Fréttir

Erlent fréttaefni um Northern Challenge - 31.10.2011

NC2011IMG_3580

Nú er komið út erlent fréttaefni vegna æfingarinnar Northern Challenge sem fór fram hér á landi í byrjun október. Æfingin er mikilvægur þáttur í þjálfun sprengjusérfræðinga en þátttakendur hennar eru oft á tíðum teymi á leið til friðargæslu.

Lesa meira

Áhöfn varðskipsins Þórs boðið að sjá Þór - 31.10.2011

ThorPlakat-b

Áhöfnin á varðskipinu Þór fékk um helgina gefins miða á íslensku tölvuteiknimyndina um þrumuguðinn Þór, frá framleiðanda myndarinnar CAOZ hf. Teiknimyndin Hetjur Valhallar – Þór var heimsfrumsýnd  á Íslandi 14. október síðastliðinn og hefur hún hlotið fádæma lof gagnrýnenda.

Lesa meira

Mikil stemmning í Þór - 30.10.2011

Gestir_Sun3

Varðskipið Þór hefur laðað að sér fjölda manns dagana frá því að skipið lagði að Miðbakka Reykjavíkurhafnar síðastliðinn fimmtudag. Um 4100 manns komu um borð á sunnudag en samtals hafa nú um 12.000 manns  komið að skoða varðskipið.

Lesa meira

Erlendir samstarfsaðilar voru við komu Þórs til Reykjavíkur - 30.10.2011

Ýmsir erlendir samstarfsaðilar Landhelgisgæslunnar komu til landsins til að verða við komu Þórs til Reykjavíkur.

Lesa meira

Mikil ásókn í að skoða varðskipið Þór - 29.10.2011

Thor_bidlaugardag

Mikil aðsókn hefur verið í að skoða varðskipið Þór dagana frá því að varðskipið kom til Íslands og eru nú rúmlega fimm þúsund manns búin að skoða skipið. Í dag, laugardag lögðu um þrjú þúsund og fimmhundruð manns leið sína niður að Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem varðskipið liggur við bryggju

Lesa meira

Hátíðleg stund við komu Þórs til Reykjavíkur - 27.10.2011

6

Varðskipið Þór sigldi í fyrsta skipti inn í Reykjavíkurhöfn  í dag og var eftirvæntingarfullur mannfjöldi samankominn á Miðbakka til að fylgjast með komu hans. Þyrlur Landhelgisgæslunnar Líf og Gná fylgdu Þór inn í höfnina og flugvélin Sif flaug lágflug yfir svæðið.

Lesa meira

Til hamingju með daginn!  Þór kominn til Íslands - 26.10.2011

Vardskipid-thor

Þór, nýtt varðskip Íslendinga lagði að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 14:00 í dag og var fjöldi fólks samankominn á Friðarbryggju þegar glæsilegt varðskipið sigldi inn höfnina. Þyrlur Landhelgisgæslunnar  TF-LÍF og TF-GNÁ sveimuðu yfir meðan varðskipið sigldi inn.

Lesa meira

Þór kemur til Reykjavíkur á morgun fimmtudag - 26.10.2011

THOR8

Þór, nýtt varðskip Íslendinga kemur til Reykjavíkur á morgun, fimmtudag og verður tekið á móti varðskipinu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar kl. 14:00 á morgun fimmtudag. Verður varðskipið opið til sýnis til klukkan kl. 17:00 og eru allir velkomnir um borð.

Lesa meira

Mikið traust til Landhelgisgæslunnar - 26.10.2011

Skalva13jan11-163

Landhelgisgæslan nýtur traust 78,3% landsmanna samkvæmt könnun Markaðs og miðlarannsókna (MMR) á trausti til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómstóla. Eru niðurstöðurnar nær óbreyttar frá fyrri mælingum.

Lesa meira

Varðskipið Þór kemur til Vestmannaeyja á morgun - 25.10.2011

Thor13102011

Varðskipið Þór er nú komið inn í íslenska leitar- og björgunarsvæðið og verða Vestmannaeyjar fyrsti viðkomustaður þegar komið er til Íslands. Leggst varðskipið að bryggju í Friðarhöfn á morgun, miðvikudag kl. 14:00 og verður skipið opið til sýnis milli kl. 14:00-20:00.

Lesa meira

Bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum - 21.10.2011

TFLIF_2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar stóð kl. 22:35 í gærkvöldi línubát að meintum ólöglegum veiðum á Fljótagrunni,  inni í hólfi þar sem veiðar eru bannaðar skv. reglugerð nr. 742/2009 um bann við línu- og handfæraveiðum á Fljótagrunni..

Lesa meira

Þór nálgast heimahöfn - 20.10.2011

Thor_07102011

Varðskipið Þór, nýtt eftirlits- og björgunarskip Íslendinga er nú á siglingu frá Halifax til Íslands. Vestmannaeyjar er fyrsti viðkomustaður varðskipsins en það leggur að bryggju í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 26. október nk.  Verður varðskipið opið til sýnis milli kl. 14:00 og 20:00 og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir um borð.

Lesa meira

Útboð hafin á endurbótum raflagna í byggingum Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli - 14.10.2011

Framkvæmdir við endurbætur raflagna í byggingum sem Landhelgisgæslan hefur umsjón með innan öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli hafa verið í undirbúningi og eru útboð hafin á fyrstu áföngum.

Lesa meira

Verkefna- og rekstrarfundur Landhelgisgæslunnar haldinn í Keflavík - 12.10.2011

H1

Í vikunni hittust stjórnendur allra deilda Landhelgisgæslunnar á fundi í Keflavík þar sem farið var yfir verkefna- og rekstrarlega stöðu deilda og horfur fyrir árið 2012.  Um er að ræða reglubundna fundi sem eru hluti af innra starfi Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla LHG tók þátt í landsæfingu björgunarsveita - 11.10.2011

Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar tók um helgina þátt í landsæfingu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði. Í æfingunni var björgunarsveitum skipt í hópa sem tókust á við verkefni af ýmsum toga, þ.a.m. verkefni þar sem þyrlan var fengin til aðstoðar. Tók þyrlan þátt í verkefnum sem m.a. fólust í rústabjörgun og flutningi slasaðra eftir hópslys.

Lesa meira

Myndir af Þór í Panamaskurði - 9.10.2011

BFR_2963

Hér má sjá myndir sem voru teknar af varðskipinu Þór við Panamaskurð.

Lesa meira

Æfingu sprengjusérfræðinga lokið - 9.10.2011

Alþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge, lauk sl. fimmtudag eftir tveggja vikna æfingaferli. Landhelgisgæsla Íslands og NATO stóðu fyrir æfingunni sem m.a. fór fram á svæði Landhelgisgæslunnar við Keflavík

Lesa meira

Fiskibátur í vandræðum á Húnaflóa - 9.10.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:07 í morgun aðstoðarbeiðni frá fiskibát með einn mann um borð sem var staðsettur 15 sml frá Skagaströnd. Óttaðist skipverjinn um öryggi sitt, komið hafði upp vélarbilun og var sjór í vélarrúmi. Lesa meira

Bleikt var  þema dagsins - 7.10.2011

Bleikur2011IMG_4740

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar tóku í dag þátt í árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá konum með því að klæðast einhverju bleiku. Hugmyndaflugið fékk algjörlega að ráða.

Lesa meira

Mynd af Þór í Panamaskurði - 7.10.2011

ThOR_PANAMA

Varðskipið Þór sigldi í nótt í gegnum Panamaskurð. Hægt er að fylgjast með umferð um Panamaskurð á vefmyndavélum og fengum við senda skjámynd sem tekin var af Þór í skurðinum.

Lesa meira

Þór siglir á miðnætti inn í Panamaskurð - 6.10.2011

2008_2fjul_2f27_2fpanama_canal1

Áætlað er að varðskipið Þór fari um Panamaskurð á bilinu frá klukkan tólf á miðnætti í kvöld til klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma.Hægt er að fylgjast með skipum sem fara um Panamaskurð á vefmyndavélum

Lesa meira

Varðskipið Týr kom fyrir öldumælisdufli vestur af Sandgerði - 6.10.2011

NACGF_vardskip
Í vikunni lagði varðskipið Týr út öldumælisdufli vestur af Sandgerði en duflið slitnaði upp í sumar. Eitt af verkefnum varðskipanna er að skipta út öldumælisduflum með vissu millibili og þegar dufl tapast þarf að koma nýjum fyrir enda er afar mikilvægt fyrir sjófarendur að hafa upplýsingar um ölduhæð. Lesa meira

Þór siglir yfir miðbaug - 5.10.2011

THOR8

Varðskipið Þór sigldi í gær yfir miðbaug á leið sinni til Íslands. Áætlað er að Þór fari um Panama skurð 6.-7. október og er hægt að fylgjast með vefmyndavélum í rauntíma þegar skip fara þar í gegn

Lesa meira

Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna heimsækir LHG - 5.10.2011

Landhelgisgæslan fékk í gær heimsókn tuttugu nemenda í Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Fengu þau kynningu á starfsemi stjórnstöðvar með áherslu á fiskveiðieftirlit og -stjórnun. Voru þau mjög áhugasöm um verkefni Landhelgisgæslunnar en markmið skólans er að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og fiskveiðum í þróunarríkjum.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir sjúkling að Flúðum - 2.10.2011

TFLIF_DSC0857

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:37 beiðni um að þyrla LHG myndi sækja sjúkling að Flúðum en um bráðatilfelli var að ræða. Þyrluáhöfn var kölluð út og fór TF-LÍF í loftið kl. 11:03.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica