Fréttir

Gleðilegt nýtt ár - annáll Landhelgisgæslunnar 2015 - 31.12.2015

Thor_RVK

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða. Landhelgisgæslan hefur á að skipa öflugu starfsfólki sem leggur allan sinn metnað í að leysa farsællega úr þeim verkefnum sem þeim er treyst fyrir. Við þökkum landsmönnum það traust sem þeir hafa sýnt Landhelgisgæslunni og munum við áfram leggja metnað okkar í að vera til taks - með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi. Hér má sjá nokkur atriði úr afar annasömu og viðburðarríku ári í starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir fimm erlenda göngumenn í Emstrur - 29.12.2015

Rétt fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um að þyrla færi í Emstrur að sækja fimm erlenda göngumenn sem hafa verið á göngu yfir miðhálendið undanfarið. Lesa meira

Þyrlan lögð af stað frá Breiðdalsvík - 28.12.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú lögð af stað frá Breiðdalsvík áleiðis til Reykjavíkur með sjúklinginn frá Neskaupstað sem koma þarf undir læknishendur í Reykjavík. Lesa meira

Erfiðar veðuraðstæður í sjúkraflugi - þyrlunni tekist að komast á Breiðdalsvík - 27.12.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur frá því klukkan rúmlega fimm í dag freistað þess að komast á Neskaupstað til að sækja sjúkling sem koma þarf undir læknishendur í Reykjavík. Mikill stormur er á Austfjörðum og meðfram suðurströndinni sem gerir aðstæður allar erfiðar en þyrlunni hefur tekist að komast til Breiðdalsvíkur. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflug á Neskaupstað - 27.12.2015

Í dag kl 17:38 fór þyrla Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík áleiðis á Neskaupstað til að sækja nýbura sem koma þarf á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er fært fyrir sjúkraflugvél vegna aðstæðna. Lesa meira

Gleðileg jól - 24.12.2015

Landhelgisgæslan óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Lesa meira

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar   - 18.12.2015

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu í gær, fimmtudag saman til árlegrar jólastundar þar sem meðal annars hlýtt var á upplestur jólaguðspjallsins og starfsmenn er hófu töku eftirlauna á árinu heiðraðir.

Lesa meira

Fjörutíu ár frá ásiglingu breskra dráttarbáta á varðskipið Þór innan 12 sjómílna landhelgi - 11.12.2015

Í dag, 11. desember eru liðin 40 ár frá því siglt var á varðskipið Þór af breskum dráttarbátum í mynni Seyðisfjarðar. Skipherrann á Þór, Helgi Hallvarðsson tók þá ákvörðun að skjóta að bátunum sem hrökkluðust í burtu. Þór stórskemmdist en engin slys urðu á áhöfn varðskipsins.

Lesa meira

Vökul augu varðstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar - Þór sendur á vettvang - 8.12.2015

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar stóðu vaktina í óveðurstíðinni og fylgdust vel með allri skipaumferð um miðin en reynsla þeirra og þekking á aðstæðum hefur oftar en ekki skipt sköpum í aðstæðum eins og mynduðust í veðurofsanum.

Lesa meira

Mikill viðbúnaður vegna neyðarkalls í Eyjafirði - 1.12.2015

Um kl. 14:45 í dag heyrðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að kallað var í tvígang „MAYDAY, MAYDAY“ á rás 16, neyðar- og uppkallsrás skipa og báta. Kallið kom inn á móttökuloftnet sem staðsett er á Vaðlaheiði austan megin við Eyjafjörð. 

Lesa meira

Eldur um borð í fiskibát - 25.11.2015

_MG_0659
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú klukkan 12 á hádegi neyðarskeyti frá bát sem staddur var rétt austan við Vestmannaeyjar en eldur hafði komið upp um borð. Lesa meira

Há sjávarstaða næstu daga - 24.11.2015

Sjavarhaedir

Landhelgisgæsla Íslands vill vekja athygli á hárri sjávarstöðu næstu daga en flóðhæð nær hæst 4,5 metrum.

Lesa meira

Annasamar eftirlits- og löggæsluferðir varðskipanna - 11.11.2015

Varðskipið Þór kom til hafnar fyrir skemmstu eftir afar annasama eftirlits- og löggæsluferð um miðin. Í ferðinni var meðal annars lögð áhersla á almennt fiskveiði- og öryggiseftirlit um borð í skip og báta.

Lesa meira

Varðskipið Þór stendur togara að meintum ólöglegum veiðum - 31.10.2015

Varðskipið Þór

Varðskipið Þór stóð togara að meintum ólöglegum veiðum norður af Vestfjörðum í morgun. Er þetta þriðja skipið sem varðskipið Þór stendur að meintum ólöglegum veiðum í þessari viku en það sem af er ári hefur Landhelgisgæslan merkt talsverða aukningu í landhelgisbrotum.

Lesa meira

Yfirmaður sameiginlegra aðgerða sjóherja Atlantshafsbandalagsins heimsækir Landhelgisgæsluna - 31.10.2015

Mark Fergu­son aðmíráll og sjó­liðsfor­ingi í banda­ríska sjó­hern­um í Evr­ópu og Afr­íku og yfirmaður sameiginlegra aðgerða sjóherja Atlantshafsbandalagsins, heimsótti Landhelgisgæsluna og kynnti sér starfsemi hennar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

Samstarfssamningur strandgæslna norðurskautsríkjanna á sviði leitar og björgunar undirritaður - 30.10.2015

Í dag var undirritaður samstarfssamningur strandgæslna norðurskautsríkjanna á sviði leitar og björgunar. Forstjóri Landhelgisgæslunnar undirritaði samstarfssamninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Aðgerðabáturinn Óðinn kemur rafmagnslausum bát til bjargar - 26.10.2015

Aðgerðabátur Landhelgisgæslunnar, Óðinn fór í sitt fyrsta björgunarútkall í dag er hann dró bátinn Konna Konn að landi sem varð rafmagnslaus við Kerlingarskersbaujuna við Suðurnes á Seltjarnarnesi.

Lesa meira

Fjölmargir fulltrúar erlendra ríkja í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni - 20.10.2015

Síðustu daga hafa fjölmargir fulltrúar erlendra ríkja heimsótt Landhelgisgæsluna í tengslum við ráðstefnuna Arctic Circle sem haldin var í Hörpu síðastliðna helgi og varðar norðurslóðamál. 

Lesa meira

Frakklandsforseti um borð í TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar - 16.10.2015

Francois Hollande forseti Frakklands flaug í dag ásamt fylgdarliði með TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Með í för voru herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, frú Dorrit Moussaieff forsetafrú og fylgdarlið.

Lesa meira

Þrír hásetar á varðskipinu Þór ljúka bátastjórnunarnámskeiði - 8.10.2015

Útskrift Þór

Nú á dögunum luku þrír ungir og vaskir hásetar á varðskipinu Þór bóklegu og verklegu námskeiði til að stjórna Norsafe bátum varðskipsins.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir flóðasvæðið við Skaftá - 2.10.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN flaug í morgun að flóðasvæðinu við Skaftá. Með í fluginu voru vísindamenn sem og fulltrúar Almannavarna og lögreglu.

Lesa meira

Bátur strandar suðvestur af Stykkishólmi - 1.10.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan 15:14 í dag tilkynning frá bátnum Blíðu/TFVJ sem strandað hafði suðvestur af Stykkishólmi. Þrír menn voru um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar kölluð út og fór í loftið stuttu síðar. Lesa meira

Íslenskir viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni Arctic Response - 1.10.2015

Nýlokið er æfingunni Arctic Response sem fram fór á vestur- og austurströnd Grænlands og á Íslandi. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa og þjálfa viðbragðslið Dana til að takast á við verkefni á Grænlandi. Landhelgisgæslan og fleiri íslenskir viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni.

Lesa meira

Takk fyrir daginn! - 27.9.2015

Það var mikið fjör í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag er hátt á þriðja þúsund manns lagði leið sína á opið hús Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflug til Vestmannaeyja en ófært var fyrir sjúkraflugvél - 25.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um hálfsjö í kvöld beiðni um að þyrla yrði send í sjúkraflug til Vestmannaeyja þar sem ófært var fyrir sjúkraflugvél vegna slæms skyggnis. Lesa meira

Landhelgisgæslan býður landsmönnum í heimsókn - 25.9.2015

Næstkomandi sunnudag, þann 27. september milli klukkan 12:00 og 16:00

býður Landhelgisgæslan landsmönnum til opins húss í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík á Reykjavíkurflugvelli.

Lesa meira

Mikill viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna elds um borð í togara - 22.9.2015

Rétt fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning frá togaranum Sóleyju Sigurjóns um að mikill reykur og hiti væri í vélarrými togarans og hugsanlegur eldur. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leka í skipi - 20.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir klukkan tíu í morgun tilkynning frá skipi sem statt var á Deildargrunni á leið til Ísafjarðar en leki hafði komið að skipinu. Sögðu skipverjar leka vera í vélarrými og dælur hefðu ekki undan. Lesa meira

Landhelgisgæslan fylgist með skipaumferð umhverfis Ísland - 14.9.2015

Skip Greenpeace samtakanna, Arctic Sunrise, liggur nú við akkerisfestar undan Arnarstapa á Snæfellsnesi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór hefur verið í sambandi við skipið vegna komu þess inn í íslenska landhelgi.

Lesa meira

Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna heimsækir Landhelgisgæsluna - 7.9.2015

Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert O. Work sem staddur er hér á landi, kom í dag ásamt fylgdarliði í heimsókn til Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

Línuskip vélarvana suður af Bjargtöngum - 5.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 23:36 tilkynning frá línuskipinu GRUNDFIRÐINGI sem þá var orðið vélarvana um 4 sjómílur suður af Bjargtöngum. Rak skipið í átt að bjarginu. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaða göngukonu við Hrafntinnusker - 4.9.2015

Rétt fyrir fjögur í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um þyrlu vegna erlendrar göngukonu sem hafði fótbrotnað við Hrafntinnusker er hún datt í gegnum snjó.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsækir Landhelgisgæsluna og árangursstjórnunarsamningur undirritaður við sama tilefni - 3.9.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra heimsótti Landhelgisgæsluna í dag ásamt samstarfsfólki úr innanríkisráðuneytinu. Samhliða heimsókninni undirrituðu ráðherra og Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar árangursstjórnunarsamning milli ráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargar ferðamanni úr sjálfheldu á Eyjafjallajökli - 2.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 14:12 í dag beiðni um þyrlu vegna erlends ferðamanns sem var kominn í sjálfheldu á Eyjafjallajökli, vestan megin við Gígjökul ofan í Smjörgili. Þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í loftið aðeins níu mínútum síðar. Lesa meira

Erlent rannsóknarskip fært til hafnar - 1.9.2015

_MG_0659
Landhelgisgæslan hafði í gær afskipti af rannsóknarskipinu ENDEAVOUR sem þá var við störf um 60 sjómílur norðvestur af Ísafjarðardjúpi. Til að stunda rannsóknir innan íslenskrar efnahagslögsögu þarf heimild stjórnvalda en skipið hafði ekki slíkar heimildir. Lesa meira

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfir með heimsmeistaranum í Crossfit, Katrínu Tönju - 30.8.2015

Þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar getur við störf sín lent í margvíslegum og erfiðum aðstæðum og því eru æfingar einn mikilvægasti þáttur í starfsemi hennar. Ein slík æfing fór fram í dag og þá slóst í hóp með þeim þyrluköppum ein fremsta afrekskona landsins og heimsmeistari í Crossfit, Katrín Tanja Davíðsdóttir ásamt þjálfurum sínum og fylgdarliði.  

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyða fallbyssukúlu sem skip fékk í veiðarfærin - 28.8.2015

Um klukkan 13:30 í dag hafði Skinney SF-20 samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar en skipið hafði þá fengið torkennilegan hlut upp með veiðarfærum sem reyndist vera fallbyssukúla.

Lesa meira

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann drenginn sem týndur hafði verið í hlíðum Heklu síðan fyrr um daginn - 28.8.2015

Klukkan 20.17 í gærkvöld barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna 15 ára drengs sem týndur var á Heklu. Höfðu þá björgunarsveitir leitað piltsins síðan um eftirmiðdaginn en ekki fundið hann. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veika konu vestan við Skeiðarárjökul - 27.8.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 10:22 í morgun beiðni um þyrlu vegna veikrar konu sem var í gönguhóp vestan við Skeiðarárjökul.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla að hefjast að nýju - 27.8.2015

Danski flugherinn tekur við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland, mánudaginn 1. september næstkomandi. Alls munu um 60 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi.

Lesa meira

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sækir ungan pilt sem féll í gil - 26.8.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 14:15 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna ungs pilts sem fallið hafði nokkra metra niður í gil á gönguleiðinni milli Hrafntinnuskers og Álftavatns. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór í loftið um 15 mínútum síðar og hélt á slysstað. Lesa meira

Talsverður erill hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar - 25.8.2015

Talsvert hefur verið um útköll á þyrlur Landhelgisgæslunnar það sem af er vikunni en í gær voru tvö útköll og eitt nú um hádegi.

Lesa meira

Varðskipið Týr heldur til björgunar- og eftirlitsstarfa fyrir Frontex - 22.8.2015

Varðskipið Týr siglir nú áleiðis til Spánar þar sem skipið mun starfa við leit, björg­un og eft­ir­lit fyr­ir Frontex, landa­mæra­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins. Verður skipið við störf fyrir Frontex við Spán og Ítalíu út árið. Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og aðrir samstarfsfélagar hjá Landhelgisgæslunni sem og fjölskylda og vinir áhafnarinnar kvöddu áhöfnina áður en haldið var af stað.

Lesa meira

Varðskipið Þór dregur grænlenskt fiskiskip til hafnar - 21.8.2015

Varðskipið Þór dregur nú grænlenska fiskiskipið QAVAK GR-21 til hafnar á Þórshöfn. Skipið var að veiða síld í flotvörpu í grænlenskri lögsögu er það fékk veiðarfæri í skrúfuna og var þá óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Lokun svæðis innan Reykjavíkurhafnar á meðan flugeldasýning menningarnætur stendur yfir - 20.8.2015

Gamla höfnin Menningarnótt 2015 lokun

Meðan flugeldasýning menningarnætur stendur yfir, kl. 22:50 til 23:20 nk. laugardag, mun afmarkað svæði innan Reykjavíkurhafnar, umhverfis Faxagarð, verða lokað fyrir allri báta- og skipaumferð.

Lesa meira

Eldur um borð í strandveiðibát - 10.8.2015

_MG_0659
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl. 16:00 neyðarkall frá strandveiðibát um 15 sjómílur vestur af Blakksnesi en eldur hafði þá komið upp í bátnum. Einn maður var um borð og var honum bjargað um borð í nærstaddan bát. Lesa meira

Vegna flugslyss í Barkárdal - Landhelgisgæslan þakkar þeim sem aðstoðuðu við leitina - 10.8.2015

Umfangsmikil leit fór fram í gær vegna eins hreyfils sjóflugvélar af gerðinni Beaver með kallmerkið N610LC. Lét Landhelgisgæslan, sem fer með yfirstjórn vegna leitar að loftförum, ræsa út samhæfingarstöð í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og kalla út björgunareiningar. Kl. 20:29 fann TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal. Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur nú að rannsókn slyssins. Landhelgisgæslan vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu, björgunarsveita og annarra er aðstoðuðu við leitina.

Lesa meira

Landhelgisgæslan fær afhentan byltingarkenndan strandgæslubát smíðaðan af Rafnar ehf - 4.8.2015

Landhelgisgæslan fékk í dag afhentan 10 metra strandgæslubát sem smíðaður er af fyrirtækinu Rafnar ehf. Um er að ræða byltingarkennda bátasmíði sem byggir á nýrri hönnun á þessari tegund báta. Báturinn, sem hlotið hefur nafnið Óðinn, hefur mikla þýðingu fyrir Landhelgisgæsluna og eykur möguleika hennar á að sinna fjölbreyttum verkefnum sínum.

Lesa meira

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF í sjúkraflug til Danmerkur - 3.8.2015

Landhelgisgæslunni barst nú í morgun beiðni frá dönskum yfirvöldum gegnum Landspítalann um sjúkraflug til Danmerkur með ungt barn frá Grænlandi sem koma þurfti skjótt undir læknishendur í Danmörku. Lagði flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF af stað til Danmerkur um þrjúleytið í dag. Lesa meira

Áhafnir Þórs og Knud Rasmussen með sameiginlega æfingu - 2.8.2015

Áhafnir varðskipsins Þórs og danska varðskipsins Knud Rasmussen héldu sameiginlega æfingu í gær þar sem æfð var reykköfun, björgun úr þröngu rými og dráttur á skipi. Landhelgisgæslan og danski sjóherinn halda reglulegar æfingar sem snúa að því að tryggja öryggi á Norður-Atlantshafi. Er samstarf þetta afar mikilvægt fyrir Landhelgisgæsluna sem og danska sjóherinn.

Lesa meira

Umfangsmikil leit að frístundabát sem hvarf úr tilkynningarskyldukerfi  - 29.7.2015

Umfangsmikil leit hófst í gær að frístundaveiðibát sem gerður er út af sunnanverðum Vestfjörðum. Báturinn sem leigður er til erlendra ferðamanna til sjóstangveiða hvarf úr sjálfvirku tilkynningarskyldukerfi Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan 16:00.
Lesa meira

Þór kemur með Lagarfoss til hafnar í Reykjavík - 24.7.2015

Varðskipið Þór kom með Lagarfoss til hafnar í Reykjavík um áttaleytið í morgun. Verkefnið gekk vel en Lagarfoss er stærsta skip sem varðskipið Þór hefur dregið til þessa og sannaði varðskipið gildi sitt í þessu verkefni.

Lesa meira

Ferð varðskipsins Þórs með Lagarfoss í togi gengur vel - 23.7.2015

Varðskipið Þór er nú vestur af Surtsey með flutningaskipið Lagarfoss í togi. Stýrið á Lagarfoss bilaði djúpt suður af landinu í fyrradag og var Þór sendur honum til aðstoðar. Ferð skipanna gengur vel og örugglega.

Lesa meira

Varðskipið Þór til aðstoðar flutningaskipinu Lagarfoss - 21.7.2015

Varðskipið Þór er á leið til aðstoðar flutningaskipinu Lagarfoss sem er með bilað stýri um 90 sjómílur suðaustur af Dyrhólaey. Ráðgert er að Þór verði hjá Lagarfoss um kl.05:00 í nótt og dragi Lagarfoss til Reykjavíkur. Lesa meira

Leit hefur verið hætt nema frekari vísbendingar komi fram - 20.7.2015

Leit hefur nú verið hætt sem fram hefur farið í dag í kjölfar neyðarkalls sem barst á rás 16 í gegnum sendi á Höfn í Hornafirði.

Lesa meira

Enn leitað vegna neyðarkalls sem barst í dag - 20.7.2015

_MG_0659

Landhelgisgæslan hefur í dag leitað ítarlega með þyrlu sem og með aðstoð lögreglu og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að ástæðu neyðarkalls sem barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tæplega hálftvö í dag á rás 16 í gegnum sendi við Höfn í Hornafirði.

Lesa meira

Víðtækt útkall vegna neyðarskeytis - ástæður ókunnar - 20.7.2015

Klukkan 13:17 heyrði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall á rás 16 í gegnum sendi við Höfn í Hornafirði. Engar upplýsingar liggja fyrir um hver sendir neyðarkallið en þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, lögregla og varðskipið Þór eru á leið á vettvang til leitar. Ef einhverjir hafa nánari upplýsingar eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa umsvifalaust samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í síma 545-2100 eða við lögreglu.

Lesa meira

Hressir krakkar heimsækja varðskipið Ægi - 20.7.2015

Varðskipið Ægir fékk skemmtilega heimsókn á dögunum er hópur af hressum krökkum sem sækja sumarnámskeið á Sauðárkróki kíkti um borð. Varðskipið Ægir er sem stendur við bryggju á Sauðárkróki og er unnið við margvísleg viðhaldsstörf um borð.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir tvo erlenda ferðamenn sem festust á flæðiskeri - 16.7.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni klukkan 16:13 í dag frá fjarskiptamiðstöð lögreglu um aðstoð þyrlu vegna tveggja erlendra ferðamanna sem fastir voru á flæðiskeri á sunnanverðu Snæfellsnesi og flæddi hratt að.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst 23. júlí með flugsveit tékkneska flughersins - 15.7.2015

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju fimmtudaginn 23. júlí með komu flugsveitar tékkneska flughersins. Alls munu um 70 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center).

Lesa meira

Varðskipið Þór í sjúkraflutningum á Hornströndum - 14.7.2015

Varðskipið Þór er nú á leið í Veiðileysufjörð í Jökulfjörðum til að sækja slasaða konu sem þar var á ferðalagi. Varðskipið var statt við utanvert Ísafjarðardjúp og er áætlað að það verði komið á vettvang nú fljótlega upp úr kl. 18:00. 

Lesa meira

Þyrlan TF-LIF á leið upp á Arnarvatnsheiði að slökkva kjarr- og mosaelda - 12.7.2015

Lundarreykjadalur_sinubruni3

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF er nú á leið upp á Arnarvatnsheiði til að slökkva kjarr- og mosaelda. Beiðni barst frá lögreglunni í Borgarnesi um aðstoð þyrlu við slökkvistörfin en ekki er hægt að komast að eldinum með dælubílum.

Lesa meira

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi - 12.7.2015

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA eru nú í sjúkraflugi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir hálffimm í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna hjartveiks manns vestast á Snæfellsnesi. Stuttu síðar barst önnur beiðni vegna hjartveiks ferðamanns sem staddur var á Hornbjargi.

Lesa meira

Varðskipið Týr í slipp - ber aldurinn vel þrátt fyrir atgang í gegnum árin - 10.7.2015

Varðskipið Týr er nú í slipp hjá Stálsmiðjunni og er áætlað að verkið taki um þrjár vikur. Um er að ræða slipptöku sem fyrirhuguð var á þessum tíma til að gera margvíslegar endurbætur á skipinu en um leið verður gert við þær skemmdir sem urðu á Tý er siglt var á varðskipið í Reykjavíkurhöfn fyrir skemmstu.

Lesa meira

Sjómælingabáturinn Baldur við sjómælingar á Vestfjörðum - 21.6.2015

Sjómælingabáturinn Baldur er nú við sjómælingar á Vestfjörðum. Vinnur áhöfnin að dýptarmælingum fyrir nýtt sjókort af svæðinu sem mun ná frá Bjargtöngum og norður í Ísafjarðardjúp. Eru mælingasvæðin í grennd við Kópanes annars vegar og frá Súgandafirði og inn með Stigahlíð hins vegar.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar í ísbjarnarleit - 19.6.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í dag beiðni frá lögreglunni á Norðurlandi eystra um þyrlu til þess að leita svæðið milli Dettifoss og Ásbyrgis í vestur þar sem lögreglunni höfðu borist upplýsingar um að hvítabjörn hefði sést í Jökulsárgljúfrum.
Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja um borð í rússneskan togara sem var að veiðum á Reykjaneshrygg - 17.6.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF er nú rétt ókomin að rússneskum togara sem var að veiðum á Reykjaneshrygg er beiðni barst frá togaranum um þyrlu til að sækja veikan skipverja um borð. 

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur slasaðan göngumann og aðstoðar Almannavarnir við eftirlitsmyndavélar við Holuhraun - 14.6.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í dag slasaðan mann af Þveráregg í sunnanverðum Vatnajökli en maðurinn hafði slasast á göngu. Að því loknu hélt þyrlan upp í Holuhraun þar sem verið er að skipta um og lagfæra myndavélar með Almannavörnum.

Lesa meira

Beiðni um aðstoð vegna strandveiðibáts sem fékk net í skrúfuna - 11.6.2015

_MG_0659

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir klukkan ellefu í morgun beiðni frá strandveiðibát sem staddur var skammt undan Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi og hafði fengið net í skrúfuna.

Lesa meira

Varðskip og þyrla kölluð út vegna vélarvana fiskibáts - 10.6.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú klukkan 15:40 beiðni um aðstoð frá 15 tonna fiskibáti sem var vélarvana undan Straumnesi. Þá þegar var varðskipið Ægir, sem statt var úti fyrir sunnanverðu Ísafjarðardjúpi kallað til auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var í eftirlitsflugi við Vestmannaeyjar. Afar mikil sjósókn hefur verið í dag og sú mesta sem af er ári. 

Lesa meira

Varðskipið Ægir aðstoðar bát sem leki kom að eftir árekstur við annan bát - 10.6.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 05:56 beiðni um aðstoð frá Gísla/2608 sem lent hafði í árekstri við annan bát. Við áreksturinn kom leki að Gísla/2608 sem jókst hratt svo dælur höfðu ekki undan. Varðskipið Ægir sem statt var skammt frá hélt strax áleiðis til Gísla og sendi varðskipið léttabát sinn með dælur.
Lesa meira

Til hamingju með daginn sjómenn - 7.6.2015

Í dag var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Landhelgisgæslan tók þátt í hátíðarhöldunum með ýmsum hætti. Meðal annars voru skipsáhafnir Landhelgisgæslunnar heiðraðar af Sjómannafélagi Vestmannaeyja fyrir björgunarafrek áhafnanna á Miðjarðarhafi.

Lesa meira

Varðandi sjósókn standveiðibáta daginn eftir sjómannadag - 5.6.2015

_MG_0659

Af gefnu tilefni vill Landhelgisgæslan koma á framfæri tengli sem birtur hefur verið á vef Fiskistofu varðandi sjósókn strandveiðibáta daginn eftir sjómannadag sem og upplýsingum úr lögum varðandi sama efni.

Lesa meira

Hressir krakkar af leikskólanum Sólborg heimsækja flugskýli Landhelgisgæslunnar - 4.6.2015

Það var eldhress hópur flottra krakka af leikskólanum Sólborg sem heimsótti flugskýli Landhelgisgæslunnar í morgun. Krakkarnir sem eru af elstu deild skólans, eru þessa dagana í margvíslegum vettvangsferðum og fræddust í morgun um þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar heimsækir Landhelgisgæsluna - 3.6.2015

Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, aðmíráll Paul F. Zukunft heimsótti Landhelgisgæsluna í dag ásamt sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Robert C. Barber og fylgdarliði. Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti gestunum ásamt fulltrúum Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Varðskipið Týr komið heim eftir ríflega hálfs árs störf á Miðjarðarhafi þar sem áhöfnin hefur bjargað þúsundum flóttamanna - 2.6.2015

Varðskipið Týr kom heim í dag eftir ríflega hálfs árs veru á Miðjarðarhafi við landamæragæslu og björgunarstörf á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópusambandsins. Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti áhöfninni við heimkomuna í dag og þakkaði henni fyrir unnin afrek.

Lesa meira

Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar þátttakandi í björgun þúsunda flóttamanna á Miðjarðarhafi - 1.6.2015

Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar sem nú er við störf á Miðjarðarhafi á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópusambandsins, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga. Síðan á föstudag hefur yfir 5.000 flóttamönnum verið bjargað af sökkvandi bátum sem lögðu upp frá Líbýu yfir hafið áleiðis til Ítalíu. Var flugvél Landhelgisgæslunnar þátttakandi í aðgerðum.

Lesa meira

Áhöfnin á varðskipinu Ægi tekur þátt í hreinsun í friðlandi Hornstranda - 31.5.2015

Áhöfnin á varðskipinu Ægi tók í gær þátt í afar skemmtilegu verkefni sem fólst í hreinsun í friðlandi Hornstranda. Varðskipið og léttbátar þess ferjuðu sjálfboðaliða í land á Hornströndum og fluttu svo gríðarlegt magn af rusli til baka til Ísafjarðar eða alls 46 saltpoka. Hver saltpoki er um 1 rúmmetri og því um að ræða ótrúlegt magn af rusli sem hent hefur verið í sjó.

Lesa meira

Varðskipið Ægir fær skemmtilega heimsókn frá krökkum í þriðja bekk Lundarskóla á Akureyri - 29.5.2015

Varðskipið Ægir fékk skemmtilega heimsókn nú í vikunni er eldhressir krakkar úr þriðja bekk Lundarskóla á Akureyri kíktu um borð. Varðskipið, sem þá var á Akureyri var að hefja eftirlitsferð en nú er Ægir við eftirlits- og löggæslustörf undan norðvesturlandi.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna strandaðs báts við Hópsnes - 13.5.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú kl. 12:23 neyðarkall frá bátnum Gottlieb 2622 sem var vélarvana við Hópsnes á Reykjanesi. Rak bátinn hratt að landi. Fjórir skipverjar voru um borð. Þegar í stað var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út sem og björgunarsveitir á Suðurnesjum og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þá var samhæfingarstöðin einnig virkjuð.

Lesa meira

Varðskipið Þór við eftirlit á úthafskarfamiðum - 11.5.2015

Varðskipið Þór er nú statt við eftirlit á úthafskarfamiðunum við 200 sjómílna mörk efnahagslögsögunnar á Reykjaneshrygg.  Samkvæmt samningi Norður-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) máttu veiðarnar hefjast á miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 10. maí. 

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF sækir slasaðan vélsleðamann - 10.5.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:42 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna fjórhjólaslyss í Réttarhnjúk, skammt frá Glaðheimum í Jökuldal en þar hafði einn maður slasast. Þar sem slysstaður var langt frá byggð var talið nauðsynlegt að fá þyrlu á staðinn.

Lesa meira

Áhöfnin á Tý bjargar 328 manns af tveimur litlum bátum - 5.5.2015

Varðskipið Týr siglir nú til Sikileyjar með 328 flóttamenn sem áhöfnin bjargaði af tveimur bátum norður af Líbíu. Um var að ræða 236 manns á trébát og hinsvegar 92 á litlum gúmmíbát. Tæplega 70 konur og börn voru í hópnum. 

Lesa meira

Fimmtíu ár frá því þyrluflug hófst hjá Landhelgisgæslunni - 30.4.2015

Í dag, 30. apríl eru 50 ár síðan Landhelgisgæslan tók þyrlu til notkunar við björgunar,- löggæslu- og eftirlitsstörf.  Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fögnuðu þessum tímamótum í dag í flugskýli Landhelgisgæslunnar en þar var slegið upp grillveislu í tilefni dagsins.
Lesa meira

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF heldur til eftirlits- og björgunarstarfa á Miðjarðarhafi - 29.4.2015

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF hélt nú rétt fyrir hádegi í dag áleiðis til Sikileyjar til starfa fyrir Frontex, Landamærastofnun Evrópusambandsins. Mun flugvélin sinna landamæragæslu á vegum Frontex fram til loka júlí en snýr þá aftur á heimaslóðir.

Lesa meira

Leikskólinn Sóli heimsækir varðskipið Þór í Vestmannaeyjum - 27.4.2015

Nú á dögunum fékk varðskipið Þór skemmtilega heimsókn er varðskipið var í Vestmannaeyjum. Leikskólinn Sóli kíkti um borð með fimmtán eldhressa og fróðleiksfúsa krakka auk nokkurra kennara.

Lesa meira

Landhelgisgæslan tekur þátt í flugmessu í Grafarvogskirkju - 26.4.2015

Landhelgisgæslan tók í dag þátt í flugmessu sem haldin var í Grafarvogskirkju. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN flaug yfir svæðið og lenti síðan á bílaplaninu við kirkjuna með presta sem þátt tóku í messunni. Tók áhöfn þyrlunnar einnig þátt í messunni ásamt fleiri starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og fólki héðan og þaðan úr flugstarfsemi hér á landi.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna konu sem fannst meðvitundarlaus í sundlauginni á Hellu - 25.4.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú klukkan 13:48 í dag beiðni um þyrlu vegna konu sem fundist hafði meðvitundarlaus í sundlauginni á Hellu. Konan komst fljótlega til meðvitundar en hins vegar var það mat læknis á staðnum og læknis í áhöfn þyrlunnar að sækja konuna og flytja hana til Reykjavíkur.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gera óvirkt tundurdufl í Vestmannaeyjum og sprengjukúlu nálægt Hafravatni - 24.4.2015

Það hefur verið mikið að gera hjá sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar að undanförnu. Síðasta vetrardag gerðu þeir óvirkt tundurdufl sem kom í nót dragnótarbátsins MAGGÝ VE-108 og í gær, sumardaginn fyrsta gerðu þeir óvirka sprengjukúlu sem fannst nálægt Hafravatni.

Lesa meira

Landhelgisgæslan óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars - 23.4.2015

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa staðið vaktina í dag sem og aðra daga og nóg hefur verið að gera við æfingar og fleira. Áhafnir varðskipsins Þórs og þyrlunnar TF-LIF voru við samæfingar í dag og áhöfnin á Tý var við eftirlit á Miðjarðarhafi tilbúin til björgunarstarfa.

Lesa meira

Starfsmenn innanríkisráðuneytis og fjölskyldur þeirra í heimsókn í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 18.4.2015

Starfsmenn innanríkisráðuneytisins og fjölskyldur þeirra heimsóttu flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag og kynntu sér starfsemina. Gestirnir skoðuðu þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar og fylgdust með þyrlunni TF-LIF taka á loft en hún var á leið á Reykjanesið að taka þátt í flugslysaæfingu sem þar fer nú fram.

Lesa meira

Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar æfir með áhöfn danska varðskipsins TRITON - 17.4.2015

Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hélt sprengjuæfingu með áhöfn danska varðskipinu HMS TRITON í vikunni að beiðni stjórnenda skipsins en skipið var þá statt í Reykjavík. Nauðsynlegt er fyrir báða aðila að halda slíkar æfingar með reglubundnum hætti en náið og gott samstarf er milli danska sjóhersins og Landhelgisgæslunnar á mörgum sviðum.

Lesa meira

Fundur norræna sjómælingaráðsins haldinn í Reykjavík - 17.4.2015

Tveggja daga fundi norræna sjómælingaráðsins (Nordic Hydrographic Commisson, NHC), sem í þetta sinn var haldinn í Reykjavík, lauk nú í vikunni. Landhelgisgæslan er ábyrg fyrir sjómælingum og sjókortagerð á hafsvæðinu kringum Ísland og er hluti af norræna sjómælingaráðinu.

Lesa meira

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kynnir sér varðskipið Þór - 16.4.2015

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kom nú síðdegis ásamt fylgdarliði í stutta heimsókn um borð í varðskipið Þór. Innanríkisráðherra, Ólöf Norðdal og Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tóku á móti framkvæmdastjóranum og fylgdarliði hans.

Lesa meira

Framkvæmdastjóri NATO, Jens Stoltenberg heimsækir Landhelgisgæsluna - 16.4.2015

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til Íslands í dag, fimmtudag í boði forsætisráðherra. Hans fyrsta verk var að kynna sér varnartengd verkefni Landhelgisgæslu Íslands á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og loftrýmisgæslu Bandaríkjanna, sem fram fer nú um stundir undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. 

Lesa meira

Varðskipið Týr komið til hafnar á Ítalíu með flóttamennina sem áhöfnin bjargaði á mánudag - 15.4.2015

Varðskipið Týr kom til hafnar í Taranto á Ítalíu rétt rúmlega hálfátta í morgun að íslenskum tíma með flóttamennina sem áhöfnin bjargaði úr lekum bát um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí síðastliðinn mánudag.

Lesa meira

Varðskipið Týr aðstoðaði dráttarskip við björgun flóttafólks í gær – heyrðu skothvelli í fjarska - 14.4.2015

Áhöfnin á varðskipinu Tý aðstoðaði í gær dráttarskip við björgun flóttafólks um 60 sjómílur út af strönd Líbýu, í beinu framhaldi af björgun áhafnar varðskipsins á 342 flóttamönnum. Um það leyti sem búið var að bjarga flóttafólkinu um borð í dráttarskipið, kom hraðbátur að dráttarskipinu sem virtist vera kominn á vettvang í þeim tilgangi að ná til baka bátnum sem flóttafólkið var á.

Lesa meira

Áhöfnin á varðskipinu Tý bjargar 342 flóttamönnum af lekum trébát norðvestur af Trípólí - 13.4.2015

Varðskipið Týr bjargaði nú rétt í þessu 342 flóttamönnum af litlum trébát um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí en mikill leki var kominn að bátnum. Fjöldi kvenna og barna er í þessum hópi eða alls 135 konur og 27 börn. Nokkrar kvennanna eru barnshafandi.

Lesa meira

Eldur um borð í hvalaskoðunarbát - 13.4.2015

_MG_0566

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning kl. 10:30 um að eldur hefði komið upp í hvalaskoðunarbátnum Faldi á Skjálfanda.   Alls voru 24 farþegar um borð og voru þeir fluttir um borð í hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör sem var í grenndinni.

Lesa meira

Týr enn að störfum norður af Líbýu - 13.4.2015

Varðskipið Týr, sem kallað var til af ítölskum yfirvöldum og Frontex í gær til að sigla til móts við gúmmíbát með hugsanlega flóttamenn um borð, 18 sjómílur norður af Líbýu er enn á svæðinu til eftirlits.

Lesa meira

Varðskipið Týr siglir til móts við gúmmíbát norður af Líbýu að beiðni ítalskra yfirvalda og Frontex - 12.4.2015

Varðskipið Týr hefur fengið beiðni frá ítölskum yfirvöldum í samstarfi við Landamærastofnun Evrópusambandsins, FRONTEX, um að sigla til móts við gúmmíbát norður af Líbýu með hugsanlega flóttamenn um borð.

Lesa meira

Óskað aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna bílslyss - 9.4.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rúmlega hálfníu í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu vegna bílslyss undir Ingólfsfjalli.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast - 7.4.2015

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju mánudaginn 13. apríl með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Alls munu um 200 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi.

Lesa meira

Varðskipið Týr komið til Sikileyjar með flóttamennina - 4.4.2015

Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley í dag um klukkan tvö að íslenskum tíma með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði í gær af lekum fiskibát 30 sjómílur norður af Líbýu.

Lesa meira

Áhöfnin á Tý bjargaði um 320 flóttamönnum af lekum fiskibát norður af Líbýu - magnaðar myndir frá björgunaraðgerðum - 3.4.2015

Varðskipið Týr bjargaði í dag um 320 flóttamönnum af fiskibát um 30 sjómílur norður af Líbýu. Áhöfnin hlúir nú að flóttamönnunum en í hópnum eru fjölmargar konur og börn. Varðskipið siglir nú áleiðis til Sikileyjar með flóttamennina.

Lesa meira

Áhöfn á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar sækir veikt barn til Vestmannaeyja - 3.4.2015

LIF1_HIFR

Áhöfnin á þyrlunni TF-LIF sótti í dag ársgamalt barn til Vestmannaeyja en læknir í Vestmannaeyjum hafði metið það nauðsynlegt að koma barninu sem fyrst á sjúkrahús í Reykjavík. Vegna veðurs var ófært fyrir sjúkraflugvél og var því óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Varðskipið Þór komið með flutningaskipið Hauk í tog - siglir áleiðis til Hafnarfjarðar - 3.4.2015

Varðskipið Þór er nú með flutningaskipið Hauk í togi áleiðis til Hafnarfjarðar en skipið var stjórnvana um fimm sjómílur suður af Dyrhólaey. Var Þór kominn að flutningaskipinu rúmlega eitt í dag og hófst þá þegar vinna við að koma línu á milli skipanna.

Lesa meira

Áhöfnin á varðskipinu Tý til bjargar flóttamönnum af fiskibát norður af Líbýu - 3.4.2015

Áhöfnin á varðskipinu Tý er nú í björgunaraðgerðum um 30 sjómílur norður af Líbýu þar sem talið er að um 200 flóttamenn séu bjargarlausir á fiskibát. 

Lesa meira

Varðskipið Þór á leið til aðstoðar flutningaskipinu Hauk sem er stjórnvana suður af Dyrhólaey. - 3.4.2015

Varðskipið Þór er nú á leið til aðstoðar flutningaskipinu Hauk sem er stjórnvana um fimm sjómílur suður af Dyrhólaey. Mun varðskipið draga Hauk til hafnar.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan vélsleðamann - 1.4.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan 20:20 í kvöld beiðni um þyrlu vegna vélsleðaslyss norðan við Laugarvatn þar sem einn maður hafði slasast. Var þyrlan komin á vettvang um níuleytið.

Lesa meira

Landhelgisgæslan fær skemmtilega heimsókn frá Þroskahjálp og Vinnumálastofnun - 1.4.2015

Það var kátt á hjalla í flugskýli Landhelgisgæslunnar er fulltrúar frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Vinnumálastofnun heimsóttu Landhelgisgæsluna nú fyrir skemmstu. Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda Landhelgisgæslunni gjöf og vekja um leið athygli á verkefni sem ber heitið „Virkjum hæfileikana-alla hæfileikana“ sem snýst um að skapa störf fyrir fólk í atvinnuleit sem er með skerta starfsgetu.  
Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan sjómann til Djúpuvíkur á Ströndum - 28.3.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór nú rétt fyrir klukkan þrjú í dag í loftið til að sækja slasaðan sjómann til Djúpuvíkur á Ströndum.

Lesa meira

Landhelgisgæslan virkjar samhæfingarstöðina í Skógarhlíð vegna flugvélar í vandræðum - 27.3.2015

_MG_0659

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir hálffimm í dag tilkynning frá Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík um að lítil einkaflugvél væri í vandræðum vegna éljagangs og sambandsleysis en síðast var vitað um vélina á flugi nálægt Borgarnesi.

Lesa meira

Varðskipið Týr 40 ára í dag - 24.3.2015

Varðskipið Týr er 40 ára í dag. Þetta sögulega varðskip ber aldurinn vel þrátt fyrir að hafa marga hildina háð í gegnum áratugina. Í tilefni dagsins var að sjálfsögðu slegið upp veislu um borð. Hér má lesa ýmislegt fróðlegt um upphaf og helstu atburði varðskipsins Týs.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja um borð í íslensku skipi - 24.3.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 04:21 í nótt beiðni frá íslensku skipi um aðstoð þyrlu en um borð var veikur skipverji með verk fyrir brjósti. Skipið var þá statt á Breiðafirði. Var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF kölluð út.

Lesa meira

Vaskir Landhelgisgæslumenn kynna starfsemi hennar á Skrúfudegi Tækniskólans - 23.3.2015

Það voru ungir og vaskir starfsmenn frá Landhelgisgæslunni sem kynntu starfsemi hennar á Skrúfudegi Tækniskólans nú á dögunum.  Þetta voru þeir Magnús Pálmar Jónsson stýrimaður á varðskipunum, Anton Örn Rúnarsson skipstjórnarnemi og varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og Jón Arinbjörn Einarsson sem starfar sem gagnafulltrúi í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 

Lesa meira

Tundurduflið úr skuttogaranum Bjarti gert óvirkt - 23.3.2015

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fjarlægðu í nótt tundurdufl frá skuttogaranum Bjarti og gerðu óvirkt.

Lesa meira

Tundurdufl um borð í skuttogaranum Bjarti - 22.3.2015

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eru nú staddir á Neskaupstað að bíða komu skuttogarans Bjarts TFNV sem er með tundurdufl um borð. Að öllum líkindum er um að ræða breskt seguldufl sem Bjartur fékk í veiðarfærin er hann var á veiðum í Rósagarðinum á Suðasturlandi sem er þekkt tundurduflasvæði.

Lesa meira

Landhelgisgæslan þakklát fyrir það mikla traust sem hún nýtur meðal landsmanna - 21.3.2015

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts almennings samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup sem birtust í gær en samkvæmt þeim ber 81% þjóðarinnar mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan er afar stolt og þakklát yfir þessum niðurstöðum sem staðfesta að meginþorri þjóðarinnar er sáttur við störf hennar.  Að baki þessu mikla trausti er samheldinn og hæfur hópur starfsmanna.

Lesa meira

Flug rússneskra herflugvéla við austurströnd Íslands - 19.3.2015

Tvær langdrægar rússneskar herflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-142 F og J, en þessi tegund er oftast nefnd „Björninn“, flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins í nágrenni Íslands rétt fyrir miðnætti í gær. Vélarnar eru meðal annars hannaðar til kafbátaeftirlits, kafbátaleitar og fjarskipta.  
Lesa meira

Athygli vakin á hárri sjávarstöðu á flóði dagana 20. til 23. mars - 19.3.2015

Landhelgisgæslan vill vekja athygli á hárri sjávarstöðu á flóði dagana 20. til 23. mars. Nýtt tungl kviknar þann tuttugasta. Stórstreymi fylgir jafnframt lág sjávarstaða á fjöru. Það er því gott fyrir fjörulalla að hafa það í huga.

Lesa meira

Varðskipið Þór verið við eftirlit á suðvestur- og vesturmiðum - 18.3.2015

Varðskipið Þór hefur undanfarnar vikur verið við eftirlit, meðal annars á suðvestur- og vesturmiðum. Eitt af mikilvægum hlutverkum varðskipa er að fara um borð í fiskiskip og kanna öryggisbúnað, lögskráningu áhafnar, atvinnuréttindi yfirmanna, veiðarfæri og afla. Er þetta nauðsynlegur þáttur í eftirliti og löggæslu á sjó.

Lesa meira

Búið að ná Kára-AK033 af strandstað - 17.3.2015

Nú klukkan 15:05 var Kári AK-033 dreginn af strandsstað, um klukkutíma fyrir háflóð.

Lesa meira

Reynt verður að ná Kára AK-033 af strandstað í Hvammsvík í Hvalfirði í dag - 17.3.2015

Reyna á að ná vélbátnum Kára AK-033 af strandstað í Hvammsvík í Hvalfirði á síðdegisflóði í dag um kl. 1600.  Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar, Faxaflóahafna, tryggingafélags bátsins og fulltrúi eigenda funduðu um aðgerðir í morgun og varð það niðurstaðan að reyna björgun.  Dráttarbáturinn Magni frá Reykjavík verður notaður til verkefnisins en varðskipið Þór er á svæðinu og áhöfn skipsins hefur aðstoðað við undirbúning og mun aðstoða við verkið eftir þörfum.

Lesa meira

Áhöfnin á TF-LIF sótti í nótt slasaðan sjómann af grænlenskum togara - 15.3.2015

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 04:47 í nótt til Patreksfjarðar til að sækja slasaðan sjómann af grænlenska togaranum Qaqqatsiaq. Var togarinn þá kominn inn á Patreksfjörð. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar verið í viðbragðsstöðu vegna beiðna um aðstoð þyrlu fyrir vestan – þyrlan nú á leið í loftið - 14.3.2015

Í dag, laugardag hafa borist tvær beiðnir um aðstoð þyrlu fyrir vestan en vegna veðuraðstæðna um land allt hefur enginn möguleiki verið á að senda þyrlu á staðinn. Hefur áhöfn þyrlunnar því verið í viðbragðsstöðu þar til veðri slotar og er fyrirhugað að halda vestur upp úr kl. 16:00.

Lesa meira

Beiðni um aðstoð vegna mannlauss báts í Hvammsvík - 14.3.2015

_MG_0659

Rétt um tuttugu mínútur fyrir níu í gærkvöldi, föstudag hafði eigandinn að Kára/1761 samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar en báturinn var mannlaus við legufæri í Hvammsvík.  Hafði báturinn dregið legufærin verulega en var þó ekki enn kominn upp í fjöru. Um klukkan 11:40 í morgun hafði svo eigandinn að Kára samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og sagði bátinn kominn upp í fjöru og liðlega hálfþrjú nú í dag var báturinn farinn að leka olíu.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflug á Patreksfjörð - 12.3.2015

Nú rétt í þessu eða ríflega tuttugu mínútur yfir miðnætti fór þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið eftir að óskað var aðstoðar þyrlu til að sækja sjúkling á Patreksfjörð sem var með miklar blæðingar.

Lesa meira

Miklar annir hjá þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar í dag - 11.3.2015

Rétt upp úr klukkan níu í morgun þegar þyrla Landhelgisgæslunnar var á leið í hefðbundið eftirlit á miðunum kom beiðni frá lögreglunni í Reykjavík um að þyrlan aðstoði við leit úr lofti meðfram norðurhluta strandlengjunnar í Reykjavík í tengslum við rannsókn lögreglu vegna líkfundar þar í gær. Í framhaldinu hélt þyrlan til eftirlits og æfinga en að þeim loknum var hún kölluð í sjúkraflug.

Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna slasaðs sjómanns um borð í togara - 9.3.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í  gærkvöldi kölluð út til að sækja slasaðan sjómann um borð í togara um 30 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.

Lesa meira

Áhöfnin á TF-LIF sækir slasaðan vélsleðamann suður af Hlöðufelli - 8.3.2015

Nú rétt rúmlega fjögur í dag óskaði lögreglan á Selfossi eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna vélsleðaslyss suður af Hlöðufelli. 

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar við eftirlit með loðnuskipum út af Vesturlandi og Vestfjörðum - 7.3.2015

Nokkur loðnuskip hafa undanfarið verið við veiðar út af Bjargtöngum en veiði hefur verið frekar dræm undanfarna daga.

Lesa meira

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar við leit við Vatnajökul í nótt - 4.3.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 22:35 í gærkvöldi beiðni frá lögreglunni á Höfn um leit með þyrlu í fjallendi. Vegfarendur á Höfn og björgunarsveitarmenn á leið úr aðgerð töldu sig sjá neyðarsól á lofti ofan við Skálafellsjökul eða Heinabergsjökul sem eru skriðjöklar úr Vatnajökli.
Lesa meira

Þyrlan TF-LIF og Friðarsúlan í dans. - 1.3.2015

Þessa einstöku mynd tók einn af starfsmönnum Landhelgisgæslunnar af skemmtilegu sjónarspili þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og Friðarsúlunnar í Viðey.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni - 27.2.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú nýlent við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa flogið yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan skipverja - 26.2.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst upp úr klukkan 17:30 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna slasaðs skipverja um borð í íslensku fiskiskipi, sem þá var statt utan innsiglingar til Grindavíkur.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir erlenda ferðamenn sem lent höfðu í aftakaveðri norðan Mýrdalsjökuls - 25.2.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF er nú á leið til baka eftir að hafa sótt tvo erlenda ferðamenn norðan við Mýrdalsjökul sem lent höfðu í aftakaveðri en náðu að hringja og gera vart við sig nú fyrr í kvöld. 

Lesa meira

Þétt setið í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 24.2.2015

Mikið annríki er þessa dagana hjá flugtæknideild Landhelgisgæslunnar. Aldrei hafa fleiri vélar verið í skýlinu en auk flugflota Landhelgisgæslunnar er þar einnig vél Isavia af gerðinni Beech B-200 í viðhaldi en skoðun á henni er að ljúka.

Lesa meira

Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur - 19.2.2015

Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95, en þessi tegund er oftast nefnd „Björninn“, flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Rússneskar herflugvélar hafa ekki flogið svo nærri landinu frá brotthvarfi bandaríska hersins, en sprengjuvélarnar flugu tvisvar framhjá landinu, í síðara skiptið mjög nálægt ströndum Íslands og voru þær í 26 sjómílna fjarlægð frá Stokksnesi þegar næst var.

Lesa meira

Varðskipið Þór við eftirlit á Austfjarðarmiðum - 17.2.2015

Varðskipið Þór

Varðskipið Þór er þessa dagana við eftirlit og öryggisgæslu á Austfjarðarmiðum og hefur meðal annars fylgt eftir norskum loðnuskipum.

Lesa meira

Áhöfnin á Tý vinnur frækilegt björgunarafrek - hundruðum flóttamanna bjargað af litlum gúmmíbátum - 15.2.2015

Áhöfnin á varðskipinu Tý vann í gærkvöldi og nótt frækilegt björgunarafrek djúpt norður af Líbíu, er áhöfnin bjargaði alls 184 flóttamönnum um borð í varðskipið af tveimur litlum gúmmíbátum.  Auk þess voru 100 flóttamenn sem bjargað hafði verið af ítölsku varðskipi ferjaðir þaðan yfir í varðskipið Týr til aðhlynningar.

Lesa meira

Varðskipið Týr nú í björgunaraðgerðum djúpt norður af Líbíu - 14.2.2015

Varðskipið Týr er nú í björgunaraðgerðum djúpt norður af Líbíu.  Áhöfn varðskipsins bjargaði fyrir um klukkustund 75 manns af litlum gúmmíbát og gengu björgunaraðgerðir mjög vel. Um borð voru karlmenn og nokkur börn.

Lesa meira

Störf Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi vekja heimsathygli - 12.2.2015

Fjölmiðlafólkið fylgist með uppgönguæfingu hjá áhöfninni

Störf Landhelgisgæslunnar við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi hafa vakið heimsathygli. Margir erlendir fjölmiðlar hafa óskað eftir að fá að fylgjast með störfum okkar fólks sem oftar en ekki starfar við afar erfiðar aðstæður við björgun flóttamanna.

Lesa meira

Leki kom að fiskiskipi á leið í slipp - 5.2.2015

_MG_0659

Landhelgisgæslunni barst kl 03:10 í nótt tilkynning frá fiskiskipi vegna leka sem hafði komið upp í lúkar skipsins. Skipið var staðsett 4 sjómílur SV af Dritvík á leið í slipp. Dælur höfðu undan en samt sem áður var skipverjum ráðlegt að halda til næstu hafnar. Skipstjóri vildi halda áfram og taldi ekki þörf á aðstoð. Var skipið að sigla inn í betra veður og tekin var ákvörðun um að skipstjóri heftði reglulegt samband við Landhelgisgæslunnar. Skipið kom til hafnar um kl. 11:15.

Lesa meira

Eftirlit varðskipsins Þórs með loðnuveiðum erlendra skipa. - 5.2.2015

Varðskipið Þór hefur að undanförnu verið við eftirlit með loðnuveiðum í efnahagslögsögu Íslands. Sérstök áhersla er lögð á eftirlit með erlendum skipunm og reynt að komast um borð eftir því sem aðstæður leyfa til að bera saman gögn og gera mælingar á afla.

Lesa meira

Þyrla LHG kölluð út í sjúkraflug til Grímseyjar - 1.2.2015

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið til Reykjavíkur eftir sjúkraflug frá Grímsey til Akureyrar. Þyrlan var kölluð út að beiðni læknis á Akureyri þar sem ekki var hægt fyrir sjúkraflugvél að lenda í Grímsey. Að loknu sjúkraflugi var óskað eftir aðstoð þyrlunnar við björgun ferðafólks NA- við Laugafell. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst þyrlunni ekki að komast á staðinn vegna afar slæms skyggnis.

Lesa meira

Gæslu- og eftirlitsflug um Faxaflóa, vestur fyrir Garðskaga að Vestamannaeyjum - 29.1.2015

TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í gæslu- og eftirlitsflug sem hófst á að flogið var yfir skyndilokunarhólf vegna fiskveiða á Faxaflóa og síðan haldið vestur fyrir Garðskaga að Vestmannaeyjum. Samtals voru 25 skip og bátar auðkennd á svæðinu og voru allir með sín mál í lagi. 

Lesa meira

Þyrla LHG sótti mann sem slasaðist við Lambafell - 24.1.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 13:28 í dag þegar þyrlan var við æfingar á Sandskeiði með undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar við að flytja mann sem var talinn fótbrotinn við Lambafell. Ákveðið var að björgunarsveitarmenn færu með þyrlunni í útkallið og fór hún fór í loftið kl. 13:34. 

Lesa meira

Norsk loðnuskip komin á miðin - 20.1.2015

lodna_jpg_640x800_sharpen_q95

Fyrsta norska loðnuskipið á þessari vertíð kom inn í íslenska efnahagslögsögu síðastliðinn laugardag og eru nú tvö skip komin á miðin fyrir norð-austan land. Erlend loðnuskip hafa tilkynningaskyldu gagnvart Landhelgisgæslunni meðan þau eru innan hafsvæðisins, tilkynna þegar þau koma inn og sigla út úr íslenskri efnahagslögsögu, þau þurfa að vera í ferilvöktun og senda aflatilkynningar.

Lesa meira

Nýr þyrluflugmaður kominn á fastar vaktir hjá LHG - 20.1.2015

Jóhannes Jóhannesson, þyrluflugmaður sem var í haust ráðinn til Landhelgisgæslunnar hefur nú lokið grunnþjálfun sem er krafist til starfsins og mun í framhaldinu fara yfir á fastar vaktir flugdeildarinnar. Grunnþjálfun hefur staðið yfir í um fjóra mánuði en hún felst í æfingum bæði á sjó og landi.

Lesa meira

Vélarbilað flutningaskip á leið til hafnar - Varðskipið Þór til taks á svæðinu - 19.1.2015

Varðskipið Þór

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:44 í morgun tilkynning um vélarbilun frá gámaflutningaskipinu Horst B sem var þá staðsett um 25 sjómílur VSV af Reykjanestá.  Skipið gat þrátt fyrir bilunina haldið 3-5 hnúta ferð og stefnir skipið nú í aðskildar siglingaleiðir N- af Garðskaga. Landhelgisgæslan hefur fylgst með siglingu Horst B í dag og verður varðskipið Þór til taks á svæðinu þegar skipið heldur inn í Faxaflóa.

Lesa meira

Sóttu slasaðan göngumann - 18.1.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag kl. 14:10 eftir að maður slasaðist alvarlega eftir fall í hlíðum Esju. TF-SYN fór í loftið kl. 14:34 og lenti á slysstað kl. 14:46. Læknir og sjúklingur bjuggu um sjúkling og var hann síðan settur í börur og hífður upp í þyrluna. Aðgerðum á slysstað var lokið kl. 15:03 og var lent við Landspítala í Fossvogi kl. 15:07. 

Lesa meira

Verkfalli flugvirkja aflýst - nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður - 16.1.2015

Verkfalli flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur verið aflýst en samningar tókust rétt eftir miðnætti. Lesa meira

Landhelgisgæslan vonast til að afstýra megi verkfalli - 15.1.2015

Nú stendur yfir hjá Ríkissáttasemjara fundur vegna kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands, og samninganefndar ríkisins og vonast Landhelgisgæslan til að afstýra megi verkfalli. Landhelgisgæslan hefur unnið, í samvinnu við innlenda og erlenda samstarfsaðila, að því að bregðast við hugsanlegri skertri viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar verði af boðuðu verkfalli flugvirkja sem hefjast á í fyrramálið kl. 06.

Lesa meira

Slasaður vélsleðamaður sóttur í Hlíðarfjall - 14.1.2015

GNA2

Landhelgisgæslu Íslands barst kl. 17:42 beiðni frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um að þyrla yrði kölluð út eftir að maður slasaðist á vélsleða í Hlíðarfjalli. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 18:26 og flaug beint á slysstað þar sem var lent kl. 19:40.  Maðurinn var fluttur um borð í þyrluna og var lent við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri kl. 19:53.

Lesa meira

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar í stjórnstöð Frontex nauðsynlegir fyrir varðskip og flugvél á svæðinu - 14.1.2015

LHG_SamvinnaAegirSif

Flugvél Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr eru um þessar mundir við eftirlit fyrir Frontex, Landamærastofnun EU á hafsvæðinu í kringum Ítalíu. Landhelgisgæslan (LHG) er nú, sem endranær, með fulltrúa í sameiginlegri stjórnstöð á Ítalíu sem tekur þátt í áætlanagerð og er milliliður við varðskip og flugvél LHG.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti mann sem slasaðist í Eyjafirði - 10.1.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti rétt fyrir klukkan fjögur í dag mann sem slasaðist í Litladal í Eyjafirði. Var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þyrlan var kölluð út klukkan 14:17 og fór í loftið frá Reykjavík kl. 14:40. Lent var á slysstað kl. 15:46 

Lesa meira

Bandaríska strandgæslan hélt námskeið um skipulagningu, leitar og björgunaraðgerða. - 9.1.2015

Í dag lauk í Keflavík vikunámskeiði bandarísku strandgæslunnar sem haldið var fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og erlenda samstarfsmenn frá Grænlandi, Færeyjum og Noregi. Námskeiðið fjallaði um skipulagningu leitar- og björgunaraðgerða á hafinu og var í umsjón kennara frá sérskóla bandarísku strandgæslunnar á sviði leitar og björgunar. Námskeiðinu lauk í dag með formlegri útskrift og afhendingu skírteina. 

Lesa meira

Þyrla danska varðskipsins Triton í flugskýli LHG - 7.1.2015

Lynx þyrla danska varðskipsins Triton er nú staðsett í flugskýli Landhelgisgæslunnar þar sem flugvirkar danska sjóhersins vinna að reglubundinni skoðun hennar. Gert er ráð fyrir að skoðunin taki u.þ.b. viku. Landhelgisgæslan er með samning við danska sjóherinn sem er að jafnaði með Lynx þyrlur um borð í skipum sínum sem eiga viðdvöl hér við land. Hafa þær reglulega verið í viðbragðsstöðu fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Vakin athygli á hárri sjávarstöðu - 6.1.2015

Sjavarhaed_flod

Landhelgisgæslan vill vekja athygli á hárri flóðstöðu við Suðvesturland á morgun miðvikudag, þar sem saman fer stórstreymi og lár loftþrýstingur.
Flóðhæð í Reykjavík orðið um 4,7 til 5.0 m.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti sjúkling á Kirkjubæjarklaustur - 4.1.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:16 að beiðni læknis á Kirkjubæjarklaustri eftir að fjögurra ára drengur lenti í alvarlegu óhappi. Þyrluáhöfn var þá nýkomin úr æfingu og var TF-GNA komin í loftið kl. 16:39. Flogið var frá Reykjavík á móti sjúkrabíl sem flutti sjúklinginn.

Lesa meira

Gríðarstórt flutningaskip á leið framhjá landinu - 4.1.2015

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og vaktstöð siglinga komu í gær auga á þetta stóra skip, Navios Bonavis, skráð í Panama en í grískri eigu, í fjareftirlitskerfum stöðvarinnar í þar sem það var statt um 70 sjómílur suður af Ingólfshöfða þar sem það sigldi á hægri ferð í vestur. Skipið er tæp 100 þúsund tonn, tæplega 300 m langt og 45 metrar á breidd. Það ristir lestað um 12 metra.

Lesa meira

Varðskipið Týr komið til hafnar á Ítalíu með Ezadeen - 2.1.2015

Varðskipið Týr kom upp úr klukkan tíu í kvöld til hafnar, í Corigliano á Suður Ítalíu, með flutningaskipið Ezadeen í togi. Við komuna til hafnar var hafist handa við að flytja fólkið frá borði með aðstoð ítalskra yfirvalda. Þessi umfangsmikla björgunaraðgerð hófst af hálfu varðskipsins Týs um klukkan fjögur á nýársdag eftir að neyðarkall barst frá skipinu. Var það þá stjórnlaust á fullri ferð eftir að áhöfn skipsins hafði yfirgefið það. 

Lesa meira

Týr kemur til Corigliano í kvöld - 2.1.2015

Varðskipið Týr stefnir nú til ítalska hafnarbæjarins Corigliano á Suður Ítalíu, með flutningaskipið Ezadeen í togi. Reiknað er með að varðskipið Týr komi um tíu leytið í kvöld til hafnar. Um borð í flutningaskipinu eru rúmlega fjögur hundruð flóttamenn, þar af 60 börn.  

Lesa meira

Varðskipið Týr með flutningaskipið í togi - um borð eru yfir 400 flóttamenn - 2.1.2015

Varðskipið Tyr heldur nú til suður Ítalíu með flutningaskipið Ezadeen í togi en yfir 400 flóttamenn eru um borð í Ezadeen. Týr kom að skipinu um kl. 20:00 í gærkvöldi út af Taranto flóa á suður Ítalíu en þá stefndi skipið til lands á fullri ferð en áhöfnin hafði yfirgefið skipið. Varðskipsmönnum tókst að komast um borð þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Skipin eru væntanleg til land seinnipartinn í dag en ferðin sækist seint sökum veðurs.

Lesa meira

Uppfærðar upplýsingar varðandi björgunaraðgerð v/s Týr - 2.1.2015

LHG_Frontex_SamvinnaAegirSif

kl. 00:30 Uppfærðar upplýsingar um aðgerðir varðskipsins Týs. 
Varðskip Landhelgisgæslunnar, v/s Týr er nú í umfangsmikilli björgunaraðgerð á Miðjarðarhafi, undan ströndum Ítalíu.  Samkvæmt upplýsingum skipherra eru aðstæður afar erfiðar og skipið í þungum sjó.  Um er að ræða neyðarkall frá flutningaskipi sem heitir Ezadeen og siglir stjórnlaust á fullri ferð, þar sem áhöfn skipsins virðist hafa yfirgefið það.  Talið er að um borð séu allt að 400 flóttamenn, þar af tugir barna og kvenna.  Ekki er vitað nákvæmlega um ástand fólksins en þó er ljóst að vistir, meðal annars vatn er á þrotum.

Lesa meira

Varðskipið Týr tekur þátt í björgunaraðgerð á S - Jónahafi - 1.1.2015

Varðskipið Týr var í dag kallað til aðstoðar við björgun 400 flóttamanna, þar af 60 barna, sem stödd eru um borð í vélarvana flutningaskipi á Suður Jónahafi sem rekur í átt að strönd Pugliu á Ítalíu. Varðskipið tekur þátt í aðgerðum undir merkjum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins en aðgerðir fara fram undir stjórn björgunarstjórnstöðvarinnar í Róm. Auk varðskipsins Týs taka þyrlur ítölsku strandgæslunnar þátt í björguninni. 

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica