Fréttir

Varðskipið Þór hefur tekið Fernanda í tog - 31.10.2013

Varðskipið Þór hefur nú tekið flutningaskipið Fernanda í tog og mun draga það til Hafnarfjarðar.  Varðskipsmenn og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru um borð í Fernanda fyrr í dag til að tryggja aðstæður áður en hafist var handa við að draga skipið af vettvangi.

MYNDIR FRÁ SLÖKKVISTARFINU

Lesa meira

Varðskipinu Þór hefur tekist að draga verulega úr eldi um borð í Fernanda - 31.10.2013

Varðskipið Þór hefur síðan í gærkvöldi verið við slökkvistörf á vettvangi og stýrt aðgerðum vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda suður af Vestmannaeyjum en áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNA  tókst giftusamlega að bjarga ellefu manna áhöfn skipsins um borð í þyrluna í gærdag.

Lesa meira

Varðskipið Þór vinnur að slökkvistörfum á vettvangi - 30.10.2013

Varðskipið Þór kom að flutningaskipinu Fernanda klukkan 21:15 í kvöld þar sem það er staðsett suður af Surtsey. Ennþá logar vel í skipinu og er mikill hiti til staðar. Varðskipið mun nota slökkvibyssur við að kæla skipið að utanverðu næstu klukkustundirnar og er Lóðsinn frá Vestmannaeyjum ennþá á staðnum. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan stýrir aðgerðum á vettvangi - 30.10.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF hefur síðdegis í dag verið á vettvangi flutningaskipsins Fernanda og er varðskipið Þór er á leiðinni á staðinn með slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að skipið verði komið á staðinn síðar í kvöld. Verða þá aðstæður metnar en Lóðsinn í Vestmannaeyjum er á staðnum og sprautar sjó yfir eldinn sem virðist vera í rénun.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði áhöfn Fernanda - 30.10.2013

Þyrlan TF-GNA hefur nú bjargað áhöfn flutningaskipsins Fernanda eða samtals 11 manns um borð og eru allir heilir á húfi. Fólkið verður flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Varðskipið Þór er á leiðinni á staðinn með slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Lesa meira

Þyrlur Landhelgisgæslunnar komnar á staðinn - 30.10.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA kom að skipinu kl. 14:35 og er þyrlan TF-LÍF við það að koma á staðinn. Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er rétt  ókomið. Lóðsinn í Vestmannaeyjum svo og önnur skip á svæðinu stefna á staðinn. Brú skipsins er sögð vera alelda og eru skipverjar komnir út á dekk skipsins. Þá er varðskipið Þór á leiðinni á staðinn.

Lesa meira

Útkall vegna flutningaskips í vandræðum - 30.10.2013

Landhelgisgæslan heyrði upp úr kl. 14:00 í fjarskiptum að erlent flutningaskip með 11 manns um borð væri í vandræðum suður af Vestmannaeyjum. Haft var samband við skipið og kom þá í ljós að eldur hafði komið upp í vélarrúmi og réðu skipverjar illa við hann. Skipstjóri óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að rýma skipið.

Lesa meira

Flutningaskip fékk á sig brotsjó - 30.10.2013

Landhelgisgæslunni barst í gærkvöldi neyðarboð frá íslensku flutningaskipi  sem var fulllestað á siglingu norðvestur af Snæfellsnesi. Samstundis var haft samband við skipið og hafði skipið þá fengið á sig brotsjó og björgunarbátur skipsins losnað frá. Varðstjórar höfðu samband við nærstödd skip og tókst öðru þeirra að ná björgunarbátnum um borð.  Engar skemmdir urðu á skipinu en neyðarsendir björgunarbátsins fór í gang þegar hann fór útbyrðis.

Lesa meira

Ráðstefna vegna samnorræns loftrýmiseftirlits - 30.10.2013

SkyliLHG831
Landhelgisgæsla Íslands ásamt utanríkisráðuneytinu og Atlantshafsbandalaginu stóðu í vikunni fyrir lokaundirbúningsráðstefnu vegna samnorræna loftrýmiseftirlitsverkefnisins í febrúar 2014. Norðmenn leggja til flugsveit í verkefnið en samhliða loftrýmisgæslunni verða Norðmenn, ásamt flugherjum Svíþjóðar og Finnlands og stofnunum NATO hér á landi, við æfingar sem byggja á hugmyndum um Norðurlandasamstarf. Lesa meira

Sif skilar árangri í eftirliti á Miðjarðarhafi - 25.10.2013

SIF

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar hefur frá byrjun októbermánaðar aðstoðað landamærastofnun Evrópusambandsins (EU), Frontex við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi. Á tímabilinu hefur áhöfn flugvélarinnar komið auga á flóttamannabáta með samtals um hundrað manns innanborðs

Lesa meira

Áhafnir varðskipanna við æfingar í Mjölni - 24.10.2013

Áhafnir varðskipaflotans hafa að undanförnu verið við ýmsar æfingar bæði á sjó og landi sem viðheldur menntun og eykur getu við björgunar, löggæslu- og eftirlitshlutverk þeirra. Þar á meðal eru líkams- og sjálfsvarnaræfingar sem m.a. eru stundaðar hjá bardagaíþróttafélaginu Mjölni. 

Lesa meira

Hélt fyrirlestur um björgunaraðgerðir á hafíssvæðum - 24.10.2013

Snorre Greil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni hélt í gærmorgun fyrirlestur á alþjóðlegu hafísráðstefnunni  International Ice Charting Working Group (http://nsidc.org/noaa/iicwg/) sem haldin er í Háskóla Íslands. Erindi Snorre fjallaði um leitar og björgunaraðgerðir á hafíssvæðum en hann hefur verið helsti tengiliður Landhelgisgæslunnar vegna æfingarinnar Sarex Greenland Sea sem haldin er árlega í samstarfi við þjóðir Norður Heimskautsráðsins.

Lesa meira

Gná fór í sjúkraflug til Vestmannaeyja - 23.10.2013

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:32 í gær beiðni frá lækni í Vestmannaeyjum þar sem óskað var eftir aðstoð þyrlu LHG við sjúkraflutning. Bilun kom upp í sjúkraflugvél sem var á leið í verkefnið og var áríðandi að tveir sjúklingar yrðu fluttir til Reykjavíkur.

Lesa meira

Æfing slökkviliðs Akureyrar með varðskipinu Týr - 22.10.2013

Slökkvilið Akureyrar æfði nýverið um borð í varðskipinu Týr þar sem það er staðsett á Akureyri. Um var að ræða lið í stjórnendanámskeiði slökkviliðsins. Í æfingunni var sett upp atvik þar sem kviknað hafði í farþegaskipi og var fjögurra farþega saknað.

Lesa meira

Netabátur dreginn til hafnar á Flateyri eftir vélarbilun - 21.10.2013

_MG_0566

Landhelgisgæslunni barst kl. 00:41 beiðni um aðstoð frá netabátnum Tjaldanes GK, eftir að vélarbilun varð um borð og allt rafmagn sló út. Tíu manns voru í áhöfn skipsins en það var staðsett milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar.   Óskað var eftir aðstoð Gunnars Friðrikssonar, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði.

Lesa meira

Bandarísk flugsveit kemur til loftrýmisgæslu - 18.10.2013

BNA_Thota

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 4. nóvember nk. með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Alls munu um 200 liðsmenn þeirra taka þátt í verkefninu.  Koma þeir til landsins með F-15 orrustuþotur,  C-130 björgunarflugvél og eldsneytisbirgðavél.

Lesa meira

Þyrla kölluð út eftir slys í Stykkishólmi - 17.10.2013

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:12 beiðni frá lækni í Stykkishólmi um aðstoð þyrlu eftir að ekið var á konu í bænum. Eftir samráð við þyrlulækni var þyrla kölluð út og fór hún í loftið kl. 18:44. Lent var á flugvellinum í Stykkishólmi kl. 19:19 og var hin slasaða flutt um borð í þyrluna. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 20:16. Lesa meira

Gná kölluð út vegna alvarlegra veikinda - 16.10.2013

GNA3_BaldurSveins

Þegar Gná var við æfingar eftir hádegi í dag barst beiðni frá 112 um aðstoð þyrlu vegna alvarlegra veikinda við Geysi í Haukadal. Lent var við Geysi kl. 15:17 og var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna. Farið var að nýju í loftið kl. 15:25 og lent við Landspítalann í Fossvogi kl. 15:45.

Lesa meira

Áhöfn v/s Þór við ýmsar æfingar - skipið klárt fyrir útkall - 16.10.2013

Að undanförnu hefur áhöfn varðskipsins Þórs verið við ýmsar æfingar um borð sem er liður í síþjálfun áhafna og nauðsynlegur þáttur fyrir störfin um borð. Varðskipið hefur verið staðsett í Reykjavík, það er fullmannað og klárt fyrir útköll. Í morgun fór fram æfing í sjúkraflutningum þar sem sett var á svið slys í vélarrúmi fiskiskips. Tveir menn voru slasaðir og þurfti að flytja þá um borð í varðskipið til aðhlynningar.

Lesa meira

Þyrlan Syn verður útbúin nætursjónaukum - 11.10.2013

SYN

Sýn, þyrla Landhelgisgæslunnar mun á næstu vikum fara í reglubundna skoðun og endurbætur. Skoðunin er nokkuð umfangsmikil en auk þess verður þyrlan útbúin nætursjónaukabúnaði. Flugvélin Sif er við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Á meðan sinna þyrlurnar Líf og Gná verkefnum flugdeildar Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

TF-LÍF fór í sjúkraflug á Vestfirði - 11.10.2013

Vegna óhagstæðra veðuraðstæðna var í gærkvöldi óskað eftir að TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar myndi taka að sér aðkallandi sjúkraflug á Patreksfjörð þar sem ekki var hægt fyrir sjúkraflugvél að lenda á svæðinu. 

Lesa meira

Norrænir sérfræðingar í sjókortagerð hittust í Reykjavík - 7.10.2013

Á dögunum hittist í Reykjavík vinnuhópur norrænna sérfræðinga í gerð sjókorta, Nordic Chart Production Expert Group. Vinnuhópurinn er skipaður af norræna sjómælingaráðinu (Nordic Hydrographic Commission). Sérfræðingarnir hittast á tveggja til þriggja ára fresti til að ræða sameiginleg málefni en þau geta verið af ýmsum toga.

Lesa meira

Fékk viðurkenningu fyrir 5000 hífingar - 4.10.2013

Jón Erlendsson yfirflugvirki og spilmaður fékk í dag veitta viðurkenningu fyrir þann merka áfanga að hafa tekið 5000 hífingar á þyrlum Landhelgisgæslu Íslands. Jón hóf störf hjá LHG í október 1997 og hefur verið í þyrluáhöfn síðan 1998.

Lesa meira

Þrettándu æfingu sprengjusérfræðinga hér á landi lokið - 4.10.2013

Æfingunni Northern Challenge lauk í gær eftir tveggja vikna þjálfun bæði á sjó og landi. Æfingin fór fram á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson svæðinu og í Hvalfirði.

Lesa meira

Feilboð urðu til þess að varðskipið Þór þeytti flautur sínar - 1.10.2013

Landhelgisgæslu Íslands þykir afar leitt og biðst velvirðingar á að borgarbúar hafi orðið fyrir ónæði í gærkvöldi þegar eldvarnakerfi varðskipsins Þórs fóru í gang. Ekki var hætta á ferðum en feilboð í viðvörunarkerfi urðu til þess að þokulúðrarnir fóru af stað en unnið er að því að finna orsökina og eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica