Fréttir

Rúmlega þúsund manns skoðuðu Þór á Akureyri - 29.11.2011

ThorAkrueyriThorgBald-(5)
Varðskipið Þór var á mánudag og þriðjudag opið til sýnis við Oddeyrarbryggju á Akureyri. Þokkaleg aðsókn var að skipinu, um 1100 manns komu um borð og var greinilegur áhugi fyrir tækjabúnaði og verkefnum varðskipanna. Lesa meira

Norðurljósin séð í gegnum nætursjónauka - 29.11.2011

Naetursjonaukar_28112011266

Þegar skyggja tekur á haustin taka við hjá þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar reglulegar  kvöld- og næturæfingar með og án nætursjónauka.  Þessi glæsilega mynd af Norðurljósunum var tekin af áhöfn TF-LIF þegar flogið var yfir Langjökul eftir æfingu gærkvöldsins.

Lesa meira

Varðskipið Þór verður til sýnis á Akureyri - 27.11.2011

IMG_5481_2

Varðskipið Þór er væntanlegt  til Akureyrar á mánudagsmorgun og er áætlað að varðskipið verði opið til sýnis við Oddeyrarbryggju mánudaginn 28. nóvember frá kl. 13:00-18:00 og þriðjudaginn 29. nóvember frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-17:00.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir slasaðan sjómann - 25.11.2011

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 23:37 beiðni um að sóttur yrði skipverji sem slasaðist á hendi um borð í togara sem staddur var um 55 sjómílur SV af Reykjanesi. Var skipstjóra gefið samband við þyrlulækni sem mat ástand sjúklings svo að sækja þyrfti manninn með þyrlu.

Lesa meira

Samantekt vegna ferða LHG erlendis fyrstu níu mánuði ársins - 22.11.2011

IMGP1161

Í samantekt,  sem unnin var vegna fyrirspurnar á Alþingi um ferðir ríkisstarfsmanna erlendis fyrstu níu mánuði ársins 2011, kemur fram að fjölmargar ferðir hafa verið farnar á vegum Landhelgisgæslunnar á árinu. Mikill meirihluti ferðanna eru vegna erlendra verkefna sem Landhelgisgæslan hefur fengið endurgreiddar eða sértekjur vegna þeirra stóðu undir öllum kostnaði.

Lesa meira

Annar bátur strandar á Austfjörðum - 22.11.2011

Tólf tonna fiskibátur með fjóra menn um borð strandaði í sunnanverðum Stöðvarfirði laust fyrir kl. 01:00 í nótt. Barst Landhelgisgæslunni beiðni um aðstoð frá bátnum kl. 01:03.

Var báturinn skarðaður í grjót og gátu skipverjar nánast stokkið í land.

Lesa meira

Fiskibátur strandar í Fáskrúðsfirði - 21.11.2011

Hafdis

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:50 aðstoðarbeiðni frá 4 tonna fiskibát sem var strandaður í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Samstundis voru kallaðar út sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi auk þess sem haft var samband við nærstödd skip og báta.

Lesa meira

Fórnarlamba umferðarslysa minnst - 20.11.2011

LIF_borur

Fórnarlamba umferðarslysa var í morgun minnst með einnar mínútu þögn að loknu ávarpi forseta Íslands við minningarathöfn sem haldin var við bráðamóttöku Landspítalans. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var viðstödd athöfnina ásamt öðrum starfsstéttum sem koma að björgun og aðhlynningu þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslysum.

Lesa meira

Annríki á Faxagarði vegna varðskipanna - 18.11.2011

IMG_5658

Varðskipið Týr kom til Reykjavíkur í dag eftir að hafa verið í leiguverkefnum fyrir Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins, CFCA síðastliðna sex mánuði. Varðskipið Ægir er nýkomið heim eftir að hafa verið í verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins og varðskipið Þór undirbýr nú brottför frá Reykjavík.

Lesa meira

LHG undirritar samning við Viking Life Saving Equipment - 17.11.2011

Í dag undirrituðu Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Einar G Haraldson framkvæmdastjóri VIKING LIFE-SAVING EQUIPMENT Iceland ehf. (Viking Björgunarbúnaður) samning um dreifingu á sjókortum og öðrum útgáfum sem gefnar eru út af Landhelgisgæslunni.

Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna konu í barnsnauð - 14.11.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:10 beiðni í gegnum Neyðarlínuna frá lækni í Vestmannaeyjum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna konu í barnsnauð. Vegna svartaþoku er ekki hægt fyrir flugvélar að lenda í Eyjum

Lesa meira

TF-SIF aðstoðar við björgun flóttamanna SA af Ítalíu - 14.11.2011

TFSIF_Inflight3_ArniSaeberg

Í eftirlitsflugi Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar,  fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, greindist í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar grunsamlegur bátur sem staðsettur var  16,6 sjómílur suðaustur af Otranto, í Pugliu á Ítalíu. Vaknaði grunur um að flóttamenn væru um borð í bátnum og var ítalskt varðskip sent í veg fyrir bátinn.

Lesa meira

Þyrluútkall vegna vélsleðaslyss sunnan Langjökuls - 12.11.2011

GNA_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:10 beiðni frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna vélsleðaslyss sem varð við Skálpanes vestan við Hvítárvatn sem er sunnan Langjökluls.

Lesa meira

Þór í Helguvík - fallbyssan um borð - 11.11.2011

IMG_1561

Varðskipið Þór kom til Helguvíkur í gærmorgun og var þar til sýnis fyrir starfsmenn Helguvíkurhafnar og Reykjaneshafna. Einnig var tekið á móti næstæðsta hershöfðingja Atlantshafsbandalagsins/NATO í Evrópu. Í Helguvík var fallbyssa varðskipsins auk þess tekin um borð. 

Lesa meira

DSACEUR,  Shirreff heimsækir Landhelgisgæsluna - 10.11.2011

Thor_Helguvik

Landhelgisgæslan fékk í morgun heimsókn Deputy Supreme Allied Commander Europe DSACEUR, General Sir Richard Shirreff  hjá Atlantshafsbandalaginu – NATO. Kynnt var fyrir honum starfsemi Landhelgisgæslunnar og heimsóttar starfsstöðvarnar í Reykjavík og á öryggissvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Auk þess var farið um borð í varðskipið Þór

Lesa meira

Þór heimsótti Ísafjörð - 10.11.2011

IMG_5481_2

Ísfirðingar fengu í gær varðskipið Þór í heimsókn og var varðskipið opið til sýnis fram á kvöld. Ísfirðingar og íbúar svæðisins á öllum aldri streymdu um borð og fögnuðu komu varðskipsins

Lesa meira

TF-GNA aðstoðar við leit á Fimmvörðuhálsi - 10.11.2011

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 22:35 í gærkvöldi beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit að erlendum ferðamanni á Mýrdalsjökli. Þyrla Landhelgisgæslunnar var samstundis kölluð út og fór hún í loftið kl. 23:22.

Lesa meira

Varðskipsmenn skipta um öldudufl - 9.11.2011

oldudufl-8

Áhöfn varðskipsins Þórs skipti í gær um öldudufl í Grímseyjarsundi en sú vinna er á meðal þeirra verkefna sem Landhelgisgæslan sinnir fyrir Siglingastofnun. Einnig verður skipt út duflum á Straumnesi og Húnaflóa.

Lesa meira

Varðskipið í gær til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað - á morgun Ísafjörður - 8.11.2011

Thor-Vardskip-045

Varðskipið ÞÓR var í gær opið til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað og komu samtals um þúsund manns um borð til að skoða skipið. Á morgun, miðvikudag verður varðskipið opið  til sýnis á Ísafirði.

Lesa meira

Þór kannar frystigám sem fauk - 7.11.2011

thor-batur-13

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:53 á sunnudag tilkynning um 40 feta frystigám sem fauk af bryggjunni á Stöðvarfirði og rak yfir fjörðinn í hvassviðrinu sem gekk yfir á laugardag.  Varðskipið Þór hélt  á staðinn.

Lesa meira

TF-LÍF sótti veikan skipverja - 6.11.2011

TF-LIF-140604_venus

Sunnudagur 6. nóvember 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:15 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Brúarfossi vegna skipverja sem veiktist um borð.  TF-LÍF er nú á leið að sækja manninn og er áætlað að lenda í Reykjavík um kl. 16:00.

Lesa meira

Skipin komu til Fáskrúðsfjarðar kl. 03:26 - 6.11.2011

IMG_5481_2

Togarinn Hoffell dró flutningaskipið Ölmu til hafnar á Fáskrúðsfirði í nótt og lögðust skipin að bryggju klukkan 3.15. Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði var á Fáskrúðsfirði var þeim til aðstoðar.

Lesa meira

Skipin halda inn á Fáskrúðsfjörð vegna veðurs - 5.11.2011

_IB_6324

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur nú, vegna versnandi veðurs verið ákveðið að togskipið Hoffell, með flutningaskipið ALMA í togi haldi inn á Fáskrúðsfjörð

Lesa meira

Stýrimaður frá Landhelgisgæslunni komin um borð í flutningaskipið - 5.11.2011

Varðskipið Ægir hefur nú verið sent af stað frá Reykjavík og verður til taks, ef þörf verður. TF-LÍF hefur verið stödd á Höfn í Hornafirði frá því í nótt og flutti hún kl. 17:25 stýrimann frá Landhelgisgæslunni um borð í flutningaskipið

Lesa meira

Dráttartaug slitnaði - unnið að því að fá vanann stýrimann um borð í ALMA - 5.11.2011

Upp úr kl. 11:00 í morgun barst tilkynning frá Hoffelli um að dráttartaugin milli skipanna hafi slitnað. Eru þau þau nú stödd um 6 sml A-af Stokknesi. Landhelgisgæslan, ásamt Hoffelli vinna nú að því að fá vanann stýrimann til að fara um borð í ALMA.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica