Fréttir

Gleðilegt nýtt ár - annáll Landhelgisgæslunnar 2015 - 31.12.2015

Thor_RVK

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða. Landhelgisgæslan hefur á að skipa öflugu starfsfólki sem leggur allan sinn metnað í að leysa farsællega úr þeim verkefnum sem þeim er treyst fyrir. Við þökkum landsmönnum það traust sem þeir hafa sýnt Landhelgisgæslunni og munum við áfram leggja metnað okkar í að vera til taks - með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi. Hér má sjá nokkur atriði úr afar annasömu og viðburðarríku ári í starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir fimm erlenda göngumenn í Emstrur - 29.12.2015

Rétt fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um að þyrla færi í Emstrur að sækja fimm erlenda göngumenn sem hafa verið á göngu yfir miðhálendið undanfarið. Lesa meira

Þyrlan lögð af stað frá Breiðdalsvík - 28.12.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú lögð af stað frá Breiðdalsvík áleiðis til Reykjavíkur með sjúklinginn frá Neskaupstað sem koma þarf undir læknishendur í Reykjavík. Lesa meira

Erfiðar veðuraðstæður í sjúkraflugi - þyrlunni tekist að komast á Breiðdalsvík - 27.12.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur frá því klukkan rúmlega fimm í dag freistað þess að komast á Neskaupstað til að sækja sjúkling sem koma þarf undir læknishendur í Reykjavík. Mikill stormur er á Austfjörðum og meðfram suðurströndinni sem gerir aðstæður allar erfiðar en þyrlunni hefur tekist að komast til Breiðdalsvíkur. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflug á Neskaupstað - 27.12.2015

Í dag kl 17:38 fór þyrla Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík áleiðis á Neskaupstað til að sækja nýbura sem koma þarf á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er fært fyrir sjúkraflugvél vegna aðstæðna. Lesa meira

Gleðileg jól - 24.12.2015

Landhelgisgæslan óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Lesa meira

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar   - 18.12.2015

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu í gær, fimmtudag saman til árlegrar jólastundar þar sem meðal annars hlýtt var á upplestur jólaguðspjallsins og starfsmenn er hófu töku eftirlauna á árinu heiðraðir.

Lesa meira

Fjörutíu ár frá ásiglingu breskra dráttarbáta á varðskipið Þór innan 12 sjómílna landhelgi - 11.12.2015

Í dag, 11. desember eru liðin 40 ár frá því siglt var á varðskipið Þór af breskum dráttarbátum í mynni Seyðisfjarðar. Skipherrann á Þór, Helgi Hallvarðsson tók þá ákvörðun að skjóta að bátunum sem hrökkluðust í burtu. Þór stórskemmdist en engin slys urðu á áhöfn varðskipsins.

Lesa meira

Vökul augu varðstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar - Þór sendur á vettvang - 8.12.2015

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar stóðu vaktina í óveðurstíðinni og fylgdust vel með allri skipaumferð um miðin en reynsla þeirra og þekking á aðstæðum hefur oftar en ekki skipt sköpum í aðstæðum eins og mynduðust í veðurofsanum.

Lesa meira

Mikill viðbúnaður vegna neyðarkalls í Eyjafirði - 1.12.2015

Um kl. 14:45 í dag heyrðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að kallað var í tvígang „MAYDAY, MAYDAY“ á rás 16, neyðar- og uppkallsrás skipa og báta. Kallið kom inn á móttökuloftnet sem staðsett er á Vaðlaheiði austan megin við Eyjafjörð. 

Lesa meira

Eldur um borð í fiskibát - 25.11.2015

_MG_0659
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú klukkan 12 á hádegi neyðarskeyti frá bát sem staddur var rétt austan við Vestmannaeyjar en eldur hafði komið upp um borð. Lesa meira

Há sjávarstaða næstu daga - 24.11.2015

Sjavarhaedir

Landhelgisgæsla Íslands vill vekja athygli á hárri sjávarstöðu næstu daga en flóðhæð nær hæst 4,5 metrum.

Lesa meira

Annasamar eftirlits- og löggæsluferðir varðskipanna - 11.11.2015

Varðskipið Þór kom til hafnar fyrir skemmstu eftir afar annasama eftirlits- og löggæsluferð um miðin. Í ferðinni var meðal annars lögð áhersla á almennt fiskveiði- og öryggiseftirlit um borð í skip og báta.

Lesa meira

Varðskipið Þór stendur togara að meintum ólöglegum veiðum - 31.10.2015

Varðskipið Þór

Varðskipið Þór stóð togara að meintum ólöglegum veiðum norður af Vestfjörðum í morgun. Er þetta þriðja skipið sem varðskipið Þór stendur að meintum ólöglegum veiðum í þessari viku en það sem af er ári hefur Landhelgisgæslan merkt talsverða aukningu í landhelgisbrotum.

Lesa meira

Yfirmaður sameiginlegra aðgerða sjóherja Atlantshafsbandalagsins heimsækir Landhelgisgæsluna - 31.10.2015

Mark Fergu­son aðmíráll og sjó­liðsfor­ingi í banda­ríska sjó­hern­um í Evr­ópu og Afr­íku og yfirmaður sameiginlegra aðgerða sjóherja Atlantshafsbandalagsins, heimsótti Landhelgisgæsluna og kynnti sér starfsemi hennar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

Samstarfssamningur strandgæslna norðurskautsríkjanna á sviði leitar og björgunar undirritaður - 30.10.2015

Í dag var undirritaður samstarfssamningur strandgæslna norðurskautsríkjanna á sviði leitar og björgunar. Forstjóri Landhelgisgæslunnar undirritaði samstarfssamninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Aðgerðabáturinn Óðinn kemur rafmagnslausum bát til bjargar - 26.10.2015

Aðgerðabátur Landhelgisgæslunnar, Óðinn fór í sitt fyrsta björgunarútkall í dag er hann dró bátinn Konna Konn að landi sem varð rafmagnslaus við Kerlingarskersbaujuna við Suðurnes á Seltjarnarnesi.

Lesa meira

Fjölmargir fulltrúar erlendra ríkja í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni - 20.10.2015

Síðustu daga hafa fjölmargir fulltrúar erlendra ríkja heimsótt Landhelgisgæsluna í tengslum við ráðstefnuna Arctic Circle sem haldin var í Hörpu síðastliðna helgi og varðar norðurslóðamál. 

Lesa meira

Frakklandsforseti um borð í TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar - 16.10.2015

Francois Hollande forseti Frakklands flaug í dag ásamt fylgdarliði með TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Með í för voru herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, frú Dorrit Moussaieff forsetafrú og fylgdarlið.

Lesa meira

Þrír hásetar á varðskipinu Þór ljúka bátastjórnunarnámskeiði - 8.10.2015

Útskrift Þór

Nú á dögunum luku þrír ungir og vaskir hásetar á varðskipinu Þór bóklegu og verklegu námskeiði til að stjórna Norsafe bátum varðskipsins.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir flóðasvæðið við Skaftá - 2.10.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN flaug í morgun að flóðasvæðinu við Skaftá. Með í fluginu voru vísindamenn sem og fulltrúar Almannavarna og lögreglu.

Lesa meira

Bátur strandar suðvestur af Stykkishólmi - 1.10.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan 15:14 í dag tilkynning frá bátnum Blíðu/TFVJ sem strandað hafði suðvestur af Stykkishólmi. Þrír menn voru um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar kölluð út og fór í loftið stuttu síðar. Lesa meira

Íslenskir viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni Arctic Response - 1.10.2015

Nýlokið er æfingunni Arctic Response sem fram fór á vestur- og austurströnd Grænlands og á Íslandi. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa og þjálfa viðbragðslið Dana til að takast á við verkefni á Grænlandi. Landhelgisgæslan og fleiri íslenskir viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni.

Lesa meira

Takk fyrir daginn! - 27.9.2015

Það var mikið fjör í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag er hátt á þriðja þúsund manns lagði leið sína á opið hús Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflug til Vestmannaeyja en ófært var fyrir sjúkraflugvél - 25.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um hálfsjö í kvöld beiðni um að þyrla yrði send í sjúkraflug til Vestmannaeyja þar sem ófært var fyrir sjúkraflugvél vegna slæms skyggnis. Lesa meira

Landhelgisgæslan býður landsmönnum í heimsókn - 25.9.2015

Næstkomandi sunnudag, þann 27. september milli klukkan 12:00 og 16:00

býður Landhelgisgæslan landsmönnum til opins húss í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík á Reykjavíkurflugvelli.

Lesa meira

Mikill viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna elds um borð í togara - 22.9.2015

Rétt fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning frá togaranum Sóleyju Sigurjóns um að mikill reykur og hiti væri í vélarrými togarans og hugsanlegur eldur. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leka í skipi - 20.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir klukkan tíu í morgun tilkynning frá skipi sem statt var á Deildargrunni á leið til Ísafjarðar en leki hafði komið að skipinu. Sögðu skipverjar leka vera í vélarrými og dælur hefðu ekki undan. Lesa meira

Landhelgisgæslan fylgist með skipaumferð umhverfis Ísland - 14.9.2015

Skip Greenpeace samtakanna, Arctic Sunrise, liggur nú við akkerisfestar undan Arnarstapa á Snæfellsnesi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór hefur verið í sambandi við skipið vegna komu þess inn í íslenska landhelgi.

Lesa meira

Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna heimsækir Landhelgisgæsluna - 7.9.2015

Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert O. Work sem staddur er hér á landi, kom í dag ásamt fylgdarliði í heimsókn til Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

Línuskip vélarvana suður af Bjargtöngum - 5.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 23:36 tilkynning frá línuskipinu GRUNDFIRÐINGI sem þá var orðið vélarvana um 4 sjómílur suður af Bjargtöngum. Rak skipið í átt að bjarginu. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaða göngukonu við Hrafntinnusker - 4.9.2015

Rétt fyrir fjögur í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um þyrlu vegna erlendrar göngukonu sem hafði fótbrotnað við Hrafntinnusker er hún datt í gegnum snjó.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsækir Landhelgisgæsluna og árangursstjórnunarsamningur undirritaður við sama tilefni - 3.9.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra heimsótti Landhelgisgæsluna í dag ásamt samstarfsfólki úr innanríkisráðuneytinu. Samhliða heimsókninni undirrituðu ráðherra og Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar árangursstjórnunarsamning milli ráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargar ferðamanni úr sjálfheldu á Eyjafjallajökli - 2.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 14:12 í dag beiðni um þyrlu vegna erlends ferðamanns sem var kominn í sjálfheldu á Eyjafjallajökli, vestan megin við Gígjökul ofan í Smjörgili. Þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í loftið aðeins níu mínútum síðar. Lesa meira

Erlent rannsóknarskip fært til hafnar - 1.9.2015

_MG_0659
Landhelgisgæslan hafði í gær afskipti af rannsóknarskipinu ENDEAVOUR sem þá var við störf um 60 sjómílur norðvestur af Ísafjarðardjúpi. Til að stunda rannsóknir innan íslenskrar efnahagslögsögu þarf heimild stjórnvalda en skipið hafði ekki slíkar heimildir. Lesa meira

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfir með heimsmeistaranum í Crossfit, Katrínu Tönju - 30.8.2015

Þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar getur við störf sín lent í margvíslegum og erfiðum aðstæðum og því eru æfingar einn mikilvægasti þáttur í starfsemi hennar. Ein slík æfing fór fram í dag og þá slóst í hóp með þeim þyrluköppum ein fremsta afrekskona landsins og heimsmeistari í Crossfit, Katrín Tanja Davíðsdóttir ásamt þjálfurum sínum og fylgdarliði.  

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyða fallbyssukúlu sem skip fékk í veiðarfærin - 28.8.2015

Um klukkan 13:30 í dag hafði Skinney SF-20 samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar en skipið hafði þá fengið torkennilegan hlut upp með veiðarfærum sem reyndist vera fallbyssukúla.

Lesa meira

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann drenginn sem týndur hafði verið í hlíðum Heklu síðan fyrr um daginn - 28.8.2015

Klukkan 20.17 í gærkvöld barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna 15 ára drengs sem týndur var á Heklu. Höfðu þá björgunarsveitir leitað piltsins síðan um eftirmiðdaginn en ekki fundið hann. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veika konu vestan við Skeiðarárjökul - 27.8.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 10:22 í morgun beiðni um þyrlu vegna veikrar konu sem var í gönguhóp vestan við Skeiðarárjökul.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla að hefjast að nýju - 27.8.2015

Danski flugherinn tekur við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland, mánudaginn 1. september næstkomandi. Alls munu um 60 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi.

Lesa meira

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sækir ungan pilt sem féll í gil - 26.8.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 14:15 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna ungs pilts sem fallið hafði nokkra metra niður í gil á gönguleiðinni milli Hrafntinnuskers og Álftavatns. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór í loftið um 15 mínútum síðar og hélt á slysstað. Lesa meira

Talsverður erill hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar - 25.8.2015

Talsvert hefur verið um útköll á þyrlur Landhelgisgæslunnar það sem af er vikunni en í gær voru tvö útköll og eitt nú um hádegi.

Lesa meira

Varðskipið Týr heldur til björgunar- og eftirlitsstarfa fyrir Frontex - 22.8.2015

Varðskipið Týr siglir nú áleiðis til Spánar þar sem skipið mun starfa við leit, björg­un og eft­ir­lit fyr­ir Frontex, landa­mæra­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins. Verður skipið við störf fyrir Frontex við Spán og Ítalíu út árið. Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og aðrir samstarfsfélagar hjá Landhelgisgæslunni sem og fjölskylda og vinir áhafnarinnar kvöddu áhöfnina áður en haldið var af stað.

Lesa meira

Varðskipið Þór dregur grænlenskt fiskiskip til hafnar - 21.8.2015

Varðskipið Þór dregur nú grænlenska fiskiskipið QAVAK GR-21 til hafnar á Þórshöfn. Skipið var að veiða síld í flotvörpu í grænlenskri lögsögu er það fékk veiðarfæri í skrúfuna og var þá óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Lokun svæðis innan Reykjavíkurhafnar á meðan flugeldasýning menningarnætur stendur yfir - 20.8.2015

Gamla höfnin Menningarnótt 2015 lokun

Meðan flugeldasýning menningarnætur stendur yfir, kl. 22:50 til 23:20 nk. laugardag, mun afmarkað svæði innan Reykjavíkurhafnar, umhverfis Faxagarð, verða lokað fyrir allri báta- og skipaumferð.

Lesa meira

Eldur um borð í strandveiðibát - 10.8.2015

_MG_0659
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl. 16:00 neyðarkall frá strandveiðibát um 15 sjómílur vestur af Blakksnesi en eldur hafði þá komið upp í bátnum. Einn maður var um borð og var honum bjargað um borð í nærstaddan bát. Lesa meira

Vegna flugslyss í Barkárdal - Landhelgisgæslan þakkar þeim sem aðstoðuðu við leitina - 10.8.2015

Umfangsmikil leit fór fram í gær vegna eins hreyfils sjóflugvélar af gerðinni Beaver með kallmerkið N610LC. Lét Landhelgisgæslan, sem fer með yfirstjórn vegna leitar að loftförum, ræsa út samhæfingarstöð í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og kalla út björgunareiningar. Kl. 20:29 fann TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal. Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur nú að rannsókn slyssins. Landhelgisgæslan vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu, björgunarsveita og annarra er aðstoðuðu við leitina.

Lesa meira

Landhelgisgæslan fær afhentan byltingarkenndan strandgæslubát smíðaðan af Rafnar ehf - 4.8.2015

Landhelgisgæslan fékk í dag afhentan 10 metra strandgæslubát sem smíðaður er af fyrirtækinu Rafnar ehf. Um er að ræða byltingarkennda bátasmíði sem byggir á nýrri hönnun á þessari tegund báta. Báturinn, sem hlotið hefur nafnið Óðinn, hefur mikla þýðingu fyrir Landhelgisgæsluna og eykur möguleika hennar á að sinna fjölbreyttum verkefnum sínum.

Lesa meira

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF í sjúkraflug til Danmerkur - 3.8.2015

Landhelgisgæslunni barst nú í morgun beiðni frá dönskum yfirvöldum gegnum Landspítalann um sjúkraflug til Danmerkur með ungt barn frá Grænlandi sem koma þurfti skjótt undir læknishendur í Danmörku. Lagði flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF af stað til Danmerkur um þrjúleytið í dag. Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica