Fréttir

Annáll Landhelgisgæslunnar 2014 - 31.12.2014

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Að baki er viðburðaríkt ár í starfi Landhelgisgæslunnar og má hér fyrir neðan sjá dæmi um fjölbreytt verkefni ársins 2014. Lesa meira

Þyrla LHG sótti sjúkling í Stykkishólm - 30.12.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna alvarlegra veikinda. TF-GNA fór í loftið kl. 00:08 og lenti við flugstöðina í Stykkishólmi þar sem sjúkrabifreið beið með sjúkling. Var hann fluttur um borð í þyrluna og undirbúinn fyrir flutning. Farið var að nýju í loftið kl. 00:53 og lent á Reykjavíkurflugvelli kl. 01:32.

Lesa meira

Varðskipið Týr eina íslenska skipið á sjó yfir hátíðarnar - 24.12.2014

_MG_9304

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar. Engin íslensk fiskiskip verða á sjó yfir jólin en samkvæmt varðstjórum í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar verða nokkur erlend leigu- og fragtskip á siglingu innan íslenska hafsvæðisins. Eina íslenska skipið sem verður á sjó yfir hátíðarnar er varðskipið Týr sem er við eftirlit á Miðjarðarhafi vegna verkefna fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins, Frontex. Áhöfn varðskipsins sendir jólakveðju. 

Lesa meira

Undirbúningsfundur fyrir ráðstefnu um öryggis- og björgunarmál á Norðurslóðum - 18.12.2014

Nýverið stóðu Landhelgisgæsla Íslands og Utanríkisráðuneytið fyrir undirbúningsfundi ráðstefnu Arctic Security Forces Roundtable sem haldin verður á Íslandi í maí 2015.  Arctic Security Forces Roundtable er samstarfverkefni þjóða Norðurheimskautsráðsins - Arctic Council, sem eru auk Íslands, Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Kanada, Noregur og Svíþjóð. Einnig tekur Frakkland, Þýskaland, Holland og Bretland þátt í samstarfinu. 

Lesa meira

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar - 18.12.2014

Í gær var árleg jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar haldin í veislusal Nauthóls í Nauthólsvík. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti ávarp þar sem hann fór yfir verkefni sem hafa verið efst á baugi sl. ár. Hlýtt var á upplestur jólaguðspjallsins og voru síðan sérstaklega heiðraðir þeir sem hófu töku eftirlauna á árinu sem og þeir starfsmenn sem fögnuðu fimmtugs-, sextugs- og sjötugsafmælum á árinu.

Lesa meira

Hefur tekið við starfi fjármálastjóra - 18.12.2014

Sandra Margrét Sigurjónsdóttir tók í dag við starfi fjármálastjóra hjá Landhelgisgæslu Íslands af Ólafi Erni Ólafssyni sem nýverið óskaði eftir að láta af störfum. Sandra Margrét á að baki mikla og margþætta reynslu og hlakkar hún til að takast á við krefjandi verkefni í fjölbreytilegu umhverfi Landhelgisgæslunnar en hún lýkur í vor meistaranámi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Lesa meira

Tafir hafa orðið á siglingum vegna veðurfars - 17.12.2014

_MG_0632

Undanfarnar vikur hafa stormar blásið á Norður-Atlantshafi og hver djúp lægðin á fætur annarri farið hjá eða yfir Ísland.  Sjófarendur hafa ekki farið varhluta af þessu og hefur m.a. sigling skipa til og frá Íslandi sóst seint.  Skip sem sigla á milli Íslands og Norður-Evrópu sem að öllu jöfnu tekur þrjá til fimm daga hefur verið að lengjast í fimm til átta daga.

Lesa meira

Önnur björgun varðskipisins á innan við viku - 10.12.2014

Áhöfn varðskipsins Týs bjargaði í gær 408 flóttamönnum af flutningaskipi sem var staðsett 165 sjómílur austur af Möltu. Neyðarboð bárust frá skipinu snemma í gærmorgun og var með aðstoð eftirlitsflugvéla mögulegt að staðsetja skipið. Var þá óskað var eftir aðstoð Týs sem var skammt frá og kom varðskipið á staðinn um kl.11:00. Þetta er í annað skiptið á innan við viku sem áhöfn varðskipsins bjargar stórum hópi flóttafólks á Miðjarðarhafi.

Lesa meira

Æfing þyrlu LHG með undanförum björgunarsveitanna - 8.12.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA tók um helgina þátt í æfingu með undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL) sem fór fram á Sandskeiði. Í æfingunni var þjálfað verklag og ýmsir þættir sem mikilvægir eru við björgunaraðgerðir í óbyggðum

Lesa meira

Varðskipið Týr tók þátt í björgun 300 flóttamanna austur af Sikiley - 6.12.2014

Varðskipið Týr tók í nótt þátt í björgun 300 flóttamanna af stjórnlausu flutningaskipi um 165 sjómílur austur af Sikiley. Eftirlitsflugvél frá ítölsku strandgæslunni flaug fram á skipið og fengust þá upplýsingar um fjölda flóttamannanna um borð og í hópnum væru bæði konur og börn. Enginn matur né vatn var um borð í skipinu og var talið mikilvægt að flytja fólki sem fyrst frá borði.

Lesa meira

Sóttu veikan sjómann á Vestfjarðamið - 5.12.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 12:50 þegar beiðni barst um að sækja veikan sjómann um borð í fiskiskip sem var staðsett 30 sml NV af Ísafjarðardjúpi. Þegar útkallið barst var þyrlan staðsett í verkefni við gosstöðvarnar í Bárðarbungu og var samstundis flogið með fulltrúa almannavarna til Akureyrar og þaðan haldið beint í útkallið

Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna leitar á Fimmvörðuhálsi - 2.12.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 19:01 í gærkvöldi að beiðni lögreglunnar á Hvolsvelli vegna leitar að erlendum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi. Óskað var eftir að þyrlan myndi hafa meðferðis GSM miðunarbúnað en maðurinn var með íslenskan farsíma. TF-GNA fór í loftið kl. 20:15 og var á leiðinni á svæðið þegar svæðisstjórn björgunarsveita tilkynnti að búið væri að finna manninn.

Lesa meira

Þyrla kölluð til aðstoðar eftir bílslys - 1.12.2014

Landhelgisgæslunni barst fyrir stundu beiðni frá 112 um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að alvarlegt bílslys varð nærri Krísuvík. Þyrlan TF-SYN var þá í æfingaflugi á Reykjanesi og hélt samstundis á staðinn. Þyrlan er nú á slysstað.

Lesa meira

Varðskipið Þór æfði viðbrögð við mengun á Norðfirði - 1.12.2014

Varðskipið Þór var nýverið við æfingar með Hafbjörgu, björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Neskaupsstað þar sem þjálfuð voru viðbrögð við mengun á Norðfjarðarflóa.  Notaður var öflugur olíuhreinsunarbúnaðar og olíuvarnargirðing sem er til staðar um borð í varðskipinu Þór. Lesa meira

Flest skip í höfn eða vari meðan óveðrið gengur yfir - 30.11.2014

_MG_0659

Samtals eru 141 skip í vöktun hjá Landhelgisgæslunni þessa stundina en talsverður fjöldi skipa hefur haldið í höfn eða eru í vari meðan óveðrið gengur yfir landið. Togari fékk í kvöld á sig brotsjó 85 sjómílur VSV af Malarrifi og brotnuðu tvær rúður. Nokkur sjór komst inn á gang skipsins, engan sakaði og er annars allt í lagi um borð. 

Lesa meira

Undirritaður samningur um kaup á íslenskum bát - 30.11.2014

Leiftur3

Landhelgisgæslan undirritaði nýverið samning við íslensku skipasmíðastöðina Rafnar ehf. um kaup á harðbotna slöngubát (e. RIB, Rigid-Inflatable Boat) sem mun nýtast við leit og björgun æfingar, löggæslu og fiskveiðieftirlit á grunnslóð. Fyrir Landhelgisgæsluna er afar ánægjulegt að fá tækifæri til að styðja við íslenska nýsköpun með þessum hætti. 

Lesa meira

TF-GNA æfði með sjóbjörgunarsveitinni á Patreksfirði - 27.11.2014

GNA_E1F2236

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var í gærkvöldi við æfingar með Verði, björgunarskipi og bátum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Patreksfirði. TF-GNA flaug frá Reykjavík kl. 18:50 og við komuna á Patreksfjörð sigu kafari frá Landhelgisgæslunni og þyrlulæknir um borð í björgunarskipið.  Í æfingunni voru framkvæmdar samtals 14 hífingar úr sjó.

Lesa meira

Þyrla LHG tók þátt í leit á Reykjanesi - 24.11.2014

Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar kl 02:10 í nótt við leit að manni sem saknað var á Reykjanesi. Þar sem hann var með kveikt á farsíma var ákveðið að þyrlan myndi taka með búnað sem miðar út sendingar síma.

Lesa meira

Þór við eftirlit innan íslenska hafsvæðisins - 22.11.2014

Varðskipið Þór hélt í gær úr höfn í Reykjavík og verður skipið næstu vikur við eftirlit innan íslenska hafsvæðisins. Í dag skipti áhöfn varðskipsins um öldumælisdufl út af Garðskaga og að vanda verður áhöfnin við þjálfun og æfingar, m.a. með þyrlu LHG.  Lesa meira

Vopnum frá Norðmönnum verður skilað - 21.11.2014

Talsverð umræða hefur átt sér stað um vopn sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum og ekki hafa verið tekin í gagnið. Eftir viðræður Landhelgisgæslunnar við norska herinn í gær og í dag, liggur nú fyrir ákvörðun um að vopnunum verði skilað.

Lesa meira

Týr lagði úr höfn áleiðis í Miðjarðarhaf - 20.11.2014

Varðskipið Týr lagði úr Reykjavíkurhöfn rétt eftir hádegi í dag áleiðis í Miðjarðarhaf suður af Ítalíu þar sem skipið mun næstu tvo mánuði sinna landamæragæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Ráðgert er að varðskipið verði á þeim slóðum út janúar. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan nýtur mest traust - 13.11.2014

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts stofnana á sviði réttarfars og dómsmála kemur fram í nýrri könnun MMR – Markaðs og miðlarannsókna. Samtals sögðust 71,4% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Nánari upplýsingar um könnunina má nálgast á heimasíðu MMR http://mmr.is/ 

Lesa meira

Náðu björgunarbát sem skolaði útbyrðis.  - 10.11.2014

_MG_0566

Aðfaranótt sl. föstudags gerðist það óhapp að fiskiskip missti út björgunarbát í vonskuveðri um 12 sjómílur norð-austur af Skagatá. Ekki tókst skipverjum að ná björgunarbátnum aftur um borð enda slæmt veður og ekkert skyggni á svæðinu. Samstundis byrjuðu skeytasendingar að berast frá neyðarsendi björgunarbátsins.

Lesa meira

TF-SIF flaug með vísindamenn yfir Nornahraun - 29.10.2014

SIF1_2012

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í gær í eftirlits- og gæsluflug yfir Nornahraun og hafsvæðið suður af landinu. Takmarkað skyggni var í fluginu og sást lítið í gosið sjálft og Bárðarbungu. Ágætar ratsjármyndir náðust þó í fluginu. Samtals sáust 530 skip og bátar á sjó í eftirlitskerfum flugvélarinnar.

Lesa meira

Sjávarfallatöflur fyrir árið 2015 komnar út - 29.10.2014

Landhelgisgæslan hefur nú gefið út hina árlegu Sjávarfallatöflu og Sjávarfalla almanak fyrir árið 2015.  Landhelgisgæslan ber ábyrgð á sjómælingum og sjókortum á Íslandi og sér sjófarendum við strendur Íslands fyrir sjókortum og ýmsum öðrum sjóferðagögnum er stuðla að auknu siglingaöryggi. 

Lesa meira

Japönsk túnfiskveiðiskip rétt utan við lögsögumörkin - 27.10.2014

SIF_MG_1474

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í dag í eftirlits- og gæsluflug um SV mið, út að Reykjaneshrygg og djúpt austur að miðlínu Íslands og Færeyja. Þaðan var flogið í norðvestur inn á land og yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þaðan var flogið í suður út á sjó aftur og tekin gæsla á grunnslóð vestur fyrir Reykjanesið og heim. Í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar sáust samtals 498 skip og bátar upp í kerfum vélarinnar. Þar af voru 13 japönsk túnfiskveiðiskip

Lesa meira

Vegna umræðu um hríðskotabyssur frá Norðmönnum til Íslendinga - 27.10.2014

Í ljósi umræðu sem skapast hefur um hríðskotabyssur frá Norðmönnum til Íslendinga hefur Landhelgisgæslan ákveðið einhliða, að birta samkomulög og farmbréf sem gerð hafa verið um umræddar gjafir.  Þar má sjá magn, verðmat gjafanna og almenna skilmála. Um er að ræða þrjár gjafir.

Lesa meira

Þyrla LHG við eftirlit með lögreglunni - rjúpnaveiðimenn hvattir til að skila inn ferðaáætlun - 26.10.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN fór um helgina til rjúpnaveiðieftirlits ásamt lögreglunni á Selfossi. Lögregluembættin í landinu annast eftirlit með rjúpnaskyttum meðan á veiðum stendur og nýtur til þess aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Meðan á eftirlitinu stóð var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna óhapps sem varð í Haukadalsskógi. Þyrlan lenti við slysstað og kannaði þyrlulæknir meiðsl sem reyndust minniháttar. Lesa meira

Í tilefni af umfjöllun um vopn frá Noregi - 23.10.2014

Landhelgisgæslan hefur um langt árabil átt í mjög góðu samstarfi við Norðmenn um ýmis konar mál er varða þjálfun, búnaðarmál og öryggismál almennt og hefur notið dyggrar aðstoðar og rausnarskapar af þeirra hálfu.  Meðal annars er í gildi tvíhliða samstarfssamningur milli Íslands og Noregs frá árinu 2007 um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála.  Þá er Landhelgisgæslan tengiliður við erlendar stofnanir á þessum vettvangi. 

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar LHG eyddu tundurdufli sem kom upp með veiðarfærum - 20.10.2014

Landhelgisgæslunni barst nýverið tilkynning um torkennilegan hlut sem kom upp með veiðarfærum um borð  í Jón á Hofi sem var á veiðum í Jökuldýpi vestur af landinu.Upplýsingunum var komið til vakthafandi sprengjusérfræðings sem hafði sambandi við skipstjóra og var staðfest að um breskt tundurdufl með 225 kg sprengjuhleðslu var að ræða.

Lesa meira

TF-GNA orðin appelsínugul - 17.10.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA lenti í Reykjavík í gærkvöldi eftir langa fjarveru en þyrlan var staðsett í Noregi þar sem hún fór m.a. í umfangsmikla skoðun og var síðan málið í nýjum lit þyrlna Landhelgisgæslunnar. Eru nú tvær þyrlur sem bera þann lit, TF-GNA og TF-SYN. 

Lesa meira

Töldu kínverskt ljósker vera neyðarblys - 16.10.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um neyðarblys á svæðinu. Björgunareiningar voru síðan afturkallaðar þegar í  ljós kom að um var að ræða kínverskt ljósker.

Lesa meira

Eftirlitsflug TF-SIF um suður, suðaustur og austurmið - 16.10.2014

SIF_MG_1474

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og gæsluflug um suður, suðaustur og austurmið. Samtals sáust 587 skip í eftirlits og ratsjárbúnaði og voru öll skip sem flogið var yfir með skráningu og sín mál í lagi. Stýrimenn flugvélarinnar höfðu samband við skip að veiðum og virtist fiskerí vera gott. Einnig var flogið yfir eldstöðvarnar í Holuhrauni og svæðið myndað fyrir jarðvísindamenn og almannavarnir

Lesa meira

Landhelgisgæslan varar við siglingahættum í Eyjafirði. - 16.10.2014

_MG_0566

Stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands hefur síðastliðna 14 - 15 mánuði varað sæfarendur við siglingahættum vegna kræklingalína í Eyjafirði. Landhelgisgæslan hefur gefið út Tilkynningar til sjófarenda þar sem svæðin er skilgreind í breidd og lengd og eru sjófarendur beðnir um að sigla í góðri fjarlægð frá þessum svæðum.

Lesa meira

Frontex óskar eftir varðskipi LHG í verkefni á Miðjarðarhafi - 15.10.2014

_MG_9299

Í vikunni barst Landhelgisgæslunni beiðni frá Frontex, landamærastofnun EU um að Landhelgisgæslan myndi senda varðskip til aðstoðar við landamæragæslu á Miðjarðarhafi. Landhelgisgæslan stefnir að því að verða við beiðninni og er nú hafinn undirbúningur sem miðar að því að varðskipið Týr fari í verkefnið sem mun standa yfir í desember mánuð með möguleika á framlengingu.

Lesa meira

Fóru með batterí í Bárðarbungu - 15.10.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í dag með tæknimenn og búnað frá Veðurstofu Íslands í Nýjadal og upp á Bárðarbungu til að skipta um rafgeyma og setja upp gasmæla. Þegar lent var í Nýjadal sýndu gasmælar afar há gildi og var þar einungis stöðvað skamma stund til að setja út búnað. Þaðan var haldið upp á Bárðarbungu og skipt um rafgeyma sem fylgja búnaði jarðvísindamanna. 

Lesa meira

Eftirlit TF-SIF yfir eldstöðvar, suður- og suðvesturmið - 13.10.2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug á föstudag með vísindamenn og fulltrúa almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra yfir Bárðarbungu og gosstöðvarnar í Holuhrauni. Að því loknu var farið í gæslu- og eftirlitsflug um S- og SV- mið.

Lesa meira

Herflugvél með bilaðan hreyfil lenti heilu og höldnu í Keflavík - 12.10.2014

F-4F_BaldurSveins-(3)
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:27 eftir að tilkynning barst frá flugstjórn um herflugvél, í fylgd tveggja annarra herflugvéla frá bandaríska flughernum, væri með bilun í öðrum af tveimur hreyflum vélarinnar. Voru þær staddar djúpt suður af landinu, og var þeim beint til Keflavíkur. Vélin lenti síðan heilu og höldnu í Keflavík kl 16:19. Lesa meira

Aðgerðir vegna gossins kostnaðarsamar og utan rekstraráætlunar LHG - 6.10.2014

Frá því að jarðhræringar hófust í og við Vatnajökul hafa á milli 90 og 100 starfsmenn Landhelgisgæslunnar komið að aðgerðunum með einhverjum hætti. Hefur þeim fylgt umtalsverður aukakostnaður sem ekki var gert ráð fyrir í rekstraráætlun Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Aðmíráll danska flotans kynnir sér starfsemi Landhelgisgæslunnar - 3.10.2014

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tók í dag á móti Frank Trojan aðmírál danska flotans, ásamt samstarfsmönnum í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar. Kynnt var starfsemi Landhelgisgæslunnar og samstarf við Joint Arctic Command í Nuuk á Grænlandi sem eru höfuðstöðvar Dana fyrir björgunar- öryggis- og varnarmál á Norðurslóðum.

Lesa meira

Tékknesk flugsveit kemur til loftrýmisgæslu - 2.10.2014

Bolafjall5

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju fimmtudaginn 9. október nk. með komu flugsveitar tékkneska flughersins. Alls munu um 80 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center).  Flugsveitin kemur til landsins með fimm JAS-39C Gripen orrustuþotur.  

Lesa meira

Flugtæknideild LHG tekur við viðhaldsrekstri TF-FMS - 1.10.2014

TF-FMS

Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar tekur í dag við rekstri TF-FMS, flugvélar Isavia sem er af gerðinni Beech B200 King Air. Vélin hefur undanfarin ár verið í rekstri Mýflugs en flyst nú yfir á flugrekstrarleyfi Isavia þar sem hún verður notuð við flugprófanir. Isavia hefur gert samning við flugtæknideild LHG um allan viðhaldsrekstur vélarinnar.

Lesa meira

Æfing sprengjusérfræðinga stendur yfir - 29.9.2014

NC2012_W1D3_Doug_Elsey_Photo_093

Nú stendur yfir á svæði Landhelgisgæslunnar við Keflavík og í Hvalfirði æfingin Northern Challenge sem er alþjóðleg æfing  fyrir sprengjusérfræðinga. Æfingin er í umsjón séraðgerða og sprengjueyðingasviðs Landhelgisgæslunnar sem einnig annast skipulagningu og stjórnun hennar. 

Lesa meira

Danska varðskipið Triton sækir skipverja sem slasaðist um borð í Reykjafossi - 27.9.2014

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:40 tilkynning frá björgunarstöðinni í NUUK Grænlandi ´s um að þeim hefði borist aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Reykjafoss vegna manns sem slasaðist um borð. Reykjafoss var þá staðsettur rúmlega 500 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Björgunarmiðstöðin óskaði eftir að danska varðskipið Triton myndi sækja manninn en það var þá 285 sml NNA frá Reykjafossi.

Lesa meira

Mannlaus fiskibátur slitnaði upp í Hvammsvík - 24.9.2014

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:15 í gærmorgun tilkynning um mannlausan fiskibát sem var kominn upp í fjöru í Hvammsvík. Virtist báturinn hafa slitnað upp og lá hann á stjórnboðssíðunni í fjörunni. Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur var á svæðinu og var það beðið um að halda á staðinn, einnig var Umhverfisstofnun gert viðvart.

Lesa meira

Varðskipið Týr kominn til hafnar á Íslandi eftir verkefni við Svalbarða - 23.9.2014

Varðskipið Týr kom til Akureyrar síðdegis í dag eftir að hafa verið frá byrjun maí í leiguverkefni við Svalbarða þar sem skipið var notað til eftirlits- og björgunarstarfa sem og almennra löggæslu- og þjónustustarfa fyrir Sýslumanninn á Svalbarða.  Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru í áhöfn Týs hverju sinni meðan á verkefninu stóð og var mikil ánægja með frammistöðu þeirra. Landhelgisgæslan gerði samning við Fáfni Offshore hf um verkefnið en nýtt skip Fáfnis, Polarsyssel var afhent Sýslumanninum á Svalbarða í síðastliðinni viku.

Lesa meira

Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer af strandstað í morgun - 20.9.2014

Varðskipinu Þór tókst klukkan 10:52 í morgun að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað á Fáskrúðsfirði. Í nótt var dælt yfir eittthundrað tonnum af olíu úr skipinu með aðstoð Olíudreifingar. Skipið verður nú dregið til Fáskrúðsfjarðar en áður en til hafnar verður komið munu skemmdir verða kannaðar og olíu dælt aftur um borð. 

Lesa meira

Unnið að endurmati björgunaraðgerða - áætlanir um að nota hafsögubát voru ekki raunhæfar - 19.9.2014

ÞOR Arni Saeberg

Landhelgisgæslan vinnur nú að endurmati björgunaraðgerða á strandstað flutningaskipsins Green Freezer sem strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudagskvöld. Dráttartaug varðskipsins Þórs slitnaði í hádeginu þegar komið var yfir 100 tonna átak á tauginni og er því ljóst að skipið situr mjög fast á strandsstað. Þessi staða undirstikar að áætlanir um að nota hafsögubát við aðgerðina voru ekki raunhæfar.

Lesa meira

Íhlutunarrétti beitt við björgun Green Freezer - Varðskipið Þór mun hefja björgunaraðgerðir  - 19.9.2014

Landhelgisgæslan tók í kvöld ákvörðun um að beita íhlutunarrétti, í samræmi við lög um verndun hafs og strandar vegna flutningaskipsins Green Freezer sem strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudagskvöld. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við Umhverfisstofnun. Varðskipið Þór mun í birtingu hefja björgunaraðgerðir sem miða að því að losaflutningaskipið Green Freezer af strandstað.

Lesa meira

Áætlað að Vöttur dragi Green Freezer af strandstað í kvöld - 18.9.2014

Til stendur að lóðsbáturinn Vöttur dragi flutningaskipið Green Freezer af strandstað á háflóðinu í kvöld. Eigendur skipsins lögðu síðdegis fram aðgerðaáætlun þar sem þetta kom fram. Landhelgisgæslan gerir ekki athugasemdir við áætlun skipsins en varðskipið Þór mun verða til taks og grípa inn í ef yfirvofandi er hætta á bráðamengun.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica