Fréttir

Áhöfn Þórs við eftirlit á Reykjaneshrygg - 30.6.2012

2012-02-05-Thor-c

Varðskipið ÞÓR  var nýverið við eftirlitsstörf á NEAFC svæðinu (North East Atlantic Fisheries Commission)  á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg. Þegar komið var á svæðið voru þar tuttugu erlendir togarar,  eitt erlent flutningaskip, eitt erlent olíuskip og tólf íslenskir togarar.

Lesa meira

Þrír bátar staðnir af ólöglegum handfæraveiðum - 21.6.2012

_MG_5772

Undanfarinn misseri hefur Landhelgisgæslan þurft að hafa talsverð afskipti af bátum sem hafa verið á veiðum inn í skyndilokunum.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar LHG eyddu fjórum tonnum af flugeldum - 20.6.2012

Flugeldaeyding

Séraðgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar eyddi í dag fjórum tonnum af útrunnum flugeldum fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörgu. Var flugeldunum eytt í Sandgrifjum við Stapafell. Eins og nærri má geta varð brennan mikil og litskrúðug. Hér eru myndir og myndbrot af staðnum. 

Lesa meira

Skúta óskar eftir aðstoð í Meðallandsbugt - 20.6.2012

GNA_E1F2236

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:14 aðstoðarbeiðni frá skútu, með tvo menn um borð sem rekur í átt að landi í Meðallandsbugt . Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til aðstoðar. Einnig hafa björgunarsveitir á landi hafa verið kallaðar út auk þess sem björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Vestmannaeyjum og á Höfn eru á leiðinni á staðinn.

Lesa meira

Þyrluáhöfn LHG æfir með þýskum herskipum á Faxaflóa - 19.6.2012

19062012_Aefing3

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var í morgun við æfingar með þýsku herskipunum Frankfurt og Emden á Faxaflóa. Með báðum skipunum voru æfðar hífingar, aðflugi stjórnað frá skipinu með þeirri tækni sem notuð er í mjög litlu skyggni og lending á  þyrlupalli. Var þyrlan fest niður, sleppt og tekið á loft.

Lesa meira

Landhelgisgæslan fagnar skýrslu Ríkisendurskoðunar - 19.6.2012

LHG_Frontex_SamvinnaAegirSif

Í gær kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar sem varðar verkefni Landhelgisgæslunnar erlendis.  Landhelgisgæslan fagnar útkomu skýrslunnar sem er góð og gagnleg.  Í henni kemur meðal annars fram að verkefnum Landhelgisgæslunnar erlendis hafi fylgt faglegur og fjárhagslegur ávinningur fyrir Landhelgisgæsluna.

Lesa meira

Þyrla LHG bjargar manni sem fór í sjóinn - 17.6.2012

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 22:11 beiðni um útkall þyrlu frá lögreglunni í Borgarnesi og 112 eftir að  bátur sem var í skemmtisiglingu fann konu á skeri utan við Borgarnes en faðir hennar sem var með henni í siglingu lenti í sjónum. TF-LÍF fór í loftið kl. 22:37 og fann hún manninn í sjónum kl. 23:09.

Lesa meira

Varðskipið Þór heimsótti Færeyjar - 16.6.2012

ThOR_faereyjar

Varðskipið Þór heimsótti Færeyjar í lok vikunnar og var samstarfaaðilum Landhelgisgæslunnar,  Íslendingafélaginu og almenningi boðið að skoða skipið. Um 570 manns komu um borð og var mikil og góð stemmning.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við slökkvistörf - 16.6.2012

16062012_LHG_slokkvistorf
Landhelgisgæslunni barst kl. 14:25 beiðni frá slökkviliði  höfuðborgarsvæðisins um aðstoð við að slökkva gróðurelda við Ásfjall í Hafnarfirði. Fór TF-LlF í loftið kl. 14:45 og var flogið með slökkviskjólu að Ásfjalli. Í aðgerðinni sótti þyrlan sjö sinnum vatn í Hvaleyrarvatn og sprautaði yfir eldinn Tókst aðgerðin mjög vel og gekk  greiðlega að slökkva eldinn á skömmum tíma. Lesa meira

Sameiginlegt eftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu gengur vel - 15.6.2012

OKHullbatur6

Landhelgisgæslan og Fiskistofa hafa frá því í vor unnið saman að eftirliti með veiðum skipa á Breiðafirði með harðbotna slöngubátnum Flóka sem Landhelgisgæslan hefur í prófunum fyrir íslenska skipaframleiðandann OK Hull. Smábátum sem stunda veiðar á Breiðafirði hefur fjölgað mikið með tilkomu strandveiða og mun meiri sókn er á grásleppuveiðar.

Lesa meira

Ráðningu flugmanna á flugvél Landhelgisgæslunnar lokið - 11.6.2012

SIF1_2012

Stöður flugmanna á flugvél og þyrlur hjá Landhelgisgæslu Íslands voru auglýstar lausar til umsóknar í janúar sl. og rann umsóknarfrestur út 7. febrúar.  Hefur nú verið lokið við ráðningu á flugvél Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Kvennasmiðjan heimsótti varðskip - 11.6.2012

2012-02-05-Thor-c

Hópur nemenda frá Kvennasmiðjunni sem starfrækt er á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar heimsótti nýverið varðskip Landhelgisgæslunnar. Kvennasmiðjan er hugsuð fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24 - 45 ára og miðar að því að bæta lífgæði þátttakenda og styðja þá út á vinnumarkað eða í frekara nám.

Lesa meira

Mikil sjósókn - 11.6.2012

Stjornstod3

Að sögn varðstjóra Landhelgisgæslunnar voru um níuhundruð skip og bátar í fjareftirlitskerfum um níu leitið í morgun en u.þ.b. þrír fjórðu hlutar þeirra voru smærri bátar. Miklir álagspunktar geta komið upp hjá varðstjórum stjórnstöðvarinnar snemma á morgnana og síðdegis þegar bátar tilkynna sig úr og í höfn.

Lesa meira

Sjóbjörgunaræfing á Húsavík - 9.6.2012

_MG_3807

Æfing vegna bruna í hvalaskoðunarskipi stóð yfir á Húsavík í dag.  Æfingin hófst með því að neyðarkall barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar laust fyrir klukkan 09:00 þar sem tilkynnt var um eld um borð í hvalaskoðunarskipi á Skjálfanda skammt utan Húsvíkur.

Lesa meira

Veikur skipverji sóttur á Reykjaneshrygg - 9.6.2012

LHG_utkall03052012-(9)

Landhelgisgæslunni barst um kl. 09:00 í morgun aðstoðarbeiðni frá rússneskum togara. Kallað var á aðstoð túlks sem flutti boð milli þyrlulæknis og skipstjóra. Talið var nauðsynlegt að sækja skipverjann og fór þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF frá Reykjavík um kl. 13:00.

Lesa meira

Sjóslysaæfing á Skjálfanda og Húsavík - 8.6.2012

_IB_3032

Almannavarnanefnd Þingeyinga og embætti Lögreglustjórans á Húsavík standa fyrir sjóslysaæfingu á Skjálfanda og á Húsavík laugardaginn 9. júní nk. í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæsluna.

Lesa meira

Rýnifundur vegna Dynamic Mercy - 8.6.2012

_MG_0566

Í vikunni var haldinn rýnifundur vegna æfingarinnar Dynamic Mercy fór fram í apríl síðastliðnum. Var æfingin tvískipt og með þáttöku þjóða við Norður Atlantshaf. Þær þjóðir sem aðila áttu á fundinum voru auk Íslands, Noregur, Bretland, Danmörk, Færeyjar, Grænland, Belgía, Holland, Þýskaland og Rússland. Atlantshafsbandalagið tók einnig þátt í æfingunni

Lesa meira

Mikill árangur hefur náðst í rafmagnssparnaði - 7.6.2012

Gunnolfsvfjall

Með samstöðu starfsmanna á ratsjárstöðvunum fjórum og á umsjónarsvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur náðst mikill árangur milli ára í rafmagnssparnaði. Nemur heildarlækkun rafmagnskostnaðar frá janúar 2011 til apríl 2012 rúmum sex milljónum króna.

Lesa meira

Maðurinn fundinn á Skeiðarárjökli - 5.6.2012

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann um kl. 16:50 manninn sem leitað var að á Skeiðarárjökli og sendi út neyðarboð kl. 13:34 í dag. Var maðurinn heill á húfi og amaði ekkert að honum en hann villtist á svæðinu og gerði hárrétt með að senda út neyðarboðin.

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð til leitar á Skeiðarárjökli - 5.6.2012

Jokull_thyrlaLHG

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:34 neyðarboð frá gerfihnattaneyðarsendi með staðsetningu á austanverðum Skeiðarárjökli. Eftir að staðfesting hafði fengist á boðunum var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til leitar og fer hún á staðinn með undanfara SL. Auk þess voru björgunarsveitir á Suðausturlandi kallaðar út.

Lesa meira

Áhöfn v/s ÞÓR þjálfar notkun olíuhreinsibúnaðar - 5.6.2012

CIMG0886

Að undanförnu hefur áhöfn varðskipsins ÞÓR m.a. þjálfað notkun olíuhreinsibúnaðar og olíuvarnargirðingar varðskipsins sem ekki hefur áður verið í notkun hér á landi en sænska strandgæslan og norska strandgæslan að hluta, hefur notað hliðstæðan búnað með góðum árangri.

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð út eftir slys í Stykkishólmi - 4.6.2012

GNA2

Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF var að undirbúast fyrir eftirlitsflug síðdegis í dag barst beiðni frá 112 um aðstoð þyrlunnar eftir að eldri maður slasaðist í Stykkishólmi. Fór þyrlan í loftið kl. 18:51 og lenti á flugvellinum í Stykkishólmi kl. 19:30.

Lesa meira

Eyddu dýnamíti sem var skilað inn til Sorpu - 4.6.2012

Undirbúin eyðing á gömlu dýnamíti

Séraðgerða- og sprengjueyðingasviði Landhelgisgæslunnar barst á föstudag tilkynning frá Sorpu um að þeim hefði borist gamalt dýnamít sem hafði verið skilið eftir í söfnunargámi Sorpu á landsbyggðinni og var það síðan flutt með sendiferðabíl til Reykjavíkur.

Lesa meira

Fjögur þúsund og fimmhundruð manns heimsóttu varðskipið Þór - 3.6.2012

SjomannadagurTHOR8

Varðskipið Þór var opið til sýnis um helgina í tilefni sjómannadagsins og Hátíðar hafsins. Mikið líf og fjör var um borð og voru samtals 3100 manns sem komu um borð til að skoða skipið, spjölluðu við áhöfnina og kynntu sér getu,  tækni og búnað varðskipsins.

Lesa meira

Slasaður sjómaður sóttur um borð í norskan togara - 3.6.2012

Thyrla_stjornklefi

Landhelgisgæslunni barst í morgun tilkynning um slasaðan sjómann um borð í norskum togara sem staddur var á Reykjaneshrygg eða 220 sjómílur úti fyrir landinu. Ákveðið var að skipið myndi sigla á móti þyrlunni sem fór í loftið kl. 17:27 og mætti skipinu um kl. 19:00 þegar það var um 145 sjómílur suður af Reykjanesi.

Lesa meira

Minningarathöfn og messa á Sjómannadeginum - 3.6.2012

03062012_Minnisv10

Athöfn fór fram í morgun við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur flutti ritningarorð og bæn. Lagðir voru blómsveigar að minnisvarðanum og starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. 

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica