Fréttir

Samningur um verkefni í öryggis- og varnarmálum - 30.7.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undirrituðu í dag samning sem felur Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands að sinna framkvæmd verkefna á grundvelli varnarmálalaga nr. 34/2008.

Lesa meira

Áhöfn varðskipsins Þórs aðstoðaði vísindamenn í Surtsey - 25.7.2014

Þór á æfingu með Norsku varðskipi

Varðskipið Þór aðstoðaði vísindamenn í síðustu viku við að komast til og frá Surtsey sem er friðuð en vöktuð af vísindamönnum frá þeim degi sem hún myndaðist í eldgosi árið 1963.  Varðskipsmenn lentu í eyjunni á zodic bátum og voru tólf manns flutt frá eyjunni til Vestmannaeyja ásamt 400 kg af búnaði. 

Lesa meira

Fjallað um verkefni TF-SIF í frétt Al Jazeera - 23.7.2014

Nýverið birtist í fjölmiðlinum Al Jazeera frétt sem fjallar um björgun flóttamanna á Miðjarðarhafi sem oft á tíðum þróast yfir að verða umfangsmiklar björgunaraðgerðir. Í aðgerðunum taka þátt fjöldamargar þjóðir sem starfa undir merkjum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins. Þar á meðal er flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sem hefur komið að verkefnunum sl. fjögur ár. Fréttamenn Al Jazeera fengu leyfi til að fylgja TF-SIF í eftirlitsflug.

Lesa meira

Leki kom að skipi undan Dritvík - 19.7.2014

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 1414 aðstoðarbeiðni frá fiskiskipinu Valþóri NS-123 þar sem leki hafði komið að vélarrúmi þess þar sem skipið var statt skammt undan Dritvík á Snæfellsnesi.  Um borð í Valþóri er 3 manna áhöfn en skipið er 60 tonn að stærð. Þyrla Landhelgisgæslunnar, ásamt björgunarskipinu Björg frá Hellisandi, sjóbjörgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og varðskipinu Þór voru kölluð út og beint á svæðið.  Slökkviliðsmenn í Reykjavík voru einnig settir í viðbragðstöðu með dælur ef á þyrfti að halda.

Lesa meira

Kristina EA-410 strandaði úti fyrir Grundarfirði - 17.7.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:29 eftir að tilkynning barst um að skuttogarinn Kristina EA-410, stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans, væri strandaður um sjö sjómílur úti fyrir Grundarfirði. Varðskipið Þór var auk þess kallað út ásamt björgunarsveitum á Snæfellsnesi og komu fljótlega björgunarskip og bátar með kafara á vettvang.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við verkefni á Grænlandsjökli - 16.7.2014

Landhelgisgæslan mun í sumar halda áfram sérverkefni sem felst í aðstoð við að bjarga líkamsleifum áhafnar bandarískrar björgunarflugvélar sem fórst fyrir 70 árum á Grænlandsjökli. Til viðbótar við þyrlu Landhelgisgæslunnar eru notuð skip og grænlenskar þyrlur en að verkefninu standa bandaríkjaher, bandaríska strandgæslan og skyldar stofnanir.

Lesa meira

TF-SIF flaug yfir Sigurð VE á Miðjarðarhafi - 15.7.2014

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar sem nú er staðsett við Miðjarðarhaf flaug í dag yfir Sigurð VE, nýtt skip Vestamannaeyinga sem er á leið til landsins frá Tyrklandi þar sem skipið hefur verið í smíðum. Áhöfn TF-SIF tók mynd af skipinu úr eftirlitsbúnaði flugvélarinnar.

Lesa meira

Leiftur, harðbotna bátur Landhelgisgæslunnar, fór til aðstoðar bát á Breiðafirði - 15.7.2014

Leiftur3

Landhelgisgæslunni barst eftir hádegi í dag beiðni um aðstoð frá fiskibát sem var staðsettur um 15 sjómílur norður af Rifi. Engin hætta var á ferðum en drif bátsins hafði brotnað og var óskað eftir aðstoð við að komast til hafnar. Leiftur, harðbotna bátur Landhelgisgæslunnar var við fiskveiðieftirlit á svipuðum slóðum og fóru þeir bátnum til aðstoðar og komu með bátinn til hafnar á Grundarfirði kl. 18:00.

Lesa meira

Þyrla sótti slasaðan fjórhjólamann og göngumann sem fannst illa haldinn á Hornströndum - 13.7.2014

Mikið annríki hefur verið hjá Landhelgisgæslunni í dag og var þyrla kölluð ásamt björgunarsveitum vegna fjórhjólaslyss í Seljadal og göngumanns sem fannst illa haldinn nærri Hesteyri á Hornströndum. Þegar þyrlan kom á vettvang höfðu björgunarsveitarmenn hlúð og mönnunum sem voru síðan fluttir á sjúkrahús með þyrlunni.

Lesa meira

Þyrla danska varðskipsins Triton flutti sjúkling til Reykjavíkur - 13.7.2014

_MG_7183

Þyrla danska varðskipsins Triton lenti í Reykjavík um kvöldmatarleitið með skipverja sem veiktist alvarlega í gær um borð í rannsóknaskipi sem var statt 187 sjómílur austsuðaustur af Hvarfi eða um 500 sjó­míl­ur SV af Reykja­vík, inni í leit­ar- og björg­un­ar­svæði Íslands en þó utan dræg­is þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Triton kom að rannsóknaskipinu um miðnætti í gær og var þá siglt áleiðis til Reykja­vík­ur.

Lesa meira

Sjúklingur sóttur um borð í farþegaskip S - af Reykjanesi - 10.7.2014

Landhelgisgæslunni barst í gær beiðni um aðstoð þyrlu vegna alvarlegra veikinda frá farþegaskipinu Boudicca sem var staðsett um 20 sjómílur suður af Reykjanesi. Eftir samráð við þyrlulækni var þyrluáhöfn kölluð út kl. 23:23 og fór TF-SYN í loftið kl. 23:50.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti slasaðan sjómann - 9.7.2014

GNA2

Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN var á leið í gæslu og eftirlitsflug rétt fyrir hádegi í dag barst beiðni um aðstoð þyrlu eftir að slys varð um borð í íslensku fiskiskipi sem var staðsett á Hvalbakshalla, 50sml SA af Berufirði.

Lesa meira

TF-SYN flaug með vísindamenn til að kanna aðstæður við  Sólheimajökul og Kötlujökul - 8.7.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN flaug síðdegis í dag með vísindamenn frá Almannavörnum og Veðurstofu Íslands að  til að kanna aðstæður við Sólheimajökul og Kötlujökul í framhaldi af því að í dag var lýst yfir óvissustigi á svæðinu vegna vatnavaxta í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Engar vísbendingar eru um gosvirkni í Kötlu.

Lesa meira

Þór við æfingar með björgunarsveitinni á Ísafirði - 8.7.2014

Áhöfnin á varðskipinu Þór æfði nýverið björgun með fluglínutækjum og björgunarstól ásamt björgunarsveitinni á Ísafirði. Er þá línu komið á milli strandaðs skips og lands og skipverjar síðan dregnir í björgunarstól sem festur er á líflínuna. Þessi björgunaraðferð var mikið notuð áður fyrr og er afar mikilvægt er að viðhalda þekkingunni. Lesa meira

Varðskipið Þór tók þátt í minningarathöfn við Bolungarvík - 7.7.2014

Varðskipið Þór tók á laugardag þátt í minningarathöfn við Stigahlíð í nágrenni Bolungarvíkur þar sem afhjúpað var minnismerki um nærri 240 manns, konur og börn, sem fórust í sjóslysi fyrir 72 árum síðan. Slysið varð þegar skipalestin QP-13, með sex erlendum skipum á leið til Hvalfjarðar, sigldi inn í tundurskeytabelti undan Straumnesi á Vestfjörðum, með hörmulegum afleiðingum. Lesa meira

TF-SYN kölluð út í sjúkraflug - 5.7.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 03:21 í nótt til að sækja alvarlega veikan sjúkling á Blönduós. Vegna veðurs var ekki hægt fyrir sjúkraflugvél að lenda á flugvellinum þar og var því óskað eftir aðstoð Gæslunnar.

Lesa meira

Varðskip og þyrla LHG sóttu ferðamenn á Hornstrandir - 5.7.2014

Landhelgisgæslan fór í gær til aðstoðar tveimur hópum ferðamanna sem voru staddir í Hornvík á Jökulfjörðum og Veiðileysufirði. Veður á þessu svæði hefur verið afar slæmt að undanförnu og spáin næstu daga ekki góð. Því leit út fyrir að erfitt yrði að nálgast fólkið á næstunni með áætlunarferðum.

Lesa meira

Ferjuflugvél lenti heilu og höldnu á Egilsstöðum - 4.7.2014

_MG_0659

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:55 neyðarkall frá ferjuflugvél með einn mann um borð sem var staðsett yfir Héraðsflóa, um 15 sjómílur frá Egilsstöðum. Skömmu síðar hvarf flugvélin af ratsjá og voru þá lögregla og björgunarsveitir kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Lesa meira

TF-SYN æfir með danska varðskipinu Triton - 4.7.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN var nýverið við æfingar með danska varðskipinu Triton sem nú er staðsett í Reykjavíkurhöfn. Framkvæmdar voru aðflugsæfingar, hífingar af dekki, björgun úr sjó og fleira. Æfingin gekk mjög vel en hún er liður í samstarfssamningi Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins.

Lesa meira

Hvalaskoðunarskip strandaði á Skjálfanda - 2.7.2014

_MG_0632

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:58 aðstoðarbeiðni frá hvalaskoðunarskipinu Hauki sem strandaði við Lundey á Skjálfanda. Um borð voru nítján farþegar ásamt tveggja manna áhöfn. Landhelgisgæslan hafði samband við nærstödd skip og báta sem voru beðin um að stefna á staðinn auk þess sem björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu voru kölluð út.

Lesa meira

Austurríska sjónvarpið fjallar um rannsóknir þyrlulæknis LHG - 2.7.2014

Landhelgisgæslan fékk nýverið heimsókn frá austurrískri sjónvarpsstöð sem var hér á landi við upptökur á vísindaþætti sem fjallar um rannsóknir Hannesar Petersen þyrlulæknis hjá Landhelgisgæslunni. Hannes hefur um skeið unnið að rannsóknum sem tengjast sjóveiki og hegðun hvala.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica