Fréttir

Annáll Landhelgisgæslunnar árið 2013 - 31.12.2013

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Að baki er viðburðaríkt ár í starfi Landhelgisgæslunnar og má hér sjá dæmi um þau fjölbreyttu verkefni sem unnin af starfsmönnum á árinu 2013.

Lesa meira

Athygli vakin á hárri sjávarstöðu og lágum loftþrýstingi dagana eftir áramót - 30.12.2013

Sjavarhaed_flod

Landhelgisgæslan vill vekja athygli á hárri sjávarstöðu eftir áramót samfara fremur lágum loftþrýstingi.Flóðspá gerðir ráð fyrir 4,5 metra flóðhæð í Reykjavík dagana 2. jan. kl 06:46, 3. jan. kl. 07:32 og 4. jan. kl. 08:19. Ef loftþrýstingur verður um 970 mb má gera ráð fyrir flóðhæð verði nálægt 4,9 metrum í Reykjavík.

Lesa meira

TF-LIF sótti slasaðan vélsleðamann á Lyngdalsheiði - 28.12.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF sótti í dag mann sem slasaðist á vélsleða í Langadal suður af Skjaldbreið. Farið var í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 14:08 og lent á slysstað kl. 14:32.

Lesa meira

Eitt íslenskt skip á sjó - búist við stormi á flestum miðum - 23.12.2013

Aðeins var eitt íslenskt skip á sjó í morgun samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga. Búist er við stormi, þ.e. meira en 20 m/sek á flestum miðum og mikilli ísingu á Grænlandssundi og Norðurdjúpi. Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér aðvörun vegna norðanhvassviðris eða storms um jólahátíðina.

Lesa meira

Tilkynning barst um blikkljós við Vattarnes - 20.12.2013

_MG_0632

Landhelgisgæslunni barst í nótt tilkynning um sjö hvít blikkljós sem sáust nærri Vattarnesbót við Reyðarfjörð. Virtist ljósið vera nærri yfirborði sjávar og blikkuðu þau stöðugt. Engin ljósmerki á þessu svæði eru merkt í kort Landhelgisgæslunnar en þó kom til greina að ljósin kæmu frá línubát sem var búin að vera á svæðinu.

Lesa meira

Jólastund starfsmanna haldin í flugskýlinu - 19.12.2013

Í gær var haldin jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Halldór Halldórsson, staðarumsjónarmaður við ratsjárstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli las upp úr jólaguðspjallinu og Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri minntist þeirra samstarfsfélaga sem létust á árinu.  Þá fengu heiðursafmælisbörn ársins afhentar gjafir. Að því loknu kom sönghópurinn Lyrika og söng svo sannarlega jólin inn fyrir Landhelgisgæsluna.

Lesa meira

Ákveðið að hætta leit á sjó - björgunarsveitarmenn ganga fjörur - 17.12.2013

_MG_0659

Ákveðið hefur verið að leit verði hætt á sjó að skipverjanum sem féll útbyrðis af flutningaskipinu Alexia síðdegis á sunnudag. Þessi ákvörðun var tekin í morgun í samráði við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og lögreglu eftir að farið var yfir leitarferla og önnur gögn sem snúa að leitinni. Áfram verður leitað á landi og munu björgunarsveitarmenn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar ganga fjörur á svæðinu.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun taka þátt í leitinni - 16.12.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun á morgun taka þátt í leit að skipverja sem er saknað af erlenda flutningaskipinu Alexiu sem kom til Reyðarfjarðar í gærkvöldi. Leitin hefur ekki borið árangur og var síðdegis ákveðið í samráði við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og lögreglu að fresta áframhaldandi leit til morguns.

Lesa meira

Leit haldið áfram fyrir utan Reyðarfjörð - 16.12.2013

Í morgun var leit hafin að nýju að skipverja sem er saknað af erlendu flutningaskipi sem kom til Reyðarfjarðar í gær. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi eru við leit. Björgunarskipin Hafbjörg frá Norðfirði og Sveinbjörn frá Vopnafiði, auk harðbotna björgunarbáta frá öllu sveitum á svæðinu, eru notuð við leitina sem beinist einkum að svæðinu fyrir utan Reyðarfjörð, í kringum og suður af Seley. Vettvangsstjórn er í umsjón Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi.

Lesa meira

Skipverja saknað af erlendu flutningaskipi - 15.12.2013

_MG_0566

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:25 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Alexia sem var að koma inn til hafnar á Reyðarfirði. Skipverja var saknað og talið hugsanlegt að hann hefði fallið fyrir borð.  Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu voru samstundis kölluð út til leitar.  Auk þess var haft samband við nærstödd skip og þau beðin um að taka þátt í leitinni. Mjög slæmt veður er á svæðinu og stórt leitarsvæði.

Lesa meira

TF-SIF tekur þátt í björgunaraðgerð á Miðjarðarhafi - 11.12.2013

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar sinnir þessa dagana landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins (EU), Frontex. Um síðastliðna helgi kom flugvélina að björgunaraðgerð á svæðinu þar sem 100 sýrlenskum flóttamönnum var bjargað en fjallað var um atvikið í ítölskum fjölmiðlum á sunnudag.

Lesa meira

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts - 9.12.2013

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts stofnana á sviði réttarfars og dómsmála kemur fram í nýrri könnun MMR – Markaðs og miðlarannsókna. Samkvæmt könnuninni bera átta af hverjum tíu mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan er stolt af þessari niðurstöðu og þakkar traustið.

Lesa meira

Samstarf milli stofnana við stafrænar landupplýsingar - 2.12.2013

Nýverið undirrituðu fulltrúar Matvælastofnunar, Landhelgisgæslu, Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu viljayfirlýsingu um samstarf við að uppfylla lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Næstu tvo mánuði er áformuð frekari vinna vegna verkefnisins og er gert ráð fyrir að tillögur um lausn verði lagðar til í febrúar 2014.

Lesa meira

Framhald síldaraðgerða metið eftir helgi - 30.11.2013

Þor_Akureyri

Framhald fælingaraðgerða með hvellhettum í Kolgrafafirði í gær staðfesti fyrri reynslu af að slíkar aðgerðir séu árangursríkar í því skyni að smala síld. Veðurskilyrði í firðinum í gær gerðu mönnum hins vegar mjög erfitt fyrir og tókst ekki að smala allri þeirri síld sem stefnt var að út fyrir brú.

Lesa meira

Aðgerðir standa yfir í Kolgrafarfirði - 28.11.2013

Upp úr kl.15:00 í dag hófust tilraunir með að nota svokallað „Thunderflash“ til að fæla síld úr Kolgrafafirði.  Thunderflash eru smásprengjur eða litlar hvellhettur  sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara upp úr sjónum.  Hvellhetturnar framkalla hávaða og titring neðansjávar og mun líklega engin verða var við neitt á yfirborðinu. Fyrstu upplýsingar frá vettvangi gefa til kynna að þessi aðferð sé að skila árangri.

Lesa meira

Smásprengjum beitt við síldarfælingar í Kolgrafafirði - 27.11.2013

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur tekið yfir samhæfingu aðgerða vegna síldarinnar sem nú er í Kolgrafafirði. Ákveðið hefur verið að ráðast í fælingaraðgerðir með smásprengjum í firðinum í því skyni að hrekja síldina sem þar er nú út úr firðinum. Landhelgisgæslan mun sjá um framkvæmd þeirra aðgerða, sem gert er ráð fyrir að fari fram á morgun, fimmtudaginn 28. nóvember. Varðskipið Þór mun annast vettvangsstjórn á sjó vegna aðgerðanna.

Lesa meira

Komin út lokaskýrsla vegna æfingarinnar SAREX Greenland 2013 - 27.11.2013

Nýverið voru gefnar út lokaniðurstöður vegna leitar- og björgunaræfingarinnar SAREX Greenland Sea 2013, sem fór fram í september, norðaustarlega á Grænlandshafi. Var þetta í annað sinn sem æfingin er haldin á grunni samkomulags Norðurskautsríkjanna um öryggi á Norðurslóðum. Þær þjóðir Norður Heimskautsráðsins sem sendu leitar- og björgunaraðila á svæðið auk Íslands voru Grænland, Danmörk, Kanada, Noregur og Bandaríkin.

Lesa meira

Hafís fyrir vestan land - 26.11.2013

Hafis-1
Nokkrar tilkynningar um hafís hafa að undanförnu borist Landhelgisgæslunni.Ísjaki sást um

11 sml NNA af Furufjarðarnúp og auk þess er ísspöng með miklu af íshrafli og/eða lausum ís í 43 sjómílna fjarlægð N-af Horni. Áætluð lengd hennar u.þ.b. 2-3 sjómílur og breidd 1 - 1,5 sml. Einnig er gisinn ís talsvert nær landinu. Hafísinn sést illa eða ekki á ratsjá og getur valdið hættu.

Lesa meira

Björgunaræfing haldin um borð í varðskipinu Týr - 18.11.2013

Nýverið var haldin björgunaræfing um borð í varðskipinu Týr sem er nú staðsett á Akureyri. Í æfingunni var varðskipið í hlutverki strandaðs skips með 25 manna áhöfn sem hlaut ýmiskonar áverka við strand skipsins.

Lesa meira

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa - 17.11.2013

Landhelgisgæslan tók í morgun þátt í athöfn sem fór fram við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í tilefni af alþjóðlegum minningardegi, þar sem minnst er þeirra sem látist hafa í umferðinni.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var viðstödd athöfnina ásamt fulltrúum viðbragðsaðila. Landsmenn eru hvattir til að nota daginn til að leiða hugann að minningu þeirra sem hafa látist í umferðinni

Lesa meira

Mikilvægi Sifjar við björgunaraðgerðir - myndir úr eftirlitsbúnaði af Goðafoss - 11.11.2013

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu í Reykjavík eftir að hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum vegna flutningaskipsins Goðafoss. Sif er afar mikilvægt eftirlits- og björgunartæki og um borð er lykilbúnaður við leit, björgun, löggæslu sem og eftirlit innan íslenska hafsvæðisins.

Lesa meira

Björgunareiningar Landhelgisgæslunnar kallaðar tilbaka eftir samráð við Eimskip - 11.11.2013

Eftir samráð Landhelgisgæslunnar og Eimskips vegna björgunaraðgerða flutningaskipsins Goðafoss hefur verið ákveðið að kalla tilbaka björgunareiningar Landhelgisgæslunnar. Flugvélin Sif kom á staðinn upp úr klukkan níu og er hún nú á leið til Reykjavíkur. Varðskipið Þór og þyrlurnar Líf og Gná eru einnig á leið tilbaka. Færeyska varðskipinu Brimil hefur verið snúið aftur til Færeyja.

Lesa meira

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar við flutningaskipið  Goðafoss - 11.11.2013

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar er nú við flutningaskipið  Goðafoss 70 sml V-af Færeyjum og kannar vettvang. Í framhaldinu mun flugvélin kanna aðstæður á flugleið þyrlna Landhelgisgæslunnar frá vettvangi að Höfn í Hornafirði,  ef þörf verður á aðkomu þeirra. Skipið heldur sjó og er ástandið stöðugt.

Lesa meira

Staðan fljótlega endurmetin með Eimskip. Goðafoss heldur sjó og ástand stöðugt.  - 11.11.2013

SIF_MG_1474

Landhelgisgæslan hefur nú fengið þær upplýsingar frá áhöfn Goðafoss að þeim hefur tekist að slökkva allan eld í skipinu. Verið er að meta skemmdir og unnið að því að ná fullu afli á aðalvél. Skipið heldur sjó og ástandið stöðugt. Staðan verður fljótlega endurmetin með Eimskip.Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar verður yfir Goðafossi um klukkan 09:00. Þyrlur LHG eru í viðbragðsstöðu á Höfn og varðskipið Þór er á leið fyrir Garðskaga.

Lesa meira

Varðskipið Þór siglir til aðstoðar Goðafossi - 11.11.2013

Varðskipið Þór er nú á leið til aðstoðar flutningaskipinu Goðafossi en Landhelgisgæslunni barst í nótt beiðni um aðstoð eftir að eldur kom upp í skipinu sem var staðsett um 70 sjómílur V – af Færeyjum á leið til Íslands. Áhöfn Goðafoss telur að þeim hafi tekist að slökkva eldinn og er nú unnið að kælingu.

Lesa meira

Eldur kom upp í íslensku flutningaskipi - 11.11.2013

Landhelgisgæslunni barst í nótt tilkynning frá flutningaskipinu Goðafossi um að eldur hefði komið upp í skorsteinshúsi skipsins og var unnið var að slökkvistörfum um borð. Skipið var staðsett um 70 sjómílur V – af Færeyjum á leið til Íslands. Þrettán manns eru í áhöfn skipsins auk þriggja farþega.

Lesa meira

Minnast áhafnar þyrlunnar TF-RAN sem fórst fyrir þrjátíu árum - 8.11.2013

Í dag minnist Landhelgisgæslan þess að þrjátíu ár eru liðin síðan Rán, þyrla Landhelgisgæslunnar fórst skömmu eftir flugtak frá varðskipinu Óðni undan Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug í morgun yfir Jökulfirði og kastaði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar út blómakransi til minningar um áhöfn þyrlunnar.

Lesa meira

Þór heldur með skipið Fernanda á Grundartanga - 6.11.2013

Í samráði við Faxaflóahafnir og Umhverfisstofnun hefur verið ákveðið að draga skipið Fernanda til hafnar á Grundartanga.  Varðskipið Þór er þegar lagt af stað og er að áætlað að skipin verði komin til hafnar upp úr klukkan eitt í dag.

Lesa meira

Unnið að hreinsun og kælingu flutningaskipsins Fernöndu - 5.11.2013

Áhöfn varðskipsins Þórs og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa í morgun verið um borð í flutningaskipinu Fernöndu. Enginn eldur er sjáanlegur og er skipið að kólna. Ákveðið hefur verið að halda eftir-slökkvistörfum áfram í dag, þ.e. hreinsun og kælingu skipsins. Á morgun, miðvikudag, verður  ákvörðun tekin um framhaldið

Lesa meira

Enginn eldur eða reykur sjáanlegur um borð í Fernöndu - 4.11.2013

Í dag hefur áhöfn varðskipsins Þórs og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins kannað aðstæður um borð í flutningaskipinu Fernöndu og virðist enginn eldur eða reykur vera lengur til staðar.  Skipið er að kólna og mældist hiti í skipinu hvergi hærri en 40 gráður með hitamyndavél slökkviliðsins. Ákveðið hefur verið að varðskipið Þór haldi með Fernöndu inn fyrir Garðskaga og leiti vars fyrir ríkjandi vindum.

Lesa meira

Aðstæður kannaðar um borð í Fernöndu - 4.11.2013

Fyrir skömmu lauk öðrum samráðsfundi aðila sem hafa komið að mati og ákvörðunum varðandi framvindu mála vegna eldsvoðans um borð í flutningaskipinu Fernanda.   Að sögn áhafnar varðskipsins Þórs og slökkviliðsmanna eru ágætar aðstæður á staðnum og munu nú slökkviliðsmenn fara um borð í skipið til nákvæmari skoðunar.

Lesa meira

Nú er nýlokið samráðsfundi vegna Fernanda - 3.11.2013

Nú er nýlokið samráðsfundi þeirra aðila sem hafa komið að mati og ákvörðunum varðandi framvindu mála vegna eldsvoðans um borð í flutningaskipinu Fernanda en þeir eru fulltrúar Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Hafrannsóknarstofnunar, Samgöngustofu, hafnaryfirvalda Faxaflóahafna og Hafnarfjarðarhafnar, lögreglu, eigenda skipsins og tryggingafélags. 

Lesa meira

Þór vinnur áfram að kælingu Fernöndu - 3.11.2013

Varðskipið Þór er enn með flutningaskipið Fernöndu í togi 66 sjómílur vestur af Garðsskaga. Í gær var sjó sprautað á skrokk flutningaskipsins til að kæla hann og er talið að eldurinn sé slokknaður. Enginn reykur stígur frá skipinu en mikil gufa myndast þegar vatni er sprautað á það sem bendir til að skipið sé mjög heitt. Hvassviðri er spáð þegar líður á daginn og er því áætlað að draga skipið inn fyrir Garðskaga í Faxaflóa.

Lesa meira

Varðskipið Þór enn við slökkvistörf - staðan svipuð og fyrr í dag - 2.11.2013

Varðskipið Þór er enn við slökkvistörf vestur af Faxaflóa, vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda. Staðan er svipuð og fyrr í dag.

Lesa meira

Aðgerðum við Fernanda haldið áfram - leitast við að draga úr hættu á mengun - 2.11.2013

Varðskipið Þór er enn með flutningaskipið Fernanda á sömu slóðum og í gærkvöldi þ.e vestur af Faxaflóa en telst það svæði samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun fjarri hrygningarstofnum og veiðisvæðum. 

Lesa meira

Flutningaskipið Fernanda dregið vestur af Faxaflóa - 1.11.2013

Varðskipið Þór hefur nú dregið flutningaskipið Fernanda vestur af Faxaflóa, á svæði þar sem skipið telst fjarri hrygningarstofnum og veiðisvæðum samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar.  Þá er allnokkuð dýpi á þessum slóðum.  Staðsetningin er í samræmi við ákvörðun sem tekin var á samráðsfundi Landhelgisgæslu, Hafrannsóknarstofnunar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar nú fyrr í dag.

Lesa meira

Flugvélin Sif komin til landsins eftir gæslu- og eftirlitsverkefni fyrir Frontex - 1.11.2013

SIF_MG_1474

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar kom til landsins síðdegis eftir að hafa verið við gæslu- og eftirlit fyrir Landamæraeftirlitsstofnun Evrópusambandsins, Frontex frá byrjun október. Flugvélin hefur skilað miklum árangri á tímabilinu.

Lesa meira

Þór gengur vel að draga flutningaskipið Fernanda - 1.11.2013

Varðskipið Þór siglir nú í norðvestur með flutningaskipið Fernanda í togi og gengur dráttur skipsins vel. Siglt er á u.þ.b. sex mílna hraða en eins og komið hefur fram er markmiðið að komast á svæði þar sem vindátt er hagstæð miðað við hugsanlegt rek á skipinu. Einnig er horft til þess að lágmarka áhættu á að skipið sökkvi með hliðsjón af umhverfisvá en fyrst og síðast að tryggja öryggi allra þeirra aðila sem koma að aðgerðinni.

Lesa meira

Reynt að lágmarka hættu á umhverfisslysi - 1.11.2013

Rétt í þessu var að ljúka samráðsfundi Landhelgisgæslu, Hafrannsóknarstofnunar, Umhverfisstofnunar og Samgöngustofu þar sem ákveðin voru næstu skref vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda. 

Lesa meira

Þór kominn með Fernanda frá landi - næstu skref metin - 1.11.2013

Varðskipið Þór er nú með flutningaskipið Fernanda í togi eftir að eldur blossaði aftur upp í skipinu nokkru eftir komuna til Hafnarfjarðar. Þór er á góðri stefnu og siglir 10 mílur til að halda reyk sem mest frá landi og varðskipinu.

Lesa meira

Varðskipið Þór undirbýr að draga Fernanda aftur frá bryggju - eldur blossaði aftur upp í skipinu - 1.11.2013

Varðskipið Þór kom með flutningaskipið Fernanda til hafnar í morgun og hafði ferðin gengið vel.  Skömmu eftir komuna blossaði eldur aftur upp um borð í Fernanda og var um mikinn eld og reyk að ræða.

Lesa meira

Varðskipið Þór kominn með Fernanda til hafnar - 1.11.2013

Varðskipið Þór kom með flutningaskipið Fernanda til Hafnarfjarðar um klukkan níu í morgun. Landhelgisgæslan, lögregla og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinna saman að aðgerðum í Hafnarfjarðarhöfn. Varðskipið sprautar á skipið utanvert en fjölmennt lið slökkviliðs vinnur að slökkvistörfum frá landi en milli þrjátíu og fjörutíu manns taka þátt í slökkvistarfinu.

Lesa meira

Varðskipið Þór hefur tekið Fernanda í tog - 31.10.2013

Varðskipið Þór hefur nú tekið flutningaskipið Fernanda í tog og mun draga það til Hafnarfjarðar.  Varðskipsmenn og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru um borð í Fernanda fyrr í dag til að tryggja aðstæður áður en hafist var handa við að draga skipið af vettvangi.

MYNDIR FRÁ SLÖKKVISTARFINU

Lesa meira

Varðskipinu Þór hefur tekist að draga verulega úr eldi um borð í Fernanda - 31.10.2013

Varðskipið Þór hefur síðan í gærkvöldi verið við slökkvistörf á vettvangi og stýrt aðgerðum vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda suður af Vestmannaeyjum en áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNA  tókst giftusamlega að bjarga ellefu manna áhöfn skipsins um borð í þyrluna í gærdag.

Lesa meira

Varðskipið Þór vinnur að slökkvistörfum á vettvangi - 30.10.2013

Varðskipið Þór kom að flutningaskipinu Fernanda klukkan 21:15 í kvöld þar sem það er staðsett suður af Surtsey. Ennþá logar vel í skipinu og er mikill hiti til staðar. Varðskipið mun nota slökkvibyssur við að kæla skipið að utanverðu næstu klukkustundirnar og er Lóðsinn frá Vestmannaeyjum ennþá á staðnum. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan stýrir aðgerðum á vettvangi - 30.10.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF hefur síðdegis í dag verið á vettvangi flutningaskipsins Fernanda og er varðskipið Þór er á leiðinni á staðinn með slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að skipið verði komið á staðinn síðar í kvöld. Verða þá aðstæður metnar en Lóðsinn í Vestmannaeyjum er á staðnum og sprautar sjó yfir eldinn sem virðist vera í rénun.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði áhöfn Fernanda - 30.10.2013

Þyrlan TF-GNA hefur nú bjargað áhöfn flutningaskipsins Fernanda eða samtals 11 manns um borð og eru allir heilir á húfi. Fólkið verður flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Varðskipið Þór er á leiðinni á staðinn með slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Lesa meira

Þyrlur Landhelgisgæslunnar komnar á staðinn - 30.10.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA kom að skipinu kl. 14:35 og er þyrlan TF-LÍF við það að koma á staðinn. Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er rétt  ókomið. Lóðsinn í Vestmannaeyjum svo og önnur skip á svæðinu stefna á staðinn. Brú skipsins er sögð vera alelda og eru skipverjar komnir út á dekk skipsins. Þá er varðskipið Þór á leiðinni á staðinn.

Lesa meira

Útkall vegna flutningaskips í vandræðum - 30.10.2013

Landhelgisgæslan heyrði upp úr kl. 14:00 í fjarskiptum að erlent flutningaskip með 11 manns um borð væri í vandræðum suður af Vestmannaeyjum. Haft var samband við skipið og kom þá í ljós að eldur hafði komið upp í vélarrúmi og réðu skipverjar illa við hann. Skipstjóri óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að rýma skipið.

Lesa meira

Flutningaskip fékk á sig brotsjó - 30.10.2013

Landhelgisgæslunni barst í gærkvöldi neyðarboð frá íslensku flutningaskipi  sem var fulllestað á siglingu norðvestur af Snæfellsnesi. Samstundis var haft samband við skipið og hafði skipið þá fengið á sig brotsjó og björgunarbátur skipsins losnað frá. Varðstjórar höfðu samband við nærstödd skip og tókst öðru þeirra að ná björgunarbátnum um borð.  Engar skemmdir urðu á skipinu en neyðarsendir björgunarbátsins fór í gang þegar hann fór útbyrðis.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica