Fréttir

Annáll Landhelgisgæslunnar 2014 - 31.12.2014

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Að baki er viðburðaríkt ár í starfi Landhelgisgæslunnar og má hér fyrir neðan sjá dæmi um fjölbreytt verkefni ársins 2014. Lesa meira

Þyrla LHG sótti sjúkling í Stykkishólm - 30.12.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna alvarlegra veikinda. TF-GNA fór í loftið kl. 00:08 og lenti við flugstöðina í Stykkishólmi þar sem sjúkrabifreið beið með sjúkling. Var hann fluttur um borð í þyrluna og undirbúinn fyrir flutning. Farið var að nýju í loftið kl. 00:53 og lent á Reykjavíkurflugvelli kl. 01:32.

Lesa meira

Varðskipið Týr eina íslenska skipið á sjó yfir hátíðarnar - 24.12.2014

_MG_9304

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar. Engin íslensk fiskiskip verða á sjó yfir jólin en samkvæmt varðstjórum í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar verða nokkur erlend leigu- og fragtskip á siglingu innan íslenska hafsvæðisins. Eina íslenska skipið sem verður á sjó yfir hátíðarnar er varðskipið Týr sem er við eftirlit á Miðjarðarhafi vegna verkefna fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins, Frontex. Áhöfn varðskipsins sendir jólakveðju. 

Lesa meira

Undirbúningsfundur fyrir ráðstefnu um öryggis- og björgunarmál á Norðurslóðum - 18.12.2014

Nýverið stóðu Landhelgisgæsla Íslands og Utanríkisráðuneytið fyrir undirbúningsfundi ráðstefnu Arctic Security Forces Roundtable sem haldin verður á Íslandi í maí 2015.  Arctic Security Forces Roundtable er samstarfverkefni þjóða Norðurheimskautsráðsins - Arctic Council, sem eru auk Íslands, Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Kanada, Noregur og Svíþjóð. Einnig tekur Frakkland, Þýskaland, Holland og Bretland þátt í samstarfinu. 

Lesa meira

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar - 18.12.2014

Í gær var árleg jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar haldin í veislusal Nauthóls í Nauthólsvík. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti ávarp þar sem hann fór yfir verkefni sem hafa verið efst á baugi sl. ár. Hlýtt var á upplestur jólaguðspjallsins og voru síðan sérstaklega heiðraðir þeir sem hófu töku eftirlauna á árinu sem og þeir starfsmenn sem fögnuðu fimmtugs-, sextugs- og sjötugsafmælum á árinu.

Lesa meira

Hefur tekið við starfi fjármálastjóra - 18.12.2014

Sandra Margrét Sigurjónsdóttir tók í dag við starfi fjármálastjóra hjá Landhelgisgæslu Íslands af Ólafi Erni Ólafssyni sem nýverið óskaði eftir að láta af störfum. Sandra Margrét á að baki mikla og margþætta reynslu og hlakkar hún til að takast á við krefjandi verkefni í fjölbreytilegu umhverfi Landhelgisgæslunnar en hún lýkur í vor meistaranámi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Lesa meira

Tafir hafa orðið á siglingum vegna veðurfars - 17.12.2014

_MG_0632

Undanfarnar vikur hafa stormar blásið á Norður-Atlantshafi og hver djúp lægðin á fætur annarri farið hjá eða yfir Ísland.  Sjófarendur hafa ekki farið varhluta af þessu og hefur m.a. sigling skipa til og frá Íslandi sóst seint.  Skip sem sigla á milli Íslands og Norður-Evrópu sem að öllu jöfnu tekur þrjá til fimm daga hefur verið að lengjast í fimm til átta daga.

Lesa meira

Önnur björgun varðskipisins á innan við viku - 10.12.2014

Áhöfn varðskipsins Týs bjargaði í gær 408 flóttamönnum af flutningaskipi sem var staðsett 165 sjómílur austur af Möltu. Neyðarboð bárust frá skipinu snemma í gærmorgun og var með aðstoð eftirlitsflugvéla mögulegt að staðsetja skipið. Var þá óskað var eftir aðstoð Týs sem var skammt frá og kom varðskipið á staðinn um kl.11:00. Þetta er í annað skiptið á innan við viku sem áhöfn varðskipsins bjargar stórum hópi flóttafólks á Miðjarðarhafi.

Lesa meira

Æfing þyrlu LHG með undanförum björgunarsveitanna - 8.12.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA tók um helgina þátt í æfingu með undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL) sem fór fram á Sandskeiði. Í æfingunni var þjálfað verklag og ýmsir þættir sem mikilvægir eru við björgunaraðgerðir í óbyggðum

Lesa meira

Varðskipið Týr tók þátt í björgun 300 flóttamanna austur af Sikiley - 6.12.2014

Varðskipið Týr tók í nótt þátt í björgun 300 flóttamanna af stjórnlausu flutningaskipi um 165 sjómílur austur af Sikiley. Eftirlitsflugvél frá ítölsku strandgæslunni flaug fram á skipið og fengust þá upplýsingar um fjölda flóttamannanna um borð og í hópnum væru bæði konur og börn. Enginn matur né vatn var um borð í skipinu og var talið mikilvægt að flytja fólki sem fyrst frá borði.

Lesa meira

Sóttu veikan sjómann á Vestfjarðamið - 5.12.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 12:50 þegar beiðni barst um að sækja veikan sjómann um borð í fiskiskip sem var staðsett 30 sml NV af Ísafjarðardjúpi. Þegar útkallið barst var þyrlan staðsett í verkefni við gosstöðvarnar í Bárðarbungu og var samstundis flogið með fulltrúa almannavarna til Akureyrar og þaðan haldið beint í útkallið

Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna leitar á Fimmvörðuhálsi - 2.12.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 19:01 í gærkvöldi að beiðni lögreglunnar á Hvolsvelli vegna leitar að erlendum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi. Óskað var eftir að þyrlan myndi hafa meðferðis GSM miðunarbúnað en maðurinn var með íslenskan farsíma. TF-GNA fór í loftið kl. 20:15 og var á leiðinni á svæðið þegar svæðisstjórn björgunarsveita tilkynnti að búið væri að finna manninn.

Lesa meira

Þyrla kölluð til aðstoðar eftir bílslys - 1.12.2014

Landhelgisgæslunni barst fyrir stundu beiðni frá 112 um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að alvarlegt bílslys varð nærri Krísuvík. Þyrlan TF-SYN var þá í æfingaflugi á Reykjanesi og hélt samstundis á staðinn. Þyrlan er nú á slysstað.

Lesa meira

Varðskipið Þór æfði viðbrögð við mengun á Norðfirði - 1.12.2014

Varðskipið Þór var nýverið við æfingar með Hafbjörgu, björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Neskaupsstað þar sem þjálfuð voru viðbrögð við mengun á Norðfjarðarflóa.  Notaður var öflugur olíuhreinsunarbúnaðar og olíuvarnargirðing sem er til staðar um borð í varðskipinu Þór. Lesa meira

Flest skip í höfn eða vari meðan óveðrið gengur yfir - 30.11.2014

_MG_0659

Samtals eru 141 skip í vöktun hjá Landhelgisgæslunni þessa stundina en talsverður fjöldi skipa hefur haldið í höfn eða eru í vari meðan óveðrið gengur yfir landið. Togari fékk í kvöld á sig brotsjó 85 sjómílur VSV af Malarrifi og brotnuðu tvær rúður. Nokkur sjór komst inn á gang skipsins, engan sakaði og er annars allt í lagi um borð. 

Lesa meira

Undirritaður samningur um kaup á íslenskum bát - 30.11.2014

Leiftur3

Landhelgisgæslan undirritaði nýverið samning við íslensku skipasmíðastöðina Rafnar ehf. um kaup á harðbotna slöngubát (e. RIB, Rigid-Inflatable Boat) sem mun nýtast við leit og björgun æfingar, löggæslu og fiskveiðieftirlit á grunnslóð. Fyrir Landhelgisgæsluna er afar ánægjulegt að fá tækifæri til að styðja við íslenska nýsköpun með þessum hætti. 

Lesa meira

TF-GNA æfði með sjóbjörgunarsveitinni á Patreksfirði - 27.11.2014

GNA_E1F2236

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var í gærkvöldi við æfingar með Verði, björgunarskipi og bátum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Patreksfirði. TF-GNA flaug frá Reykjavík kl. 18:50 og við komuna á Patreksfjörð sigu kafari frá Landhelgisgæslunni og þyrlulæknir um borð í björgunarskipið.  Í æfingunni voru framkvæmdar samtals 14 hífingar úr sjó.

Lesa meira

Þyrla LHG tók þátt í leit á Reykjanesi - 24.11.2014

Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar kl 02:10 í nótt við leit að manni sem saknað var á Reykjanesi. Þar sem hann var með kveikt á farsíma var ákveðið að þyrlan myndi taka með búnað sem miðar út sendingar síma.

Lesa meira

Þór við eftirlit innan íslenska hafsvæðisins - 22.11.2014

Varðskipið Þór hélt í gær úr höfn í Reykjavík og verður skipið næstu vikur við eftirlit innan íslenska hafsvæðisins. Í dag skipti áhöfn varðskipsins um öldumælisdufl út af Garðskaga og að vanda verður áhöfnin við þjálfun og æfingar, m.a. með þyrlu LHG.  Lesa meira

Vopnum frá Norðmönnum verður skilað - 21.11.2014

Talsverð umræða hefur átt sér stað um vopn sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum og ekki hafa verið tekin í gagnið. Eftir viðræður Landhelgisgæslunnar við norska herinn í gær og í dag, liggur nú fyrir ákvörðun um að vopnunum verði skilað.

Lesa meira

Týr lagði úr höfn áleiðis í Miðjarðarhaf - 20.11.2014

Varðskipið Týr lagði úr Reykjavíkurhöfn rétt eftir hádegi í dag áleiðis í Miðjarðarhaf suður af Ítalíu þar sem skipið mun næstu tvo mánuði sinna landamæragæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Ráðgert er að varðskipið verði á þeim slóðum út janúar. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan nýtur mest traust - 13.11.2014

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts stofnana á sviði réttarfars og dómsmála kemur fram í nýrri könnun MMR – Markaðs og miðlarannsókna. Samtals sögðust 71,4% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Nánari upplýsingar um könnunina má nálgast á heimasíðu MMR http://mmr.is/ 

Lesa meira

Náðu björgunarbát sem skolaði útbyrðis.  - 10.11.2014

_MG_0566

Aðfaranótt sl. föstudags gerðist það óhapp að fiskiskip missti út björgunarbát í vonskuveðri um 12 sjómílur norð-austur af Skagatá. Ekki tókst skipverjum að ná björgunarbátnum aftur um borð enda slæmt veður og ekkert skyggni á svæðinu. Samstundis byrjuðu skeytasendingar að berast frá neyðarsendi björgunarbátsins.

Lesa meira

TF-SIF flaug með vísindamenn yfir Nornahraun - 29.10.2014

SIF1_2012

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í gær í eftirlits- og gæsluflug yfir Nornahraun og hafsvæðið suður af landinu. Takmarkað skyggni var í fluginu og sást lítið í gosið sjálft og Bárðarbungu. Ágætar ratsjármyndir náðust þó í fluginu. Samtals sáust 530 skip og bátar á sjó í eftirlitskerfum flugvélarinnar.

Lesa meira

Sjávarfallatöflur fyrir árið 2015 komnar út - 29.10.2014

Landhelgisgæslan hefur nú gefið út hina árlegu Sjávarfallatöflu og Sjávarfalla almanak fyrir árið 2015.  Landhelgisgæslan ber ábyrgð á sjómælingum og sjókortum á Íslandi og sér sjófarendum við strendur Íslands fyrir sjókortum og ýmsum öðrum sjóferðagögnum er stuðla að auknu siglingaöryggi. 

Lesa meira

Japönsk túnfiskveiðiskip rétt utan við lögsögumörkin - 27.10.2014

SIF_MG_1474

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í dag í eftirlits- og gæsluflug um SV mið, út að Reykjaneshrygg og djúpt austur að miðlínu Íslands og Færeyja. Þaðan var flogið í norðvestur inn á land og yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þaðan var flogið í suður út á sjó aftur og tekin gæsla á grunnslóð vestur fyrir Reykjanesið og heim. Í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar sáust samtals 498 skip og bátar upp í kerfum vélarinnar. Þar af voru 13 japönsk túnfiskveiðiskip

Lesa meira

Vegna umræðu um hríðskotabyssur frá Norðmönnum til Íslendinga - 27.10.2014

Í ljósi umræðu sem skapast hefur um hríðskotabyssur frá Norðmönnum til Íslendinga hefur Landhelgisgæslan ákveðið einhliða, að birta samkomulög og farmbréf sem gerð hafa verið um umræddar gjafir.  Þar má sjá magn, verðmat gjafanna og almenna skilmála. Um er að ræða þrjár gjafir.

Lesa meira

Þyrla LHG við eftirlit með lögreglunni - rjúpnaveiðimenn hvattir til að skila inn ferðaáætlun - 26.10.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN fór um helgina til rjúpnaveiðieftirlits ásamt lögreglunni á Selfossi. Lögregluembættin í landinu annast eftirlit með rjúpnaskyttum meðan á veiðum stendur og nýtur til þess aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Meðan á eftirlitinu stóð var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna óhapps sem varð í Haukadalsskógi. Þyrlan lenti við slysstað og kannaði þyrlulæknir meiðsl sem reyndust minniháttar. Lesa meira

Í tilefni af umfjöllun um vopn frá Noregi - 23.10.2014

Landhelgisgæslan hefur um langt árabil átt í mjög góðu samstarfi við Norðmenn um ýmis konar mál er varða þjálfun, búnaðarmál og öryggismál almennt og hefur notið dyggrar aðstoðar og rausnarskapar af þeirra hálfu.  Meðal annars er í gildi tvíhliða samstarfssamningur milli Íslands og Noregs frá árinu 2007 um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála.  Þá er Landhelgisgæslan tengiliður við erlendar stofnanir á þessum vettvangi. 

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar LHG eyddu tundurdufli sem kom upp með veiðarfærum - 20.10.2014

Landhelgisgæslunni barst nýverið tilkynning um torkennilegan hlut sem kom upp með veiðarfærum um borð  í Jón á Hofi sem var á veiðum í Jökuldýpi vestur af landinu.Upplýsingunum var komið til vakthafandi sprengjusérfræðings sem hafði sambandi við skipstjóra og var staðfest að um breskt tundurdufl með 225 kg sprengjuhleðslu var að ræða.

Lesa meira

TF-GNA orðin appelsínugul - 17.10.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA lenti í Reykjavík í gærkvöldi eftir langa fjarveru en þyrlan var staðsett í Noregi þar sem hún fór m.a. í umfangsmikla skoðun og var síðan málið í nýjum lit þyrlna Landhelgisgæslunnar. Eru nú tvær þyrlur sem bera þann lit, TF-GNA og TF-SYN. 

Lesa meira

Töldu kínverskt ljósker vera neyðarblys - 16.10.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um neyðarblys á svæðinu. Björgunareiningar voru síðan afturkallaðar þegar í  ljós kom að um var að ræða kínverskt ljósker.

Lesa meira

Eftirlitsflug TF-SIF um suður, suðaustur og austurmið - 16.10.2014

SIF_MG_1474

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og gæsluflug um suður, suðaustur og austurmið. Samtals sáust 587 skip í eftirlits og ratsjárbúnaði og voru öll skip sem flogið var yfir með skráningu og sín mál í lagi. Stýrimenn flugvélarinnar höfðu samband við skip að veiðum og virtist fiskerí vera gott. Einnig var flogið yfir eldstöðvarnar í Holuhrauni og svæðið myndað fyrir jarðvísindamenn og almannavarnir

Lesa meira

Landhelgisgæslan varar við siglingahættum í Eyjafirði. - 16.10.2014

_MG_0566

Stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands hefur síðastliðna 14 - 15 mánuði varað sæfarendur við siglingahættum vegna kræklingalína í Eyjafirði. Landhelgisgæslan hefur gefið út Tilkynningar til sjófarenda þar sem svæðin er skilgreind í breidd og lengd og eru sjófarendur beðnir um að sigla í góðri fjarlægð frá þessum svæðum.

Lesa meira

Frontex óskar eftir varðskipi LHG í verkefni á Miðjarðarhafi - 15.10.2014

_MG_9299

Í vikunni barst Landhelgisgæslunni beiðni frá Frontex, landamærastofnun EU um að Landhelgisgæslan myndi senda varðskip til aðstoðar við landamæragæslu á Miðjarðarhafi. Landhelgisgæslan stefnir að því að verða við beiðninni og er nú hafinn undirbúningur sem miðar að því að varðskipið Týr fari í verkefnið sem mun standa yfir í desember mánuð með möguleika á framlengingu.

Lesa meira

Fóru með batterí í Bárðarbungu - 15.10.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í dag með tæknimenn og búnað frá Veðurstofu Íslands í Nýjadal og upp á Bárðarbungu til að skipta um rafgeyma og setja upp gasmæla. Þegar lent var í Nýjadal sýndu gasmælar afar há gildi og var þar einungis stöðvað skamma stund til að setja út búnað. Þaðan var haldið upp á Bárðarbungu og skipt um rafgeyma sem fylgja búnaði jarðvísindamanna. 

Lesa meira

Eftirlit TF-SIF yfir eldstöðvar, suður- og suðvesturmið - 13.10.2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug á föstudag með vísindamenn og fulltrúa almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra yfir Bárðarbungu og gosstöðvarnar í Holuhrauni. Að því loknu var farið í gæslu- og eftirlitsflug um S- og SV- mið.

Lesa meira

Herflugvél með bilaðan hreyfil lenti heilu og höldnu í Keflavík - 12.10.2014

F-4F_BaldurSveins-(3)
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:27 eftir að tilkynning barst frá flugstjórn um herflugvél, í fylgd tveggja annarra herflugvéla frá bandaríska flughernum, væri með bilun í öðrum af tveimur hreyflum vélarinnar. Voru þær staddar djúpt suður af landinu, og var þeim beint til Keflavíkur. Vélin lenti síðan heilu og höldnu í Keflavík kl 16:19. Lesa meira

Aðgerðir vegna gossins kostnaðarsamar og utan rekstraráætlunar LHG - 6.10.2014

Frá því að jarðhræringar hófust í og við Vatnajökul hafa á milli 90 og 100 starfsmenn Landhelgisgæslunnar komið að aðgerðunum með einhverjum hætti. Hefur þeim fylgt umtalsverður aukakostnaður sem ekki var gert ráð fyrir í rekstraráætlun Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Aðmíráll danska flotans kynnir sér starfsemi Landhelgisgæslunnar - 3.10.2014

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tók í dag á móti Frank Trojan aðmírál danska flotans, ásamt samstarfsmönnum í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar. Kynnt var starfsemi Landhelgisgæslunnar og samstarf við Joint Arctic Command í Nuuk á Grænlandi sem eru höfuðstöðvar Dana fyrir björgunar- öryggis- og varnarmál á Norðurslóðum.

Lesa meira

Tékknesk flugsveit kemur til loftrýmisgæslu - 2.10.2014

Bolafjall5

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju fimmtudaginn 9. október nk. með komu flugsveitar tékkneska flughersins. Alls munu um 80 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center).  Flugsveitin kemur til landsins með fimm JAS-39C Gripen orrustuþotur.  

Lesa meira

Flugtæknideild LHG tekur við viðhaldsrekstri TF-FMS - 1.10.2014

TF-FMS

Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar tekur í dag við rekstri TF-FMS, flugvélar Isavia sem er af gerðinni Beech B200 King Air. Vélin hefur undanfarin ár verið í rekstri Mýflugs en flyst nú yfir á flugrekstrarleyfi Isavia þar sem hún verður notuð við flugprófanir. Isavia hefur gert samning við flugtæknideild LHG um allan viðhaldsrekstur vélarinnar.

Lesa meira

Æfing sprengjusérfræðinga stendur yfir - 29.9.2014

NC2012_W1D3_Doug_Elsey_Photo_093

Nú stendur yfir á svæði Landhelgisgæslunnar við Keflavík og í Hvalfirði æfingin Northern Challenge sem er alþjóðleg æfing  fyrir sprengjusérfræðinga. Æfingin er í umsjón séraðgerða og sprengjueyðingasviðs Landhelgisgæslunnar sem einnig annast skipulagningu og stjórnun hennar. 

Lesa meira

Danska varðskipið Triton sækir skipverja sem slasaðist um borð í Reykjafossi - 27.9.2014

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:40 tilkynning frá björgunarstöðinni í NUUK Grænlandi ´s um að þeim hefði borist aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Reykjafoss vegna manns sem slasaðist um borð. Reykjafoss var þá staðsettur rúmlega 500 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Björgunarmiðstöðin óskaði eftir að danska varðskipið Triton myndi sækja manninn en það var þá 285 sml NNA frá Reykjafossi.

Lesa meira

Mannlaus fiskibátur slitnaði upp í Hvammsvík - 24.9.2014

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:15 í gærmorgun tilkynning um mannlausan fiskibát sem var kominn upp í fjöru í Hvammsvík. Virtist báturinn hafa slitnað upp og lá hann á stjórnboðssíðunni í fjörunni. Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur var á svæðinu og var það beðið um að halda á staðinn, einnig var Umhverfisstofnun gert viðvart.

Lesa meira

Varðskipið Týr kominn til hafnar á Íslandi eftir verkefni við Svalbarða - 23.9.2014

Varðskipið Týr kom til Akureyrar síðdegis í dag eftir að hafa verið frá byrjun maí í leiguverkefni við Svalbarða þar sem skipið var notað til eftirlits- og björgunarstarfa sem og almennra löggæslu- og þjónustustarfa fyrir Sýslumanninn á Svalbarða.  Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru í áhöfn Týs hverju sinni meðan á verkefninu stóð og var mikil ánægja með frammistöðu þeirra. Landhelgisgæslan gerði samning við Fáfni Offshore hf um verkefnið en nýtt skip Fáfnis, Polarsyssel var afhent Sýslumanninum á Svalbarða í síðastliðinni viku.

Lesa meira

Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer af strandstað í morgun - 20.9.2014

Varðskipinu Þór tókst klukkan 10:52 í morgun að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað á Fáskrúðsfirði. Í nótt var dælt yfir eittthundrað tonnum af olíu úr skipinu með aðstoð Olíudreifingar. Skipið verður nú dregið til Fáskrúðsfjarðar en áður en til hafnar verður komið munu skemmdir verða kannaðar og olíu dælt aftur um borð. 

Lesa meira

Unnið að endurmati björgunaraðgerða - áætlanir um að nota hafsögubát voru ekki raunhæfar - 19.9.2014

ÞOR Arni Saeberg

Landhelgisgæslan vinnur nú að endurmati björgunaraðgerða á strandstað flutningaskipsins Green Freezer sem strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudagskvöld. Dráttartaug varðskipsins Þórs slitnaði í hádeginu þegar komið var yfir 100 tonna átak á tauginni og er því ljóst að skipið situr mjög fast á strandsstað. Þessi staða undirstikar að áætlanir um að nota hafsögubát við aðgerðina voru ekki raunhæfar.

Lesa meira

Íhlutunarrétti beitt við björgun Green Freezer - Varðskipið Þór mun hefja björgunaraðgerðir  - 19.9.2014

Landhelgisgæslan tók í kvöld ákvörðun um að beita íhlutunarrétti, í samræmi við lög um verndun hafs og strandar vegna flutningaskipsins Green Freezer sem strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudagskvöld. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við Umhverfisstofnun. Varðskipið Þór mun í birtingu hefja björgunaraðgerðir sem miða að því að losaflutningaskipið Green Freezer af strandstað.

Lesa meira

Áætlað að Vöttur dragi Green Freezer af strandstað í kvöld - 18.9.2014

Til stendur að lóðsbáturinn Vöttur dragi flutningaskipið Green Freezer af strandstað á háflóðinu í kvöld. Eigendur skipsins lögðu síðdegis fram aðgerðaáætlun þar sem þetta kom fram. Landhelgisgæslan gerir ekki athugasemdir við áætlun skipsins en varðskipið Þór mun verða til taks og grípa inn í ef yfirvofandi er hætta á bráðamengun.

Lesa meira

Ekki talin hætta á bráðamengun - Eigendum Green Freezer veittur áframhaldandi frestur til að ná skipinu af strandstað - 18.9.2014

Fyrir skömmu síðan lauk samráðsfundi Landhelgisgæslunnar með Umhverfisstofnun og Samgöngustofu  vegna strands flutningaskipsins Green Freezer. Engin hætta er talin á bráðamengun á svæðinu og var tekin ákvörðun um að veita eigendum skipsins áframhaldandi frest til kl. 18:00 að ná skipinu af strandstað. 

Lesa meira

Unnið að uppsetningu mengunargirðingar - samráðsfundur að hefjast - 18.9.2014

NC2009_WEEKEND_DIVE_DOUG_ELSEY_PHOTO__42

Samkvæmt vettvangsstjórn Landhelgisgæslunnar á strandstað Green Freezer er nú unnið að uppsetningu mengunargirðingar umhverfis skipið þar sem hugsanlegt er að olía hafi lekið þegar stýrisbúnaður skipsins laskaðist við strandið. Var því frestað að draga skipið af staðnum meðan kafarar Landhelgisgæslunnar kanna botn skipsins og viðbragðsaðilar meta stöðuna. Skipið er stöðugt og ágætt veður er á staðnum.

Lesa meira

Staðan metin á strandstað Green Freezer - 18.9.2014

_MG_0632

Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Landhelgisgæslunnar komu á strandstað flutningaskipsins Green Freezer í Fáskrúðsfirði upp úr miðnætti. Ástandið á strandsstað er metið stöðugt og ekki mikil mengunarhætta, þá er góð veðurspá næstu daga. Landhelgisgæslan hefur gefið eigendum skipsins frest fram yfir morgunflóð kl.10:00 til að ná skipinu út með aðstoð dráttarbáts. Takist það ekki mun Landhelgisgæslan meta hvort beitt verði íhlutunarrétti 

Lesa meira

Fragtskip strandar á skeri í Fáskrúðsfirði - útgerð vinnur að björgunaráætlun - 17.9.2014

GNA2

Landhelgisgæslunni barst um klukkan átta í kvöld beiðni um aðstoð frá flutningaskipinu Green Freezer sem var þá strandað á skeri í Fáskrúðsfirði. Kallaðar voru út björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi, þ.m.t. björgunarskip og bátar allt frá Vopnafirði til Hornafjarðar. Fjölveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson hélt auk þess samstundis á strandstað. Varðskipið Þór var beðið um að halda á staðinn og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Útgerð skipsins vinnur að björgunaráætlun.

Lesa meira

Íslensku skipi vísað til hafnar fyrir meintar ólöglegar síldveiðar í lögsögu Grænlands - 17.9.2014

Landhelgisgæslan vísaði í nótt íslensku skipi til hafnar fyrir meintar ólöglegar síldveiðar í lögsögu Grænlands. Íslensk skip hafa ekki heimild íslenskra stjórnvalda til síldveiða innan grænlenskrar lögsögu og var Landhelgisgæslan því í samskiptum við yfirvöld á Grænlandi vegna málsins. Tvö skip eru grunuð um að hafa stundað ólglegar síldveiðar á svæðinu en bæði skipin höfðu hinsvegar leyfi til makrílveiða á svæðinu. 

Lesa meira

Flutningaskip áminnt fyrir að fara ekki eftir reglum um aðskildar siglingaleiðir fyrir Reykjanes - 16.9.2014

_MG_0659

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá erlendu flutningaskipi sem var að leggja úr höfn frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Skipinu voru veittar þær upplýsingar að vegna stærðar skipsins (yfir 5000 tonn) var því aðeins heimilt að sigla ytri siglingaleið fyrir Reykjanes.

Lesa meira

Lauk námi í stjórnun verkefna á sviði friðargæslu - 15.9.2014

Jónas Þorvaldsson sprengjusérfræðingur og fagstjóri köfunar lauk í sumar námi við sænsku alþjóðlegu herakademíuna (SWEDINT-Swedish Armed Forces International Centre) sem gerir hann hæfan til að annast stjórnun verkefna á sviði friðargæslunnar. Jónasi var boðið af  NORDEFCO (Nordisk Defence Cooperation) á námskeiðið sem kallaðist United Nations Civilian Staff Officer Course. 

Lesa meira

Dómsmálaráðherra tekur þátt í eftirliti þyrlu LHG yfir gosstöðvarnar  - 13.9.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra fór í morgun með Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar og Haraldi Jóhannessen, ríkislögreglustjóra í eftirlitsflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Bárðarbungu og gosstöðvarnar í Holuhrauni. Markmið flugsins er að kynna fyrir dómsmálaráðherra stöðuna á svæðinu sem og starf viðbragðsaðila.

Lesa meira

Þyrlan TF-SYN flaug með vísindamenn og almannavarnir að Bárðarbungu og Holuhrauni - 11.9.2014

Fimmtudagur 11. september 2014

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í dag með menn frá Jarðvísindastofnun, Veðurstofu og Almannavörnum á Bárðarbungu og Kverkfjöll til að setja niður mæla og vinna við ýmsan búnað. Að vinnu lokinni var flogið yfir Dyngjujökul og Holuhraun.

Lesa meira

Yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins í Evrópu heimsótti Landhelgisgæsluna - 10.9.2014

Yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins(NATO) í Evrópu, SACEUR Philip M. Breedlove, heimsótti í dag Landhelgisgæslunaí Keflavík ásamt fylgdarliði og fulltrúum utanríkisráðuneytisins. Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri lofthelgis- og öryggismálasviðs og Auðunn F. Kristinsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs tóku á móti honum ásamt samstarfsmönnum.

Lesa meira

Þyrla LHG bjargaði ferðamanni úr þverhníptu klettabelti - 9.9.2014

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:37 í gærkvöldi að beiðni fjarskiptamiðstöðvar RLS vegna ferðamanns í sjálfheldu efst í Ófeigsfjalli á Reyðarfirði. Maðurinn var í 900-1000 metra hæð í þverníptu klettabelti.TF-LIF fór í loftið frá Reykjavík kl. 19:19  með þrjá undanfara Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Lesa meira

Umfangsmiklar aðgerðar Landhelgisgæslunnar um liðna helgi vegna strands Akrafells - 8.9.2014

Björgunaraðgerðir Landhelgisgæslunnar vegna strands flutningaskipsins Akrafells síðastliðinn laugardag voru afar umfangsmiklar og kom fjöldi manna úr nánast öllum deildum Landhelgisgæslunnar að málum.   Var samvinna og liðsheild starfsmanna einstök og sýndu viðbrögð þeirra að starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru tilbúnir að gera það sem þarf til að bregðast við á ögurstundu í stóru sem smáu. 

Lesa meira

Akrafell afhent eigendum skipsins og hafnaryfirvöldum - 7.9.2014

Fjölveiðiskipið Aðalsteinn Jónsson SU frá Eskifirði dró í nótt flutningaskipið Akrafell til hafnar, í fylgd varðskipsins Ægis. Auk þeirra tóku lóðsbáturinn Vöttur og Hafbjörg, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Neskaupstað þátt aðgerðum. Ástandið er talið stöðugt og hefur skipið nú verið afhent eigendum sem eru Samskip og hafnaryfirvöld á Eskifirði. Lesa meira

Akrafell losnaði af strandstað á háflóði - 7.9.2014

Akrafell, flutningaskip Samskipa losnaði um miðnætti af strandstað við Vattarnes á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Fjölveiðiskipið Aðalsteinn Jónsson SU er með skipið í togi og er áætlað að sigla með það til hafnar á Reyðarfirði. Varðskipið Ægir fylgir skipunum eftir til hafnar og verður til taks ef á þarf að halda.

Lesa meira

Hugsanlegt að Akrafell losni á háflóði um miðnætti - 6.9.2014

Verið er að skoða möguleikann á að ná Akrafelli, flutningaskipi Samskipa af strandstað í kvöld. Fimm varðskipsmenn eru auk skipstjóra um borð í skipinu og björgunaraðilar viðbúnir því að skipið losni af strandstað á háflóði sem er í kringum miðnætti.

Lesa meira

Köfurum tókst að loka fyrir streymi inn í vélarrúm Akrafells. Engin mengun greindist í flugi TF-SIF. - 6.9.2014

NC2009_WEEKEND_DIVE_DOUG_ELSEY_PHOTO__42

Talið er að köfurum Landhelgisgæslunnar hafi tekist að loka fyrir streymi inn í vélarrúm flutningaskipsins Akrafells. Virðast dæling nú loks bera árangur. Kafararnir köfuðu inn í vélarrúmið mjög erfiðar aðstæður. Vinna nú kafarar að því að rannsaka botn skipsins utan frá. TF-SIF flaug yfir svæðið í dag og er engin mengun sjáanleg.

Lesa meira

Varðskipið Þór undirbýr brottför frá Reykjavík til aðstoðar við björgun flutningaskipsins Akrafells. - 6.9.2014

Nú er nýlokið samráðsfundi Landhelgisgæslu, Umhverfisstofnunar, Samgöngustofu og Samskipa þar sem ákveðin voru næstu skref vegna strands flutningaskipsins Akrafells við Vattarnes. Unnið er að brottför varðskipsins Þórs frá Reykjavík og er áætlað að hann komi á strandstað um miðjan dag á morgun Þór tekur þá við vettvangsstjórn af varðskipinu Ægir sem og dráttartaug sem nú er yfir í fjölveiðiskipið Aðalsteinn Jónasson SU. 

Lesa meira

Þyrlu LHG snúið í útkall við Hornafjörð - 6.9.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN sem var á leiðinni til Reykjavíkur eftir að hafa flutt mannskap á strandsstað flutningaskipsins Akrafells hefur nú verið kölluð út til aðstoðar við björgun konu sem slasaðist þegar hún féll í hlíðum Geitafells norður af Hornafirði. Þyrlan er nú á vettvangi og vinnur að undirbúningi konunnar fyrir flutning.

Lesa meira

Varðskipið Ægir komið á strandstað - TF-SIF mun rannsaka svæðið með mengunargreiningarbúnaði - 6.9.2014

Varðskipið Ægir er nú komið á strandstað Akrafells við Reyðarfjörð og er unnið að því að flytja dælur yfir skipið. Engin mengun er sjáanleg en flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF mun fljúga yfir svæðið eftir hádegi til að safna upplýsingum með mengunargreiningarbúnaði flugvélarinnar. Kafarar munu þá einnig gera vettvangskönnun á skipinu.

Lesa meira

Ekki er sjáanleg mengun á strandstað Akrafells - Varðskipið Ægir væntanlegt um hádegi - 6.9.2014

Landhelgisgæslan hélt í morgun fund með fulltrúum Umhverfisstofnunar, Samskipa og Samhæfingarstöðvar þar sem farið var yfir stöðuna vegna strands flutningaskipsins Akrafells. Talsverður sjór er í vél skipsins og hefur skipið misst allt vélarafl og rafmagn. Dælur hafa ekki undan og er unnið að því að útvega fleiri dælur. Ekki er sjáanleg mengun frá skipinu.

Lesa meira

Flutningaskip strandaði við Vattarnes, milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar - 6.9.2014

Akrafell, flutningaskip Samskipa, strandaði á skeri við Vattarnes, á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Mikill leki kom að skipinu við strandið. Skipið er 137 metra langt. Allar björgunarsveitir á Austfjörðum voru kallaðar út auk varðskips og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Einnig var slökkvilið Reyðarfjarðar sem kallað var út vegna mengunarhættu.  Umhverfisstofnun hefur virkjað neyðaráætlun vegna hættu á umhverfisspjöllum.

Lesa meira

Mikið að gera hjá TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar - 5.9.2014

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar og áhöfn hennar hafa fylgst náið með þróun mála við Bárðarbungu, Dyngjujökul og Holuhraun frá því að vélin var kölluð heim úr erlendum verkefnum þann 19. ágúst síðastliðinn. Síðan hefur flugvélin farið fjölda fluga með vísindamenn þar sem safnað hefur verið ómetanlegum gögnum með ratsjár og eftirlitsbúnaði flugvélarinnar. Nú er framundan nauðsynlegt viðhald  sem ekki var mögulegt að sinna meðan flugvélin var í erlendum verkefnum.

Lesa meira

TF-LÍF fór í útkall til Vestamannaeyja - 4.9.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 17:23 eftir að alvarlegt slys varð í Vestmannaeyjum. TF-LÍF fór í loftið sautján mínútum síðar eða kl. 17:40 og var lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum kl 18:13. Hinn slasaði var fluttur um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl 18:34 og var lent við Landspítalann í Fossvogi kl 19:54. 

Lesa meira

Gosmökkur frá Holuhrauni náði upp í 15 þúsund fet - 1.9.2014

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í dag yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni með vísindamenn Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar sást hraun renna í ANA um 3,5 km frá miðju gosinu og var sú tunga um 500 metra breið. Gossprungan var virk á um 600 metrum.Þegar flogið var yfir kl 15:15 náði gosmökkurinn frá 6300 fetum upp í 15000 fet.

Lesa meira

Ratsjármyndir af Holuhrauni með nánari upplýsingum - 29.8.2014

Hér eru myndir sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vann úr gögnum sem safnað var í dag með radar- og eftirlitsbúnaði TF-SIF.

Lesa meira

Leiðangur með TF-SIF til að skoða eldstöðvar í Holuhrauni - 29.8.2014

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun til að kanna aðstæður í Holuhrauni, við Bárðarbungu, Dyngjujökul og Öskju Farið var í loftið kl 09:30 og og komið aftur til Reykjavíkur um klukkan 13:00. Eldgosið sem hófst á miðnætti stóð að líkindum í þrjá eða fjóra klukkutíma og er því lokið. Gígaröðin er 900 metra löng og liggur hún um fimm kílómetra frá jökulröndinni.

Lesa meira

Engar frekari breytingar sjáanlegar í flugi TF-SIF - 28.8.2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF flaug í morgun með vísindamenn og fulltrúa almannavarna yfir Vatnajökul. Markmið flugsins var að skoða betur sigkatla sem fundust í Bárðarbungu í gær. Einnig var flogið lágflug yfir Hágöngulón og Köldukvísl. Engar breytingar voru sjáanlegar í fluginu.

Lesa meira

Áhöfn varðskipsins Ægis losaði hnúfubak úr netatrossu - 28.8.2014

Skipstjórinn á Gammi SK 12 hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 11:07 í gærmorgun og óskaði eftir aðstoð gæslunnar við að losa hnúfubak sem hafði fest sig í netatrossu sem hann var að draga á Skagafirði. Hann hafði reynt að losa hann sjálfur en hafði við það tapað hakanum sínum þegar hvalurinn sló hann frá sér með sporðinum. Komu þá varðskipsmenn til aðstoðar og náðu að lokum að losa hnúfubakinn. Hér er myndskeið sem sýnir björgunaraðgerðir.

Lesa meira

Sprungur í sporði Dyngjujökuls sem ekki sáust í fyrri eftirlitsgögnum TF-SIF - 27.8.2014

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar lenti í Reykjavík kl. 21:23 eftir átta tíma eftirlitsflug með vísindamenn og fulltrúa almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra yfir Grímsvötn, Bárðarbungu, Dyngjujökul og Öskjuvatn. Gögnum var safnað með ratsjár og eftirlitsbúnaði flugvélarinnar en nokkuð erfiðar aðstæður voru gagnasöfnunar. Í fluginu sáust m.a. sprungur sem hafa myndast í sporði Dyngjujökuls, norðaustur af Bárðarbungu. 

Lesa meira

TF-SIF flaug yfir Bárðarbungu og Dyngjujökul  - 26.8.2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í dag yfir Bárðarbungu, Dyngjujökul, Öskju, Kverkfjöll og Herðubreið og aflaði gagna með ratsjár- og eftirlitsbúnaði flugvélarinnar. Ágætt skyggni var á svæðinu og sáust engar breytingar á yfirborðinu. Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar í fluginu. 

Lesa meira

Mælum komið fyrir á hafsbotni umhverfis Reykjanes - Sjófarendur beðnir um að veita staðsetningum athygli - 25.8.2014

Íslenskar orkurannsóknir / Iceland GeoSurvey hafa nú lokið við að setja niður 24 jarðskjálftamælana á hafsbotninn umhverfis Reykjanes. Jarðskjálftamælunum er ætlað að liggja á hafsbotninum og mæla jarðskjálftabylgjur í um eitt ár. Leitað var eftir samstarfi við útgerðir og skipstjóra við ákvörðunartöku um staðasetningar á mælunum og eru sjófarendur beðnir um að veita staðsetningum þeirra athygli í von um að hægt sé að forða þeim frá því að lenda í veiðafærum skipa. Lesa meira

Radarupplýsingar TF-SIF bornar saman við fyrri gögn - 24.8.2014

TF-SIF flaug í gær með vísindamenn frá Jarðvísindastofnun, Veðurstofu og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna aukinna jarðhræringa við Bárðarbungu. Þegar komið var á sæðið var bjart yfir og enginn gosmökkur sjánlegur

Lesa meira

TF-SYN flýgur með vísindamenn til að meta aðstæður - TF-SYN setur upp endurvarpa á Herðubreið - 23.8.2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í loftið klukkan 13:40 með jarðvísindamenn til að skoða aðstæður og kortleggja breytingar með eftirlits- og ratsjárbúnaði flugvélarinnar. Flugvélin flaug yfir svæðið á miðvikudag og verða rannsóknir bornar saman til að meta þróunina.

Lesa meira

TF-SYN í þrjú útköll eftir hádegi - 22.8.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN lenti við Landspítalann í Fossvogi klukkan 16:16 með tvo slasaða einstaklinga sem slösuðust annars vegar á Langjökli og hins vegar á Kjalvegi. Hefur þyrluáhöfnin þá sinnt þremur útköllum frá því um hádegi. 

Lesa meira

Flugvélin TF-SIF flutti varahluti í togara - 22.8.2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar fór í dag í eftirlitsflug um Vestur og SV-mið, auk þess sem fluttir voru varahlutir færeyska togarann Naeraberg sem staðsettur er inni í lögsögu Grænlands. Alls sáust 512 skip, innan og utan hafna í eftirlitskerfum flugvélarinnar.

Lesa meira

Sóttu slasaðan sjómann í lögsögu Grænlands - 21.8.2014

Landhelgisgæslunni barst um miðnætti aðstoðarbeiðni frá þýskum togara um að sækja slasaðan skipverja. Tog­ar­inn var þá stadd­ur djúpt úti fyr­ir Vest­fjörðum, um 140 sjómílur norður af Straumnesi, inni í lög­sögu Græn­lands. Vegna fjarlægðar var nauðsynlegt að kalla út bakvakt á þyrlu Landhelgisgæslunnar og fóru TF-LÍF og TF-SYN frá Reykja­vík klukk­an 01:49.

Lesa meira

Gögnum safnað við Bárðarbungu og Jökulsá á Fjöllum - 20.8.2014

TF-SIF lenti í Reykjavík kl. 19:50 eftir sjö klukkustunda eftirlitsflug með vísindamenn frá Veðurstofu og Jarðvísindastofnun vegna jarðhræringa í Bárðarbungu. Flogið var norður fyrir Vatnajökul þar sem Bárðarbunga var mynduð ásamt Jökulsá á Fjöllum. Einnig var flogið yfir svæðið í leit að ferðamönnum sem gætu verið inni á lokunarsvæði.

Lesa meira

TF-SIF á leið til Reykjavíkur - 20.8.2014

SIF4_AS

TF-SIF er nú á leið til Reykjavíkur eftir að hafa kannað aðstæður við Bárðarbungu og safnað efni með hitamyndavél, eftirlits- og ratsjárbúnaði.  Flugvélin fór til eldsneytistöku á Egilsstöðum um kl. 16.45 og var síðan haldið áfram rannsóknum á svæðinu.  Áætlað er að flugvélin lendi í Reykjavík klukkan 19.45.

Lesa meira

Vísindamenn fljúga með TF-SIF - 20.8.2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF fór í loftið um kl. 13:00 með hóp vísindamanna um borð. Markmið flugsins er að safna gögnum með ratsjár- og eftirlitsbúnaði flugvélarinnar og er vonast til að flugið skili niðurstöðum sem hægt verður að nota til að meta aðstæður á svæðinu. Einnig er reiknað með að fljúga um svæðið til að rannsaka hvort ferðamenn séu ennþá innan svæðisins.

Lesa meira

Lokun svæðis innan Reykjavíkurhafnar meðan flugeldasýning menningarnætur stendur yfir - 20.8.2014

Meðan flugeldasýning menningarnætur stendur yfir, kl. 22:50 til 23:20 nk. laugardag, mun afmarkað svæði innan Reykjavíkurhafnar, umhverfis Faxagarð, verða lokað fyrir allri báta og skipaumferð. Eftirlitsbátur frá Landhelgisgæslu Íslands verður á svæðinu með hlustvörslu á rás 16 og 12 ásamt bátum frá Landsbjörgu

Lesa meira

TF-SIF flaug yfir Vatnajökul við komuna til landsins - 19.8.2014

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar kom til Reykjavíkur í kvöld en eins og komið hefur fram var vélin kölluð heim til að taka þátt í viðbúnaði vegna jarðskjálftavirkni í norðvestanverðum Vatnajökli. Fyrir komuna til Reykjavíkur var flogið yfir Vatnajökul og safnað gögnum með eftirlits- og ratsjárbúnaði flugvélarinnar.

Lesa meira

TF-SIF á leið heim - búnaður vélarinnar afar gagnlegur við mat á aðstæðum - 19.8.2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF er nú á leið heim frá Sikiley á Ítalíu.  Vélin hefur viðkomu til eldsneytistöku í Bretlandi og er væntanleg til landsins seinnipartinn í dag.

Lesa meira

Landhelgisgæslan kallar eftirlitsflugvélina TF-SIF heim vegna aðstæðna í norðanverðum Vatnajökli - 18.8.2014

Vegna aðstæðna í norðanverðum Vatnajökli hefur Landhelgisgæslan ákveðið að kalla TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar heim frá útlöndum en hún er nú við landamæragæslu í sunnanverðu Miðjarðarhafi.

Lesa meira

Samningur um verkefni í öryggis- og varnarmálum - 30.7.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undirrituðu í dag samning sem felur Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands að sinna framkvæmd verkefna á grundvelli varnarmálalaga nr. 34/2008.

Lesa meira

Áhöfn varðskipsins Þórs aðstoðaði vísindamenn í Surtsey - 25.7.2014

Þór á æfingu með Norsku varðskipi

Varðskipið Þór aðstoðaði vísindamenn í síðustu viku við að komast til og frá Surtsey sem er friðuð en vöktuð af vísindamönnum frá þeim degi sem hún myndaðist í eldgosi árið 1963.  Varðskipsmenn lentu í eyjunni á zodic bátum og voru tólf manns flutt frá eyjunni til Vestmannaeyja ásamt 400 kg af búnaði. 

Lesa meira

Fjallað um verkefni TF-SIF í frétt Al Jazeera - 23.7.2014

Nýverið birtist í fjölmiðlinum Al Jazeera frétt sem fjallar um björgun flóttamanna á Miðjarðarhafi sem oft á tíðum þróast yfir að verða umfangsmiklar björgunaraðgerðir. Í aðgerðunum taka þátt fjöldamargar þjóðir sem starfa undir merkjum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins. Þar á meðal er flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sem hefur komið að verkefnunum sl. fjögur ár. Fréttamenn Al Jazeera fengu leyfi til að fylgja TF-SIF í eftirlitsflug.

Lesa meira

Leki kom að skipi undan Dritvík - 19.7.2014

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 1414 aðstoðarbeiðni frá fiskiskipinu Valþóri NS-123 þar sem leki hafði komið að vélarrúmi þess þar sem skipið var statt skammt undan Dritvík á Snæfellsnesi.  Um borð í Valþóri er 3 manna áhöfn en skipið er 60 tonn að stærð. Þyrla Landhelgisgæslunnar, ásamt björgunarskipinu Björg frá Hellisandi, sjóbjörgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og varðskipinu Þór voru kölluð út og beint á svæðið.  Slökkviliðsmenn í Reykjavík voru einnig settir í viðbragðstöðu með dælur ef á þyrfti að halda.

Lesa meira

Kristina EA-410 strandaði úti fyrir Grundarfirði - 17.7.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:29 eftir að tilkynning barst um að skuttogarinn Kristina EA-410, stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans, væri strandaður um sjö sjómílur úti fyrir Grundarfirði. Varðskipið Þór var auk þess kallað út ásamt björgunarsveitum á Snæfellsnesi og komu fljótlega björgunarskip og bátar með kafara á vettvang.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við verkefni á Grænlandsjökli - 16.7.2014

Landhelgisgæslan mun í sumar halda áfram sérverkefni sem felst í aðstoð við að bjarga líkamsleifum áhafnar bandarískrar björgunarflugvélar sem fórst fyrir 70 árum á Grænlandsjökli. Til viðbótar við þyrlu Landhelgisgæslunnar eru notuð skip og grænlenskar þyrlur en að verkefninu standa bandaríkjaher, bandaríska strandgæslan og skyldar stofnanir.

Lesa meira

TF-SIF flaug yfir Sigurð VE á Miðjarðarhafi - 15.7.2014

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar sem nú er staðsett við Miðjarðarhaf flaug í dag yfir Sigurð VE, nýtt skip Vestamannaeyinga sem er á leið til landsins frá Tyrklandi þar sem skipið hefur verið í smíðum. Áhöfn TF-SIF tók mynd af skipinu úr eftirlitsbúnaði flugvélarinnar.

Lesa meira

Leiftur, harðbotna bátur Landhelgisgæslunnar, fór til aðstoðar bát á Breiðafirði - 15.7.2014

Leiftur3

Landhelgisgæslunni barst eftir hádegi í dag beiðni um aðstoð frá fiskibát sem var staðsettur um 15 sjómílur norður af Rifi. Engin hætta var á ferðum en drif bátsins hafði brotnað og var óskað eftir aðstoð við að komast til hafnar. Leiftur, harðbotna bátur Landhelgisgæslunnar var við fiskveiðieftirlit á svipuðum slóðum og fóru þeir bátnum til aðstoðar og komu með bátinn til hafnar á Grundarfirði kl. 18:00.

Lesa meira

Þyrla sótti slasaðan fjórhjólamann og göngumann sem fannst illa haldinn á Hornströndum - 13.7.2014

Mikið annríki hefur verið hjá Landhelgisgæslunni í dag og var þyrla kölluð ásamt björgunarsveitum vegna fjórhjólaslyss í Seljadal og göngumanns sem fannst illa haldinn nærri Hesteyri á Hornströndum. Þegar þyrlan kom á vettvang höfðu björgunarsveitarmenn hlúð og mönnunum sem voru síðan fluttir á sjúkrahús með þyrlunni.

Lesa meira

Þyrla danska varðskipsins Triton flutti sjúkling til Reykjavíkur - 13.7.2014

_MG_7183

Þyrla danska varðskipsins Triton lenti í Reykjavík um kvöldmatarleitið með skipverja sem veiktist alvarlega í gær um borð í rannsóknaskipi sem var statt 187 sjómílur austsuðaustur af Hvarfi eða um 500 sjó­míl­ur SV af Reykja­vík, inni í leit­ar- og björg­un­ar­svæði Íslands en þó utan dræg­is þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Triton kom að rannsóknaskipinu um miðnætti í gær og var þá siglt áleiðis til Reykja­vík­ur.

Lesa meira

Sjúklingur sóttur um borð í farþegaskip S - af Reykjanesi - 10.7.2014

Landhelgisgæslunni barst í gær beiðni um aðstoð þyrlu vegna alvarlegra veikinda frá farþegaskipinu Boudicca sem var staðsett um 20 sjómílur suður af Reykjanesi. Eftir samráð við þyrlulækni var þyrluáhöfn kölluð út kl. 23:23 og fór TF-SYN í loftið kl. 23:50.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti slasaðan sjómann - 9.7.2014

GNA2

Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN var á leið í gæslu og eftirlitsflug rétt fyrir hádegi í dag barst beiðni um aðstoð þyrlu eftir að slys varð um borð í íslensku fiskiskipi sem var staðsett á Hvalbakshalla, 50sml SA af Berufirði.

Lesa meira

TF-SYN flaug með vísindamenn til að kanna aðstæður við  Sólheimajökul og Kötlujökul - 8.7.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN flaug síðdegis í dag með vísindamenn frá Almannavörnum og Veðurstofu Íslands að  til að kanna aðstæður við Sólheimajökul og Kötlujökul í framhaldi af því að í dag var lýst yfir óvissustigi á svæðinu vegna vatnavaxta í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Engar vísbendingar eru um gosvirkni í Kötlu.

Lesa meira

Þór við æfingar með björgunarsveitinni á Ísafirði - 8.7.2014

Áhöfnin á varðskipinu Þór æfði nýverið björgun með fluglínutækjum og björgunarstól ásamt björgunarsveitinni á Ísafirði. Er þá línu komið á milli strandaðs skips og lands og skipverjar síðan dregnir í björgunarstól sem festur er á líflínuna. Þessi björgunaraðferð var mikið notuð áður fyrr og er afar mikilvægt er að viðhalda þekkingunni. Lesa meira

Varðskipið Þór tók þátt í minningarathöfn við Bolungarvík - 7.7.2014

Varðskipið Þór tók á laugardag þátt í minningarathöfn við Stigahlíð í nágrenni Bolungarvíkur þar sem afhjúpað var minnismerki um nærri 240 manns, konur og börn, sem fórust í sjóslysi fyrir 72 árum síðan. Slysið varð þegar skipalestin QP-13, með sex erlendum skipum á leið til Hvalfjarðar, sigldi inn í tundurskeytabelti undan Straumnesi á Vestfjörðum, með hörmulegum afleiðingum. Lesa meira

TF-SYN kölluð út í sjúkraflug - 5.7.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 03:21 í nótt til að sækja alvarlega veikan sjúkling á Blönduós. Vegna veðurs var ekki hægt fyrir sjúkraflugvél að lenda á flugvellinum þar og var því óskað eftir aðstoð Gæslunnar.

Lesa meira

Varðskip og þyrla LHG sóttu ferðamenn á Hornstrandir - 5.7.2014

Landhelgisgæslan fór í gær til aðstoðar tveimur hópum ferðamanna sem voru staddir í Hornvík á Jökulfjörðum og Veiðileysufirði. Veður á þessu svæði hefur verið afar slæmt að undanförnu og spáin næstu daga ekki góð. Því leit út fyrir að erfitt yrði að nálgast fólkið á næstunni með áætlunarferðum.

Lesa meira

Ferjuflugvél lenti heilu og höldnu á Egilsstöðum - 4.7.2014

_MG_0659

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:55 neyðarkall frá ferjuflugvél með einn mann um borð sem var staðsett yfir Héraðsflóa, um 15 sjómílur frá Egilsstöðum. Skömmu síðar hvarf flugvélin af ratsjá og voru þá lögregla og björgunarsveitir kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Lesa meira

TF-SYN æfir með danska varðskipinu Triton - 4.7.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN var nýverið við æfingar með danska varðskipinu Triton sem nú er staðsett í Reykjavíkurhöfn. Framkvæmdar voru aðflugsæfingar, hífingar af dekki, björgun úr sjó og fleira. Æfingin gekk mjög vel en hún er liður í samstarfssamningi Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins.

Lesa meira

Hvalaskoðunarskip strandaði á Skjálfanda - 2.7.2014

_MG_0632

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:58 aðstoðarbeiðni frá hvalaskoðunarskipinu Hauki sem strandaði við Lundey á Skjálfanda. Um borð voru nítján farþegar ásamt tveggja manna áhöfn. Landhelgisgæslan hafði samband við nærstödd skip og báta sem voru beðin um að stefna á staðinn auk þess sem björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu voru kölluð út.

Lesa meira

Austurríska sjónvarpið fjallar um rannsóknir þyrlulæknis LHG - 2.7.2014

Landhelgisgæslan fékk nýverið heimsókn frá austurrískri sjónvarpsstöð sem var hér á landi við upptökur á vísindaþætti sem fjallar um rannsóknir Hannesar Petersen þyrlulæknis hjá Landhelgisgæslunni. Hannes hefur um skeið unnið að rannsóknum sem tengjast sjóveiki og hegðun hvala.

Lesa meira

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur sinnir sjómælingum við Vestfirði - 30.6.2014

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur hefur frá byrjun maí mánaðar verið við sjómælingar og ýmis önnur verkefni við Vestfirði og á Breiðafirði. Skipið hefur verið við mælingar fyrir nýtt sjókort sem er í vinnslu og mun það ná frá Bjargtöngum og norður í Ísafjarðardjúp. Reiknað er með að þessar mælingar standi fram í ágúst. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan við fiskveiðieftirlit með Fiskistofu - 20.6.2014

Leiftur2

Eins og tíðkast hefur undanfarin ár sinna Landhelgisgæslan og Fiskistofa sameiginlega fiskveiðieftirliti á grunnslóð. Fyrirkomulag eftirlitsins hefur komið vel út en það fer fram með harðbotna slöngubátnum Leiftri.  Er nú verið við eftirlit norður af Siglufirði.

Lesa meira

Yngri kynslóðin kynnir sér starfsemi Landhelgisgæslunnar - 18.6.2014

Mikið er um að leikskólar, grunnskólar og tómstundanámskeið heimsæki Landhelgisgæsluna á þessum árstíma. Varðskipið Þór og flugdeildin fengu nýverið heimsóknir frá Útilífsskóla skátafélagsins Svana á Álftanesi, Leikskólanum Hamravöllum og Leikskólanum Vinagarði. Einnig komu nokkrir nemar frá 10. bekk grunnskóla í starfskynningar.

Lesa meira

Samhæfingarstöð virkjuð og þyrla kölluð út þegar flugvél missti afl  - 16.6.2014

Landhelgisgæslunni barst kl. 20:14 tilkynning frá flugstjórn Isavia um Cessna flugvél, með einn mann um borð, sem missti afl á öðrum hreyfli, þegar hún var staðsett NV af Þórisvatni á leið til Egilsstaða. Ákveðið var að virkja Samhæfingarstöð í Skógarhlíð auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.

Lesa meira

Bandarísk flugsveit hefur viðdvöl á Íslandi - 13.6.2014

Flugsveit bandaríska sjóhersins hefur viðdvöl á Íslandi næstu daga vegna æfinga og eftirlitsverkefna í framhaldi af reglubundinni loftrýmisgæsluvakt bandaríska flughersins. Gert er ráð fyrir að þrjár P-3 eftirlitsvélar ásamt áhöfnum og starfsliði, alls 100 manns, verði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

Varðskipið Ægir skiptir út ljósduflum - 13.6.2014

IMGP7011

Áhöfn varðskipsins Ægis vinnur nú að því að skipta út fimm ljósduflum sem komin eru til ára sinna. Ljósduflin, ásamt tilheyrandi búnaði, voru sótt í höfnina í Kópavogi og verður tveimur duflum komið fyrir í Hvalfirði, einu undan Akranesi og tveimur í Breiðafirði. Tveir starfsmenn frá siglingasviði Vegagerðarinnar taka þátt í verkefninu.

Lesa meira

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur fór til aðstoðar bát sem var vélarvana - 12.6.2014

Landhelgisgæslunni barst í gær kl. 14:28 aðstoðarbeiðni á rás 16 frá fiskibát sem fékk í skrúfuna og var vélarvana 18 sjómílur vestur af Akranesi. Ekki voru aðrir bátar að veiðum á svæðinu en Baldur, eftirlits- og sjómælingaskip Landhelgisgæslunnar var skammt norðaustur af bátnum og hélt hann samstundis á staðinn. 

Lesa meira

Þyrla LHG tekur áfram þátt í leit í Fljótshlíð - þurfti að hverfa frá vegna útkalls - 12.6.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun í dag taka þátt í áframhaldandi leit í Fljótshlíð að konu sem saknað hefur verið frá því á laugardag. Í gær leitaði þyrlan frá Bleiksmýrargili og niður að Markarfljótsbrú. Flognar voru nokkrar ferðir og var einnig lent við gilið og það skoðað ofan frá. Nauðsynlegt varð að hætta leit með þyrlu kl. 13:25 eftir að alvarlegt slys varð í Þjórsárdal. Var þyrlan komin á slysstað tæpum 20 mínútum eftir að útkall barst.

Lesa meira

Þrjú þyrluútköll á fimm klukkustundum - 8.6.2014

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var nýlent eftir annað útkall dagsins þegar þriðja útkallið barst um kl. 21:00. Fisflugvél hafði brotlent við Hafnfjarðarey á Löngufjörum á Snæfellsnesi. Þar sem áhöfnin var nýlent leið ekki langur tíma þar til farið var að nýju í loftið, eða kl. 21:06. Flogið var beint á slysstað og lent kl. 21:30.  Lesa meira

Þyrla LHG kölluð út í tvígang - 7.6.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið til Reykjavíkur úr öðru útkalli dagsins og er áætlað að hún lendi við Landspítalann í Fossvogi kl. 20:20 með göngumann sem örmagnaðist á leið sinni niður af Hvannadalshnjúk. Björgunarfélagið á Höfn og Björgunarsveitin Kári í Öræfum voru einnig kallaðar út.  Þyrlan kom á slysstað rétt fyrir klukkan 19:00.  Lesa meira

Eldur kom upp í bát vestan við Straumnes - 6.6.2014

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:05 beiðni um tafarlausa aðstoð vegna elds um borð í fiskibát með þrjá menn um borð sem var staðsettur rétt vestan við Straumnes. Tveir menn voru þegar komnir upp á brúarþak bátsins. Bátar á svæðinu voru beðnir um aðstoð auk þess sem kallað var út allt tiltækt björgunarlið Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá Ísafirði og Bolungarvík.   Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN var við umferðareftirlit við suðurströndina og var hún beðin um að fljúga strax á staðinn.

Lesa meira

Árlegur fundur Landhelgisgæslunnar um leit og björgun sjófarenda og loftfara  - 6.6.2014

Í gær var haldinn um borð í varðskipinu Þór árlegur fundur Landhelgisgæslunnar (LHG) með viðbragðsaðilum sem hlutverk hafa við leit og björgun sjófarenda og loftfara. Á fundinum var fjallað um helstu björgunaraðgerðir ársins 2013 og hvaða lærdóm megi af þeim draga. 

Lesa meira

Ægir sinnir eftirliti á íslenska hafsvæðinu - 5.6.2014

IMGP7011

Varðskipið Ægir er nú við eftirlit á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Með í för eru vísindamenn sem munu vera við botnsýnatöku og er í ferðinni gert er ráð fyrir að skipið muni sinna vinnu við ljósdufl ásamt almennum eftirlits- og löggæslustörfum. Meðalaldur áhafnar varðskipsins er með því lægra sem hefur sést á síðastliðnum árum.

Lesa meira

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt - 2.6.2014

Landhelgisgæslan tók þátt í hátíðarhöldum Sjómannadagsins með ýmsum hætti. Þyrlur voru sýnilegar víða um land og starfsmenn hennar stóðu voru stóðu heiðursvörð við minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði þegar lagðir voru blómsveigar að minnisvarðanum. Einnig voru starfsmenn LHG viðstaddir messu á Hrafnistu.

Lesa meira

Landhelgisgæslan tekur þátt í hátíðahöldum sjómanndagsins með ýmsum hætti - 31.5.2014

Um helgina er Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víðsvegar um land.  Eins og venja er áætlar Landhelgisgæslan að taka þátt á nokkrum stöðum. Í tengslum við sjómannadagshátíðarhöldin á Austarlandi var í gær afhjúpaður minnisvarði í Vöðlavík og af því tilefni tók þyrla LHG taki þátt í björgunaræfingu með bátum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur við á nokkrum stöðum í dag og á morgun og starfsmenn heiðra sjómenn sem hafa týnst í hafi.

Lesa meira

TF-SYN með sýningaratriði á Flugdeginum Reykjavíkurflugvelli - 30.5.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN tók í gær þátt í flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli. Þar voru tugir flygilda til sýnis allt frá stórum farþegaflugvélum til flugmódela. Í loftinu voru fjölbreytt sýningaratriði sem sýndu flóruna í íslenskum flugheimi. TF-SYN var með sýningaratriði ásamt Hercules flutningavél, Boeing 757 vél Icelandair, einnig var listflug og margt fleira en
atriðin telja á þriðja tug. Hér er myndskeið sem sýnir flug TF-SYN.
Lesa meira

Landhelgisgæslan tók þátt í ráðstefnu Frontex með ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Suðurnesjum. - 28.5.2014

Starfsmenn Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum tóku nýverið þátt í ráðstefnu og sýningu Frontex – Landamærastofnunar Evrópusambandsins sem haldin var í Varsjá. Ráðstefnan sem kallast European day for Border Guards er haldin árlega og í þetta sinn tóku um 800 manns frá 36 þjóðum þátt. Lesa meira

Undirrituð áætlun um viðbrögð við bráðamengun utan hafna og notkun skipaafdrepa - 28.5.2014

Í vikunni var undirrituð áætlun um viðbrögð við bráðamengun utan hafna og notkun skipaafdrepa.  Áætlunin  fjallar um hvernig eigi að bregðast á við þegar óhöpp verða á sjó er varða skip í efnahagslögsögu Íslands sem ógna siglingaöryggi eða hætta er á að valdi umhverfisstjóni. 

Lesa meira

Annasöm helgi að baki - 26.5.2014

Mörg krefjandi verkefni komu um helgina inn á borð Landhelgisgæslunnar og var á tímabili tvísýnt um mönnun á bakvakt þyrlu. Öll útköllin leystust þó farsællega, tveir sjómenn fluttir á sjúkrahús, bátar voru dregnir til hafnar og bátur kom í leitirnar sem hafði siglt út fyrir langdrægi ferilvöktunarkerfisins. Einnig tóku einingar Landhelgisgæslunnar þátt í samæfingum með Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og bandarísku flugsveitinni sem er stödd hér á landi. 

Lesa meira

Þrjú útköll í dag - 24.5.2014

Talsvert annríki hefur verið í dag hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Rétt fyrir klukkan þrjú barst aðstoðarbeiðni í gegnum neyðarlínuna (112) vegna smábáts sem var vélarvana út af Garðakirkju, rétt utan við höfnina í Hafnarfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN var síðan kölluð út á svipuðum tíma til að sækja veikan sjómann um borð í 500 tonna íslenskt fiskveiðiskip sem var staðsett tæpar 50 sml SV af Reykjanestá,

Lesa meira

Veikur sjómaður sóttur um borð í norskan togara - 23.5.2014

Sjóbjörgunarstjórnstöðin í NUUK á Grænlandi hafði samband við Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, vegna veiks sjómanns um borð í norskum togara, um 250 sml vestur af Snæfellsnesi, í grænlenskri lögsögu. Skipið heldur nú áleiðis til Íslands á fullri ferð.

Lesa meira

Umfangsmikil björgunaræfing haldin á Húsavík - bandaríska flugsveitin tekur þátt - 22.5.2014

Næstkomandi laugardag er fyrirhuguð sameiginleg æfing björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar er aðild eiga að Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni, Landhelgisgæslunnar og áhafnar C-130 Herkúles björgunar- og flutningavélarinnar sem er staðsett hér á landi vegna loftrýmisgæslu. Að auki tekur Björgunarsveitin Garðar, og fleiri heimamenn, á Húsavík þátt.

Lesa meira

Bátur vélarvana í Önundarfirði - 21.5.2014

Landhelgisgæslunni barst kl 00:38 aðstoðarbeiðni á rás 16 frá bát sem var vélarvana skammt frá landi við Barða í sunnanverðum Önundarfirði.  Báturinn fékk á sig brot og allur fiskur úti í hlið, setti hann út rekakkeri til að minnka rek. Haft var samband við báta og skip á svæðinu og hélt samstundis nærstaddur bátur til aðstoðar.

Lesa meira

Þyrla kölluð út í nótt til leitar að ferðamönnum - 19.5.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 02:59  í nótt að beiðni fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar til að taka þátt í leit að erlendum ferðamönnum. Bílaleigubíll þeirra fannst við Hraunfossa og var hann skilinn eftir eins og viðkomandi hefði farið í stutta gönguferð. Búið var að reyna að ná í gsm síma viðkomandi en án árangurs.  Lesa meira

Umfangsmikil leitar- og björgunaræfing á Breiðafirði - 14.5.2014

Í gær var haldin umfangsmikil leitar og björgunar samæfing á Breiðafirði milli eininga Landhelgisgæslunnar og Bjargar, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Rifi. Fólst æfingin í  leit að fiskibát með fjóra menn um borð, sem tilkynnti til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar að kominn væri leki að bátnum. 

Lesa meira

TF-SIF í gæslu og eftirlit um Faxaflóa og Reykjaneshrygg - 13.5.2014

TFSIF_Inflight3_ArniSaeberg

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í gæslu og eftirlitsflug um Faxaflóa og Reykjaneshrygg. Hafði áhöfn flugvélarinnar afskipti af tveimur bátum sem voru staðsettir um 30-35 sml, djúpt SV af Reykjanesi og voru ekki lengur innan ferilvöktunarkerfa og þ.a.l. ekki lengur með gilt haffærisskírteini. Bátar sem gera þetta eru komnir út fyrir VHF drægi og eru því í slæmu síma og fjarskiptasambandi.

Lesa meira

Landhelgisgæslan og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við æfingar - 12.5.2014

Áhöfn varðskipsins Þórs og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tóku á föstudag þátt í umfangsmikilli æfingu sem fór fram um borð í varðskipinu Þór, skipi Hafrannsóknastofnunar - Bjarna Sæmundssyni og fiskverkuninni á Granda.Hátt í fimmtíu manns tóku þátt í æfingunni sem var þrískipt og fólst í að þjálfa mannskap í að samhæfa vinnubrögð við björgun, reykköfun og notkun dælubúnaðar.

Lesa meira

Eyddu æfingadjúpsprengju á Breiðamerkursandi - 12.5.2014

Sprengjusérfræðingar Land­helg­is­gæsl­unnar eyddu í kvöld rússneskri æfingadjúpsprengju sem hafði rekið á land á Breiðamerkursandi. Landhelgisgæslunni barst tilkynning um torkennilegan hlut á sandinum frá lögreglunni á Hornafirði og var ákveðið að senda sprengjusérfræðingana á staðinn með þyrlunni TF-SYN.

Lesa meira

Leki kom að fiskibát 20 sml NV af Látrabjargi - 7.5.2014

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:01 aðstoðarbeiðni frá tæplega sjö tonna bát með einn mann um borð sem var að veiðum um 20 sjómílur NV af Látrabjargi.  Leki hafði kominn að bátnum og var hann orðinn nokkuð sig­inn. Samstundis var óskað eftir aðstoð nærstaddra skipa og báta, björgunarskipið á Patreksfirði var kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flaug á staðinn með dælur. Um tíu mínútum síðar voru bátar komnir að honum og búið var að tryggja öryggi skip­verjans.

Lesa meira

Sjófarendur gæti að hlustvörslu á rás 16 - 7.5.2014

_MG_0566

Strandveiðitímabilið hófst á miðnætti þann 5. maí og hefur verið talsvert annríki í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar síðastliðna daga. Um 750 skip og bátar hafa verið á sjó sem er um 200-300 fleiri heldur en undanfarnar vikur. Veiðarnar hafa farið ágætlega af stað og aðeins minni háttar óhöpp komið upp.

Lesa meira

TF-LÍF flutti þyrlu sem varð fyrir óhappi - 6.5.2014

Landhelgisgæslunni barst fyrir helgi beiðni um aðstoð frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa við að flytja þyrlu sem varð fyrir óhappi á Eyjafjallajökli þann 1. maí sl. TF-LÍF flutti í gær þyrluna niður á láglendi þar sem rannsóknarnefndin tók við henni til rannsóknar.

Lesa meira

Leitar- og björgunaræfing þjóða Norðurskautsráðsins stendur yfir hér á landi - 6.5.2014

Leitar og björgunaræfingin Arctic Zephyr hófst í morgun en hún er haldin á vegum yfirherstjórnar Bandaríkjanna USEUCOM og taka þátt í henni þjóðir innan Norðurskautsráðsins. Æfingin fer fram á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem rekið er af Landhelgisgæslu Íslands. Æfingin stendur yfir í tvo daga en um er að ræða skrifborðsæfingu þar sem íslenskar stofnanir, fyrirtæki og björgunaraðilar vinna að viðamiklu leitar- og björgunarverkefni ásamt samstarfsþjóðunum sem eru Bandaríkin,  Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð.

Lesa meira

Bandarísk flugsveit kemur til loftrýmisgæslu - 5.5.2014

BNA_Thota

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju mánudaginn 12. maí nk. með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Alls munu um 220 liðsmenn taka þátt í verkefninu, þar af um fimmtán manns á Akureyri þar sem staðsettar verða þotugildrur  og flugviti. Flugsveitin kemur til landsins með F-15 orrustuþotur, C-130 björgunarflugvélar, ásamt eldsneytisbirgðavél.

Lesa meira

Eldur í strandveiðibát á Breiðafirði - 5.5.2014

_MG_0659

Eldur kviknaði í morgun í stýrishúsi strandveiðibáts sem var staðsettur á miðjum Breiðafirði. Landhelgisgæslunni barst neyðarkallið á rás 16 kl. 08:05 og áframsendi það með því að upplýsa skip og báta á svæðinu um stöðu mála.  Fljótlega komu nokkrir bátar til aðstoðar og náðist að slökkva eldinn á skömmum tíma.

Lesa meira

Veiðar að hefjast á Reykjaneshrygg - TF-SIF flaug yfir svæðið - 30.4.2014

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í löggæslu- og eftirlitsflug á Reykjaneshrygg og suður fyrir efnahagslögsögumörkin til að kanna stöðu á úthafskarfamiðum. Samtals eru nú fjórtán rússnesk skip skráð til veiða og voru þau öll auðkennd með nafni og kallmerki. Tíu rússneskir togarar eru staðsettir við lögsögumörkin en fjórir togarar stefna á miðin. Veiðar þjóðanna sem tilheyra NEAFC hefjast þann 15. maí  næstkomandi.

Lesa meira

Innanríkisráðherra í heimsókn ásamt fylgdarliði - 29.4.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti Landhelgisgæslu Íslands í dag ásamt fylgdarliði. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar bauð gestina velkomna og var síðan heilsað upp á starfsmenn og ræddar helstu áherslur og staða mála víða í starfseminni.

Lesa meira

Tvær aðstoðarbeiðnir sem leystust á skömmum tíma - 27.4.2014

Talsverður erill var hjá Landhelgisgæslunni skömmu eftir hádegi í dag þegar tvær aðstoðarbeiðnir bárust með skömmu millibili. Neyðarlínan upplýsti stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:55 um að karlmaður á sextugsaldri hefði slasast á ökkla á Laugarnípu í Esjunni. Maðurinn væri ógangfær og búið væri að boða út björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í nágrenninu. Hittist þá svo vel á að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN var á heimleið úr venjubundnu æfingarflugi og var henni beint á staðinn.

Lesa meira

Samningur undirritaður um endurnýjun flugvita - 25.4.2014

Nýverið var undirritaður samningur milli Landhelgisgæslu Íslands og Isavia um endurnýjun á VORTAC-flugvitum á Keflavíkurflugvelli.  Annars vegar er um að ræða flugvita fyrir borgaralegt flug og hins vegar fyrir herflug. Verkefnið er fjármagnað með framlögum frá Alþjóðaflugmálastofnunni og Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. 

Lesa meira

Fiskibátur í vandræðum úti fyrir Vestfjörðum - 21.4.2014

_MG_0632

Fiskibátur úti fyrir Vestfjörðum hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 18:27 í kvöld og óskaði eftir aðstoð vegna leka sem hafði komið upp í vélarrúmi. Tveir menn voru um borð.

Lesa meira

TF-LÍF kölluð út eftir fjórhjólaslys - 21.4.2014

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 11:54 að beiðni læknis í Ólafsvík eftir að fjórhjólaslys varð nærri Miðhúsum á Snæfellsnesi. Var þyrlan TF-LÍF þá í æfingum við Skorradalsvatn og snéri tafarlaust til Reykjavíkur til eldsneytistöku. Fór hún að nýju í loftið kl. 12:40 og og lenti við bæinn Miðhús á Snæfellsnesi kl. 13:04 þar sem sjúkrabíll beið með hina slösuðu

Lesa meira

Þyrla LHG og björgunarsveitir kallaðar út vegna vélarvana báts - 13.4.2014

Landhelgisgæslunni barst klukkan þrjú í nótt beiðni um aðstoð um neyðar & uppkallsrásina VHF-CH 16 frá átta tonna fiskibát með tvo menn um  borð.  Var báturinn vélarvana um 1,6 sjómílur frá landi á Fljótavík, norðan Straumness. Áætlaði skipstjóri að báturinn yrði kominn í strand eftir u.þ.b. 40 mínútur, miðað við rekhraða. Kallaðar voru út Björgunarsveitir á Hnífsdal, Bolungarvík og Ísafirði, sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla LHG fór í tvöfaldan sjúkraflutning frá Snæfellsnesi - 12.4.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:10 að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna veikinda í Ólafsvík. Fór þyrlan í loftið kl. 14:45 og lenti á Rifi kl. 15:25. Þegar þyrlan var á leið til Reykjavíkur kl. 15:47 óskaði læknir í Stykkishólmi að nýju eftir þyrlunni vegna alvarlegra veikinda. Þyrlunni var snúið við og flaug hún til móts við sjúkrabíl sem var á leið frá Stykkishólmi.

Lesa meira

Eftirlits- og gæsluflug TF-SIF - 10.4.2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF fór í gæslu og eftirlitsflug í gær þar sem fylgst var með umferð á miðunum umhverfis landið. Talsvert hefur fjölgað á sjó í blíðviðrinu að undanförnu og komu samtals 670 skip og bátar inn í fjareftirlitskerfi flugvélarinnar,  innan og utan hafna.

Lesa meira

Leki kom að bát í mynni Reyðarfjarðar - 8.4.2014

Landhelgisgæslunni barst kl. 15:06 aðstoðarbeiðni á rás 16, frá 7 tonna fiskibát sem mikill leki hafði komið að í mynni Reyðarfjarðar.  Einn maður var um borð  og ágætt veður á svæðinu. Samstundis voru kallaðar út sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi, þ.a.m. björgunarskipið Hafbjörg á Neskaupsstað.  Einnig var kallaður út dráttarbáturinn Vöttur á Reyðarfirði og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Fjallað um Landhelgisgæslu Íslands á fundi Varðbergs - 4.4.2014

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands og Jón B. Guðnason framkvæmdastjóri lofthelgis- og öryggismálasviðs Landhelgisgæslunnar héldu í gær erindi á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Fjallað var um breytingar sem hafa orðið á starfssviði og umgjörð Landhelgisgæslunnar á síðastliðnum árum,

Lesa meira

LHG tók þátt í málþingi um öryggismál á Norðurslóðum - 3.4.2014

Landhelgisgæslan tók í gær þátt í málþingi Háskóla Íslands um öryggismál á Norðurslóðum. Rætt var um málefni sem hafa hvað mesta þýðingu fyrir stjórnvöld varðandi þróun svæðisins, samstarf Norðurskautsráðsins en Kanada fer nú með formennsku þess, helstu áskoranir, gagnaöflun, úrvinnslu og viðbragðsáætlanir. Snorre Greil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslu Íslands fjallaði um það sem snýr að leitar- og björgunarmálum á svæðinu

Lesa meira

Ískort afhenti flugdeild LHG nýjan kortagrunn sem eykur öryggi á flugi - 1.4.2014

Ískort afhenti í gær flugdeild Landhelgisgæslunnar nýjan kortagrunn sem er sérstaklega útbúinn með þarfir þyrlusveitarinnar í huga. Hefur hann gríðarlega mikla þýðingu fyrir þyrludeildina og mun þetta auka öryggi í flugi til muna. Eru þar með sjónarmið flugöryggis, leitar á landi og á sjó sameinuð í eitt kortasafn en hingað til hafa leiðsögukort um borð í loftförum Landhelgisgæslunnar ekki falið í sér svo margvíslegar upplýsingar. Í kortagrunninum eru dregnir fram þeir þættir sem auka öryggi á flugi.

Lesa meira

Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna heimsótti LHG - 31.3.2014

Sérfræðingar frá samstarfsstofnunum Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna kynntu sér í morgun starfsemi Landhelgisgæslunnar, helstu verkefni á sviði fiskveiðieftirlits og fjareftirlitskerfi stjórnstöðvarinnar. Er hópurinn staddur hér á landi til að kynna sér lög um fiskveiðar, fiskveiðistjórnun og nýtingu auðlindarinnar.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti slasaðan vélsleðamann - 29.3.2014

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 12:42 að beiðni Neyðarlínunnar eftir að tilkynning barst um slasaðan vélsleðamann á Goðalandsjökli (á Mýrdalsjökli). TF-LIF fór í loftið kl. 13:20 og hélt beina leið á slysstað þar sem var lent kl. 13:59. Lenti þyrlan við Borgarspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 14:50.

Lesa meira

Yfirmaður varnarmála í Danmörku heimsótti Landhelgisgæsluna - 27.3.2014

Yfirmaður varnarmála í Danmörku, General Peter Bartram heimsótti í morgun Landhelgisgæslu Íslands ásamt sendiherra Danmerkur á Íslandi, Frú Mette Kjuel Nielsen. Í fylgd þeirra voru yfirmenn höfuðstöðva varnarmála og flughers í Danmörku auk yfirmanns Arktisk Kommando á Grænlandi sem fer með stjórn björgunar-, öryggis og varnarmála á Norðurslóðum fyrir hönd Danmerkur.

Lesa meira

Mikið fannfergi á Bolafjalli - 24.3.2014

Óvenju mikið fannfergi hefur verið í vetur á Bolafjalli þar sem Landhelgisgæslan annast rekstur ratsjárstöðvar. Að sögn starfsmanna Landhelgisgæslunnar í ratsjárstöðinni eru tæp 20 ár síðan þeir sáu síðast slíkt snjómagn á fjallinu. Sjá myndir frá snjómokstrinum sem segja meira en nokkur orð.

Lesa meira

TF-SYN kom til landsins í nýjum lit - 21.3.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN er væntanleg til landsins í kvöld en síðastliðna mánuði hefur hún verið í umfangsmikilli skoðun og viðhaldi í Noregi.  Settur var í þyrluna nætursjónaukabúnaður sem gerir hana mun hæfari til leitar-, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land. Þyrlan var einnig máluð í nýjum áberandi appelsínurauðum lit sem til stendur að allar þyrlur Landhelgisgælunnar beri í framtíðinni.

Lesa meira

Vinir Villa með forystu í Mottumars - 20.3.2014

Nokkrir af starfsmönnum Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í söfnunarátakinu Mottumars undir liðsnafninu Vinir Villa. Þeir hafa nú náð öruggri forystu í átakinu en með því heiðra þeir minningu góðs vinar og samstarfsfélaga, Vilhjálms Óla Valssonar - Villa, stýrimanns og sigmanns hjá Landhelgisgæslunni, sem lést þann 30.mars 2013 eftir stranga baráttu við krabbamein.

Lesa meira

Þyrla LHG fór í sjúkraflug í Flatey - 20.3.2014

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 22:05 í gærkvöldi að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna alvarlegra veikinda í Flatey á Breiðafirði. TF-GNÁ fór í loftið kl. 22:51 og lenti í Flatey kl. 23:38.  Var maðurinn fluttur um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 23:53 og lenti við Borgarspítalann kl. 00:35.

Lesa meira

Bilun kom upp í ferjuflugvél - TF-GNA fylgdi vélinni inn til lendingar - 20.3.2014

GNA2

Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar voru í gær sett í viðbragðsstöðu vegna lítillar flugvélar sem var á leið frá Íslandi til Grænlands. Þyrlan TF-GNÁ var í æfingaflugi þegar aðstoðarbeiðnin barst og flaug tafarlaust til móts við flugvélina. Varðskipið Ægir sigldi til móts við staðsetningu flugvélarinnar og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði út staðsetningu vélarinnar til skipa á svæðinu.

Lesa meira

Þyrla danska varðskipsins í viðbragðsstöðu fyrir Landhelgisgæsluna - 19.3.2014

Thor_Lynx_eldsneyti

Lynx þyrla danska varðskipsins Hvidbjörnen hefur undanfarna daga verið á bakvakt fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar en skipið er hér við land vegna áhafnarskipta. Stafar það af því að TF-LÍF er í reglubundinni skoðun og TF-SYN er staðsett í Noregi vegna umfangsmikillar skoðunar og viðhalds sem fer senn að ljúka.

Lesa meira

Samherji afhenti hjartastuðtæki fyrir þyrlur LHG - 13.3.2014

Útgerðarfyrirtækið Samherji á Akureyri afhenti í gær Landhelgisgæslunni að gjöf tvö hágæða hjartastuðtæki í tilefni af því að þann 9. mars voru tíu ár liðin frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF bjargaði sextán manna áhöfn fjölveiðiskipsins Baldvins Þorsteinssonar EA-10, sem strandaði í Skarðsfjöru á Suðurlandi, um þrjár sjómílur austur af Skarðsfjöruvita.

Lesa meira

Veikur skipverji sóttur austur af Horni - 11.3.2014

TF-LIF_8434_1200

Landhelgisgæslunni barst kl. 09:05 í morgun aðstoðarbeiðni frá línuveiðiskipi, sem var staðsett um 20 sjómílur austur af Horni, vegna skipverja með brjóstverk. Eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar og sigldi skipið á auknum hraða að landi.

Lesa meira

Æfingaeldflaug kom í veiðarfæri - 10.3.2014

20130605_untitled_0051

Línuskipið Valdimar hafði í morgun samband við Landhelgisgæsluna vegna torkennilegs hlutar sem kom í veiðarfæri skipsins þegar það var staðsett um 40 sjómílur VNV af Reykjanesi. Ekki var mögulegt fyrir skipið að senda mynd af hlutnum en af lýsingu að dæma var talið að hluturinn væri æfingaeldflaug.

Lesa meira

Landhelgisgæslan þakkar þjóðinni traustið - 7.3.2014

Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í gær mælist Landhelgisgæslan með mest traust stofnana hér á landi eða 89 prósent. Er þetta fjórða árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust íslenskra stofnana. Lesa meira

TF-GNA sótti vélsleðamann sem slasaðist á Þorskafjarðarheiði - 6.3.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA, var kölluð út kl. 12:25  eftir að vélsleðamaður fór fram af snjóhengju á Þorskafjarðarheiði. Þyrlan fór í loftið kl. 12:45 og var haldið beint á staðinn. Þegar komið var á staðinn var björgunarsveit frá Reykhólum þegar komin á staðinn og var farin að hlúa að manninum.

Lesa meira

Varðskipið Þór kominn til Reykjavíkur eftir tveggja mánaða fjarveru - 6.3.2014

Varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun eftir nærri átta vikna eftirlits- og löggæslu á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Hófst leiðangurinn á suðvesturmiðum, austur- og norðausturmið þar sem farið var til eftirlits með loðnuveiðum. Var síðan haldið á suðausturmið og norður fyrir land.

Lesa meira

Fjölbrautarskóli Suðurnesja heimsótti ÞÓR - 5.3.2014

Á dögunum komu í heimsókn um borð í varðskipið ÞÓR nemendur af vélstjórnabraut Fjölbrautarskóla Suðurnesja ásamt kennurum. Eins og gefur að skilja var áhugi þeirra mestur á því sem viðkemur vélbúnaði skipsins, fengu þeir miklar og góðar upplýsingar frá vélstjórnamönnum skipsins varðandi hina ýmsu þætti er snúa að getu skipsins

Lesa meira

Varðskipið Týr breytir um lit - 4.3.2014

Varðskipið Týr er nú í slipp á Akureyri og hefur verið málaður rauður vegna leiguverkefnis sem mun hefjast frá byrjun maí nk. Landhelgisgæslan og Fáfnir Offshore hf undirrituðu nýverið fimm mánaða samning um leigu á varðskipinu þar sem skipið verður leigt til eftirlits- og björgunarstarfa sem og almennra löggæslu- og þjónustustarfa fyrir Sýslumanninn á Svalbarða með heimahöfn í Longerbyen.

Lesa meira

TF-SIF tók þátt í björgunaraðgerð á Miðjarðarhafi - 3.3.2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF kom nýverið að björgunaraðgerð 93 sjómílur suður af eyjunni Lampedusa á Miðjarðarhafi þar sem um 98 flóttamönnum var bjargað um borð í skip ítölsku strandgæslunnar. Um borð voru um 89 fullorðnir og 9 börn. TF-SIF hefur frá byrjun febrúar verið við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi fyrir Frontex Evrópusambandsins en Ísland er aðili að samstarfinu í gegnum Schengen.

Lesa meira

TF-LÍF æfði með frönsku freigátunni FS PRIMAUGUET - 26.2.2014

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar var í gær við æfingar á Faxaflóa með frönsku freigátunni FS PRIMAUGUET sem hefur viðdvöl í Reykjavík frá 26. febrúar til 1. mars næstkomandi. Æfingin fólst í aðflugi að skipinu, líkt og þyrlan væri að koma inn til lendingar, þá var æft sling þar sem vörubretti var flutt af þyrlupalli og voru síðan teknar hefðbundnar sigæfingar á þyrlupalli.

Lesa meira

Varðskipið Týr í slipp á Akureyri - 25.2.2014

Varðskipið Þór kom á sunnudag til Akureyrar þar sem áhöfn varðskipsins var til aðstoðar þegar varðskipið Týr var tekið í flotkví. Týr verður í slipp til 3. mars en til stendur að mála skipið og botnhreinsa fyrir leiguverkefni sem felst í eftirlits- og björgunarstörfum sem og almennri löggæslu- og þjónustustörfum fyrir Sýslumanninn á Svalbarða. Áhöfn Þórs æfði síðan í gær notkun slökkvibúnaðar.
Lesa meira

Stórt skref stigið í norrænu samstarfi - 24.2.2014

Þjálfunarverkefninu Iceland Air Meet 2014 lauk síðastliðinn fimmtudag var samdægurs haldið lokahóf þar sem farið var yfir helstu niðurstöður. Verkefnið er með því umfangsmesta sem Landhelgisgæslan hefur annast og tekið þátt í.  Á föstudag lauk svo loftrýmisgæslu Norðmanna sem var samtvinnuð Iceland Air Meet.

Lesa meira

Fjölmenn kynning loftrýmisgæslu og samnorræna verkefnisins Iceland Air Meet 2014 - 18.2.2014

Hátt í eitt hundrað innlendir jafnt sem erlendir gestir fengu í dag kynningu á annars vegar loftrýmisgæslu NATO og hins vegar samnorræna þjálfunarverkefninu Iceland Air Meet 2014 sem staðið hefur yfir öryggissvæðinu við Keflavíkurflugvöll frá 3. febrúar síðastliðnum. Náið samstarf innlendra jafnt sem erlendra aðila er nauðsynlegt við framkvæmd svo umfangsmikils verkefnis og var samróma álit allra að vel hafi tekist til.

Lesa meira

Yfirmaður CAOC Uedem heimsótti Landhelgisgæsluna og IAM 2014 - 17.2.2014

Yfirmaður

sameiginlegrar loftrýmiseftirlits og loftrýmisgæslustöðvar Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi, (Combined Air Operations Centre Uedem- CAOC Uedem ), Luitenant General Wundrak heimsótti Ísland dagana 13. - 14.  febrúar. CAOC Uedem er ein af tveimur miðstöðvum NATO og sún sem er norðan Alpafjalla. Stjórnstöð NATO í  Keflavík „Control and Reporting Center (CRC) hluti af stjórnkerfi CAOC Uedem.  Landhelgisgæsla Íslands rekur stjórnstöðina í Keflavík.  

Lesa meira

Varðskipið Týr til Sýslumannsins á Svalbarða - 14.2.2014

TYR_Eyjafirdi2009

Landhelgisgæslan og Fáfnir Offshore hf undirrituðu í dag fimm mánaða samning um leigu á varðskipinu Tý, frá byrjun maí nk. Skipið verður leigt til eftirlits- og björgunarstarfa sem og almennra löggæslu- og þjónustustarfa fyrir Sýslumanninn á Svalbarða með heimahöfn í Longerbyen.  Sýslumaðurinn á Svalbarða fer með yfirstjórn allrar stjórnsýslu sem lýtur að aðkomu norska ríkisins á Svalbarða, þar með talið löggæslumál til sjós og lands, leit og björgun og umhverfismál.

Lesa meira

Norrænir utanríkis- og varnarmálaráðherrar heimsóttu IAM 2014 - 12.2.2014

Utanríkisráðherrar og varnarmálaráðherrar Norðurlandanna heimsóttu í morgun þjálfunarverkefnið „Iceland Air Meet 2014 (IAM 2014)” sem fer fram á Keflavíkurflugvelli. Er þetta í fyrsta sinn sem sænskar og finnskar flugsveitir taka þátt í þjálfun hér á landi en þátttakendur koma einnig frá aðildarríkjum NATO þ.e. Íslandi, Noregi, Hollandi og Bandaríkjunum. Þjálfunarverkefnið er mikilvægt skref í að efla samstarf þjóðanna. Lesa meira

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kallaðir út eftir sprengjuhótun í flugvél - 12.2.2014

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar luku um klukkan 16:00 í dag sprengjuleit í flugvél WOW air sem lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega tvö í dag. Engin merki um sprengju fundust í vélinni.Hótun um að sprengja væri í vélinni barst þegar vélin var um það bil hálfnuð á leið sinni frá London.Neyðaráætlun vegna flugverndar var virkjuð, bæði á Suðurnesjum og í Samhæfingarstöð í Skógarhlíð.

Lesa meira

Yfirmenn flugsveita heimsóttu Iceland Air Meet - 12.2.2014

Yfirmenn flugsveita Norðurlandanna heimsóttu í gær þjálfunarverkefnið Iceland Air Meet sem fer fram á Keflavíkurflugvelli. Kynntu sér starfsemina og heilsuðu upp á flugsveitirnar sem þar eru við störf. U.þ.b. 300 liðsmenn frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi taka þátt með starfsmönnum Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

112 dagurinn haldinn 11. febrúar - 10.2.2014

112-dagurinn er haldinn um allt land á morgun, þriðjudaginn 11. febrúar. Hann er einnig haldinn víða um Evrópu en 112 er samræmt neyðarnúmer í Evrópu. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Að þessu sinni er áhersla lögð á að auka öryggi í ferðum fólks að vetrarlagi, hvort sem er á vegum eða utan alfaraleiða.

Lesa meira

Flutningaskip strandaði í höfninni á Þórshöfn - 6.2.2014

Flutningaskipið Green Maloy strandaði í höfninni á Þórshöfn um 01:20 í nótt. Um er að ræða 5.000 tonna flutningaskip, 109 metra langt en skipið var á leið úr höfn þegar það strandaði. Varðskipið Þór var samstundis kallað út og sigldi á vettvang.  Skipið losnaði af sjálfsdáðum af strandstað um klukkan 04:00 í nótt og var þá varðskipinu Þór snúið við.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar eyddu tundurdufli sem barst í veiðarfæri - 5.2.2014

Landhelgisgæslunni barst í morgun tilkynning um að tundurdufl hefði borist í veiðarfæri BERGEY VE 544 úti fyrir Austfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með sprengjusérfræðinga LHG og búnað um borð í varðskipið Þór sem flutti þá áfram um borð í Bergeyju. Ekki var talin þörf á að flytja áhöfn Bergeyjar frá skipinu og gerðu sprengjusérfræðingar tundurduflið óvirkt um borð.

Lesa meira

TF-SYN máluð í nýjum lit sem þyrlur LHG munu bera í framtíðinni - 4.2.2014

Þyrlan TF-SYN sem er í stórri skoðun í Noregi hefur nú verið máluð í nýjum áberandi lit sem til stendur að allar þyrlur LHG beri í framtíðinni. Landhelgisgæslan telur að þessi litur hæfi betur björgunarþyrlunum þar sem hann er mjög áberandi og auðkennandi fyrir björgunartæki.

Lesa meira

Kafarar Landhelgisgæslunnar og Leiftur tóku þátt í leit - 4.2.2014

Landhelgisgæslan tók í gærkvöldi þátt í leit sem fór fram við Reykjavíkurhöfn eftir að tilkynning barst um að maður hefði lent í sjónum. Maðurinn sást ganga út á varnargarðinn um klukkan 21:00 og þegar hann skilaði sér ekki til baka voru viðbragðsaðilar kallaðir út. Kafarar Landhelgisgæslunnar og áhöfn á harðbotna bátnum Leiftri voru við leit frá um 22:00 til 00:30 eða þar til leit var hætt.

Lesa meira

Æfingin Iceland Air Meet 2014 hafin - 3.2.2014

Þjálfunarverkefnið „Iceland Air Meet 2014 (IAM 2014)” var formlega sett í morgun að viðstöddum yfirmönnum þjóðanna sem taka þátt í æfingunni og fulltrúum Landhelgisgæslunnar. Þátttakendur Iceland Air Meet 2014 (IAM2014) koma frá aðildarríkjum NATO þ.e. Íslandi, Noregi, Hollandi og Bandaríkjunum. Einnig taka þátt í æfingunni flugsveitir frá Finnlandi og Svíþjóð sem eru þátttakendur í samstarfinu Partnership for Peace. 

Lesa meira

Leit á Faxaflóa hefur ekki borið árangur - 2.2.2014

_MG_0566

Víðtæk leit sem staðið hefur yfir frá því í gær á Faxaflóa hefur ekki borið árangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í dag um svæðið og var ekkert sem vakti athygli þeirra sem gat hugsanlega tengst neyðarkallinu. Leit var frestað í um kl. 22:00 í gærkvöldi en þá höfðu um 200 manns verið við leit á sjó og landi í sjö klukkustundir..

Lesa meira

Leitarsvæðið nær frá Reykjanestá að austasta hluta Snæfellsness - 2.2.2014

Nú eru tvær björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ og TF-LIF, við leit að báti á Faxaflóa. Auk þess eru tvær finnskar björgunarþyrlur, sem staddar voru hér á landi vegna æfingarinnar Iceland Air Meet 2014, nýttar við leitina en þær fljúga nú yfir norðanverðan flóann. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Grindavík, Sandgerði, Hafnarfirði, Reykjavík og Rifi eru einnig við leit auk nokkurra minni björgunarbáta. Björgunarsveitir og lögregla á svæðinu eru með eftirgrennslan frá landi.

Lesa meira

Umfangsmikil leit stendur yfir á Faxaflóa - 2.2.2014

Landhelgisgæslunni barst um kl. 15:00 aðstoðarbeiðni frá bát sem leki hafði komið að á Faxaflóa og voru skipverjar komnir í björgunargalla. Ekki náðist staðsetning bátsins eða aðrar upplýsingar og hefur ekki náðst samband við bátinn. Samstundis voru þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út auk björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem eru nú við leit á svæðinu.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar LHG eyddu tundurdufli á Melrakkasléttu - 2.2.2014

Landhelgisgæslunni barst nýverið tilkynning um rannsóknadufl sem hafði borist á land á Norðausturlandi og var farinn leiðangur fyrir helgina þar sem sprengjusérfræðingar m.a. áætluðu að kanna duflið nánar. Fundu þeir þá óvænt breskt tundurdufl á Melrakkasléttu.

Lesa meira

Landhelgisgæslan æfir með finnsku þyrlusveitinni - 1.2.2014

Landhelgisgæslan var í dag í þjálfun og æfingum með björgunarþyrlum Finna sem eru nú hér á landi vegna æfingarinnar Iceland Air Meet 2013. Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar fara með í flug finnsku þyrlanna og þjálfa áhafnir þeirra í björgunarstörfum til sjávar. M.a. var æft með sjómælinga- og eftirlitsskipinu Baldri og harðbotna bátnum Leiftri á ytri höfn Reykjavíkur. Sjá myndir frá æfingunni.

Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss - 29.1.2014

Nætursjónaukar

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti kl. 20:30 hjá manni sem slasasðist þegar hann velti yfir sig fjórhjóli ofan við Mörtungu austan við Kirkjubæjarklaustur. Maðurinn var fluttur til rannsókna.á Borgarspítalann í Fossvogi.

Lesa meira

FGS BONN í langri reynslusiglingu - verður til sýnis við Skarfabakka - 29.1.2014

FGS BONN, birgða- og flutningaskip þýska flotans kom í morgun til Reykjavíkurhafnar en skipið mun liggja við Skarfabakka meðan á kurteisisheimsókn skipsins stendur. Skipið verður opið til sýnis föstudag og laugardag milli klukkan 13:00-16:00. Meðan skipið er við landið mun það verða við æfingar með Landhelgisgæslunni og björgunarþyrlum finnska flughersins sem auk þess taka þátt í æfingunni Iceland Air Meet 2014.

Lesa meira

Flugsveit Norðmanna lenti á Keflavíkurflugvelli - 27.1.2014

Flugsveit Norðmanna sem mun annast loftrýmisgæslu næstu vikur lenti í dag á Keflavíkurflugvelli. Flugsveitin samanstendur af sex F16 þotum og fylgja henni um 110 liðsmenn. Verkefnið er unnið skv. loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland. Flugsveitir frá Finnlandi og Svíþjóð eru væntanlegar til landsins síðar í vikunni og verða hér á landi til 21. febrúar og æfa Norðurlandasamstarfið samhliða loftrýmisgæslunni með Norðmönnum og Íslendingum.

Lesa meira

TF-LÍF bjargaði vélsleðamönnum við Drekavatn - 27.1.2014

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði í gærkvöldi tveimur mönnum sem festu vélsleða sína  í krapa við Drekavatn, austan við Þórisvatn. Þyrlan var kölluð út kl. 21:23 og fór í loftið kl. 21:39. Þegar þyrlan kom á staðinn kl. 22:50 hafði öðrum mannanna tekist að komast á fast land en  félagi hans beið á sleðanum um 10 til 20 metra úti í vatni og komst ekki á þurrt land. Báðir mennirnir voru hífðir um borð í þyrluna. Lesa meira

Myndir úr Þorskastríðinu 1976 - 26.1.2014

Hér eru nokkrar myndir úr Þorskastríðinu 1976 sem Landhelgisgæslan fékk nýverið sendar úr myndasafni Daníels Sigurbjörnssonar. Myndatextarnir komu einnig frá honum.

Lesa meira

Norskum loðnuskipum fjölgar fyrir austan land - 24.1.2014

lodna_jpg_640x800_sharpen_q95

Níu norsk loðnuskip eru nú komin til veiða innan íslensku efnahagslögsögunnar og eru þau við leit djúpt A- af Gerpi. Í reglugerð um loðnuveiðar erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2013/2014 segir að norskum skipum sé heimilt að veiða samtals 40.869 lestir í efnahagslögsögu Íslands

Lesa meira

Finnskar björgunarþyrlur komnar til landsins - 23.1.2014

Í gær komu til landsins tvær finnskar björgunarþyrlur sem munu taka þátt í æfingunni Iceland Air Meet 2014 sem hefst þann 3. febrúar nk. Þyrlurnar voru fluttar til landsins með flutningarskipinu MIMER ásamt ýmsum búnaði sem Norðmenn, Svíar og Finnar munu nota á næstu vikum í tengslum við æfinguna. Finnsku þyrlurnar munu m.a taka þátt í ýmsum æfingum með flugdeild Landhelgisgæslunnar á næstu vikum.

Lesa meira

Landhelgisgæslan með erindi á ráðstefnu um Norðurslóðir - 23.1.2014

Nú stendur yfir í Tromsö í Noregi ráðstefnan Arctic Frontiers þar sem Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar (LHG) hélt erindi um öryggismál á Norðurslóðum og hlutverk Landhelgisgæslu Íslands í þeim breytingum sem framundan eru á þessum vettvangi.  Í erindi hans kom m.a. fram að reynslan af fjölþjóðlegum leitar- og björgunaræfingum sem Landhelgisgæslan hefur  tekið þátt í hefur leitt í ljós að Ísland er augljós kostur fyrir alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð á Norður-Atlantshafi.

Lesa meira

Undirbúningur fyrir æfinguna Iceland Air Meet stendur yfir - 20.1.2014

Fjölþættur undirbúningur stendur nú yfir fyrir æfinguna „Iceland Air Meet 2014“ (IAM2014) sem mun fara fram samhliða loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Loftrýmisgæslan verður að þessu sinni í umsjón flugsveitar norska flughersins. Sænskar og finnskar flugsveitir taka þátt í æfingunni auk Norðmanna.Hér má sjá mynd og myndskeið sem sýnir flutning finnskrar björgunarþyrlu.

Lesa meira

Eitt norskt skip komið til loðnuveiða - 20.1.2014

Samkvæmt varðstjórum Landhelgisgæslunnar kom eitt norskt loðnuskip til veiða innan íslensku efnahagslögsögunnar aðfaranótt sunnudags. Er skipið nú við leit undan NA-landi. Ekki er vitað um fleiri skip sem eru væntanleg.

Lesa meira

Varðskipið Þór verður til sýnis á Seyðisfirði - 17.1.2014

IMG_1721_fhdr

Varðskipið Þór er væntanlegt  til Seyðisfjarðar á morgun, laugardaginn 18. janúar og er áætlað að varðskipið verði opið til sýnis frá kl. 13:00-18:00. Áhöfn varðskipið mun taka á móti gestum og sýna helstu vistarverur og segja frá búnaði og getu skipsins.

Lesa meira

Gæslu- og eftirlitsflug þyrlu um Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði - 17.1.2014

Í gær fór þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA í gæslu og eftirlitsflug um Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Eftirlitið hófst norður af Garðskaga þar sem nokkur fjöldi skipa og báta var að veiðum. Þaðan var haldið fyrir Snæfellsnes og inn á Breiðafjörð, flogið var vestur að Straumnesfjalli en þar voru kannaðar skemmdir á fjarskipta- og ferilvöktunarbúnaði.

Lesa meira

Norðmenn, Svíar og Finnar koma til landsins vegna Iceland Air Meet 2014 - 15.1.2014

F-4F_BaldurSveins-(3)

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 27. janúar nk. með komu flugsveitar norska flughersins til landsins. Samhliða loftrýmisgæslunni munu flugsveitir frá Finnlandi og Svíþjóð verða á landinu við æfingar með Norðmönnum og Íslendingum. Það verkefni hefur vinnuheitið „Iceland Air Meet 2014“ (IAM2014) og hefst það föstudaginn 31. janúar með komu sænskra og finnskra flugsveita.  

Lesa meira

Óvenju margir við vinnu í flugskýli LHG - 13.1.2014

_33A2291

Óvenju fjölmennur hópur er þessa dagana við vinnu í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Flugvélin TF-SIF er í reglubundinni C-skoðun sem er nokkuð umfangsmikil og er hún í umsjón flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem hafa fengið flugvirkja frá Flugfélagi Íslands til aðstoðar. Einnig er Lynx þyrla dönsku varðskipanna í skoðun og fylgir henni um 20 manna hópur flugvirkja.

Lesa meira

Varðskip heldur úr höfn til eftirlits - 13.1.2014

Varðskipið Þór hélt í dag úr Reykjavíkurhöfn og verður á næstunni við eftirlit á íslenska hafsvæðinu. Gert er ráð fyrir að skipið verði staðsett á loðnumiðum og til taks þegar skipin hefja veiðar. 

Lesa meira

Þyrlur LHG kallaðar út fjórum sinnum síðastliðinn sólarhring - 12.1.2014

GNA1_haust2012

Miklar annir hafa verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem hefur sinnt fjórum útköllum síðastliðinn sólahring. Fjórir slasaðir voru í gærkvöldi fluttir með þyrlu frá Skógumi. Snemma í morgun sótti þyrlan tvo sjúklinga á Patreksfjörð og var þyrlan kölluð út að nýju skömmu eftir lendingu í Reykjavík til að sækja alvarlega veikan mann um borð í togara 60 sml. frá Reykjanesi. Fjórða útkallið barst síðan skömmu eftir hádegi eftir að umferðarslys varð í Borgarfirði.

Lesa meira

Skemmdir á fjarskiptabúnaði vegna ísingar - 10.1.2014

Töluverðar skemmdir hafa orðið að undanförnu á fjarskiptabúnaði á Gunnólfsvíkurfjalli.  Landhelgisgæsla rekur ratsjár- og fjarskiptastöðvar NATO hér á landi þ.m.t. á Gunnólfsvíkurfjalli.   Á stöðvunum er einnig hýstur búnaður fyrir önnur fjarskiptafyrirtæki og þjónustuaðila hér á landi.  Ísingin er sú mesta sem hefur sést á staðnum frá því að ratsjárstöðin var tekin í notkun árið 1991.

Lesa meira

Samningur undirritaður vegna rafkerfisbreytinga - 10.1.2014

Nýverið var undirritaður samningur milli Landhelgisgæslu Íslands og Bergraf í Reykjanesbæ um 6. áfanga við rafkerfisbreytingar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.  Samningurinn er að upphæð kr. 330 milljónir og er verktími út árið 2014. Um er að ræða umfangsmiklar og atvinnuskapandi framkvæmdir á svæðinu.

Lesa meira

Landhelgisgæslan við æfingar með danska varðskipinu Vædderen - 6.1.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var um helgina við æfingar með danska varðskipinu Vædderen norður af Gróttu en skipið sem hefur verið undanfarna mánuði við Grænland  hefur verið við Ísland undanfarna daga við æfingar áður en það heldur áleiðis til Færeyja.  Samstarf Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins byggir á áratuga góðri samvinnu sem meðal annars felst í samæfingum, starfsmannaskiptum og samstarfi við leit og björgun í Norður Atlantshafi.

Lesa meira

Leki kom að skipi í Ísafjarðardjúpi - þyrlur Landhelgisgæslunnar sendar á staðinn - 4.1.2014

GNA2

Upp úr klukkan 14:00 óskaði línuskipið Þorlákur ÍS frá Bolungarvík eftir aðstoð þar sem leki var kominn að skipinu undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Landhelgisgæslan virkjaði samhæfingarstöð í Skógarhlíð og þyrlurnar TF-LÍF og TF-GNA voru kallaðar út.

Lesa meira

TF-LIF sækir alvarlega veikan sjómann - 3.1.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 9:15 í morgun vegna alvarlegra veikinda um borð í fiskiskipi sem var staðsett suður af Malarrifi. TF-LIF fór í loftið klukkan 09:52 og kom að skipinu um hálftíma síðar. Var maðurinn fluttur um borð í þyrluna og er hún nú á leið til Reykjavíkur og verður lent við Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan 11.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica