Fréttir

Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna heimsótti LHG - 31.3.2014

Sérfræðingar frá samstarfsstofnunum Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna kynntu sér í morgun starfsemi Landhelgisgæslunnar, helstu verkefni á sviði fiskveiðieftirlits og fjareftirlitskerfi stjórnstöðvarinnar. Er hópurinn staddur hér á landi til að kynna sér lög um fiskveiðar, fiskveiðistjórnun og nýtingu auðlindarinnar.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti slasaðan vélsleðamann - 29.3.2014

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 12:42 að beiðni Neyðarlínunnar eftir að tilkynning barst um slasaðan vélsleðamann á Goðalandsjökli (á Mýrdalsjökli). TF-LIF fór í loftið kl. 13:20 og hélt beina leið á slysstað þar sem var lent kl. 13:59. Lenti þyrlan við Borgarspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 14:50.

Lesa meira

Yfirmaður varnarmála í Danmörku heimsótti Landhelgisgæsluna - 27.3.2014

Yfirmaður varnarmála í Danmörku, General Peter Bartram heimsótti í morgun Landhelgisgæslu Íslands ásamt sendiherra Danmerkur á Íslandi, Frú Mette Kjuel Nielsen. Í fylgd þeirra voru yfirmenn höfuðstöðva varnarmála og flughers í Danmörku auk yfirmanns Arktisk Kommando á Grænlandi sem fer með stjórn björgunar-, öryggis og varnarmála á Norðurslóðum fyrir hönd Danmerkur.

Lesa meira

Mikið fannfergi á Bolafjalli - 24.3.2014

Óvenju mikið fannfergi hefur verið í vetur á Bolafjalli þar sem Landhelgisgæslan annast rekstur ratsjárstöðvar. Að sögn starfsmanna Landhelgisgæslunnar í ratsjárstöðinni eru tæp 20 ár síðan þeir sáu síðast slíkt snjómagn á fjallinu. Sjá myndir frá snjómokstrinum sem segja meira en nokkur orð.

Lesa meira

TF-SYN kom til landsins í nýjum lit - 21.3.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN er væntanleg til landsins í kvöld en síðastliðna mánuði hefur hún verið í umfangsmikilli skoðun og viðhaldi í Noregi.  Settur var í þyrluna nætursjónaukabúnaður sem gerir hana mun hæfari til leitar-, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land. Þyrlan var einnig máluð í nýjum áberandi appelsínurauðum lit sem til stendur að allar þyrlur Landhelgisgælunnar beri í framtíðinni.

Lesa meira

Vinir Villa með forystu í Mottumars - 20.3.2014

Nokkrir af starfsmönnum Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í söfnunarátakinu Mottumars undir liðsnafninu Vinir Villa. Þeir hafa nú náð öruggri forystu í átakinu en með því heiðra þeir minningu góðs vinar og samstarfsfélaga, Vilhjálms Óla Valssonar - Villa, stýrimanns og sigmanns hjá Landhelgisgæslunni, sem lést þann 30.mars 2013 eftir stranga baráttu við krabbamein.

Lesa meira

Þyrla LHG fór í sjúkraflug í Flatey - 20.3.2014

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 22:05 í gærkvöldi að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna alvarlegra veikinda í Flatey á Breiðafirði. TF-GNÁ fór í loftið kl. 22:51 og lenti í Flatey kl. 23:38.  Var maðurinn fluttur um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 23:53 og lenti við Borgarspítalann kl. 00:35.

Lesa meira

Bilun kom upp í ferjuflugvél - TF-GNA fylgdi vélinni inn til lendingar - 20.3.2014

GNA2

Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar voru í gær sett í viðbragðsstöðu vegna lítillar flugvélar sem var á leið frá Íslandi til Grænlands. Þyrlan TF-GNÁ var í æfingaflugi þegar aðstoðarbeiðnin barst og flaug tafarlaust til móts við flugvélina. Varðskipið Ægir sigldi til móts við staðsetningu flugvélarinnar og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði út staðsetningu vélarinnar til skipa á svæðinu.

Lesa meira

Þyrla danska varðskipsins í viðbragðsstöðu fyrir Landhelgisgæsluna - 19.3.2014

Thor_Lynx_eldsneyti

Lynx þyrla danska varðskipsins Hvidbjörnen hefur undanfarna daga verið á bakvakt fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar en skipið er hér við land vegna áhafnarskipta. Stafar það af því að TF-LÍF er í reglubundinni skoðun og TF-SYN er staðsett í Noregi vegna umfangsmikillar skoðunar og viðhalds sem fer senn að ljúka.

Lesa meira

Samherji afhenti hjartastuðtæki fyrir þyrlur LHG - 13.3.2014

Útgerðarfyrirtækið Samherji á Akureyri afhenti í gær Landhelgisgæslunni að gjöf tvö hágæða hjartastuðtæki í tilefni af því að þann 9. mars voru tíu ár liðin frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF bjargaði sextán manna áhöfn fjölveiðiskipsins Baldvins Þorsteinssonar EA-10, sem strandaði í Skarðsfjöru á Suðurlandi, um þrjár sjómílur austur af Skarðsfjöruvita.

Lesa meira

Veikur skipverji sóttur austur af Horni - 11.3.2014

TF-LIF_8434_1200

Landhelgisgæslunni barst kl. 09:05 í morgun aðstoðarbeiðni frá línuveiðiskipi, sem var staðsett um 20 sjómílur austur af Horni, vegna skipverja með brjóstverk. Eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar og sigldi skipið á auknum hraða að landi.

Lesa meira

Æfingaeldflaug kom í veiðarfæri - 10.3.2014

20130605_untitled_0051

Línuskipið Valdimar hafði í morgun samband við Landhelgisgæsluna vegna torkennilegs hlutar sem kom í veiðarfæri skipsins þegar það var staðsett um 40 sjómílur VNV af Reykjanesi. Ekki var mögulegt fyrir skipið að senda mynd af hlutnum en af lýsingu að dæma var talið að hluturinn væri æfingaeldflaug.

Lesa meira

Landhelgisgæslan þakkar þjóðinni traustið - 7.3.2014

Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í gær mælist Landhelgisgæslan með mest traust stofnana hér á landi eða 89 prósent. Er þetta fjórða árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust íslenskra stofnana. Lesa meira

TF-GNA sótti vélsleðamann sem slasaðist á Þorskafjarðarheiði - 6.3.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA, var kölluð út kl. 12:25  eftir að vélsleðamaður fór fram af snjóhengju á Þorskafjarðarheiði. Þyrlan fór í loftið kl. 12:45 og var haldið beint á staðinn. Þegar komið var á staðinn var björgunarsveit frá Reykhólum þegar komin á staðinn og var farin að hlúa að manninum.

Lesa meira

Varðskipið Þór kominn til Reykjavíkur eftir tveggja mánaða fjarveru - 6.3.2014

Varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun eftir nærri átta vikna eftirlits- og löggæslu á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Hófst leiðangurinn á suðvesturmiðum, austur- og norðausturmið þar sem farið var til eftirlits með loðnuveiðum. Var síðan haldið á suðausturmið og norður fyrir land.

Lesa meira

Fjölbrautarskóli Suðurnesja heimsótti ÞÓR - 5.3.2014

Á dögunum komu í heimsókn um borð í varðskipið ÞÓR nemendur af vélstjórnabraut Fjölbrautarskóla Suðurnesja ásamt kennurum. Eins og gefur að skilja var áhugi þeirra mestur á því sem viðkemur vélbúnaði skipsins, fengu þeir miklar og góðar upplýsingar frá vélstjórnamönnum skipsins varðandi hina ýmsu þætti er snúa að getu skipsins

Lesa meira

Varðskipið Týr breytir um lit - 4.3.2014

Varðskipið Týr er nú í slipp á Akureyri og hefur verið málaður rauður vegna leiguverkefnis sem mun hefjast frá byrjun maí nk. Landhelgisgæslan og Fáfnir Offshore hf undirrituðu nýverið fimm mánaða samning um leigu á varðskipinu þar sem skipið verður leigt til eftirlits- og björgunarstarfa sem og almennra löggæslu- og þjónustustarfa fyrir Sýslumanninn á Svalbarða með heimahöfn í Longerbyen.

Lesa meira

TF-SIF tók þátt í björgunaraðgerð á Miðjarðarhafi - 3.3.2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF kom nýverið að björgunaraðgerð 93 sjómílur suður af eyjunni Lampedusa á Miðjarðarhafi þar sem um 98 flóttamönnum var bjargað um borð í skip ítölsku strandgæslunnar. Um borð voru um 89 fullorðnir og 9 börn. TF-SIF hefur frá byrjun febrúar verið við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi fyrir Frontex Evrópusambandsins en Ísland er aðili að samstarfinu í gegnum Schengen.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica