Fréttir

Annáll Landhelgisgæslunnar árið 2013 - 31.12.2013

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Að baki er viðburðaríkt ár í starfi Landhelgisgæslunnar og má hér sjá dæmi um þau fjölbreyttu verkefni sem unnin af starfsmönnum á árinu 2013.

Lesa meira

Athygli vakin á hárri sjávarstöðu og lágum loftþrýstingi dagana eftir áramót - 30.12.2013

Sjavarhaed_flod

Landhelgisgæslan vill vekja athygli á hárri sjávarstöðu eftir áramót samfara fremur lágum loftþrýstingi.Flóðspá gerðir ráð fyrir 4,5 metra flóðhæð í Reykjavík dagana 2. jan. kl 06:46, 3. jan. kl. 07:32 og 4. jan. kl. 08:19. Ef loftþrýstingur verður um 970 mb má gera ráð fyrir flóðhæð verði nálægt 4,9 metrum í Reykjavík.

Lesa meira

TF-LIF sótti slasaðan vélsleðamann á Lyngdalsheiði - 28.12.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF sótti í dag mann sem slasaðist á vélsleða í Langadal suður af Skjaldbreið. Farið var í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 14:08 og lent á slysstað kl. 14:32.

Lesa meira

Eitt íslenskt skip á sjó - búist við stormi á flestum miðum - 23.12.2013

Aðeins var eitt íslenskt skip á sjó í morgun samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga. Búist er við stormi, þ.e. meira en 20 m/sek á flestum miðum og mikilli ísingu á Grænlandssundi og Norðurdjúpi. Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér aðvörun vegna norðanhvassviðris eða storms um jólahátíðina.

Lesa meira

Tilkynning barst um blikkljós við Vattarnes - 20.12.2013

_MG_0632

Landhelgisgæslunni barst í nótt tilkynning um sjö hvít blikkljós sem sáust nærri Vattarnesbót við Reyðarfjörð. Virtist ljósið vera nærri yfirborði sjávar og blikkuðu þau stöðugt. Engin ljósmerki á þessu svæði eru merkt í kort Landhelgisgæslunnar en þó kom til greina að ljósin kæmu frá línubát sem var búin að vera á svæðinu.

Lesa meira

Jólastund starfsmanna haldin í flugskýlinu - 19.12.2013

Í gær var haldin jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Halldór Halldórsson, staðarumsjónarmaður við ratsjárstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli las upp úr jólaguðspjallinu og Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri minntist þeirra samstarfsfélaga sem létust á árinu.  Þá fengu heiðursafmælisbörn ársins afhentar gjafir. Að því loknu kom sönghópurinn Lyrika og söng svo sannarlega jólin inn fyrir Landhelgisgæsluna.

Lesa meira

Ákveðið að hætta leit á sjó - björgunarsveitarmenn ganga fjörur - 17.12.2013

_MG_0659

Ákveðið hefur verið að leit verði hætt á sjó að skipverjanum sem féll útbyrðis af flutningaskipinu Alexia síðdegis á sunnudag. Þessi ákvörðun var tekin í morgun í samráði við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og lögreglu eftir að farið var yfir leitarferla og önnur gögn sem snúa að leitinni. Áfram verður leitað á landi og munu björgunarsveitarmenn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar ganga fjörur á svæðinu.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun taka þátt í leitinni - 16.12.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun á morgun taka þátt í leit að skipverja sem er saknað af erlenda flutningaskipinu Alexiu sem kom til Reyðarfjarðar í gærkvöldi. Leitin hefur ekki borið árangur og var síðdegis ákveðið í samráði við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og lögreglu að fresta áframhaldandi leit til morguns.

Lesa meira

Leit haldið áfram fyrir utan Reyðarfjörð - 16.12.2013

Í morgun var leit hafin að nýju að skipverja sem er saknað af erlendu flutningaskipi sem kom til Reyðarfjarðar í gær. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi eru við leit. Björgunarskipin Hafbjörg frá Norðfirði og Sveinbjörn frá Vopnafiði, auk harðbotna björgunarbáta frá öllu sveitum á svæðinu, eru notuð við leitina sem beinist einkum að svæðinu fyrir utan Reyðarfjörð, í kringum og suður af Seley. Vettvangsstjórn er í umsjón Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi.

Lesa meira

Skipverja saknað af erlendu flutningaskipi - 15.12.2013

_MG_0566

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:25 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Alexia sem var að koma inn til hafnar á Reyðarfirði. Skipverja var saknað og talið hugsanlegt að hann hefði fallið fyrir borð.  Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu voru samstundis kölluð út til leitar.  Auk þess var haft samband við nærstödd skip og þau beðin um að taka þátt í leitinni. Mjög slæmt veður er á svæðinu og stórt leitarsvæði.

Lesa meira

TF-SIF tekur þátt í björgunaraðgerð á Miðjarðarhafi - 11.12.2013

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar sinnir þessa dagana landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins (EU), Frontex. Um síðastliðna helgi kom flugvélina að björgunaraðgerð á svæðinu þar sem 100 sýrlenskum flóttamönnum var bjargað en fjallað var um atvikið í ítölskum fjölmiðlum á sunnudag.

Lesa meira

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts - 9.12.2013

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts stofnana á sviði réttarfars og dómsmála kemur fram í nýrri könnun MMR – Markaðs og miðlarannsókna. Samkvæmt könnuninni bera átta af hverjum tíu mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan er stolt af þessari niðurstöðu og þakkar traustið.

Lesa meira

Samstarf milli stofnana við stafrænar landupplýsingar - 2.12.2013

Nýverið undirrituðu fulltrúar Matvælastofnunar, Landhelgisgæslu, Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu viljayfirlýsingu um samstarf við að uppfylla lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Næstu tvo mánuði er áformuð frekari vinna vegna verkefnisins og er gert ráð fyrir að tillögur um lausn verði lagðar til í febrúar 2014.

Lesa meira

Framhald síldaraðgerða metið eftir helgi - 30.11.2013

Þor_Akureyri

Framhald fælingaraðgerða með hvellhettum í Kolgrafafirði í gær staðfesti fyrri reynslu af að slíkar aðgerðir séu árangursríkar í því skyni að smala síld. Veðurskilyrði í firðinum í gær gerðu mönnum hins vegar mjög erfitt fyrir og tókst ekki að smala allri þeirri síld sem stefnt var að út fyrir brú.

Lesa meira

Aðgerðir standa yfir í Kolgrafarfirði - 28.11.2013

Upp úr kl.15:00 í dag hófust tilraunir með að nota svokallað „Thunderflash“ til að fæla síld úr Kolgrafafirði.  Thunderflash eru smásprengjur eða litlar hvellhettur  sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara upp úr sjónum.  Hvellhetturnar framkalla hávaða og titring neðansjávar og mun líklega engin verða var við neitt á yfirborðinu. Fyrstu upplýsingar frá vettvangi gefa til kynna að þessi aðferð sé að skila árangri.

Lesa meira

Smásprengjum beitt við síldarfælingar í Kolgrafafirði - 27.11.2013

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur tekið yfir samhæfingu aðgerða vegna síldarinnar sem nú er í Kolgrafafirði. Ákveðið hefur verið að ráðast í fælingaraðgerðir með smásprengjum í firðinum í því skyni að hrekja síldina sem þar er nú út úr firðinum. Landhelgisgæslan mun sjá um framkvæmd þeirra aðgerða, sem gert er ráð fyrir að fari fram á morgun, fimmtudaginn 28. nóvember. Varðskipið Þór mun annast vettvangsstjórn á sjó vegna aðgerðanna.

Lesa meira

Komin út lokaskýrsla vegna æfingarinnar SAREX Greenland 2013 - 27.11.2013

Nýverið voru gefnar út lokaniðurstöður vegna leitar- og björgunaræfingarinnar SAREX Greenland Sea 2013, sem fór fram í september, norðaustarlega á Grænlandshafi. Var þetta í annað sinn sem æfingin er haldin á grunni samkomulags Norðurskautsríkjanna um öryggi á Norðurslóðum. Þær þjóðir Norður Heimskautsráðsins sem sendu leitar- og björgunaraðila á svæðið auk Íslands voru Grænland, Danmörk, Kanada, Noregur og Bandaríkin.

Lesa meira

Hafís fyrir vestan land - 26.11.2013

Hafis-1
Nokkrar tilkynningar um hafís hafa að undanförnu borist Landhelgisgæslunni.Ísjaki sást um

11 sml NNA af Furufjarðarnúp og auk þess er ísspöng með miklu af íshrafli og/eða lausum ís í 43 sjómílna fjarlægð N-af Horni. Áætluð lengd hennar u.þ.b. 2-3 sjómílur og breidd 1 - 1,5 sml. Einnig er gisinn ís talsvert nær landinu. Hafísinn sést illa eða ekki á ratsjá og getur valdið hættu.

Lesa meira

Björgunaræfing haldin um borð í varðskipinu Týr - 18.11.2013

Nýverið var haldin björgunaræfing um borð í varðskipinu Týr sem er nú staðsett á Akureyri. Í æfingunni var varðskipið í hlutverki strandaðs skips með 25 manna áhöfn sem hlaut ýmiskonar áverka við strand skipsins.

Lesa meira

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa - 17.11.2013

Landhelgisgæslan tók í morgun þátt í athöfn sem fór fram við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í tilefni af alþjóðlegum minningardegi, þar sem minnst er þeirra sem látist hafa í umferðinni.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var viðstödd athöfnina ásamt fulltrúum viðbragðsaðila. Landsmenn eru hvattir til að nota daginn til að leiða hugann að minningu þeirra sem hafa látist í umferðinni

Lesa meira

Mikilvægi Sifjar við björgunaraðgerðir - myndir úr eftirlitsbúnaði af Goðafoss - 11.11.2013

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu í Reykjavík eftir að hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum vegna flutningaskipsins Goðafoss. Sif er afar mikilvægt eftirlits- og björgunartæki og um borð er lykilbúnaður við leit, björgun, löggæslu sem og eftirlit innan íslenska hafsvæðisins.

Lesa meira

Björgunareiningar Landhelgisgæslunnar kallaðar tilbaka eftir samráð við Eimskip - 11.11.2013

Eftir samráð Landhelgisgæslunnar og Eimskips vegna björgunaraðgerða flutningaskipsins Goðafoss hefur verið ákveðið að kalla tilbaka björgunareiningar Landhelgisgæslunnar. Flugvélin Sif kom á staðinn upp úr klukkan níu og er hún nú á leið til Reykjavíkur. Varðskipið Þór og þyrlurnar Líf og Gná eru einnig á leið tilbaka. Færeyska varðskipinu Brimil hefur verið snúið aftur til Færeyja.

Lesa meira

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar við flutningaskipið  Goðafoss - 11.11.2013

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar er nú við flutningaskipið  Goðafoss 70 sml V-af Færeyjum og kannar vettvang. Í framhaldinu mun flugvélin kanna aðstæður á flugleið þyrlna Landhelgisgæslunnar frá vettvangi að Höfn í Hornafirði,  ef þörf verður á aðkomu þeirra. Skipið heldur sjó og er ástandið stöðugt.

Lesa meira

Staðan fljótlega endurmetin með Eimskip. Goðafoss heldur sjó og ástand stöðugt.  - 11.11.2013

SIF_MG_1474

Landhelgisgæslan hefur nú fengið þær upplýsingar frá áhöfn Goðafoss að þeim hefur tekist að slökkva allan eld í skipinu. Verið er að meta skemmdir og unnið að því að ná fullu afli á aðalvél. Skipið heldur sjó og ástandið stöðugt. Staðan verður fljótlega endurmetin með Eimskip.Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar verður yfir Goðafossi um klukkan 09:00. Þyrlur LHG eru í viðbragðsstöðu á Höfn og varðskipið Þór er á leið fyrir Garðskaga.

Lesa meira

Varðskipið Þór siglir til aðstoðar Goðafossi - 11.11.2013

Varðskipið Þór er nú á leið til aðstoðar flutningaskipinu Goðafossi en Landhelgisgæslunni barst í nótt beiðni um aðstoð eftir að eldur kom upp í skipinu sem var staðsett um 70 sjómílur V – af Færeyjum á leið til Íslands. Áhöfn Goðafoss telur að þeim hafi tekist að slökkva eldinn og er nú unnið að kælingu.

Lesa meira

Eldur kom upp í íslensku flutningaskipi - 11.11.2013

Landhelgisgæslunni barst í nótt tilkynning frá flutningaskipinu Goðafossi um að eldur hefði komið upp í skorsteinshúsi skipsins og var unnið var að slökkvistörfum um borð. Skipið var staðsett um 70 sjómílur V – af Færeyjum á leið til Íslands. Þrettán manns eru í áhöfn skipsins auk þriggja farþega.

Lesa meira

Minnast áhafnar þyrlunnar TF-RAN sem fórst fyrir þrjátíu árum - 8.11.2013

Í dag minnist Landhelgisgæslan þess að þrjátíu ár eru liðin síðan Rán, þyrla Landhelgisgæslunnar fórst skömmu eftir flugtak frá varðskipinu Óðni undan Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug í morgun yfir Jökulfirði og kastaði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar út blómakransi til minningar um áhöfn þyrlunnar.

Lesa meira

Þór heldur með skipið Fernanda á Grundartanga - 6.11.2013

Í samráði við Faxaflóahafnir og Umhverfisstofnun hefur verið ákveðið að draga skipið Fernanda til hafnar á Grundartanga.  Varðskipið Þór er þegar lagt af stað og er að áætlað að skipin verði komin til hafnar upp úr klukkan eitt í dag.

Lesa meira

Unnið að hreinsun og kælingu flutningaskipsins Fernöndu - 5.11.2013

Áhöfn varðskipsins Þórs og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa í morgun verið um borð í flutningaskipinu Fernöndu. Enginn eldur er sjáanlegur og er skipið að kólna. Ákveðið hefur verið að halda eftir-slökkvistörfum áfram í dag, þ.e. hreinsun og kælingu skipsins. Á morgun, miðvikudag, verður  ákvörðun tekin um framhaldið

Lesa meira

Enginn eldur eða reykur sjáanlegur um borð í Fernöndu - 4.11.2013

Í dag hefur áhöfn varðskipsins Þórs og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins kannað aðstæður um borð í flutningaskipinu Fernöndu og virðist enginn eldur eða reykur vera lengur til staðar.  Skipið er að kólna og mældist hiti í skipinu hvergi hærri en 40 gráður með hitamyndavél slökkviliðsins. Ákveðið hefur verið að varðskipið Þór haldi með Fernöndu inn fyrir Garðskaga og leiti vars fyrir ríkjandi vindum.

Lesa meira

Aðstæður kannaðar um borð í Fernöndu - 4.11.2013

Fyrir skömmu lauk öðrum samráðsfundi aðila sem hafa komið að mati og ákvörðunum varðandi framvindu mála vegna eldsvoðans um borð í flutningaskipinu Fernanda.   Að sögn áhafnar varðskipsins Þórs og slökkviliðsmanna eru ágætar aðstæður á staðnum og munu nú slökkviliðsmenn fara um borð í skipið til nákvæmari skoðunar.

Lesa meira

Nú er nýlokið samráðsfundi vegna Fernanda - 3.11.2013

Nú er nýlokið samráðsfundi þeirra aðila sem hafa komið að mati og ákvörðunum varðandi framvindu mála vegna eldsvoðans um borð í flutningaskipinu Fernanda en þeir eru fulltrúar Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Hafrannsóknarstofnunar, Samgöngustofu, hafnaryfirvalda Faxaflóahafna og Hafnarfjarðarhafnar, lögreglu, eigenda skipsins og tryggingafélags. 

Lesa meira

Þór vinnur áfram að kælingu Fernöndu - 3.11.2013

Varðskipið Þór er enn með flutningaskipið Fernöndu í togi 66 sjómílur vestur af Garðsskaga. Í gær var sjó sprautað á skrokk flutningaskipsins til að kæla hann og er talið að eldurinn sé slokknaður. Enginn reykur stígur frá skipinu en mikil gufa myndast þegar vatni er sprautað á það sem bendir til að skipið sé mjög heitt. Hvassviðri er spáð þegar líður á daginn og er því áætlað að draga skipið inn fyrir Garðskaga í Faxaflóa.

Lesa meira

Varðskipið Þór enn við slökkvistörf - staðan svipuð og fyrr í dag - 2.11.2013

Varðskipið Þór er enn við slökkvistörf vestur af Faxaflóa, vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda. Staðan er svipuð og fyrr í dag.

Lesa meira

Aðgerðum við Fernanda haldið áfram - leitast við að draga úr hættu á mengun - 2.11.2013

Varðskipið Þór er enn með flutningaskipið Fernanda á sömu slóðum og í gærkvöldi þ.e vestur af Faxaflóa en telst það svæði samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun fjarri hrygningarstofnum og veiðisvæðum. 

Lesa meira

Flutningaskipið Fernanda dregið vestur af Faxaflóa - 1.11.2013

Varðskipið Þór hefur nú dregið flutningaskipið Fernanda vestur af Faxaflóa, á svæði þar sem skipið telst fjarri hrygningarstofnum og veiðisvæðum samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar.  Þá er allnokkuð dýpi á þessum slóðum.  Staðsetningin er í samræmi við ákvörðun sem tekin var á samráðsfundi Landhelgisgæslu, Hafrannsóknarstofnunar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar nú fyrr í dag.

Lesa meira

Flugvélin Sif komin til landsins eftir gæslu- og eftirlitsverkefni fyrir Frontex - 1.11.2013

SIF_MG_1474

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar kom til landsins síðdegis eftir að hafa verið við gæslu- og eftirlit fyrir Landamæraeftirlitsstofnun Evrópusambandsins, Frontex frá byrjun október. Flugvélin hefur skilað miklum árangri á tímabilinu.

Lesa meira

Þór gengur vel að draga flutningaskipið Fernanda - 1.11.2013

Varðskipið Þór siglir nú í norðvestur með flutningaskipið Fernanda í togi og gengur dráttur skipsins vel. Siglt er á u.þ.b. sex mílna hraða en eins og komið hefur fram er markmiðið að komast á svæði þar sem vindátt er hagstæð miðað við hugsanlegt rek á skipinu. Einnig er horft til þess að lágmarka áhættu á að skipið sökkvi með hliðsjón af umhverfisvá en fyrst og síðast að tryggja öryggi allra þeirra aðila sem koma að aðgerðinni.

Lesa meira

Reynt að lágmarka hættu á umhverfisslysi - 1.11.2013

Rétt í þessu var að ljúka samráðsfundi Landhelgisgæslu, Hafrannsóknarstofnunar, Umhverfisstofnunar og Samgöngustofu þar sem ákveðin voru næstu skref vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda. 

Lesa meira

Þór kominn með Fernanda frá landi - næstu skref metin - 1.11.2013

Varðskipið Þór er nú með flutningaskipið Fernanda í togi eftir að eldur blossaði aftur upp í skipinu nokkru eftir komuna til Hafnarfjarðar. Þór er á góðri stefnu og siglir 10 mílur til að halda reyk sem mest frá landi og varðskipinu.

Lesa meira

Varðskipið Þór undirbýr að draga Fernanda aftur frá bryggju - eldur blossaði aftur upp í skipinu - 1.11.2013

Varðskipið Þór kom með flutningaskipið Fernanda til hafnar í morgun og hafði ferðin gengið vel.  Skömmu eftir komuna blossaði eldur aftur upp um borð í Fernanda og var um mikinn eld og reyk að ræða.

Lesa meira

Varðskipið Þór kominn með Fernanda til hafnar - 1.11.2013

Varðskipið Þór kom með flutningaskipið Fernanda til Hafnarfjarðar um klukkan níu í morgun. Landhelgisgæslan, lögregla og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinna saman að aðgerðum í Hafnarfjarðarhöfn. Varðskipið sprautar á skipið utanvert en fjölmennt lið slökkviliðs vinnur að slökkvistörfum frá landi en milli þrjátíu og fjörutíu manns taka þátt í slökkvistarfinu.

Lesa meira

Varðskipið Þór hefur tekið Fernanda í tog - 31.10.2013

Varðskipið Þór hefur nú tekið flutningaskipið Fernanda í tog og mun draga það til Hafnarfjarðar.  Varðskipsmenn og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru um borð í Fernanda fyrr í dag til að tryggja aðstæður áður en hafist var handa við að draga skipið af vettvangi.

MYNDIR FRÁ SLÖKKVISTARFINU

Lesa meira

Varðskipinu Þór hefur tekist að draga verulega úr eldi um borð í Fernanda - 31.10.2013

Varðskipið Þór hefur síðan í gærkvöldi verið við slökkvistörf á vettvangi og stýrt aðgerðum vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda suður af Vestmannaeyjum en áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNA  tókst giftusamlega að bjarga ellefu manna áhöfn skipsins um borð í þyrluna í gærdag.

Lesa meira

Varðskipið Þór vinnur að slökkvistörfum á vettvangi - 30.10.2013

Varðskipið Þór kom að flutningaskipinu Fernanda klukkan 21:15 í kvöld þar sem það er staðsett suður af Surtsey. Ennþá logar vel í skipinu og er mikill hiti til staðar. Varðskipið mun nota slökkvibyssur við að kæla skipið að utanverðu næstu klukkustundirnar og er Lóðsinn frá Vestmannaeyjum ennþá á staðnum. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan stýrir aðgerðum á vettvangi - 30.10.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF hefur síðdegis í dag verið á vettvangi flutningaskipsins Fernanda og er varðskipið Þór er á leiðinni á staðinn með slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að skipið verði komið á staðinn síðar í kvöld. Verða þá aðstæður metnar en Lóðsinn í Vestmannaeyjum er á staðnum og sprautar sjó yfir eldinn sem virðist vera í rénun.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði áhöfn Fernanda - 30.10.2013

Þyrlan TF-GNA hefur nú bjargað áhöfn flutningaskipsins Fernanda eða samtals 11 manns um borð og eru allir heilir á húfi. Fólkið verður flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Varðskipið Þór er á leiðinni á staðinn með slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Lesa meira

Þyrlur Landhelgisgæslunnar komnar á staðinn - 30.10.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA kom að skipinu kl. 14:35 og er þyrlan TF-LÍF við það að koma á staðinn. Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er rétt  ókomið. Lóðsinn í Vestmannaeyjum svo og önnur skip á svæðinu stefna á staðinn. Brú skipsins er sögð vera alelda og eru skipverjar komnir út á dekk skipsins. Þá er varðskipið Þór á leiðinni á staðinn.

Lesa meira

Útkall vegna flutningaskips í vandræðum - 30.10.2013

Landhelgisgæslan heyrði upp úr kl. 14:00 í fjarskiptum að erlent flutningaskip með 11 manns um borð væri í vandræðum suður af Vestmannaeyjum. Haft var samband við skipið og kom þá í ljós að eldur hafði komið upp í vélarrúmi og réðu skipverjar illa við hann. Skipstjóri óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að rýma skipið.

Lesa meira

Flutningaskip fékk á sig brotsjó - 30.10.2013

Landhelgisgæslunni barst í gærkvöldi neyðarboð frá íslensku flutningaskipi  sem var fulllestað á siglingu norðvestur af Snæfellsnesi. Samstundis var haft samband við skipið og hafði skipið þá fengið á sig brotsjó og björgunarbátur skipsins losnað frá. Varðstjórar höfðu samband við nærstödd skip og tókst öðru þeirra að ná björgunarbátnum um borð.  Engar skemmdir urðu á skipinu en neyðarsendir björgunarbátsins fór í gang þegar hann fór útbyrðis.

Lesa meira

Ráðstefna vegna samnorræns loftrýmiseftirlits - 30.10.2013

SkyliLHG831
Landhelgisgæsla Íslands ásamt utanríkisráðuneytinu og Atlantshafsbandalaginu stóðu í vikunni fyrir lokaundirbúningsráðstefnu vegna samnorræna loftrýmiseftirlitsverkefnisins í febrúar 2014. Norðmenn leggja til flugsveit í verkefnið en samhliða loftrýmisgæslunni verða Norðmenn, ásamt flugherjum Svíþjóðar og Finnlands og stofnunum NATO hér á landi, við æfingar sem byggja á hugmyndum um Norðurlandasamstarf. Lesa meira

Sif skilar árangri í eftirliti á Miðjarðarhafi - 25.10.2013

SIF

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar hefur frá byrjun októbermánaðar aðstoðað landamærastofnun Evrópusambandsins (EU), Frontex við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi. Á tímabilinu hefur áhöfn flugvélarinnar komið auga á flóttamannabáta með samtals um hundrað manns innanborðs

Lesa meira

Áhafnir varðskipanna við æfingar í Mjölni - 24.10.2013

Áhafnir varðskipaflotans hafa að undanförnu verið við ýmsar æfingar bæði á sjó og landi sem viðheldur menntun og eykur getu við björgunar, löggæslu- og eftirlitshlutverk þeirra. Þar á meðal eru líkams- og sjálfsvarnaræfingar sem m.a. eru stundaðar hjá bardagaíþróttafélaginu Mjölni. 

Lesa meira

Hélt fyrirlestur um björgunaraðgerðir á hafíssvæðum - 24.10.2013

Snorre Greil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni hélt í gærmorgun fyrirlestur á alþjóðlegu hafísráðstefnunni  International Ice Charting Working Group (http://nsidc.org/noaa/iicwg/) sem haldin er í Háskóla Íslands. Erindi Snorre fjallaði um leitar og björgunaraðgerðir á hafíssvæðum en hann hefur verið helsti tengiliður Landhelgisgæslunnar vegna æfingarinnar Sarex Greenland Sea sem haldin er árlega í samstarfi við þjóðir Norður Heimskautsráðsins.

Lesa meira

Gná fór í sjúkraflug til Vestmannaeyja - 23.10.2013

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:32 í gær beiðni frá lækni í Vestmannaeyjum þar sem óskað var eftir aðstoð þyrlu LHG við sjúkraflutning. Bilun kom upp í sjúkraflugvél sem var á leið í verkefnið og var áríðandi að tveir sjúklingar yrðu fluttir til Reykjavíkur.

Lesa meira

Æfing slökkviliðs Akureyrar með varðskipinu Týr - 22.10.2013

Slökkvilið Akureyrar æfði nýverið um borð í varðskipinu Týr þar sem það er staðsett á Akureyri. Um var að ræða lið í stjórnendanámskeiði slökkviliðsins. Í æfingunni var sett upp atvik þar sem kviknað hafði í farþegaskipi og var fjögurra farþega saknað.

Lesa meira

Netabátur dreginn til hafnar á Flateyri eftir vélarbilun - 21.10.2013

_MG_0566

Landhelgisgæslunni barst kl. 00:41 beiðni um aðstoð frá netabátnum Tjaldanes GK, eftir að vélarbilun varð um borð og allt rafmagn sló út. Tíu manns voru í áhöfn skipsins en það var staðsett milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar.   Óskað var eftir aðstoð Gunnars Friðrikssonar, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði.

Lesa meira

Bandarísk flugsveit kemur til loftrýmisgæslu - 18.10.2013

BNA_Thota

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 4. nóvember nk. með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Alls munu um 200 liðsmenn þeirra taka þátt í verkefninu.  Koma þeir til landsins með F-15 orrustuþotur,  C-130 björgunarflugvél og eldsneytisbirgðavél.

Lesa meira

Þyrla kölluð út eftir slys í Stykkishólmi - 17.10.2013

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:12 beiðni frá lækni í Stykkishólmi um aðstoð þyrlu eftir að ekið var á konu í bænum. Eftir samráð við þyrlulækni var þyrla kölluð út og fór hún í loftið kl. 18:44. Lent var á flugvellinum í Stykkishólmi kl. 19:19 og var hin slasaða flutt um borð í þyrluna. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 20:16. Lesa meira

Gná kölluð út vegna alvarlegra veikinda - 16.10.2013

GNA3_BaldurSveins

Þegar Gná var við æfingar eftir hádegi í dag barst beiðni frá 112 um aðstoð þyrlu vegna alvarlegra veikinda við Geysi í Haukadal. Lent var við Geysi kl. 15:17 og var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna. Farið var að nýju í loftið kl. 15:25 og lent við Landspítalann í Fossvogi kl. 15:45.

Lesa meira

Áhöfn v/s Þór við ýmsar æfingar - skipið klárt fyrir útkall - 16.10.2013

Að undanförnu hefur áhöfn varðskipsins Þórs verið við ýmsar æfingar um borð sem er liður í síþjálfun áhafna og nauðsynlegur þáttur fyrir störfin um borð. Varðskipið hefur verið staðsett í Reykjavík, það er fullmannað og klárt fyrir útköll. Í morgun fór fram æfing í sjúkraflutningum þar sem sett var á svið slys í vélarrúmi fiskiskips. Tveir menn voru slasaðir og þurfti að flytja þá um borð í varðskipið til aðhlynningar.

Lesa meira

Þyrlan Syn verður útbúin nætursjónaukum - 11.10.2013

SYN

Sýn, þyrla Landhelgisgæslunnar mun á næstu vikum fara í reglubundna skoðun og endurbætur. Skoðunin er nokkuð umfangsmikil en auk þess verður þyrlan útbúin nætursjónaukabúnaði. Flugvélin Sif er við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Á meðan sinna þyrlurnar Líf og Gná verkefnum flugdeildar Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

TF-LÍF fór í sjúkraflug á Vestfirði - 11.10.2013

Vegna óhagstæðra veðuraðstæðna var í gærkvöldi óskað eftir að TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar myndi taka að sér aðkallandi sjúkraflug á Patreksfjörð þar sem ekki var hægt fyrir sjúkraflugvél að lenda á svæðinu. 

Lesa meira

Norrænir sérfræðingar í sjókortagerð hittust í Reykjavík - 7.10.2013

Á dögunum hittist í Reykjavík vinnuhópur norrænna sérfræðinga í gerð sjókorta, Nordic Chart Production Expert Group. Vinnuhópurinn er skipaður af norræna sjómælingaráðinu (Nordic Hydrographic Commission). Sérfræðingarnir hittast á tveggja til þriggja ára fresti til að ræða sameiginleg málefni en þau geta verið af ýmsum toga.

Lesa meira

Fékk viðurkenningu fyrir 5000 hífingar - 4.10.2013

Jón Erlendsson yfirflugvirki og spilmaður fékk í dag veitta viðurkenningu fyrir þann merka áfanga að hafa tekið 5000 hífingar á þyrlum Landhelgisgæslu Íslands. Jón hóf störf hjá LHG í október 1997 og hefur verið í þyrluáhöfn síðan 1998.

Lesa meira

Þrettándu æfingu sprengjusérfræðinga hér á landi lokið - 4.10.2013

Æfingunni Northern Challenge lauk í gær eftir tveggja vikna þjálfun bæði á sjó og landi. Æfingin fór fram á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson svæðinu og í Hvalfirði.

Lesa meira

Feilboð urðu til þess að varðskipið Þór þeytti flautur sínar - 1.10.2013

Landhelgisgæslu Íslands þykir afar leitt og biðst velvirðingar á að borgarbúar hafi orðið fyrir ónæði í gærkvöldi þegar eldvarnakerfi varðskipsins Þórs fóru í gang. Ekki var hætta á ferðum en feilboð í viðvörunarkerfi urðu til þess að þokulúðrarnir fóru af stað en unnið er að því að finna orsökina og eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar við æfingar hér á landi - 30.9.2013

NC2012_W1D3_Doug_Elsey_Photo_093

Séraðgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar stendur um þessar mundir fyrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga,  Northern Challenge. Æfingin fer fram á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson svæðinu og í Hvalfirði. Tíu þjóðir með um hundrað og fimmtíu liðsmenn taka þátt í æfingunni.

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð út til leitar að erlendum ferðamanni - 29.9.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan níu í morgun til aðstoðar við leit að erlendum ferðamanni milli Landmannalauga að Hrafntinnuskeri. Björgunarsveitir af Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu hafa verið við leit á svæðinu en en ekkert hefur spurst til mannsins síðan 10. september.

Lesa meira

Flugslysaæfing á Ísafirði - 28.9.2013

Í dag var haldin umfangsmikil flugslysaæfing á Ísafirði. Landhelgisgæslan tók þátt í þeim þætti æfingarinnar sem fór fram í stjórnstöð og Samhæfingarstöð Almannavarna.

Lesa meira

Sjósundkeppni útgerðarfyrirtækja - Athygli vakin á mikilvægi íþróttarinnar - 27.9.2013

Baldur_JPA-(2)

Sjósundkeppni fer fram í Nauthólsvík laugardaginn 28.9.2013. Þar keppa útgerðarfyrirtækin um titilinn „Sjósundgarpur Íslands 2013“.   Keppnin er samstarfsverkefni Sundsambands Íslands, Landhelgisgæslunnar og ÍTR. Keppendur (fulltrúar útgerðarfyrirtækja) synda 100 metra vegalengd í land en endamarkið er á sandströndinni í Nauthólsvík við pottinn.

Lesa meira

TF-SIF afkastamikil í leit, björgun og eftirliti Frontex - 26.9.2013

LHG_Frontex_SamvinnaAegirSif

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr sinntu í sumar eins og undanfarin ár verkefnum við gæslu- og eftirlit fyrir Landamæraeftirlitsstofnun Evrópusambandsins, FRONTEX. Sif kom aftur til landsins í byrjun september en þá hafði hún verið við eftirlitið frá miðjum júní en Týr var við eftirlit í um fimm vikur og kom aftur til landsins í byrjun ágúst

Lesa meira

Formaður hermálanefndar NATO heimsótti Landhelgisgæsluna - 19.9.2013

Knud Bartels hershöfðingi og formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins kom í dag ásamt fylgdarliði í heimsókn til Landhelgisgæslu Íslands og kynnti sér sýn hennar á stöðu og framtíðaráskoranir varðandi löggæslu-, eftirlit-, varnar og öryggismál á Norður Atlantshafi, loftrýmisgæslu- og eftirlit og samstarfið innan NATO.

Lesa meira

Afskipti höfð af olíuskipi á rangri siglingaleið - 18.9.2013

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði kl. 04:45 afskipti af erlendu 29.694 tonna olíuskipi sem var á siglingu fyrir innan aðskildar siglingaleiðir á SA- leið. Þar sem skipum af þessari stærð sem flytja hættulegan farm er ekki heimilt að sigla þessa leið hafði varðstjóri samband við skipið til að spyrjast fyrir um ferðir þess.

Lesa meira

Umtalsverð fjölgun útkalla hjá þyrlum Landhelgisgæslunnar - 17.9.2013

Útköllum hjá þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur fjölgað ört síðastliðin ár og sýna niðurstöður fyrir fyrstu átta mánuði ársins fjölgun um 28 prósent. Hlutfall reksturs flugdeildar Landhelgisgæslunnar hefur farið vaxandi undanfarin ár og hefur það kallað á endurskipulagningu allra eininga LHG með tilliti til fjárheimilda.

Lesa meira

Búnaður í þyrlu LHG miðaði út staðsetningu manns sem var týndur - 12.9.2013

GNA2

Landhelgisgæslu Íslands barst í gærkvöldi beiðni um aðstoð þyrlu við leit að manni sem var villtur á Hrútsfjalli milli Svínafellsjökuls og Skaftafellsjökuls.TF-GNA fór til leitar en um borð í þyrlunni var GSM miðunarbúnaður til að staðsetja síma mannsins.  Klukkan 01:15 bárust upplýsingar frá björgunarsveitarmönnum um að maðurinn hefði fundist á svæðinu sem þyrlan hafði miðað út. Veður var slæmt á svæðinu, um fimm metra skyggni og rigning á köflum.

Lesa meira

TF-LÍF sækir leiðangursmenn bandarísku strandgæslunnar á Grænlandsjökul - 11.9.2013

TF LÍf í Grænlandi

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF lenti nú undir kvöld í Kulusuk á Grænlandi með 11 manns sem sóttir voru á Grænlandsjökul.  Þar sem búist er við mjög slæmu veðri á svæðinu óskaði bandaríska strandgæslan eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að sækja leiðangursmenn sem hafa frá því í júlí unnið að óvenjulegu verkefni á Grænlandsjökli.

Lesa meira

Fyrirspurn til innanríkisráðherra um að Landhelgisgæslan taki við sjúkraflugi. - 11.9.2013

_33A2291

142. löggjafarþing 2013.

Þingskjal 104 — 42. mál.

Fyrirspurn til innanríkisráðherra um að Landhelgisgæslan taki við sjúkraflugi.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.

Lesa meira

Lynx þyrla danska flotans til viðhalds í skýli LHG - 10.9.2013

Lynx þyrla af danska varðskipinu Hvidbjörnen er nú til viðhalds í skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Þyrlan tók þátt í æfingunni Sarex Greenland 2013 sem lauk sl. föstudag. Danski flotinn hefur um árabil fengið að nota aðstöðu Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli en um tíu manns fylgja þyrlunni að þessu sinni.

Lesa meira

Lætur af störfum eftir rúm 40 ár hjá Gæslunni - 6.9.2013

Hjalti Sæmundsson aðalvarðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar lætur af störfum í dag 6. september eftir rúmlega 40 ára farsælt starf hjá Landhelgisgæslunni. Hjalti hefur sinnt ýmsum störfum innan Landhelgisgæslunnar á glæstum ferli.  Hjalti starfaði fyrst sem loftskeytamaður á varðskipum, í loftförum, á verkstæði og stjórnstöð auk þess að vera kafari í nokkur ár, aðallega á varðskipunum.

Lesa meira

Stokkið úr flugvélinni Sif yfir Grænlandi  - 5.9.2013

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, varðskipið Týr, stjórnstöð og starfsfólk LHG við Keflavíkurflugvöll  héldu í gær áfram þátttöku sinni í æfingunni Sarex Grænland 2013. Handrit æfingarinnar fjallar um aðstæður þar sem skemmtiferðaskipið Arctic Victory, með um 200 farþega og 48 manns í áhöfn lendir í áföllum. Sif flaug með fallhlífastökkvara og búnað þeirra á svæðið. 

Lesa meira

Týr og Sif taka þátt í leit í æfingunni Sarex Greenland - 3.9.2013

Varðskipið Týr og flugvélin TF-SIF TAKA nú þátt í æfingunni Sarex Grænland 2013 og hafa í dag verið  við leit austur af King Oskar firði á Grænlandi. Veður er mjög slæmt til leitar, 30-35 hnútar og snjókoma.

Lesa meira

Fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX 2013 hófst í dag - 2.9.2013

Fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2013 hófst rétt eftir hádegi í dag en æfingin fer fram dagana 2.-6. september, norðaustarlega á Grænlandshafi, milli Daneborg og Meistaravíkur. Æfingin er haldin á grunni samkomulags Norðurskautsríkjanna um öryggi á Norðurslóðum. Landhelgisgæslan tekur þátt í æfingunni með ýmsum hætti með stjórnstöð, varðskipi, flugvél og aðstöðu á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

Borgarís norður af Patreksfirði - 1.9.2013

Landhelgisgæslunni bárust í gærkvöldi hafístilkynningar og myndir frá fiskiskipunum Hrafni GK 111  og Málmey SK1 sem voru staðsett í kantinum norður af Patreksfirði. Borgarísjakarnir sjást vel í ratsjá en þeir eru strandaðir á svæði þar sem dýpi er yfir 200 metrar.

Lesa meira

TF-LIF flaug yfir Kolbeinsey - útvörðinn í Norðri - 29.8.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF fór í gær í gæslu og eftirlitsflug um Norðvestur- og Norðurmið. M.a. var flogið yfir Kolbeinsey – útvörðinn í Norðri. Ekki er að sjá merki þess að í eyjunni hafi verið steyptur þyrlupallur á sínum tíma en áhöfn varðskipsins Óðins og starfsmenn Vita- og Hafnamálastofnunar byggðu þyrlupallinn árið 1989.

Lesa meira

Haldið áfram með sameiginlegt eftirlit Gæslunnar og Fiskistofu - 27.8.2013

Leiftur2

Í sumar unnu Landhelgisgæslan og Fiskistofa eins og undanfarin ár að sameiginlegu eftirliti með veiðum skipa á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Húnaflóa og Skagafirði. Eftirlitið fór fram með harðbotna slöngubátnum Leiftri sem Landhelgisgæslan hefur í prófunum fyrir íslenska skipaframleiðandann Rafnar.

Lesa meira

Vitaferð farin með varðskipinu Ægi - 26.8.2013

Varðskipið Ægir fór í sumar í vitaferð og voru með í för níu starfsmenn Vegagerðarinnar- siglingasviðs. Ferð sem þessi er farin árlega og felst hún í að aðstoða Vegagerðina (áður Siglingastofnun) við eftirlit með búnaði og viðhaldi á vitabyggingum með vitum landsins.

Lesa meira

Þyrluslys við Shetlandseyjar - 25.8.2013

GNA2


Síðdegis á föstudag varð hörmulegt slys við Shetlandseyjar þegar farþegaþyrla frá CHC fórst rétt suður af eyjunum skömmu fyrir lendingu. Vélin var af gerðinni Super Puma AS332 L2. Enn hefur ekkert komið fram um orsakir slyssins. Landhelgisgæsla Íslands rekur 3 björgunarþyrlur, allar af gerðinni Super Puma AS332 L1. Þyrlur LHG eru nokkuð frábrugðnar L2 vélunum, þó í grunninn sé þetta sama tegund.

Lesa meira

Tvö þyrluútköll TF-LÍF í dag - 22.8.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð út tvisvar sinnum í dag vegna bráðaflutnings. Sóttur var sjómaður sem brenndist um borð í fiskiskipi og þegar þyrlan var að lenda með hann við Landspítalann í Fossvogi kl. 16:46 barst annað útkall vegna ferðamanns með brjóstverk sem var staddur á Fimmvörðuhálsi.

Lesa meira

Neyðarblysi stolið úr björgunarbáti - 22.8.2013

Thyrla_stjornklefi

Landhelgisgæslunni barst um kl. 22:00 í gærkvöldi tilkynning um neyðarblys sem sást vestur af Eiðisskeri fyrir utan Seltjarnarnes. Léttabátur frá einu varðskipa Landhelgisgæslunnar og þyrla Landhelgisgæslunnar voru send til leitar auk þess sem björgunarsveitin Ársæll var kölluð út og var leitað á  björgunarbáti þeirra, Þórði Kristjánssyni.

Lesa meira

Borgarísjakar sáust í gæslu- og hafísflugi - 21.8.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA fór í gær í gæslu- og hafísflug um Vestfirði og Húnaflóa.
Flogið var að Horni og Straumnesi og mældir borgarísjakar sem þar eru. Að því loknu var flogið inn á Húnaflóa.

Lesa meira

Þyrla sækir slasaðan veiðimann að Laxá í Dalasýslu - 21.8.2013

GNA1_haust2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 20:02 beiðni um aðstoð þyrlu eftir að veiðimaður slasaðist við Laxá í Dalasýslu. TF-GNA var þá að koma tilbaka úr eftirlitsflugi um Vestfirði og Húnaflóa og eftir samráð við þyrlulækni ákveðið að fara á vettvang. Lent var á vettvangi 16 mínútum eftir að útkallið barst.

Lesa meira

TF-SYN fór í leiðangur í Kverkfjöll með almannavarnadeild RLS og  vísindamenn - 17.8.2013

Kverkfjoll082013-(6)

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í gær með almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ásamt vísindamönnum frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun í Kverkfjöll en þeim hafði borist tilkynning frá Landvörðum í Kverkfjöllum um að áin Volga hafði vaxið og göngubrúnna yfir hana  tekið af.  Ákveðið var að kanna svæðið nánar.

Lesa meira

Handfærabátar aðstoðaðir til hafnar fyrir austan - 14.8.2013

Stjornstod3

Handfærabátur frá Breiðdalsvík, sem síðdegis í dag var að draga annan handfærabát með bilað stýri í land, fékk dráttartógið í skrúfuna um 1,2 sml SA af Rifsskeri. Hafði báturinn samband við Landhelgisgæsluna og óskaði eftir aðstoð.

Lesa meira

Hafís og borgarísjakar á Grænlandssundi - 14.8.2013

Hafis3

Margar tilkynningar hafa að undanförnu borist Landhelgisgæslunni um hafís og borgarísjaka á Grænlandssundi. Siglingaviðvaranir eru sendar út til báta og skipa á svæðinu auk þess sem staðsetningar birtast á síðu Veðurstofu Íslands.Í gær var fiskibátur vitni að því þegar strandaður borgarísjaki "splundraðist" rétt utan við Hornbjarg á Vestfjörðum. 

Lesa meira

TF-LÍF aðstoðar við óvenjulegt verkefni á Grænlandsjökli - 13.8.2013

TF LÍf í Grænlandi

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF var nýverið fengin til aðstoðar við óvenjulegt verkefni á Grænlandsjökli. Verkefnið fólst í að aðstoða við björgun bandarískrar sjóflugvélar á vegum Strandgæslunnar af gerðinni Grumman J2F Duck sem týndist þegar hún var við leitar- og björgunarstörf árið 1942. Á síðasta ári tókst að staðsetja flakið u.þ.b. 105 mílur suðaustur af Kulusuk, á 11 metra dýpi í jöklinum.

Lesa meira

Mannbjörg þegar fiskibátur sökk skammt vestur af Skálavík - 12.8.2013

_MG_0659

Landhelgisgæslu Íslands barst um kl. 15:33 tilkynning frá fiskibátnum Björgu Jóns/7170 um að báturinn Glói / 7192 hafi sokkið um 1 sjómílu vestur af Skálavík. Einn maður var um borð og var honum bjargað um borð í Björgu Jóns. Einnig fór neyðarsendir bátsins í gang og sendi hann boð til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.  Björg Jóns sigldi með skipbrotsmanninn til Súgandafjarðar.

Lesa meira

Tilkynnt um borgarísjaka NV af Horni - 12.8.2013

borgarisjaki_0

Skip tilkynnti Landhelgisgæslunni í gær um þrjá stóra borgarísjaka  sem voru staðsettir 62 sjómílur NV af Horni. Ísinn sást vel í ratsjá. Í kjölfarið sendi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út siglingaaðvörun til sjófarenda en hætta getur einnig stafað af brotum úr ís á svæðinu.

Lesa meira

Neyðarkall barst frá seglskútu vestur af Garðskaga - aðstæður til björgunar erfiðar - 9.8.2013

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 23:15 í gærkvöldi neyðarkall frá þýskri seglskútu sem stödd var 17 sjómílur vestur af Garðskaga. Leki hafði komið að skútunni en um borð voru 12 manns, fjórir í áhöfn og átta farþegar. Samstundis var haft samband við skip og báta á svæðinu, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Lesa meira

Erill hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu - 29.7.2013

_MG_0566
Talsverður erill hefur verið hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu. Þyrla var kölluð út í dag eftir vélsleðaslys á Langjökli, einnig var í nótt alvarlega veikur sjómaður sóttur um borð í fiskiskip sem staðsett var suðvestur af Reykjanesi. Farið var í sjúkraflug á Norðfjörð um helgina og sprengjusérfræðingar eyddu torkennilegum hlut sem fannst í Grímsey. Lesa meira

Fékk óvænt að sjá bjargvættinn TF-LÍF á afmælisdaginn - 29.7.2013

TF-LIF_8625_1200

Í gær, sunnudaginn 28. júlí voru tíu ár síðan TF-LÍF fór í útkall til Vestmannaeyja og sótti þangað nýfætt barn sem varð fyrir miklum súrefnisskorti í fæðingu. Afi stúlkunnar hafði nýverið samband við Landhelgisgæsluna og sagði hann að flugið hafi bjargað lífi stúlkunnar sem hlaut nafnið Viktoría Líf. Hafði hann mikinn áhuga á að koma stúlkunni á óvart á afmælisdaginn með því að sýna henni „bjargvættinn“ eða TF-LÍF.

Lesa meira

Hjálparbeiðni frá seglskútu 400 sml. suður af Hvarfi - 17.7.2013

Stjornstod3

Landhelgisgæslunni barst í gærkvöld hjálparbeiðni frá seglskútu sem stödd var um 400 sjómílur suður af Hvarfi. Skútan sem er bandarískri með þriggja manna áhöfn var þá í vonskuveðri og óttaðist áhöfnin sem er að hluta íslensk um öryggis sitt.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna tilkynningu um neyðarflugelda - 11.7.2013

GNA3_BaldurSveins

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á áttunda tímanum í kvöld tilkynning frá Fjarskiptamiðstöð lögreglu um að tilkynnt hefði verið um neyðarflugelda yfir Sandgerði og nágrenni og jafnvel talið að þeim hafi verið skotið á loft frá sjó.

Lesa meira

Ákvörðun tekin um loftrýmiseftirlit Svía og Finna á Íslandi - 5.7.2013

KEFIMG_0497

Í byrjun næsta árs munu Svíar og Finnar sinna loftrýmiseftirliti á Íslandi samhliða reglubundinni loftrýmisgæslu Norðmanna. Um er að ræða merkileg skref í sögu norrænnar varnarsamvinnu og Atlantshafsbandalagsins segir í frétt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Landhelgisgæslan annast daglegan rekstur  varnar- öryggis- og upplýsingakerfa Atlantshafsbandalagsins, veitir þjónustu og aðstöðu fyrir mannafla þjóðanna sem koma til eftirlitsins. Er auk þess til taks þegar kemur að leit og björgun.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir sjómann sem slasaðist - 4.7.2013

GNA2

Landhelgisgæslunni barst upp úr klukkan 21:00 í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu eftir að sjómaður slasaðist um borð í fiskiskipi sem staðsett var um 90 sjómílur SV- af Reykjanesi. Eftir samráð við þyrlulækni var talið nauðsynlegt að sækja manninn sem er ekki í lífshættu. Báðar þyrluvaktir voru kallaðar út kl. 21:24 en þar sem skipið er staðsett utan 20 sjómílna var nauðsynlegt að kalla út tvær þyrluáhafnir, önnur þeirra er í viðbragðsstöðu.

Lesa meira

Eldur kom upp í fiskibát NV- af Garðskaga - 4.7.2013

_MG_0566

Eldur kom upp í fimm tonna fiskibát, með einn mann um borð þegar hann var staddur um 15 sjómílur NV-af Garðskaga. Landhelgisgæslunni barst neyðarkall frá bátnum kl. 16:19 og var samstundis óskað eftir aðstoð nærstaddra skipa og báta og héldu tveir fiskibátar strax á staðinn.

Lesa meira

Varðskipið Týr á leið til eftirlits á Miðjarðarhafi - 4.7.2013

Tyr2_juli2013

Varðskipið Týr lagði í vikunni úr Reykjavíkurhöfn áleiðis til Almería á Spáni en þaðan verður skipið gert út næstu vikur fyrir Landamærastofnun Evrópu - Frontex en Ísland er aðili að stofnuninni í gegnum Schengen. Landhelgisgæslan hefur sinnt hliðstæðum verkefnum frá árinu 2010 og er áætlað að Týr verði við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi.

Lesa meira

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti flugdeild Landhelgisgæslunnar - 3.7.2013

LHG10

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti í morgun flugdeild Landhelgisgæslunnar í fylgd Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Helga Björnssonar jöklafræðings. Flugrekstrarstjóri og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku á móti gestunum.

Lesa meira

Landhelgisgæslan með nýjan harðbotna slöngubát í prófunum fyrir Rafnar - 3.7.2013

Leiftur3

Rafnar ehf afhenti í gær séraðgerða- og sprengjueyðingasviði Landhelgisgæslunnar hraðskreiðan, tíu metra langan harðbotna slöngubát sem hlotið hefur nafnið Leiftur. Er þetta nýsköpunarverkefni sem Landhelgisgæslan hefur tekið þátt í með Rafnari frá því snemma árs 2012.

Lesa meira

TF LIF sótti örmagna ferðakonu á Hornstrandir - 3.7.2013

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær kl. 18:51 vegna konu sem örmagnaðist á göngu um Hornstrandir. Slæmt símsamband var á svæðinu en samferðafólki tókst að komast í samband í Hornbjargsvita.  TF-LIF fór í loftið kl. 19:16 og lenti á vettvangi kl. 20:39. Var konan orðin mjög blaut og köld og var hún flutt til Reykjavíkur.

Lesa meira

Umferðar- og hálendiseftirlit með þyrlu LHG - 1.7.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar var um helgina til aðstoðar lögreglunni við umferðar- og hálendiseftirlit. Farið var til umferðareftirlits með lögreglunni í Stykkishólmi,  frekar lítil umferð var um Snæfellsnes meðan á eftirlitinu stóð en tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Einnig var farið í hálendiseftirlit með lögreglunni í Borgarnesi.

Lesa meira

Klettaskóli heimsótti flugdeild Gæslunnar - 1.7.2013

20130626_131127_resized

Flugdeild Landhelgisgæslunnar fékk nýverið skemmtilegar heimsóknir frá Frístundaklúbbnum Garði og Frístundaheimilinu Guluhlíð sem er frístundastarf fyrir börn í Klettaskóla – Öskuhlíðarskóla. Um er að ræða sumarnámskeið fyrir fötluð börn á aldrinum 6 til 12 ára og það var augljóst að þeim fannst mjög spennandi að heimsækja flugdeildina og skoða þyrlurnar í návígi.

Lesa meira

Björgunaraðgerðir Þórsnes II gengu greiðlega - 27.6.2013

Thorsnes

Samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar losnaði Þórsnes II  af strandstað kl. 21:19 með aðstoð togarans Helga SH 135. Dráttartaug var komið fyrir milli skipanna og gengu björgunaraðgerðir greiðlega. Þórsnes II siglir undir eigin vélarafli til hafnar í Stykkishólmi.

Lesa meira

Heilbrigðisþjónusta lækna um borð í loftförum Landhelgisgæslunnar hefur verið tryggð. - 27.6.2013

13jan11-317

Tryggt hefur verið að ekki verði skerðing á heilbrigðisþjónustu lækna um borð í loftförum Landhelgisgæslunnar en eins og fram hefur komið átti uppsögn samnings um heilbrigðisþjónustu lækna um borð í loftförum Landhelgisgæslunnar að taka gildi þann 1. ágúst nk.  Samningurinn er enn í gildi og verður enn um sinn.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð - 26.6.2013

_MG_0659

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra heimsótti í dag björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og kynnti sér starfsemi stjórnstöðva viðbragðsaðila sem þar eru til staðar, þ.e. Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar, Fjarskiptamiðstöðvar RLS, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Samhæfingarstöðvar.

Lesa meira

Ítalska flugsveitin kynnti starfsemi sína - 24.6.2013

ITAF_heimsokn-(7)

Flugsveit ítalska flughersins sem stödd er hér á landi bauð Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, ítalska ræðismanninum á Íslandi, Pétri Björnssyni og íslenskum fjölmiðlum í heimsókn í síðastliðinni viku. Yfirmaður þeirra, Colonel Urbano Floreani og samstarfsmenn hann kynntu verkefnin, verklag og tækjabúnað flugsveitarinnar.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti konu sem féll af hestbaki við Hveravelli - 22.6.2013

IMG_1763

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:10 beiðni um þyrlu frá lækninum á Blönduósi í gegnum Neyðarlínu-112. Eldri kona hafði fallið af hestbaki við Hveravelli. TF-LIF fór í loftið kl. 19:36 og lenti á Hveravöllum kl.  20:15.

Lesa meira

Landhelgisgæslan tók þátt í flugdegi Akureyrar - 22.6.2013

FlugdAkureyri2

TF GNA þyrla Landhelgisgæslunnar tók í dag þátt í dagskrá flugdagsins á Akureyri. Þyrlan fór í yfirflug um bæinn, lenti síðan á flugvellinum og var til sýnis fyrir gesti hátíðarinnar.Einnig flugu yfir svæðið þotur ítalska flughersins sem eru hér á landi við loftrýmisgæslu.

Lesa meira

TF-LIF aðstoðar svifdrekaflugmann í vandræðum - 21.6.2013

TF-LIF_8625_1200

Þegar TF-LIF þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag í venjubundnu æfingaflugi barst þeim fyrirspurn frá aðstoðarmanni svifdrekaflugmanns sem hafði fyrir óheppni lent á eyju í Þjórsá. Hafði viðkomandi heyrt í þyrlunni á svæðinu og hafði samband á flugradíó til að athuga hvort möguleiki væri á aðstoð gæslunnar

Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna manns í sjónum í Reynisfjöru - 20.6.2013

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:04 tilkynning frá Neyðarlínunni um að maður hefði lent í sjónum í Reynisfjöru við Vík í Mýrdal. Samstundis var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og og fór TF-GNA Í loftið frá Reykjavík kl. 18:28. Maðurinn náði að synda að klettum við fjöruna og náði einkaþyrla sem var á svæðinu að lenda hjá manninum og flytja hann í land. Sjúkrabifreið tók þar við honum og flutti á heilbrigðisstofnunina í Vík.

Lesa meira

Kátir krakkar heimsóttu Landhelgisgæsluna - 19.6.2013

photo12

Landhelgisgæslan fær í hverri viku heimsóknir frá skólahópum, samstarfsaðilum og fleirum sem vilja kynna sér fjölbreytta starfsemina og skoða tækin sem eru notuð við leit og björgun, sjúkraflutninga, eftirlit og margt fleira. Á þessum árstíma fara margir leikskólar í vorferðir og er þá vinsælt að fá að kíkja við hjá Gæslunni. Hér má sjá myndir sem voru teknar nýlega þegar börn frá leikskólunum Sólborg og Hofi komu í heimsókn.

Lesa meira

TF-LIF fengin til aðstoðar við flutning á TF-TAL - 19.6.2013

TFTAL_flutt

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF,  flutti í dag flugvélina TF-TAL, af staðnum þar sem hún brotlenti við Sultartangalón á geymslusvæði þar sem unnið er að gerð Búðarhálsvirkjunar. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoða þar vélina áður en hún verður flutt til Reykjavíkur.

Lesa meira

Nýtt hafnarkort af Reykjavík komið út - 18.6.2013

K362-2013

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar gaf í vikunni út nýja útgáfu af hafnarkorti af Reykjavík. Bæði var um að ræða ný útgáfa af pappírskortinu, nr. 362, og nýja útgáfu af rafræna kortinu af Reykjavík, IS500362. Helsta breyting á kortinu frá síðustu útgáfu er að lenging Skarfabakka er komin inn auk þess sem fjölgeislamælingar ná nú yfir stóran hluta kortsins. Eru upplýsingar þessar mjög mikilvægar farþegaskipum sem leggja leið sína hingað til lands og nauðsynlegt að nýjustu útgáfur sjókorta séu til staðar um borð.

Lesa meira

TF-LÍF sótti veikan skipverja NV af Bjargtöngum - 16.6.2013

TF-LIF_8434_1200

Landhelgisgæslunni barst snemma á sunnudagsmorgunn beiðni um aðstoð frá skipstjóra á fiskiskipi sem var staðsett um 53 sjómílur NV af Bjargtöngum. Skipstjóri fékk samband við þyrlulækni sem taldi nauðsynlegt að sækja veikan skipverja um borð. Hífð voru upp veiðarfæri skipsins og sigldi það til móts við þyrluna sem fór í loftið frá Reykjavík kl. 06:31.

Lesa meira

Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara - 13.6.2013

ArsfundurJRCC_10web

Í gær var haldinn árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara á öryggissvæðinu í Keflavík. Á fundinum var farið yfir helstu björgunaraðgerðir ársins 2012 og hvaða lærdóm megi af þeim draga með það að markmiði að auka öryggi sjófarenda og loftfara. Einnig var rætt um mikilvægi þess að viðbragðsaðilar hittist árlega til að fara yfir stöðu mála sem er forsenda þess góða árangurs sem náðst hefur.

Lesa meira

Eftirlitsflug TF-SIF um Húnaflóa og Vestfirði - 13.6.2013

SIF_MG_1474

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór nýverið í gæslu og hafískönnun frá Húnaflóa og suður með Vestfjörðum. Könnuð var skipaumferð í Húnaflóa og síðan haldið til hafískönnunar út af Vestfjörðum. Komið var að ísröndinni N- af Horni og henni fylgt vestur á Dhornbanka einnig var könnuð skipaumferð N- af Horni og út Kópanes.

Lesa meira

Varðskip, þyrla og sjóbjörgunarsveitir kallaðar út - 10.6.2013

Reynir_Thor

Þyrla, varðskip og sjóbjörgunarsveitir SL á Vestfjörðum voru kallaðar út um kl. 16:00 í dag eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði árangurslaust reynt að ná í fiskibát sem hvarf úr ferilvöktun og svaraði ekki uppköllum varðstjóra Landhelgisgæslunnar á kall- og neyðarrásinni, rás 16.

Lesa meira

Gengið frá samningum um leigu á þyrlum - 10.6.2013

GNA2

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra veitti sl. fimmtudag forsvarsmönnum Landhelgisgæslunnar heimild til þess að ganga til samninga vegna áframhaldandi leigu á tveimur björgunarþyrlum til fjögurra ára. Landhelgisgæslan gekk á föstudag frá samningum vegna leigunnar.

Lesa meira

Áhöfn Þórs mældi Kolbeinsey - 10.6.2013

Kolbeinsey06062013Heimas

Áhöfn varðskipsins Þórs fór nýverið í land í Kolbeinsey og mældu eyjuna en hún er nú orðin tvískipt og hefur mjög látið undan ágangi sjávar, hafíss og veðra. Kolbeinsey er nyrsti punktur Íslands og var miðað við hana þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur og mörkuð var miðlína milli Grænlands og Íslands.

Lesa meira

Mikil sjósókn í dag - 6.6.2013

Eftirlit á Breiðafirði - júní 2012

Strandveiðar eru nú í fullum gangi og 925 skip og bátar á sjó innan íslenska hafsvæðisins. Mikið er að gera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar enda hafa ekki verið fleiri á sjó á árinu. Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar aðgerðasviðs eru flestir með haffæris- og lögskráningarmál í lagi.

Lesa meira

Varnarmálafulltrúar kynntu sér starfsemi LHG - 5.6.2013

VarnarmheimasIMG_2397

Landhelgisgæslan fékk í vikunni heimsókn varnarmálafulltrúa átta þjóða, Ítalíu, Kanada, Frakklands, Bandaríkjanna, Finnlands, Þýskalands, Bretlands og Hollands sem komu til að kynna sér öryggis- og varnarmál hér á landi.Áttu þeir m.a. fundi með varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslunni og ríkislögreglustjóra.

Lesa meira

Varðskipið Þór á Bolungarvík og Flateyri um helgina - 3.6.2013

IMG_2017-(Large)

Varðskipið Þór tók um helgina þátt í hátíðahöldum sjómannadagsins á Bolungarvík og Flateyri. Farin var skemmtisigling með gesti og var skipið opið til sýnis. Einnig tók áhöfnin þátt í kappróðri og öðrum viðburðum helgarinnar. Á laugardag veitti Landhelgisgæslan viðtöku heiðursviðurkenningu fyrir einstakt björgunarafrek þyrluáhafnar TF-LIF við strand Jónínu Brynju ÍS-55

Lesa meira

Ítalir koma til loftrýmisgæslu - 3.6.2013

AIR_Eurofighters_Italy_Top_lg

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 10. júní nk. með komu flugsveitar ítalska flughersins. Alls munu um 150 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu og koma þeir til landsins með sex F-2000 orrustuþotur, B767 eldsneytisvél og C130 birgðaflutningavél. Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum 12.-14. júní nk.

Lesa meira

Börn úr Ölduselsskóla heimsóttu flugdeildina - 3.6.2013

_33A2291

Það var áhugasamur hópur barna úr Ölduselsskóla sem heimsótti nýverið flugdeild Landhelgisgæslunnar. Börnin skoðuðu bæði þyrluna Líf og flugvélina Sif en það var Thorben J. Lund yfirstýrimaður sem fræddi þau um tækin og flugdeildina. Börnin sýndu mikinn áhuga og margar skemmtilegar spurningar voru lagðar fyrir Thorben sem hann svaraði fumlaust enda vanur maður þar á ferð.

Lesa meira

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur - 2.6.2013

Domkirkja3

Sjómannadagshelgin er haldin hátíðleg víða um land með samkomum við allra hæfi. Varðskipið Þór tók í gær þátt í hátíðarhöldum á Bolungarvík og tekur varðskipið í dag þátt í hátíðarhöldum á Flateyri. Að venju á Sjómannadaginn var haldin athöfn við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði.  Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og áhöfn frönsku skonnortunnar Etoile stóðu heiðursvörð og lagður var blómsveigur að Minningaröldum Sjómannadagsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra tók þátt í athöfninni.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann frönsku stúlkuna - 2.6.2013

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann kl. 23:28 frönsku stúlkuna sem leitað hefur verið að frá því í gærkvöldi milli Vatnsdals og Dumbudals sem er austur af botni Skötufjarðar.  Var hún komin langleiðina yfir Skötufjarðarheiði. Konan var vel áttuð, köld og blaut en annars þokkalega á sig komin. Þyrlan lenti með konuna kl. 23:45 á Ísafirði. Ekki var ekki talin þörf á að flytja frönsku stúlkuna með þyrlunni til Reykjavíkur heldur var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.

Lesa meira

Landhelgisgæslan heiðruð á Sjómannadeginum í Bolungarvík - 1.6.2013

Thor_3_Bolvik

Landhelgisgæslan veitti í dag móttöku heiðursviðurkenningu Sjómannadagsins í Bolungarvík í ár vegna frækilegs björgunarafreks áhafnar TF-LÍF við strand Jónínu Brynju ÍS-55 við Straumnes þann 25. nóvember 2012. Varðskipið Þór leiddi í morgun hátíðarsiglingu skipa og báta í Bolungarvík og var skipið skipið síðan opið sýnis fyrir gesti hátíðarinnar.

Lesa meira

Þyrla LHG tók þátt í leit að erlendri ferðakonu - 1.6.2013

Landhelgisgæslunni barst kl. 02:38 í nótt beiðni um aðstoð þyrlu frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leitar að ungri erlendri ferðakonu sem

hefur ekki sést frá því hún lagði af stað um klukkan tíu í gærmorgun og ætlaði í Heydal. Búið var að svipast um eftir konunni án árangurs.Þyrla var kölluð út og fór TF-LÍF í loftið kl.  03:18 til leitar. Leitað var í 3 ½ klst á svæðinu.

Lesa meira

Baldur fylgdi frönsku skonnortunni Etoile til Reykjavíkur - 30.5.2013

Etoile
Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur fylgdi í dag skonnortunni Etoile frá Akranesi til Reykjavíkur en Etoile heiðrar Hátíð hafsins með heimsókn sinni þetta árið.  Skútan verður til sýnis við Sjómannasafnið í Vesturhöfn Gömlu Hafnarinnar um helgina. Áhöfn Etoile mun einnig taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins með starfsmönnum Landhelgisgæslunnar. Lesa meira

TF-GNA sótti sjúkling um borð í erlent farþegaskip - 30.5.2013

WP_20130530_010
Landhelgisgæslunni barst kl 15:14 aðstoðarbeiðni frá norsku farþegaskipi vegna farþega um borð með hjartaáfall. Skipið var var staðsett um 47 sjómílur suður af Ingólfshöfða og var því strax gefin fyrirmæli um að sigla nær landi til að stytta vegalengd þyrlu í útkalli. TF-GNÁ fór í loftið kl. 16:14. Lesa meira

Þyrla kölluð út eftir slys á Hvolsvelli - 29.5.2013

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni fjarskiptamiðstöðvar RLS kl. 18:09 eftir að slys varð á Hvolsvelli. TF-LÍF fór í loftið kl. 18:33 og var þá sjúkrabifreið á leið til móts við þyrluna. Lent var við sjúkrahúsið á Selfossi kl. 18:49 og var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna.

Lesa meira

Vetur á Gunnólfsvíkurfjalli - 29.5.2013

29-Mai-2013-003

Þrátt fyrir að orðið sé vorlegt á höfuðborgarsvæðinu er ekki sömu sögu að segja á Gunnólfsvíkurfjalli þar sem Landhelgisgæslan sér um rekstur ratsjár- og fjarskiptastöðar.  Sjá myndir sem voru teknar í morgun.

Lesa meira

Varðskipið Þór við eftirlit - Tekur einnig þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins. - 28.5.2013

SjomannadagurTHOR8

Varðskipið Þór hélt í gær úr höfn í Reykjavík um verður skipið næstu vikur við eftirlit innan íslenska hafsvæðisins. Þór tekur að sjálfsögðu þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins um næstu helgi, heimsækir Bolungarvík laugardaginn 1. júní og Flateyri á sjálfan sjómannadaginn 2. júní.

Lesa meira

Annríki hjá stjórnstöð og flugdeild um helgina - 27.5.2013

Talsvert annríki var um helgina hjá stjórnstöð og flugdeild Landhelgisgæslunnar vegna aðstoðarbeiðna. Á föstudag var þyrla kölluð út  vegna leitar að erlendum göngumanni á Fimmvörðuhálsi og eftir köfunarslys á Þingvöllum. Á laugardag var hún aftur kölluð út tvisvar sinnum eftir slys í mótorkrosskeppni.  

Lesa meira

Umferðareftirlit með þyrlu LHG - 23.5.2013

Umferdareftirlit_LHG_Logr040808

Lögreglan á Selfossi fór í eftirlitsflug með þyrlu Landhelgisgæslu Íslands á annan í Hvítasunnu.  Flogið var austur með suðurströnd landsins og eftirlitinu sinnt, bæði úr lofti og af jörðu niðri.   Í leiðinni var tekin æfing með lögreglumönnum á Hvolsvelli þar sem æfð var mæling ökuhraða ökutækja á vegi niðri með svokallaðri jafnhraðamælingu.   Slík mæling fer þannig fram að þyrlunni er flogið með sama hraða og ökutækinu sem mælt er er ekið.

Lesa meira

Gagnlegar æfingar Landhelgisgæslunnar með tundurduflaslæðurum - 22.5.2013

DSC_4380

Floti tundurduflaslæðara Atlantshafsbandalagsins sem hefur verið í heimsókn hér við land lét úr höfn í gærkvöldi og sigla skipin nú til heimahafna sinna í Evrópu. Skipin fimm voru við æfingar með Landhelgisgæslunni í sl. viku auk þess sem æft var með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Við lok æfingarinnar var farið yfir helstu niðurstöður og árangur heimsóknarinnar. Allir aðilar voru sammála um mikilvægi og gagnsemi þeirra.

Lesa meira

Varðskipið Þór við eftirlit á Reykjaneshrygg - 21.5.2013

IMG_1721_fhdr

Varðskipið Þór var nýverið við eftirlit á Reykjaneshrygg en þar standa nú yfir úthafskarfaveiðar á svæði Norður Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Þar eru nú að veiðum tólf íslensk skip og þrjátíu erlend utan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar. Varðskipsmenn fóru til eftirlits um borð í skip á svæðinu en þar hefur verið mokveiði undanfarna daga. Tvö skip fengu alvarlega áminningu.

Lesa meira

Þyrlur LHG kallaðar út eftir rútuslys á Snæfellsnesi - 18.5.2013

TF-LIF_8625_1200

Upp úr klukkan 13:00 varð harður árekstur langferðabifreiðar og húsbíls um fimm kílómetra vestur af Grundarfirði við Látravík. Fimmtán manns voru í langferðabílnum og tveir í húsbílnum.Einn farþegi úr húsbílnum er alvarlega slasaður og annar minna slasaður og er Líf þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þá til Reykjavíkur og lenti við Landspítalann í Fossvogi um kl. 15:30.

Lesa meira

Starfsmönnum LHG boðið í siglingu með tundurduflaslæðurum - 17.5.2013

Tundurdslaedarar

Starfsmönnum Landhelgisgæslunnar var í vikunni boðið að kynnast starfi tundurduflaslæðaranna sem hafa verið við æfingar með Landhelgisgæslunni að undanförnu. Siglt var með hollenska skipinu HNLMS Urk í Hvalfjörð og var þar búnaður skipsins notaður til að skoða hafsbotninn.

Lesa meira

Á sleðanum í vinnuna - 16.5.2013

Bolafjall_Mai2013_2

Landhelgisgæslan tekur að sjálfsögðu þátt í vinnustaðaátakinu Hjólað í vinnuna með tveimur liðum. Ekki hafa allir möguleika á að taka þátt, t.d. þau sem starfa á varðskipunum og starfsmenn Landhelgisgæslunnar á ratsjárstöðinni Bolafjalli. Ástæðan sést vissulega á þessum myndum

Lesa meira

Tundurdufl fannst við leit tundurduflaslæðara - 15.5.2013

Bellis

Sprengjusérfræðingar og kafarar Landhelgisgæslunnar hafa að undanförnu verið við æfingar og leit neðansjávar með flota tundurduflaslæðara Atlantshafsbandalagsins sem eru í heimsókn hér við land. Við leitina í dag fannst breskt tundurdufl í Hvalfirði á 33 metra dýpi sem tilheyrir kafbátagirðingu sem var lögð út í seinni heimstyrjöldinni. Duflið fannst með sónar belgíska skipsins Bellis og köfuðu síðan kafarar Landhelgisgæslunnar niður til að auðkenna það. Ákveðið var að eyða tundurduflinu.

Lesa meira

Leikskólinn Nóaborg heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar - 15.5.2013

Noaborg

Flugdeild Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn fróðleiksfúsra barna úr útskriftarhópi leikskólans Nóaborgar. Guðmundur Ragnar Magnússon stýrimaður og sigmaður tók á móti hópnum og sýndi þeim þyrlur og flugvél Gæslunnar.

Voru þau mjög ánægð með heimsóknina og fannst spennandi að skoða þessi stóru björgunartæki.

Lesa meira

Landhelgisgæslan brýnir fyrir sjómönnum að hlusta á neyðarrás 16 - 15.5.2013

_MG_0632

Nú þegar strandveiðar eru komnar í fullan gang hafa allnokkur tilfelli komið upp þar sem erfitt hefur verið að ná í báta sem eru að veiðum en þeir eiga að nota neyðarrás 16 á VHF og ber skylda til að hafa hana opna. Einnig hefur verið erfitt að ná í farsíma um borð. Er slíkt afar bagalegt þegar Landhelgisgæslan þarf nauðsynlega að kalla á aðstoð fyrir báta sem lenda í vandræðum á sama svæði.

Lesa meira

Þór við æfingar með tundurduflaslæðurum - 14.5.2013

009

Varðskipið Þór hefur síðastliðna tvo daga verið við æfingar með skipum úr flota tundurduflaslæðara Atlantshafsbandalagsins sem eru nú í heimsókn hér við land.  Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar og fá áhafnir skipanna margvíslega þjálfun m.a. er æft verklag við björgunaraðgerðir,gerðar siglingaæfingar, æfð leit að smygli í skipum, aðstoð við löskuð skip og fleira. 

Lesa meira

Mannbjörg þegar eldur kom upp í fiskibát - 13.5.2013

Krummi1

Mannbjörg varð upp úr hádegi þegar eldur kom upp í 8 metra löngum fiskibát 4 sjómílur SA af Arnarstapa. Einn skipverji var um borð og var honum bjargað í nærliggjandi fiskibát. Þyrla LHG var send ásamt slökkviliðsmönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang en fiskibáturinn logar stafna á milli og talið er að hann muni sökkva.

Lesa meira

Varðskipið Þór aðstoðar vélarvana fiskiskip á Breiðafirði - 11.5.2013

ThOR_April2013

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:23 í dag beiðni um aðstoð frá fiskiskipinu Þórsnesi ll/ TFKJ þar sem skipið var vélarvana um 3 sjómílur VNV af Flatey á Breiðafirði. Varðskipið Þór var staðsett í um 30 sjómílna fjarlægð og hélt samstundis til aðstoðar.

Lesa meira

Landhelgisgæslan brýnir fyrir sjófarendum að gæta öryggis - 8.5.2013

_MG_0566

Samvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar eru nú 854 skip komin á sjó og strandveiðarnar í fullan gangi. Talsverður erill hefur verið hjá stjórnstöð og greiningardeild að undanförnu og nokkuð verið um óhöpp og minniháttar bilanir. Tvö óhöpp hafa verið tilkynnt þar sem skipverja hefur tekið út af bátum.

Lesa meira

Tundurduflaslæðarar heimsækja Ísland - 7.5.2013

Tundurd_slaedarar

Næstkomandi fimmtudag er von á heimsókn flota tundurduflaslæðara Atlantshafsbandalagsins til Íslands. Flotinn samanstendur af fimm skipum sem fyrst og fremst sinna mannúðarstarfi, þau eru ORP Czernicki frá Póllandi, BNS Bellis frá Belgíu, FGS Weilheim frá Þýskalandi, HNOMS Hinnøy frá Noregi og HNLMS Urk frá Hollandi.

Lesa meira

TF-GNA æfði með frönsku freigátunni Aquitine og þyrlu hennar - 7.5.2013

Aquitaine_BaldurSveins-(5)

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var í gær við æfingar með frönsku freigátunni Aquitine sem var í Reykjavíkurhöfn yfir helgina. Einnig tók þyrla freigátunnar þátt í æfingunni. Hér má sjá myndir sem Baldur Sveinsson og áhöfn þyrlu LHG tóku í æfingunni.

Lesa meira

Baldur hefur fengið nýtt útlit - 6.5.2013

Baldur_JPA-(2)

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur sigldi í dag inn í Reykjavíkurhöfn í nýjum litum en hann hefur nú fengið sama gráa litinn og notaður hefur verið á varðskipin Þór, Ægir og Týr. Baldur fór fyrir um viku síðan í slipp hjá hjá Skipasmíðastöðinni í Njarðvík og er nú tilbúinn fyrir margvísleg sjómælinga, æfinga og eftirlitsverkefni sumarsins.

Lesa meira

Öryggissamningur undirritaður við Mílu - 3.5.2013

MILA_LHG_samn1

Nýverið undirrituðu Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Páll Á. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu öryggissamning vegna þjónustu við ljósleiðarakerfi NATO hér á landi.  Samningurinn byggir á kröfum í nýrri reglugerð nr. 959/2012 um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála.  

Lesa meira

Fyrsti dagur strandveiða í dag - fjöldi báta án lögskráningar - 2.5.2013

2011-12-15,-maeling

Samkvæmt greiningardeild Landhelgisgæslunnar eru nú 60 bátar án lögskráningar á sjó en í dag er fyrsti dagur strandveiða. Landhelgisgæslan brýnir fyrir sjómönnum að hafa þessi mál í lagi enda eru sjómenn ekki tryggðir nema vera lögskráðir.

Lesa meira

Yfirmenn norsku strandgæslunnar á fundi með LHG - 30.4.2013

_33A6285

Í dag fór fram fundur Landhelgisgæslunnar  með yfirmönnum norsku strandgæslunnar, Commodore Lars Saunes og Commander sg Yngve Kristiansen. Farið var yfir verkefni sem framundan eru í samvinnu strandgæslanna, s.s. æfingar, upplýsingamiðlun og greiningu,  þjálfunarmál og starfsmannaskipti. Einnig fengu þeir kynningu á starfsemi stjórnstöðvar, flugdeildar og varðskipsins Þórs.

Lesa meira

TF GNA væntanlega flughæf fyrir helgina - 29.4.2013

GNA1_haust2012

Eftir flutning á TF-GNA til Reykjavíkur síðastliðinn laugardag var þegar hafist handa við viðgerð. Vel gekk að finna bilunina og bíður flugtæknideild Landhelgisgæslunnar nú eftir varahlutum frá Noregi en búist er við þeim til landsins á morgun.

Lesa meira

TF-GNA komin til Reykjavíkur - 28.4.2013

Kvisker13

TF-GNA þyrla Landhelgisgæslunnar var í kvöld flutt með flutningabifreið frá Kvískerjum til Reykjavíkur og kom hún í flugskýli Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan tvö í nótt. TF-SYN flutti í dag mannskap og búnað að Kvískerjum til að undirbúa TF-GNA fyrir flutninginn og gekk framkvæmdin í alla staði mjög vel.

Lesa meira

Þyrlur danska sjóhersins til aðstoðar Landhelgisgæslunni, ef þörf krefur - 26.4.2013

_MG_7183

Danska herskipið Triton kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar fóru um borð til viðræðna við skipherrra skipsins til að athuga hver staðan væri með Lynx þyrlu sem er um borð og flogið er af flugmönnum danska flughersins. Þar kom í ljós að þyrlan er klár til útkalls og mun Landhelgisgæslan njóta aðstoðar danska sjóhersins vegna viðbragðs á þyrlur fram í miðja næstu viku.

Lesa meira

Samæfing íslenskra viðbragðsaðila með björgunarsveit breska flughersins - 26.4.2013

GNA2

Samæfing íslenskra viðbragðsaðila með björgunarsveit breska flughersins fer fram á Langjökli og í Borgarfirði um helgina. Meginmarkmið æfingarinnar er að þjálfa bresku sveitina í fjallabjörgun og undirbúa íslenska viðbragðsaðila fyrir flugslys hervéla á Íslandi.

Lesa meira

Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar verður fyrir austan fram yfir helgi - 26.4.2013

SYN_Hornafirdi

Landhelgisgæslan hefur tekið ákvörðun um að Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar verði á Kvískerjum fram yfir helgi en í dag munu blöðin verða tekin af þyrlunni og þau send með flutningabíl til Reykjavíkur. Eftir að hafa metið stöðuna til hlítar var ákveðið að klára reglubundna skoðun þyrlunnar Líf hið fyrsta og að henni lokinni hefjist vinna við Gná. Talsvert verkefni er að flytja þyrluna til Reykjavíkur en ekki er hægt að vinna að viðgerð þyrlunnar á staðnum.

Lesa meira

Bilun kom upp í þyrlu LHG á leið í útkall. - 25.4.2013

GNA1_haust2012

Bilun kom upp í Gná, þyrlu Landhelgisgæslunnar, þegar hún var á leið í útkall kl. 14:37 í dag og varð tafarlaust að lenda þyrlunni. Að sögn flugstjóra gekk lending vel og eru allir heilir á húfi. Ingibjörg, björgunarskip SL á Höfn í Hornafirði var þá kallað út og sótti það veikan skipverja um borð í fiskiskip sem staðsett var um 10 sjómílur frá landi. Þyrlunni var lent í nágrenni Hornafjarðar og bíður nú þyrluáhöfnin  eftir að þyrlan Syn komi á staðinn með flugvirkja og verður ástand þyrlunnar þá metið.

Lesa meira

Eftirlit- og gæsla um Suðaustur-, Austur og Norðausturmið - 24.4.2013

SIF4_AS

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og gæsluflug um Suðaustur-, Austur- og Norðausturmið og kannaði umferð báta og skipa á svæðinu.

Lesa meira

Gæslu- og eftirlitsflug um Faxaflóa og Breiðafjörð - 23.4.2013

GNA2

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í gæslu- og eftirlitsflug um Faxaflóa og Breiðafjörð. Flogið var yfir skyndilokun og reglugerðarhólf á svæðinu.

Lesa meira

Fiskiskip varð vélarvana við Dalatanga - 22.4.2013

Ramona

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:03 aðstoðarbeiðni á rás 16 frá fiskiskipinu Ramónu ÍS sem var með bilaða vél við Dalatanga. Flutningaskipið Green Ice C6SO4 sem var á svæðinu bauð samstundis fram aðstoð og var fiskiskipinu ráðlagt að þiggja hana þar til björgunarskip kæmi á staðinn.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir slasaðan vélsleðamann í Glerárdal - 20.4.2013

SYNAkureyri4

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti síðdegis í dag vélsleðamann sem slasaðist í Glerárdal og flutti hann á sjúkrahúsið á Akureyri. Þyrlan var stödd á Norðurlandi þegar aðstoðarbeiðnin barst Landhelgisgæslunni en hún tók í dag þátt í flugslysaæfingu sem fór fram á Langanesi.

Lesa meira

TF-SIF sækir sjúkling til Færeyja - 19.4.2013

SIF_MG_1474

Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir kl. 17:00 beiðni frá yfirvöldum í Færeyjum um að flugvél Landhelgisgæslunnar myndi sækja alvarlega veikan einstakling til Voga í Færeyjum og flytja hann til Reykjavíkur. TF-SIF fór í loftið rétt fyrir kl. 19:00 í kvöld og er flug á staðinn áætlað um tvær klukkustundir. Reiknað er með að flugvélin snúi aftur um miðnætti og verður þá sjúklingurinn fluttur á Landspítalann.

Lesa meira

Umferð á sjó eykst með batnandi veðurfari - 19.4.2013

_MG_0659

Samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar hafa 300-400 skip og bátar verið á sjó innan lögsögu Íslands síðastliðna daga, þar af einn norskur og tveir færeyskir línubátar. Greiningardeild hefur haft samband við skip og báta vegna lögskráningar og haffæris.

Lesa meira

Varðskipið Ægir vísar fiskiskipi til hafnar - 18.4.2013

IMG_2589_fhdr

Skipstjórnarmenn á greiningarsviði Landhelgisgæslunnar urðu þess varir í morgun að fiskiskip,  sem statt var undan Norðurlandi, var bæði haffærislaust og með lögskráningarmál áhafnar í ólagi. Varðskipið Ægir, sem statt var á svæðinu, var sent til eftirlits um borð í skipið og bar eftirgrennslan þeirra saman við upplýsingakerfi Landhelgisgæslunnar og var skipinu vísað til hafnar

Lesa meira

Hefur starfað samfellt í 45 ár hjá Gæslunni - 17.4.2013

SSK_Graenland

Um þessar mundir eru 45 ár liðin síðan Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á varðskipinu Þór hóf störf hjá Landhelgisgæslunni. Sigurður Steinar var lögskráður háseti á varðskipinu Maríu Júlíu þann 13. apríl 1968 þegar Höskuldur Skarphéðinsson var skipherra og hefur hann síðan starfað óslitið hjá Landhelgisgæslunni, bæði innan varðskipa- og flugdeildar.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar eyddu Pikrinsýru sem var orðin sprengifim - 16.4.2013

Pikrinsyra

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru í dag fengnir til að eyða talsverðu magni af Pikrinsýru sem var útrunnin og því hættuleg. Pikrinsýra (picrid acid) er notuð á rannsóknastofum og verður efnið að sprengiefni þegar það er í þurru ástandi. Sprengjusérfræðingar LHG gerðu efnið öruggt til flutnings og var það síðan fært til eyðingar.

Lesa meira

Íslenskur tækjabúnaður í þróun sem mun nýtast við leit og björgun - 16.4.2013

TF-LIF_8586_1200
Landhelgisgæslan hefur að undanförnu komið að þróun og prófunum nýs tækjabúnaðar sem verður notaður við leit að týndu fólki í óbyggðum. Skilyrði fyrir notkun tækisins er að sá týndi sé með kveikt á GSM síma. Um er að ræða færanlega GSM móðurstöð með fylgibúnaði sem staðsett er í þyrlu. Hugmyndina fékk Óskar Valtýsson fjarskiptastjóri hjá Landsvirkjun þegar hann fylgdist með umfangsmikilli leit fyrir tveimur árum. Lesa meira

Eftirlitsflug um Suðvestur og Vesturland - 15.4.2013

_MG_3255

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fóri í dag í eftirlits- og gæsluflug um Suðvestur og Vesturland. Við flugtak og lendingu var svipast um eftir konu sem leitað hefur verið að síðastliðna daga, án árangurs.Hér er ratsjármynd sem var tekin í fluginu.

Lesa meira

Fallhlífarstökks- og eftirlitsflug TF-SIF - 9.4.2013

SIF

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF fór í dag í fallhlífarstökks og eftirlitsflug um SV- djúp. Flugið hófst með að fjórir nemar í fallhlífarstökki, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og Ríkislögreglustjóra, stukku út í 1200 fetum en þeir hafa að undanförnu hlotið þjálfun hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík.

Lesa meira

Bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum - 8.4.2013

GNA1_haust2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar stöðvaði í dag bát að handfæraveiðum innan reglugerðarhólfs þar sem bannaðar eru veiðar vegna hrygningarstopps. Var báturinn færður til hafnar og tók lögregla á móti honum. Landhelgisgæslan brýnir fyrir sjómönnum að fylgjast vel með lokunum sem eru í gangi hverju sinni.

Lesa meira

Landhelgisgæslan æfir með Herjólfi - 8.4.2013

Thor_Herjolfur1

Síðastliðinn laugardag fóru fram æfingar varðskips og þyrlu Landhelgisgæslunnar með farþegaskipinu Herjólfi. Æfingar sem þessar eru liður í viðbragðsáætlunum og skiptust þær í tvo þætti. Fyrri æfingin haldin um daginn þar sem Herjólfur var tekinn í tog af varðskipinu um kvöldið kom svo þyrla LHG á vettvang og fékk áhöfn Herjólfs þjálfun í móttöku á þyrlu.

Lesa meira

Kanadíska flugsveitin með fjölskyldudag - 6.4.2013

20130406_121107

Í dag var starfsmönnum Landhelgisgæslunnar, ISAVIA, kanadíska sendiráðsins og annarra samstarfsaðila, ásamt fjölskyldum, boðið í opið hús hjá kanadísku flugsveitinni sem stödd er hér á landi. Þotur, eldsneytisvél og ýmiss búnaður þeirra var til sýnis og boðið var upp á gómsætar kanadískar pönnukökur með hlynsírópi. Einnig var slökkvibíll frá Keflavíkurflugvelli til sýnis og þyrla Landhelgisgæslunnar kom við.

Lesa meira

Flot úr kafbátagirðingu fannst við Markarfljót - 4.4.2013

Dufl_VID_SELJALAND2

Landhelgisgæslunni barst á miðvikudag tilkynning um torkennilegan hlut sem fannst við Markarfljót, skammt frá þjóðveginum.  Þar sem ekki tókst að senda mynd til Landhelgisgæslunnar var ákveðið að þyrla í eftirlitsflugi kæmi við á staðnum og myndaði hlutinn.  Einnig voru höfð afskipti af tómstundaveiðimönnum sem voru að veiðum innan hrygningarstoppssvæðis.

Lesa meira

Vilhjálmur Óli Valsson, yfirstýrimaður og sigmaður látinn - 2.4.2013

Villi_AS

Vilhjálmur Óli Valsson, yfirstýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, lést sl. laugardagskvöld á Landspítalanum eftir stranga baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tilkynnti starfsmönnum Landhelgisgæslunnar um andlát Vilhjálms Óla í morgun. Georg sagði að Vilhjálmur hefði tekist á við erfið veikindi af einstæðu æðruleysi, dugnaði og elju sem einkenndi Vilhjálm og öll hans störf.

Lesa meira

Annir í stjórnstöð LHG - 30.3.2013

_MG_0659

Talsverðar annir hafa verið hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar síðastliðna sólarhringa. M.a. var þyrla kölluð út þegar óttast var um bát á leið út af Vatnsleysu. Björgunarskip SL fann bátinn og þegar þyrlan var klár í flugtak. 

Lesa meira

Þyrla LHG aðstoðar við að slökkva sinubruna - 25.3.2013

16062012_LHG_slokkvistorf

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:08 beiðni frá slökkviliðinu í Borgarbyggð um aðstoð þyrlu LHG vegna sinubruna við bæinn Gröf í Lundarreykjadal. TF-LIF var komin á staðinn kl. 18:10 og logaði þá talsverður eldur á svæðinu. Alls voru farnar 22 ferðir til að sækja vatn í slökkviskjóðuna og sást fljótt árangur.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti slasaðan vélsleðamann í Veiðivötn - 24.3.2013

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag eftir að vélsleðaslys varð í Veiðivötnum. Áætlað er að þyrlan komi á staðinn um kl. 17:00.

Lesa meira

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Landhelgisgæsluna - 19.3.2013

CarlBildt_heimsokn20

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar kom í stutta heimsókn til Landhelgisgæslunnar í dag áður en hann hélt af landi brott. Ráðherrann kom í fylgd Anders Ljunggren sænska sendiherrans á Íslandi, heimsóttu þeir starfsemi flugdeildarinnar í Reykjavík og kynntu sér skipulag loftrýmisgæslu og eftirlits hér við land.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti skipverja sem slasaðist - 19.3.2013

_33A5909

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA sótti í gærkvöldi skipverja sem slasaðist um borð í togara sem var staðsettur um 20 sjómílur norðvestur af Grundarfirði. Beiðni um aðstoð þyrlunnar barst kl. 21:35 en þá var þyrlan við æfingar í Skjaldbreið og var strax flogið á staðinn. Komið var að skipinu kl 22:28 um 11 sjómílur norður af Ólafsvík

Lesa meira

Erill hjá Landhelgisgæslunni um helgina - 18.3.2013

Talsverður erill var hjá Landhelgisgæslunni um helgina og voru loftförin kölluð út fjórum sinnum vegna leitar- björgunar- og sjúkraflugs. Auk þess var flogið með tæknimenn á Straumnesfjall vegna vinnu við fjarskiptabúnað, farið  í eftirlits- og löggæsluflug um Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði og flogið út að Hornbjargi til að kanna friðlandið.

Lesa meira

Fjölmenni við heimsókn varðskipsins Þórs til Patreksfjarðar - 18.3.2013

PatrHeimsokn_Thor11

Varðskipið Þór var um helgina til sýnis fyrir bæjarbúa og nágrannasveitir Patreksfjarðar og kom um helmingur íbúa um borð en um 650 manns búa í bæjarfélaginu. Þórir Sveinsson, starfandi bæjarstjóri tók á móti skipinu fyrir hönd sveitarfélagsins og leiddi síðan áhöfn varðskipsins gestina um skipið, kynntu tækjabúnað og verkefni þess. 

Lesa meira

Þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar tóku þátt í leit á Vatnajökli - 17.3.2013

Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar voru í gærkvöldi kallaðar út til leitar eftir að tilkynning barst um neyðarblys yfir Vatnajökli, upp af Jökulheimum.  Einnig voru björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar kallaðar til leitar á svæðinu. TF-LÍF fór í loftið kl. 22:28 og var byrjað að leita á svæðinu kl. 23:25. Flugvélin TF-SIF fór í loftið kl. 01:20 og var óskað eftir að flugvélin myndi leita Tungnársvæði með hitamyndavél. Leit hófst kl. 01:47

Lesa meira

TF-SIF í sjúkraflug til Færeyja - 15.3.2013

SIF_eldgos_ArniSaeberg

Landhelgisgæslunni barst í morgun beiðni frá heilbrigðisyfirvöldum í Danmörku um að flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF myndi sækja til Færeyja alvarlega veikan mann sem nýverið slasaðist í bílslysi. Þar sem aðrir aðilar gátu ekki tekið að sér sjúkraflugið var leitað til Landhelgisgæslunnar en nauðsynlegt var fyrir sjúklinginn að gangast undir læknismeðferð hér á landi.

Lesa meira

Varðskipið Þór heimsækir Patreksfjörð um helgina - 15.3.2013

ÞOR Arni Saeberg

Varðskipið Þór er væntanlegt  til Patreksfjarðar um helgina og er áætlað að skipið verði opið til sýnis á laugardag frá kl. 13:00-16:00. Áhöfn varðskipsins mun leiða gesti um skipið, segja frá tækjabúnaði og getu þess.  Landhelgisgæslan hvetur fólk til að koma um borð og skoða hið glæsilega varðskip sem er bylting í vöktun, öryggismálum,  leit og björgun innan íslenska hafsvæðisins.

Lesa meira

Sameiginlegt eftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu í Faxaflóa - 14.3.2013

IMG_1802_fhdr

Landhelgisgæslan og Fiskistofa fóru í vikunni í sameiginlegt eftirlit með fiskveiðum í Faxaflóa, vestur og suð-vestur af Reykjanesskaga. Ágætt veður var á svæðinu og fjöldinn allur af fiskiskipum og fiskibátum á sjó.

Lesa meira

Líkur á að draugaskipið sé enn ofansjávar - 13.3.2013

Lyuobv-Orlova-&-charlene-Hunt-(Jan-20,-2013)

Upplýsingar voru að berast Landhelgisgæslunni í dag að annar neyðarsendir sem tilheyrir draugaskipinu Luybov Orlova hafi farið í gang þann 8. mars s.l. og er hann enn að senda frá sér staðsetningarupplýsingar.  Þessar staðsetningar eru ekki langt frá þeim stað þar sem annar neyðarsendir frá skipinu fór í gang 25. febrúar.  Núverandi staðsetning sendisins er 685 sjómílur aust-norð-austur af Nýfundnalandi en staðsetning sendisins undir lok febrúar var um 700 sjómílur aust-norð-austur af Nýfundnalandi. 

Lesa meira

Eftirgrennslan hófst að bát sem datt úr ferilvöktun - mikilvægt að hlusta ætíð á neyðarrásina - 13.3.2013

_MG_0566

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hóf í morgun eftirgrennslan að fiskibát með einn mann um borð sem datt úr ferilvöktun. Varðstjórar reyndu að ná sambandi við bátinn í gegnum talstöðvar og síma en það bar ekki árangur. Haft var samband við nokkur símanúmer sem eru skráð á bátinn og reyndist eitt þeirra vera hjá aðstandanda sem varð órólegur.

Lesa meira

Mynd af Þór í ísingu á Ísafjarðardjúpi - 13.3.2013

Ising_Isafjardardjupi_mars2013

Hér er mynd sem var tekin á varðskipinu Þór í síðastliðinni viku eftir að komið var í Ísafjarðardjúp. Að sögn skipherra gustaði vindur mest í 74 hnúta sem eru rúm 12 vindstig sem er yfir 35 m/sek eða fárviðri. „Annars fór skipið vel með þetta,  þó ekki mikill sjór fyrr en komið var að Barða en þar var mest 8 – 10 metra ölduhæð“.

Lesa meira

Gæsluflug TF SIF í dag - Staðan innan hafsvæðisins - 11.3.2013

_MG_3695
TF SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í dag í löggæslu- og eftirlitsflug um suðvestur - suðausturmið og djúp. Haft var samband við skip á svæðinu og skipst á upplýsingum. Einnig fengu þrjú skip áminningu. Gert er ráð fyrir aukinni sjósókn á næstunni.  Lesa meira

Landhelgisgæslan minnir sjómenn á að kanna gildistíma haffærisskírteina og vera með lögskráningar í lagi. - 11.3.2013

Balduragust2012GBA-(2)

Nú þegar veður batnandi fer og vorar í lofti eykst sjósókn þar sem bátasjómenn fara að hugsa sér til hreyfings og sigla til veiða.  Landhelgisgæslan vill minna sjómenn á að kanna gildistíma haffærisskírteina og vera með lögskráningar í lagi um borð áður en haldið er á sjó. Að undanförnu hefur talsvert borið á því að starfsmenn á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar hafi þurft að gera athugasemdir við ferðir báta á sjó.

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð út eftir vélsleðaslys í Skagafirði - 10.3.2013

Jokull_thyrlaLHG

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:05 í dag eftir að tilkynning barst um vélsleðaslys í Unadal í Skagafirði. Ók maðurinn fram af hengju og fékk sleðann ofaná sig. Björgunarsveitir á svæðinu voru þá á leið á staðinn auk læknis á vélsleða.Þyrlan fór í loftið kl. 16:30 og lenti við slysstað kl. 17:33. Hafði þá læknir búið um meiðsli hins slasaða og var rétt fyrir kl. 18:00 verið að flytja manninn um borð í þyrluna.

Lesa meira

Þyrla LHG tók þátt í björgunaraðgerðum við Botnsúlur - 8.3.2013

GNA1_haust2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan tvö í dag eftir að tilkynning barst um mann sem slasaðist við Botnsúlur í Hvalfirði. Var þá þyrlan í æfingu á ytri höfn Reykjavíkur og hélt strax inn á Reykjavíkurflugvöll til að taka eldsneyti. Var farið að nýju í loftið kl. 14:29 og fóru undanfarar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar með þyrlunni.

Lesa meira

Merki bárust frá neyðarsendi draugaskipsins Lyubov Orlova - 8.3.2013

Lyubov-Orlova

Landhelgisgæslunni bárust nýlega fregnir af  draugaskipinu Lyubov Orlova frá Írsku Strandgæslunni en komið hefur fram í fjölmiðlum að talið er líklegt að skipið hafi sokkið. Samkvæmt Írsku Strandgæslunni tók neyðarsendir sem tilheyrði skipinu að senda frá sér merki í byrjun síðustu viku en eins og vitað er þá geta sendarnir farið í gang af ýmsum ástæðum. Landhelgisgæslan hefur það í huga að draugaskipið geti enn verið á reki djúpt suður af Íslandi.

Lesa meira

Kanada kemur til loftrýmisgæslu - 7.3.2013

Gunnolfsvfjall

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 18. mars nk með komu flugsveitar kanadíska flughersins.  Alls munu um 170 liðsmenn kanadíska flughersins taka þátt í verkefninu og koma þeir til landsins með sex  F-18 orrustuþotur og eina eldsneytisbirgðavél. Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum þ.e. Akureyri og Egilsstöðum

Lesa meira

Landhelgisgæslan tekur þátt í Skrúfudegi Tækniskólans - 7.3.2013

Sjomskolinn

Landhelgisgæslan tekur nk. laugardag frá kl 13:00 til 16:00 þátt í hinum árlega Skrúfudegi Tækniskólans sem er í umsjón skólafélags Vélskóla Íslands og nemendafélags Stýrimannaskólans í Reykjavík. Skrúfudagurinn fer fram í Sjómannaskólanum við Háteigsveg og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá, kynningar og fleira.

Lesa meira

Sprengjudeildin aðstoðar í ófærðinni - Aðstoðarbeiðnir af fjöllum berast í gegnum neyðar- og uppkallsrás skipa - 6.3.2013

photo3

Starfsmenn séraðgerða- og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar voru í morgun kallaðir til aðstoðar lögreglu og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna ófærðarinnar.  Einnig eru dæmi um að vegfarendur á fjallvegum og heiðum  hafi gert vart við sig á neyðar- og uppkallsrás skipa í morgun, þ.e. rás 16 og þannig náð sambandi við  stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Landhelgisgæslan þakklát fyrir það mikla traust sem hún nýtur meðal almennings - 6.3.2013

JolakortLHG2012

Landhelgisgæslan nýtur mests trausts almennings samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup sem birtust í gær en samkvæmt þeim treysta 90% þjóðarinnar henni vel.  Landhelgisgæslan er afar stolt og þakklát yfir þessum niðurstöðum sem staðfesta að meginþorri þjóðarinnar er sáttur við störf hennar.  Að baki þessu mikla trausti er samheldinn og hæfur hópur starfsmanna.

Lesa meira

Þrjú þyrluútköll á tólf klukkustundum - 4.3.2013

GNA2

Það var í nógu að snúast hjá stjórnstöð og þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar um helgina. M.a. bárust þrjú útköll á tólf klukkustundum.

Lesa meira

Tvö þyrluútköll í kvöld - 3.3.2013

Nætursjónaukar

Tvö útköll bárust á þyrlu Landhelgisgæslunnar í kvöld. Fyrra útkallið  barst kl. 20:23 og var að beiðni læknis á Hvolsvelli eftir að jeppi valt á Þingskálavegi við Svínhaga en seinna útkallið barst þegar þyrlan var við það að lenda við Landspítalann vegna bifreiðar sem festist í Sandavatni suður af Langjökli.

Lesa meira

Samæfing Landhelgisgæslunnar fór fram í dag - 1.3.2013

IMG_4532
Í dag var haldin samæfing stjórnstöðvar, varðskips og loftfara Landhelgisgæslunnar en í henni tóku þátt varðskipið Þór, flugvélin Sif og þyrlurnar Líf og Gná ásamt stjórnstöð. Markmið æfingarinnar var að æfa framkvæmd leitar og björgunar á sjó í samræmi við

leiðbeiningar Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar og Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð út til bráðaflutnings - 28.2.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:59 að beiðni læknis á Kirkjubæjarklaustri vegna alvarlegra veikinda. Sjúkrabíll sótti sjúkling og keyrði hann á móti TF-LÍF sem fór í loftið frá Reykjavík kl. 15:18. Sjúkrabíll og þyrla mættust á flugvellinum í Vík kl. 16:15.

Lesa meira

Draugaskip rekur um Norður Atlantshafið - 27.2.2013

Orlova

Eins og fram kom í frétt á heimsíðu LHG þann 19. febrúar rekur nú mannlaust 4000 tonna skemmtiferðaskip austur af Nýfundnalandi, NA- eða A af svæði sem kallast Flæmski Hatturinn. Engin leið er að vita staðsetningu draugaskipsins "Lyubov Orlova" fyrr en sjónræn staðfesting fæst. Ýmsar getgátur eru um staðsetningu sem eru byggðar á gervitunglamyndum

Lesa meira

Þyrlur kallaðar út og varðskip í viðbragðsstöðu eftir að flugvél tilkynnti um bilun - 26.2.2013

Thyrla_stjornklefi

Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og varðskipið Þór, sem statt er við SV vert landið, var sett í viðbragðsstöðu eftir að tilkynning barst um bilun í farþegaþotu sem stödd var um 12 sjómílur frá Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

Staðan innan hafsvæðisins - samæfing LHG haldin á föstudag - 25.2.2013

THOR_flug_EmilValgeirs

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar eru að jafnaði um 200-250 skip á sjó þessa dagana innan lögsögu Íslands. Flotinn er nokkuð dreifður en þó er nokkur umferð togara á Vestfjarðamiðum og vestur af Kolbeinsey. Næstkomandi föstudag er fyrirhuguð samæfing stjórnstöðvar, varðskips og loftfara Landhelgisgæslunnar en í æfingunni taka þátt varðskipið Þór, flugvélin SIF og þyrlurnar LIF og GNA ásamt stjórnstöð.

Lesa meira

Þyrla LHG bjargar fólki úr sjálfheldu í Landmannalaugum - 25.2.2013

GNA1_haust2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:08 beiðni um útkall þyrlu eftir að tilkynning barst til 112 um fólk í sjálfheldu í Landmannalaugum. Fimm manns voru í bifreið sem ekið var út í á,  fór bíllinn á kaf og beið fólkið eftir björginni á þaki bílsins. Þyrla LHG fór í loftið kl. 17:35 og kom að staðnum kl. 18:46. Fólkið var komið um borð í þyrluna kl. 18:58.

Lesa meira

Afkastageta flugvélar LHG mikilvæg á íslenska hafsvæðinu - 21.2.2013

21022013_Radar

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í um 4 klst. eftirlitsflug í gærkvöldi þar sem floginn var hringur umhverfis landið og haft eftirlit með íslenska hafsvæðinu. Meðfylgjandi radarmynd var tekin í fluginu en hún sýnir skipaumferð og hafísbrún sem er u.þ.b. 100 sjómílur NNV af Kögri.

Lesa meira

Námskeið fyrir varðstjóra um samskipti við flugatvik - 20.2.2013

SRR

Starfsmenn stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar - JRCC Ísland (Joint Rescue Coordination Centre) hafa að undanförnu setið námskeið hjá ISAVIA sem heitir OACC alerting JRCC sem fjallar um samskipti flugstjórnarmiðstöðvar í Reykjavík og björgunarmiðstöðvarinnar JRCC Ísland.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti slasaðan skipverja af loðnuskipi - 19.2.2013

2013-02-19-1049

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:40 beiðni um aðstoð frá skipstjóra á íslensku loðnuskipi eftir að skipverji slasaðist um borð þar sem skipið var staðsett á Meðallandsbugt. Gefið var samband við þyrlulækni sem taldi að hinn slasaði þyrfti að komast á sjúkrahús. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi  kl. 15:20. 

Lesa meira

Yfirgefið skemmtiferðaskip rekur hugsanlega í átt að Íslandi. - 19.2.2013

Lyuobv-Orlova-&-charlene-Hunt-(Jan-20,-2013)

Landhelgisgæslunni barst þann 5. febrúar síðastliðinn upplýsingar um að "Lyubov Orlova" 100 metra langt og 4000 tonna skemmtiferðaskip væri mannlaust á reki austur af Nýfundnalandi. Hugsanlega væri rek skipsins til norðausturs þ.e. í átt að Íslandi.

Lesa meira

TF-LÍF sótti slasaða konu að Gígjökli - 18.2.2013

2013-02-18-1043
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti kl. 13:51 við Landspítalann í Fossvogi með konu sem hlaut höfuðáverka eftir grjóthrun sem varð rétt fyrir hádegi við Gígjökul á Þórsmerkurleið. Þyrlan var kölluð út kl. 12:15 og fór hún í loftið kl. 12:31. Lesa meira

Fjölbreytt námskeið haldin fyrir starfsmenn LHG - 18.2.2013

IMG_0097

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa að undanförnu tekið þátt í ýmsum endurmenntunarnámskeiðum sem eru haldin á mismundandi stigum, eftir reynslu og bakgrunni starfsmanna. Má þar nefna köfunar, valdbeitingar-, skyndihjálparnámskeið auk CRM - Crew Resource Management sem fjallar um áhafnasamstarf í loftförum LHG.

Lesa meira

Rekald sást í flugi TF-SIF sem getur verið hættulegt minni bátum og skipum - 16.2.2013

_MG_3695
TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í hefðbundið gæslu- og eftirlitsflug um SV og SA mið. Í eftirlitsbúnaði sást skip sem ekki var með kveikt á eftirlitsbúnaði. Haft var samband við skipið og taldi skipsjóri að ekki þyrfti að vera með kveikt á búnaði þar sem hann var staðsettur. Einnig sást í fluginu töluvert stórt krosslaga rekald, ca. 15 x 6 metrar á kant sem var staðsett um 33 sml VSV af Reykjanesi. Lesa meira

Sprengjueyðingasveit LHG kölluð út til að eyða gömlu sprengiefni - 13.2.2013

13022013LHG_eod_eydingdinamit

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld að beiðni sérsveitar ríkislögreglustjóra eftir að tilkynning barst til lögreglunnar um að talsvert magn sprengiefnis væri geymt í gámi við íbúðarhús á sveitabæ í Hvalfjarðarsveit. Tveir af sprengjusérfræðingum LHG fóru á vettvang ásamt lögreglu til að eyða sprengiefninu.

Lesa meira

Eikarbátur í vandræðum á Þistilfirði - varðskipið Þór fylgdi bátnum til hafnar - 13.2.2013

Þor_Akureyri
Landhelgisgæslunni barst kl. 01:07 í nótt beiðni um aðstoð frá 25 tonna eikarbátnum Ramónu en  kominn var leki að bátnum og lensidælur bátsins virkuðu ekki. Einn maður var um borð í bátnum sem var staðsettur á Þistilfirði  eða um 14 sjómílur frá Þórshöfn. Varðskipið Þór og björgunarskip SVFL á Þórshöfn fóru til aðstoðar og kom Þór með bátnum til hafnar upp úr klukkan sex í morgun. Lesa meira

Fallhlífastökk og gæsluflug TF-SIF í gær - 12.2.2013

Fallhlstokk

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í gæslu og fallhlífastökksflug sem hófst með að flogið var með sjö fallhlífastökkvara á Sandskeið og stukku tveir þeirra út í 1500 fetum en fimm í 6000 fetum. Meðfylgjandi mynd var tekin 1979 fetum.

Lesa meira

Þema 112 dagsins í ár er að hvetja fólk til að læra skyndihjálp - 11.2.2013

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag, 11. febrúar. Hann er einnig haldinn víða um Evrópu en 112 er samræmt neyðarnúmer í löndum Evrópusambandsins. Þema dagsins í ár er að hvetja fólk til að læra skyndihjálp og hika ekki við að veita fyrstu aðstoð á vettvangi slysa og veikinda.

Lesa meira

Þyrlu var snúið við þegar björgunarsveitir fundu jeppa - 10.2.2013

_MG_0632

Mikill erill hefur verið í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í nótt og í morgun vegna aðstoðarbeiðna, bæði til sjós og lands. Upp úr klukkan níu hafði bátur, sem staddur var norður af Gjögurtá nyrst í Eyjafirði, samband og sögðu skipverjar að bilun væri í stýrisbúnaði.

Lesa meira

Hlaut fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppni sjómanna á Norðurlöndunum - 9.2.2013

Ytt-ur-vor

Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á varðskipi LHG fékk í gær þau gleðilegu tíðindi að ljósmynd hans „Ýtt úr vör“ lenti í fyrsta sæti í ljósmyndasamkeppni sjómanna á Norðurlöndunum. Er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingur hlýtur fyrsta sæti keppninni. Myndin var tekin í bátaæfingu áhafnar varðskipsins Ægis á Berufirði. Innilega til hamingju!

Lesa meira

Aukið úthald tækja Gæslunnar á árinu 2012 - 8.2.2013

Þór á æfingu með Norsku varðskipi
Ný samantekt Landhelgisgæslunnar yfir úthald á tækjum hennar árið 2012 sýnir umtalsverða aukningu á viðbragði Gæslunnar miðað við fyrra ár. Varðskipin voru samtals 304 daga á sjó innan íslenska hafsvæðisins í samanburði við 230 daga á sjó árið 2011. Útkallsstaða á þyrlum Landhelgisgæslunnar jókst einnig á árinu og kom aldrei upp sú staða á árinu að engin þyrla væri til taks. Lesa meira

Tólf kafarar Gæslunnar og SL við leit á Siglufirði ásamt TF SIF - 7.2.2013

NC2009_WEEKEND_DIVE_DOUG_ELSEY_PHOTO__42

Landhelgisgæslunni barst í gærkvöldi beiðni frá lögreglunni á Siglufirði þar sem óskað var eftir  köfurum Gæslunnar til aðstoðar við leit að manni sem ekkert hafði spurst til síðan um morguninn. Eru nú tólf kafarar við leit í höfninni, bæði kafarar Landhelgisgæslunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og skipta þeir með sér verkum.

Lesa meira

TF-SIF við eftirlit á miðunum umhverfis landið - 6.2.2013

SIF_MG_1474

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í um fimm klukkustunda gæslu og eftirlitsflug í gær þar sem fylgst var með umferð á miðunum umhverfis landið. Haft var samband við báta og skip sem voru að veiðum í námunda við bannssvæði eða voru ekki með fjareftirlits- og öryggisbúnað í lagi.

Lesa meira

TF-SYN sótti sjúkling í Stykkishólm - 4.2.2013

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 13:26 að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna sjúklings sem nauðsynlega þurfti að komast á sjúkrahús í Reykjavík. TF-SYN fór í loftið kl. 13:53 og lenti á flugvellinum í Stykkishólmi kl. 14:37.

Lesa meira

Í annað sinn á skömmum tíma sem óskað er eftir SIF í sjúkraflug - 4.2.2013

29012013_SIF

Í byrjun sl. viku  óskaði Landspítalinn Háskólasjúkrahús eftir að SIF flugvél Landhelgisgæslunnar myndi annast sjúkraflug til Stokkhólms. Var sjúklingur fluttur til Stokkhólms á þriðjudag í fylgd læknis, hjúkrunarfræðings og aðstandanda og var hann síðan sóttur á föstudag. Er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem óskað er eftir að SIF flytji sjúkling til Svíþjóðar.

Lesa meira

Víðtækt eftirlit LHG með loðnumiðum - 1.2.2013

P1110059

Landhelgisgæslan hefur að undanförnu sinnt víðtæku eftirliti á loðnumiðum með varðskipinu  Týr og flugvélinni TF-SIF. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur haft heildaryfirsýn yfir stöðuna, verið í reglulegu sambandi við skipin, móttekið frá þeim tilkynningar um afla og leiðbeint um ýmis atriði svo sem komutilkynningar til íslenskra hafna og læknisaðstoð.  

Lesa meira

Áhafnir loftfaranna á CRM námskeiði - 31.1.2013

Nætursjónaukar

Í vikunni var haldið námskeið sem ætlað er þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar og kallast CRM - Crew Resource Management og fjallar um áhafnasamstarf.  Þessi námskeið eru haldin á hverju ári fyrir alla í áhöfnum loftfaranna, fyrst og fremst til að minnka líkur á slysum og óhöppum þ.e. stuðla að bættu flugöryggi sem og að auka samvinnu áhafnarmeðlima.

Lesa meira

Þyrla sækir slasaðan vélsleðamann í Veiðivötn - 31.1.2013

GNA1_haust2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:13 eftir að tilkynnt var til Neyðarlínunnar um vélsleðaslys í Veiðivötnum. Hinn slasaði er handleggsbrotinn auk annarra áverka en ekki talinn í lífshættu.  Þar sem um langa vegaleið er fyrir björgunarsveitir að fara var ákveðið að kalla til þyrlu LHG og fór hún í loftið kl. 16:50.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti slasaðan göngumann í Esju - 30.1.2013

TF-LIF_8625_1200

Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar kl. 15:29 í dag eftir að göngumaður féll í Þverfellshorni í Esju og var talið að hann hefði runnið um 60 m niður hlíðina. Þyrlan fór í loftið kl. 15:59 og var hinn slasaði kominn um borð í þyrluna kl. 16:25.

Lesa meira

TF LIF sótti tvo sjúklinga á Ísafjörð - 30.1.2013

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:11 í gær beiðni frá lækni á Ísafirði þar sem var óskað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar myndi flytja tvo alvarlega veika sjúklinga til Reykjavíkur. Ekki hefur verið mögulegt fyrir flugvélar að lenda á Ísafirði síðastliðna daga og var talið nauðsynlegt að sjúklingarnir yrðu sendir með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Lesa meira

Hafa séð það svartara - Óðinn tekinn í slipp - 29.1.2013

IMG_9613_fhdr

Hér eru myndir sem Guðmundur St. Valdimarsson, tók í kvöld þegar varðskipið Óðinn var tekið upp í slippinn við Mýrargötuna en varðskipið hefur frá árinu 2006 verið hluti af Víkinni - Sjóminjasafninu við Grandagarð. Til stendur að botnhreinsa og mála skipið og síðurnar upp að veðurdekki. Höfðu menn á orði að þeir hefðu séð það svartara.

Lesa meira

Varðskipið Týr fylgist með loðnuveiðum - fiskiskipaflotinn annars dreifður um grunnslóð - 29.1.2013

Björgunaræfing á Akureyri

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar eru 100-150 skip að jafnaði á sjó innan lögsögu Íslands þessa dagana, þar af 22 erlend loðnuskip.  Loðnuflotinn er um 80 sjómílur út af Gerpi og hefur varðskipið Týr fylgt flotanum eftir síðustu daga og hefur áhöfn þess farið til eftirlits um borð í skipin.

Lesa meira

Vinna við Þór á áætlun - 24.1.2013

IMG_0185

Varðskipið Þór er nú í þurrkví hjá Slippnum á Akureyri og er vika síðan vinna við skipið hófst.  Megin tilgangur með slipptökunni er að botnhreinsa skipið, yfirfara skrokk skipsins og búnað eins og skrúfur, stýri og annað á botni skipsins en slipptakan er hluti af því smíða- og ábyrgðarferli vegna skipasmíðinnar.  Jafnframt er botninn hreinsaður af sjávargróðri og málaður ásamt því að síður skipsins eru málaðar skv. áætlun.  Næsta slipptaka vegna hreinsunar, málunar og fleira er síðan fyrirhuguð eftir 3 ár. 

Lesa meira

Norsku loðnuveiðiskipi vísað til hafnar - 23.1.2013

P1110064

Varðskipið Týr vísaði í gærkvöldi norska loðnuveiðiskipinu Manon til hafnar á Eskifirði fyrir meintar ólöglegar veiðar eftir að varðskipsmenn fóru um borð til eftirlits. Skipið sigldi að fyrirfram tilgreindum eftirlitsstað á miðunum fyrir austan land á leið út úr íslensku efnahagslögsögunni.

Lesa meira

Fjölþætt eftirlit LHG með fiskveiðum - 21.1.2013

LHG_SamvinnaAegirSif

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF SIF fór í dag í gæslu- og eftirlitsflug um austurmið, þ.a.m. loðnumiðin fyrir austan land. Að undanförnu hefur varðskip Landhelgisgæslunnar einnig verið á svæðinu og er áætlað að svo vera áfram á meðan loðnuveiðar standa yfir.

Lesa meira

Vel heppnað sjúkraflug flugvélar Landhelgisgæslunnar til Malmö - 21.1.2013

SjukraflugSV

Landhelgisgæslunni barst nú nýverið beiðni frá Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi þar sem óskað var eftir að flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF myndi annast flug með sjúkling frá Reykjavík til Malmö sem þurfti sérstakrar umönnunar við.  Í fluginu voru auk sjúklings, læknir, hjúkrunarfræðingur og tveir aðstandendur.

Lesa meira

Varðskipið Týr heimsótti Þórshöfn - 21.1.2013

IMGP5040

Varðskipið Týr heimsótti nýlega Þórshöfn og var unglingadeild Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Þórshöfn boðið að koma í heimsókn og kynnast störfum Landhelgisgæslunnar.  Samtals komu sautján manns um borð og nutu þau leiðsagnar skipverja um skipið og búnað þess.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir slasaðan göngumann á Skarðsheiði - 19.1.2013

Jokull_thyrlaLHG

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:40 barst beiðni um aðstoð þyrlu vegna slasaðs göngumanns við Heiðarhorn á Skarðsheiði.  Viðkomandi var í gönguhóp en hafði fallið og slasast á fæti og mjöðm. Þyrlan TF LIF fór í loftið kl 13:18 og kom á vettvang kl. 13:35.

Lesa meira

Rannsóknarleiðangri í Eldey frestað - 17.1.2013

Eldey2

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar gerði eftir hádegi í dag tilraun til að komast út í Eldey til að skoða torkennilegan hlut, sem gæti verið sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni. Ætlunarverk þeirra tókst ekki þar sem kominn var fugl í eyjuna og veður ekki upp á hið besta. Munu þeir fylgjast með eyjunni á næstunni og gerð verður önnur tilraun þegar tækifæri gefst.

Lesa meira

Skrifborðsæfing vegna sjóslysa við suðvesturströndina - 17.1.2013

Landeyjarhofn1

Í dag verður haldin skrifborðsæfing í tengslum við gerð viðbragðsáætlunar vegna sjóslysa við suðvesturströnd Íslands og tekur Landhelgisgæslan þátt í æfingunni með fjarskiptum í gegnum stjórnstöð, varðskipið Þór og þyrluna TF SYN. Undir áætlunina falla aðgerðir frá þremur höfnum; Vestmannaeyjahöfn, Þorlákshöfn og Landeyjahöfn. Markmið  æfingarinnar er að láta reyna á stjórnkerfi áætlunarinnar, fjarskipti og samskipti milli stjórnstöðva.

Lesa meira

Varðskipið Týr við eftirlit á loðnumiðum - 16.1.2013

TYR_Eyjafirdi2009

Varðskipið Týr hefur að undanförnu verið við eftirlit út af NA-landi og hefur fylgt loðnuflotanum eftir . Áhöfnin hefur farið til eftirlits um borð í fjögur loðnuskip, þar af eitt grænlenskt en það er eina erlenda skipið sem hefur að undanförnu verið að veiðum hér við land. Að jafnaði eru um 200-300 skip á sjó innan lögsögu Íslands og hefur skipaumferð verið með hefðbundnum hætti. 

Lesa meira

Þór sigldi með flugvél til Akureyrar - 15.1.2013

IMG_9190_fhdr

Varðskipið Þór kom til hafnar á Akureyri í morgun í fyrsta og væntanlega síðasta sinn sem flugvélarmóðurskip því á efra dekki var staðsett flugvél sem var flutt á flugsafnið á Akureyri. Þór fór síðan í þurrkví hjá Slippnum á Akureyri en ábyrgð skipsins rennur út í febrúar og var að frumkvæði Landhelgisgæslunnar ákveðið að gera úttekt á skipinu áður en ábyrgðartíma lýkur. 

Lesa meira

Starfsfélögum samfagnað við starfslok - 14.1.2013

_33A9293

Síðastliðinn föstudag hélt Landhelgisgæslan kveðjuhóf til heiðurs starfsfólki sem lét af störfum um áramótin eftir áratuga farsælt starf hjá Landhelgisgæslunni. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan semur við Framkvæmdasýsluna um samningsvöktun - 10.1.2013

IMG_1478

Í gær undirrituðu forstjórar Landhelgisgæslunnar (LHG) og Framkvæmdasýslunnar (FSR) þrjá samninga þar sem FSR tekur að sér að vakta samninga sem LHG hefur umsjón með og tengjast eignum NATO hér á landi. 

Lesa meira

Opnun tilboða hjá Ríkiskaupum vegna leigu á þyrlu - 10.1.2013

RGB_Sigm_1

Í dag voru opnuð tilboð í leigu á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna en útboð var auglýst síðastliðið haust.  Tilboð bárust frá tveimur aðilum í leigu á tveimur þyrlum.  

Lesa meira

Flugvél LHG fylgist einnig með eldstöðvum landsins - 10.1.2013

_MG_3695
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í gær yfir Öskjuvatn, Grímsvötn og Kötlu til að kanna aðstæður á svæðinu með  hitamyndavél,  eftirlits- og leitarratsjá flugvélarinnar.

Af fenginni reynslu hafa starfsmenn á flugvélinni TF-SIF breytt starfsvenjum sínum talsvert. Í stað þess að einblína á ferðir sjófarenda þá eru hreyfingar Íslands einnig orðnar viðfangsefni.

Lesa meira

TF-LÍF kölluð út vegna veikinda um borð í fiskiskipi - 9.1.2013

Nætursjónaukar

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:01 í kvöld beiðni um aðstoð vegna veikinda um borð í fiskiskipi sem statt var norður á Halamiðum. Eftir samtal þyrlulæknis við skipstjóra var TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og var komið að skipinu þar sem það var statt um 21 sjómílu frá landinu norðvestur af Deild. Vegna veðurs tókst ekki að hífa sjúkling frá skipinu.

Lesa meira

Fyrrverandi björgunar- og varðskipið Albert fannst í Seattle - 9.1.2013

Albert

Fyrrverandi björgunar- og varðskipið Albert sem smíðað var fyrir Landhelgisgæsluna og Slysavarnafélag Íslands árið 1956 „fannst“ nýverið Lake Union í Seattle.  Skipið var nýsmíði nr. 2 hjá Stálsmiðjunni og var í notkun hjá Landhelgisgæslunni til 1978 en þá var skipið selt. 

Lesa meira

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um takmarkanir Landhelgisgæslu Íslands til flugs - 9.1.2013

TF-LIF_8434_1200

Landhelgisgæslan vill koma á framfæri að þær upplýsingar sem fram hafa komið nú í fjölmiðlum um takmarkanir Landhelgisgæslu Íslands til flugs eru á misskilningi byggðar. Ekki eru neinar takmarkanir á heimildum Landhelgisgæslunnar til flugs og staðan því óbreytt. 

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica