Fréttir

Gleðilegt nýtt ár! - 31.12.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú síðdegis vegna ljóss sem sást á Hvalfirði en líklega var um dufl að ræða og eftirgrennslan því hætt. Landhelgisgæslan óskar landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári og þakkar velvild og stuðning á árinu sem nú er að líða.

Lesa meira

Þyrlan bjargaði göngumanni nærri Hofsjökli - 29.12.2017

TF-GNA var kölluð út í kvöld til að bjarga erlendum göngumanni sem var kaldur og hrakinn austan við Hofsjökul. Áhöfn þyrlunnar fann manninn þegar hann beindi ljósi sínu að þyrlunni en hann hafði gefið upp nokkuð nákvæma staðsetningu þegar hann hringdi eftir aðstoð.

Lesa meira

Áramótaannáll LHG 2017 - 29.12.2017

Árið 2017 var merkilegt fyrir ýmissa hluta sakir og verkefnin sem starfsfólk Landhelgisgæslunnar fékkst við vægast sagt margvísleg. Annáll Landhelgisgæslunnar ber þetta með sér en í honum er stiklað á stóru í starfseminni á því herrans ári 2017. 

Lesa meira

Vélarvana bátur nærri Rifi - 28.12.2017

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun beiðni um aðstoð frá báti með bilaða vél skammt frá Rifi. Bátur sem var í grenndinni kom fljótt á vettvang og tók hann í tog uns bátur og skip björgunarsveitarinnar á staðnum tók við. Þyrla var kölluð út en aðstoð hennar var svo afturkölluð. 

Lesa meira

Öll loftför LHG kölluð út - 27.12.2017

Allar þyrlur Landhelgisgæslunnar og flugvélin TF-SIF voru kölluð út vegna alvarlegs rútuslys sem varð rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. Afar sjaldgæft er að öll loftför stofnunarinnar séu kölluð út með þessum hætti. 

Lesa meira

Bátur strandaði á Breiðafirði - 27.12.2017

Farþegabátur steytti á skeri skammt austan Stykkishólm síðdegis. Öllum um borð var bjargað heilu og höldnu í farþegaskipið Særúnu. Þyrlan TF-LIF hélt vestur en aðstoð hennar var svo afturkölluð. 

Lesa meira

LHG óskar landsmönnum gleðilegra jóla - 24.12.2017

Landhelgisgæsla Íslands og starfsfólk hennar óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Rólegt er á Íslandsmiðum yfir hátíðarnar. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var aðeins eitt íslenskt skip á sjó á tólfta tímanum í dag, aðfangadag. Flugvélin TF-SIF kom heim í hádeginu úr verkefnum fyrir Frontex í Miðjarðarhafi.

Lesa meira

Leitarköfun á stysta degi ársins - 22.12.2017

Hafið í kringum Ísland er bæði dimmt og kalt og alveg sérstaklega á þessum árstíma þegar sólargangurinn er hvað stystur og hitastigið lægst. Þrír kafarar í köfunarsveit Landhelgisgæslunnar nýttu þessar óblíðu aðstæður til æfinga í gær, á vetrarsólstöðum.

Lesa meira

Þröstur Sigtryggsson borinn til grafar - 20.12.2017

Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslu Íslands, var jarðsunginn í gær. Hann andaðist þann 9. desember síðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu, 88 ára að aldri. Samstarfsfélagar Þrastar hjá Landhelgisgæslunni voru líkmenn í útförinni sem gerð var frá Grafarvogskirkju.

Lesa meira

Slasaður sjómaður sóttur til Eyja - 18.12.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í nótt slasaðan sjómann frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Maðurinn slasaðist um borð í skipi sem var að veiðum suður af landinu. Stormur kom í veg fyrir að hægt væri að senda sjúkraflugvél til Eyja.

Lesa meira

Þyrla LHG lenti á danska varðskipinu - 15.12.2017

Danski sjóherinn efndi til sérstakrar athafnar í Reykjavík í lok vikunnar þegar fyrsta Seahawk-þyrlan var formlega tekin í notkun á eftirlitsskipum hersins. Endurnýjun þyrluflotans hefur mikið að segja fyrir öryggi íslenskra sjófarenda.Þyrla LHG æfði lendingar á dönsku eftirlitsskipi fyrir viku. 

Lesa meira

Viðey RE-50 á heimleið - 11.12.2017

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar kom um helgina auga á sérstaklega glæsilegt skip á siglingu á austanverðu Miðjarðarhafi sem ástæða þótti til að kanna nánar. Um var að ræða nýjasta skipið í íslenska fiskiskipaflotanum, Viðey RE-50, á heimleið úr skipasmíðastöð í Tyrklandi.

Lesa meira

Samgöngumálastjóri ESB sigldi með Óðni - 5.12.2017

Aðgerðabátur Landhelgisgæslunnar, Óðinn, heldur áfram að vekja athygli en fyrir helgi brá samgöngumálastjóri ESB sér í siglingu með honum. Rafnar ehf. smíðaði bátinn en hönnun hans þykir byltingarkennd. 

Lesa meira

Standa rétt! Stíga fram! - 4.12.2017

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar rifjaði upp þjónustusiði, reglur um einkennisfatnað, siðareglur og sitthvað fleira á endurmenntunarnámskeiðum sem haldin voru fyrir skemmstu.

Lesa meira

Dróni truflaði þyrluna við björgun - 29.11.2017

Ómannað loftfar, svokallaður dróni, truflaði áhöfn þyrlunnar TF-GNA þegar hún sótti slasaða konu í Ingólfsfjall í vikubyrjun. Ljóst er að nærvera hans skapaði hættu á vettvangi. 

Lesa meira

TF-SIF kom upp um smyglara - 28.11.2017

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar átti stóran þátt í að grískum yfirvöldum tókst um helgina að handsama smyglara sem reyndu að koma 1,6 tonnum af kannabisefnum til Grikklands. Flugvélin, sem er í verkefnum í Miðjarðarhafi fyrir Frontex, tók þátt í leit að flóttafólki í dag.

Lesa meira

Æfðu undankomu úr þyrlu í vatni - 27.11.2017

Liðsmenn flugdeildar Landhelgisgæslunnar fóru nýverið til Aberdeen í Skotlandi til að gangast undir svonefnda HUET-þjálfun. Hún gengur út á að bjarga sér úr þyrlu sem lent hefur í vatni eða sjó. Allir í þyrluáhöfnum LHG verða að sækja þessa þjálfun með reglulegu millibili. 

Lesa meira

Fyrirmyndardagurinn er í dag - 24.11.2017

Marta Sóley Helgadóttir kynnti sér störf Landhelgisgæslunnar á fyrirmyndardegi Vinnumálastofnunar. Hún heimsótti sjómælingabátinn Baldur, varðskipið Tý og skoðaði þyrlukostinn. 

Lesa meira

Þyrlan flaug með vísindamenn yfir eldstöðvar - 21.11.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug um helgina með vísindamenn frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands yfir Öræfajökul og fleiri eldstöðvar til að kanna þar aðstæður. Óvissustig er í gildi vegna jökulsins. 

Lesa meira

Fjallaljón og gaupa saman á flugi - 21.11.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar og Lynx-þyrla danska sjóhersins flugu saman á laugardag. Danirnir skipta nú Lynx-þyrlunum út fyrir nýrri þyrlur af gerðinni Sikorsky Seahawk. 

Lesa meira

Fórnarlamba umferðarslysa minnst - 20.11.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í minningarathöfn um þá 1.545 sem látist hafa í umferðinni á Íslandi. Forseti Íslands þakkaði þeim sem sinna björgun og aðhlynningu þegar slys verða. 

Lesa meira

Líf og fjör um borð í Tý - 14.11.2017

Rafmögnuð spenna ríkti um borð í varðskipinu Tý á sunnudagskvöldið þegar áhöfnin efndi til bingós. Í síðastliðinni viku var skipsbjöllunni hringt í þágu friðar og baráttu gegn einelti. 

Lesa meira

Þyrlan í rjúpnaveiðieftirliti - 6.11.2017

Landhelgisgæslan og lögreglan á Suðurlandi sinntu eftirliti með rjúpnaveiðum um helgina. Afskipti voru höfð af veiðimönnum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum en að öðru leyti voru allir með sín mál í lagi. 

Lesa meira

Ásgeir Trausti kastar plötu í sjóinn - 6.11.2017

Áhöfnin á TF-GNA tók þátt í skemmtilegu verkefni með tónlistarmanninum Ásgeiri Trausta, RÚV og verkfræðistofunni VerkÍs fyrir helgi. Hylki með hljómplötu var varpað í hafið til þess að vekja athygli á mengun sjávar.

Lesa meira

Þyrlan sótti slasaðan mann í Þistilfirði - 31.10.2017

Þyrla LHG flutti í gærkvöld mann sem slasaðist á fjórhjóli í Þistilfirði á sjúkrahús á Akureyri. Beiðni um aðstoð þyrlu vegna týndra fjárleitarmanna á Ströndum var afturkölluð. 

Lesa meira

Hrósmiðar og hamborgarar á starfsmannafundi - 31.10.2017

Hrósmiðar og hamborgarar settu svip sinn á fjölsóttan starfsmannafund Landhelgisgæslunnar sem haldinn var í gær í flugskýli 2 á Reykjavíkurflugvelli. Þar var meðal annars kynnt tillaga að nýju skipuriti og stórafmælisbörn heiðruð.

Lesa meira

Umhverfisvænn Týr eins og nýr - 27.10.2017

Varðskipið Týr er eins og nýtt eftir að hafa fengið hressilega yfirhalningu í slippnum á Akureyri. Skipsbotninn var málaður með sérstakri silíkonmálningu sem er mun umhverfisvænni en aðrar tegundir botnmálningar. Með endurbótunum verður skipið sparneytnara og mengar minna. 

Lesa meira

Þór hafði afskipti af farþegabáti - 25.10.2017

Varðskipið Þór hafði afskipti af farþegabáti á sundunum á Kollafirði í gærkvöld. Haffærisskírteini bátsins var útrunnið, lögskráningu áhafnar ábótavant og um borð voru næstum því fjórfalt fleiri farþegar en áður útgefið farþegaleyfi heimilaði. 

Lesa meira

Lögfræðingar í sjómælingatúr - 20.10.2017

Í vikunni fór fram hér á landi málstofa á vegum NATO Center of Exellence of Operations in Confined and Shallow Waters. Á þriðja tug lögfræðinga frá aðildarríkjunum tóku þátt og fórur nokkrir þeirra í siglingu um Kollafjörð með sjómælingabátnum Baldri. 

Lesa meira

Sjávarfallatöflur og almanak 2018 komin út - 19.10.2017

Sjávarfallatöflur fyrir árið 2018 eru komnar út. Sjávarfallaalmanak fyrir árið 2018 er sömuleiðis komið út. Sjávarfallatöflurnar hafa að geyma sjávarfallaspá fyrir Reykjavík, Ísafjörð, Siglufjörð, Djúpavog og Þorlákshöfn.

Lesa meira

Vel heppnuð Northern Challenge-æfing - 16.10.2017

Northern Challenge 2017, alþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga sem fram fór hér á landi, lauk undir lok nýliðinni viku. Er það mál þeirra sem að æfingunni komu að hún hefði heppnast einstaklega vel en aldrei hafa svo margir tekið þátt í henni.

Lesa meira

Yfir tuttugu túnfiskveiðiskip suður af landinu - 14.10.2017

Á þriðja tug erlendra skipa eru nú á túnfiskveiðum á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC-svæðinu svonefnda, suður af íslensku lögsögumörkunum. Þetta kom í ljós í eftirlitsflugi flugvélar Landhelgisgæslunnar í vikunni. 

Lesa meira

LHG á starfsgreinakynningu á Suðurnesjum - 13.10.2017

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar voru á meðal þeirra sem kynntu grunnskólanemendum á Suðurnesjum og öðrum áhugasömum starfsemi sína í vikunni. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum gekkst fyrir viðburðinum. 

Lesa meira

Viðurkenningar veittar vegna skútubjörgunar - 12.10.2017

Áhöfn rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, flugmenn flugvélar Isavia og stjórnandi og varðstjórar í stjórnstöð LHG hlutu í morgun viðurkenningu bandarísku strandgæslunnar fyrir þátt sinn í björgun áhafnar bandarísku skútunnar í sumar. 

Lesa meira

Ísbreiðan óvenju norðarlega í ár - 10.10.2017

Ísbreiðan á Norðurskautinu er talsvert norðar en hún var um sama leyti í fyrra. Á sama tíma hafa margar tilkynningar borist frá sjófarendum um borgarísjaka norðvestur af landinu. 

Lesa meira

Þyrlan skutlaði skólabörnum heim - 2.10.2017

Þyrlusveit LHG hafði í mörg horn að líta á flóðasvæðunum suðaustanlands í nýliðinni viku. Um tíma voru báðar þyrlurnar á vettvangi og sinntu áhafnir þeirra margvíslegum verkefnum. 

Lesa meira

Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga hafin - 2.10.2017

Northern Challenge 2017 hófst í morgun á Suðurnesjum og stendur æfingin í tvær vikur. 33 lið frá 15 ríkjum taka þátt að þessu sinni en æfingin fer fram hér á landi árlega. 

Lesa meira

Síðasti loftskeytamaðurinn kvaddur - 29.9.2017

Bergþór Atlason, varðstjóri í stjórnstöð LHG, vann sína síðustu vakt í nótt og af því tilefni var honum haldið kveðjuhóf nú síðdegis. Bergþór er menntaður loftskeytamaður og er einn sá síðasti með þá menntun sem starfað hefur óslitið í þeim geira. 

Lesa meira

Tvær þyrlur LHG á flóðasvæðunum - 29.9.2017

Tvær af þyrlum Landhelgisgæslunnar aðstoða nú lögreglu og aðra viðbragðsaðila suðaustanlands en þar hafa mikil úrkoma og vatnavextir sett samfélagið úr skorðum. Önnur þyrlan verður á svæðinu fram á morgundaginn hið minnsta en þá verður ákvörðun tekin um framhaldið. 

Lesa meira

Baldur staðsetti skipsflak í Breiðafirði - 27.9.2017

Áhöfn sjómælingabátsins Baldurs staðsetti með fjölgeislamælingum skipsflak í Breiðafirði í sumar. Allt bendir til að flakið sé af norska flutningaskipinu Nordpolen sem sökk á þessum slóðum árið 1926. 

Lesa meira

Loftrýmisgæslu NATO lokið að sinni - 25.9.2017

Bandaríska flugsveitin sem sinnt hefur loftrýmisgæslu hér við land að undanförnu sneri aftur til síns heima á föstudaginn. Fyrr í mánuðinum var langveikum börnum boðið að kynna sér starfsemi flugsveitarinnar og skoða þotur og ýmsan búnað. 

Lesa meira

TF-LIF sótti sjúkling til Eyja - 24.9.2017

Þyrlan fór í sjúkraflug til Vestmannaeyja síðdegis í gær. Mikil þoka gerði verkefnið erfiðara og varð þyrlan að færa sig frá Vestmannaeyjaflugvelli yfir á malarvöll í bænum til að eiga ekki á hættu að lokast inni. 

Lesa meira

Tundurdufli eytt í Fáskrúðsfirði - 22.9.2017

Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um síðastliðna helgi þegar Ljósafell SU-70 fékk tundurdufl í trollið austur af landinu. Vel gekk að eyða duflinu en ljóst var af sprengingunni að það var með fullri virkni.

Lesa meira

Góðar gjafir bárust þyrlusveit LHG - 15.9.2017

Einn reyndasti þyrlulæknir okkar, Felix Valsson, var kvaddur með vöfflukaffi í morgun. Um leið fékk Landhelgisgæslan afhenta þrjá barkakýlisspegla með myndavél til að hafa um borð í þyrlunum. 

Lesa meira

Rúm sjötíu hlöss af útbúnaði flutt úr Surtsey - 14.9.2017

Fyrr í vikunni var útbúnaður sem notaður var í tengslum við alþjóðlegt borunarverkefni í Surtsey fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir í varðskipið Þór. Skipið kom til hafnar í Reykjavík í fyrrakvöld og búnaðurinn með. 

Lesa meira

Veikur maður sóttur í skútu - 11.9.2017

Þyrlan TF-GNA sótti sjúkling um borð í erlenda skútu djúpt suður af landinu á föstudagskvöldið. Aðgerðin gekk vel en hífingar úr skútum geta reynst varasamar.

Lesa meira

Arctic Guardian 2017 lauk í dag - 8.9.2017

Góður árangur varð af leitar- og björgunaræfingunni Arctic Guardian sem lauk í blíðskaparveðri á Kollafirði í dag. Æfingin er sú fyrsta sem samtök strandgæsluríkja á norðurslóðum, Arctic Coast Guard Forum, gangast fyrir. 

Lesa meira

Arctic Guardian stendur sem hæst - 7.9.2017

Skip og flugvélar æfa áfram leit og björgun á hafsvæðinu vestur af Íslandi. Æfingin er haldin undir merkjum samtaka strandgæslustofnana á norðurslóðum og hefur gengið mjög vel það sem af er. 

Lesa meira

Skipin lögð af stað á æfingasvæðið - 5.9.2017

Alþjóðlega leitar- og björgunaræfingin Arctic Guardian 2017 hófst í dag en nú undir kvöld héldu skipin fimm sem taka þátt til æfingasvæðisins vestur af landinu. Samtök strandgæslustofnana á norðurslóðum (ACGF) standa fyrir æfingunni.

Lesa meira

Arctic Guardian 2017 hefst á morgun - 4.9.2017

Arctic Guardian, fyrsta sameiginlega leitar- og björgunaræfing samtaka strandgæslustofnana norðurslóðaríkja (e. Arctic Coast Guard Forum,) hefst þriðjudaginn 5. september. Markmið æfingarinnar er að þróa fjölþjóðlega samvinnu á þessu sviði og gera hana nánari en jafnframt sýna fram á getu aðildarríkjanna til að ráðast í sameiginlegar leitar- og björgunaraðgerðir á norðurslóðum. 

Lesa meira

Leynivopnið komið í hendur Breta - 4.9.2017

Formaður öldungaráðs fyrrverandi starfsmanna Landhelgisgæslunnar afhenti fyrir helgi stjórnendum Sjóminjasafnsins í Hull togvíraklippur sem komu mjög við sögu í þorskastríðum síðustu aldar. 

Lesa meira

Kanadískur ísbrjótur til sýnis í Reykjavíkurhöfn - 2.9.2017

Kanadíski ísbrjóturinn Pierre Radisson verður opinn almenningi á morgun, sunnudaginn 3. september. Skipið er hér á landi í tengslum við leitar- og björgunaræfingu samtaka strandgæslustofnana á norðurslóðum. 

Lesa meira

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast - 22.8.2017

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju nú í ágúst með komu flugsveitar bandaríska flughersins

Lesa meira

Viðbúnaður vegna skútu í vanda - 26.7.2017

Neyðarboð bárust frá bandarískri skútu snemma í morgun. Staðsetning sendisins var djúpt suðvestur af landinu. Flugvél Isavia fann skútuna á ellefta tímanum og voru allir um borð heilir á húfi. 

Lesa meira

Tvö þyrluútköll um helgina - 25.7.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti tveimur útköllum um helgina. Kona hrasaði á Bláhnjúki nærri Landmannalaugum og maður lenti í vinnuslysi í Rangárþingi ytra. Fólkið var flutt á sjúkrahús í Reykjavík. 

Lesa meira

Þyrlur kallaðar út vegna slyss í Gullfossi - 20.7.2017

Tvær af þyrlum Landhelgisgæslunnar tóku í gær þátt í leit af manni sem talið er að hafi fallið í Gullfoss. Leitin hefur enn engan árangur borið. 

Lesa meira

Þyrlan í eftirlisferð vegna lax- og silungsveiði - 18.7.2017

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar og veiðieftirlitsmenn frá Fiskistofu sinntu eftirliti með lax- og silungsveiði á laugardagskvöldið. Í einu tilviki voru afli og veiðarfæri gerð upptæk en bannað er að veiða lax í sjó. 

Lesa meira

TF-SIF fann bát með flóttafólki - 17.7.2017

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar kom auga á seglskútu á Miðjarðarhafi sem vakti grunsemdir. Um borð var hópur af flótta- og farandfólki sem hefur nú verið komið í öruggt skjól.

Lesa meira

TF-LIF æfði með þýskum kafbáti - 17.7.2017

Áhafnir þyrlunnar og þýska kafbátsins U-32 efndu til vel heppnaðrar björgunaræfingar á Faxaflóa í nýliðinni viku. Kafbáturinn var hér við land í tengslum við kafbátaeftirlitsæfingu Atlantshafsbandalagsins sem lauk fyrir skemmstu. 

Lesa meira

TF-SIF í verkefni fyrir Frontex - 13.7.2017

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hélt nú í morgun áleiðis til Sikileyjar en næstu vikurnar sinnir vélin og áhöfn hennar landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex. Ráðgert er að flugvélin verði á Ítalíu þar til í lok ágúst.

Lesa meira

Tvær þyrlur LHG kallaðar út - 12.7.2017

Þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem í gærkvöld var á leiðinni austur að Skaftá til að aðstoða franskan skátahóp, var snúið til Selfoss vegna alvarlegs slyss þar. Önnur þyrla var send til að koma skátunum til aðstoðar. 

Lesa meira

Þyrlan kölluð út vegna gruns um neyðarblys - 10.7.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöld vegna flugelds sem tilkynnt var um að sést hefði á himni nærri Þorlákshöfn. Björgunarsveitir tóku þátt í leitinni en ekkert fannst. Þyrlan sinnti nokkrum verkefnum um helgina. 

Lesa meira

Varðskipið Týr tók þátt í Dynamic Mongoose - 5.7.2017

Varðskipið Týr hefur undanfarna viku tekið þátt í kafbátaeftirlitsæfingunni Dynamic Mongoose 2017, sem fram fer suður af landinu. Skipið hefur verið við rannsóknir og æfingar með Alliance, rannsóknarskipi Atlantshafsbandalagsins.

Lesa meira

Sjófarendur hlusti á neyðarrásina - 4.7.2017

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur í tvígang undanfarinn sólarhring sett í gang talsverðan viðbúnað vegna báta sem dottið hafa úr ferilvöktun og ekki náðst samband við fyrr en seint og um síðir. Enn og aftur eru sjófarendur minntir á að hlusta á rás 16 og gæta að ferilvöktunarbúnaði sínum.

Lesa meira

Tveir skipherrar bornir til grafar - 3.7.2017

Sigurjón Hannesson og Ólafur Valur Sigurðsson, fyrrverandi skipherrar hjá Landhelgisgæslunni, létust fyrr í þessum mánuði. Sigurjón verður jarðsunginn í dag en Ólafur Valur á morgun. Ástvinum þeirra er vottuð samúð. 

Lesa meira

Sprengjueyðingaræfing í skemmtiferðaskipi - 30.6.2017

Gestir og gangandi í miðborg Reykjavíkur ráku margir upp stór augu í vikunni þegar svartklæddir menn sigu úr þyrlu  niður á þilfar farþegaskips Reykjavíkurhöfn. Þarna var sem betur fer engin hætta á ferð heldur reglubundin æfing. 

Lesa meira

Sprengjueyðingarsveitin kölluð út - 27.6.2017

Torkennilegur hlutur fannst í fjörunni á Álftanesi og var sprengjueyðingarsveit LHG því kölluð út að beiðni lögreglu. Sem betur fer reyndist hluturinn hættulaus en útkallið sýnir að allur er varinn góður. 

Lesa meira

Varðskipið Týr leiddi skipalestina - 26.6.2017

Landhelgisgæslan tók þátt í einstökum viðburði á föstudag þegar efnt var til minningarathafnar í tilefni af því að um þessar mundir eru 75 ár liðin frá því að skipalest bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. PQ17, sigldi til Kólaskaga í Rússlandi þegar stríðið á austurvígstöðvunum stóð sem hæst. Varðskipið Týr fór í broddi fylkingar þegar herskip og kafbátur sigldu inn Hvalfjörð í tengslum við þessa athöfn. 

Lesa meira

LHG fær að gjöf hjartahnoðtæki í þyrlurnar - 19.6.2017

Rausnarleg gjöf afhent fulltrúum Landhelgisgæslunnar við athöfn í Hafnarfirði á sjómannadeginum. Skipverji af Barðanum og Kiwanisklúbburinn Eldborg gáfu tækið, auk þeirra sem styrkt hafa þyrlukaupasjóð LHG. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan fékk Fjörusteininn 2017 - 15.6.2017

Landhelgisgæslan var á dögunum sæmd umhverfisverðlaunum Faxaflóahafna, meðal annars fyrir snyrtilega aðkomu í kringum starfsemina í Reykjavíkurhöfn og notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er í ellefta sinn sem verðlaunin eru veitt.

Lesa meira

Rússneskir togarar á Reykjaneshrygg - 15.6.2017

Í eftirlitsflugi flugvélarinnar TF-SIF í gær kom í ljós að sex rússnesk fiskiskip voru á úthafskarfaveiðum á NEAFC-svæðinu, rétt sunnan við mörk íslensku lögsögunnar.  

Lesa meira

Yfirmaður flugsveitar safnar fyrir Umhyggju - 13.6.2017

William Mitchell, yfirmaður kanadískrar flugsveitar sem sinnir loftrýmisgæslu hérlendis um þessar mundir hljóp í morgun frá Reykjavík til Keflavíkur til að safna fé til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. 

Lesa meira

Sjómannadeginum fagnað í blíðskaparveðri - 12.6.2017

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar tók ríkan þátt í hátíðarhöldum vegna sjómannadagsins um helgina. Þau fóru víðast hvar fram í blíðskaparveðri enda flestir sem sóttu viðburði af þessu tilefni í sólskinsskapi. 

Lesa meira

Gæslan á ferð og flugi um helgina - 9.6.2017

Sjómannadagshelgi á Flateyri 2009 - 3

Þyrlur Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagshelgarinnar víðs vegar um landið. Þá stendur starfsfólk LHG heiðursvörð við minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði. 

Lesa meira

Íslendingar lögðu Kanadamenn í íshokkíleik - 7.6.2017

Það er ekki á hverjum degi sem íslenska íshokkílandsliðið sigrar fulltrúa Kanada í þessari æsispennandi íþrótt en það gerðist í vináttuleik í gær. Fyrir skemmstu buðu Kanadamennirnir flugnemum í flugskóla Keilis í heimsókn. 

Lesa meira

TF-SIF tók þátt í loftrýmisgæsluæfingu - 6.6.2017

Flugvél Landhelgisgæslunnar æfði loftrýmisgæslu með flugsveit kanadíska hersins í nýliðinni viku. Einstakar myndir voru teknar af þessari æfingu í háloftunum.  

Lesa meira

TF-LIF fór í tvö útköll - 4.6.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti seint í gærkvöld konu sem slasaðist á hestbaki í Gilsfirði. Í nótt flaug þyrlan svo til móts við sjúkrabíl sem var á suðurleið frá Snæfellsnesi.

Lesa meira

Fallhlífarstökk úr flugvélinni TF-SIF - 2.6.2017

Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku þátt í björgunaræfingunni Skýjum ofar ásamt félögum úr Flugbjörgunarsveitinni og fleiri björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Æfingin fór fram á Öræfajökli á laugardaginn var. Líkt var eftir útkalli þar sem bjarga þurfti fólki úr snjóflóði á þessum hæsta jökli landsins. 

Lesa meira

Varðskipið í sorphreinsun í Aðalvík - 30.5.2017

Áhöfn varðskipsins Þórs tók þátt í sérstaklega skemmtilegu verkefni í friðlandinu á Hornströndum um helgina. Vaskur hópur sjálfboðaliða hreinsaði rusl í Aðalvík og var varðskipið notað til að ferja fólk á svæðið og flytja ruslið úr friðlandinu. 

Lesa meira

Varðskipið Þór við eftirlit á Reykjaneshrygg - 24.5.2017

Að undanförnu hefur varðskipið Þór verið við eftirlitsstörf á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg, á NEAFC-svæðinu svonefnda. Yfir tuttugu skip voru að veiðum þar þegar varðskipið kom á vettvang. Engar athugasemdir voru gerðar við veiðar þeirra. 

Lesa meira

Skipverja á Ross Cleveland minnst - 18.5.2017

Varðskipið Týr sigldi á dögunum með bróður skipstjórans á Ross Cleveland út á Ísafjarðardjúp þar sem áhafnar togarans var minnst. Skipið fórst í óveðri í febrúar 1968. Daginn eftir tóku skipverjar á Tý líka þátt í eldvarnaræfingum með áhöfn danska eftirlitsskipsins Ejnar Mikkelsen.

Lesa meira

Þyrlan sótti veikan sjómann - 16.5.2017

TF-LIF sótti veikan sjómann af rússnesku fiskiskipi sem var að veiðum djúpt suðvestur af Reykjanesi. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um hálftvöleytið í dag. 

Lesa meira

Þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út - 15.5.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag eftir að neyðarkall barst frá báti sem var vélarvana nærri Straumnesi. Undir kvöld var svo óskað eftir þyrluaðstoð þyrlu vegna bílslysa í Húnavatnssýslu og nærri Vík í Mýrdal. Þá var maður sem slasaðist við eggjatöku í bjargi á Langanesi fluttur á sjúkrahús.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast - 8.5.2017

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar kanadíska flughersins. Flugsveitin kemur til landsins með sex Hornet CF-188 orrustuþotur. Ráðgert er að verkefninu ljúki miðjan júní. 

Lesa meira

TF-SIF við eftirlit á Reykjaneshrygg - 8.5.2017

Í eftirlitsflugi sem TF-SIF fór á Reykjaneshrygg í nýliðinni viku var meðal annars grennslast fyrir um erlend fiskiskip sem voru á úthafskarfaveiðum rétt utan við lögsögumörkin. Þá var öldureksdufli varpað úr flugvélinni en það er hluti af útbúnaði sem notaður er við hafrannsóknaverkefni við Ísland.

Lesa meira

Skosk, norsk og írsk skip í ferilvöktun LHG - 5.5.2017

Veðurskilyrði yfir landinu þýða að stjórnstöð LHG nemur AIS-merki frá skipum í Norðursjó og við Noregsstrendur. Yfir eitt þúsund skip voru í kerfum stjórnstöðvar nú í hádeginu. 

Lesa meira

Allnokkrir bátar án lögskráningar - 3.5.2017

Landhelgisgæslan hvetur strandveiðisjómenn og aðra sjófarendur til að tryggja að lögskráning á bátana sé fullnægjandi. Annmarkar á því geta haft alvarlegar afleiðingar. Haft hefur verið samband við tugi báta vegna ófullnægjandi lögskráningar.

Lesa meira

Strandveiðitímabilið hófst í morgun - 2.5.2017

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar áætlar að þegar mest lét hafi hátt í tvö hundruð strandveiðibátar verið að veiðum í morgun. Stjórnstöðin fylgist grannt með strandveiðibátum næstu vikurnar en eftirliti með þeim verður jafnframt sinnt af sjó og úr lofti.

Lesa meira

Þyrlurnar sendar út vegna kajakræðara - 30.4.2017

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar björguðu tveimur kajakræðurum úr sjónum við Þjórsárósa í gærkvöld. Ljóst er að það skipti miklu máli að hafa tvær þyrlur til taks við þessar aðstæður.

Lesa meira

Neyðarsendi bjargað úr sjónum - 26.4.2017

Þyrlan TF-SYN sótti í síðastliðinni viku neyðarsendi sem fokið hafði af norsku fiskiskipi í óveðri suðvestur af Reykjanesi en nokkrar tilkynningar höfðu borist frá flugvélum og skipum vegna hans. Kærkomin æfing fyrir þyrluáhöfnina. 

Lesa meira

Söguljós: Bíræfnir Rússar staðnir að verki - 24.4.2017

Vorið 1996 fór Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlitsflug sem varð talsvert lengra en ráð var fyrir gert. Áhöfnin stóð rússneskan togara að ólöglegum veiðum innan við íslensku lögsögumörkin og veitti honum eftirför. Halldór Nellet, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í þessari eftirminnilegu aðgerð og hann rifjar málið upp í eftirfarandi frásögn.

Lesa meira

Rannsaka hafísröndina á Grænlandssundi - 21.4.2017

Sérútbúin flugvél verður hér við land næstu þrjár vikurnar til að rannsaka hafísröndina á Grænlandssundi. Flugvélin er á vegum háskóla bandaríska sjóhersins en Hafliði Jónsson, prófessor við skólann, leiðir þetta áhugaverða verkefni. Landhelgisgæslan hefur aðstoðað við undirbúninginn.

Lesa meira

Þyrluáhöfnin í neðanjarðarhífingum - 20.4.2017

Áhöfn TF-SYN æfði hífingar bæði ofan jarðar og neðan á Reykjanesskaga í gær. Sigmanni var slakað niður í holu sem myndaðist á óvenjulegan hátt. 

Lesa meira

Páskaegg á Bolafjallseggjum - 14.4.2017

Þyrlan TF-GNA fór í gæsluflug í vikunni og kom þá við í ratsjárstöðinni á Bolafjalli með glaðning handa starfsmönnunum, ljúffeng súkkulaðiegg til að narta í. Landhelgisgæslan óskar landsmönnum gleðilegra páska. 

Lesa meira

Leysibendi beint að þyrlu LHG - 11.4.2017

Þyrlan TF-GNA var á flugi yfir Reykjavík í gærkvöld á leið til Vestmannaeyja að sækja sjúkling þegar geisla úr leysibendi var beint að henni. Slíkt athæfi getur truflað flugmenn og þannig skapað verulega hættu. 

Lesa meira

Þyrlan sótti sjúkling til Vestmannaeyja - 5.4.2017

TF-GNA fór í sjúkraflug til Vestmannaeyja í kvöld en vegna þoku og rigningar þar var ekki unnt að senda þangað sjúkraflugvél. 

Lesa meira

Viðbrögð æfð við eldi í skemmtiferðaskipi - 5.4.2017

Landhelgisgæslan, AECO og leitar- og björgunarmiðstöðin í Norður-Noregi standa fyrir æfingu í Reykjavík þessa vikuna. Umferð skemmtiferðaskipa á norðurslóðum hefur aukist verulega á undanförnum árum en miklar áskoranir fylgja leit og björgun á þessu hafsvæði.

Lesa meira

Flugvélin TF-SIF komin heim - 31.3.2017

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú í hádeginu eftir liðlega tveggja mánaða fjarveru frá Íslandi. Þar með er lokið að sinni verkefnum flugvélarinnar fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex.

Lesa meira

Samstarfsyfirlýsing undirrituð á fundi ACGF - 28.3.2017

Yfirmenn strandgæslustofnana átta norðurslóðaríkja undirrituðu samstarfsyfirlýsingu á fundi Arctic Coast Guard Forum í Boston á föstudag. Ákveðið hefur verið að halda stóra æfingu í haust þar sem æfð verða viðbrögð við stórslysi á hafinu á milli Íslands og Grænlands. 

Lesa meira

Varðskipsmenn æfa reykköfun - 21.3.2017

Skipverjar á varðskipum Landhelgisgæslunnar stunda reglulegar æfingar í brunavörnum, skyndihjálp og öðru sem þeir þurfa að kunna skil á til að geta brugðist rétt við hættulegum aðstæðum. Nýlegar æfingar á Þingeyri og í Fjarðabyggð eru dæmi um það. 

Lesa meira

Bátur í vanda nærri Rifi - 16.3.2017

Leki kom að netabátnum Sæljósi GK. Björgunarskipið Björg frá Rifi tók skipverjann um borð og dró bátinn til hafnar. TF-LÍF fór í loftið en aðstoð hennar var síðar afturkölluð. 

Lesa meira

Öldungaráðið í heimsókn - 16.3.2017

Fyrrverandi starfsmenn Landhelgisgæslunnar kynntu sér starfsemina í höfuðstöðvunum í Skógarhlíð. 

Lesa meira

Þrjátíu ár frá strandi Barðans GK - 14.3.2017

14. mars 1987 tókst áhöfn þyrlunnar TF-SIF að bjarga níu manna áhöfn Barðans við mjög erfiðar aðstæður undan Hólahólum á Snæfellsnesi. 

Lesa meira

Framtíðarleiðtogar flughersins í heimsókn - 10.3.2017

Gestkvæmt hefur verið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. Á meðal þeirra sem heimsótt hafa svæðið er hópur úr US Air War College og gestir af NATO-ráðstefnu.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast - 10.3.2017

Flugsveit úr ítalska hernum sinnir loftrýmisgæslu NATO hér við land frá og með miðri næstu viku fram í miðjan apríl. Sex Eurofighter Typhoon-orrustuþotur verða notaðar til verkefnisins. 

Lesa meira

TF-LIF sótti veikan sjómann - 9.3.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í nótt skipverja af Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-225 sem hafði veikst um borð. Fyrr í vikunni sótti TF-LIF mann sem hafði slasast um borð í fiskiskipi norðvestur af Snæfellsnesi.

Lesa meira

Minningarathafnir um Elías Örn - 6.3.2017

Í gær var þess minnst að tuttugu ár voru liðin frá því að Elías Örn Kristjánsson tók út af varðskipinu Ægi þegar björgunaraðgerðir vegna strands flutningaskipsins Víkartinds stóðu yfir. 

Lesa meira

Sprengjusveitin á ferð og flugi - 3.3.2017

Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar fór í vikunni með TF-LIF í Svefneyjar í Breiðafirði til að eyða hættulegum sprengibúnaði sem þar hafði fundist. Sveitin kom einnig að því að hreinsa fjarskiptamöstur á Bláfelli sem voru þakin þykkum ís. 

Lesa meira

Fjörutíu ára starf á Stokksnesi - 3.3.2017

Sigurjón Björnsson, staðarumsjónarmaður í ratsjárstöðinni á Stokksnesi, hóf þar fyrst störf fyrir réttum fjórum áratugum. Starfsfélagi hans bakaði vöfflur handa honum í tilefni dagsins. 

Lesa meira

Háþróuð hafrannsóknatæki sjósett - 2.3.2017

Rannsóknanökkvar og öldureksdufl mæla nú ölduhæð, hafstrauma, loftþrýsing og hitastig í hafinu suðvestur af landinu. Bandaríska Scripps-stofnunin og Landhelgisgæslan, Hafró og Háskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning. 

Lesa meira

Bjölluskipti um borð í Óðni - 27.2.2017

Fulltrúar Hollvinasamtaka Óðins og sjómenn af breskum togurum skiptust á bjöllum úr Óðni og togaranum Arctic Corsair.

Lesa meira

Varðskipið fjarlægði troll úr fjöru - 24.2.2017

Göngumaður gerði viðvart um netabunka í fjörunni í Selstaðavík í Seyðisfirði. Varðskipið Týr fjarlægði trollhlutann og flutti til Seyðisfjarðar. 

Lesa meira

Norðmenn ljúka loðnuveiðunum - 22.2.2017

Loðnuvertíð Norðmanna í íslensku lögsögunni þetta árið er lokið. Norsk stjórnvöld tilkynntu þetta í morgun. Norsku skipin hafa veitt nánast allan þann kvóta sem þeim var úthlutað. 

Lesa meira

Nýi Kaldbakur á leiðinni heim - 20.2.2017

TF-SIF flaug yfir Kaldabak EA-1 suður af gríska meginlandinu í gær en þetta nýja og glæsilega skip Útgerðarfélags Akureyringa er á heimleið úr tyrkneskri skipasmíðastöð. 

Lesa meira

„Loðna bókstaflega um allan sjó“ - 17.2.2017

Tugir erlendra loðnuskipa hafa verið að loðnuveiðum norður og austur af landinu undanfarnar vikur og hafa veitt vel. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr tryggja að veiðarnar fari vel og rétt fram. 

Lesa meira

Ofhlaðinn bátur og enginn að hlusta - 16.2.2017

Línubátur lenti í vanda á Breiðafirði í gær þegar hann tók inn á sig sjó. Þegar hann kallaði eftir aðstoð á rás 16 voru undirtektirnar dræmar. Björgunarskip frá Rifi kom til hjálpar. 

Lesa meira

Nýjar útgáfur af tveimur sjókortum - 15.2.2017

Sjómælingar Íslands hafa sent frá sér nýjar útgáfur af tveimur sjókortum, annars vegar hafnarkortinu af Akureyri og hins vegar yfirsiglingakortinu Dyrhólaey-Snæfellsnes. Umfangsmiklar mælingar liggja til grundvallar nýju útgáfunum. 

Lesa meira

Forsetinn hífður um borð í þyrluna - 12.2.2017

Einn af hápunktum 112-dagsins var tvímælalaust þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var hífður um borð í þyrluna TF-LÍF. Hátt í tvö þúsund manns skoðuðu varðskipið Þór í tilefni dagsins. 

Lesa meira

Þyrlan bjargar forsetanum á 112-degi - 10.2.2017

112 og viðbragðsaðilar bjóða almenningi að skoða græjurnar og hitta 112-fólkið á Hörputorgi og við Reykjavíkurhöfn á morgun 11. febrúar. Forseta Íslands bjargað úr Reykjavíkurhöfn. Varðskipið Þór verður til sýnis. Skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur. Verðlaun veitt í Eldvarnagetrauninni. 

Lesa meira

TF-LÍF sótti sjúkling til Hornafjarðar - 8.2.2017

Þyrlan flutti veika konu til Reykjavíkur. Hún kom til Hornafjarðar með sjúkrabíl frá Fjarðabyggð.

Lesa meira

Fallbyssur bætast við vopnabúrið - 8.2.2017

Landhelgisgæslan hefur fengið aftur í sína vörslu þrjár fallbyssur sem áður voru geymdar hjá Þjóðminjasafninu. Þær voru smíðaðar undir lok 19. aldar. 

Lesa meira

Yfirhershöfðingi NATO heimsækir Ísland - 5.2.2017

Denis Mercier, Supreme Allied Commander Transformation, fundaði með utanríkisráðherra og skoðaði öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli með fulltrúum Landhelgisgæslunnar ot utanríkisráðuneytisins. 

Lesa meira

Mælitækin yfirfarin í blíðskaparveðri - 3.2.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær með starfsfólk Veðurstofunnar og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra á Grænafjall og Kistu til að yfirfara mælibúnað í nágrenni Kötlu og Bárðarbungu. 

Lesa meira

Ranglega skráðar AIS-netabaujur - 3.2.2017

Stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands segir nokkuð um að á miðunum séu í notkun AIS-netabaujur sem ekki eru rétt skráðar. Slíkt getur orsakað rugling og jafnvel valdið óþarfa útköllum viðbragðsaðila. 

Lesa meira

Loðnuvertíðin hafin - 2.2.2017

Norska loðnuskipið Fiskebas boðaði komu sína í lögsöguna í gærkvöld. Tvö önnur erlend fiskiskip hafa síðan þá bæst í hópinn. Varðskipið Týr er nú á leið á miðin til að halda uppi eftirliti. 

Lesa meira

Tvö íslensk skip á sjó í morgun - 31.1.2017

Aðeins tvö skip skráð hérlendis voru á sjó á Íslandsmiðum klukkan sjö í morgun. Bræla og sjómannaverkfall eru helstu skýringarnar. Annað þessara skipa er varðskipið Týr.

Lesa meira

Köstuðu gullpeningi í sjóinn úr TF-GNA - 30.1.2017

Í gær var þess minnst að 75 ár eru liðin frá því bandaríska varðskipið Alexander Hamilton varð fyrir árás þýsks kafbáts úti fyrir Garðskaga. Afkomandi eins skipverjanna kastaði peningi í sjóinn úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Togarinn Gullver fylltur af reyk - 26.1.2017

Skipverjar á varðskipinu Þór efndu í síðustu viku til velheppnaðrar eldvarnaræfingar um borð í togaranum Gullver NS-12 á Seyðisfirði. Reykvél var notuð til að fylla afturskipið af þykkum reyk.

Lesa meira

Sjúkraflug í svartaþoku - 24.1.2017

TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gær sjúkling til Vestmannaeyja. Þar var svo mikil þoka að ákveðið var að lenda þyrlunni á vegi vestan við flugbrautina.

Lesa meira

Vegna leitar að Birnu Brjánsdóttur - 22.1.2017

Um klukkan eitt í dag fann áhöfn TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, lík í fjörunni rétt vestur af Selvogsvita.Talið er að líkið sé af Birnu Brjánsdóttur.

Lesa meira

Aldarfjórðungsafmæli ratsjárstöðvanna - 19.1.2017

Ratsjárstöðvarnar á Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli voru teknar í notkun um þetta leyti fyrir 25 árum. Stöðvarnar eru hluti af íslenska loftvarnarkerfinu. Landhelgisgæslan annast rekstur þess. 

Lesa meira

TF-SIF farin til Miðjarðarhafsins - 16.1.2017

TF-SIF hélt á laugardaginn til Grikklands. Flugvélin sinnir á næstu vikum landamæraeftirliti á austanverðu Miðjarðarhafi fyrir Frontex.

Lesa meira

Villakaffi í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 13.1.2017

Vilhjálms Óla Valssonar yfirstýrimanns minnst í flugskýli LHG í morgun en hann hefði orðið 45 ára 14. janúar.  

Lesa meira

TF-GNA kölluð til vegna slyss í Kirkjufjöru - 9.1.2017

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust fyrir klukkan eitt í dag beiðni frá Neyðarlínu um aðstoð þyrlu vegna konu sem fallið hafði í sjóinn í Kirkjufjöru við Dyrhólaey. Tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. 

Lesa meira

Þyrlan kölluð út vegna neyðarblysa - 9.1.2017

neydablys

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kallaðar út gærkvöld eftir að tvær neyðarsólir sáust á lofti nærri Höfnum á Suðurnesjum. Allt bendir til að blysunum hafi verið skotið upp af landi. 

Lesa meira

Benóný sæmdur fálkaorðunni - 4.1.2017

Benóný Ásgrímsson, fyrrverandi flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, var á meðal þeirra sem forseti Íslands sæmdi fálkaorðu á nýársdag. 

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica