Fréttir

Flugeldafikt er stórhættulegt - 30.12.2016

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð til í í gær vegna skotelda sem búið var að eiga við. Þeim verður eytt á öruggan hátt á næstunni.

Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár! Annáll Landhelgisgæslunnar 2016 - 30.12.2016

flugeldar_1

Landhelgisgæslan óskar landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári og þakkar velvild og stuðning á árinu sem nú er að líða. Að venju voru verkefni Landhelgisgæslunnar æði fjölbreytt á árinu 2016, eins og lesa má um í þessum óformlega annál.

Lesa meira

TF-LÍF sótti sjúkling til Vestmannaeyja - 27.12.2016

TF-LIF-140604_venus

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lenti í Reykjavík á sjöunda tímanum með mann frá Vestmannaeyjum sem þurfti að gangast undir aðgerð.

Lesa meira

„Ósiglandi í þessari brælu“ - 27.12.2016

Vaktstöð siglinga / stjórnstöðin 2007

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fylgdist með og liðsinnti skipum um hátíðarnar. Leiðindaveður gerði nokkrum þeirra erfitt fyrir.

Lesa meira

TF-LÍF sótti sjúkling á bæ í Árnessýslu - 26.12.2016

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í kvöld kölluð til á bæ í Árnessýslu vegna alvarlegra veikinda. Sjúklingurinn var fluttur til Reykjavíkur og dvelur nú á sjúkrahúsi.

Lesa meira

TF-LÍF kölluð út - 26.12.2016

TF-LIF_8434_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna slyss á Bergárdalsheiði við Hornafjörð en beiðnin var síðar afturkölluð.

Lesa meira

Gleðileg jól - 23.12.2016

Landhelgisgæslan og starfsfólk hennar óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. 

Lesa meira

Sólstöðuköfun í Hvalfirði - 22.12.2016

Fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar luku í gær sameiginlegu köfunarnámskeiði Landhelgisgæslunnar, Ríkislögreglustjóra og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þeir köfuðu niður á fimmtíu metra dýpi á botn Hvalfjarðar. 

Lesa meira

Langveik börn í þyrluflug með Landhelgisgæslunni - 17.12.2016

Undanfarnar vikur hefur Landhelgisgæslan boðið langveikum börnum að koma með í æfingaflug á þyrlum Landhelgisgæslunnar og um leið upplifa eitthvað öðruvísi og skemmtilegt. Er þetta hluti af afar gefandi samfélagsverkefni sem Landhelgisgæslan ákvað að efna til og þannig fagna 90 ára afmælisári Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Árleg jólastund starfsmanna haldin í dag - 15.12.2016

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu saman í dag til árlegrar jólastundar sem er ómissandi þáttur í starfseminni á aðventu.

Lesa meira

Há sjávarstaða næstu daga - 14.12.2016

Í dag er fullt tungl og því stórstreymt seinni hluta vikunnar. Landhelgisgæslan vekur athygli á að sjávarstaða gæti orðið hærri en sjávarfallaspár gefa til kynna.

Lesa meira

TF-GNÁ í sjúkraflug til Vestmannaeyja - ekki fært sjúkraflugvél - 7.12.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 18.13 beiðni um þyrlu vegna sjúklings í Vestmannaeyjum sem koma þurfti til Reykjavíkur. Hafði þá sjúkraflugvél reynt að komast til Vestmannaeyja en þurfti frá að hverfa vegna veðuraðstæðna.

Lesa meira

TF-GNÁ farin í sitt þriðja sjúkraflug á einum sólarhring - 4.12.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt rúmlega tíu í kvöld beiðni um þyrlu vegna sjúklings á Patreksfirði sem koma þarf undir læknishendur í Reykjavík. Vegna veðurs var ekki fært fyrir sjúkraflugvél og því óskað eftir að Landhelgisgæslan annaðist um málið. 

Lesa meira

TF-GNÁ í tvö sjúkraflug - 4.12.2016

Mikið annríki hefur verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar síðasta hálfa sólahringinn en TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö sjúkraflug á þeim tíma.

Lesa meira

Landhelgisgæslan fær ómtæki að gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur - 2.12.2016

Það var falleg stund í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag er fjölskylda Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur afhenti Landhelgisgæslunni ómtæki að gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju sem lést af slysförum í október 2015.

Lesa meira

TF-LIF sækir tvo slasaða ferðamenn eftir bílveltu vestan við Vík - 2.12.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 15:42 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna bílslyss vestan við Vík í Mýrdal og var þyrla Landhelgisgæslunnar farin í loftið um tíu mínútum síðar.

Lesa meira

Nemendur Eskifjarðarskóla heimsækja varðskipið Þór - 1.12.2016

Fyrir skemmstu var varðskipið Þór statt á Eskifirði og notaði áhöfnin tækifærið og bauð nemendum og kennurum frá Eskifjarðarskóla í heimsókn um borð.

Lesa meira

TF-LIF í sjúkraflug að Vík í Mýrdal - 28.11.2016

Thorsmork_LIF

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um áttaleytið í kvöld beiðni um þyrlu vegna erlendrar konu sem slasast hafði í bílveltu rétt austan við Vík í Mýrdal. 

Lesa meira

Annríki hjá þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar í gær - 24.11.2016

LIF1_HIFR

Annríki var hjá þyrluáhöfninni á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær en þrjú útköll bárust. Um var að ræða leit vegna neyðarblyss, flutning á sjúkling frá Ólafsvík og leit að manni sem farið hafði inn að Hlíðarfjalli.

Lesa meira

Tilkynnt um mögulegt neyðarblys norður af Rifi - 23.11.2016

TF-LIF_8434_1200

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um hálfníu í morgun tilkynning frá bæði Rifi og Hellissandi þess efnis að mögulega hefði sést neyðarblys á lofti norður af Rifi. 

Lesa meira

Leitað að rjúpnaskyttu fyrir austan - 19.11.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gærkvöld beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna leitar að rjúpnaskyttu fyrir austan. Leitaði þyrlan fram yfir miðnætti en vegna veðurs þurfti að bíða átekta með frekari leit og er þyrlan nú í viðbragðsstöðu á Egilsstöðum.

Lesa meira

Athygli vakin á hárri sjávarstöðu næstu daga - 14.11.2016

Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á hárri sjávarstöðu næstu daga en stórstreymt er um miðja vikuna samfara fremur lágum loftþrýstingi og vindáhlaðanda.

Lesa meira

Magnaðar myndir frá þyrluæfingu dagsins - 12.11.2016

Áhöfnin á TF-LIF æfði í dag við Stóru-Sandvík og þar náðust ótrúlegar myndir er sigmaður í áhöfn hvarf í öldurótinu. Æfingar eru einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi þyrlusveitarinnar og svona aðstæður eru sönnun þess.

Lesa meira

Áhugaverður fyrirlestur um störf Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi - 11.11.2016

Marvin Ingólfsson stýrimaður og sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni hélt áhugaverðan fyrirlestur nú í vikunni sem fjallaði um störf Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi við eftirlit og björgun flóttamanna.

Lesa meira

Bíldudalsskóli heimsækir varðskipið Tý - 7.11.2016

Varðskipið Týr hefur að undanförnu verið í löggæslu- og eftirlitsferð um miðin og kom meðal annars við í Bíldudalshöfn fyrir skemmstu þar sem áhöfnin bauð öllum nemendum Bíldudalsskóla í heimsókn.

Lesa meira

TF-SYN leitar að manni í sjálfheldu á Gunnólfsvíkurfjalli - 6.11.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú fyrir stuttu beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna manns sem kominn er í sjálfheldu á Gunnólfsvíkurfjalli og kemst ekki leiðar sinnar.

Lesa meira

Varðskipið Týr aðstoðar við fjarskipti vegna leitar að rjúpnaskyttum - 6.11.2016

TYR_Akureyri44

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði í nótt að tveim rjúpnaskyttum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar, skyggni slæmt og fjarskipti erfið og því hefur varðskipinu Tý verið beint á svæðið til að aðstoða við fjarskipti.

Lesa meira

Fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar hljóta fullgild köfunarréttindi - 5.11.2016

Fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar hlutu í gær fullgild köfunarréttindi er þeir luku köfunarnámskeiði með glæsibrag sem haldið var sameiginlega af Landhelgisgæslunni, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra.

Lesa meira

Mikill viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna togara sem datt út úr ferilvöktun - 4.11.2016

Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni fyrr í morgun er togari datt út úr ferilvöktun djúpt norður af landinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og varðskipið Týr, nærstödd skip og bátar og björgunarbátur Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Lesa meira

Talsverður viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni er boð bárust frá neyðarsendi - 3.11.2016

TF-LIF_8434_1200

Talsverður viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni í dag er boð bárust frá neyðarsendi inni á hálendi Íslands. Um var að ræða hóp ferðamanna sem villst hafði af leið og lent í ógöngum.

Lesa meira

Varðskip og þyrla í stórtækum flutningum á Straumnesfjall - 29.10.2016

Varðskipið Týr og þyrlan TF-LIF önnuðust flutning á nýju húsi og öðrum búnaði upp á Straumnesfjall vegna nýs AIS móttakara á fjallinu.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur aftur af stað til leitar - 26.10.2016

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú aftur haldin af stað til leitar eftir að neyðarboð barst frá neyðarsendi franskrar skútu um fimmleytið í morgun.

Lesa meira

Merki berst frá neyðarsendi erlendrar skútu sem saknað hefur verið frá því í sumar - 26.10.2016

Um kl. 05:00 í morgun barst Landhelgisgæslunni merki frá neyðarsendi seglskútu sem saknað hefur verið frá því í sumar milli Portúgal og Azoreyja.

Lesa meira

Landhelgisgæslan fagnar 90 ára afmælinu með samfélagsverkefni - 22.10.2016

Landhelgisgæsla Íslands fagnar 90 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni ákvað Landhelgisgæslan að efna til samfélagsverkefnis í þeim tilgangi að láta gott af sér leiða með einhverjum hætti og um leið þakka íslensku þjóðinni traustið í gegnum árin.

Lesa meira

Bangsinn Blær í þyrluferð - 21.10.2016

Áhöfnin á TF-SYN, þyrlu Landhelgisgæslunnar tók þátt í sérlega skemmtilegu verkefni í dag er áhöfnin flaug með bangsann Blæ og aðstoðarbangsa hans á Vífilsstaðatún í Garðabæ og afhenti þar bangsana börnum á leikskólum í Garðabæ.

Lesa meira

Þyrlan TF-GNÁ í sjúkraflug á Snæfellsnes - 20.10.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 15:25 beiðni um að þyrla kæmi til móts við sjúkrabíl á Snæfellsnesi og flytti alvarlega veikan einstakling á sjúkrahús í Reykjavík

Lesa meira

Svaðilför í Surtsey með Ævar vísindamann - 20.10.2016

Verkefni Landhelgisgæslunnar geta verið fjölbreytt og hvert og eitt þeirra getur falið í sér að slá nokkrar flugur í einu höggi ef svo mætti segja. Eitt slíkt verkefni var fyrir skemmstu er þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug út í Hjörleifshöfða með viðkomu í Surtsey.

Lesa meira

Varðskipið Þór til aðstoðar slösuðum skipverja - 13.10.2016

Varðskipið Þór

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl. 18:00 í kvöld aðstoðarbeiðni frá skipi um 70 sjómílur vestur af Bjargtöngum en skipverji hafði slasast við fall um borð. Varðskipið Þór var sent til móts við skipið.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja í erlent flutningaskip - 13.10.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú skömmu fyrir klukkan 11:00 beiðni frá erlendu flutningaskipi um aðstoð vegna veiks skipverja.

Lesa meira

Varðskipið Þór til aðstoðar norsku fiskflutningaskipi - 12.10.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú um áttaleytið í kvöld beiðni um aðstoð frá norska fiskflutningaskipinu Gunnar Thordarson sem statt var innarlega í Arnarfirði. Hafði skipið fengið tóg úr eldiskví í skrúfuna og lent í vandræðum í framhaldinu.

Lesa meira

Að gefnu tilefni vegna útgáfu sjókorta - 10.10.2016

Kort1

Að gefnu tilefni vill Landhelgisgæslan taka fram að hafnarkort af Siglufjarðarhöfn var síðast uppfært og gefið út í febrúar 2016 og engar nýjar upplýsingar hafa borist um breytingar síðan þá.

Lesa meira

TF-GNÁ sækir mann sem slasaðist við heitan hver - 8.10.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan 20:50 í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu vegna manns sem fallið hafði ofan í heitan hver á Flúðum.

Lesa meira

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyðir dufli frá síðari heimsstyrjöld - 8.10.2016

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi bresku dufli sem fannst í árfarvegi nálægt Skinneyjarhöfða. Vegfarandi brást hárrétt við er hann fann duflið og tilkynnti um fundinn til Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Benóný Ásgrímsson flugstjóri lýkur glæsilegum starfsferli eftir 50 ára farsælt starf - 1.10.2016

Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóri flaug sitt síðasta flug hjá Landhelgisgæslunni í gær og lauk þar með stórglæsilegum 50 ára ferli í starfi hjá Landhelgisgæslunni í þágu íslensku þjóðarinnar.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast - 26.9.2016

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju fimmtudaginn 29. september með komu flugsveitar tékkneska  flughersins.

Lesa meira

Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga hafin - 12.9.2016

Northern Challenge, alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga er hafin. Landhelgisgæslan stýrir og annast skipulag æfingarinnar sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Lesa meira

Mjófirðingar heimsækja varðskipið Þór - 11.9.2016

Varðskipið Þór er nýkomið heim úr eftirlits- og löggæsluferð. Sinnti áhöfnin á Þór fjölbreyttum verkefnum í ferðinni. Þá tók varðskipið einnig á móti góðum gestum er það heimsótti Mjóafjörð.

Lesa meira

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar í heimsókn - 11.9.2016

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar kom nýverið í heimsókn á starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þar sem forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti þeim.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna ferðamanna í sjálfheldu - 8.9.2016

TF-LIF_8434_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar kom þremur erlendum ferðamönnum til bjargar sem lent höfðu í sjálfheldu á Eyjafjallajökli.

Lesa meira

Síðasta P-3C Orion skipa- og kafbátaeftirlits- og leitarflugvél bandaríska sjóhersins lendir hér á landi - 6.9.2016

Síðasta P-3C Orion skipa- og kafbátaeftirlits- og leitarflugvél bandaríska sjóhersins mun lenda á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á morgun á leið sinni til Bandaríkjanna en vélar þessar hafa nú lokið endanlega veru sinni í Evrópu eftir rúmlega 50 ára dvöl. P-3C flugvélarnar eiga sér langa og farsæla sögu hér á landi og hafa þær komið að mörgum björgunar- og leitarverkefnum.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica