Fréttir

Annríki síðustu daga ársins - tækniaðstoð þyrlu á Vestfjörðum breyttist skyndilega í sjúkraflutning - 31.12.2012

GNA1_haust2012

Mikið annríki hefur verið í starfsemi Landhelgisgæslunnar undanfarna daga. Á gamlársdag breyttist tækniaðstoð skyndilega í sjúkraflutning.

Lesa meira

Myndir og fréttir frá árinu sem er að líða - 30.12.2012

_33A5909

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Hér má sjá innihald ýmissa frétta og myndir úr fjölbreyttu starfi Landhelgisgæslunnar árið 2012.

Lesa meira

Landhelgisgæslan í viðbragðsstöðu - 28.12.2012

TYR_Eyjafirdi2009

Varðskip, þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar eru nú í viðbragðsstöðu vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum.  Almannavarnir hafa í samráði við Veðurstofuna lýst yfir viðbúnaði á svæðinu og er Landhelgisgæslan til taks og bregst við samkvæmt nánari ákvörðun Almannavarna.

Lesa meira

Gleðileg jól - 23.12.2012

TY__jolin2012

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum til sjávar og sveita gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð er tíðindalítið, fá skip á sjó og fer fækkandi.

Lesa meira

Björguðu hesti og göngumanni í flugi dagsins - 20.12.2012

Nætursjónaukar

Áhafnir flugdeildar Landhelgisgæslunnar sinna afar fjölbreyttum verkefnum og eru ávallt til taks á sjó og fyrir sjúkraflutninga, leit, björgun, löggæslu og ýmsa aðstoð á landi. Eitt óvænt verkefni var leyst snarlega í þyrlueftirlitsflugi í gær en þá kom áhöfnin auga á hest sem var frosinn fastur í tjörn.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti slasaðan mann í Hvalfjörð - 19.12.2012

TF-LIF_8586_1200

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:37 beiðni um aðstoð þyrlu eftir að slys varð við Múlafell í Hvalfirði. Var þá TF-LÍF í öðru verkefni en hélt strax til aðstoðar. Þyrlan var komin á slysstað um 10 mínútum síðar og var maðurinn hífður um borð í þyrluna.

Lesa meira

Jólasamkoma starfsmanna Landhelgisgæslunnar - 18.12.2012

Jol1

Í dag fór fram árleg jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Georg Kr. Lárusson, forstjóri og fór síðan yfir helstu viðburði ársins sem er að líða og horfur fyrir árið 2013. Lesið var úr jólaguðspjallinu og starfsmenn fengu afhentar gjafir. Boðið var upp á jólalegar veitingar að hætti bryta.

Lesa meira

Alvarlegt mál að senda björgunaraðila í erindisleysur - 18.12.2012

_MG_0566

Síðastliðinn laugardag barst Landhelgisgæslunni neyðarkall á rás 16, neyðaruppkallsrás skipa og báta. Sagt var að bifreið væri föst á Þorskafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Reykhólum og Hólmavík voru kallaðar til aðstoðar og leituðu þær á heiðinni en án árangurs.

Lesa meira

Jólaball haldið í flugskýli LHG - 15.12.2012

Jolaball7

Jólaball starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar var í dag haldið í flugskýlinu við Nauthólsvík. Fjölskyldur starfsmanna fjölmenntu og skemmtu sér konunglega. Sungið og dansað var í kringum jólatréð og hápunktinum var náð þegar þyrlan TF-LÍF kom úr æfingaflugi með jólasveinana Stúf, Hurðaskelli og Gluggagægi innanborðs. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts - 14.12.2012

JolakortLHG2012

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts meðal almennings í könnun sem birt var í gær og framkvæmd af MMR. Í könnuninni var mælt traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Alls sögðust 87,3% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til hennar. Niðurstöðurnar eru afskaplega ánægjulegar.

Lesa meira

Bátur strandaði í Hvammsvík - engin hætta á ferðum - 13.12.2012

Stjornstod3

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:12 aðstoðarbeiðni frá fiskibátnum Kára sem var strandaður í Hvammsvík, Hvalfirði. Tveir menn eru í áhöfn bátsins og sakaði þá ekki. Engin hætta er á ferðum og ágætt veður á staðnum. Kallaðar voru út sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Lesa meira

Leitað að skipverja sem er saknað - 13.12.2012

GNA2

Landhelgisgæslunni barst upp úr klukkan sjö í gærkvöldi aðstoðarbeiðni frá togaranum Múlabergi SI 22 frá Siglufirði,  vegna skipverja sem var saknað á hafsvæðinu norður af Skagafirði.  Sigurvin, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði var samstundis kallað til leitar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Auk þess var haft samband við nærstödd skip og þau beðin um að taka þátt í leitinni. Varðskipið Týr kom á svæðið í nótt.

Lesa meira

Há sjávarstaða næstu daga - 12.12.2012

Iceland_modern_hydrographic_surveys

Landhelgisgæslan – Sjómælingasvið vekur athygli á hárri sjávarstöðu, einkum árdegisflóði, dagana 13. – 16. desember.

Lesa meira

Varðskipið Týr staðsett fyrir norðan - 11.12.2012

TYR_Eyjafirdi2009

Varðskipið Týr siglir síðar vikunni norður fyrir land og verður staðsett á  Húsavík næstu vikur. Eykst þar með umtalsvert geta og viðbragð Landhelgisgæslunnar vegna leitar og björgunar á svæðinu.  Auk þess eykst öryggi og langdrægi þyrlna þegar mögulegt er að staðsetja varðskip tímanlega við ytri mörk langdrægis þeirra.

Lesa meira

Ráðstefna um stöðu og framtíðarþróun samgangna á norðurslóðum - 7.12.2012

Thor_aefingbatur

Landhelgisgæslan tók í vikunni þátt í ráðstefnu um stöðu og framtíðarþróun samgangna á norðurslóðum sem haldin var í Reykjavík. Ráðstefnan var liður í úttekt á flug- og siglingasamgöngum norðurslóða sem unnin er af vinnuhóp Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun. Snorre Greil, stýrimaður flutti fyrirlestur sem m.a. fjallaði um leitar- og björgunaræfinguna SAREX Greenland Sea 2012.

Lesa meira

Gæslu- og eftirlitsflug um svæðið frá Faxaflóa að Hrútafirði - 6.12.2012

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í gæslu- og eftirlitsflug um m.a. Faxaflóa, Hvammsfjörð, Hrútafjörð, Hornstrandir, Straumnes, Bjargtanga og Breiðafjörð. Flogið var um svæðið þar sem varð vart við borgarís í síðastliðinni viku og var hann nú ekki sjáanlegur. Einnig var flogið að Straumnesi þar sem skoðað var flakið af Jónínu Brynju.

Lesa meira

Samningur undirritaður um samvinnu við eftirlit með mengun sjávar - 4.12.2012

29112012_Vakort7

Nýverið undirrituðu Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Gunnlaug Einarsdóttir, staðgengill forstjóra Umhverfisstofnunar, samning um samvinnu stofnananna við eftirlit með mengun sjávar í íslenskri mengunarlögsögu. Á sama tíma opnaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra nýtt veftækt vákort af Norður – Atlantshafi

Lesa meira

Metþátttaka í aðventuhlaupinu - 3.12.2012

Hlaup1

Hið árlega aðventuhlaup Björgunarmiðstöðvarinnar fór fram síðastliðinn föstudag.  Alls tóku 90 starfsmenn þátt í hlaupinu, þar af 57 frá Landhelgisgæslunni sem er glæsileg þátttaka.

Lesa meira

Æfingin Northern Challenge hlýtur viðurkenningu - 29.11.2012

NC2012_W1D3_Doug_Elsey_Photo_034_fhdr

Séraðgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar hlaut í vikunni viðurkenningu NATO vegna æfingarinnar Northern Challenge sem Landhelgisgæslan hefur skipulagt og borið ábyrgð á síðastliðin tólf ár. Markmið æfingarinnar er að æfa viðbrögð við hryðjuverkatilfellum.

Lesa meira

Þyrla LHG til aðstoðar við björgun verðmæta úr Jónínu Brynju - 28.11.2012

RGB_Sigm_1

Landhelgisgæslunni barst í gærmorgun beiðni frá tryggingafélagi Jónínu Brynju, sem strandaði við Straumnes síðastliðinn sunnudag, þar sem óskað var eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði fengin til aðstoðar við að bjarga verðmætum úr bátnum. Fólst aðstoðin í að koma mannskap með öruggum hætti á strandstað og vera öryggisins vegna til taks á svæðinu. 

Lesa meira

Þyrla LHG aðstoðar lögreglu við eftirlit - 26.11.2012

Eftirlit

Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:30 í gær og óskaði eftir aðstoð þyrlu LHG við eftirlit með rjúpnaskyttum innan bannsvæðis í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Var þyrla Landhelgisgæslunnar þá á leið í æfingaflug og var ákveðið að verða við þessari ósk enda er eitt af lögbundnum hlutverkum LHG að aðstoða við löggæslu á landi.

Lesa meira

Voru klæddir í flotgalla - aðstæður nokkuð erfiðar - 25.11.2012

Thyrla_stjornklefi

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti í Reykjavík kl.22:40 í kvöld eftir að áhöfn hennar bjargaði tveimur skipverjum fiskibátsins Jónínu Brynju sem strandaði NV- af Straumnesi um klukkan sjö í kvöld. Að sögn flugstjóra þyrlunnar voru mennirnir staðsettir um eina sjómílu N- af Straumnesvita. Fundust þeir strax þegar á svæðið var komið en þeir voru klæddir flotgöllum í um 10 metra breiðri fjöru og  bátur þeirra brotinn í stórgrýttu flæðarmálinu.

Lesa meira

Bátur strandar NV af Straumnesi - þyrla LHG sótti áhöfnina
- 25.11.2012

TF-LIF_8434_1200
Landhelgisgæslunni barst klukkan rúmlega sjö neyðarkall frá fiskibát sem var staðsettur NV- af Straumnesi, í nágrenni  Aðalvíkur. Tveir menn voru í áhöfn bátsins og náðu þeir að senda út neyðarkall til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sem boðaði samstundis út björgunarskip - og báta Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, nærstödd skip og báta auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Æfingar með köfurum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins - 23.11.2012

2010-10-15,-kofunaraefing-a

Sérgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar var nýverið við köfunaræfingar í Sandgerðishöfn með köfurum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Skipulag æfinganna var í umsjón Landhelgisgæslunnar en tilgangur þeirra var tvíþættur.

Lesa meira

Starfsmenn LHG í endurmenntun hjá Slysavarnarskóla sjómanna - 23.11.2012

Saebjorg

Endurmenntunarnámskeið Slysavarnarskóla sjómanna var nýverið haldið um borð í Sæbjörgu fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Nauðsynlegt er fyrir starfsmenn varðskipanna að sækja slíkt námskeið í öryggisfræðslu á fimm ára fresti til að viðhalda þekkingu sinni

Lesa meira

Fjölveiðiskip lenti í vandræðum innarlega í Breiðafirði - 20.11.2012

TF-LIF_8625_1200

Landhelgisgæslunni barst upp úr klukkan sex í morgun aðstoðarbeiðni frá fiskibátnum Þórsnesi II sem hafði tekið niðri á grynningu innarlega í Breiðafirði. Um kl. 07:44 tilkynnti skipstjóri Þórsness II að skipið hefði losnað að sjálfsdáðum af strandstað þegar flæddi að en háflóð verður um kl. 11:00 í dag.

Lesa meira

Áhöfn þyrlu LHG tók þátt í minningarathöfn - 18.11.2012

Minningarathofn_fornarlumfslysa

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar tók í morgun þátt í minningarathöfn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi  þar sem fórnarlamba umferðarslysa var minnst og heiðraðar voru þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu á vettvangi slysa.  Einnig voru viðstaddir þeir aðilar sem annast sálgæslu þeirra sem með einum eða öðrum hætti eiga um sárt að binda af völdum umferðarslysa.

Lesa meira

Yfirmaður nýrra höfuðstöðva Dana í Nuuk heimsótti LHG - 16.11.2012

Þór - æfing við Grænland. Mynd Gassi.

Stig Østergaard Nielsen hershöfðingi, yfirmaður nýrra höfuðstöðva Dana fyrir björgunar- öryggis- og varnarmál á Norðurslóðum - Arktisk Kommando, heimsótti í dag Landhelgisgæsluna. Arktisk Kommando (MRCC Grønland - Joint Arctic Command) varð nýverið til við sameiningu stjórnstöðvanna á Grænlandi og í Færeyjum.

Lesa meira

Mynd frá sjómælingum við Surtsey komst í úrslit - 15.11.2012

Surtsey

Tvær myndir sem unnar voru af starfsmönnum sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar komust nýlega í úrslit alþjóðlegrar samkeppni sem haldin var um myndir í almanak 2013 fyrir Caris sem þróar hugbúnað fyrir úrvinnslu mæligagna og framleiðslu á sjókortum.

Lesa meira

Búist vóvenjumiklu stórstreymi - 14.11.2012

Þór í óveðri við Reykjavíkurhöfn

Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á að samfara slæmri veðurspá og um 972 mb loftþrýstingi verður óvenju mikil sjávarhæð næstu daga . Umráðamenn skipa, báta og hafna eru beðnir um að hafa varann á.  Á þetta sérstaklega við um hafnir SV-lands. 

Lesa meira

Þyrla kölluð út eftir bílslys í Húnavatnssýslu - 13.11.2012

TF-LIF_8586_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:30 eftir að bílslys varð í Vestur - Húnavatnssýslu. TF-LÍF fór í loftið kl. 18:51 og ók sjúkrabíll til móts við þyrluna sem lenti við Staðarskála í Hrútafirði kl. 19:40.

Lesa meira

Sjávarfallatöflur og sjávarfallaalmanak komið út - 9.11.2012

Sjavarftoflur_almanak

Landhelgisgæslan hefur nú gefið út sjávarfallatöflur fyrir árið 2013. Í þeim er reiknaður tími og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík, á Ísafirði, Siglufirði og Djúpavogi ásamt upplýsingum um tíma- og hæðarmun sjávarfalla í mörgum öðrum höfnum í landinu. Einnig er Sjávarfallaalmanakið 2013  komið út.

Lesa meira

Línubátur með tvo menn um borð fékk á sig brotsjó - 8.11.2012

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:40 aðstoðarbeiðni frá línubátnum Steinunni HF108  sem hafði fengið á sig brotsjó um 20 sml. NV-af Rit, við mynni Ísafjarðardjúps. Tveir menn eru í áhöfn bátsins. Afli og veiðarfæri höfðu kastast til og fékk báturinn á sig slagsíðu. Landhelgisgæslan hafði samstundis samband við nærstödd skip og báta og bað þau um að halda á staðinn.

Lesa meira

Áhöfn samhæfingarstöðvar heimsótti varðskipið Þór - 8.11.2012

Þór á æfingu með Norsku varðskipi

Ýmis viðbragðsaðilar hafa á síðastliðnum mánuðum komið um borð og kynnt sér getu og búnað varðskipsins Þórs. Voru gestirnir afar ánægðir með góðar viðtökur og kynningu. Mjög mikilvægt er fyrir þá aðila sem sinna viðbragðsmálum á Íslandi að þekkja vel til getu og búnaðar varðskipsins.

Lesa meira

Sýndu veggspjöld um dýpismælingar og efnistöku - 6.11.2012

Veggspjald

Landhelgisgæslan tók nýverið þátt í ráðstefnu LÍSU, Samtökum um landupplýsingar á Íslandi. Þar sýndu Landhelgisgæslan og Orkustofnun tvö veggspjöld sem þessar stofnanir unnu saman. Gerður var samanburður á dýpismælingum í Hvalfirði, annars vegar frá árinu 1940 og hins vegar frá 2010.

Lesa meira

Danir opna nýjar höfuðstöðvar fyrir Norðurslóðir - 1.11.2012

Nuuk_ArktiskKommando1

Nýjar höfuðstöðvar Dana fyrir björgunar- öryggis- og varnarmál á Norðurslóðum - Arktisk Kommando voru í gær opnaðar við hátíðlega athöfn. Á meðal gesta voru Margrét Þórhildur Danadrottning, Nick Hækkerup öryggis- og varnarmálaráðherra Danmerkur. Landhelgisgæslunni var boðið að vera við opnunina.

Lesa meira

Vonskuveður og há sjávarstaða getur valdið vandræðum - 30.10.2012

TYR Braela ThorgeirBald

Veðurstofan bendir á að vonskuveður verður um norðanvert landið næstu daga. Búast má við norðanátt og snjókomu með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Þar sem norðanáttin er langvin má reikna með miklum áhlaðanda sjávar. Reikna má með að ölduhæð geti náð 12 metrum norður og austur af landinu.

Lesa meira

Ár frá komu varðskipsins Þórs til Reykjavíkur - 27.10.2012

Þór kemur til Eyja

Í dag er ár liðið síðan varðskipið Þór, nýtt eftirlits- og björgunarskip Íslendinga sigldi í fyrsta skipti inn í Reykjavíkurhöfn.  Með komu Þórs var stigið nýtt skref í  öryggismálum sjómanna og vöktun íslenska hafsvæðisins, hvort sem er á sviði auðlindagæslu, fiskveiðieftirlits, löggæslu, leitar eða björgunar.  Til hamingju með daginn Íslendingar.

Lesa meira

Viðbúnaður vegna farþegaflugvélar - 26.10.2012

_MG_0632

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 12:42 tilkynning frá flugstjórn Isavia um Airbus 332 farþegaflugvél með 338 farþega um borð sem misst hafði afl á öðrum hreyfli og óskaði eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli, áætlaður komutími kl. 14:32. Lenti flugvélin heilu og höldnu kl. 14:38.

Lesa meira

Varðskipið Þór opið til sýnis í Þorlákshöfn - 26.10.2012

ÞOR Arni Saeberg

Varðskipið Þór er væntanlegt  til Þorlákshafnar á morgun, laugardaginn 27. október og er áætlað að varðskipið verði þar opið til sýnis frá kl. 13:00-16:00.  Landhelgisgæslan hvetur fólk til að koma um borð og skoða hið glæsilega varðskip sem er bylting í vöktun, öryggismálum,  leit og björgun innan íslenska hafsvæðisins.

Lesa meira

Stjórnstöðvar þjálfa viðbrögð við flugatvikum - 25.10.2012

_MG_0566

Undanfarið hafa varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar (JRCC Ísland), sjóbjörgunarmiðstöðvarinnar í Færeyjum (MRCC Tórshavn) og úthafsflugstjórnarmiðstöðvar ISAVIA (Reykjavík OACC) þjálfað upplýsingamiðlun, greiningu og útvinnslu gagna vegna flugatvika sem geta komið upp á ábyrgðasvæði hvers og eins.

Lesa meira

Landhelgisgæslan tók þátt í Björgun - 23.10.2012

bjorgun-2012

Ráðstefnan Björgun fór fram á Grand Hótel um helgina. Fjöldi starfsmanna Landhelgisgæslunnar sóttu ráðstefnuna og voru tveir þeirra með fyrirlestra, þeir Henning Þ. Aðalmundarson, stýrimaður og sigmaður í þyrlu Landhelgisgæslunnar og Snorre Greil stýrimaður á varðskipinu Þór.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti slasaðan göngumann í Botnssúlur - 21.10.2012

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra kl. 19:17 eftir að göngumaður slasaðist þegar hann féll fram af klettabelti í Botnssúlum.

Lesa meira

Varðskipið Þór æfir viðbrögð við mengun með samstarfsaðilum - 16.10.2012

ÞOR Arni Saeberg

Í dag fór fram mengunarvarnaæfing á ytri höfn Reykjavíkur með þátttöku varðskipsins Þórs, Umhverfisstofnunar, Faxaflóahafna, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Olíudreifingar. Afar mikilvægt er fyrir viðbragðsaðila á sviði mengunar í sjó að stilla saman strengi.

Lesa meira

Starfsmenn N1 heimsóttu flugdeild LHG - 16.10.2012

N!_1

Landhelgisgæslan fékk nýverið heimsókn starfsfólks N1 sem kom til að kynna sér starf flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Lárus Helgi Kristjánsson flugmaður og Reynir Garðar Brynjarsson  yfirspilmaður tóku á móti gestunum og sögðu frá verklagi, búnaði og getu flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Samtals komu um sjötíu starfsmenn N1 í heimsóknina.

Lesa meira

Varðskipið Þór fékk Björgvinsbeltið að gjöf frá SL - 16.10.2012

Bjorgbeltidafh1

Varðskipið Þór fékk í gær björgunarbúnaðinn Björgvinsbeltið að gjöf frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Guðmundur Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Óskar Jónsson meðframleiðandi Björgvinsbeltisins afhentu Páli Geirdal skipherra og Ásgrími L. Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs og áhöfn varðskipsins gjöfina um borð.

Lesa meira

Starfsmenn innanríkisráðuneytisins kynntu sér starf LHG - 15.10.2012

IRR_9w

Landhelgisgæslan fékk nýverið starfsfólk innanríkisráðuneytisins í heimsókn þar sem þau kynntu sér helstu verkefni og áskoranir Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar LHG kallaðir til þegar sprengjukúlur fundust - 10.10.2012

Sprengikula75mm

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 10:30 í morgun eftir að sprengjukúlur fundust á athafnasvæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í morgun. Sprengjukúlurnar komu upp á land þegar sanddæluskipið Sóley losaði efni sem það dældi upp út af Viðeyjarflaki í morgun.

Lesa meira

Leitar- björgunar- og öryggismál á hafinu rædd á fundi með NATO - 10.10.2012

MARCOM_ICG3

Vinnufundur Landhelgisgæslunnar með yfirmönnum flotastjórnar NATO (The Allied Maritime Command Headquarters, sem staðsett er í Northwood á Englandi, fer fram nú í vikunni.  Á dagskrá fundarins eru mál er varða leit og björgun á Norður-Atlantshafi sem og  önnur öryggismál á hafinu.

Lesa meira

TF-LÍF kölluð út vegna alvarlegra veikinda - 7.10.2012

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF LIF var kölluð út kl. 09:59 í morgun vegna alvarlegra veikinda sem áttu sér stað í Borgarfirði. Fór þyrlan í loftið kl. 10:19 og flaug til til móts við sjúkrabíl sem flutti sjúklinginn. Lent var vestan megin við Hvalfjarðargöng kl. 10:26 var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna.

Lesa meira

Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli - 6.10.2012

Samhaefstod
Landhelgisgæslan tekur í dag þátt í flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli og mun fulltrúi hennar mun vera staddur í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð en hún er virkjuð í æfingunni og mun aðstoða vettvang eftir þörfum.  Æfingin hefst klukkan 10:30 og lýkur um klukkan 15:00. Lesa meira

Landhelgisgæslan hóf leit að bát sem ekki hlustaði á fjarskipti - 5.10.2012

TF-LIF_8434_1200

Þyrlur Landhelgisgæslunnar og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Skagströnd voru kölluð út kl. 12:27 vegna báts sem hvarf úr eftirlitskerfum í morgun þegar hann var um 35 sjómílur NA af Horni.  Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra Landhelgisgæslunnar  náðist ekki í bátinn eða aðra báta á sama svæði.

Lesa meira

Æfingin Northern Challenge stendur yfir - 5.10.2012

NC2012_W1D3_Doug_Elsey_Photo_093

Landhelgisgæslan stendur um þessar mundir fyrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga sem kallast Northern Challenge. Æfingin fer fram á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson svæðinu og í Hvalfirði.

Lesa meira

Síðasta vaktin á 27 ára starfsferli hjá LHG - 29.9.2012

2012-09-27,-Jon-Ebbi-aa
Jón Ebbi Björnsson varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni stóð sína síðustu vakt á stjórnstöðinni sl. fimmtudag en hann hefur í 27 ár verið í starfi hjá Landhelgisgæslunni. Hann hóf störf árið 1985 og var fyrst loftskeytamaður um borð í varðskipunum en fyrir þann tíma hafði hann verið um árabil loftskeytamaður á íslenskum skipum víða um heim. Lesa meira

Ægir kom að björgun 130 flóttamanna í Miðjarðarðarhafi - 26.9.2012

Agir_Midjhaf

Viðtal við Einar Valsson skipherra á varðskipinu Ægi birtist nýlega í september útgáfu „The Border Post“ sem er fréttabréf Frontex, landamærastofnunar EvrópusambandsinsÍ viðtalinu segir Einar frá verkefnum varðskipsins sem nýverið sneri aftur til Íslands eftir sex vikna verkefni í Miðjarðarhafi fyrir Frontex.

Lesa meira

Skipulagsskrá undirrituð fyrir Þyrlukaupasjóð - 24.9.2012

Thyrlusjodur_undirskrift

Nýverið var undirrituð skipulagsskrá fyrir Þyrlukaupasjóð en stofnandi sjóðsins er Öldungaráðið (félag fyrrverandi starfsmanna Landhelgisgæslunnar og Sjómælinga Íslands). Stofnfé sjóðsins gaf Ásatrúarfélagið þann 12. maí sl. í söfnun til kaupa/leigu á þyrlu fyrir Landhelgisgæslu Íslands eða búnaðar í björgunarþyrlu.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti slasaðan sjómann - 22.9.2012

TF-LIF_8434_1200
Landhelgisgæslunni barst síðdegis í dag beiðni um aðstoð þyrlu eftir að óhapp varð um  borð í íslensku rannsóknaskipi þar sem það var statt um 95 sjómílur vestur af Bjargtöngum. Eftir að hafa rætt við skipstjóra mat þyrlulæknir að nauðsynlegt væri að sækja manninn. Hann væri ekki í lífshættu en þyrfti engu að síður að komast undir læknishendur.  Lesa meira

Þyrla LHG sækir slasaða eftir bílslys - 20.9.2012

Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir kl. 16:00 í dag beiðni um þyrlu í gegnum 1-1-2 eftir að bílslys varð í Vatnsfjarðardal við Ísafjarðardjúp. TF-GNA fór í loftið frá Reykjavík kl. 16:35 og lenti við slysstað kl. 17:31. Tveir slasaðir voru fluttir um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 17:51. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 18:47.

Lesa meira

Fjörutíu ár í starfi hjá Landhelgisgæslunni - 20.9.2012

IMG_4878

Síðdegis í dag hittust nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar í kaffi og fögnuðu nýlegum tímamótum. Þar á meðal var fjörutíu ára starfsafmæli Halldórs B. Nellett skipherra en hann hóf störf hjá Landhelgisgæslunni árið 1972 og þá sem messi á varðskipinu Ægi með Guðmund Kærnested skipherra.

Lesa meira

Ánægja með þátttöku Íslendinga í björgunaræfingu við Grænland - 20.9.2012

Nyhavn1

Fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2012 var haldin dagana 10.-14. september, norðaustarlega á Grænlandshafi, milli Daneborg og Meistaravíkur. Æfingin var haldin á grunni samkomulags Norðurskautsríkjanna um öryggi á Norðurslóðum. Um 80-100 fulltrúar Íslands tóku með einum eða öðrum hætti þátt í æfingunni.

Lesa meira

Nætursjónaukar auka öryggi og magna ljós í myrkri - 18.9.2012

Snapshot-2-(18.3.2012-16-10)

Á haustin taka taka við hjá þyrluáhöfnum reglubundnar æfingar með nætursjónauka en Landhelgisgæslan hefur frá árinu 2002 verið með búnaðinn í Super Puma þyrlunum TF-GNA og TF-LIF. Að sögn flugstjóra auka nætursjónaukar notkunargetu þyrlanna um 90% og skipta sköpum við björgunarstörf.

Lesa meira

Tvö þyrluútköll á laugardag - 16.9.2012

TF-LIF_8434_1200

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út tvisvar sinnum á laugardag eftir að óhöpp urðu á landsbyggðinni. Fyrri aðstoðarbeiðnin barst kl. 10:40 eftir að karlmaður á fertugsaldri slasaðist við smalamennsku í nágrenni Fellastrandar í Hvammsfirði. Farið var í loftið kl. 11:12 og haldið beint á staðinn.

Lesa meira

Leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2012 hafin - 10.9.2012

Þór á æfingu með Norsku varðskipi

Í dag hefst við austurstönd Grænlands fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2012 sem haldin er í tengslum við samning Norður Heimskautsráðsins vegna leitar og björgunar. Takmark æfingarinnar er að þjálfa raunveruleg leitar- og björgunarviðbrögð Norðurskautsþjóðanna.

Lesa meira

Slasaður skipverji sóttur um borð í togskip - 7.9.2012

LHG_utkall03052012-(7)

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð út um klukkan 06:35 í morgun eftir að slys varð um borð í íslensku togskipi sem staðsett var um 50 sjómílur vestur af Snæfellsnesi.  Fór þyrlan í loftið kl. 07:11. Flogið var beint á staðinn þar sem sigmaður og læknir sigu niður í skipið og undirbjuggu sjúkling fyrir flutning.

Lesa meira

Togvíraklippunum fyrst beitt fyrir 40 árum síðan - merk tímamót í sögu landhelginnar - 5.9.2012

Klippurnar2

Í dag eru 40 ár liðin síðan hinum þekktu togvíraklippum var fyrst beitt en þær voru helsta vopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum árin 1972 og 1975. Var þar á ferð varðskipið Ægir með Guðmund Kjærnested skipherra í brúnni, norður af Horni.

Lesa meira

Áhöfn skútunnar bjargað um borð í færeyska varðskipið Brimil - 4.9.2012

Brimil_batur

Þær fregnir bárust Landhelgisgæslunni upp úr kl. 19:00 að danska varðskipinu Brimil tókst að bjarga um borð áhöfn pólsku skútunnar RZESZOWIAK sem sendi út neyðarkall rétt fyrir klukkan sjö í morgun.

Lesa meira

Aðgerðin reyndi mjög á hæfni þyrluáhafnar - 4.9.2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 20:08 í gærkvöldi frá 1-1-2 beiðni um aðstoð þyrlu eftir að maður féll í Jökulsá í Lóni. Takmarkaðar upplýsingar fengust frá staðnum aðrar en að fólk í hestaferð var að fara yfir ána og féll þá einn úr hópnum af baki og hvarf sjónum samferðamanna. Fimm manns voru í sjálfheldu á eyri úti í ánni. Lesa meira

Kiwanisklúbburinn Eldfell afhendir Landhelgisgæslunni veglegan styrk - 3.9.2012

MEldingafhendingIMG_3886

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar veitti í morgun viðtöku, um borð í varðskipinu Þór,  ávísun á 2,7 milljónir króna frá félögum Kiwanisklúbbsins Eldfells. Þessi veglegi styrkur er afrakstur söfnunarátaks Eldfells  og var markmið þess að búa sjúkraklefa varðskipsins Þórs sambærilegum tækjum og eru um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Fjörutíu ár liðin frá útfærslu lögsögunnar í 50 sml - 1.9.2012

Í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að fiskveiðilögsagan var færð út í 50 sjómílur.  Á þeim tíma voru Íslendingar komnir með nýtt vopn gegn landhelgisbrjótum, svokallaðar togvíraklippur sem skorið gátu botnvörpur aftan úr breskum togurum með tilheyrandi tilkostnaði fyrir útgerðina.

Lesa meira

Skipt um áhöfn hjá portúgölsku flugsveitinni - 31.8.2012

Flugsveit portúgalska flughersins hefur nú í tvær vikur annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Um helgina verður skipt um áhöfn Portúgala hér á landi og má því gera ráð fyrir aðflugsæfingum inn á varaflugvellina, þ.e. Akureyri og Egilsstaði næstkomandi mánudag og þriðjudag.

Lesa meira

Baldur notaður við sameiginlegt eftirlit LHG og Fiskistofu - 30.8.2012

Baldur2012_myndBjornHaukur

Eftirlits- og sjómælingabáturinn Baldur hefur í sumar verið notaður við sameiginlegt  fiskveiðieftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu. 

Lesa meira

Yfirmur portúgölsku flugsveitarinnar í heimsókn - 29.8.2012

PortGroupIMG_4830

Yfirmaður herafla Portúgals, General Luís Araújo  kom í gær, ásamt fylgdarliði til landsins og átti fund með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslu Íslands. Í heimsókninni heimsótti General Araújo einnig portúgölsku flugsveitina sem nú annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland

Lesa meira

Fiskibátur fékk á sig brotsjó - 24.8.2012

_MG_0632

Landhelgisgæslunni barst kl. 07:11 í morgun tilkynning frá fiskibát sem fékk á sig brotsjó skammt NA - frá Gjögrum í Eyjafirði. Ekki urðu meiðsl á fólki en að sögn skipverja brotnuðu gluggar og siglingatækin blotnuðu. Nærstaddur bátur kom þeim til aðstoðar. Varðskipið Þór var á svæðinu og til taks ef þörf hefði verið á.

Lesa meira

Varðskipið Þór heimsótti Grímsey í dag - 23.8.2012

ÞOR Arni Saeberg

Varðskipið Þór heimsótti Grímsey síðdegis í dag og var eyjarskeggjum boðið að skoða skipið. Sóttu léttabátar varðskipsins gestina og voru samtals 48 gestir á öllum aldri ferjaðir um borð í sex ferðum og var yngsta barnið aðeins átta mánaða gamalt.

Lesa meira

Norska varðskipið KV Harstad æfði með Þór á Eyjafirði - 22.8.2012

_33A6285

Norska varðskipið KV Harstad  var nýverið við æfingar með varðskipinu Þór á Eyjafirði þar sem áhafnir skipanna æfðu aðstoð við önnur skip, þ.a.m. slökkvistörf og leit að fólki um borð. Eru æfingar sem þessar mjög mikilvægar fyrir áhafnir varðskipanna og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir alla aðila að hafa æft samhæfingu, stjórnun, verklag og vinnubrögð á björgunarvettvangi.

Lesa meira

Þyrla kölluð út til leitar í nágrenni Hafnar - 19.8.2012

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á laugardag kl. 17:26 að beiðni lögreglunnar á Höfn vegna franskrar ferðakonu sem hafði fallið í klettum og slasast á höfði. Ekki var vituð nákvæm staðsetning hennar en talið var að hún væri í nágrenni Geitfells. Fór TF-LÍF í loftið kl. 18:09.

Lesa meira

Flugvél snúið til Keflavíkurflugvallar vegna sprengjuhótunar - 16.8.2012

SkyliLHG831

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:40 í morgun tilkynning um að flugvél hefði verið snúið til Keflavíkur vegna sprengjuhótunar. Starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingasviðs, lofthelgis- og öryggismálasviðs auk þyrluáhafnar komu að aðgerðinni sem var stjórnað af lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli. 

Lesa meira

Ljós-innsetning um borð í v/s Týr  á Menningarnótt - 16.8.2012

Tyr_a

Á Menningarnótt mun UNSTABLE / Marcos Zotes og Gerður Sveinsdóttir leiða gesti um varðskipið Týr þar sem upplifuð verður  ljós-innsetningin (www.unstablespace.com).

Lesa meira

Sjúklingur sóttur í skemmtiferðaskip úti fyrir Langanesi - 7.8.2012

SkemmtifskipSjukraflug

Landhelgisgæslunni barst í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu vegna veikinda um borð í erlendu farþegaskipi sem staðsett er úti fyrir Langanesi. Eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að kalla út þyrlu sem fór í loftið kl. 21:30. Áætlað er að komið verði að skipinu um kl. 23:50.

Lesa meira

Reyndi að villa á sér heimildir fyrir varðskipsmönnum - 7.8.2012

ÞOR_ICG_Mai2012

Varðskipið Þór stóð nýverið rækjubát að meintum ólöglegum togveiðum í Kolluál undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Við nánari eftirlit varðskipsmanna kom í ljós að lögskráður áhafnarmeðlimur var ekki staddur um borð og reyndi óþekktur áhafnarmeðlimur að villa á sér heimildir.

Lesa meira

Portúgal kemur til loftrýmisgæslu - 7.8.2012

H1 Ground20

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 13. ágúst nk. með komu flugsveitar portúgalska flughersins. Alls munu á milli sextíu og sjötíu liðsmenn portúgalska flughersins taka þátt í verkefninu og koma þeir til landsins með sex  F-16 orrustuþotur.

Lesa meira

TF GNA sótti veikan sjómann - 7.8.2012

GNA2

Síðastliðinn föstudag um klukkan hálfsjö bað skipstjóri á íslensku togskipi um samband við þyrlulækni vegna sjúklings um borð. Skipið var staðsett var  u.þ.b. 90 sjómílur vestur af Reykjavík og var þeim tilmælum beint til skipstjóra að sigla í átt að landi. TF-GNA fór í loftið um klukkustund síðar

Lesa meira

Gott samstarf þyrluáhafnar og lögreglu við umferðareftirlit - 31.7.2012

GNA3_BaldurSveins

Um helgina flaug þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- GNA með lögreglumenn til eftirlits um uppsveitir Árnessýslu austur eftir þjóðvegi 1 inn á Mýrdalssand og þaðan inn á Syðra Fjallabak . Gekk eftirlitið mjög vel en afskipti voru höfð af sex ökumönnum sem óku of hratt.

Lesa meira

Há sjávarstaða um helgina - 20.7.2012

Sjavarhaed_flod

Vegna slæmrar veðurspár um helgina  vill Landhelgisgæslan vekja athygli á að einnig er stórstreymt þessa daga. Reiknað er með að lægðin verði um 968mb og gæti hækkun sjávarborðs umfram flóðspá orðið um 45 cm.

Lesa meira

Eldur um borð í fiskibát suður af Stórhöfða
- 19.7.2012

GNA_MAGGY

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:04 tilkynning um eld í vélarrúmi fiskibáts með sjö menn um borð sem staðsettur var um 7 sml. S- af Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Samstundis var þyrla Landhelgisgæslunnar ásamt björgunarskipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Einnig voru nálæg skip og bátar beðin um að fara til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 11:11.

Lesa meira

Áhöfn Týs  við eftirlit um borð í færeyskum skipum og bátum - 18.7.2012

Faereftirlit_6

Varðskipið Týr var nýverið við eftirlit á suðvestur, suður, suðaustur og austurmiðum. Varðskipsmenn fóru m.a. um borð í sjö færeyska handfæra og línubáta, íslenska togara og dragnótabáta. Við eftirlit um borð í færeysku bátunum kom í ljós að aflamagn var í samræmi við tilkynningar til Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla kölluð til leitar NA af Vatnajökli - 17.7.2012

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kl. 14:35 kölluð út að beiðni lögreglunnar á Egilstöðum til leitar að þýskum hjónum sem ætluðu að ganga yfir Eyjabakkajökul sem er í norðaustanverðum Vatnajökli.

Lesa meira

Landhelgisgæslan og lögreglan við eftirlit á Kollafirði - 16.7.2012

OKHullIMG_9367

Séraðgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar var í sl. viku,  ásamt lögreglunni í Reykjavík við eftirlit á Kollafirði á harðbotna slöngubátnum Flóka sem Landhelgisgæslan hefur í prófunum fyrir íslenska skipaframleiðandann OK Hull.

Lesa meira

Þyrla sækir slasaðan ferðamann að Glym - 15.7.2012

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:35 í dag að beiðni lögreglunnar í Borgarnesi eftir að erlend ferðakona slasaðist á fæti fyrir ofan Glym í Hvalfirði. Þar sem erfitt var fyrir björgunarsveitarfólk að komast  að staðnum var óskað eftir þyrlu. TF-LIF fór í loftið kl. 15:01 og sótti hina slösuðu.

Lesa meira

Tvö þyrluútköll í dag - 14.7.2012

Thyrla_stjornklefi

Tvisvar sinnum í dag var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar til bráðflutnings. Fyrra útkallið barst um klukkan tvö eftir að tilkynnt var um alvarlega veikan mann í sundlauginni í Þjórsárdal. Síðara útkallið barst kl. 17:05 eftir að erlendur ferðamaður fékk aðsvif við Jökulsárlón.

Lesa meira

Varðskipið Ægir í slipp - 12.7.2012

AegirslippJuli2012

Varðskipið Ægir er nú í slipp við Mýrargötuna en unnið er að reglubundnu eftirliti og viðhaldi á skipinu þar sem skipið er yfirfarið, öxuldregið, bolskoðað og málað. Mun skipið síðar í mánuðinum halda í Miðjarðarhafið þar sem Landhelgisgæslan mun fram á haust aðstoða Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins.

Lesa meira

Annríki hjá stjórnstöðinni - slösuð ferðakona sótt með þyrlu - bátur í vandræðum - 11.7.2012

GNA3_BaldurSveins

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 20:21 í kvöld beiðni frá 1-1-2 um aðstoð þyrlu eftir að ferðakona slasaðist skammt frá Landmannalaugum, milli Bláhnjúka og Brennisteinsöldu. Skömmu áður en óskað var eftir þyrlunni kviknaði í vélarrúmi báts N- af Siglufirði en skipverja tókst sjálfum að slökkva eldinn.

Lesa meira

Hafís sást í eftirlitsflugi TF-SYN - 11.7.2012

Hafis-1

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN fór í eftirlitsflug í gær þar sem flogið var frá Reykjavík um Hrútafjörð, Húnaflóa, Skagafjörð, Kögur og þaðan á Ísafjörð. Þyrluáhöfn sá ísrönd á leið út úr Húnaflóa og ákvað að athuga nánar staðsetningu hennar.

Lesa meira

TF-GNA fann konu sem leitað var að - 10.7.2012

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 15 í dag að beiðni lögreglunnar á Hvolsvelli til aðstoðar við leit að erlendri ferðakonu sem var villt á hálendinu.  Hún var talin vera í námunda við Landmannalaugar . Fór TF-GNA í loftið um kl. 15:15

Lesa meira

Óskeftir þyrlu LHG vegna sinuelds á Snæfellsnesi - 9.7.2012

16062012_LHG_slokkvistorf

Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði um kl. 19:30 eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við að ráða niðurlögum sinuelds við Rauðkollsstaði á Snæfellsnesi. 

Lesa meira

Þyrluáhöfn fór beint í annan bráðaflutning - 9.7.2012

Utkall

Önnur beiðni um útkall barst Landhelgisgæslunni um kl. 19:30 í kvöld þegar þyrlan var að lenda við Landspítalann eftir bráðaflutning frá Hólmavík. Óskaði fjarskiptamiðstöð lögreglunnar eftir þyrlunni til að flytja slasaða eftir umferðaróhapp á Landvegi, móts við Búrfell.

Lesa meira

Þyrla kölluð út eftir að bílslys varð við Hólmavík - 9.7.2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:55 beiðni frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu eftir að bílslys varð í nágrenni Hólmavíkur. TF-LIF fór í loftið um kl. 17:30 og var við á slysstað um kl. 18:30. Lenti þyrlan við Landspítalann í Fossvogi um kl. 19:30. 

Lesa meira

Bátur vélarvana norður af Grundarfirði - 9.7.2012

_MG_0632
Landhelgisgæslunni barst kl. 09:20 í morgun beiðni um aðstoð frá strandveiðibát sem var vélarvana norður af Grundarfirði. Reynir, björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Grundarfirði var kallaður út og fór til aðstoðar. Eru þeir væntanlegir til hafnar um kl. 11:30. Ágætt veður er á svæðinu og engin hætta á ferðum. Lesa meira

Viðhald á ljósduflum - 9.7.2012

TYR_Rifsdufl

Nýlega var varðskipið Týr í viðhaldsvinnu við ljósdufl í Faxaflóa, í Hvalfirði, undan Hafnarfirði, í Skerjafirði og í Breiðafirði. Ljósduflin voru hreinsuð, sum voru einnig máluð og legufæri yfirfarin. Alls var unnið við þrettán ljósdufl, þar af var skipt um sjö stór járndufl sem hafa verið í notkun hér við land síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Lesa meira

Leit að ísbirni bar ekki árangur - 6.7.2012

_MG_5772

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í Reykjavík kl. 16:30 eftir að hafa verið við leit að ísbirni sem erlendir ferðamenn töldu sig sjá á sundi í Húnaflóa í fyrradag. Hvorki sást tangur né tetur af ísbirni á svæðinu.

Lesa meira

Þyrluáhöfn fer að nýju til leitar að hvítabirni - 6.7.2012

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Landhelgisgæslan hefur í samráði við lögregluna á Blönduósi tekið ákvörðun um að þyrla Landhelgisgæslunnar fari að nýju til leitar að hvítabirni sem erlendir ferðamenn töldu sig sjá á sundi í Húnaflóa í fyrradag. Ákveðið var að fara þetta flug í stað æfingaflugs sem áætlað var í dag.

Lesa meira

Leit þyrluáhafnar að hvítabirni - fundu öldumælisdufl - 5.7.2012

Straumnesdufl_TFLIF

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:55 í gær beiðni frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu eftir að óstaðfestar fregnir bárust af hvítabirni á sundi við Vatnsnes.  Þegar þyrlan TF-LIF kom á svæðið var fljótlega lent við Geitafell þar sem för sáust í sandinum sem talin voru vera eftir bjarndýrið.

Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna slyss skammt frá Sauðárkróki - 5.7.2012

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 15:54 beiðni frá fjarskiptamiðstöð lögreglu um þyrluáhöfn í viðbragðsstöðu vegna alvarlegs slyss á sveitabæ skammt frá Sauðárkróki. Beiðni um aðstoð þyrlunnar var staðfest kl. 16:01 og  fór TF-GNA í loftið kl. 16:18.

Lesa meira

Vélarvana bátur 15 sml frá Neskaupstað - 3.7.2012

Stjornstod3

Landhelgisgæslunni barst í kvöld aðstoðarbeiðni frá fiskibát sem var vélarvana um 15 sjómílur frá Neskaupstað. Björgunarskipið Hafbjörg frá Neskaupstað var kallað út til aðstoðar og er reiknað  með að siglingin að bátnum taki um klukkustund.  

Lesa meira

Aukning í útköllum flugdeildar - 3.7.2012

GNA3_BaldurSveins

Samkvæmt upplýsingum frá flugrekstrardeild voru þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út 26 sinnum í júní vegna sjúkraflutnings, leitar, björgunar auk aðstoðar við lögreglu og slökkvilið. Til samanburðar má nefna að á sama tímabili árið 2011 voru þyrlurnar kallaðar út 17 sinnum.

Lesa meira

Fundu torkennilegan hlut í fjöru - 3.7.2012

TunnaKrigsmarine

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar barst nýverið tilkynning um torkennilegan hlut í fjöru skammt austan við Þorlákshöfn. Var hann merktur „Kriegsmarine“ en undir því nafni gekk sjóher Þjóðverja á árunum 1935 – 1945. Miðað við lag hlutarins og merkingar var ekki hægt að útiloka að um djúpsprengju væri að ræða.

Lesa meira

Bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum - 3.7.2012

2010-05-03,_Baldur_a

Baldur, eftirlitsskip Landhelgisgæslunnar stóð um hádegisbilið strandveiðibát að meintum ólöglegum veiðum innan reglugerðarhólfs suður af Skor í Breiðafirði þar sem í gildi er bann við handfæra- og línuveiðum. Var bátnum vísað til hafnar þar sem málið verður tekið fyrir af viðeigandi lögregluyfirvöldum.

Lesa meira

Varðskipið Týr komið til Íslands eftir langa siglingu - 3.7.2012

Tyr_a

Varðskipið Týr kom til hafnar í Reykjavík þann 22. júní síðastliðinn eftir 6000 sjómílna siglingu á 43 dögum frá Íslandi til Kanada, þar sem varðskipið sótti skipið Hebron Sea og dró það síðan yfir Atlantshafið til Grenå i Danmörku þar sem skipið var tekið til niðurrifs.

Lesa meira

Umferðareftirlit úr þyrlu LHG - 2.7.2012

Umferdareftirlit_LHG_Logr040808

Landhelgisgæslan og lögreglan hafa m.a. samstarf um umferðareftirlit úr þyrlu og var um helgina farið í eftirlit um Suðurland.  Í eftirlitinu fer lögreglumaður með þyrlunni í eftirlit og annast hraðamælingar í samstarfi við þyrluáhöfn.  Stuðst er við sérstakar verklagsreglur við mælingarnar.

Lesa meira

Þyrluáhafnir í viðbragðsstöðu vegna flugvélar - 2.7.2012

Thyrla_stjornklefi

Landhelgisgæslunni barst í morgun tilkynning frá flugstjórn um reyk í flugstjórnarklefa einkaþotu með fjóra menn um borð sem hafði snúið við og var á leið inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Var viðbragðsáætlun samstundis virkjuð, samhæfingarstöð kölluð saman kl. 08:15 en lending var áætluð kl. 08:30.

Lesa meira

Áhöfn Þórs við eftirlit á Reykjaneshrygg - 30.6.2012

2012-02-05-Thor-c

Varðskipið ÞÓR  var nýverið við eftirlitsstörf á NEAFC svæðinu (North East Atlantic Fisheries Commission)  á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg. Þegar komið var á svæðið voru þar tuttugu erlendir togarar,  eitt erlent flutningaskip, eitt erlent olíuskip og tólf íslenskir togarar.

Lesa meira

Þrír bátar staðnir af ólöglegum handfæraveiðum - 21.6.2012

_MG_5772

Undanfarinn misseri hefur Landhelgisgæslan þurft að hafa talsverð afskipti af bátum sem hafa verið á veiðum inn í skyndilokunum.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar LHG eyddu fjórum tonnum af flugeldum - 20.6.2012

Flugeldaeyding

Séraðgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar eyddi í dag fjórum tonnum af útrunnum flugeldum fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörgu. Var flugeldunum eytt í Sandgrifjum við Stapafell. Eins og nærri má geta varð brennan mikil og litskrúðug. Hér eru myndir og myndbrot af staðnum. 

Lesa meira

Skúta óskar eftir aðstoð í Meðallandsbugt - 20.6.2012

GNA_E1F2236

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:14 aðstoðarbeiðni frá skútu, með tvo menn um borð sem rekur í átt að landi í Meðallandsbugt . Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til aðstoðar. Einnig hafa björgunarsveitir á landi hafa verið kallaðar út auk þess sem björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Vestmannaeyjum og á Höfn eru á leiðinni á staðinn.

Lesa meira

Þyrluáhöfn LHG æfir með þýskum herskipum á Faxaflóa - 19.6.2012

19062012_Aefing3

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var í morgun við æfingar með þýsku herskipunum Frankfurt og Emden á Faxaflóa. Með báðum skipunum voru æfðar hífingar, aðflugi stjórnað frá skipinu með þeirri tækni sem notuð er í mjög litlu skyggni og lending á  þyrlupalli. Var þyrlan fest niður, sleppt og tekið á loft.

Lesa meira

Landhelgisgæslan fagnar skýrslu Ríkisendurskoðunar - 19.6.2012

LHG_Frontex_SamvinnaAegirSif

Í gær kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar sem varðar verkefni Landhelgisgæslunnar erlendis.  Landhelgisgæslan fagnar útkomu skýrslunnar sem er góð og gagnleg.  Í henni kemur meðal annars fram að verkefnum Landhelgisgæslunnar erlendis hafi fylgt faglegur og fjárhagslegur ávinningur fyrir Landhelgisgæsluna.

Lesa meira

Þyrla LHG bjargar manni sem fór í sjóinn - 17.6.2012

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 22:11 beiðni um útkall þyrlu frá lögreglunni í Borgarnesi og 112 eftir að  bátur sem var í skemmtisiglingu fann konu á skeri utan við Borgarnes en faðir hennar sem var með henni í siglingu lenti í sjónum. TF-LÍF fór í loftið kl. 22:37 og fann hún manninn í sjónum kl. 23:09.

Lesa meira

Varðskipið Þór heimsótti Færeyjar - 16.6.2012

ThOR_faereyjar

Varðskipið Þór heimsótti Færeyjar í lok vikunnar og var samstarfaaðilum Landhelgisgæslunnar,  Íslendingafélaginu og almenningi boðið að skoða skipið. Um 570 manns komu um borð og var mikil og góð stemmning.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við slökkvistörf - 16.6.2012

16062012_LHG_slokkvistorf
Landhelgisgæslunni barst kl. 14:25 beiðni frá slökkviliði  höfuðborgarsvæðisins um aðstoð við að slökkva gróðurelda við Ásfjall í Hafnarfirði. Fór TF-LlF í loftið kl. 14:45 og var flogið með slökkviskjólu að Ásfjalli. Í aðgerðinni sótti þyrlan sjö sinnum vatn í Hvaleyrarvatn og sprautaði yfir eldinn Tókst aðgerðin mjög vel og gekk  greiðlega að slökkva eldinn á skömmum tíma. Lesa meira

Sameiginlegt eftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu gengur vel - 15.6.2012

OKHullbatur6

Landhelgisgæslan og Fiskistofa hafa frá því í vor unnið saman að eftirliti með veiðum skipa á Breiðafirði með harðbotna slöngubátnum Flóka sem Landhelgisgæslan hefur í prófunum fyrir íslenska skipaframleiðandann OK Hull. Smábátum sem stunda veiðar á Breiðafirði hefur fjölgað mikið með tilkomu strandveiða og mun meiri sókn er á grásleppuveiðar.

Lesa meira

Ráðningu flugmanna á flugvél Landhelgisgæslunnar lokið - 11.6.2012

SIF1_2012

Stöður flugmanna á flugvél og þyrlur hjá Landhelgisgæslu Íslands voru auglýstar lausar til umsóknar í janúar sl. og rann umsóknarfrestur út 7. febrúar.  Hefur nú verið lokið við ráðningu á flugvél Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Kvennasmiðjan heimsótti varðskip - 11.6.2012

2012-02-05-Thor-c

Hópur nemenda frá Kvennasmiðjunni sem starfrækt er á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar heimsótti nýverið varðskip Landhelgisgæslunnar. Kvennasmiðjan er hugsuð fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24 - 45 ára og miðar að því að bæta lífgæði þátttakenda og styðja þá út á vinnumarkað eða í frekara nám.

Lesa meira

Mikil sjósókn - 11.6.2012

Stjornstod3

Að sögn varðstjóra Landhelgisgæslunnar voru um níuhundruð skip og bátar í fjareftirlitskerfum um níu leitið í morgun en u.þ.b. þrír fjórðu hlutar þeirra voru smærri bátar. Miklir álagspunktar geta komið upp hjá varðstjórum stjórnstöðvarinnar snemma á morgnana og síðdegis þegar bátar tilkynna sig úr og í höfn.

Lesa meira

Sjóbjörgunaræfing á Húsavík - 9.6.2012

_MG_3807

Æfing vegna bruna í hvalaskoðunarskipi stóð yfir á Húsavík í dag.  Æfingin hófst með því að neyðarkall barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar laust fyrir klukkan 09:00 þar sem tilkynnt var um eld um borð í hvalaskoðunarskipi á Skjálfanda skammt utan Húsvíkur.

Lesa meira

Veikur skipverji sóttur á Reykjaneshrygg - 9.6.2012

LHG_utkall03052012-(9)

Landhelgisgæslunni barst um kl. 09:00 í morgun aðstoðarbeiðni frá rússneskum togara. Kallað var á aðstoð túlks sem flutti boð milli þyrlulæknis og skipstjóra. Talið var nauðsynlegt að sækja skipverjann og fór þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF frá Reykjavík um kl. 13:00.

Lesa meira

Sjóslysaæfing á Skjálfanda og Húsavík - 8.6.2012

_IB_3032

Almannavarnanefnd Þingeyinga og embætti Lögreglustjórans á Húsavík standa fyrir sjóslysaæfingu á Skjálfanda og á Húsavík laugardaginn 9. júní nk. í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæsluna.

Lesa meira

Rýnifundur vegna Dynamic Mercy - 8.6.2012

_MG_0566

Í vikunni var haldinn rýnifundur vegna æfingarinnar Dynamic Mercy fór fram í apríl síðastliðnum. Var æfingin tvískipt og með þáttöku þjóða við Norður Atlantshaf. Þær þjóðir sem aðila áttu á fundinum voru auk Íslands, Noregur, Bretland, Danmörk, Færeyjar, Grænland, Belgía, Holland, Þýskaland og Rússland. Atlantshafsbandalagið tók einnig þátt í æfingunni

Lesa meira

Mikill árangur hefur náðst í rafmagnssparnaði - 7.6.2012

Gunnolfsvfjall

Með samstöðu starfsmanna á ratsjárstöðvunum fjórum og á umsjónarsvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur náðst mikill árangur milli ára í rafmagnssparnaði. Nemur heildarlækkun rafmagnskostnaðar frá janúar 2011 til apríl 2012 rúmum sex milljónum króna.

Lesa meira

Maðurinn fundinn á Skeiðarárjökli - 5.6.2012

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann um kl. 16:50 manninn sem leitað var að á Skeiðarárjökli og sendi út neyðarboð kl. 13:34 í dag. Var maðurinn heill á húfi og amaði ekkert að honum en hann villtist á svæðinu og gerði hárrétt með að senda út neyðarboðin.

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð til leitar á Skeiðarárjökli - 5.6.2012

Jokull_thyrlaLHG

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:34 neyðarboð frá gerfihnattaneyðarsendi með staðsetningu á austanverðum Skeiðarárjökli. Eftir að staðfesting hafði fengist á boðunum var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til leitar og fer hún á staðinn með undanfara SL. Auk þess voru björgunarsveitir á Suðausturlandi kallaðar út.

Lesa meira

Áhöfn v/s ÞÓR þjálfar notkun olíuhreinsibúnaðar - 5.6.2012

CIMG0886

Að undanförnu hefur áhöfn varðskipsins ÞÓR m.a. þjálfað notkun olíuhreinsibúnaðar og olíuvarnargirðingar varðskipsins sem ekki hefur áður verið í notkun hér á landi en sænska strandgæslan og norska strandgæslan að hluta, hefur notað hliðstæðan búnað með góðum árangri.

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð út eftir slys í Stykkishólmi - 4.6.2012

GNA2

Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF var að undirbúast fyrir eftirlitsflug síðdegis í dag barst beiðni frá 112 um aðstoð þyrlunnar eftir að eldri maður slasaðist í Stykkishólmi. Fór þyrlan í loftið kl. 18:51 og lenti á flugvellinum í Stykkishólmi kl. 19:30.

Lesa meira

Eyddu dýnamíti sem var skilað inn til Sorpu - 4.6.2012

Undirbúin eyðing á gömlu dýnamíti

Séraðgerða- og sprengjueyðingasviði Landhelgisgæslunnar barst á föstudag tilkynning frá Sorpu um að þeim hefði borist gamalt dýnamít sem hafði verið skilið eftir í söfnunargámi Sorpu á landsbyggðinni og var það síðan flutt með sendiferðabíl til Reykjavíkur.

Lesa meira

Fjögur þúsund og fimmhundruð manns heimsóttu varðskipið Þór - 3.6.2012

SjomannadagurTHOR8

Varðskipið Þór var opið til sýnis um helgina í tilefni sjómannadagsins og Hátíðar hafsins. Mikið líf og fjör var um borð og voru samtals 3100 manns sem komu um borð til að skoða skipið, spjölluðu við áhöfnina og kynntu sér getu,  tækni og búnað varðskipsins.

Lesa meira

Slasaður sjómaður sóttur um borð í norskan togara - 3.6.2012

Thyrla_stjornklefi

Landhelgisgæslunni barst í morgun tilkynning um slasaðan sjómann um borð í norskum togara sem staddur var á Reykjaneshrygg eða 220 sjómílur úti fyrir landinu. Ákveðið var að skipið myndi sigla á móti þyrlunni sem fór í loftið kl. 17:27 og mætti skipinu um kl. 19:00 þegar það var um 145 sjómílur suður af Reykjanesi.

Lesa meira

Minningarathöfn og messa á Sjómannadeginum - 3.6.2012

03062012_Minnisv10

Athöfn fór fram í morgun við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur flutti ritningarorð og bæn. Lagðir voru blómsveigar að minnisvarðanum og starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. 

Lesa meira

Sviðsett að F-15 þota lendi í sjónum - 31.5.2012

ICG_USAF_exercise1

Síðdegis í gær fór fram björgunaræfing á austanverðum Faxaflóa með þátttöku Landhelgisgæslunnar og flugsveitar flugsveitar Bandaríkjamanna sem hefur verið við loftrýmisgæslu frá 8. maí. Þátttakendur æfingarinnar voru varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar, fulltrúar flugsveitar og C-130 leitar- og björgunarflugvélar Bandaríkjamanna auk stjórnstöðva Landhelgisgæslunnar í Keflavík og Reykjavík.

Lesa meira

Landhelgisgæslan og bandaríska flugsveitin æfa saman á Faxaflóa í dag - 30.5.2012

LIF1_HIFR

Að undanförnu hafa björgunarliðar flugsveitar Bandaríkjamanna farið í æfingar með þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar þar sem tækifæri hefur gefist til að miðla reynslu og þekkingu beggja aðila. Síðdegis í dag, milli kl. 17:00 og 19:30 fer fram björgunaræfing á Faxaflóa.

Lesa meira

Fjölbreytt verkefni hjá áhöfn varðskipsins ÞÓR - 28.5.2012

LIF11_HIFR

Varðskipið ÞÓR hefur að undanförnu verið við eftirlit- og löggæslustörf, en einnig hefur áhöfnin verið við ýmsa þjálfun, m.a. í notkun eldsneytisbúnaðar varðskipsins, DP-æfingar, léttbáta æfingar,  æfingakafanir, auk þess sem skipt var um öldumælisdufl undan Straumnesi.

Lesa meira

Kynntu sér framkvæmd loftrýmsgæslunnar - 28.5.2012

BNA_Thota

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland, nú framkvæmd af flugsveit bandaríska flughersins hefur staðið yfir frá 8. maí.  Verkefnið hefur gengið samkvæmt áætlun en þetta er í þriðja sinn sem eftirlitið er í umsjón þeirra.

Lesa meira

Landhelgisgæslan við eftirlit á Breiðafirði - 27.5.2012

OKHullbatur1

Starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingasviðs Landhelgisgæslunnar, með fulltrúum Fiskistofu hafa að undanförnu verið við eftirlit á Breiðafirði sem m.a. hefur falist í  í að fara um borð í báta og kanna veiðileyfi, haffæri, lögskráningu og fleira.

Lesa meira

Þyrla kölluð út eftir slys við Dyrhólaey - 24.5.2012

_MG_5772

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:40 beiðni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að slys varð við Dyrhólaey þegar stór hluti af bjargbrún hrundi undan ferðamönnum. Fór þyrlan í loftið kl. 11:56 og lenti kl. 12:51 á bílastæði við Dyrhólaey.

Lesa meira

Kiwanissöfnun fyrir sjúkraklefa í v/s ÞÓR - 24.5.2012

2012-02-05-Thor-c

Kiwanisklúbburinn Eldfell stendur nú fyrir söfnunarátaki sem felst í sölu á  8GB minnislyklum og verður það fé sem safnast notað til að tækjavæða sjúkraklefa V/S ÞÓR með sambærilegum hætti og um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar. Söfnunin stendur frá 15. maí til 4. júní.

Lesa meira

TF-LÍF sækir veikan sjómann - 23.5.2012

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 08:35 í morgun með veikan sjómann af bát sem var staddur um fjörtíu sjómílur austur af Hornafirði. Hafði skipstjóri samband við Landhelgisgæsluna kl. 03:15 og fór þyrlan í loftið kl. 03:49.

Lesa meira

TF-LÍF aðstoðar við að slökkva mosabruna í Kapelluhrauni - 21.5.2012

TF-Lif_losar_ur_tunnunni,_slookvilidsmenn_filgjast_med

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í eftirmiðdaginn til að aðstoða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við mosabruna í Kapelluhrauni. Lent var skammt frá vettvangi þar sem slökkvifatan var hengd neðan í þyrluna. Var síðan farið í loftið að nýju og vatn sótt í Kleifarvatn, samtals tíu ferðir og 1700 lítrar í hverri ferð.

Lesa meira

TF-LÍF sótti slasaðan mann í Aðalvík - 20.5.2012

Adalvik_utkall20052012

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:00 í dag aðstoðarbeiðni frá Neyðarlínunni eftir að maður á sextugsaldri slasaðist er hann féll 10-20 metra við eggjatöku í Aðalvík á Hornströndum. Björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL)  á svæðinu voru köllaðir út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Ellefu stýrimenn LHG útskrifaðir með skipherrapróf - 20.5.2012

Lordarnir

Sex stýrimenn Landhelgisgæslunnar útskrifuðust í gær úr 4. stigi varðskipadeildar/Lordinum hjá Fjöltækniskóla Íslands með skipherrapróf á varðskip Landhelgisgæslunnar. Innilega til hamingju með glæsilegan árangur!

Lesa meira

Hættuástandi aflýst í Meðallandsbugt - 19.5.2012

Myndir_vardskipstur_013

Landhelgisgæslan hefur nú aflýst hættuástandi í Meðallandsbugt og er línubáturinn Páll Jónsson GK7 kominn með Kristbjörgu VE-071 í tog og gengur vel, skipin fjarlægjast land. Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá Vestmannaeyjum og Höfn, björgunarsveitir af Suðurlandi og nærstaddir bátar eru nú á leið af svæðinu. Einnig mun þyrla Landhelgisgæslunnar fljótlega halda til Reykjavíkur.

Lesa meira

Línubátur kominn til aðstoðar - unnið að björgun - 19.5.2012

_MG_0632

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn Landhelgisgæslunnar er línubáturinn Páll Jónsson GK7 kominn í Meðallandsbugt til aðstoðar neta- og dragnótabátnum Kristbjörgu VE-071 sem varð vélarvana fyrr í kvöld um 1 sjómílu frá landi. Er nú unnið að því að koma dráttartóg yfir í Kristbjörgu og er áætlað að Páll Jónsson muni síðan draga bátinn á haf út. Einnig er Fiskibáturinn Fjöður kominn á staðinn.

Lesa meira

Neta- og dragnótabátur vélarvana á Meðallandsbugt - 18.5.2012

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:25 í kvöld aðstoðarbeiðni frá neta- og dragnótabát, með tíu manns í áhöfn sem var vélarvana á Meðallandsbugt norðan við Skarðsfjöruvita og rak í átt að landi. Samstundis voru kallaðar út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og er önnur þeirra í biðstöðu í Reykjavík. 

Lesa meira

Eftirlits- og hafísflug um vestur og norður djúp - 16.5.2012

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og ísflug um V- og N-djúp. Í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar sáust samtals 722 skip og bátar og vakti athygli mikil umferð báta við Snæfellsnes. Þegar komið var á vesturdjúp var ísröndin mæld en hún var næst landi 68 sml NV af Barða og 68 sml NV af Straumnesi.

Lesa meira

Landhelgisgæslan óskar Vestmannaeyingum til hamingju með HEIMAEY VE-1 - 15.5.2012

HeimaeyVE1

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug síðdegis í gær yfir nýjasta og eitt af glæsilegustu skipum íslenska flotans, uppsjávarveiðiskipið HEIMAEY VE-1 sem þá var komið inn í íslensku lögsöguna, um 150 sml SV af Vestmannaeyjum. Skipið er væntanlegt til Eyja í dag. Var skipstjóra og áhöfn árnað heilla með óskum um góða heimkomu.

Lesa meira

Skip í línudansi á Reykjaneshrygg - 14.5.2012

HelgaMaria

Varðskip og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa að undanförnu  verið við eftirlit á SV-djúpi og Reykjaneshrygg en þar er nóg að gera um þessar mundir.  Í dag flaug flugvélin  TF-SIF um svæðið og flaug hún einnig yfir nýjasta skip íslenska flotans, HEIMAEY VE-1 sem er á leið til landsins frá Chile.

Lesa meira

TF-SIF fór í eftirlitsflug á Reykjaneshrygg - 11.5.2012

TFSIF_Inflight3_ArniSaeberg

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF fór nýverið í eftirlits- og gæsluflug þar sem könnuð var skipaumferð á SV djúpi  og Reykjaneshrygg. Í fluginu kom í ljós að á Reykjaneshrygg voru átján togarar frá aðildarlöndum Norð-Austur Atlantshafs Fiskveiðiráðsins -  NEAFC, frá Rússlandi, Spáni og Þýskalandi.

Lesa meira

Ásatrúarfélagið afhenti Landhelgisgæslunni veglega gjöf um borð í v/s ÞÓR - 10.5.2012

10052012_Asatruarfelagid

Í blíðviðrinu í dag fór fram athöfn um borð í varðskipinu Þór þar sem Ásatrúarfélagið afhenti Landhelgisgæslu Íslands gjöf upp á tvær milljónir króna sem er framlag félagsins til kaupa á björgunarþyrlu.

Lesa meira

Krókaveiðibátur strandaði NNA af Hrollaugseyjum - 9.5.2012

_MG_0632

Landhelgisgæslunni barst um kl. 07:30 í morgun aðstoðarbeiðni frá krókaveiðibát með einn mann um borð sem var strandaður á sandrifi NNA af Hrollaugseyjum. Samstundis var haft samband við Ingibjörgu, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfn í Hornafirði sem fór til aðstoðar og var báturinn laus af strandstað um kl. 10:00.

Lesa meira

Ísbjarnarflug um Vestfirði - 8.5.2012

Skrimsli_Fljotavik

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór nýverið í eftirlitsflug um friðlandið á Hornströndum. Með í för var lögreglumaður og sérfræðingur frá Umhverfisstofnun en  tilgangur leiðangursins var m.a. að kanna hvort ummerki væru um ísbirni á þessum slóðum. Var svo ekki en hinsvegar sáust vegsummerki um að vélsleðar hefðu verið þar á ferð. Einnig sást í Fljótavík stórt hvalhræ langt uppí Fljótavatni og vakti það undrun hve langt hræið væri komið upp í vatnið.

Lesa meira

Varðskipið ÞÓR og HMS ST ALBANS æfa saman í Hvalfirði - 7.5.2012

THOR_MERLI3

Varðskipið Þór tók í dag þátt í björgunaræfingu í Hvalfirði með bresku freigátunni HMS ST ALBANS og MERLIN þyrlu hennar. Að lokinni æfingu fór fram athöfn til minningar um þá fjölmörgu sem fórust í skipalestum sem leið áttu um Norður Atlantshafið í seinni heimstyrjöldinni. Í tengslum við heimsóknina átti skipherra HMS ST ALBANS fund með Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar þar sem rædd var samvinna þjóðanna á hafinu.

Lesa meira

Veikur skipverji sóttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar - 6.5.2012

LHG_utkall03052012

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:43 í gærkvöldi aðstoðarbeiðni frá rússneska togaranum ORLIK sem staðsettur var á Reykjaneshrygg, um 200 sjómílur frá Reykjanesi. Óskað var eftir að þyrla myndi sækja alvarlega veikan skipverja og eftir samtal skipstjóra við þyrlulækni var ákveðið að sækja manninn.

Lesa meira

Myndir af strandstað í Sandgerði - 5.5.2012

LHG_Fernanda8

Aðgerðum vegna strands flutningaskipsins Fernanda lauk kl.15:15 þegar skipið losnað af skerinu og sigldi fyrir eigin afli til hafnar.

Stýrimaður frá varðskipinu Þór og lögreglan eru um borð og hafa tekið skýrslu af skipstjóra en það er fast verklag í aðgerðum sem þessum. Mun rannsóknarnefnd sjóslysa nú taka við gögnum málsins.

Lesa meira

Landhelgisgæslan stýrir aðgerðum á vettvangi - 5.5.2012

Fernanda_LIF_Sandgerdi

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð hefur áhöfn varðskipsins Þórs, ásamt lögreglu nú rætt við áhöfn Fernanda og mun skipstjóri flutningaskipsins  sjálfur reyna að ná skipinu á strandstað á háflóði síðar í dag. Landhelgisgæslan stýrir aðgerðum á vettvangi og fer Auðunn Kristinsson, yfirstýrimaður með framkvæmdastjórn aðgerða.

Lesa meira

Flutningaskip strandar í innsiglingunni í Sandgerði - 5.5.2012

ÞOR_MG_1326

Landhelgisgæslunni barst kl. 08:30 í morgun tilkynning um að erlent flutningaskip, Fernanda/J7AM7 væri strandað í innsiglingunni í Sandgerði en skipið missti af beygju þegar það sigldi með lóðs inn í höfnina.  Í áhöfn eru 11 manns og allt í lagi um borð. Varðskipið Þór var samstundis kallað til aðstoðar og er það væntanlegt á staðinn upp úr kl. 10:00. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og verður hún til taks á staðnum.

Lesa meira

Þór kominn til Íslands - 5.5.2012

Thor_prammi_JonPall

Varðskipið Þór kom í kvöld til Hafnarfjarðar með prammann Hrapp eftir 836 sjómílna langa siglingu frá Kvamsøya í Noregi. Pramminn er í eigu Suðurverks en var leigður af Ístak fyrir framkvæmdir í Noregi.

Lesa meira

Sjómenn minntir á að hlusta á rás 16 - 3.5.2012

Smabatar

Nú  eru um 820 skip og bátar í ferilvöktun hjá Landhelgisgæslunni og vilja varðstjórar í stjórnstöð minna sjómenn á að hlusta á rás 16 sem er neyðar- og uppkallsrás og þeim ber skylda til að hafa opna þegar þeir eru á sjó. Mörg tilfelli hafa komið upp síðastliðinn sólarhring þar sem erfitt hefur verið að ná í þá sem eru að strandveiðum.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla hefst að nýju - 3.5.2012

F-4F_BaldurSveins-(3)

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný þriðjudaginn 8. maí. nk með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Alls munu um 150 liðsmenn bandaríska flughersins taka þátt í verkefninu.

Lesa meira

Veikur skipverji sóttur um borð í rússneskan togara - 3.5.2012

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA sótti í morgun veikan skipverja um borð í rússneska togarann IOSIF SHMELKIN. Fór þyrlan í loftið kl. 04:50 og var komið að skipinu kl. 06:00 þar sem sigmaður seig niður með börur ásamt þyrlulækni. Var sjúklingur undirbúinn fyrir flutning og síðan hífður um borð í þyrluna.

Lesa meira

Rússneskur togari óskar eftir aðstoð - 2.5.2012

GNA_E1F2236

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:25 aðstoðarbeiðni frá áhöfn rússnesks togara sem staðsettur er um 260 sjómílur frá Reykjavík. Var túlkur fenginn til aðstoðar í stjórnstöðinni og fengust þá þær upplýsingar frá lækni um borð að um væri að ræða veikan skipverja sem ekki væri lífshættulega veikur en samt sem áður yrði hann að komast á sjúkrahús.

Lesa meira

Strandveiðar hafnar að nýju - 2.5.2012

_MG_3255

Mikið var um að vera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag á fyrsta degi strandveiðanna en um kl. 07:00 í morgun voru um sjö hundruð skip í fjareftirliti en um kl. 15:30 hafði talan farið niður í 670 skip utan hafna.  Þurfa allir bátar sem fara til strandveiða að tilkynna Landhelgisgæslunni brottför og komu til hafnar. 

Lesa meira

Bátur sekkur skammt undan Látrabjargi - 1.5.2012

_MG_0566

Rétt fyrir klukkan níu í kvöld barst Landhelgisgæslunni neyðarkall frá fiskibátnum Lóu sem staðsettur var um 0,5  sml NV af Látrabjargi. Sagði hann nærstaddan bát, Krumma, vera kominn á hliðina og skipverji bátsins kominn í sjóinn.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir veikan sjómann - 1.5.2012

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í morgun veikan sjómann um borð í fiskiskip sem staðsett var við Grímsey.TF-GNA fór í loftið kl. 07:06 og var flogið beint á staðinn þar sem maðurinn var hífður um borð í þyrluna. Haldið var frá skipinu kl. 11:33 og lent við Landspítalann í Fossvogi um kl. 13:15.

Lesa meira

TF-LIF komin til landsins eftir skoðun í Noregi - 1.5.2012

LIF_2IMG_5316

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF, kom til Reykjavíkur eftir hádegi í dag eftir að hafa verið í skoðun sem fór fram í Noregi. Eflaust hefur koma þyrlunnar vakið athygli því þegar þyrlan kom til Reykjavíkur voru TF-GNA og TF-SYN að koma úr verkefnum og fylgdu þær TF-LIF inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Með komu TF-LIF til landsins er Landhelgisgæslan á ný með þrjár þyrlur til taks.

Lesa meira

TF-SIF í eftirliti á Reykjaneshrygg - 30.4.2012

SIF

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í dag í eftirlitsflug suður Reykjaneshrygg og suður fyrir efnahagslögsögumörkin til að kanna stöðuna á úthafskarfamiðum.  Sex rússnesk skráðir togarar voru að veiðum um 25 sjómílur fyrir utan lögsögumörkin og voru tveir spænskir togarar fyrir sunnan svæðið og stefndu á miðin.

Lesa meira

Varðskipið Ægir kemur með Torita til Reykjavíkur - 30.4.2012

P1010056

Síðdegis á sunnudag kom varðskipið Ægir með norska línuskipið TORITA til hafnar í Reykjavík en skipið varð vélarvana  um 500 sml SV af Garðskaga. Beiðni um aðstoð frá skipinu barst Landhelgisgæslunni á miðvikudag og hélt Ægir samstundis til aðstoðar. Eru hér myndir frá komunni til Reykjavíkur.

Lesa meira

Varðskipið Þór á leið til Íslands - 30.4.2012

2012-02-05-Thor-c

Varðskipið Þór, hélt síðdegis í gær frá Bergen í Noregi og kom snemma í morgun til eyjunnar Kvamsøya í Noregi. Þar tekur varðskipið pramma sem er í eigu Ístaks og verður hann dreginn til Íslands.

Lesa meira

Kveðjukaffi í Skógarhlíðinni - 27.4.2012

SS_Kaffi_Adal

Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar létu af störfum í dag eftir áratuga farsælt starf. Eru það þær Sjöfn Axelsdóttir, sem starfað hefur í 33 ár sem sjókortagerðarmaður hjá sjómælingadeild Landhelgisgæslunnar og Sigríður Ólafsdóttir sem annaðist mötuneyti Landhelgisgæslunnar á Seljavegi frá árinu 2003 og síðar ræstingar í Skógarhlíð.

Lesa meira

Varðskip dregur norskt línuskip til hafnar - 27.4.2012

Torita_IMG_3954-(7)

Upp úr klukkan fjögur í morgun tók varðskipið Ægir norska línuskipið TORITA í tog undan austurströnd Grænlands. Beiðni um aðstoð frá skipinu barst Landhelgisgæslunni á miðvikudag þegar það var statt um 500 sml SV af Garðskaga eða á mörkum íslenska leitar- og björgunarsvæðisins og þess grænlenska.

Lesa meira

Æfð viðbrögð og samhæfing vegna eldgoss á Jan Mayen - 25.4.2012

JanMayen_fra_beerenberg
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar (JRCC-Ísland) tók í dag tók þátt í æfingu með norskum samstarfsaðilum þar sem þjálfuð voru viðbrögð og samhæfing aðgerða vegna mögulegs eldgoss á Jan Mayen.  Lesa meira

Varðskip, flugvél og þyrla LHG í grennd þegar grásleppubátur strandaði - 23.4.2012

Strand230412_GSV_IMG_3553-(1)

Grásleppubátur með tvo menn um borð strandaði á boða í Hofsvík við Kjalarnes eftir hádegi í dag. Á sama tíma stóð yfir sameiginlega leitaræfing stjórnstöðvar, þyrlu, flugvélar og varðskips Landhelgisgæslunnar og voru því óvenjumargar gæslueiningar á svæðinu.

Lesa meira

Prufusigling Þórs gekk vel - 22.4.2012

2012-02-05-Thor-c

Varðskipið Þór fór í prufusiglingu í gær frá Bergen þar sem gerðar voru titrings- , eldsneytis- og hraðamælingar  á ýmsum hröðum og undir misjöfnu álagi. Rolls Royce í Noregi skipti nýverið um aðra aðalvél skipsins vegna titrings sem mældist í skipinu og er framkvæmdin öll á ábyrgð og kostnað Rolls Royce.

Lesa meira

Umfangsmikil leit að neyðarblysi sem sást á lofti úti fyrir Straumsvík - 21.4.2012

GNA_E1F2236

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl. 22:00 í gærkvöldi til tilkynning um neyðarblys sem sást á lofti úti fyrir Straumsvík. Leitinni var hætt klukkan 02:52 í nótt þegar leitarsvæðið hafði verið fínkembt og þótti ljóst að neyðarblysinu hafi verið skotið upp af landi.

Lesa meira

Sjúklingur sóttur um borð í togskip - 20.4.2012

GNA2

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 19:55 í gærkvöldi aðstoðarbeiðni vegna veikinda skipverja á íslensku togskipi sem var statt um 25 sml frá landi.   Þyrluvakt var kölluð út kl. 20:02 og fór TF-GNA í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 20:39.

Lesa meira

Þyrla sótti slasaðan svifdrekaflugmann - 19.4.2012

_MG_5772
Landhelgisgæslunni barst um kl. 15:00 í dag beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu eftir að sviffluga brotlenti suðvestur af Hveragerði. TF-GNA fór í loftið kl. 15:16 og flaug beint að slysstaðnum í klettabelti  Núpafjalls. Lesa meira

Færeyskur línubátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum - 19.4.2012

SYN

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN stóð í morgun færeyskan línubát að meintum ólöglegum veiðum innan hrygningarstoppssvæðis suður af Vestmannaeyjum. Var skipstjóra gert að ljúka við að draga línuna og halda síðan til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem skýrslutaka mun fara fram.

Lesa meira

Tímamót í samskiptum þyrluáhafnar við björgunaraðila á vettvangi - 16.4.2012

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Í dag urðu þau tímamót að varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga tengdu í fyrsta skipti samskipti þyrluáhafnar í sjúkraflugi, sem notar VHF talstöðvar og björgunaraðila á vettvangi með Tetra talstöðvar.

Lesa meira

Nýleg tóg var bundið við tundurduflið sem kom í veiðarfæri Sóleyjar Sigurjóns - 12.4.2012

12042012_DuflIMG_0007

Staðsetning duflsins sem kom í veiðarfæri togarans Sóleyjar Sigurjóns kom sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar nokkuð á óvart þegar tilkynningin barst Landhelgisgæslunni. Vitað er að tundurdufl voru lögð norðar á hafsvæðinu en ekki á þessu svæði . Þegar komið var um borð sást að nýlegt tóg var í auga á duflinu.

Lesa meira

Togveiðiskip fékk dufl í veiðarfærin - 11.4.2012

vlcsnap-2012-04-11-21h55m29s23

Landhelgisgæslunni barst snemma í morgun tilkynning frá togveiðiskipinu Sóleyju Sigurjóns sem fengið hafði dufl í veiðarfærin um 20 sml vestur af Reykjanestá. Þegar skipið kom að landi var áhöfnin send frá borði og var tundurduflið flutt í lögreglufylgd til eyðingar. Áhöfn Sóleyjar Sigurjóns sýndi hárrétt viðbrögð.

Lesa meira

Fjölþjóðleg björgunaræfing fór fram í dag - 10.4.2012

_MG_0566

Landhelgisgæslan tók í dag þátt í fjölþjóðlegu björgunaræfingunni Dynamic Mercy, sem til margra ára hefur farið fram með þátttöku stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar /JRCC Ísland og annarra björgunarmiðstöðva við Norður-Atlantshafið. Æfð voru viðbrögð við flugatviki þar sem lítil flugvél lenti í vandræðum og brotlenti í sjó.

Lesa meira

Norskt línuveiðiskip staðið að meintum ólöglegum veiðum - 9.4.2012

GNA2

Upp úr kl. 11:00 í morgun stóð áhöfn þyrlunnar TF-GNA  norskt línuveiðiskip að meintum ólöglegum veiðum í reglugerðarhólfi í Skeiðarárdýpi. Varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar höfðu komið auga á skipið í ferilvöktunarkerfum, þar sem það var statt inni í hinu lokaða hólfi og virtist vera að leggja línu.  TF-GNA sem var við að fara í eftirlitsflug var því beint á svæðið.

Lesa meira

TF-GNA kölluð út eftir óhapp í Flatey á Breiðafirði - 6.4.2012

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar,  TF-GNA var kölluð út kl. 13:48 í dag eftir að barn varð fyrir óhappi í Flatey á Breiðafirði. Farið var í loftið kl. 14:22 og flogið beint í Flatey þar sem lent var kl. 15:30.

Lesa meira

TF-SIF flýgur með vísindamenn - 3.4.2012

SIF_MG_2982

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í gær með vísindamenn yfir Öskjuvatn til að kanna aðstæður á svæðinu með  hitamyndavél,  eftirlits- og leitarratsjá fllugvélarinnar. Óskað var eftir aðstoð TF-SIF þar sem að í mars kom í ljós að Öskjuvatn var orðið íslaust, sem þykir óvanalegt.

Lesa meira

Alvarlega veikur sjómaður sóttur með þyrlu - 3.4.2012

_MG_5772

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:52 í gær beiðni um útkall þyrlu vegna alvarlegra veikinda um borð í fiskiskipi sem staðsett var um 75 sml. vestur af Öndverðarnesi. TF-GNA fór í loftið kl. 15:09 og var flogið beint að skipinu en þangað var komið kl 16:13.

Lesa meira

Batnandi veðurfari fylgir aukin sjósókn - 2.4.2012

Myndir_vardskipstur-004

Varðskipið Ægir fór í dag til eftirlits- og löggæslu á Íslandsmiðum en í gær kom varðskipið Týr til hafnar eftir tveggja mánaða fjarveru. Nokkuð annríki hefur verið hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag sem fylgst hefur með um 400 skipum og bátum á sjó.

Lesa meira

Dæmdir fyrir ólöglegar línuveiðar á friðuðu svæði - 2.4.2012

_MG_0632

Tveir skipstjórar línubáta voru nýlega dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða hvor um sig 400 þúsund króna sekt í Landhelgissjóð fyrir að hafa verið að ólöglegum línuveiðum á friðuðu svæði.

Lesa meira

Færeyskur línubátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum - 31.3.2012

_MG_0566

Landhelgisgæslan stóð í dag færeyskan línubát  að meintum ólöglegum veiðum inni í reglugerðarhólfi suðaustur af landinu.  Skipinu hefur verið vísað til hafnar þar sem lögregla mun taka skýrslu af skipstjóra.

Lesa meira

Loftrýmisgæslu lokið - 30.3.2012

F-4F_BaldurSveins-(1)

Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins sem framkvæmd var af flugsveit þýska flughersins við Ísland er nú formlega lokið en hún hófst þann 10. mars síðastliðinn. Fjórar 4 F orrustuþotur sem notaðar voru til gæslunnar flugu af landi brott í gær og í dag yfirgáfu landið um hundrað liðsmenn þýska flughersins sem unnu að verkefninu.

Lesa meira

Árangursríkt eftirlit Ægis - 30.3.2012

AegirEftirlitIMG_1038-(1)

Varðskipið Ægir hefur að undanförnu verið við eftirlit- og löggæslu á vestur- og norðurmiðum þar sem varðskipsmenn hafa farið til eftirlits um borð í 21 skip og báta á svæðinu. Í kjölfar skyndiskoðana hafa verið gefnar út 2 kærur vegna meintra ólöglegra veiða og 8 áminningar til skipstjóra, einnig hafa verið gefnar út 3 skyndilokanir í samráði við Hafrannsóknarstofnun.

Lesa meira

Flugvél frá NASA með aðsetur innan svæðis LHG á Keflavíkurflugvelli  - 29.3.2012

NASA-ER-2-Picture-5

Rannsóknarflugvél NASA Earth Resources (ER-2) verður næstu vikur hýst í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.  Flugvélin mun sinna rannsóknum í mikilli lofthæð yfir Grænlandi.

Lesa meira

Fallbyssuskot fannst í heimahúsi - 27.3.2012

IMG_0001

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar barst nýverið aðstoðarbeiðni frá lögreglunni vegna skothylkis sem þeim höfðu fengið í vörslu sína úr dánarbúi. Kom í ljós að um var að ræða 57 mm fallbyssuskot sem sprengjusveitin sótti og fór með til eyðingar.

Lesa meira

Hverfa þurfti frá æfingu vegna stöðurafmagns - 22.3.2012

Stodurafmagn
Óvenjumikið stöðurafmagn myndaðist nýverið þegar þyrla Landhelgisgæslunnar var við æfingar á ytri höfn Reykjavíkur í röku lofti og hundslappadrífu. Afar sjaldgæft er að svo mikið stöðurafmagn myndist en það getur þó gerst í ákveðnum veðurfarslegum skilyrðum. Lesa meira

Gefið út nýtt frímerki með mynd af TF-LIF við björgunarstörf - 22.3.2012

Bjorgun

Í dag kom út hjá Íslandspósti nýtt frímerki með mynd af þyrlunni TF-LIF við björgun sextán manna áhafnar fjölveiðiskipsins Baldvins Þorsteinssonar EA 10 þann 9. mars 2004. Þema Norðurlandafrímerkjanna 2012 er leitar-og björgunarþjónusta og er frímerkið gefið út af því tilefni.

Lesa meira

Þyrla kölluð út eftir alvarlegt slys um borð í togara - 21.3.2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 08:32 í morgun eftir að alvarlegt slys varð um borð í togara sem staðsettur var í Ísafjarðardjúpi. TF-GNA fór í loftið kl. 08:54 og flaug beint að skipinu og sigu sigmaður og læknir um borð.

Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna vélsleðaslyss - 18.3.2012

GNA_BaldurSveins

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 15:38 beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að vélsleðaslys varð í Flateyjardal milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Þyrluáhöfn var samstundis kölluð út og fór TF-GNA í loftið kl. 16:12.

Lesa meira

Þyrla LHG og björgunarfélagið á Höfn sækja menn á Vatnajökul - 18.3.2012

Snapshot-2-(18.3.2012-16-10)

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti á laugardag tvo erlenda ferðamenn á Vatnajökul eftir að þeir settu í gang neyðarsendi sem þeir höfðu fengið lánaðan hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Boðin frá sendinum  bárust til Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar kl. 21:51 og voru mennirnir komnir um borð í þyrluna kl. 01:41.

Lesa meira

TF-SIF greinir olíu vestan við landið - 15.3.2012

Oliuslikja15032012

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í eftirlitsflug í dag þar sem flogið var frá Reykjavík að Langanesi, Grímsey, N af Horni-, um Vestfirði og Faxaflóa. Í fluginu greindi eftirlitsbúnaður flugvélarinnar olíuslikju vestur af Snæfellsnesi og utan við Faxaflóa. Málið var tilkynnt til Umhverfisstofnunar og Siglingastofnunar og stendur rannsókn á uppruna olíunnar yfir.

Lesa meira

LHG tekur þátt í nýsköpunarverkefni OK Hull - 15.3.2012

OKHullbatur7

Íslenska fyrirtækið OK Hull afhenti nýverið séraðgerða- og sprengjueyðingasviði Landhelgisgæslunnar átta metra harðbotna slöngubát sem er frumgerð (prótótýpa) og verður prófaður við ýmsar aðstæður á næstu mánuðum. OK Hull hefur unnið að þróun á nýju skrokklagi sem sótt hefur verið um einkaleyfi á. Hönnunin byggir á skrokklagi sem bæði sparar eldsneyti, heggur ölduna mun minna og hefur almennt mýkri hreyfingar en bátar sem áður hafa verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni.

Lesa meira

Þór afhentur í byrjun apríl - 14.3.2012

2012-02-05-Thor-c
Samkvæmt upplýsingum frá Noregi eru viðgerðir Rolls Royce framleiðanda véla varðskipsins Þórs á áætlun. Gert er ráð fyrir að skipið verða tilbúið til afhendingar að nýju eftir vélaskipti, prófanir og úttektir flokkunarfélags í byrjun apríl.  Lesa meira

Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila haldinn - 12.3.2012

Skalva13jan11-163
Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara var haldinn sl. föstudag í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík. Á fundinum var m.a. fjallað um helstu björgunaraðgerðir ársins 2011 og hvaða lærdóm megi af þeim draga með það að markmiði að auka enn frekar öryggi sjófarenda og loftfara. Lesa meira

Tvö þyrluútköll í dag - 10.3.2012

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í tvígang kölluð út í dag. Voru útköllin vegna neyðarsendis sem hóf sendingar í morgun og í eftirmiðdaginn barst beiðni um sjúkraflug til Vestmannaeyja þar sem sjúkraflugvél Mýflugs tókst ekki að lenda vegna þoku. 

Lesa meira

TF-SIF í ískönnun við Vestfirði - tveir borgarísjakar við Horn - 8.3.2012

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og æfingaflug sem m.a. var nýtt til ískönnunar við Vestfirði. Þegar svæðið undan Horni var rannsakað með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar kom í ljós að á svæðinu eru tveir borgarísjakar

Lesa meira

Flestir treysta Landhelgisgæslunni - 5.3.2012

LHG_Frontex_SamvinnaAegirSif

Landhelgisgæslan nýtur traust 89,8% landsmanna samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í ár tóku 97% aðspurðra afstöðu til könnunarinnar og dreifist traustið nokkuð jafnt á milli kynja og aldurs aðspurðra. Virðist traust landsmanna til Landhelgisgæslunnar hafa aukist lítilsháttar milli ára

Lesa meira

Borgarísjaki við Horn - 4.3.2012

Borgarisjaki
Landhelgisgæslunni  hefur að undanförnu borist tilkynningar um borgarísjaka í grennd við Horn. Á föstudag var ísjakinn á stað 66°25,7n og 022°14,6v, og rak þá 130 gráður með 0,3 til 0,5 sml hraða en á laugardag kl. 19:00  var ísjakinn staðsettur á 66-15,8N 022-14,2V og sást vel í ratsjá. Lesa meira

TF-SYN skoðar loðnuflotann á Faxaflóa - 2.3.2012

Lodnuveidar2012_2

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN fór í sitt fyrsta löggsæslu- og eftirlitsflug í gær sem m.a. var notað til eftirlits með loðnuflotanum á Faxaflóa. Samtals voru um 12-14 skip á svæðinu frá Garðskaga að Malarrifi,  þar af þrjú færeysk skip og eitt grænlenskt.

Lesa meira

Þyrla danska flotans í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 29.2.2012

LynxIMG_5199

Lynx þyrla af danska varðskipinu Vædderen kom í vikunni til viðhalds í skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli en um er að ræða reglubundna skoðun þyrlunnar sem fram fer tvisvar á ári. Flugvirkjar danska flotans hafa um árabil fengið að nota aðstöðu Gæslunnar en um tíu manns fylgja þyrlunni að þessu sinni.

Lesa meira

Hálfu tonni af rusli safnað á svæði LHG við Keflavíkurflugvöll - 29.2.2012

NC2011_IMG_3404

Um helgina stóð yfir mikið hreinsunarátak innan öryggissvæðis Landhelgisgæslunnar við Keflavíkurflugvöll. Sundfélag Keflavíkur tók að sér verkefnið en mikið rusl hafði safnast upp víða um svæðið. Samtals safnaði íþróttafólkið um hálfu tonni af sorpi yfir helgina!

Lesa meira

Framkvæmdir við Þór á áætlun - 28.2.2012

thor_harstad

Samkvæmt upplýsingum frá Noregi eru framkvæmdir við varðskipið Þór á áætlun. Í vikunni verður lokið við að fjarlægja stjórnborðs aðalvél varðskipsins og verður varðskipið þá flutt í Bergen Group Shipyard þar sem hefst vinna við að koma fyrir nýrri aðalvél.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir mann í Landmannalaugar - 26.2.2012

ThyrlaA49E6661

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 10:52 í morgun eftir að beiðni um aðstoð hennar barst frá Neyðarlínunni vegna manns með bráðaofnæmi í Landmannalaugum. TF-GNA fór í loftið kl. 11:13 og var lent í Landmannalaugum kl.11:56.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla hefst að nýju - 26.2.2012

KEFIMG_0497

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný 5. mars nk. með komu flugsveitar þýska flughersins til landsins. Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Alls munu um 150 liðsmenn þýska flughersins taka þátt í verkefninu.

Lesa meira

Uppfærsla á fjarskiptabúnaði stjórnstöðvar - 21.2.2012

_IB_6321

Í dag hóf viðamikil uppfærsla á fjarskiptabúnaði stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar/vaktstöðvar siglinga. Byggir uppfærslan að töluverðu leyti á reynslu varðstjóra af rekstri kerfisins undanfarin fimm ár. Um er að ræða útskipti á miðbúnaði og öllum tölvum Frequentis fjarskiptakerfisins sem er liður í stýrðu viðhaldi búnaðarins.

Lesa meira

Stjórnvana skip í innsiglingu út frá Grindavík - 21.2.2012

_MG_6105b

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk um kl. 17:30 í dag kall í talstöð frá fiskiskipinu Páli-Jónssyni GK-007. Fram kom að skipið væri stjórnvana í innsiglingu út frá Grindavík með fjórtán manns í áhöfn, en gæti stýrt að einhverju leyti með hliðarskrúfum.

Lesa meira

Rífa byggingu sjónvarpsstöðvar varnarliðsins - 18.2.2012

KEF_Sjonv1

Innan öryggissvæðis Landhelgisgæslunnar við Keflavíkurflugvöll vinna nú verktakar að niðurrifi byggingar sem til ársins 2006 hýsti sjónvarpsstöð bandaríska varnarliðsins en byggingin er ónýt.

Lesa meira

Rolls Royce ákveður að skipta um aðra aðalvél varðskipsins Þórs - 18.2.2012

IMG_0185

Rolls Royce framleiðandi véla varðskipsins Þórs hefur ákveðið að skipta um aðra aðalvél skipsins þar sem ekki hefur tekist að finna orsakir titrings sem verið hefur í vélinni umfram staðla vélaframleiðandans.  Samkvæmt verkplani Rolls Royce mun skipið verða tilbúið til afhendingar að 6 vikum liðnum frá 20. febrúar að telja eða þann 2. apríl nk.

Lesa meira

Þrír menn í sjálfheldu á Eyjafjallajökli - þyrla LHG kölluð út - 17.2.2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:20 í kvöld beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu vegna þriggja einstaklinga í sjálfheldu í Grýtutindum sem eru  í vestanverðum Eyjafjallajökli. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru einnig kallaðar út en vegna veðurs var erfitt fyrir þær að komast á staðinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 21:54 og verður hún kominn á staðinn um kl. 22:30

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð út vegna veikinda um borð í loðnuskipi - 16.2.2012

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl 14:20 í dag vegna alvarlegra veikinda um borð í loðnuskipi sem  statt var við Ingólfshöfða. Fór TF-GNA í loftið kl. 14:31 og var haldið beint á staðinn. Komið var að skipinu kl. 15:30. Sigmaður og læknir sigu um borð og var sjúklingur undirbúinn fyrir flutning.

Lesa meira

Landhelgisgæslan verður vör við óvenjulegt siglingalag Brúarfoss - 16.2.2012

Bruarfoss

Um kl. 03:00 í nótt höfðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar samband við flutningaskipið Brúarfoss þar sem skipið var statt V-af Garðskaga í hefðbundinni siglingaleið í um 6 sjómílna fjarlægð frá landi. Tóku varðstjórar eftir í ferilvöktunarkerfum að skipið var komið á rek. Kom þá í ljós að skipið átti við vélavandamál að stríða og unnið var að mati á aðstæðum um borð.

Lesa meira

Eftirlits- og ferilsvöktunarkerfi kynnt í Mið-Ameríku - 13.2.2012

LHG_Frontex_SamvinnaAegirSif

Vegna sérþekkingar á sviði samræmdra eftirlits- og ferilsvöktunarkerfa fær Landhelgisgæslan reglulega boð víða að úr heiminum þar sem óskað er eftir kennslu og fyrirlestrum varðandi  uppbyggingu, skipulag og árangur sem náðst hefur í notkun þeirra. Eru kerfin m.a. notuð í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Varðstjórar sitja námskeið hjá Isavia - 10.2.2012

IsaviaNamskeid

Varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar - JRCC Ísland (Joint Rescue Coordination Centre) hafa að undanförnu setið námskeið hjá ISAVIA sem heitir OACC alerting JRCC. Er þar fjallað um samskipti JRCC við flugstjórnarmiðstöðina þegar háski steðjar að í flugi.

Lesa meira

112-dagurinn haldinn um allt land 11. febrúar - 10.2.2012

112-dagurinn verður haldinn um allt land laugardaginn 11. febrúar. Landhelgisgæslan tekur þátt í dagskrá sem verður í Smáralind en einnig verða kynningar hjá viðbragðsaðilum um allt land. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það.

Lesa meira

Aðstoðarbeiðni barst frá bresku strandgæslunni vegna ferðamanna á Vatnajökli - 8.2.2012

FalmouthMRCC

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 00:44 í nótt aðstoðarbeiðni frá bresku strandgæslunni í Falmouth vegna breskra ferðamanna sem staðsettir voru á Vatnajökli. Höfðu mennirnir lent í slæmu veðri, tjald þeirra skemmst og óskuðu þeir eftir aðstoð eða brottflutningi.

Lesa meira

TF GNA kölluð út í sjúkraflug til Vestmannaeyja - 8.2.2012

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:15 í gærkvöldi beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla yrði kölluð út vegna barns sem var alvarlega veikt í Vestmannaeyjum. Vegna slæmra veðurskilyrða var ekki hægt fyrir flugvélar að lenda í Vestmannaeyjum.

Lesa meira

Þyrlan TF-SYN skiptir sköpum varðandi björgunargetu Landhelgisgæslunnar - 7.2.2012

SYN

TF-SYN kom til landsins sunnudagkvöldið 5. febrúar sl. en þyrlan hefur verið leigð til leitar, björgunar og eftirlitsstarfa Landhelgisgæslunnar. Eins og fram hefur komið er þyrlan TF-LIF í stórri skoðun í Noregi og væntanleg hingað til lands í byrjun apríl.  Leitað var leiða til að brúa það bil sem þá myndast er aðeins ein þyrla er til taks.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir slasaðan ferðamann á Sprengisand - 6.2.2012

GNA_E1F2236

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:36 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um útkall þyrlu vegna erlends ferðamanns sem var handlegsbrotinn við Vegamótavatn, austan Hofshjökuls. Fór þyrlan í loftið kl. 11:21 og var flogið norður í Reykholt og þaðan vel norður fyrir jökla vegna hvassviðris á svæðinu

Lesa meira

TF-SYN lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld - 5.2.2012

SYN_Koma

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF SYN lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar  kl. 21:30 í kvöld eftir um fjögurra klukkustunda flug frá Færeyjum. TF-SYN er af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS-332 L1, sömu tegundar og TF LIF og TF GNA.

Lesa meira

TF-GNA kölluð út vegna vélsleðaslyss - 5.2.2012

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:06 beiðni frá Neyðarlínunni um þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna vélsleðaslyss sem varð við Skálafell. TF-GNA var þá í eftirlitsflugi við suðurströndina og fór strax til aðstoðar. Komið var á staðinn kl. 14:30 og sigu sigmaður og læknir þyrlunnar niður þar sem ekki var hægt að lenda á staðnum.

Lesa meira

Þór siglir til Noregs - 3.2.2012

Rolls-Royce-marine

Rolls Royce í Noregi sem er framleiðandi vélbúnaðar í Þór hefur tekið ákvörðun um að varðskipið Þór sigli til Bergen í Noregi næstkomandi sunnudag til að ljúka framkvæmdum vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins. Áætlað er að skipið komi til Bergen á miðvikudag og er gert ráð fyrir að verkið takið fjórar vikur.

Lesa meira

SYN væntanleg til landsins - 2.2.2012

SYN1_Stavanger

Þyrlan TF SYN sem leigð hefur verið til leitar-, björgunar- og eftirlitsstarfa Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Noregi í morgun. Flugið gekk vel en flogið var frá Stavanger kl. 08:15 og lent í Færeyjum um hádegið.

Lesa meira

Leikskólaheimsókn í flugskýlið - 2.2.2012

VidivIMG_2298-(3)

Það var skemmtilegur hópur frá leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði sem heiðraði flugdeild Landhelgisgæslunnar með nærveru sinni í morgun. Börnin og leikskólakennarar skoðuðu þyrluna TF-GNA og tóku síðan lagið fyrir starfsfólk flugdeildar.

Lesa meira

Rolls Royce ákveður að Þór skuli siglt til Bergen - 1.2.2012

RR_engine1

Nú síðdegis í dag ákvað Rolls Royce framleiðandi vélbúnaðar í varðskipinu Þór að skipinu skuli siglt til Bergen í Noregi til að ljúka megi framkvæmdum vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins.
Nú þegar hefur verið hafist handa við undirbúning ferðarinnar sem væntanlega verður á allra næstu dögum. 


Lesa meira

Framkvæmdir Rolls Royce við vélbúnað Þórs hafa enn ekki borið árangur - 1.2.2012

Þor Vestmeyjar AS

Eins og fram hefur komið fóru í desember sl. fram titringsmælingar á vélum varðskipsins Þórs vegna ábyrgðar á vélbúnaði skipsins. Kom þá í ljós óeðlilega mikill titringur á annarri aðalvél varðskipsins. Í kjölfarið sendi Rolls Royce í Noregi sem er framleiðandi vélanna, fulltrúa sína hingað til lands.

Lesa meira

Skemmtiferðaskip sigli tvö saman um lítt könnuð svæði - 30.1.2012

TyrMalta_5187

Siglingar skemmtiferðaskipa um Norðurslóðir hafa aukist jafnt og þétt á sl. árum og hefur verið lagt til að skemmtiferðaskip sigli tvö og tvö saman til að auðveldara sé að bregðast við stórslysi hliðstæðu því sem varð nýlega þegar skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði við Ítalíu. Til að gera sér grein fyrir stærð skipsins má hér sjá myndir af varðskipinu Tý við hlið Costa Concordia í höfn Valetta á Möltu sumarið 2011.

Lesa meira

Neyðarkall barst frá íslensku togskipi við Noreg - 25.1.2012

_IB_6324

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:14 neyðarkall frá íslensku togskipi með fjóra menn um borð sem var staðsett innan norskrar lögsögu eða 150 sml NV af Álasundi í Noregi. Á sama tíma hvarf skipið úr ferilvöktunarkerfum. Var samstundis haft samband við norsku björgunarmiðstöðina í Bodö.

Lesa meira

TF-LÍF í Noregi - 25.1.2012

LIFIMG_0216

TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar hefur frá 13. janúar sl. verið staðsett í Noregi þar sem verið er að framkvæma á henni stóra skoðun, svokallaða G-skoðun. Starfsmenn úr Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar taka þátt í verkinu og segja þeir framkvæmdina hafa gengið vel.

Lesa meira

Samningur undirritaður um leigu á þyrlu - 19.1.2012

ThyrlaDSC00059

Í dag var undirritaður leigusamningur til 12 mánaða um leigu á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna en eins og komið hefur fram voru tilboð vegna leigu á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna opnuð hjá Ríkiskaup þann  19. desember sl. Mun þyrlan fá einkennisstafina TF SÝN. 

Lesa meira

Kynning á gegnumlýsingarbifreið tollstjórans - 17.1.2012

IMG_8928

Starfsmenn tollstjórans kynntu nýverið fyrir starfsmönnum Landhelgisgæslunnar gegnumlýsingarbifreið sem tekin var til notkunar í byrjun árs 2009. Bifreiðin er notuð til að gegnumlýsa stærri hluti,  allt upp í flutningagáma,  á hafnarsvæðum og flugvöllum landsins.

Lesa meira

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar með kynningu á móti norrænna jarðfræðinga - 15.1.2012

Baldur-2

Sjómælingasvið, í samstarfi við Orkustofnun, tók í vikunni þátt í 30. vetrarmóti norrænna jarðfræðinga sem haldið var í Hörpu.  Birt voru tvö plaköt sem sýna dýptarmælingar og hafsbotnsmyndir af Hvalfirði annars vegar og Kollafirði hins vegar

Lesa meira

Hæstiréttur heimsótti Þór - 15.1.2012

Thor_RVK_32

Dómarar og starfsfólk Hæstaréttar Íslands heimsótti nýverið varðskipið Þór og fengu þau kynningu á möguleikum varðskipsins í björgunar-, eftirlits-, og löggæsluaðgerðum.

Lesa meira

Loðnuveiðar Norðmanna hafnar - 13.1.2012

lodna_jpg_640x800_sharpen_q95

Samkvæmt varðstjórum Landhelgisgæslunnar höfðu í gærmorgun þrír norskir loðnubátar meldað sig til veiða innan íslensku efnahagslögsögunnar. Hafa þau ekki tilkynnt um afla en samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er norskum skipum heimilt að veiða 49.002 tonn af loðnu á tímabilinu frá 10. janúar til 15. febrúar 2012.

Lesa meira

Unnið að greiningu vélbúnaðar - 13.1.2012

Lífið um borð í Þór

Í desember fóru fram mælingar á vélbúnaði, vegna ábyrgðar varðskipsins Þórs, kom þá í ljós titringur á annarri aðalvél skipsins.  Fór Landhelgisgæslan fram á við framleiðendur vélanna, sem er Rolls Royce í Noregi,  að sendir yrðu fulltrúar þeirra til þess að kanna hver orsökin gæti verið, enda leggur Landhelgisgæslan á það mikla áherslu að nýta ábyrgðartíma vélanna sem eru 18 mánuðir.

Lesa meira

Þyrla LHG fann manninn sem leitað var að við Helgafell - 12.1.2012

TFLIF13042009-(7)-2

Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma úr eftirlits- og gæsluflugi síðdegis í dag barst beiðni frá lögreglu um að þyrlan tæki þátt í leit að manni við Helgafell. Fór þyrlan á svæðið og fann viðkomandi kl. 16:15 eftir skamma leit.

Lesa meira

Leki kom að bát út af Rittá - 12.1.2012

_IB_6324

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:08 í morgun aðstoðarbeiðni á rás 16 frá bát með tvo menn um borð, sem staddur var út af Rittá, nærri Grænuhlíð. Komið hafði upp leki í vélarrúmi og unnu mennirnir að því að dæla handvirkt úr bátnum.

Lesa meira

Nýmyndun hafíss greindist með eftirlitsbúnaði TF-SIF - 11.1.2012

IR-20120111-153811-0000-007

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í dag eftirlitsflug um Austfjarðamið, Norður og Vestur með Norðurlandi, fyrir Vestfirði og suður að Reykjanesi. M.a. var mæld staðsetning hafíss á Vestfjarðamiðum.

Lesa meira

Ný kort gefin út af Sjómælingasviði - 10.1.2012

Kort1

Landhelgisgæsla Íslands – Sjómælingasvið hefur gefið út tvö ný sjókort, nr. 10 og 15, ásamt nýrri útgáfu af Kort 1 – Tákn og skammstöfunum í íslenskum sjókortum.

Lesa meira

Tilboði tekið um leigu á þyrlu - 9.1.2012

ThyrlaDSC00059

Ákveðið hefur verið að taka tilboði Knut Axel Ugland Holding AS um leigu á þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1, sem er sömu tegundar og björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LIF og TF-GNA.

Lesa meira

Spilvír þyrlunnar slitnaði rétt fyrir hífingu - 9.1.2012

Við æfingu TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar og varðskipsins Ægis um helgina slitnaði spilvír þyrlunnar rétt áður en hífa átti mann úr sjó. Samkvæmt verklagsreglum Landhelgisgæslunnar var æfingunni hætt og samstundis kallað til fundar. Engan sakaði við atvikið sem talið er að sé hið eina sinnar tegundar í sögu flugdeildar Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Sprengjusveit eyðir tundurdufli á Héraðssandi - 6.1.2012

2Tundurdufl-06.01.2012-009

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi fyrir hádegi í dag dufli sem fannst við Selfljótsós á sunnanverðum Héraðssandi. Um var að ræða tundurdufl frá seinni heimstyrjöldinni.

Lesa meira

Heimildarmynd um þyrlusveit LHG frumsýnd á netinu - 6.1.2012

Sif úrin afhent

Nýverið var frumsýnd á netinu heimildarmyndin Útkall Alpha sem fjallar um þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands, þyrlukost LHG og viðbragðstíma áhafna í ALPHA útköllum. Heimildarmyndin kom út á netinu þann 22. desember.

Lesa meira

Enginn lét lífið á sjó árið 2011 - 4.1.2012

Mannbjörg á Faxaflóa

Enginn íslenskur sjómaður fórst í sjóslysi við Ísland á árinu 2011 sem eru gleðileg tíðindi fyrir Landhelgisgæsluna og alla þá sem koma að sjóbjörgunarmálum á Íslandi. Þeirra á meðal eru varðstjórar Landhelgisgæslunnar innan stjórnstöðvar/vaktstöðvar siglinga, sem eru á vakt allan sólarhringinn árið um kring.

Lesa meira

Fyrirlestur um eldsvoðann um borð í Goðafossi - 4.1.2012

Godafoss07

Einar Örn Jónsson, slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði höfuðborgasvæðisins hélt í morgun fróðlegan fyrirlestur um borð í varðskipinu Þór þar sem hann fjallaði um eldsvoðann sem varð í Goðafossi þann 30. október 2010. Börðust skipverjar við mikinn eld í skorsteinshúsi skipsins, í aftakaveðri milli Íslands og Færeyja.

Lesa meira

Þyrluáhöfn LHG með kynningu hjá Samherja - 3.1.2012

_MG_5819

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var nýverið með kynningu fyrir skipstjórnarmenn og aðra starfsmenn Samherja á Akureyri þar sem m.a. var spjallað um öryggismál og móttöku á þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Sprunga í framrúðu við flugtak TF-GNA - 3.1.2012

Við flugtak TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun kom sprunga í framrúðu þyrlunnar. Ákveðið var að snúa þyrlunni til flugvallar og skoða skemmdirnar. Leyfilegt er að nota þyrluna í neyðar- og björgunarflug en von er á nýrri rúðu til landsins á morgun, miðvikudag.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica