fer fram eins fljótt og auðið er. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjórum Landhelgisgæslunnar er talið að bilun búnaðarins sé líklega bein afleiðing af rafmagnsbilun í eyjunni.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í flugdeginum - 11.9.2011

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Landhelgisgæslan tók í gær þátt í flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli með ýmsum hætti og sýndi nokkra möguleika í notkun þyrlu Landhelgisgæslunnar. Byrjað var á að sýna notkun slökkvifötu (bamby bucket) var síðan farið í hefðbundna björgunarhífingu með börum og einum manni í lykkju og var eftir það bifreið slingað og sleppt.

Lesa meira

TF-LÍF sækir veikan sjómann - 10.9.2011

P5310014

Þyrla Landhelgisgæslunni var kölluð út kl. 15:40 í dag vegna alvarlegra veikinda um borð í togara sem staddur var um 50 sml Austur af landinu. Aðstoðarbeiðnin barst í gegnum Neyðarlínuna og eftir samráð skipstjóra við þyrlulækni var ákveðið að kalla út TF-LÍF.

Lesa meira

Borgarísjaki norðvestur af Kögri - 10.9.2011

07122010HafisDSCN2554

Borgarísjaki sást 25 sjómílur norðvestur af Kögri í á fimmtudag. Landhelgisgæslunni barst tilkynning um borgarískjakann frá fiskiskipi sem var statt um 16.3 sml. NV af Straumnesi.

Lesa meira

Útkall þyrlu og sjóbjörgunarsveita vegna neyðarljóss - 7.9.2011

TF-LIF-140604_venus

Landhelgisgæslunni barst kl 16:40  tilkynning í gegnum Neyðarlínuna um neyðarljós á lofti yfir Sundunum norðan við Reykjavík. Björgunarskip og björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út til leitar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla tekur þátt í leit á Reykjanesi - staðsetning í síma olli misskilningi. - 7.9.2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 03:38 í morgun eftir að lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð hennar við leit að tveimur piltum sem villtust norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi í gærkvöldi. Lesa meira

Formaður landsstjórnar Grænlands heimsækir björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð - 6.9.2011

Graenl_Koma_ALA

Kuupik Kleist, formaður landsstjórnar Grænlands, heimsótti í morgun björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og kynnti sér starfsemi viðbragðsaðila. Einnig var komið inn á björgunarmálefni norðurslóða, leitar- og björgunarsvæði, samstarf Arctic Council og samhæfingu þjóða þegar kemur að óhöppum á norðurslóðum.

Lesa meira

Baldur við eftirlit á Ljósanótt - 5.9.2011

Baldur_2074.__7._agust_2007

Baldur, eftirlits- og sjómælingabátur Landhelgisgæslunnar tók um helgina þátt í eftirliti og gæslu vegna Ljósanætur, ásamt lögreglu og björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Að sögn áhafnar Baldurs var á laugardagskvöldinu leiðinda sjólag því ekki mikil umferð á sjó.

Lesa meira

TF-LÍF sótti veika konu í Hvannagil - 4.9.2011

LIF_borur

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 10:57 í morgun vegna alvarlega veikrar konu sem stödd var í Hvannagilshnausum, sunnan við Álftavatn. TF-LÍF fór í loftið kl. 11:27 og flaug beint á staðinn.

Lesa meira

Sprengjusveit við ýmis verkefni á Austurlandi - 1.9.2011

hlutur

Landhelgisgæslunni barst í sl. viku tilkynning frá lögreglunni á Egilsstöðum  um grunsamlegan hlut sem fannst á Héraðssandi. Talið var að um væri að ræða tundurdufl,  þar sem mikið hefur verið af þeim á þessu svæði í gegnum tíðina.

Lesa meira

TF-LÍF í sjúkraflug til Stykkishólms - 1.9.2011

 Landhelgisgæslunni barst kl. kl 05:32 beiðni frá lækni í Stykkishólmi um þyrlu vegna bráðveikrar konu.  Þyrla LHG var kölluð út og fór TF-LÍF í loftið kl. 06:07. Lesa meira

Sala sjókorta sjómælingasviðs færist til Viking - 31.8.2011

Sala sjókort, sem gefin eru út af sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar, færist þann 1. september yfir til Viking Life-Saving Equipment á Islandi og hættir Raför þar með sem söluaðili sjókorta. Viking Life-Saving Equipment á Íslandi mun veita sömu þjónustu

Lesa meira

Þyrla LHG í útkall til Vestmannaeyja - 30.8.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:50 beiðni frá lækni í Vestmannaeyjum um útkall þyrlu vegna veikrar konu í Vestmannaeyjum. Vegna slæmra veðurskilyrða lá almennt flug niðri til Vestmannaeyja.

Lesa meira

Þyrla danska sjóhersins varð fyrir óhappi í lendingu - 30.8.2011

lynx_has-3_mk8

Lynx - björgunarþyrla danska flotans varð fyrir óhappi í lendingu að eftirlitsskipinu Hvidbjørnen þar sem skipið var statt  við bryggju í flotastöð danska sjóhersins í Grønnedal á Grænlandi mánudaginn 22. ágúst sl

Lesa meira

TF-SIF heldur á ný í verkefni fyrir Frontex - 30.8.2011

SIFMEX_IMG_3504

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug í morgun til Senegal í Afríku þar sem hún mun sinna landamæragæslu fyrir Frontex, landamæraeftirlitsstofnun Evrópusambandsins.

Lesa meira

TF-SIF flaug yfir Kolbeinsey - 29.8.2011

Þegar flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF flaug nýverið yfir Kolbeinsey kom í ljós að verulega hefur gengið á skerið og það minnkað talsvert frá heimsókn varðskipsmanna í júní 2010.

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð út eftir bílveltu við Múlakvísl - 29.8.2011

LIF_borur

Landhelgisgæslunni barst í gærkvöldi kl. 21:16 beiðni um útkall þyrlu eftir bílveltu við Múlakvísl. Fór TF-LÍF í loftið kl. 22:03 og flaug með ströndu að Skógum þar sem sjúkrabifreið beið með hina slösuðu.

Lesa meira

Forseti Litháen heimsækir Samhæfingarstöð ásamt forseta Íslands - 26.8.2011

Forseti Litháens dr. Dalia Grybauskaitė og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, ásamt fylgdarliði, heimsóttu í morgun björgunarmiðstöðina við Skógarhlíð.M.a. var  starfsemi samhæfingarstöðvar kynnt fyrir forsetanum auk rannsókna vísingamanna og aðgerðir vegna eldgosa.

Lesa meira

Straummælingalagnir lagðar milli Íslands og Grænlands. Message from the Marine Research Institute, Iceland. Sub-surface current meter moorings - 25.8.2011

Nú stendur yfir leiðangur rannsóknaskipsins Knorr í Grænlandssundi. Knorr kemur frá  hafrannsóknastofnuninni Woods Hole í Bandaríkjunum og er markmið leiðangursins að leggja út 17 straummælingalagnir milli Íslands og Grænlands. Positions of sub-surface current meter moorings in the Denmark Strait.The moorings consist of an anchor and a wire with instruments and this kept straight by a sub-surface buoy.

Lesa meira

Ráðstefna á Íslandi um mat á ógn vegna slysa í kjarnorkukafbátum - 22.8.2011

Arnaldur-2011-107

Haustið 2010 var haldinn alþjóðlegur fundur í Reykjavík þar sem kynntar voru tæknilegar upplýsingar sem nota þarf til að meta áhættu vegna slysa í kjarnorkukafbátum og öðrum kjarnorkuknúnum farartækjum (t.d. skipum).

Lesa meira

Útkall vegna slyss í Kverkfjöllum - 19.8.2011

Landhelgisgæslunni barst í gær kl. 14:24 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um þyrlu til að flytja slasaðan mann til byggða frá Kverkfjöllum. Þar sem báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru ekki í flughæfu ástandi var ákveðið að kalla til aðstoðar þyrlu Norðurflugs með þyrlulækni Landhelgisgæslunnar í áhöfn.

Lesa meira

Þyrla LHG til aðstoðar Skógræktinni í Þórsmörk - 19.8.2011

Thorsmork_LIF

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði nýverið Skógrækt ríkisins og Vini Þórsmerkur við stígaviðgerðir í Goðalandi. Í verkefninu æfði áhöfn þyrlunnar krókflug eða sling.

Lesa meira

Þyrla LHG æfir með björgunarsveit SL á Ísafirði - 16.8.2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar var nýverið við æfingar með björgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði.

Lesa meira

Tvö þyrluútköll um helgina - 15.8.2011

P5310014

Um helgina bárust tvær beiðnir um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að óhöpp urðu á landsbyggðinni.

Lesa meira

Flogið með vísindamenn á Mýrdals- og Vatnajökul - 14.8.2011

ALVDAgust-121-(2)

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í vikunni til aðstoðar Almannavarnadeild RLS þar sem  flogið var með vísindamenn að Vatnajökli og Mýrdalsjökli. Var í leiðangrinum m.a. sinnt viðhaldi á mælum.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla hefst að nýju - 12.8.2011

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný 17. ágúst nk. með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland.

Lesa meira

Stél af flugvélasprengju fannst í Kleifarvatni - 8.8.2011

Kofun_Kleifarvatn-08.08.11-311

Kafarar sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar fundu í dag stél af flugvélasprengju í Kleifarvatni eftir að ábending um torkennilegan hlut í vatninu barst frá köfurum björgunarsveitar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Hafnarfirði. 

Lesa meira

TF-LÍF Í þrjú útköll samfellt - 2.8.2011

Lif1

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti þremur útköllum samfellt frá laugardagskvöldi og fram á sunnudagsmorgun. Hófst vaktin með leit á Faxaflóa eftir að nokkrar tilkynningar höfðu borist Landhelgisgæslunni um neyðarblys sem sáust yfir Faxaflóa.

Lesa meira

Varðskipið Ægir bjargar flóttamönnum - 1.8.2011

31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(13)

Varðskipið Ægir bjargaði á laugardag 58 flóttamönnum sem skildir höfðu verið eftir í fjöru/gilskorningi á Radopos skaga á Krít. Í hópnum voru 30 karlmenn,  16 konur, þar af 2 ófrískar og 12 börn allt niður í ársgömul.

Lesa meira

Æfingar með danska varðskipinu Knud Rasmussen - 25.7.2011

Knud_Ras9_aefing

Landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar taka á mánudag og þriðjudag þátt í æfingum með danska varðskipinu Knud Rasmussen sem statt er hér á landi. Um þessar mundir er kona í fyrsta skipti að taka við stjórn Knud Rasmussen og er hún fyrsta konan til að stjórna varðskipi af þessari stærðargráðu innan danska sjóhersins.

Lesa meira

Fótspor mannsins sáust víða úr TF-GNA - 14.7.2011

GNA_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:25 í gær beiðni frá Lögreglunni á Hvolsvelli um þyrlu vegna leitar að erlendum ferðamanni  á Fimmvörðuhálsi, sem villtist í þoku og óskaði aðstoðar aðfaranótt miðvikudags vegna meiðsla á fæti.  Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 12: 05.

Lesa meira

Þyrla LHG við leit á Fimmvörðuhálsi - 13.7.2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú við leit á Fimmvörðuhálsi ásamt björgunarsveitarmönnum. Leitað er að Norðmanni sem villtist í þoku og óskaði aðstoðar vegna meiðsla á fæti.

Lesa meira

Þyrla kölluð út eftir bifhjólaslys á Skagatá - 12.7.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:50 beiðni frá Neyðarlínunni um útkall þyrlu vegna alvarlegs bifhjólaslyss sem varð nyrst á Skagatá. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF var nýfarinn í loftið til æfingar, var hún kölluð inn aftur á Reykjavíkurflugvöll og þyrlulæknir kallaður út til viðbótar við áhöfnina.

Lesa meira

Sprengja frá seinni heimstyrjöldinni fannst á Sandskeiði - 11.7.2011

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar barst í morgun tilkynning frá lögreglunni um að sprengjuvörpusprengja hefði fundist í Bláfjöllum. Um var að ræða 60 millimetra „mortar“ sprengju frá stríðsárunum og var hún flutt til eyðingar.

Lesa meira

Metfjöldi á sjó - útköll á sjó og landi - 11.7.2011

_IB_6324

Mikið annríki er nú í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Allt stefnir í metfjölda skipa og báta á sjó, bátur er vélarvana á Breiðafirði og þyrla hefur verið kölluð út vegna alvarlegra veikinda á Kirkjubæjarklaustri.

Lesa meira

TF-LÍF flýgur með vísindamenn yfir Mýrdalsjökul - 9.7.2011

Lif1

Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra óskaði kl. 05:44 í morgun eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að fljúga með vísindamenn og lögreglumenn til að skoða aðstæður við Mýrdalsjökul.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir erlendan ferðamann sem slasaðist við Langjökul - 8.7.2011

LIF_borur

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:01 barst beiðni frá Neyðarlínunni um þyrlu vegna erlends ferðamanns sem slasaðist í Skálpanesi S-við Langjökul. Þyrla LandhelgisgæslunnarTF-LÍF  var kölluð út og fór hún í loftið kl. 17:41.

Lesa meira

Sjúkraflutningur með TF-LÍF úr Skaftafelli - 7.7.2011

Um það leyti sem þyrla Landhelgisgæslunnar var að ljúka verkefni í Þjóðgarðinum í Skaftafelli kl. 16:00 í dag barst beiðni frá lækni á Höfn í Hornafirði til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Óskað var eftir að þyrlan myndi sækja veika konu í Freysnes Lesa meira

Tilkynning til sjófarenda vegna öldumælisdufla - 7.7.2011

Háseti Öldudufl Guðjón Óli Sigurðsson

Um 900-1000 skip hafa verið á sjó dag hvern í þessari viku og fylgir því mikið annríki fyrir varðstjóra Landhelgisgæslunnar. Brýnt er fyrir sjófarendum að koma ekki nærri öldumælisduflum sem lögð hafa verið út undan ströndum landsins.

Lesa meira

Reglulegt eftirlit á hafsvæðinu úr þyrlum Landhelgisgæslunnar - 5.7.2011

Myndir_vardskipstur_029

Í júní mánuði fóru þyrlur Landhelgisgæslunnar reglulega í eftirlits- og gæsluflug þar sem fylgst var með skipaumferð og fiskveiðum á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Í öllum tilfellum bar skipum á sjó saman við fjareftirlitsgögn frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar

Lesa meira

Þyrlur kallaðar út vegna bílslyss í Húnavatnssýslu - 4.7.2011

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út um kl. 12:30 í dag eftir að alvarlegt þriggja bifreiða bílslys varð við bæinn Miðhóp í Vestur Húnavatnssýslu. Í bifreiðunum voru samtals níu manns og þar af tveir alvarlega slasaðir. 

Lesa meira

Umferðareftirlit með þyrlu Landhelgisgæslunnar - 4.7.2011

Umferdareftirlit_LHG_Logr040808

Lögreglan á Selfossi og Þyrludeild Landhelgisgæslunnar sinntu um helgina umferðareftirliti úr þyrlu. Farið var um Suður-, Vestur- og Norðurland og umferðinni fylgt eftir.

Lesa meira

TF-GNA sækir mann sem féll af hestbaki í Bjarnarfirði nyðri - 3.7.2011

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í kvöld mann sem féll af hestbaki í Bjarnarfirði nyðri, milli Skjaldbjarnarvíkur og Drangavíkur en maðurinn var þar í hópi ferðafólks.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir slasaðan á Hólmavík - 2.7.2011

LIF_borur

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:45 beiðni frá lögreglunni á Hólmavík um þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegs vélhjólaslyss sem varð innst í Ísafjarðardjúpi.

Lesa meira

Skemmtibátur strandar við Lundey - 2.7.2011

_IB_6252

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:09 beiðni um aðstoð við farþegabát með átta manns um borð, þar af sex farþega, sem hafði strandað við Lundey. Ekki var talin hætta á ferðum en báturinn hallaði nokkuð á skerinu.

Lesa meira

Margir á sjó – einn staðinn að ólöglegum veiðum - 1.7.2011

TF-LIF-140604_venus

Mikil umferð var á sjó í gær. Þegar mest var höfðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar eftirlit með 964 skipum og bátum á miðunum kringum landið. Einn bátur var staðinn að ólöglegum veiðum. 

Lesa meira

Bisgogniero kynnti sér víðtæk verkefni LHG - 1.7.2011

Bisognero_heimsokn

Claudio Bisgogniero, varaframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins heimsótti í gær starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

Bandaríska skólaskipið Eagle komið til Reykjavíkur - 28.6.2011

Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 kom í morgun til hafnar í Reykjavík og verður hér á landi fram á föstudag. Landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sigldu til móts við skipið sem er á heimleið úr siglingu sem farin var í tilefni 75 ára afmælis þess.

Lesa meira

Veikur maður sóttur um borð í línubát - 27.6.2011

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. kl. 03:50 beiðni frá línubátnum Rifsnesi SH-44 um aðstoð læknis  vegna alvarlega veiks manns um borð. Skipið var að veiðum um 100 sml V-af Reykjanesi. 

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð út eftir slys á torfæruhjóli - 25.6.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. kl. 22:20 í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu eftir að alvarlegt slys varð á torfæruhjóli vestan við línuveginn að Nesjavallavirkjun. Lesa meira

Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle kemur til Reykjavíkur - 24.6.2011

USCG_Eagle

Von er á bandaríska skólaskipinu USCGC Eagle WIX-327 til Reykjavíkur þriðjudaginn 28. júní kl. 10:00. Skipið verður opið almenningi við Miðbakka þriðjudaginn 28. júní kl. 13:00-19:00, miðvikudaginn 29. júní kl. 10:00-17:00 og fimmtudaginn 30. júní frá kl. 10:00-19:00.

Lesa meira

Landhelgisgæslan og Flugmálastjórn undirrita samning - 24.6.2011

_IB_6324

Landhelgisgæsla Íslands og Flugmálastjórn Íslands undirrituðu í gær samning sem varðar eftirlit Flugmálastjórnar með stjórnstöð Landhelgisgæslunnar JRCC Ísland (Joint rescue coordination center) og þeirri starfsemi sem þar fer fram vegna stjórnunar leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði (SRR) Íslands vegna loftfara.

Lesa meira

Baldur öflugur á Íslandsmiðum - 22.6.2011

Myndir_vardskipstur_017

Baldur, eftirlits- og sjómælingaskip Landhelgisgæslunnar hefur frá byrjun maí mánaðar farið til eftirlits um borð í rúmlega 100 báta á Íslandsmiðum. Gefin var út ein kæra og einnig smávægilegar athugasemdir gerðar.

Lesa meira

TF-LÍF bjargar mönnum í sjálfheldu - 21.6.2011

Lif1

Þegar áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var að undirbúast fyrir æfingaflug kl. 16:06 í dag barst aðstoðarbeiðni til stjórnstöðvar vegna tveggja manna í sjálfheldu við Þverfellshorn í Esju. TF-LÍF fór í loftið kl. 16:20. Eftir smá leit sáust mennirnir á klettasyllu um 1,3km
austan við Þverfellshorn.

Lesa meira

Alþjóðlegur dagur sjómælinga - 21.6.2011

Í dag 21. júní, á sumarsólstöðum, er dagur sjómælinga. Alþjóðasjómælingastofnunin, sem stofnuð var þennan dag árið 1921, og aðildarríkin 80 nota daginn til að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kortlagning heimshafanna og útgáfa sjókorta er. Í ár er þema dagsins mannauður og fagleg sérfræðiþekking.

Lesa meira

Nýtt sjókort; Öndverðarnes – Tálkni. - 21.6.2011

Baldur_2074.__7._agust_2007

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hefur gefið út nýtt sjókort yfir utanverðan Breiðafjörð. Það nær frá vestasta hluta Snæfellsness norður yfir Breiðafjörð, fyrir Bjargtanga og inn í Tálknafjörð.

Lesa meira

Annir hjá stjórnstöð og flugdeild Landhelgisgæslunnar - 20.6.2011

LIF_borur
Margar aðstoðarbeiðnir bárust til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar við lok sl. viku bæði vegna atvika á sjó og landi. Má þar nefna atvik þar sem nokkrir strandveiðibátar lentu í minniháttar bilunum og óskuðu eftir aðstoð við að komast í land. Vel gekk að leysa mál þeirra enda margir bátar á sjó og ekki langt í næstu aðstoð. Lesa meira

Svipast um eftir hvítabjörnum - 15.6.2011

GNA3_BaldurSveins

Í vikunni fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA til gæslu og eftirlits um norðvestan og vestanvert landið. Var flugið auk þess nýtt til leitar að hvítabjörnum á Ströndum og var svæðið leitað frá Drangsnesi að Ísafjarðardjúpi.

Lesa meira

Æfingar þyrluáhafna með slökkvifötu - 15.6.2011

slokkt_i_husi1

Nú standa yfir reglulegar æfingar þyrluáhafna Landhelgisgæslunnar með slökkvifötubúnaði (bambi bucket) sem hengdur er neðan í þyrluna TF-LÍF. Búnaðurinn er m.a. ætlaður til að ráða niðurlögum elda á svæðum sem farartæki slökkviliðsins geta ekki af einhverjum ástæðum nálgast, má þar nefna sumarbústaðasvæði og sinuelda.

Lesa meira

Skipt um rafgeyma á Kristínartindum - 15.6.2011

a-Kristinartindum--11

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar ásamt félögum í Björgunarsveitinni Kára í Öræfum, starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs og hótelhöldurum í Freysnesi skiptu um rafgeyma í endurvarpanum á Kristínartindum síðastliðið laugardagskvöld.

Lesa meira

Varðskipið Ægir bjargar hátt í 100 manns á Miðjarðarhafi - 13.6.2011

AegirPir-(20)

Varðskipið Ægir bjargaði á föstudag 93 mönnum af vélarvana báti nálægt eynni Krít í Miðjarðarhafi en varðskipið sinnir nú landamæragæslu fyrir Evrópusambandið undir merkjum Frontex, landamærastofnunar ESB.

Lesa meira

Viðamikil æfing á Faxaflóa liður í Norður Víkingi - 10.6.2011

NV2011_09062011_JonPallAsgMG_2812-(7)

Þá er komið að lokum æfingarinnar Norður Víkings sem staðið hefur yfir frá því á mánudag. Eru þátttakendur sammála um að gengið hefur mjög vel. Í gær fór fram viðamikil æfing í haugasjó á Faxaflóa.

Lesa meira

Fiskibátur strandar skammt utan Arnarstapa - 9.6.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:23 aðstoðarbeiðni frá 6 tonna fiskibát með einn mann um borð sem við það að reka upp í kletta undan Arnarstapa í Patreksfjarðarflóa. Ekki var talin hætta á ferðum  en þrjár björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu voru kallaðar til aðstoðar

Lesa meira

TF-LÍF sækir slasaðan skipverja um borð í spænskan togara - 5.6.2011

Landhelgisgæslunni barst í nótt aðstoðarbeiðni frá Medical Center í Madríd sem óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við að sækja mann sem slasaðist um borð í spænska togaranum Hermanos Grandon sem var þá staðsettur um 170 sjómílur suðvestur af Reykjavík. Lesa meira

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur - 5.6.2011

IMG_2729

 Í tilefni sjómannadagsins var í morgun minnst látinna sjómanna við minningaröldurnar í  Fossvogskirkjugarði. Áhöfn norska varðskipsins Sortland stóð heiðursvörð ásamt starfsmönnum Landhelgisgæslunnar. Hátíðahöld verða víða um land í tilefni dagsins.

Lesa meira

Einstakt viðbragð og vel þjálfuð áhöfn Hafsúlunnar skipti sköpum í útkalli - 2.6.2011

Gasflutningaskip_TF_LIF_13022008

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:46 aðstoðarbeiðni í gegnum Neyðarlínuna vegna manns með hjartatruflanir um borð í hvalaskoðunarskipinu Hafsúlunni sem var staðsett um 1,5 sjómílu N- af Gróttu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var samstundis kölluð út auk bráðatækna frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem fóru á staðinn með Höllu Jóns, harðbotna björgunarbáti Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Lesa meira

Norska varðskipið Sortland í Reykjavíkurhöfn - 2.6.2011

SortlandIMG_2612-(2)

Norska varðskipið Sortland kom til Reykjavíkur í gær en skipið er komið hingað til lands til að taka þátt í hátíðahöldum Sjómannadagsins auk þess sem skipið mun taka þátt í varnaræfingunni Norður Víkingur  sem hefst á mánudag og stendur til föstudagsins 10. júní. Almenningi er boðið að skoða skipið á laugardag frá kl. 13-16 og sunnudag frá 13-16. 

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna erlendra hjólreiðamanna - 1.6.2011

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:30 beiðni um aðstoð þyrlu við að sækja þrjá erlenda hjólreiðamenn sem voru strandaglópar á Fjórðungsöldu vestan við Þjórsá. Var beðið um aðstoð þyrlunnar þar sem svæðið er mjög erfitt yfirferðar. 

Lesa meira

Varðskipið Þór nýmálaður í höfn Asmar skipasmíðastöðvarinnar - 31.5.2011

IMG_1042

Síðdegis bárust þær fréttir frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í Chile að Þór, nýtt fjölnota varðskip Landhelgisgæslunnar flaut fyrr í dag nýmálaður og stórglæsilegur úr kví ASMAR skipasmíðastöðvarinnar sem er í eigu sjóhersins í Chile. Stórum áfanga er nú náð í smíði skipsins.

Lesa meira

Miklar fiskivöður sáust með eftirlitsbúnaði TF-SIF - 31.5.2011

fiskvodur

Í gæslu og æfingaflugi flugvélar Landhelgisgæslunnar í gær var m.a. flogið um SA mið.  Í eftirlitsbúnaði sáust m.a. miklar fiskivöður sem voru þá um 10 sjómílur ASA af Ingólfshöfða.

Lesa meira

Radarmyndir sýndu gosstrók sem steig upp í 1,5 km hæð - 28.5.2011

TFSIF_Inflight3_ArniSaeberg

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í eftirlitsflug í gær þar sem m.a. var aflað upplýsinga um gosstöðvarnar í Grímsvötnum. Á radarmyndum sást gosbólstur sem steig beint upp í loftið og náði um 1,5 km. hæð. Var strókurinn frekar ljósleitur og sást ekki aska í honum. Samkvæmt þessu er greinilegt að gosinu er ekki lokið.

Lesa meira

Flug TF-SIF með vísindamenn HÍ og Veðurstofunnar - 26.5.2011

SIF_cockpit

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF flaug í gær með vísindamenn frá Jarðvísindastofnun og Veðurstofunni  að gosstöðvunum í Grímsvötnum. Staðfestu vísindamenn að loknu flugi það sem áður hafði komið fram; minnkandi virkni en óreglulega gosstróka sem geta verið varasamir.

Lesa meira

TF-GNA fann þýskan ferðamann - 25.5.2011

TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar, í samstarfi við björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, fann kl. 18:05 þýskan ferðamann sem leitað hefur verið að í dag. Fór þyrlan á leitarsvæðið eftir ábendingar björgunarsveita og fannst maðurinn við Háöldur sem eru austan við Hofsjökul. Lesa meira

Dýnamít fannst á golfvelli. Var því eytt af sprengjusérfræðingum LHG - 20.5.2011

Landhelgisgæslunni barst í vikunni tilkynning frá golfklúbbnum Kili í Mosfellsfæ um að dýnamít hefði fundist í steinklöppum á golfvelli golfklúbbsins. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út og þegar á staðinn kom reyndist dýnamítið vera í nokkrum borholum. Lesa meira

Fyrstir núverandi stýrimanna Gæslunnar til að útskrifast sem neyðarflutningamenn - 19.5.2011

LIF_borur

Nýverið útskrifuðust tveir stýrimenn Landhelgisgæslunnar, Henning Þór Aðalmundsson og Hreggviður Símonarson sem neyðarflutningamenn frá Sjúkraflutningaskólanum. Hafa þeir þar með lokið grunnnámi í sjúkraflutningum EMT-Basic og framhaldsnámi sem er námskeið í neyðarflutningum EMT-Intermediet.

Lesa meira

Skúta óskaði eftir aðstoð - 18.5.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 22:13 í gærkvöldi aðstoðarbeiðni frá sex metra seglskútu með brotið stýri undan Hvassahrauni, rétt utan við Straumsvík. Einn maður var um borð og sagði hann enga hættu á ferðum en óskaði eftir aðstoð við að komast í land.

Lesa meira

Varnaræfingin Norður Víkingur haldin í júní - 17.5.2011

Varnaræfingin Norður Víkingur 2011 verður haldin dagana 3. – 10. júní 2011.  Æfingin er haldin í samræmi við samkomulag um framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 2006.  Samhliða Norður Víkingi 2011 verður hér á landi regluleg loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins í samræmi við ákvörðun þess og íslenskra stjórnvalda frá árinu 2007. 

Lesa meira

Ægir siglir með þyrlur að ísröndinni við Grænland - 16.5.2011

Agir_a_fullu_eftir_breytingar_i_okt_05_JPA

Varðskipið Ægir flutti fyrir skömmu tvær þyrlur fyrir Vesturflug (Blue West Helicopters) frá Ísafjarðardjúpi að ísröndinni við Grænland. Flugu þyrlurnar frá varðskipinu inn á land en lentu þar í mjög slæmu veðri og neyddust til að lenda. Liðu 28 klst þar til þeim tókst að fara að nýju í loftið.

Lesa meira

Tvö þyrluútköll síðdegis - 12.5.2011

Beiðni um útkall þyrlu Landhelgisgæslunnar barst kl. 16:47 þegar TF-LÍF var í gæslu- og eftirlitsflugi á Breiðafirði. Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar vegna bílslys sem varð suður af Gilsfirði. Annað útkall barst kl. 20:28 vegna konu sem slasaðist í Esju.

Lesa meira

LHG gerir samning við Öryrkjabandalagið - 12.5.2011

Landhelgisgæslan hefur gert samning við Vinnustaði Öryrkjabandalagsins um ræstingar í húsnæði LHG í Skógarhlíð 15.  Samningurinn er hagstæður fyrir Landhelgisgæsluna og þjónustan er tryggð alla virka daga þar sem Vinnustaðir ÖBÍ sjá um allar ræstingar og afleysingar í veikindum, sumarleyfum og svo framvegis.
Lesa meira

Leitað að merkjum um hvítabirni á Hornströndum - 11.5.2011

Isbjarnaeftirlitsfl_TF_GNA_180608_1

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í dag í eftirlitsflug um friðlandið á Hornströndum þar sem sérstaklega var leitast við að finna merki um hvítabirni á svæðinu. Mikill almennur þrýstingur hefur verið um að farið yrði í slíkt flug, eftir að hvítabjörn var felldur í Rekavík 2. maí síðastliðinn.

Lesa meira

Árangursrík leitaræfing á Langjökli - 11.5.2011

Sif_Lif_Gna2_BaldurSveinsson

Afar árangursrík æfing var í gær haldin með þátttöku flugvélar og þyrlu Landhelgisgæslunnar auk tveggja félaga úr Flugbjörgunarsveitinni sem brunuðu upp á Langjökul og léku sig týnda. Tilgangur æfingarinnar var að finna vélsleðamennina tvo með leitar og eftirlitsbúnaði um borð í loftförunum tveimur.

Lesa meira

Skipt um stjórnklefa í TF SIF - 11.5.2011

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar sneri nýverið aftur til landsins eftir að breytingar voru gerðar á flugstjórnarklefa vélarinnar hjá Field Aviation í Kanada. Skipt var út 45 mælum sem áður voru í stjórnborði flugvélarinnar og í stað þeirra birtast upplýsingar nú á fimm rafrænum skjáum. 

Lesa meira

Sjófarendur eru hvattir til að hlusta ætíð á rás 16 - 10.5.2011

Þegar TF-SIF var í eftirlitsflugi í gær voru rúmlega sexhundruð skip og bátar í eftirliti. Enn var þá veitt á öllum strandveiðisvæðum. Frá og með deginum í dag voru veiðar hinsvegar bannaðar á svæði A sem er svæðið frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps. Sjá þéttar merkingar á kortinu.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann manninn á Hábungu - 9.5.2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:52 í kvöld eftir að fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð við leit að týndum manni í Esju.  Fór þyrlan í loftið kl. 19:21 og var byrjað að leita austast á gönguleiðinni og  leitað var vestur með henni.  

Kl. 1953 sást maðurinn frá þyrlunni við vörðu efst á Hábungu.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir slasaðan vélsleðamann á Skjaldbreið - 7.5.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:09 beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla Landhelgisgæslunnar myndi sækja mann sem slasaðist á vélsleða á Skjaldbreid. Fór TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið frá Reykjavík kl. 18:52 og reiknað er með að þyrlan verði á slysstað um kl. 19:20.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir veikan sjómann - 6.5.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 15:35 aðstoðarbeiðni frá skipi sem statt er um 40 sml SV af Reykjanesi. Óskað var eftir sambandi við þyrlulækni vegna sjúklings um borð. Að höfðu samráði við lækni var TF-LIF þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og verður hún við skipið um kl. 16:40. Reiknað er með að þyrlan verði við Landspítalann í Fossvogi um kl. 17:30.

Lesa meira

Eldur kom upp í fiskibát - 5.5.2011

Baldur_2074.__7._agust_2007

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:42 tilkynning um eld um borð í fiskibátnum Ása RE-52 sem staddur var 10 sml. NV af Gróttu með einn mann um borð. Samstundis voru nærstaddir bátar kallaðir til aðstoðar ásamt björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út.

Lesa meira

Strandveiðar hefjast af fullum krafti - 3.5.2011

Mikið annríki er nú hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar  vegna strandveiðanna sem hófust á miðnætti 2. maí. Á tímabilinu frá kl. 0400-0700 tilkynntu 350 bátar sig úr höfn en klukkan 12 á hádegi voru samtals 825 skip á sjó sem er um tvöfalt fleiri íslensk skip en að jafnaði eru á sjó í einu. Lesa meira

Skýrsla gefin út hjá FAO um samræmd eftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar - 3.5.2011

_IB_6324

Nýlega kom út hjá FAO - Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, skýrsla Gylfa Geirssonar, sérfræðings hjá Landhelgisgæslunni ; Case Study of the Icelandic Integrated System for Monitoring, Control and Surveillance . Skýrslan útskýrir undirbúning, þróun og rekstur samræmdra eftirlitskerfa Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Útkall vegna báts sem hvarf úr ferilvöktun - 3.5.2011

Landhelgisgæslan boðaði um kl. 0430 björgunarskip og björgunarbáta Slysavarnafélagsins á Austfjörðum, nærstadda báta og þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna strandveiðibáts sem hvarf úr ferilvöktun við Barðsneshorn og ekki náðist talstöðvarsamband við.
Lesa meira

Hvítabjörn felldur í Rekavík (Bakhöfn) - 2.5.2011

Hvítabjörn var felldur í Rekavík (Bakhöfn) á Hornströndum kl. 14.21. Tilkynning barst Landhelgisgæslunni í morgun um hvítabjörn í Hælavík á Hornströndum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug á Ísafjörð þaðan sem flogið var á Hornstrandir í Hælavík. Þegar þangað var komið hafði dýrið fært sig um set og fannst eftir nokkra leit í Rekavík (Bakhöfn)

Lesa meira

Varðskipið Týr siglir af stað í verkefni fyrir Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins - 2.5.2011

cfca_logo_Page_1

Varðskipið Týr hélt í morgun úr höfn í Reykjavík en skipið mun til loka nóvembermánaðar sinna verkefnum fyrir CFCA - Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins. Landhelgisgæslan útvegar tæki og áhöfn til verkefnisins en CFCA sér alfarið um fiskveiðieftirlit.

Lesa meira

Tilkynning barst til LHG um bjarndýr í Hlöðuvík - 2.5.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 08:46 í morgun tilkynning frá fiskibát um bjarndýr sem þeir sáu í fjörunni í Hlöðuvík. Var samstundis haft samband við Umhverfisstofnun sem og lögregluna á Vestfjörðum,  auk þess var þyrla Landhelgisgæslunnar  sett í viðbragðsstöðu. Lesa meira

Varðskipsmenn skoða afla um borð í skipum á Reykjaneshrygg - 1.5.2011

Agir_a_fullu_eftir_breytingar_i_okt_05_JPA

Landhelgisgæslan hefur nú kannað veiðar skipa frá Spáni og Rússlandi sem sáust í gæsluflugi á Reykjaneshrygg fyrir tveimur dögum. Við skoðun varðskipsmanna um borð í skipum frá Spáni í dag kom í ljós að þau eru að veiða langhala og var enginn úthafskarfi í afla eða um borð í skipunum

Lesa meira

Tekinn við meintar ólöglegar veiðar á Faxaflóa - 30.4.2011

Landhelgisgæslan tók í dag hrefnubát að meintum ólöglegum veiðum á Faxaflóa. Báturinn var að veiðum á svæði sem honum er óheimilt að veiða á. Bátnum var vísað til Hafnarfjarðar þar sem mál hans verður tekið fyrir af viðkomandi lögreglustjóra.

Lesa meira

Rússar og Spánverjar við veiðar - 29.4.2011

Sif_eftirlitsbunaður

Við eftirlitsflug Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar í dag var komið að sex rússneskum og einum spænskum togara að veiðum á Reykjaneshrygg á úthafskarfaveiðisvæði en samkvæmt reglum Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar-NEAFC,  mega úthafskarfaveiðar ekki hefjast fyrr en 10 maí.

Lesa meira

TF-SIF í eftirliti um SV-mið og djúp - 28.4.2011

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlitsflug um um SV-mið og djúp þar sem flogið af norður um með miðlínu milli Íslands og Grænlands, þaðan til austurs og inn Eyjafjörð. Samtals voru átta erlend skip komin til veiða á Reykjaneshrygg Lesa meira

Útkall þyrlu eftir óhapp í Reykjadal - 26.4.2011

TFLIF_2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:35 í gær eftir að óhapp varð í Reykjadal, upp af Hveragerði. Björgunarsveitin í Hveragerði var á leið á staðinn en þar sem löng gönguleið var frá slysstað, var ákveðið að óska eftir bráðaflutningi með þyrlu. Þyrluáhöfn var stödd á flugvelli og fór þyrlan í loftið kl. kl. 18:49

Lesa meira

Bátur hætt kominn norður af Ströndum - 19.4.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 00:28 í nótt, á rás 16, aðstoðarbeiðni frá fiskibátnum Kópanesi sem var vélarvana, með tvo menn um borð norður af Ströndum. Var báturinn um  6-7 sml. frá landi en nokkuð hvasst var á staðnum. Lesa meira

Þyrla LHG í útkall á Brjánslæk - 15.4.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:37 í gær beiðni  í gegnum Neyðarlínuna, þar sem óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, vegna manns sem fékk hjartastopp á Brjánslæk við Breiðafjörð. Svo vel vildi til að nærstaddir kunnu skyndihjálp.

Lesa meira

Yfirlit aðgerðarsviðs LHG fyrir mars - 14.4.2011

Tyr_a

Samkvæmt yfirliti mars mánaðar frá aðgerðarsviði Landhelgisgæslunnar fóru þyrlur Landhelgisgæslunnar í sex útköll, sjö gæsluflug og eitt hafísflug á tímabilinu. Fjögur útköll voru afturkölluð. Samtals fluttu þyrlur LHG fimm einstaklinga á sjúkrahús.TF-LÍF fór í 500 tíma skoðun sem áætlað að ljúki um miðjan aprílmánuð. Í mánuðinum hafði aðgerðarsvið  afskipti af smærri skipum og bátum vegna lögskráningarmála, haffæris og lögskráningar áhafna.

Lesa meira

Þyrla þýska herskipsins Berlin á bakvakt - 13.4.2011

Berlin_13042011

Sea King þyrla þýska herskipsins Berlin verður á bakvakt fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar dagana 14.-18. apríl eða þá daga sem skipið er í kurteisisheimsókn í Reykjavík ásamt þýsku freigátunum Brandenburg og Rheinland-Pfalz.. Við komuna til Reykjavíkur í fyrramálið eru fyrirhugaðar æfingar með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um helgina er almenningi boðið að skoða skipin.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir mann sem slasaðist á Kili - 11.4.2011

GNA3_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 10:20 í morgun eftir að maður varð undir snjóhengju á Kili, rétt sunnan við Hvítárvatn. TF-GNA fór í loftið kl. 10:54. Þyrlulæknir var í sambandi við sjúkrabifreið sem kominn var að Sandá á Kili og beið björgunarsveitar sem ferjaði manninn á staðinn. Lesa meira

Fjölgar í hópi kafara Landhelgisgæslunnar - 10.4.2011

JSWatchCrasy_vether_og_kofun_019

Tveir kafarar bættust nýverið í hóp kafara Landhelgisgæslunnar sem hafa réttindi til að stunda leitar- og björgunarköfun. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar afhenti Jóhanni Eyfeld, varðstjóra og Andra M. Johnsen, háseta B-réttindaskírteini kafara að loknu níu vikna þjálfunarferli.

Lesa meira

Útkall þyrlu vegna bílslyss við Kirkjubæjarklaustur - 7.4.2011

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl.16:36 beiðni um þyrlu Landhelgisgæslunnar frá 112  vegna alvarlegs bílslyss rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Fór TF-GNA í loftið kl. 17:05 og flaug með ströndinni þar sem mikill vindur og sandfok var á söndunum fyrir austan.

Lesa meira

Fjórir bátar óskuðu eftir aðstoð - 7.4.2011

Um 400 bátar voru á sjó sl. þriðjudag sem er talsverð fjölgun frá því sem verið hefur enda ágætt veður og nýttu margir tækifærið til að fara til veiða. Voru bátarnir í misgóðu ástandi sem kom í ljós þegar fjórar aðstoðarbeiðnir bárust til Landhelgisgæslunnar

Lesa meira

Reykköfunaræfing með SHS um borð í v/s ÆGIR - 1.4.2011

Fyrir skömmu var haldin reykköfunaræfing um borð í varðskipinu TÝR með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS). SHS sér um þjálfun á reykköfururm fyrir nemendur Brunamálaskólans og var ákveðið að setja upp verkefni um borð í varðskipinu, eins og um brennandi skip, úti á rúmsjó, væri að ræða.

Lesa meira

Aníta Líf komin til hafnar - 31.3.2011

AnitaLif9

Baldur, sjómælinga- og eftirlitsskip Landhelgisgæslunnar ásamt Fjölva, pramma Köfunarþjónustunnar komu til Reykjavíkur síðdegis með fiskibátinn Anítu Lif sem sökk norður af Akurey á laugardag. Með í för voru fulltrúar Rannsóknarnefndar sjóslysa og tryggingafélags. Björgunaraðgerðir stóðu yfir frá því snemma i morgun.

Lesa meira

Fundur European Patrol Network haldinn í Reykjavík - 30.3.2011

IMG_3322

Nú stendur yfir á Grand hótel fundur European Patrol Network sem haldinn er í samvinnu við Landhelgisgæslu Íslands. Fundinn sitja fulltrúar Evrópuþjóða og alþjóðlegra samtaka sem koma að landamæraeftirliti á sjó og landi. Landhelgisgæslu Íslands var falið að skipuleggja fundinn ásamt Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins .

Lesa meira

Kanada sér um loftrýmisgæslu við Ísland - 30.3.2011

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný með komu flugsveitar Kanadíska flughersins sunnudaginn 3. apríl. Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland.

Lesa meira

Vélarvana bát komið til aðstoðar - 28.3.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:09 aðstoðarbeiðni frá skemmtibát, með tvo menn í áhöfn,  sem var vélarvana norðan við hafnargarðinn í Vogum, þar sem miklar grynningar eru.  Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út auk þess sem björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu, sem og nærstaddir bátar voru beðnir um að fara til aðstoðar.

Lesa meira

Náðu að senda neyðarkall skömmu áður en báturinn sökk - 26.3.2011

1882.-Abbaa-SH-82

Ekki mátti miklu muna síðdegis í dag þegar bátur sökk skyndilega norðan við Akurey, á Sundunum við Reykjavík. Áhöfn bátsins náði til talstöðvar og sendi neyðarkall á rás 16 kl. 17:06 eða rétt áður en báturinn sökk. Varðstjórar Landhelgisgæslunnar í vaktstöð siglinga heyrðu kallið og ræstu samstundis út allar tiltækar björgunareiningar,

Lesa meira

Siglingaviðvörun send út vegna hvalhræs - 25.3.2011

Hvalur5

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá togara um hvalhræ sem kom í veiðarfærin um 6 sml. suður af Selvogsvita. Kom hræið í trollið sem rifnaði og varð að sleppa því í sjóinn. Siglingaviðvaranir voru í kjölfarið sendar út en hræið getur verið hættulegt minni bátum.

Lesa meira

Landhelgisgæslan fylgist með siglingu kajakræðara - 25.3.2011

Landhelgisgæslan mun á næstu vikum fylgjast reglulega með siglingu kajakræðarans Riann Manser  sem ásamt Dan Skinstad ætlar sér að róa tveggja manna kajak í kringum Ísland en ferðin hefst á sunnudag frá Húsavík.

Lesa meira

Ískönnunarflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar - 23.3.2011

TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Í dag fór þyrla Landhelgisgæslunar í ísleiðangur og var flogið norður með Vestfjörðum. Komið var að ísröndinni út af Látrabjargi og henni fylgt til norðausturs.
Var ísröndin næst landi: 56 sml frá Látrabjargi, 38 sml frá Barða, 38 sml frá Kögri og 50 sml frá Hornbjargi.

Lesa meira

TF-LÍF kölluð út vegna vélsleðaslyss á Fjarðarheiði - 23.3.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:33 beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla yrði kölluð út vegna vélsleðaslyss sem varð á Fjarðarheiði við Vestdalsvatn. Upplýst var að björgunarsveitarmenn væru á leið á slysstaðinn með lækni. TF-LÍF fór í loftið kl. 18:05 og var flogið beint á slysstað Lesa meira

Varðskipið Týr heimsækir Tálknafjörð - 23.3.2011

TYR_Akureyri44

Varðskipið Týr lagðist í vikunni að bryggju á Tálkafirði og var nemendum og kennurum grunnskólans á Tálknafirði boðið í heimsókn um borð. Vakti heimsóknin almenna lukku og fróðleik. Á morgun fimmtudag eru 36 ár síðan varðskipið Týr kom fyrst til landsins.

Lesa meira

Árlegur fundur viðbragðsaðila um leit og björgun sjófarenda og loftfara - 16.3.2011

Lif_kemur_ad_Bruarfossi

Nýverið var haldinn árlegur fundur Landhelgisgæslunnar með viðbragðsaðilum sem hlutverk hafa við leit og björgun sjófarenda og loftfara. Á fundinum var fjallað um helstu björgunaraðgerðir ársins 2010 og hvaða lærdóm megi af þeim draga með það að markmiði að auka öryggi sjófarenda og loftfara. Einnig var kynnt ný reglugerð um stjórnun leitar og björgunar sjófarenda og loftfara.

Lesa meira

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á námskeiði hjá Isavia - 14.3.2011

Nýlega sóttu um 20 starfsmenn frá Landhelgisgæslunni tveggja daga námskeið hjá Isavia. Námskeiðið var haldið á grundvelli samstarfssamnings Isavia og Landhelgisgæslunnar um leitar- og björgunarþjónustu en Landhelgisgæslan starfrækir björgunarmiðstöðina JRCC Ísland fyrir sjófarendur og loftför. 

Lesa meira

Nýjar myndir af Þór - 14.3.2011

S5000670

Varðskipið Þór, sem hefur legið við bryggju í bænum Talcuahano í Chile, er óskemmt eftir að þrjár flóðbylgjur gengu yfir svæðið aðfaranótt laugardags. Hæsta flóðbylgjan mældist 2,4 metrar á hæð. 

Lesa meira

Varðskipið Þór dregið úr höfn í Chile - 11.3.2011

Thor_a_sjo2

Fyrir skömmu síðan bárust fréttir frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í Chile um að í dag, milli kl. 17:00-20:00 að íslenskum tíma, mun varðskipið Þór verða dregið út í flóann sem liggur að bænum Conception þar sem  þar sem ASMAR skipasmíðastöð sjóhersins í Chile er staðsett. Búist er við að flóðbylgja gangi yfir svæðið um kl. 20:00 í kvöld

Lesa meira

Varðskipið Týr kemur með stálprammann til hafnar - 10.3.2011

IMG_3266

Týr varðskip Landhelgisgæslunnar kom til Reykjavíkur kl. 18:00 í kvöld með stálpramma í togi sem Landhelgisgæslan hefur svipast  eftir um nokkurt skeið.

Lesa meira

Bátur vélarvana á Breiðafirði - 9.3.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:01 aðstoðarbeiðni frá fiskibát sem var vélarvana um ½ sjómílu austur af Elliðaey á Breiðafirði. Björgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Stykkishólmi var kölluð út auk þess sem fiskibáturinn Þórsnes II fór frá Stykkishólmi. Einnig var TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar beðin um að stefna á staðinn.

Lesa meira

Sprengjusveit eyðir oddi flugskeytis sem barst í veiðarfæri - 9.3.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 09:00 í morgun aðstoðarbeiðni frá lögreglunni á Ísafirði vegna torkennilegs hlutar sem barst í veiðarfæri togarans Júlíusar Geirmundssonar sem kominn var að bryggju á Ísafirði. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar fór á Ísafjörð og eyddi hlutnum sem reyndist vera oddur flugskeytis.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir skipverja sem féll útbyrðis - 9.3.2011

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:39 í morgun beiðni um aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna skipverja sem féll útbyrðis af dragnótabát sem var við veiðar í Meðallandsbugt út af Skaftafellsfjöru eða um 2,5 sml frá landi.

Lesa meira

Samkomulag undirritað við björgunarstjórnstöðina í Færeyjum - 9.3.2011

Isavia_undirsksamn2

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs ISAVIA hafa undirritað samkomulag við björgunarstjórnstöðina í Færeyjum, MRCC Tórshavn, varðandi fyrirkomulag samstarfs og upplýsingaskipti. 

Lesa meira

Varðskip leitar að stálpramma sem skipum og bátum stafar hætta af - 9.3.2011

TYR_Akureyri44

Varðskip Landhelgisgæslunnar leitar nú að stálpramma um 15 sjómílur SV-af Malarrifi sem skipum og bátum stafar hætta af. Tilkynning um prammann barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar frá fiskiskipi sem statt var á svæðinu. 

Lesa meira

Frontex - Landamærastofnun EU óskar eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar - 4.3.2011

01052010IMGP0754

Starfsmönnum Landhelgisgæslunnar barst í dag bréf frá Georg Kr. Lárussyni forstjóra varðandi fyrirspurn sem barst í gær frá Frontex - Landamærastofnun EU. Bréfið er svohljóðandi.

Lesa meira

Sameiginlegu atvinnukafaranámskeiði lokið - 2.3.2011

IMG_2521

Fjórtán atvinnukafarar útskrifuðust síðastliðinn föstudag af sameiginlegu námskeiði Landhelgisgæslunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra. Mikil ánægja var með hópinn sem sýndi miklar framfarir á krefjandi vikum námskeiðisins.

Lesa meira

Sjómaður féll útbyrðis af nótaveiðiskipi - 28.2.2011

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010_(1)

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 21:05 í gærkvöldi aðstoðarbeiðni frá grænlensku nótaveiðiskipi sem statt var um 16 sml S af Malarrifi. Hafði skipverji fallið fyrir borð en tekist hafði að ná honum um borð að nýju. Óskað var eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar myndi koma til aðstoðar.

Lesa meira

Sjómælingasvið gefur út fjögur ný sjókort - 28.2.2011

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar gaf nýverið út fjögur ný sjókort. Þetta eru hafnakort af Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Súðavík. Kortin leysa af hólmi hafnauppdrætti sem eru í Leiðsögubók fyrir sjómenn við Ísland sem kom út 1991. Nýju kortin eru í mælikvarðanum 1:10.000.

Lesa meira

Landhelgisgæslan hefur afskipti af allt að 5-10 smábátum á dag vegna lögskráningar - 25.2.2011

ec06a15ec09602e7807a14954c0ef041_medium

Í Fiskifréttum 24. febrúar birtist grein sem fjallar um tíð afskipti Landhelgisgæslunnar af smábátum sem ekki sinna lögskráningu áhafna sem skildi. Virðist nokkuð misskilningur ríkja meðal sjómanna um fyrirkomulag lögskráninga.

Lesa meira

Þakkir forstjóra til starfsmanna LHG í tilefni af niðurstöðum nýlegra rannsókna - 24.2.2011

Gunnolfsvikurfjall-ad-vetri

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fengu í dag sendar þakkir frá Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar  í tilefni af niðurstöðum nýlegra rannsókna sem höfðu það að markmiði að kanna traust almennings til stofanana hér á landi.

Lesa meira

TF-LÍF sækir veikan sjómann 20 sml frá landi - 24.2.2011

Landhelgisgæslunni barst á miðvikudagskvöld kl. 20:32 beiðni um útkall  þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna sjómanns með mikla verki um borð í línubát sem var staddur 20 sjómílur suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi. Lesa meira

Mikið traust til Landhelgisgæslunnar - 22.2.2011

Thyrlubjorgun_skip

Landhelgisgæslan nýtur traust 89% landsmanna samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í vikunni. Í ár svöruðu 97% aðspurðra könnuninni og dreifist traustið nokkuð jafnt á milli kynja.

Lesa meira

Þór er systurskip norska strandgæsluskipsins Harstad - 21.2.2011

KV_Harstad

Yfirmaður norsku strandgæslunnar, Arild-Inge Skram situr í dag fund með Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar þar sem til umræðu er samstarf þjóðanna á sviði öryggis-, eftirlits- og björgunarmála. Einnig verða á dagskránni björgunaraðgerðir í Oslóarfirði, á strandstað Goðafoss við Noreg þar sem Harstad, systurskip Þórs vinnur að hreinsun.

Lesa meira

Torkennilegur hlutur með blikkandi ljósi á Skerjafirði - 19.2.2011

Kafbatur_Gavia

Landhelgisgæslunni barst í gær kl. 18:18 tilkynning frá slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli og flugturningum í Reykjavík um torkennilegan hlut  með blikkandi ljósi úti á Skerjafirði.  Sagt var að frá slökkvistöðinni bæri þetta yfir flugskýli 3 á Reykjavíkurflugvelli út á sjó. Ljósið breyttist síðan í  rautt og grænt.

Lesa meira

Landhelgisgæslan vekur athygli á óvenju hárri sjávarstöðu næstu daga - 18.2.2011

SjavarstadaFeb2011

Flóðspá fyrir Reykjavík gerir ráð fyrir óvenju hárri sjávarstöð á fullu tungli febrúar og mars. Það er því ástæða til að fylgjast vel með veðurspá og loftþrýstingi. Ástæður óvenju hárrar sjávarstöðu núna er að tunglið verður eins nálægt jörðu og það getur orðið þann 19 mars.

Lesa meira

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts - 17.2.2011

LHS_4

Niðurstöður nýrrar könnunar MMR á trausti almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála leiddu í ljós að  Landhelgisgæslan nýtur áberandi mests trausts meðal almennings eða 80,8%. Hefur traust til Landhelgisgæslunnar aukist frá síðustu könnun MMR.

Lesa meira

Æfing þyrlu LHG með björgunarsveitum á Ísafirði og í Hnífsdal - 14.2.2011

TF-LIF-140604_venus

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á laugardagskvöld þátt í sjóbjörgunaræfingu með félögum í Björgunarfélagi Ísafjarðar, Tindum í Hnífsdal og Vestfjarðadeild Björgunarhundasveitar Íslands.

Lesa meira

Norrænn vinnufundur um fjölgeislamælingar - 14.2.2011

Eyjar06-06

Nýverið stóð sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar fyrir vinnufundi Norrænna sjómælingastofnana þar sem fjallað var um fjölgeislamælingar og úrvinnslu gagna. Farið var yfir verkefni sem unnin hafa verið og hvað er á döfinni

Lesa meira

Kynntar niðurstöður þjóðfundar um öryggis- og neyðarþjónustu - 11.2.2011

Í dag var 112 dagurinn haldinn hátíðlegur hjá viðbragðsaðilum víða um land og var af því tilefni komið saman í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð þar sem m.a. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynntu frumniðurstöður þjóðfundar um öryggis- og neyðarþjónustu sem fram fór í gær.

Lesa meira

Samstarf í almannaþágu - þjóðfundur um öryggis- og neyðarþjónustu í tilefni af 112-deginum - 10.2.2011

Í dag koma um eitt hundrað starfsmenn og sjálfboðaliðar í öryggis- og neyðarþjónustu af öllu landinu saman til fundar í tilefni af 112-deginum sem að venju er haldinn 11. febrúar. Meginniðurstöður verða kynntar við dagskrá sem haldin verður í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð á morgun og munu innanríkisráðherra og velferðarráðherra taka þátt í kynningu niðurstaðna fundarins.

Lesa meira

Öryggis-, eftirlits- og björgunarmál á N-Atlantshafi til umfjöllunar - 8.2.2011

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar átti í dag fund með Hr. Maarten de Sitter, pólitískum ráðgjafa hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) í Evrópu.  Var heimsóknin liður í heimsókn de Sitter og samstarfsmanna sem skipulögð var af utanríkisráðuneytinu.

Lesa meira

Sett skyndilokun eftir mælingar varðskipsmanna - 8.2.2011

Myndir_vardskipstur_029

Við eftirlit varðskipsmanna af v/s TÝR í gær var m.a. farið um borð nóta- og togveiðiskip sem staðsett var á Hafnarleir. Við mælingu reyndist afli um borð vera 63% undir máli og var í kjölfarið sett skyndilokun nr. 4.

Lesa meira

Fóru í loftið aðeins 19 mínútum eftir að útkallið barst - 6.2.2011

Lif1

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:33 í dag, beiðni um útkall þyrlu fyrir sjúkraflug að félagsheimilinu Árnesi. Fór TF-LÍF í loftið frá Reykjavíkurflugvelli nítján mínútum síðar.

Lesa meira

Sprengjusveit LHG eyðir tundurduflum á Héraðssandi - 3.2.2011

Sprenging

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi í vikunni tveimur tundurduflum sem fundust á Héraðssandi um helgina. Tilkynning um fjögur dufl barst til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.Sjá myndir og myndskeið frá verkefninu. 

Lesa meira

Minningarathöfn í Baldri - 2.2.2011

Baldur_2074.__7._agust_2007

Baldur, sjómælinga- og eftirlitsskip Landhelgisgæslunnar sigldi á mánudag með skildmenni farþega og áhafnar flugvélarinnar Glitfaxa,  sem fórst fyrir 60 árum í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli

Lesa meira

Varðstjórar LHG sitja námskeið hjá Isavia - 26.1.2011

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sátu í gær námskeið hjá Isavia í notkun upplýsingakerfis sem notað er við flugumferðarstjórn (Integrated Situation Display System (ISDS))  sem sýnir staðsetningu ratsjárstöðva og drægi þeirra .

Lesa meira

Súlan í Eldey komin á netið - 21.1.2011

Föstudagur 21. janúar 2011
Kominn er upp vefur á slóðinni http://www.eldey.is/ þar sem hægt er að fylgjast lífi Súlunnar í beinni útsendingu en Eldey er eina eyjan í heiminum þar sem eingöngu er Súla og nýtur hún þar algerrar friðunar.

Lesa meira

Varðskip á loðnumiðum - 20.1.2011

AegirIMGP0489

Varðskipið ÆGIR var dagana 16. til 18. janúar statt á loðnumiðunum u.þ.b. 80 sjómílur ANA-af Glettinganesi. Þar var aðallega fylgst með norskum loðnuskipum og farið um borð til eftirlits.

Lesa meira

Sameiginleg björgunaræfing við Færeyjar milli Ægis og Triton - 19.1.2011

3-Triton-AEgir-og-lettbatur-Tritons

Nýverið var varðskipið ÆGIR við bruna-, reykköfunar og sjúkraflutningaæfingar með danska varðskipinu TRITON á Kalseyjarfirði í Færeyjum í sunnan slagveðri.

Lesa meira

Þyrla LHG flytur slasaðan vélsleðamann á sjúkrahús - 18.1.2011

Landhelgisgæslunni barst kl 15:33 fyrirspurn frá Neyðalínunni um hugsanlega aðstoð þyrlu vegna manns sem féll fram af 3 m. hengju í Glerárdal. 

Lesa meira

Við eftirlitsflug þyrlu sást flak NV við Landeyjarhöfn - 18.1.2011

Dragor

Við eftirlitsflug þyrlu Landhelgisgæslunnar í vikunni sem leið kom áhöfn þyrlunnar auga á skipsflak sem sást grafið í sandinn NV við Landeyjarhöfn.  Um var að ræða skipsflak danska flutningaskipsins DRAGÖR (fjórmastra seglskip) sem strandaði á Bakkafjöru í desember árið 1920.

Lesa meira

Óvenju há sjávarstaða dagana eftir fullt tungl í janúar, febrúar og mars 2011. - 17.1.2011

Landhelgisgæslan vekur athygli á óvenju hárri sjávarstöðu dagana eftir fullt tungl í janúar, febrúar og mars 2011.Ástæður óvenju hárrar sjávarstöðu núna er að tunglið verður eins nálægt jörðu og það getur orðið þann 19 mars.

Lesa meira

Lengsta sjúkraflug Landhelgisgæslunnar - 17.1.2011

Í sl. viku var óskað eftir að flugvél Landhelgisgæslunnar tæki að sér sjúkraflug til Salzburg í Austurríki. Fór TF-SIF í loftið frá Reykjavík á miðvikudagsmorgun og millilenti í Esbjerg í Danmörku. Var þetta fyrsta sjúkraflug TF-Sifjar frá því að hún kom til landsins þann 1. júlí 2009 en jafnframt lengsta sjúkraflug sem Landhelgisgæslan hefur farið í, alls flaug vélin rúmlega 3.000 sjómílur eða rúmlega 5.500 kílómetra.

Lesa meira

Öryggislending í Keflavík tókst vel - 17.1.2011

Landhelgisgæsla Íslands sem nýlega tók við ábyrgð á leitar og björgunaraðgerðum vegna loftfara, virkjaði kl. 12:20 samhæfingarstöð almannavarna í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð.

Lesa meira

Mjög erfiðar aðstæður við sjóbjörgun - 13.1.2011

Landhelgisgæslunni barst í morgun kl. 10:26 beiðni um að sóttur yrði slasaður skipverji í litháíska flutningaskipið Skalva sem statt var um 115 sjómílur SV af Reykjanestá. Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Var hinn slasaði hífður um borð í þyrluna við mjög erfiðar aðstæður.

Lesa meira

Þyrla í útkall 100 sml V- af Garðskaga - 12.1.2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi kl. Kl 21:59 til að sækja slasaðan sjómann um borð í togara sem staðsettur var um 100 sjómílur vestur af Garðsskaga. Fór þyrlan í loftið kl. 22:42 og var skipstjóri beðinn um að sigla á móti þyrlunni.

Lesa meira

TF-SIF stóð bát að meintum ólöglegum veiðum - 11.1.2011

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF stóð um kl. 15:30 í dag línubát að meintum ólöglegum veiðum á Húnaflóa inni í hólfi þar sem veiðar eru bannaðar.

Lesa meira

Þyrlubjörgunarþjónustan í Færeyjum heimsækir LHG - 10.1.2011

Fulltrúar þyrlubjörgunarþjónustu færeyska flugfélagsins Atlantic Airways, heimsóttu flugdeild Landhelgisgæslunnar um helgina og kynntu sér ýmsan búnað og aðferðir þyrluáhafna Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

TF-LÍF kölluð út vegna fæðingar fyrir tímann - 8.1.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:56 á föstudagskvöld beiðni um þyrlu frá sjúkrahúslækni í Vestmannaeyjum vegna fyrirburafæðingar.

Lesa meira

Áríðandi tilkynning vegna SafeSeaNet – Important notice regarding SafeSeaNet - 6.1.2011

Vekjum athygli á áríðandi tilkynningu sem er á heimasíðu tilkynningakerfisins SafeSeaNet Iceland  varðandi hugbúnaðaruppfærslu sem fer fram 10. janúar.

Lesa meira

TF-SIF í eftirlitsflugi um Vestfjarðamið og vesturdjúp - 4.1.2011

Í dag var farið eftirlitsflug um vesturdjúp og Vestfjarðamið með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF þar sem meðal annars var mæld staðsetning hafíss á svæðinu.

Lesa meira

NAVTEX viðvörunarskeyti árið 2010 - 4.1.2011

Á árinu 2010 gáfu varðstjórar Landhelgisgæslunnar út 1251 storm viðvörun og sendu út 16866 NAVTEX viðvörunarskeyti til sjófarenda innan íslenska hafsvæðisins auk austurhluta alþjóðlega grænlenska ábyrgðarsvæðisins. Árið 2008 voru send út 13998 NAVTEX skeyti

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica