Fréttir

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veika konu um borð í skemmtiferðaskip - 28.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt tæplega þrjú í dag beiðni um að sækja veika konu um borð í skemmtiferðaskip suður af landinu.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kannar aðstæður þar sem rannsóknarskipið Dröfn hefur strandað. - 27.7.2016

Þyrla Landhelgisgæslunnar kannaði nú í dag aðstæður þar sem rannsóknarskipið Dröfn hefur strandað. Engin hætta er á ferðum.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar til aðstoðar rannsóknarskipi sem hefur strandað - 27.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um þrjúleytið í dag tilkynning um að rannsóknarskipið Dröfn hefði strandað í Þorskafirði í Barðastrandasýslu.

Lesa meira

TF-GNÁ sækir veikan sjómann og leitar sundmanns í Önundarfirði - 27.7.2016

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ sótti í nótt veikan sjómann um borð í skipi á Vestfjarðamiðum og leitaði sundmanns í Önundarfirði.

Lesa meira

Varðskipið Týr kom að áströlsku skútunni - 27.7.2016

Varðskipið Týr var komið að áströlsku skútunni sem óskað hafði aðstoðar vegna leka, rúmlega tíu í gærkvöldi. Varðskipsmenn fluttu tæpa 220 lítra af eldsneyti yfir til skútunnar og einnig könnuðu þeir skemmdir á henni.

Lesa meira

TF-GNÁ sækir veikan skipverja - 26.7.2016

TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að skipi á Vestfjarðamiðum til að sækja veikan skipverja.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar í tvö útköll það sem af er degi - 26.7.2016

TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö útköll það sem af er degi.

Lesa meira

Varðskipið Týr til aðstoðar ástralskri skútu - 26.7.2016

TYR_Akureyri44

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rúmlega tvö í dag beiðni um aðstoð frá ástralskri skútu sem stödd var tæpar 180 sjómílur vestur af Garðskaga. Hafði komið leki að skútunni og siglir hún nú fyrir eigin vélarafli til lands en varðskipið Týr hefur haldið til móts við skútuna.

Lesa meira

Áhafnirnar á TÝ og TF-GNÁ með sameiginlega æfingu. - 26.7.2016

Áhafnirnar á varðskipinu Tý og þyrlunni TF-GNÁ æfðu saman í gær suður af Selvogi. Æfingar sem þessar eru hluti af reglubundnum æfingum áhafnanna og nauðsynlegar til þess að æfa samhæfð viðbrögð og fumlaust samstarf varðskips og þyrlu.

Lesa meira

Ráðherra bandaríska flughersins heimsækir Landhelgisgæsluna - 22.7.2016

Deborah Lee James ráðherra bandaríska flughersins heimsótti Landhelgisgæsluna nú í vikunni og kynnti sér starfsemi hennar, sér í lagi í tengslum við varnartengd verkefni.

Lesa meira

TF-LIF í ísbjarnaleit - 17.7.2016

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010

Landhelgisgæslunni barst í morgun beiðni frá lögreglunni á Blönduósi um að þyrla Landhelgisgæslunnar myndi kanna hvort sæist til ferða ísbjarna í kjölfar þess að ísbjörn kom að landi á Hvalnesi í gær.

Lesa meira

Þyrlur Landhelgisgæslunnar í tvö sjúkraflug - 17.7.2016

TF-LIF sótti í dag slasaða konu í Landmannalaugar og TF-GNA er nú á leið að sækja slasaðan mótorhjólamann á Kjalvegi sunnan Blöndulóns. Mikið annríki hefur verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar að undanförnu.

Lesa meira

TF-LIF sækir veikan skipverja um borð í rússneskan togara - 16.7.2016

LIF1_HIFR

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú í morgun beiðni frá rússneskum togara sem var á veiðum í grænlenskri lögsögu um aðstoð þyrlu vegna veiks skipverja.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja af bresku rannsóknarskipi um 150 sjómílur frá landi - 15.7.2016

TF-LIF_8434_1200

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um tíuleytið í morgun beiðni í gegnum Björgunarmiðstöðina í Bretlandi um þyrlu til að sækja veikan skipverja af bresku rannsóknarskipi.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan göngumann á Sólheimajökul - 15.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 13:55 beiðni frá lögreglunni í Vík um þyrlu vegna göngumanns sem fallið hafði töluverða hæð á Sólheimajökli og slasast.

Lesa meira

TF-LÍF staðsetur slysstað og aðstoðar á vettvangi - 12.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 18:07 beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna ferðamanns sem fallið hafði í á við Sveinsgil. Hafði samferðamanni hans tekist að láta vita. Þyrla Landhelgisgæslunnar gat staðsett slysstað.

Lesa meira

Aftur berst neyðarkall gegnum gervihnött, þyrla Landhelgisgæslunnar kemur ferðamanni til aðstoðar. - 10.7.2016

Í dag, sunnudag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar aftur neyðarkall í gegnum gervihnött og kom þyrla Landhelgisgæslunnar ferðamanni á göngu til aðstoðar í framhaldinu.

Lesa meira

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar finnur hrakinn ferðamann eftir að neyðarkall barst gegnum gervihnött. - 9.7.2016

Áhöfnin á TF-SYN, þyrlu Landhelgisgæslunnar fann ferðamann, kaldan og hrakinn eftir að neyðarkall barst til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í gegnum gervihnött.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna vinnuslyss - 7.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 11.52 beiðni um aðstoð þyrlu vegna vinnuslyss um borð í skipi við höfnina á Skagaströnd.

Lesa meira

Þór æfir með danska varðskipinu TRITON - 6.7.2016

Varðskipið Þór og danska varðskipið TRITON héldu sameiginlega æfingu í vikunni þar sem æfð voru viðbrögð við eldi um borð og meðferð slasaðra vegna þess. Landhelgisgæslan æfir mjög oft með dönsku varðskipunum og er þetta góða samstarf afar mikilvægt.

Lesa meira

Þyrlan TF-GNÁ sækir slasaðan ferðamann - 5.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir hálfellefu í morgun neyðarbeiðni frá ferðamönnum sem voru á ferð austan við Torfajökul en einn ferðamannanna hafði fótbrotnað. Mikið annríki hefur verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar að undanförnu.

Lesa meira

Þyrlan TF-LÍF sækir slasaða göngukonu eftir að neyðarboð barst gegnum rás 16 - 4.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 20:12 neyðarkall í gegnum rás 16 vegna göngukonu sem hafði dottið í Bolungarvík á Ströndum en konan var þar með gönguhóp. 

Lesa meira

Þyrlan TF-LÍF sækir konu sem féll við Reynisfjall, Víkurmegin - 2.7.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt upp úr hálfeitt í dag beiðni um þyrlu vegna konu sem hafði fallið við Reynisfjall, Víkurmegin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF var þá að koma inn til lendingar úr æfingarflugi og fór í loftið aftur nokkrum mínútum síðar og hélt áleiðis að Vík í Mýrdal.

Lesa meira

Landhelgisgæslan 90 ára í dag - 1.7.2016

Landhelgisgæsla Íslands er 90 ára í dag, 1. júlí 2016 en stofndagur Landhelgisgæslunnar er 1. júlí 1926.

Lesa meira

Áhöfnin á TF-GNÁ kemur endurvarpa á Straumnesfjalli í gang - 1.7.2016

Áhöfnin á TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar fór í gær í verkefni á Straumnesfjalli norðan við Aðalvík. Slokknað hafði á endurvarpa sjálfvirka auðkenniskerfisins (AIS) sem er staðsettur á fjallinu en hann er mjög mikilvægur fyrir öryggi sjófarenda á svæðinu.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica