Fréttir

Þyrla danska flotans í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 29.2.2012

LynxIMG_5199

Lynx þyrla af danska varðskipinu Vædderen kom í vikunni til viðhalds í skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli en um er að ræða reglubundna skoðun þyrlunnar sem fram fer tvisvar á ári. Flugvirkjar danska flotans hafa um árabil fengið að nota aðstöðu Gæslunnar en um tíu manns fylgja þyrlunni að þessu sinni.

Lesa meira

Hálfu tonni af rusli safnað á svæði LHG við Keflavíkurflugvöll - 29.2.2012

NC2011_IMG_3404

Um helgina stóð yfir mikið hreinsunarátak innan öryggissvæðis Landhelgisgæslunnar við Keflavíkurflugvöll. Sundfélag Keflavíkur tók að sér verkefnið en mikið rusl hafði safnast upp víða um svæðið. Samtals safnaði íþróttafólkið um hálfu tonni af sorpi yfir helgina!

Lesa meira

Framkvæmdir við Þór á áætlun - 28.2.2012

thor_harstad

Samkvæmt upplýsingum frá Noregi eru framkvæmdir við varðskipið Þór á áætlun. Í vikunni verður lokið við að fjarlægja stjórnborðs aðalvél varðskipsins og verður varðskipið þá flutt í Bergen Group Shipyard þar sem hefst vinna við að koma fyrir nýrri aðalvél.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir mann í Landmannalaugar - 26.2.2012

ThyrlaA49E6661

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 10:52 í morgun eftir að beiðni um aðstoð hennar barst frá Neyðarlínunni vegna manns með bráðaofnæmi í Landmannalaugum. TF-GNA fór í loftið kl. 11:13 og var lent í Landmannalaugum kl.11:56.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla hefst að nýju - 26.2.2012

KEFIMG_0497

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný 5. mars nk. með komu flugsveitar þýska flughersins til landsins. Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Alls munu um 150 liðsmenn þýska flughersins taka þátt í verkefninu.

Lesa meira

Uppfærsla á fjarskiptabúnaði stjórnstöðvar - 21.2.2012

_IB_6321

Í dag hóf viðamikil uppfærsla á fjarskiptabúnaði stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar/vaktstöðvar siglinga. Byggir uppfærslan að töluverðu leyti á reynslu varðstjóra af rekstri kerfisins undanfarin fimm ár. Um er að ræða útskipti á miðbúnaði og öllum tölvum Frequentis fjarskiptakerfisins sem er liður í stýrðu viðhaldi búnaðarins.

Lesa meira

Stjórnvana skip í innsiglingu út frá Grindavík - 21.2.2012

_MG_6105b

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk um kl. 17:30 í dag kall í talstöð frá fiskiskipinu Páli-Jónssyni GK-007. Fram kom að skipið væri stjórnvana í innsiglingu út frá Grindavík með fjórtán manns í áhöfn, en gæti stýrt að einhverju leyti með hliðarskrúfum.

Lesa meira

Rífa byggingu sjónvarpsstöðvar varnarliðsins - 18.2.2012

KEF_Sjonv1

Innan öryggissvæðis Landhelgisgæslunnar við Keflavíkurflugvöll vinna nú verktakar að niðurrifi byggingar sem til ársins 2006 hýsti sjónvarpsstöð bandaríska varnarliðsins en byggingin er ónýt.

Lesa meira

Rolls Royce ákveður að skipta um aðra aðalvél varðskipsins Þórs - 18.2.2012

IMG_0185

Rolls Royce framleiðandi véla varðskipsins Þórs hefur ákveðið að skipta um aðra aðalvél skipsins þar sem ekki hefur tekist að finna orsakir titrings sem verið hefur í vélinni umfram staðla vélaframleiðandans.  Samkvæmt verkplani Rolls Royce mun skipið verða tilbúið til afhendingar að 6 vikum liðnum frá 20. febrúar að telja eða þann 2. apríl nk.

Lesa meira

Þrír menn í sjálfheldu á Eyjafjallajökli - þyrla LHG kölluð út - 17.2.2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:20 í kvöld beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu vegna þriggja einstaklinga í sjálfheldu í Grýtutindum sem eru  í vestanverðum Eyjafjallajökli. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru einnig kallaðar út en vegna veðurs var erfitt fyrir þær að komast á staðinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 21:54 og verður hún kominn á staðinn um kl. 22:30

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð út vegna veikinda um borð í loðnuskipi - 16.2.2012

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl 14:20 í dag vegna alvarlegra veikinda um borð í loðnuskipi sem  statt var við Ingólfshöfða. Fór TF-GNA í loftið kl. 14:31 og var haldið beint á staðinn. Komið var að skipinu kl. 15:30. Sigmaður og læknir sigu um borð og var sjúklingur undirbúinn fyrir flutning.

Lesa meira

Landhelgisgæslan verður vör við óvenjulegt siglingalag Brúarfoss - 16.2.2012

Bruarfoss

Um kl. 03:00 í nótt höfðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar samband við flutningaskipið Brúarfoss þar sem skipið var statt V-af Garðskaga í hefðbundinni siglingaleið í um 6 sjómílna fjarlægð frá landi. Tóku varðstjórar eftir í ferilvöktunarkerfum að skipið var komið á rek. Kom þá í ljós að skipið átti við vélavandamál að stríða og unnið var að mati á aðstæðum um borð.

Lesa meira

Eftirlits- og ferilsvöktunarkerfi kynnt í Mið-Ameríku - 13.2.2012

LHG_Frontex_SamvinnaAegirSif

Vegna sérþekkingar á sviði samræmdra eftirlits- og ferilsvöktunarkerfa fær Landhelgisgæslan reglulega boð víða að úr heiminum þar sem óskað er eftir kennslu og fyrirlestrum varðandi  uppbyggingu, skipulag og árangur sem náðst hefur í notkun þeirra. Eru kerfin m.a. notuð í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Varðstjórar sitja námskeið hjá Isavia - 10.2.2012

IsaviaNamskeid

Varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar - JRCC Ísland (Joint Rescue Coordination Centre) hafa að undanförnu setið námskeið hjá ISAVIA sem heitir OACC alerting JRCC. Er þar fjallað um samskipti JRCC við flugstjórnarmiðstöðina þegar háski steðjar að í flugi.

Lesa meira

112-dagurinn haldinn um allt land 11. febrúar - 10.2.2012

112-dagurinn verður haldinn um allt land laugardaginn 11. febrúar. Landhelgisgæslan tekur þátt í dagskrá sem verður í Smáralind en einnig verða kynningar hjá viðbragðsaðilum um allt land. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það.

Lesa meira

Aðstoðarbeiðni barst frá bresku strandgæslunni vegna ferðamanna á Vatnajökli - 8.2.2012

FalmouthMRCC

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 00:44 í nótt aðstoðarbeiðni frá bresku strandgæslunni í Falmouth vegna breskra ferðamanna sem staðsettir voru á Vatnajökli. Höfðu mennirnir lent í slæmu veðri, tjald þeirra skemmst og óskuðu þeir eftir aðstoð eða brottflutningi.

Lesa meira

TF GNA kölluð út í sjúkraflug til Vestmannaeyja - 8.2.2012

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:15 í gærkvöldi beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla yrði kölluð út vegna barns sem var alvarlega veikt í Vestmannaeyjum. Vegna slæmra veðurskilyrða var ekki hægt fyrir flugvélar að lenda í Vestmannaeyjum.

Lesa meira

Þyrlan TF-SYN skiptir sköpum varðandi björgunargetu Landhelgisgæslunnar - 7.2.2012

SYN

TF-SYN kom til landsins sunnudagkvöldið 5. febrúar sl. en þyrlan hefur verið leigð til leitar, björgunar og eftirlitsstarfa Landhelgisgæslunnar. Eins og fram hefur komið er þyrlan TF-LIF í stórri skoðun í Noregi og væntanleg hingað til lands í byrjun apríl.  Leitað var leiða til að brúa það bil sem þá myndast er aðeins ein þyrla er til taks.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir slasaðan ferðamann á Sprengisand - 6.2.2012

GNA_E1F2236

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:36 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um útkall þyrlu vegna erlends ferðamanns sem var handlegsbrotinn við Vegamótavatn, austan Hofshjökuls. Fór þyrlan í loftið kl. 11:21 og var flogið norður í Reykholt og þaðan vel norður fyrir jökla vegna hvassviðris á svæðinu

Lesa meira

TF-SYN lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld - 5.2.2012

SYN_Koma

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF SYN lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar  kl. 21:30 í kvöld eftir um fjögurra klukkustunda flug frá Færeyjum. TF-SYN er af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS-332 L1, sömu tegundar og TF LIF og TF GNA.

Lesa meira

TF-GNA kölluð út vegna vélsleðaslyss - 5.2.2012

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:06 beiðni frá Neyðarlínunni um þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna vélsleðaslyss sem varð við Skálafell. TF-GNA var þá í eftirlitsflugi við suðurströndina og fór strax til aðstoðar. Komið var á staðinn kl. 14:30 og sigu sigmaður og læknir þyrlunnar niður þar sem ekki var hægt að lenda á staðnum.

Lesa meira

Þór siglir til Noregs - 3.2.2012

Rolls-Royce-marine

Rolls Royce í Noregi sem er framleiðandi vélbúnaðar í Þór hefur tekið ákvörðun um að varðskipið Þór sigli til Bergen í Noregi næstkomandi sunnudag til að ljúka framkvæmdum vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins. Áætlað er að skipið komi til Bergen á miðvikudag og er gert ráð fyrir að verkið takið fjórar vikur.

Lesa meira

SYN væntanleg til landsins - 2.2.2012

SYN1_Stavanger

Þyrlan TF SYN sem leigð hefur verið til leitar-, björgunar- og eftirlitsstarfa Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Noregi í morgun. Flugið gekk vel en flogið var frá Stavanger kl. 08:15 og lent í Færeyjum um hádegið.

Lesa meira

Leikskólaheimsókn í flugskýlið - 2.2.2012

VidivIMG_2298-(3)

Það var skemmtilegur hópur frá leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði sem heiðraði flugdeild Landhelgisgæslunnar með nærveru sinni í morgun. Börnin og leikskólakennarar skoðuðu þyrluna TF-GNA og tóku síðan lagið fyrir starfsfólk flugdeildar.

Lesa meira

Rolls Royce ákveður að Þór skuli siglt til Bergen - 1.2.2012

RR_engine1

Nú síðdegis í dag ákvað Rolls Royce framleiðandi vélbúnaðar í varðskipinu Þór að skipinu skuli siglt til Bergen í Noregi til að ljúka megi framkvæmdum vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins.
Nú þegar hefur verið hafist handa við undirbúning ferðarinnar sem væntanlega verður á allra næstu dögum. 


Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica