Fréttir

Flugeldafikt er stórhættulegt - 30.12.2016

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð til í í gær vegna skotelda sem búið var að eiga við. Þeim verður eytt á öruggan hátt á næstunni.

Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár! Annáll Landhelgisgæslunnar 2016 - 30.12.2016

flugeldar_1

Landhelgisgæslan óskar landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári og þakkar velvild og stuðning á árinu sem nú er að líða. Að venju voru verkefni Landhelgisgæslunnar æði fjölbreytt á árinu 2016, eins og lesa má um í þessum óformlega annál.

Lesa meira

TF-LÍF sótti sjúkling til Vestmannaeyja - 27.12.2016

TF-LIF-140604_venus

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lenti í Reykjavík á sjöunda tímanum með mann frá Vestmannaeyjum sem þurfti að gangast undir aðgerð.

Lesa meira

„Ósiglandi í þessari brælu“ - 27.12.2016

Vaktstöð siglinga / stjórnstöðin 2007

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fylgdist með og liðsinnti skipum um hátíðarnar. Leiðindaveður gerði nokkrum þeirra erfitt fyrir.

Lesa meira

TF-LÍF sótti sjúkling á bæ í Árnessýslu - 26.12.2016

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í kvöld kölluð til á bæ í Árnessýslu vegna alvarlegra veikinda. Sjúklingurinn var fluttur til Reykjavíkur og dvelur nú á sjúkrahúsi.

Lesa meira

TF-LÍF kölluð út - 26.12.2016

TF-LIF_8434_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna slyss á Bergárdalsheiði við Hornafjörð en beiðnin var síðar afturkölluð.

Lesa meira

Gleðileg jól - 23.12.2016

Landhelgisgæslan og starfsfólk hennar óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. 

Lesa meira

Sólstöðuköfun í Hvalfirði - 22.12.2016

Fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar luku í gær sameiginlegu köfunarnámskeiði Landhelgisgæslunnar, Ríkislögreglustjóra og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þeir köfuðu niður á fimmtíu metra dýpi á botn Hvalfjarðar. 

Lesa meira

Langveik börn í þyrluflug með Landhelgisgæslunni - 17.12.2016

Undanfarnar vikur hefur Landhelgisgæslan boðið langveikum börnum að koma með í æfingaflug á þyrlum Landhelgisgæslunnar og um leið upplifa eitthvað öðruvísi og skemmtilegt. Er þetta hluti af afar gefandi samfélagsverkefni sem Landhelgisgæslan ákvað að efna til og þannig fagna 90 ára afmælisári Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Árleg jólastund starfsmanna haldin í dag - 15.12.2016

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu saman í dag til árlegrar jólastundar sem er ómissandi þáttur í starfseminni á aðventu.

Lesa meira

Há sjávarstaða næstu daga - 14.12.2016

Í dag er fullt tungl og því stórstreymt seinni hluta vikunnar. Landhelgisgæslan vekur athygli á að sjávarstaða gæti orðið hærri en sjávarfallaspár gefa til kynna.

Lesa meira

TF-GNÁ í sjúkraflug til Vestmannaeyja - ekki fært sjúkraflugvél - 7.12.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 18.13 beiðni um þyrlu vegna sjúklings í Vestmannaeyjum sem koma þurfti til Reykjavíkur. Hafði þá sjúkraflugvél reynt að komast til Vestmannaeyja en þurfti frá að hverfa vegna veðuraðstæðna.

Lesa meira

TF-GNÁ farin í sitt þriðja sjúkraflug á einum sólarhring - 4.12.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt rúmlega tíu í kvöld beiðni um þyrlu vegna sjúklings á Patreksfirði sem koma þarf undir læknishendur í Reykjavík. Vegna veðurs var ekki fært fyrir sjúkraflugvél og því óskað eftir að Landhelgisgæslan annaðist um málið. 

Lesa meira

TF-GNÁ í tvö sjúkraflug - 4.12.2016

Mikið annríki hefur verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar síðasta hálfa sólahringinn en TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö sjúkraflug á þeim tíma.

Lesa meira

Landhelgisgæslan fær ómtæki að gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur - 2.12.2016

Það var falleg stund í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag er fjölskylda Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur afhenti Landhelgisgæslunni ómtæki að gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju sem lést af slysförum í október 2015.

Lesa meira

TF-LIF sækir tvo slasaða ferðamenn eftir bílveltu vestan við Vík - 2.12.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 15:42 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna bílslyss vestan við Vík í Mýrdal og var þyrla Landhelgisgæslunnar farin í loftið um tíu mínútum síðar.

Lesa meira

Nemendur Eskifjarðarskóla heimsækja varðskipið Þór - 1.12.2016

Fyrir skemmstu var varðskipið Þór statt á Eskifirði og notaði áhöfnin tækifærið og bauð nemendum og kennurum frá Eskifjarðarskóla í heimsókn um borð.

Lesa meira

TF-LIF í sjúkraflug að Vík í Mýrdal - 28.11.2016

Thorsmork_LIF

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um áttaleytið í kvöld beiðni um þyrlu vegna erlendrar konu sem slasast hafði í bílveltu rétt austan við Vík í Mýrdal. 

Lesa meira

Annríki hjá þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar í gær - 24.11.2016

LIF1_HIFR

Annríki var hjá þyrluáhöfninni á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær en þrjú útköll bárust. Um var að ræða leit vegna neyðarblyss, flutning á sjúkling frá Ólafsvík og leit að manni sem farið hafði inn að Hlíðarfjalli.

Lesa meira

Tilkynnt um mögulegt neyðarblys norður af Rifi - 23.11.2016

TF-LIF_8434_1200

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um hálfníu í morgun tilkynning frá bæði Rifi og Hellissandi þess efnis að mögulega hefði sést neyðarblys á lofti norður af Rifi. 

Lesa meira

Leitað að rjúpnaskyttu fyrir austan - 19.11.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gærkvöld beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna leitar að rjúpnaskyttu fyrir austan. Leitaði þyrlan fram yfir miðnætti en vegna veðurs þurfti að bíða átekta með frekari leit og er þyrlan nú í viðbragðsstöðu á Egilsstöðum.

Lesa meira

Athygli vakin á hárri sjávarstöðu næstu daga - 14.11.2016

Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á hárri sjávarstöðu næstu daga en stórstreymt er um miðja vikuna samfara fremur lágum loftþrýstingi og vindáhlaðanda.

Lesa meira

Magnaðar myndir frá þyrluæfingu dagsins - 12.11.2016

Áhöfnin á TF-LIF æfði í dag við Stóru-Sandvík og þar náðust ótrúlegar myndir er sigmaður í áhöfn hvarf í öldurótinu. Æfingar eru einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi þyrlusveitarinnar og svona aðstæður eru sönnun þess.

Lesa meira

Áhugaverður fyrirlestur um störf Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi - 11.11.2016

Marvin Ingólfsson stýrimaður og sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni hélt áhugaverðan fyrirlestur nú í vikunni sem fjallaði um störf Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi við eftirlit og björgun flóttamanna.

Lesa meira

Bíldudalsskóli heimsækir varðskipið Tý - 7.11.2016

Varðskipið Týr hefur að undanförnu verið í löggæslu- og eftirlitsferð um miðin og kom meðal annars við í Bíldudalshöfn fyrir skemmstu þar sem áhöfnin bauð öllum nemendum Bíldudalsskóla í heimsókn.

Lesa meira

TF-SYN leitar að manni í sjálfheldu á Gunnólfsvíkurfjalli - 6.11.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú fyrir stuttu beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna manns sem kominn er í sjálfheldu á Gunnólfsvíkurfjalli og kemst ekki leiðar sinnar.

Lesa meira

Varðskipið Týr aðstoðar við fjarskipti vegna leitar að rjúpnaskyttum - 6.11.2016

TYR_Akureyri44

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði í nótt að tveim rjúpnaskyttum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar, skyggni slæmt og fjarskipti erfið og því hefur varðskipinu Tý verið beint á svæðið til að aðstoða við fjarskipti.

Lesa meira

Fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar hljóta fullgild köfunarréttindi - 5.11.2016

Fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar hlutu í gær fullgild köfunarréttindi er þeir luku köfunarnámskeiði með glæsibrag sem haldið var sameiginlega af Landhelgisgæslunni, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra.

Lesa meira

Mikill viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna togara sem datt út úr ferilvöktun - 4.11.2016

Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni fyrr í morgun er togari datt út úr ferilvöktun djúpt norður af landinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og varðskipið Týr, nærstödd skip og bátar og björgunarbátur Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Lesa meira

Talsverður viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni er boð bárust frá neyðarsendi - 3.11.2016

TF-LIF_8434_1200

Talsverður viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni í dag er boð bárust frá neyðarsendi inni á hálendi Íslands. Um var að ræða hóp ferðamanna sem villst hafði af leið og lent í ógöngum.

Lesa meira

Varðskip og þyrla í stórtækum flutningum á Straumnesfjall - 29.10.2016

Varðskipið Týr og þyrlan TF-LIF önnuðust flutning á nýju húsi og öðrum búnaði upp á Straumnesfjall vegna nýs AIS móttakara á fjallinu.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur aftur af stað til leitar - 26.10.2016

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú aftur haldin af stað til leitar eftir að neyðarboð barst frá neyðarsendi franskrar skútu um fimmleytið í morgun.

Lesa meira

Merki berst frá neyðarsendi erlendrar skútu sem saknað hefur verið frá því í sumar - 26.10.2016

Um kl. 05:00 í morgun barst Landhelgisgæslunni merki frá neyðarsendi seglskútu sem saknað hefur verið frá því í sumar milli Portúgal og Azoreyja.

Lesa meira

Landhelgisgæslan fagnar 90 ára afmælinu með samfélagsverkefni - 22.10.2016

Landhelgisgæsla Íslands fagnar 90 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni ákvað Landhelgisgæslan að efna til samfélagsverkefnis í þeim tilgangi að láta gott af sér leiða með einhverjum hætti og um leið þakka íslensku þjóðinni traustið í gegnum árin.

Lesa meira

Bangsinn Blær í þyrluferð - 21.10.2016

Áhöfnin á TF-SYN, þyrlu Landhelgisgæslunnar tók þátt í sérlega skemmtilegu verkefni í dag er áhöfnin flaug með bangsann Blæ og aðstoðarbangsa hans á Vífilsstaðatún í Garðabæ og afhenti þar bangsana börnum á leikskólum í Garðabæ.

Lesa meira

Þyrlan TF-GNÁ í sjúkraflug á Snæfellsnes - 20.10.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 15:25 beiðni um að þyrla kæmi til móts við sjúkrabíl á Snæfellsnesi og flytti alvarlega veikan einstakling á sjúkrahús í Reykjavík

Lesa meira

Svaðilför í Surtsey með Ævar vísindamann - 20.10.2016

Verkefni Landhelgisgæslunnar geta verið fjölbreytt og hvert og eitt þeirra getur falið í sér að slá nokkrar flugur í einu höggi ef svo mætti segja. Eitt slíkt verkefni var fyrir skemmstu er þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug út í Hjörleifshöfða með viðkomu í Surtsey.

Lesa meira

Varðskipið Þór til aðstoðar slösuðum skipverja - 13.10.2016

Varðskipið Þór

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl. 18:00 í kvöld aðstoðarbeiðni frá skipi um 70 sjómílur vestur af Bjargtöngum en skipverji hafði slasast við fall um borð. Varðskipið Þór var sent til móts við skipið.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja í erlent flutningaskip - 13.10.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú skömmu fyrir klukkan 11:00 beiðni frá erlendu flutningaskipi um aðstoð vegna veiks skipverja.

Lesa meira

Varðskipið Þór til aðstoðar norsku fiskflutningaskipi - 12.10.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú um áttaleytið í kvöld beiðni um aðstoð frá norska fiskflutningaskipinu Gunnar Thordarson sem statt var innarlega í Arnarfirði. Hafði skipið fengið tóg úr eldiskví í skrúfuna og lent í vandræðum í framhaldinu.

Lesa meira

Að gefnu tilefni vegna útgáfu sjókorta - 10.10.2016

Kort1

Að gefnu tilefni vill Landhelgisgæslan taka fram að hafnarkort af Siglufjarðarhöfn var síðast uppfært og gefið út í febrúar 2016 og engar nýjar upplýsingar hafa borist um breytingar síðan þá.

Lesa meira

TF-GNÁ sækir mann sem slasaðist við heitan hver - 8.10.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan 20:50 í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu vegna manns sem fallið hafði ofan í heitan hver á Flúðum.

Lesa meira

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyðir dufli frá síðari heimsstyrjöld - 8.10.2016

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi bresku dufli sem fannst í árfarvegi nálægt Skinneyjarhöfða. Vegfarandi brást hárrétt við er hann fann duflið og tilkynnti um fundinn til Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Benóný Ásgrímsson flugstjóri lýkur glæsilegum starfsferli eftir 50 ára farsælt starf - 1.10.2016

Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóri flaug sitt síðasta flug hjá Landhelgisgæslunni í gær og lauk þar með stórglæsilegum 50 ára ferli í starfi hjá Landhelgisgæslunni í þágu íslensku þjóðarinnar.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast - 26.9.2016

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju fimmtudaginn 29. september með komu flugsveitar tékkneska  flughersins.

Lesa meira

Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga hafin - 12.9.2016

Northern Challenge, alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga er hafin. Landhelgisgæslan stýrir og annast skipulag æfingarinnar sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Lesa meira

Mjófirðingar heimsækja varðskipið Þór - 11.9.2016

Varðskipið Þór er nýkomið heim úr eftirlits- og löggæsluferð. Sinnti áhöfnin á Þór fjölbreyttum verkefnum í ferðinni. Þá tók varðskipið einnig á móti góðum gestum er það heimsótti Mjóafjörð.

Lesa meira

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar í heimsókn - 11.9.2016

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar kom nýverið í heimsókn á starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þar sem forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti þeim.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna ferðamanna í sjálfheldu - 8.9.2016

TF-LIF_8434_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar kom þremur erlendum ferðamönnum til bjargar sem lent höfðu í sjálfheldu á Eyjafjallajökli.

Lesa meira

Síðasta P-3C Orion skipa- og kafbátaeftirlits- og leitarflugvél bandaríska sjóhersins lendir hér á landi - 6.9.2016

Síðasta P-3C Orion skipa- og kafbátaeftirlits- og leitarflugvél bandaríska sjóhersins mun lenda á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á morgun á leið sinni til Bandaríkjanna en vélar þessar hafa nú lokið endanlega veru sinni í Evrópu eftir rúmlega 50 ára dvöl. P-3C flugvélarnar eiga sér langa og farsæla sögu hér á landi og hafa þær komið að mörgum björgunar- og leitarverkefnum.

Lesa meira

Flugvél Landhelgisgæslunnar vísar tveimur skipum til hafnar - 2.9.2016

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF stóð tvö skip að meintum ólöglegum veiðum út af Austfjörðum í dag og var þeim vísað til hafnar.

Lesa meira

Samkomulag undirritað um hafnarþjónustu fyrir varðskip á Sauðárkróki - 2.9.2016

Landhelgisgæslan og sveitarfélagið Skagafjörður undirrituðu í dag samkomulag um hafnarþjónustu fyrir varðskip Landhelgisgæslunnar á Sauðárkróki.

Lesa meira

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kemur slasaðri göngukonu til bjargar - 1.9.2016

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kom í gær slasaðri göngukonu til bjargar sem dottið hafði í þröngu gili milli Strútslaugar og Strútsskála. Gengu stýrimaður og læknir þyrlunnar með björgunarbúnað niður að konunni en þeir voru fyrstu og einu björgunarmenn á vettvang. Var konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.

Lesa meira

Mikill viðbúnaður vegna neyðarboða frá íslenskri flugvél - 28.8.2016

Um klukkan hálffimm í dag tók stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að berast neyðarboð frá íslenskri flugvél yfir landinu. Mikill viðbúnaður var settur í gang og meðal annars kölluð út þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

TF-SYN í sjúkraflug á utanvert Snæfellsnes - 28.8.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan tvö í dag beiðni um þyrlu vegna veiks einstaklings á utanverðu Snæfellsnesi.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyða tveimur sprengjum frá síðari heimsstyrjöld - 27.8.2016

Um klukkan 17:30 hafði vegfarandi samband við Landhelgisgæsluna en hann hafði þá fundið tvo hluti sem hann taldi vera sprengjur stutt frá Bláfjallaafleggjaranum hjá Sandskeiði.

Lesa meira

Benóný Ásgrímsson flugstjóri fagnar 50 ára starfsafmæli í dag - 27.8.2016

Benóný Ásgrímsson flugstjóri fagnar 50 ára starfsafmæli sínu hjá Landhelgisgæslu Íslands í dag. Benóný á að baki hreint stórkostlegan feril sem þyrluflugstjóri og er að öðrum ólöstuðum reynslumesti flugstjóri landsins í leitar- og björgunarflugi og þótt víðar væri leitað.

Lesa meira

Landhelgisgæslan hefur afskipti af handfærabát í samstarfi við lögreglu - 25.8.2016

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hafði nú síðdegis afskipti af handfærabát sem var að veiðum undan Ströndum og hafði verið vísað til næstu hafnar af Landhelgisgæslunni. Voru skipverjar bátsins, tveir menn færðir til sýnatöku vegna gruns um að vera undir áhrifum við stjórn bátsins.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan farþega um borð í skemmtiferðaskip - 23.8.2016

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að skemmtiferðaskipinu Astoria til að sækja alvarlega veikan farþega.

Lesa meira

Þúsundir gesta heimsækja varðskipið Þór á Fiskideginum mikla - 7.8.2016

Það var heldur betur líf og fjör um borð í varðskipinu Þór í gær en varðskipið er statt á Dalvík og var gestum Fiskidagsins mikla boðið um borð í varðskipið. Hvorki meira né minna en 4129 gestir heimsóttu skipið í gær og þar á meðal forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem mætti alveg óvænt ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid

Lesa meira

Varðskipið Týr í viðburðarríkri eftirlits- og löggæsluferð - 2.8.2016

Varðskipið Týr kom til hafnar fyrir skemmstu að lokinni vel heppnaðri og annasamri eftirlits- og löggæsluferð um miðin. Meðal annars sinnti áhöfnin á Tý sameiginlegu eftirliti með Fiskistofu. Var farið um borð í fjölda skipa auk þess sem skútu var komið til aðstoðar.

Lesa meira

Annríki við umferðareftirlit og sjúkraflug hjá þyrlu Landhelgisgæslunnar - 1.8.2016

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið við umferðareftirlit með lögreglu um helgina og hefur það almennt gengið vel. Þá var þyrlan kölluð til vegna mótorhjólaslyss undir Ármannsfelli.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyða sprengju við vestari flugbrautarendann í Borgarnesi - 1.8.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rúmlega þrjú í dag tilkynning um að torkennilegur hlutur hefði fundist rétt við vestari flugbrautarendann í Borgarnesi og kallaði stjórnstöðin þá þegar út sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veika konu um borð í skemmtiferðaskip - 28.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt tæplega þrjú í dag beiðni um að sækja veika konu um borð í skemmtiferðaskip suður af landinu.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kannar aðstæður þar sem rannsóknarskipið Dröfn hefur strandað. - 27.7.2016

Þyrla Landhelgisgæslunnar kannaði nú í dag aðstæður þar sem rannsóknarskipið Dröfn hefur strandað. Engin hætta er á ferðum.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar til aðstoðar rannsóknarskipi sem hefur strandað - 27.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um þrjúleytið í dag tilkynning um að rannsóknarskipið Dröfn hefði strandað í Þorskafirði í Barðastrandasýslu.

Lesa meira

TF-GNÁ sækir veikan sjómann og leitar sundmanns í Önundarfirði - 27.7.2016

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ sótti í nótt veikan sjómann um borð í skipi á Vestfjarðamiðum og leitaði sundmanns í Önundarfirði.

Lesa meira

Varðskipið Týr kom að áströlsku skútunni - 27.7.2016

Varðskipið Týr var komið að áströlsku skútunni sem óskað hafði aðstoðar vegna leka, rúmlega tíu í gærkvöldi. Varðskipsmenn fluttu tæpa 220 lítra af eldsneyti yfir til skútunnar og einnig könnuðu þeir skemmdir á henni.

Lesa meira

TF-GNÁ sækir veikan skipverja - 26.7.2016

TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að skipi á Vestfjarðamiðum til að sækja veikan skipverja.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar í tvö útköll það sem af er degi - 26.7.2016

TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö útköll það sem af er degi.

Lesa meira

Varðskipið Týr til aðstoðar ástralskri skútu - 26.7.2016

TYR_Akureyri44

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rúmlega tvö í dag beiðni um aðstoð frá ástralskri skútu sem stödd var tæpar 180 sjómílur vestur af Garðskaga. Hafði komið leki að skútunni og siglir hún nú fyrir eigin vélarafli til lands en varðskipið Týr hefur haldið til móts við skútuna.

Lesa meira

Áhafnirnar á TÝ og TF-GNÁ með sameiginlega æfingu. - 26.7.2016

Áhafnirnar á varðskipinu Tý og þyrlunni TF-GNÁ æfðu saman í gær suður af Selvogi. Æfingar sem þessar eru hluti af reglubundnum æfingum áhafnanna og nauðsynlegar til þess að æfa samhæfð viðbrögð og fumlaust samstarf varðskips og þyrlu.

Lesa meira

Ráðherra bandaríska flughersins heimsækir Landhelgisgæsluna - 22.7.2016

Deborah Lee James ráðherra bandaríska flughersins heimsótti Landhelgisgæsluna nú í vikunni og kynnti sér starfsemi hennar, sér í lagi í tengslum við varnartengd verkefni.

Lesa meira

TF-LIF í ísbjarnaleit - 17.7.2016

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010

Landhelgisgæslunni barst í morgun beiðni frá lögreglunni á Blönduósi um að þyrla Landhelgisgæslunnar myndi kanna hvort sæist til ferða ísbjarna í kjölfar þess að ísbjörn kom að landi á Hvalnesi í gær.

Lesa meira

Þyrlur Landhelgisgæslunnar í tvö sjúkraflug - 17.7.2016

TF-LIF sótti í dag slasaða konu í Landmannalaugar og TF-GNA er nú á leið að sækja slasaðan mótorhjólamann á Kjalvegi sunnan Blöndulóns. Mikið annríki hefur verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar að undanförnu.

Lesa meira

TF-LIF sækir veikan skipverja um borð í rússneskan togara - 16.7.2016

LIF1_HIFR

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú í morgun beiðni frá rússneskum togara sem var á veiðum í grænlenskri lögsögu um aðstoð þyrlu vegna veiks skipverja.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja af bresku rannsóknarskipi um 150 sjómílur frá landi - 15.7.2016

TF-LIF_8434_1200

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um tíuleytið í morgun beiðni í gegnum Björgunarmiðstöðina í Bretlandi um þyrlu til að sækja veikan skipverja af bresku rannsóknarskipi.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan göngumann á Sólheimajökul - 15.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 13:55 beiðni frá lögreglunni í Vík um þyrlu vegna göngumanns sem fallið hafði töluverða hæð á Sólheimajökli og slasast.

Lesa meira

TF-LÍF staðsetur slysstað og aðstoðar á vettvangi - 12.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 18:07 beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna ferðamanns sem fallið hafði í á við Sveinsgil. Hafði samferðamanni hans tekist að láta vita. Þyrla Landhelgisgæslunnar gat staðsett slysstað.

Lesa meira

Aftur berst neyðarkall gegnum gervihnött, þyrla Landhelgisgæslunnar kemur ferðamanni til aðstoðar. - 10.7.2016

Í dag, sunnudag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar aftur neyðarkall í gegnum gervihnött og kom þyrla Landhelgisgæslunnar ferðamanni á göngu til aðstoðar í framhaldinu.

Lesa meira

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar finnur hrakinn ferðamann eftir að neyðarkall barst gegnum gervihnött. - 9.7.2016

Áhöfnin á TF-SYN, þyrlu Landhelgisgæslunnar fann ferðamann, kaldan og hrakinn eftir að neyðarkall barst til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í gegnum gervihnött.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna vinnuslyss - 7.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 11.52 beiðni um aðstoð þyrlu vegna vinnuslyss um borð í skipi við höfnina á Skagaströnd.

Lesa meira

Þór æfir með danska varðskipinu TRITON - 6.7.2016

Varðskipið Þór og danska varðskipið TRITON héldu sameiginlega æfingu í vikunni þar sem æfð voru viðbrögð við eldi um borð og meðferð slasaðra vegna þess. Landhelgisgæslan æfir mjög oft með dönsku varðskipunum og er þetta góða samstarf afar mikilvægt.

Lesa meira

Þyrlan TF-GNÁ sækir slasaðan ferðamann - 5.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir hálfellefu í morgun neyðarbeiðni frá ferðamönnum sem voru á ferð austan við Torfajökul en einn ferðamannanna hafði fótbrotnað. Mikið annríki hefur verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar að undanförnu.

Lesa meira

Þyrlan TF-LÍF sækir slasaða göngukonu eftir að neyðarboð barst gegnum rás 16 - 4.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 20:12 neyðarkall í gegnum rás 16 vegna göngukonu sem hafði dottið í Bolungarvík á Ströndum en konan var þar með gönguhóp. 

Lesa meira

Þyrlan TF-LÍF sækir konu sem féll við Reynisfjall, Víkurmegin - 2.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt upp úr hálfeitt í dag beiðni um þyrlu vegna konu sem hafði fallið við Reynisfjall, Víkurmegin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF var þá að koma inn til lendingar úr æfingarflugi og fór í loftið aftur nokkrum mínútum síðar og hélt áleiðis að Vík í Mýrdal.

Lesa meira

Landhelgisgæslan 90 ára í dag - 1.7.2016

Landhelgisgæsla Íslands er 90 ára í dag, 1. júlí 2016 en stofndagur Landhelgisgæslunnar er 1. júlí 1926.

Lesa meira

Áhöfnin á TF-GNÁ kemur endurvarpa á Straumnesfjalli í gang - 1.7.2016

Áhöfnin á TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar fór í gær í verkefni á Straumnesfjalli norðan við Aðalvík. Slokknað hafði á endurvarpa sjálfvirka auðkenniskerfisins (AIS) sem er staðsettur á fjallinu en hann er mjög mikilvægur fyrir öryggi sjófarenda á svæðinu.

Lesa meira

Vinna við Jón Hákon gengur samkvæmt áætlun - 13.6.2016

Landhelgisgæslan og rannsóknarnefnd samgönguslysa ásamt Árna Kópssyni kafara vinna nú að því að ná fiskiskipinu Jóni Hákoni á flot.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gera merkjablys óvirkt - 10.6.2016

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar gerði í morgun óvirkt merkjablys sem komið hafði í veiðarfæri fiskibátsins Friðriks Sigurðssonar ÁR-17. Hafði skipstjóri bátsins brugðist hárrétt við og gert sprengjusveit Landhelgisgæslunnar viðvart. Tóku því sprengjusveitarkappar Landhelgisgæslunnar á móti blysinu og var því eytt í söndunum fyrir austan Þorlákshöfn.

Lesa meira

Til hamingju með daginn sjómenn! - 5.6.2016

Í dag var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Sem fyrr tók Landhelgisgæslan þátt í hátíðarhöldunum með ýmsum hætti.

Lesa meira

Varðskipið Þór kemur heim að loknu reglubundnu viðhaldi - 3.6.2016

Varðskipið Þór var glæsilegt á að líta er það kom til hafnar í Reykjavík í dag eftir að hafa verið í reglubundnu viðhaldi í Póllandi undanfarnar vikur.

Lesa meira

TF-LÍF flytur þyrluna sem hlekktist á við Nesjavelli - 25.5.2016

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF aðstoðaði í dag rannsóknarnefnd samgönguslysa við að flytja þyrluna sem hlekktist á þann 22. maí síðastliðinn við Nesjavelli, frá slysstað og niður að Nesjavallavirkjun.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast - 24.5.2016

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju mánudaginn 30. maí með komu flugsveitar norska flughersins.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna neyðarboðs frá þyrlu - 22.5.2016

TF-LIF_8586_1200

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 19:45 í kvöld tilkynning í gegnum gervihnattatungl að neyðarboð hefði borist frá þyrlu sem stödd var á Hengilssvæðinu. Þá þegar voru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út og var þyrla farin í loftið skömmu seinna. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan tekur þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu - 21.5.2016

Landhelgisgæslan tók í dag þátt í einni stærstu flugslysaæfingu sem haldin hefur verið hér á landi. Æfingin var haldin á Keflavíkurflugvelli og tóku þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar þátt sem og starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Keflavík, á aðgerðasviði og í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan göngumann - 20.5.2016

Um hálftíuleytið í gærkvöld barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um þyrlu vegna fótbrotins göngumanns sem var fastur í fjalli fyrir ofan gönguleiðina í Naustahvilft ofan við Ísafjarðarflugvöll.

Lesa meira

Landhelgisgæslan fylgist með hafís - 20.5.2016

Hafís er nú kominn inn fyrir lögsögumörk Íslands út af Vestfjörðum. Landhelgisgæslan fylgist vel með ísnum og er farið reglulega í eftirlit um svæðið á eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF.

Lesa meira

Sjómælingabáturinn Baldur 25 ára - 13.5.2016

Nú eru liðin 25 ár síðan sjómælingabáturinn Baldur kom til Reykjavíkur. Báturinn hefur á þessum 25 árum reynst Landhelgisgæslunni afar vel til sjómælinga, eftirlits, löggæslu, æfinga og margvíslegra annarra verkefna.

Lesa meira

Eldur um borð í strandveiðibát - 11.5.2016

Vaktstöð siglinga / stjórnstöðin 2007

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt upp úr klukkan 13:00 í dag tilkynning frá strandveiðibát sem staddur var rétt utan við Siglufjörð um að eldur hefði komið upp í vélarrúmi bátsins.

Lesa meira

Strandveiðar standa sem hæst - 9.5.2016

Strandveiðar standa nú sem hæst og er því verulegt annríki í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Klukkan 11:00 í morgun voru er mest lét, alls 840 bátar á sjó enda veðurblíða á miðunum.

Lesa meira

Landhelgisgæslan fær hjartahnoðtæki frá Kiwanis - 4.5.2016

Í dag gaf Styrktarsjóður Kiwanisumdæmisins Ísland/Færeyjar og Kiwanisklúbbarnir Elliði, Eldey, Esja, Hekla og Dyngja svokallað Lucas2 hjartahnoðtæki til notkunar í þyrlum Landhelgisgæslunnar. 

Lesa meira

Vegna þyrluslyss í Noregi - 30.4.2016

Landhelgisgæslan sendir Norðmönnum samúðarkveðjur vegna þyrluslyssins í Noregi í gær. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að slysið hafi rekstrarleg áhrif á þyrlurekstur Landhelgisgæslunnar en hugur okkar er hjá Norðmönnum.

 

Lesa meira

Umfangsmikil leit að skipi sem hvarf úr ferilvöktun - 30.4.2016

Landhelgisgæslan setti af stað umfangsmikla leit í gærkvöld, föstudag vegna fiskiskips sem hvarf úr ferilvöktunarkerfi.

Lesa meira

Sjúkraflug þyrlu og flugvélar Landhelgisgæslunnar á Reykjaneshrygg - 27.4.2016

LIF1_HIFR

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan þrjú í dag beiðni um að sækja veikan sjómann um borð í rússneskan togara sem staddur var um 210 sjómílur suður af Reykjanesi. 

Lesa meira

Loftrýmisgæsluverkefni bandaríska flughersins senn að ljúka - 26.4.2016

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, bandaríski flugherinn og aðrir þeir sem komið hafa að loftrýmisgæsluverkefni NATO hér á landi síðastliðnar vikur, komu saman í gær til að kveðja Bandaríkjamennina sem ljúka munu verkefninu í lok vikunnar.

Lesa meira

Fjölbreytt verkefni flugvélar og þyrlu í dag - 22.4.2016

Þau eru fjölbreytt og mörg verkefnin sem áhafnir loftfara Landhelgisgæslunnar sinna í hverju flugi. Dagurinn í dag var ágætis dæmi um það en þá fóru bæði áhafnir flugvélar og þyrlu Landhelgisgæslunnar í flug þar sem fjölmörgum verkefnum var sinnt.

Lesa meira

Bátur strandar á Lönguskerjum í Skerjafirði - 21.4.2016

_MG_0659

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú um hálftólf tilkynning í gegnum fjarskiptamiðstöð lögreglu um strandaðan bát á Lönguskerjum í Skerjafirði. 

Lesa meira

Samæfing björgunaraðila og útgerða skemmtiferðaskipa - 18.4.2016

Fulltrúar björgunaraðila og útgerða sem starfa á Norðurslóðum stóðu fyrir stórri sameiginlegri skrifborðsæfingu fyrir skemmstu þar sem æfð voru viðbrögð vegna farþegaskips með 300 farþega sem rak að landi eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins.

Lesa meira

Fréttamenn frá NATO kynna sér starfsemi Landhelgisgæslunnar - 15.4.2016

Fréttamenn á vegum NATO heimsóttu Landhelgisgæsluna á dögunum og kynntu sér starfsemina. Tóku þeir frábærar myndir sem sjá má í meðfylgjandi tengli.

Lesa meira

Eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar svipast um eftir tveimur fiskibátum - 10.4.2016

Eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF var send í morgun út á Reykjaneshrygg vegna tveggja fiskibáta sem voru fyrir utan drægi ferilvöktunarkerfa og fjarskipta. Náði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar ekki í þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan vélsleðamann - 9.4.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú um klukkan 17.25 beiðni um aðstoð þyrlu vegna slasaðs vélsleðamanns nálægt Hrafntinnuskeri.

Lesa meira

Nemendur úr Kvennaskólanum í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni - 8.4.2016

Það var eldhress hópur nemenda úr Kvennaskólanum ásamt kennara sínum sem heimsótti Landhelgisgæsluna í dag til að kynna sér starfsemina og þá sér í lagi löggæslu- og eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan tekur þátt í umfangsmikilli mengunarvarnaræfingu - 6.4.2016

Varðskipið Þór og sjómælingabáturinn Baldur tóku nýverið þátt í umfangsmikilli mengunarvarnaræfingu. Æfingin var verkleg og byggir á aðgerðaráætlun Landhelgisgæslu Íslands, Umhverfisstofnunar og Samgöngustofu frá september 2015 um viðbrögð við bráðamengun utan hafna og notkun skipaafdrepa.

Lesa meira

Samstarfssamningur endurnýjaður milli Landhelgisgæslunnar og Joint Arctic Command - 6.4.2016

Forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Kristinn Lárusson og Major-General Kim Jörgensen, yfirmaður Joint Arctic Command (sem stendur fyrir starfsemi danska sjóhersins og lofthersins á Grænlandi og Færeyjum) skrifuðu í gær undir endurnýjaðan samstarfssamning um leit og björgun, sameiginlegt eftirlit og öryggismál á hafsvæðinu milli Færeyja, Íslands og Grænlands.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast - 29.3.2016

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju mánudaginn 4. apríl með komu flugsveitar bandaríska flughersins.

Lesa meira

Varðskipið Þór og þyrlan TF-LIF með öfluga æfingu saman - 20.3.2016

Æfingar eru einn af mikilvægustu þáttum í starfsemi Landhelgisgæslunnar og æfa áhafnir varðskipa, loftfara og aðrar einingar Landhelgisgæslunnar saman með reglubundum hætti til að vera sem best viðbúnar þegar á reynir. Ein slík fór fram í gær er varðskipið Þór og þyrlan TF-LIF æfðu saman.

Lesa meira

Varðskipið Þór kemur til hafnar í kvöld með fiskiskipið Kristínu - 17.3.2016

Varðskipið Þór er nú á leið til hafnar með fiskiskipið Kristínu GK 457 sem varð vélarvana í gær um 44 sjómílur vestur af Látrabjargi. Þór sækist ferðin vel og er áætlað að varðskipið komi með Kristínu til hafnar í Reykjavík í kvöld. 

Lesa meira

Varðskipið Þór til aðstoðar vélarvana fiskiskipi - 16.3.2016

Varðskipið Þór er nú á leið að fiskiskipinu Kristínu GK 457 sem varð vélarvana um 44 sjómílur vestur af Látrabjargi.

Lesa meira

Sáttur eftir 15 ár í þyrluáhöfn og þúsundir hífinga - 16.3.2016

Reynir Garðar Brynjarsson spilmaður og flugvirki hjá Landhelgisgæslunni flaug sitt síðasta flug í dag sem spilmaður og sjúkraflutningamaður í áhöfn þyrla Landhelgisgæslunnar eftir hvorki meira né minna en 15 ára farsælt starf í þyrluáhöfn.

Lesa meira

Takk fyrir traustið - 14.3.2016

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts landsmanna en samkvæmt nýjum niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup bera 92% landsmanna mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Er það mesta traust sem hingað til hefur mælst til nokkurrar stofnunar í mælingum Gallup. Landhelgisgæslan er afar þakklát fyrir þetta mikla traust.

Lesa meira

Flugvél Landhelgisgæslunnar kannar ummerki eftir að tilkynnt var um stafræn neyðarboð - 9.3.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust nú síðdegis í dag nokkrar tilkynningar frá bæði skipum og bátum sem stödd voru annars vegar vestur af Sauðanesi og hins vegar norðaustur af Horni þess efnis að þau hefðu heyrt stafræn neyðarboð á metrabylgju.

Lesa meira

Þrjátíu ár liðin síðan læknar urðu hluti af áhöfn björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar - 4.3.2016

Um þessar mundir er þeim tímamótum fagnað hjá Landhelgisgæslunni að 30 ár eru liðin síðan læknar urðu hluti af áhöfn björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar. Ljóst er að samsetning áhafna um borð í þyrlunum hefur gert það að verkum að fjölda mannslífa hefur verið bjargað.

Lesa meira

Landhelgisgæslan tekur þátt í setningu Mottumars - 1.3.2016

Landhelgisgæslan tók í dag þátt í setningu Mottumars. Með þátttöku sinni vildi Landhelgisgæslan með táknrænum hætti vekja athygli á þessu mikilvæga málefni, hvetja starfsmenn sína til árvekni um eigin heilsu og um leið heiðra minningu samstarfsfélaga sem látist hafa úr krabbameini.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna bílveltu - 28.2.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 15.26 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna alvarlegs bílslyss á Stykkishólmsvegi austan við Álftafjörð en þar höfðu erlendir ferðamenn velt bíl sínum

Lesa meira

TF-LIF sækir slasaðan skipverja um borð í erlent flutningaskip - 26.2.2016

TF-LIF er nú á leið að erlenda flutningaskipinu LEU sem statt er um 50 sjómílur suður af Kötlutanga til að sækja slasaðan skipverja.

Lesa meira

Bátur strandar undan Álftanesi - 25.2.2016

_MG_0659

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir klukkan fjögur í dag beiðni um aðstoð í gegnum neyðar- og uppkallsrás VHF 16 frá bát sem strandað hafði undan Álftanesi en leki hafði komið að vélarrúmi bátsins.

Lesa meira

Hressilegar vindhviður á Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli - 23.2.2016

Vindhviður á ratsjár- og fjarskiptastöðvunum á Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli geta oft verið afar öflugar eins og raunin varð fyrir skemmstu er vindhviður fóru vel yfir 70 metra á sekúndu.

Lesa meira

Björgunarþyrla kanadíska flughersins við æfingar á Íslandi - 12.2.2016

Björgunarþyrla kanadíska flughersins er við æfingar á Íslandi þessa dagana en um er að ræða Agusta Westland CH-149 Cormorant björgunarþyrlu. Þyrlan sinnir leit og björgun á Atlantshafi á svæði sem liggur að björgunarsvæði Íslands. Tilgangur heimsóknarinnar er að efla samskipti þyrlusveita landanna og efla getu þeirra beggja til að sinna leit og björgun á mótum björgunarsvæðanna.

Lesa meira

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi - 11.2.2016

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF er nú við landamæraeftirlit fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Flugvélin er staðsett á Sigonella á Sikiley og verður þar út mánuðinn. Störf áhafna varðskipa og flugvélar Landhelgisgæslunnar fyrir Frontex sl. ár eru afar öflugt framlag Íslands til leitar- og björgunarstarfa á syðri mörkum Schengen svæðisins sem hafa verið undir miklu álagi undanfarin ár

Lesa meira

112-dagurinn er í dag - 11.2.2016

112- dagurinn er í dag og efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til afmælishátíðar kl. 16:00 í tilefni af 20 ára afmæli neyðarnúmersins. Dagskráin fer fram í bílageymslu SHS, Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð.

Lesa meira

Víðtækt hlutverk stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í tengslum við loðnuveiðarnar - 10.2.2016

_MG_0659

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, sem jafnframt er sameiginleg eftirlitsstöð Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu með tilliti til fiskveiða, hafa í nógu að snúast meðan loðnuveiðar erlendra skipa standa yfir í íslensku efnahagslögsögunni. Starfsmenn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa fjölbreytta og víðtæka þekkingu og reynslu. Þeir eru því vel í stakk búnir til að vera í samskiptum við sjómenn og veita þeim þá þjónustu sem þörf er á eða leiðbeina þeim hvert leita skuli með tiltekin mál.

Lesa meira

Varðskipið Þór sækir sjúkling um borð í norskt loðnuskip og þyrlan TF-GNA sækir slasaða göngumenn - 6.2.2016

Varðskipið Þór

Talsverður erill hefur verið hjá Landhelgisgæslunni í dag en varðskipið Þór sótti sjúkling um borð í norskt loðnuveiðiskip og þyrlan TF-GNA sótti tvo slasaða göngumenn á Skarðsheiði.

Lesa meira

Varaforstjóri Frontex heimsækir Landhelgisgæsluna - 4.2.2016

Berndt Körner, varaforstjóri Frontex, Landamærastofnunar Evrópu heimsótti Landhelgisgæsluna í dag. Körner er staddur hér á landi og kynnti sér meðal annars starfsemi Landhelgisgæslunnar og ræddi þátttöku hennar í landamæraeftirliti og leit og björgun á Miðjarðarhafi.

Lesa meira

Varðskipið Þór við eftirlit á loðnumiðum - 3.2.2016

Varðskipið Þór hefur verið við eftirlit undan Norðausturlandi undanfarna viku, meðal annars í tengslum við loðnuvertíðina. Eins og staðan er í dag er einungis eitt íslenskt loðnuveiðiskip að veiðum, eitt grænlenskt, eitt færeyskt og tíu norsk en þrjú önnur norsk loðnuveiðiskip hafa tilkynnt komu sína. 

Lesa meira

Vel heppnuð samæfing loftfara, varðskips og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar - 18.1.2016

Samæfing loftfara, varðskips og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar var haldin síðastliðin laugardag. Þátt tóku tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, flugvélin TF-SIF, varðskipið Þór og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Æfingar sem þessar eru nauðsynlegur hluti af starfsemi Landhelgisgæslunnar, bæði til að æfa samhæfð viðbrögð og samstarf eininga en ekki síður til að yfirfara verkferla og stjórnun aðgerða.

Lesa meira

Varðskipið Þór komið með Hoffell til Reykjavíkur - 15.1.2016

Varðskipið Þór er nú komið til Reykjavíkur með flutningaskipið Hoffell sem varð aflvana síðastliðinn sunnudag um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum. Þetta er lengsta ferð Þórs með skip í drætti og gengu aðgerðir í alla staði afar vel.

Lesa meira

Hundrað ára sjókort - 14.1.2016

Fyrir ríflega hundrað og tveimur árum, 4. júní 1913, birtist stutt frétt í blaðinu Vísi um að til stæði að rannsaka innsiglinguna til Salthólmavíkur og Króksfjarðarness. Kortið er það eina sem eftir er sem á eru teiknaðar myndir af landmiðum og það er annað tveggja sjókorta sem enn eru í notkun frá dögum danskrar sjókortagerðar við Ísland.

Lesa meira

Varðskipið Þór komið með Hoffellið í tog - 12.1.2016

Varðskipið Þór er nú komið með Hoffellið í tog en það tók áhöfnina á Þór aðeins tæpa tvo tíma að koma taug á milli skipanna þrátt fyrir töluverða ölduhæð. 

Lesa meira

Sigling varðskipsins Þórs að flutningaskipinu SAMSKIP HOFFELL sækist vel - 11.1.2016

Varðskipið Þór

Sigling varðskipsins Þórs að flutningaskipinu SAMSKIP HOFFELL gengur vel og er áætlað að varðskipið verði komið á vettvang um hádegisbil á morgun, þriðjudag.

Lesa meira

Varðskipið Þór á leið að flutningaskipinu SAMSKIP HOFFELL sem er vélarvana - 11.1.2016

Varðskipið Þór er nú á leið að flutningaskipinu SAMSKIP HOFFELL sem er vélarvana um 250 sjómílur suðsuðaustur af Stokksnesi

Lesa meira

Varðskipið Þór til aðstoðar togskipi sem fékk veiðarfæri í skrúfuna - 6.1.2016

Varðskipið Þór er nú á leið að togskipinu Fróða II ÁR-32 sem statt er suðvestur af Reykjanesi. Fróði fékk veiðarfæri í skrúfuna í nótt og mun Þór draga hann til hafnar þar sem veiðarfærin verða fjarlægð. Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica