Fréttir

Landhelgisgæslan tekur þátt í hátíðahöldum sjómanndagsins með ýmsum hætti - 31.5.2014

Um helgina er Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víðsvegar um land.  Eins og venja er áætlar Landhelgisgæslan að taka þátt á nokkrum stöðum. Í tengslum við sjómannadagshátíðarhöldin á Austarlandi var í gær afhjúpaður minnisvarði í Vöðlavík og af því tilefni tók þyrla LHG taki þátt í björgunaræfingu með bátum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur við á nokkrum stöðum í dag og á morgun og starfsmenn heiðra sjómenn sem hafa týnst í hafi.

Lesa meira

TF-SYN með sýningaratriði á Flugdeginum Reykjavíkurflugvelli - 30.5.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN tók í gær þátt í flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli. Þar voru tugir flygilda til sýnis allt frá stórum farþegaflugvélum til flugmódela. Í loftinu voru fjölbreytt sýningaratriði sem sýndu flóruna í íslenskum flugheimi. TF-SYN var með sýningaratriði ásamt Hercules flutningavél, Boeing 757 vél Icelandair, einnig var listflug og margt fleira en
atriðin telja á þriðja tug. Hér er myndskeið sem sýnir flug TF-SYN.
Lesa meira

Landhelgisgæslan tók þátt í ráðstefnu Frontex með ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Suðurnesjum. - 28.5.2014

Starfsmenn Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum tóku nýverið þátt í ráðstefnu og sýningu Frontex – Landamærastofnunar Evrópusambandsins sem haldin var í Varsjá. Ráðstefnan sem kallast European day for Border Guards er haldin árlega og í þetta sinn tóku um 800 manns frá 36 þjóðum þátt. Lesa meira

Undirrituð áætlun um viðbrögð við bráðamengun utan hafna og notkun skipaafdrepa - 28.5.2014

Í vikunni var undirrituð áætlun um viðbrögð við bráðamengun utan hafna og notkun skipaafdrepa.  Áætlunin  fjallar um hvernig eigi að bregðast á við þegar óhöpp verða á sjó er varða skip í efnahagslögsögu Íslands sem ógna siglingaöryggi eða hætta er á að valdi umhverfisstjóni. 

Lesa meira

Annasöm helgi að baki - 26.5.2014

Mörg krefjandi verkefni komu um helgina inn á borð Landhelgisgæslunnar og var á tímabili tvísýnt um mönnun á bakvakt þyrlu. Öll útköllin leystust þó farsællega, tveir sjómenn fluttir á sjúkrahús, bátar voru dregnir til hafnar og bátur kom í leitirnar sem hafði siglt út fyrir langdrægi ferilvöktunarkerfisins. Einnig tóku einingar Landhelgisgæslunnar þátt í samæfingum með Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og bandarísku flugsveitinni sem er stödd hér á landi. 

Lesa meira

Þrjú útköll í dag - 24.5.2014

Talsvert annríki hefur verið í dag hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Rétt fyrir klukkan þrjú barst aðstoðarbeiðni í gegnum neyðarlínuna (112) vegna smábáts sem var vélarvana út af Garðakirkju, rétt utan við höfnina í Hafnarfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN var síðan kölluð út á svipuðum tíma til að sækja veikan sjómann um borð í 500 tonna íslenskt fiskveiðiskip sem var staðsett tæpar 50 sml SV af Reykjanestá,

Lesa meira

Veikur sjómaður sóttur um borð í norskan togara - 23.5.2014

Sjóbjörgunarstjórnstöðin í NUUK á Grænlandi hafði samband við Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, vegna veiks sjómanns um borð í norskum togara, um 250 sml vestur af Snæfellsnesi, í grænlenskri lögsögu. Skipið heldur nú áleiðis til Íslands á fullri ferð.

Lesa meira

Umfangsmikil björgunaræfing haldin á Húsavík - bandaríska flugsveitin tekur þátt - 22.5.2014

Næstkomandi laugardag er fyrirhuguð sameiginleg æfing björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar er aðild eiga að Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni, Landhelgisgæslunnar og áhafnar C-130 Herkúles björgunar- og flutningavélarinnar sem er staðsett hér á landi vegna loftrýmisgæslu. Að auki tekur Björgunarsveitin Garðar, og fleiri heimamenn, á Húsavík þátt.

Lesa meira

Bátur vélarvana í Önundarfirði - 21.5.2014

Landhelgisgæslunni barst kl 00:38 aðstoðarbeiðni á rás 16 frá bát sem var vélarvana skammt frá landi við Barða í sunnanverðum Önundarfirði.  Báturinn fékk á sig brot og allur fiskur úti í hlið, setti hann út rekakkeri til að minnka rek. Haft var samband við báta og skip á svæðinu og hélt samstundis nærstaddur bátur til aðstoðar.

Lesa meira

Þyrla kölluð út í nótt til leitar að ferðamönnum - 19.5.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 02:59  í nótt að beiðni fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar til að taka þátt í leit að erlendum ferðamönnum. Bílaleigubíll þeirra fannst við Hraunfossa og var hann skilinn eftir eins og viðkomandi hefði farið í stutta gönguferð. Búið var að reyna að ná í gsm síma viðkomandi en án árangurs.  Lesa meira

Umfangsmikil leitar- og björgunaræfing á Breiðafirði - 14.5.2014

Í gær var haldin umfangsmikil leitar og björgunar samæfing á Breiðafirði milli eininga Landhelgisgæslunnar og Bjargar, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Rifi. Fólst æfingin í  leit að fiskibát með fjóra menn um borð, sem tilkynnti til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar að kominn væri leki að bátnum. 

Lesa meira

TF-SIF í gæslu og eftirlit um Faxaflóa og Reykjaneshrygg - 13.5.2014

TFSIF_Inflight3_ArniSaeberg

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í gæslu og eftirlitsflug um Faxaflóa og Reykjaneshrygg. Hafði áhöfn flugvélarinnar afskipti af tveimur bátum sem voru staðsettir um 30-35 sml, djúpt SV af Reykjanesi og voru ekki lengur innan ferilvöktunarkerfa og þ.a.l. ekki lengur með gilt haffærisskírteini. Bátar sem gera þetta eru komnir út fyrir VHF drægi og eru því í slæmu síma og fjarskiptasambandi.

Lesa meira

Landhelgisgæslan og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við æfingar - 12.5.2014

Áhöfn varðskipsins Þórs og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tóku á föstudag þátt í umfangsmikilli æfingu sem fór fram um borð í varðskipinu Þór, skipi Hafrannsóknastofnunar - Bjarna Sæmundssyni og fiskverkuninni á Granda.Hátt í fimmtíu manns tóku þátt í æfingunni sem var þrískipt og fólst í að þjálfa mannskap í að samhæfa vinnubrögð við björgun, reykköfun og notkun dælubúnaðar.

Lesa meira

Eyddu æfingadjúpsprengju á Breiðamerkursandi - 12.5.2014

Sprengjusérfræðingar Land­helg­is­gæsl­unnar eyddu í kvöld rússneskri æfingadjúpsprengju sem hafði rekið á land á Breiðamerkursandi. Landhelgisgæslunni barst tilkynning um torkennilegan hlut á sandinum frá lögreglunni á Hornafirði og var ákveðið að senda sprengjusérfræðingana á staðinn með þyrlunni TF-SYN.

Lesa meira

Leki kom að fiskibát 20 sml NV af Látrabjargi - 7.5.2014

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:01 aðstoðarbeiðni frá tæplega sjö tonna bát með einn mann um borð sem var að veiðum um 20 sjómílur NV af Látrabjargi.  Leki hafði kominn að bátnum og var hann orðinn nokkuð sig­inn. Samstundis var óskað eftir aðstoð nærstaddra skipa og báta, björgunarskipið á Patreksfirði var kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flaug á staðinn með dælur. Um tíu mínútum síðar voru bátar komnir að honum og búið var að tryggja öryggi skip­verjans.

Lesa meira

Sjófarendur gæti að hlustvörslu á rás 16 - 7.5.2014

_MG_0566

Strandveiðitímabilið hófst á miðnætti þann 5. maí og hefur verið talsvert annríki í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar síðastliðna daga. Um 750 skip og bátar hafa verið á sjó sem er um 200-300 fleiri heldur en undanfarnar vikur. Veiðarnar hafa farið ágætlega af stað og aðeins minni háttar óhöpp komið upp.

Lesa meira

TF-LÍF flutti þyrlu sem varð fyrir óhappi - 6.5.2014

Landhelgisgæslunni barst fyrir helgi beiðni um aðstoð frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa við að flytja þyrlu sem varð fyrir óhappi á Eyjafjallajökli þann 1. maí sl. TF-LÍF flutti í gær þyrluna niður á láglendi þar sem rannsóknarnefndin tók við henni til rannsóknar.

Lesa meira

Leitar- og björgunaræfing þjóða Norðurskautsráðsins stendur yfir hér á landi - 6.5.2014

Leitar og björgunaræfingin Arctic Zephyr hófst í morgun en hún er haldin á vegum yfirherstjórnar Bandaríkjanna USEUCOM og taka þátt í henni þjóðir innan Norðurskautsráðsins. Æfingin fer fram á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem rekið er af Landhelgisgæslu Íslands. Æfingin stendur yfir í tvo daga en um er að ræða skrifborðsæfingu þar sem íslenskar stofnanir, fyrirtæki og björgunaraðilar vinna að viðamiklu leitar- og björgunarverkefni ásamt samstarfsþjóðunum sem eru Bandaríkin,  Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð.

Lesa meira

Bandarísk flugsveit kemur til loftrýmisgæslu - 5.5.2014

BNA_Thota

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju mánudaginn 12. maí nk. með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Alls munu um 220 liðsmenn taka þátt í verkefninu, þar af um fimmtán manns á Akureyri þar sem staðsettar verða þotugildrur  og flugviti. Flugsveitin kemur til landsins með F-15 orrustuþotur, C-130 björgunarflugvélar, ásamt eldsneytisbirgðavél.

Lesa meira

Eldur í strandveiðibát á Breiðafirði - 5.5.2014

_MG_0659

Eldur kviknaði í morgun í stýrishúsi strandveiðibáts sem var staðsettur á miðjum Breiðafirði. Landhelgisgæslunni barst neyðarkallið á rás 16 kl. 08:05 og áframsendi það með því að upplýsa skip og báta á svæðinu um stöðu mála.  Fljótlega komu nokkrir bátar til aðstoðar og náðist að slökkva eldinn á skömmum tíma.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica