Fréttir

Gæslu- og eftirlitsflug um Faxaflóa, vestur fyrir Garðskaga að Vestamannaeyjum - 29.1.2015

TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í gæslu- og eftirlitsflug sem hófst á að flogið var yfir skyndilokunarhólf vegna fiskveiða á Faxaflóa og síðan haldið vestur fyrir Garðskaga að Vestmannaeyjum. Samtals voru 25 skip og bátar auðkennd á svæðinu og voru allir með sín mál í lagi. 

Lesa meira

Þyrla LHG sótti mann sem slasaðist við Lambafell - 24.1.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 13:28 í dag þegar þyrlan var við æfingar á Sandskeiði með undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar við að flytja mann sem var talinn fótbrotinn við Lambafell. Ákveðið var að björgunarsveitarmenn færu með þyrlunni í útkallið og fór hún fór í loftið kl. 13:34. 

Lesa meira

Norsk loðnuskip komin á miðin - 20.1.2015

lodna_jpg_640x800_sharpen_q95

Fyrsta norska loðnuskipið á þessari vertíð kom inn í íslenska efnahagslögsögu síðastliðinn laugardag og eru nú tvö skip komin á miðin fyrir norð-austan land. Erlend loðnuskip hafa tilkynningaskyldu gagnvart Landhelgisgæslunni meðan þau eru innan hafsvæðisins, tilkynna þegar þau koma inn og sigla út úr íslenskri efnahagslögsögu, þau þurfa að vera í ferilvöktun og senda aflatilkynningar.

Lesa meira

Nýr þyrluflugmaður kominn á fastar vaktir hjá LHG - 20.1.2015

Jóhannes Jóhannesson, þyrluflugmaður sem var í haust ráðinn til Landhelgisgæslunnar hefur nú lokið grunnþjálfun sem er krafist til starfsins og mun í framhaldinu fara yfir á fastar vaktir flugdeildarinnar. Grunnþjálfun hefur staðið yfir í um fjóra mánuði en hún felst í æfingum bæði á sjó og landi.

Lesa meira

Vélarbilað flutningaskip á leið til hafnar - Varðskipið Þór til taks á svæðinu - 19.1.2015

Varðskipið Þór

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:44 í morgun tilkynning um vélarbilun frá gámaflutningaskipinu Horst B sem var þá staðsett um 25 sjómílur VSV af Reykjanestá.  Skipið gat þrátt fyrir bilunina haldið 3-5 hnúta ferð og stefnir skipið nú í aðskildar siglingaleiðir N- af Garðskaga. Landhelgisgæslan hefur fylgst með siglingu Horst B í dag og verður varðskipið Þór til taks á svæðinu þegar skipið heldur inn í Faxaflóa.

Lesa meira

Sóttu slasaðan göngumann - 18.1.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag kl. 14:10 eftir að maður slasaðist alvarlega eftir fall í hlíðum Esju. TF-SYN fór í loftið kl. 14:34 og lenti á slysstað kl. 14:46. Læknir og sjúklingur bjuggu um sjúkling og var hann síðan settur í börur og hífður upp í þyrluna. Aðgerðum á slysstað var lokið kl. 15:03 og var lent við Landspítala í Fossvogi kl. 15:07. 

Lesa meira

Verkfalli flugvirkja aflýst - nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður - 16.1.2015

Verkfalli flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur verið aflýst en samningar tókust rétt eftir miðnætti. Lesa meira

Landhelgisgæslan vonast til að afstýra megi verkfalli - 15.1.2015

Nú stendur yfir hjá Ríkissáttasemjara fundur vegna kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands, og samninganefndar ríkisins og vonast Landhelgisgæslan til að afstýra megi verkfalli. Landhelgisgæslan hefur unnið, í samvinnu við innlenda og erlenda samstarfsaðila, að því að bregðast við hugsanlegri skertri viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar verði af boðuðu verkfalli flugvirkja sem hefjast á í fyrramálið kl. 06.

Lesa meira

Slasaður vélsleðamaður sóttur í Hlíðarfjall - 14.1.2015

GNA2

Landhelgisgæslu Íslands barst kl. 17:42 beiðni frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um að þyrla yrði kölluð út eftir að maður slasaðist á vélsleða í Hlíðarfjalli. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 18:26 og flaug beint á slysstað þar sem var lent kl. 19:40.  Maðurinn var fluttur um borð í þyrluna og var lent við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri kl. 19:53.

Lesa meira

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar í stjórnstöð Frontex nauðsynlegir fyrir varðskip og flugvél á svæðinu - 14.1.2015

LHG_SamvinnaAegirSif

Flugvél Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr eru um þessar mundir við eftirlit fyrir Frontex, Landamærastofnun EU á hafsvæðinu í kringum Ítalíu. Landhelgisgæslan (LHG) er nú, sem endranær, með fulltrúa í sameiginlegri stjórnstöð á Ítalíu sem tekur þátt í áætlanagerð og er milliliður við varðskip og flugvél LHG.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti mann sem slasaðist í Eyjafirði - 10.1.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti rétt fyrir klukkan fjögur í dag mann sem slasaðist í Litladal í Eyjafirði. Var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þyrlan var kölluð út klukkan 14:17 og fór í loftið frá Reykjavík kl. 14:40. Lent var á slysstað kl. 15:46 

Lesa meira

Bandaríska strandgæslan hélt námskeið um skipulagningu, leitar og björgunaraðgerða. - 9.1.2015

Í dag lauk í Keflavík vikunámskeiði bandarísku strandgæslunnar sem haldið var fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og erlenda samstarfsmenn frá Grænlandi, Færeyjum og Noregi. Námskeiðið fjallaði um skipulagningu leitar- og björgunaraðgerða á hafinu og var í umsjón kennara frá sérskóla bandarísku strandgæslunnar á sviði leitar og björgunar. Námskeiðinu lauk í dag með formlegri útskrift og afhendingu skírteina. 

Lesa meira

Þyrla danska varðskipsins Triton í flugskýli LHG - 7.1.2015

Lynx þyrla danska varðskipsins Triton er nú staðsett í flugskýli Landhelgisgæslunnar þar sem flugvirkar danska sjóhersins vinna að reglubundinni skoðun hennar. Gert er ráð fyrir að skoðunin taki u.þ.b. viku. Landhelgisgæslan er með samning við danska sjóherinn sem er að jafnaði með Lynx þyrlur um borð í skipum sínum sem eiga viðdvöl hér við land. Hafa þær reglulega verið í viðbragðsstöðu fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Vakin athygli á hárri sjávarstöðu - 6.1.2015

Sjavarhaed_flod

Landhelgisgæslan vill vekja athygli á hárri flóðstöðu við Suðvesturland á morgun miðvikudag, þar sem saman fer stórstreymi og lár loftþrýstingur.
Flóðhæð í Reykjavík orðið um 4,7 til 5.0 m.

Lesa meira

Þyrla LHG sótti sjúkling á Kirkjubæjarklaustur - 4.1.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:16 að beiðni læknis á Kirkjubæjarklaustri eftir að fjögurra ára drengur lenti í alvarlegu óhappi. Þyrluáhöfn var þá nýkomin úr æfingu og var TF-GNA komin í loftið kl. 16:39. Flogið var frá Reykjavík á móti sjúkrabíl sem flutti sjúklinginn.

Lesa meira

Gríðarstórt flutningaskip á leið framhjá landinu - 4.1.2015

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og vaktstöð siglinga komu í gær auga á þetta stóra skip, Navios Bonavis, skráð í Panama en í grískri eigu, í fjareftirlitskerfum stöðvarinnar í þar sem það var statt um 70 sjómílur suður af Ingólfshöfða þar sem það sigldi á hægri ferð í vestur. Skipið er tæp 100 þúsund tonn, tæplega 300 m langt og 45 metrar á breidd. Það ristir lestað um 12 metra.

Lesa meira

Varðskipið Týr komið til hafnar á Ítalíu með Ezadeen - 2.1.2015

Varðskipið Týr kom upp úr klukkan tíu í kvöld til hafnar, í Corigliano á Suður Ítalíu, með flutningaskipið Ezadeen í togi. Við komuna til hafnar var hafist handa við að flytja fólkið frá borði með aðstoð ítalskra yfirvalda. Þessi umfangsmikla björgunaraðgerð hófst af hálfu varðskipsins Týs um klukkan fjögur á nýársdag eftir að neyðarkall barst frá skipinu. Var það þá stjórnlaust á fullri ferð eftir að áhöfn skipsins hafði yfirgefið það. 

Lesa meira

Týr kemur til Corigliano í kvöld - 2.1.2015

Varðskipið Týr stefnir nú til ítalska hafnarbæjarins Corigliano á Suður Ítalíu, með flutningaskipið Ezadeen í togi. Reiknað er með að varðskipið Týr komi um tíu leytið í kvöld til hafnar. Um borð í flutningaskipinu eru rúmlega fjögur hundruð flóttamenn, þar af 60 börn.  

Lesa meira

Varðskipið Týr með flutningaskipið í togi - um borð eru yfir 400 flóttamenn - 2.1.2015

Varðskipið Tyr heldur nú til suður Ítalíu með flutningaskipið Ezadeen í togi en yfir 400 flóttamenn eru um borð í Ezadeen. Týr kom að skipinu um kl. 20:00 í gærkvöldi út af Taranto flóa á suður Ítalíu en þá stefndi skipið til lands á fullri ferð en áhöfnin hafði yfirgefið skipið. Varðskipsmönnum tókst að komast um borð þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Skipin eru væntanleg til land seinnipartinn í dag en ferðin sækist seint sökum veðurs.

Lesa meira

Uppfærðar upplýsingar varðandi björgunaraðgerð v/s Týr - 2.1.2015

LHG_Frontex_SamvinnaAegirSif

kl. 00:30 Uppfærðar upplýsingar um aðgerðir varðskipsins Týs. 
Varðskip Landhelgisgæslunnar, v/s Týr er nú í umfangsmikilli björgunaraðgerð á Miðjarðarhafi, undan ströndum Ítalíu.  Samkvæmt upplýsingum skipherra eru aðstæður afar erfiðar og skipið í þungum sjó.  Um er að ræða neyðarkall frá flutningaskipi sem heitir Ezadeen og siglir stjórnlaust á fullri ferð, þar sem áhöfn skipsins virðist hafa yfirgefið það.  Talið er að um borð séu allt að 400 flóttamenn, þar af tugir barna og kvenna.  Ekki er vitað nákvæmlega um ástand fólksins en þó er ljóst að vistir, meðal annars vatn er á þrotum.

Lesa meira

Varðskipið Týr tekur þátt í björgunaraðgerð á S - Jónahafi - 1.1.2015

Varðskipið Týr var í dag kallað til aðstoðar við björgun 400 flóttamanna, þar af 60 barna, sem stödd eru um borð í vélarvana flutningaskipi á Suður Jónahafi sem rekur í átt að strönd Pugliu á Ítalíu. Varðskipið tekur þátt í aðgerðum undir merkjum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins en aðgerðir fara fram undir stjórn björgunarstjórnstöðvarinnar í Róm. Auk varðskipsins Týs taka þyrlur ítölsku strandgæslunnar þátt í björguninni. 

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica