Fréttir

TF-LÍF æfði með frönsku freigátunni FS PRIMAUGUET - 26.2.2014

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar var í gær við æfingar á Faxaflóa með frönsku freigátunni FS PRIMAUGUET sem hefur viðdvöl í Reykjavík frá 26. febrúar til 1. mars næstkomandi. Æfingin fólst í aðflugi að skipinu, líkt og þyrlan væri að koma inn til lendingar, þá var æft sling þar sem vörubretti var flutt af þyrlupalli og voru síðan teknar hefðbundnar sigæfingar á þyrlupalli.

Lesa meira

Varðskipið Týr í slipp á Akureyri - 25.2.2014

Varðskipið Þór kom á sunnudag til Akureyrar þar sem áhöfn varðskipsins var til aðstoðar þegar varðskipið Týr var tekið í flotkví. Týr verður í slipp til 3. mars en til stendur að mála skipið og botnhreinsa fyrir leiguverkefni sem felst í eftirlits- og björgunarstörfum sem og almennri löggæslu- og þjónustustörfum fyrir Sýslumanninn á Svalbarða. Áhöfn Þórs æfði síðan í gær notkun slökkvibúnaðar.
Lesa meira

Stórt skref stigið í norrænu samstarfi - 24.2.2014

Þjálfunarverkefninu Iceland Air Meet 2014 lauk síðastliðinn fimmtudag var samdægurs haldið lokahóf þar sem farið var yfir helstu niðurstöður. Verkefnið er með því umfangsmesta sem Landhelgisgæslan hefur annast og tekið þátt í.  Á föstudag lauk svo loftrýmisgæslu Norðmanna sem var samtvinnuð Iceland Air Meet.

Lesa meira

Fjölmenn kynning loftrýmisgæslu og samnorræna verkefnisins Iceland Air Meet 2014 - 18.2.2014

Hátt í eitt hundrað innlendir jafnt sem erlendir gestir fengu í dag kynningu á annars vegar loftrýmisgæslu NATO og hins vegar samnorræna þjálfunarverkefninu Iceland Air Meet 2014 sem staðið hefur yfir öryggissvæðinu við Keflavíkurflugvöll frá 3. febrúar síðastliðnum. Náið samstarf innlendra jafnt sem erlendra aðila er nauðsynlegt við framkvæmd svo umfangsmikils verkefnis og var samróma álit allra að vel hafi tekist til.

Lesa meira

Yfirmaður CAOC Uedem heimsótti Landhelgisgæsluna og IAM 2014 - 17.2.2014

Yfirmaður

sameiginlegrar loftrýmiseftirlits og loftrýmisgæslustöðvar Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi, (Combined Air Operations Centre Uedem- CAOC Uedem ), Luitenant General Wundrak heimsótti Ísland dagana 13. - 14.  febrúar. CAOC Uedem er ein af tveimur miðstöðvum NATO og sún sem er norðan Alpafjalla. Stjórnstöð NATO í  Keflavík „Control and Reporting Center (CRC) hluti af stjórnkerfi CAOC Uedem.  Landhelgisgæsla Íslands rekur stjórnstöðina í Keflavík.  

Lesa meira

Varðskipið Týr til Sýslumannsins á Svalbarða - 14.2.2014

TYR_Eyjafirdi2009

Landhelgisgæslan og Fáfnir Offshore hf undirrituðu í dag fimm mánaða samning um leigu á varðskipinu Tý, frá byrjun maí nk. Skipið verður leigt til eftirlits- og björgunarstarfa sem og almennra löggæslu- og þjónustustarfa fyrir Sýslumanninn á Svalbarða með heimahöfn í Longerbyen.  Sýslumaðurinn á Svalbarða fer með yfirstjórn allrar stjórnsýslu sem lýtur að aðkomu norska ríkisins á Svalbarða, þar með talið löggæslumál til sjós og lands, leit og björgun og umhverfismál.

Lesa meira

Norrænir utanríkis- og varnarmálaráðherrar heimsóttu IAM 2014 - 12.2.2014

Utanríkisráðherrar og varnarmálaráðherrar Norðurlandanna heimsóttu í morgun þjálfunarverkefnið „Iceland Air Meet 2014 (IAM 2014)” sem fer fram á Keflavíkurflugvelli. Er þetta í fyrsta sinn sem sænskar og finnskar flugsveitir taka þátt í þjálfun hér á landi en þátttakendur koma einnig frá aðildarríkjum NATO þ.e. Íslandi, Noregi, Hollandi og Bandaríkjunum. Þjálfunarverkefnið er mikilvægt skref í að efla samstarf þjóðanna. Lesa meira

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kallaðir út eftir sprengjuhótun í flugvél - 12.2.2014

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar luku um klukkan 16:00 í dag sprengjuleit í flugvél WOW air sem lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega tvö í dag. Engin merki um sprengju fundust í vélinni.Hótun um að sprengja væri í vélinni barst þegar vélin var um það bil hálfnuð á leið sinni frá London.Neyðaráætlun vegna flugverndar var virkjuð, bæði á Suðurnesjum og í Samhæfingarstöð í Skógarhlíð.

Lesa meira

Yfirmenn flugsveita heimsóttu Iceland Air Meet - 12.2.2014

Yfirmenn flugsveita Norðurlandanna heimsóttu í gær þjálfunarverkefnið Iceland Air Meet sem fer fram á Keflavíkurflugvelli. Kynntu sér starfsemina og heilsuðu upp á flugsveitirnar sem þar eru við störf. U.þ.b. 300 liðsmenn frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi taka þátt með starfsmönnum Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

112 dagurinn haldinn 11. febrúar - 10.2.2014

112-dagurinn er haldinn um allt land á morgun, þriðjudaginn 11. febrúar. Hann er einnig haldinn víða um Evrópu en 112 er samræmt neyðarnúmer í Evrópu. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Að þessu sinni er áhersla lögð á að auka öryggi í ferðum fólks að vetrarlagi, hvort sem er á vegum eða utan alfaraleiða.

Lesa meira

Flutningaskip strandaði í höfninni á Þórshöfn - 6.2.2014

Flutningaskipið Green Maloy strandaði í höfninni á Þórshöfn um 01:20 í nótt. Um er að ræða 5.000 tonna flutningaskip, 109 metra langt en skipið var á leið úr höfn þegar það strandaði. Varðskipið Þór var samstundis kallað út og sigldi á vettvang.  Skipið losnaði af sjálfsdáðum af strandstað um klukkan 04:00 í nótt og var þá varðskipinu Þór snúið við.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar eyddu tundurdufli sem barst í veiðarfæri - 5.2.2014

Landhelgisgæslunni barst í morgun tilkynning um að tundurdufl hefði borist í veiðarfæri BERGEY VE 544 úti fyrir Austfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með sprengjusérfræðinga LHG og búnað um borð í varðskipið Þór sem flutti þá áfram um borð í Bergeyju. Ekki var talin þörf á að flytja áhöfn Bergeyjar frá skipinu og gerðu sprengjusérfræðingar tundurduflið óvirkt um borð.

Lesa meira

TF-SYN máluð í nýjum lit sem þyrlur LHG munu bera í framtíðinni - 4.2.2014

Þyrlan TF-SYN sem er í stórri skoðun í Noregi hefur nú verið máluð í nýjum áberandi lit sem til stendur að allar þyrlur LHG beri í framtíðinni. Landhelgisgæslan telur að þessi litur hæfi betur björgunarþyrlunum þar sem hann er mjög áberandi og auðkennandi fyrir björgunartæki.

Lesa meira

Kafarar Landhelgisgæslunnar og Leiftur tóku þátt í leit - 4.2.2014

Landhelgisgæslan tók í gærkvöldi þátt í leit sem fór fram við Reykjavíkurhöfn eftir að tilkynning barst um að maður hefði lent í sjónum. Maðurinn sást ganga út á varnargarðinn um klukkan 21:00 og þegar hann skilaði sér ekki til baka voru viðbragðsaðilar kallaðir út. Kafarar Landhelgisgæslunnar og áhöfn á harðbotna bátnum Leiftri voru við leit frá um 22:00 til 00:30 eða þar til leit var hætt.

Lesa meira

Æfingin Iceland Air Meet 2014 hafin - 3.2.2014

Þjálfunarverkefnið „Iceland Air Meet 2014 (IAM 2014)” var formlega sett í morgun að viðstöddum yfirmönnum þjóðanna sem taka þátt í æfingunni og fulltrúum Landhelgisgæslunnar. Þátttakendur Iceland Air Meet 2014 (IAM2014) koma frá aðildarríkjum NATO þ.e. Íslandi, Noregi, Hollandi og Bandaríkjunum. Einnig taka þátt í æfingunni flugsveitir frá Finnlandi og Svíþjóð sem eru þátttakendur í samstarfinu Partnership for Peace. 

Lesa meira

Leit á Faxaflóa hefur ekki borið árangur - 2.2.2014

_MG_0566

Víðtæk leit sem staðið hefur yfir frá því í gær á Faxaflóa hefur ekki borið árangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í dag um svæðið og var ekkert sem vakti athygli þeirra sem gat hugsanlega tengst neyðarkallinu. Leit var frestað í um kl. 22:00 í gærkvöldi en þá höfðu um 200 manns verið við leit á sjó og landi í sjö klukkustundir..

Lesa meira

Leitarsvæðið nær frá Reykjanestá að austasta hluta Snæfellsness - 2.2.2014

Nú eru tvær björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ og TF-LIF, við leit að báti á Faxaflóa. Auk þess eru tvær finnskar björgunarþyrlur, sem staddar voru hér á landi vegna æfingarinnar Iceland Air Meet 2014, nýttar við leitina en þær fljúga nú yfir norðanverðan flóann. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Grindavík, Sandgerði, Hafnarfirði, Reykjavík og Rifi eru einnig við leit auk nokkurra minni björgunarbáta. Björgunarsveitir og lögregla á svæðinu eru með eftirgrennslan frá landi.

Lesa meira

Umfangsmikil leit stendur yfir á Faxaflóa - 2.2.2014

Landhelgisgæslunni barst um kl. 15:00 aðstoðarbeiðni frá bát sem leki hafði komið að á Faxaflóa og voru skipverjar komnir í björgunargalla. Ekki náðist staðsetning bátsins eða aðrar upplýsingar og hefur ekki náðst samband við bátinn. Samstundis voru þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út auk björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem eru nú við leit á svæðinu.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar LHG eyddu tundurdufli á Melrakkasléttu - 2.2.2014

Landhelgisgæslunni barst nýverið tilkynning um rannsóknadufl sem hafði borist á land á Norðausturlandi og var farinn leiðangur fyrir helgina þar sem sprengjusérfræðingar m.a. áætluðu að kanna duflið nánar. Fundu þeir þá óvænt breskt tundurdufl á Melrakkasléttu.

Lesa meira

Landhelgisgæslan æfir með finnsku þyrlusveitinni - 1.2.2014

Landhelgisgæslan var í dag í þjálfun og æfingum með björgunarþyrlum Finna sem eru nú hér á landi vegna æfingarinnar Iceland Air Meet 2013. Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar fara með í flug finnsku þyrlanna og þjálfa áhafnir þeirra í björgunarstörfum til sjávar. M.a. var æft með sjómælinga- og eftirlitsskipinu Baldri og harðbotna bátnum Leiftri á ytri höfn Reykjavíkur. Sjá myndir frá æfingunni.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica