Fréttir

Yfirmenn norsku strandgæslunnar á fundi með LHG - 30.4.2013

_33A6285

Í dag fór fram fundur Landhelgisgæslunnar  með yfirmönnum norsku strandgæslunnar, Commodore Lars Saunes og Commander sg Yngve Kristiansen. Farið var yfir verkefni sem framundan eru í samvinnu strandgæslanna, s.s. æfingar, upplýsingamiðlun og greiningu,  þjálfunarmál og starfsmannaskipti. Einnig fengu þeir kynningu á starfsemi stjórnstöðvar, flugdeildar og varðskipsins Þórs.

Lesa meira

TF GNA væntanlega flughæf fyrir helgina - 29.4.2013

GNA1_haust2012

Eftir flutning á TF-GNA til Reykjavíkur síðastliðinn laugardag var þegar hafist handa við viðgerð. Vel gekk að finna bilunina og bíður flugtæknideild Landhelgisgæslunnar nú eftir varahlutum frá Noregi en búist er við þeim til landsins á morgun.

Lesa meira

TF-GNA komin til Reykjavíkur - 28.4.2013

Kvisker13

TF-GNA þyrla Landhelgisgæslunnar var í kvöld flutt með flutningabifreið frá Kvískerjum til Reykjavíkur og kom hún í flugskýli Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan tvö í nótt. TF-SYN flutti í dag mannskap og búnað að Kvískerjum til að undirbúa TF-GNA fyrir flutninginn og gekk framkvæmdin í alla staði mjög vel.

Lesa meira

Þyrlur danska sjóhersins til aðstoðar Landhelgisgæslunni, ef þörf krefur - 26.4.2013

_MG_7183

Danska herskipið Triton kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar fóru um borð til viðræðna við skipherrra skipsins til að athuga hver staðan væri með Lynx þyrlu sem er um borð og flogið er af flugmönnum danska flughersins. Þar kom í ljós að þyrlan er klár til útkalls og mun Landhelgisgæslan njóta aðstoðar danska sjóhersins vegna viðbragðs á þyrlur fram í miðja næstu viku.

Lesa meira

Samæfing íslenskra viðbragðsaðila með björgunarsveit breska flughersins - 26.4.2013

GNA2

Samæfing íslenskra viðbragðsaðila með björgunarsveit breska flughersins fer fram á Langjökli og í Borgarfirði um helgina. Meginmarkmið æfingarinnar er að þjálfa bresku sveitina í fjallabjörgun og undirbúa íslenska viðbragðsaðila fyrir flugslys hervéla á Íslandi.

Lesa meira

Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar verður fyrir austan fram yfir helgi - 26.4.2013

SYN_Hornafirdi

Landhelgisgæslan hefur tekið ákvörðun um að Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar verði á Kvískerjum fram yfir helgi en í dag munu blöðin verða tekin af þyrlunni og þau send með flutningabíl til Reykjavíkur. Eftir að hafa metið stöðuna til hlítar var ákveðið að klára reglubundna skoðun þyrlunnar Líf hið fyrsta og að henni lokinni hefjist vinna við Gná. Talsvert verkefni er að flytja þyrluna til Reykjavíkur en ekki er hægt að vinna að viðgerð þyrlunnar á staðnum.

Lesa meira

Bilun kom upp í þyrlu LHG á leið í útkall. - 25.4.2013

GNA1_haust2012

Bilun kom upp í Gná, þyrlu Landhelgisgæslunnar, þegar hún var á leið í útkall kl. 14:37 í dag og varð tafarlaust að lenda þyrlunni. Að sögn flugstjóra gekk lending vel og eru allir heilir á húfi. Ingibjörg, björgunarskip SL á Höfn í Hornafirði var þá kallað út og sótti það veikan skipverja um borð í fiskiskip sem staðsett var um 10 sjómílur frá landi. Þyrlunni var lent í nágrenni Hornafjarðar og bíður nú þyrluáhöfnin  eftir að þyrlan Syn komi á staðinn með flugvirkja og verður ástand þyrlunnar þá metið.

Lesa meira

Eftirlit- og gæsla um Suðaustur-, Austur og Norðausturmið - 24.4.2013

SIF4_AS

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og gæsluflug um Suðaustur-, Austur- og Norðausturmið og kannaði umferð báta og skipa á svæðinu.

Lesa meira

Gæslu- og eftirlitsflug um Faxaflóa og Breiðafjörð - 23.4.2013

GNA2

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í gæslu- og eftirlitsflug um Faxaflóa og Breiðafjörð. Flogið var yfir skyndilokun og reglugerðarhólf á svæðinu.

Lesa meira

Fiskiskip varð vélarvana við Dalatanga - 22.4.2013

Ramona

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:03 aðstoðarbeiðni á rás 16 frá fiskiskipinu Ramónu ÍS sem var með bilaða vél við Dalatanga. Flutningaskipið Green Ice C6SO4 sem var á svæðinu bauð samstundis fram aðstoð og var fiskiskipinu ráðlagt að þiggja hana þar til björgunarskip kæmi á staðinn.

Lesa meira

Þyrla LHG sækir slasaðan vélsleðamann í Glerárdal - 20.4.2013

SYNAkureyri4

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti síðdegis í dag vélsleðamann sem slasaðist í Glerárdal og flutti hann á sjúkrahúsið á Akureyri. Þyrlan var stödd á Norðurlandi þegar aðstoðarbeiðnin barst Landhelgisgæslunni en hún tók í dag þátt í flugslysaæfingu sem fór fram á Langanesi.

Lesa meira

TF-SIF sækir sjúkling til Færeyja - 19.4.2013

SIF_MG_1474

Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir kl. 17:00 beiðni frá yfirvöldum í Færeyjum um að flugvél Landhelgisgæslunnar myndi sækja alvarlega veikan einstakling til Voga í Færeyjum og flytja hann til Reykjavíkur. TF-SIF fór í loftið rétt fyrir kl. 19:00 í kvöld og er flug á staðinn áætlað um tvær klukkustundir. Reiknað er með að flugvélin snúi aftur um miðnætti og verður þá sjúklingurinn fluttur á Landspítalann.

Lesa meira

Umferð á sjó eykst með batnandi veðurfari - 19.4.2013

_MG_0659

Samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar hafa 300-400 skip og bátar verið á sjó innan lögsögu Íslands síðastliðna daga, þar af einn norskur og tveir færeyskir línubátar. Greiningardeild hefur haft samband við skip og báta vegna lögskráningar og haffæris.

Lesa meira

Varðskipið Ægir vísar fiskiskipi til hafnar - 18.4.2013

IMG_2589_fhdr

Skipstjórnarmenn á greiningarsviði Landhelgisgæslunnar urðu þess varir í morgun að fiskiskip,  sem statt var undan Norðurlandi, var bæði haffærislaust og með lögskráningarmál áhafnar í ólagi. Varðskipið Ægir, sem statt var á svæðinu, var sent til eftirlits um borð í skipið og bar eftirgrennslan þeirra saman við upplýsingakerfi Landhelgisgæslunnar og var skipinu vísað til hafnar

Lesa meira

Hefur starfað samfellt í 45 ár hjá Gæslunni - 17.4.2013

SSK_Graenland

Um þessar mundir eru 45 ár liðin síðan Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á varðskipinu Þór hóf störf hjá Landhelgisgæslunni. Sigurður Steinar var lögskráður háseti á varðskipinu Maríu Júlíu þann 13. apríl 1968 þegar Höskuldur Skarphéðinsson var skipherra og hefur hann síðan starfað óslitið hjá Landhelgisgæslunni, bæði innan varðskipa- og flugdeildar.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar eyddu Pikrinsýru sem var orðin sprengifim - 16.4.2013

Pikrinsyra

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru í dag fengnir til að eyða talsverðu magni af Pikrinsýru sem var útrunnin og því hættuleg. Pikrinsýra (picrid acid) er notuð á rannsóknastofum og verður efnið að sprengiefni þegar það er í þurru ástandi. Sprengjusérfræðingar LHG gerðu efnið öruggt til flutnings og var það síðan fært til eyðingar.

Lesa meira

Íslenskur tækjabúnaður í þróun sem mun nýtast við leit og björgun - 16.4.2013

TF-LIF_8586_1200
Landhelgisgæslan hefur að undanförnu komið að þróun og prófunum nýs tækjabúnaðar sem verður notaður við leit að týndu fólki í óbyggðum. Skilyrði fyrir notkun tækisins er að sá týndi sé með kveikt á GSM síma. Um er að ræða færanlega GSM móðurstöð með fylgibúnaði sem staðsett er í þyrlu. Hugmyndina fékk Óskar Valtýsson fjarskiptastjóri hjá Landsvirkjun þegar hann fylgdist með umfangsmikilli leit fyrir tveimur árum. Lesa meira

Eftirlitsflug um Suðvestur og Vesturland - 15.4.2013

_MG_3255

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fóri í dag í eftirlits- og gæsluflug um Suðvestur og Vesturland. Við flugtak og lendingu var svipast um eftir konu sem leitað hefur verið að síðastliðna daga, án árangurs.Hér er ratsjármynd sem var tekin í fluginu.

Lesa meira

Fallhlífarstökks- og eftirlitsflug TF-SIF - 9.4.2013

SIF

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF fór í dag í fallhlífarstökks og eftirlitsflug um SV- djúp. Flugið hófst með að fjórir nemar í fallhlífarstökki, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og Ríkislögreglustjóra, stukku út í 1200 fetum en þeir hafa að undanförnu hlotið þjálfun hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík.

Lesa meira

Bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum - 8.4.2013

GNA1_haust2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar stöðvaði í dag bát að handfæraveiðum innan reglugerðarhólfs þar sem bannaðar eru veiðar vegna hrygningarstopps. Var báturinn færður til hafnar og tók lögregla á móti honum. Landhelgisgæslan brýnir fyrir sjómönnum að fylgjast vel með lokunum sem eru í gangi hverju sinni.

Lesa meira

Landhelgisgæslan æfir með Herjólfi - 8.4.2013

Thor_Herjolfur1

Síðastliðinn laugardag fóru fram æfingar varðskips og þyrlu Landhelgisgæslunnar með farþegaskipinu Herjólfi. Æfingar sem þessar eru liður í viðbragðsáætlunum og skiptust þær í tvo þætti. Fyrri æfingin haldin um daginn þar sem Herjólfur var tekinn í tog af varðskipinu um kvöldið kom svo þyrla LHG á vettvang og fékk áhöfn Herjólfs þjálfun í móttöku á þyrlu.

Lesa meira

Kanadíska flugsveitin með fjölskyldudag - 6.4.2013

20130406_121107

Í dag var starfsmönnum Landhelgisgæslunnar, ISAVIA, kanadíska sendiráðsins og annarra samstarfsaðila, ásamt fjölskyldum, boðið í opið hús hjá kanadísku flugsveitinni sem stödd er hér á landi. Þotur, eldsneytisvél og ýmiss búnaður þeirra var til sýnis og boðið var upp á gómsætar kanadískar pönnukökur með hlynsírópi. Einnig var slökkvibíll frá Keflavíkurflugvelli til sýnis og þyrla Landhelgisgæslunnar kom við.

Lesa meira

Flot úr kafbátagirðingu fannst við Markarfljót - 4.4.2013

Dufl_VID_SELJALAND2

Landhelgisgæslunni barst á miðvikudag tilkynning um torkennilegan hlut sem fannst við Markarfljót, skammt frá þjóðveginum.  Þar sem ekki tókst að senda mynd til Landhelgisgæslunnar var ákveðið að þyrla í eftirlitsflugi kæmi við á staðnum og myndaði hlutinn.  Einnig voru höfð afskipti af tómstundaveiðimönnum sem voru að veiðum innan hrygningarstoppssvæðis.

Lesa meira

Vilhjálmur Óli Valsson, yfirstýrimaður og sigmaður látinn - 2.4.2013

Villi_AS

Vilhjálmur Óli Valsson, yfirstýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, lést sl. laugardagskvöld á Landspítalanum eftir stranga baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tilkynnti starfsmönnum Landhelgisgæslunnar um andlát Vilhjálms Óla í morgun. Georg sagði að Vilhjálmur hefði tekist á við erfið veikindi af einstæðu æðruleysi, dugnaði og elju sem einkenndi Vilhjálm og öll hans störf.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica