Fréttir

Tundurdufli eytt í Fáskrúðsfirði - 22.9.2017

Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um síðastliðna helgi þegar Ljósafell SU-70 fékk tundurdufl í trollið austur af landinu. Vel gekk að eyða duflinu en ljóst var af sprengingunni að það var með fullri virkni.

Lesa meira

Góðar gjafir bárust þyrlusveit LHG - 15.9.2017

Einn reyndasti þyrlulæknir okkar, Felix Valsson, var kvaddur með vöfflukaffi í morgun. Um leið fékk Landhelgisgæslan afhenta þrjá barkakýlisspegla með myndavél til að hafa um borð í þyrlunum. 

Lesa meira

Rúm sjötíu hlöss af útbúnaði flutt úr Surtsey - 14.9.2017

Fyrr í vikunni var útbúnaður sem notaður var í tengslum við alþjóðlegt borunarverkefni í Surtsey fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir í varðskipið Þór. Skipið kom til hafnar í Reykjavík í fyrrakvöld og búnaðurinn með. 

Lesa meira

Veikur maður sóttur í skútu - 11.9.2017

Þyrlan TF-GNA sótti sjúkling um borð í erlenda skútu djúpt suður af landinu á föstudagskvöldið. Aðgerðin gekk vel en hífingar úr skútum geta reynst varasamar.

Lesa meira

Arctic Guardian 2017 lauk í dag - 8.9.2017

Góður árangur varð af leitar- og björgunaræfingunni Arctic Guardian sem lauk í blíðskaparveðri á Kollafirði í dag. Æfingin er sú fyrsta sem samtök strandgæsluríkja á norðurslóðum, Arctic Coast Guard Forum, gangast fyrir. 

Lesa meira

Arctic Guardian stendur sem hæst - 7.9.2017

Skip og flugvélar æfa áfram leit og björgun á hafsvæðinu vestur af Íslandi. Æfingin er haldin undir merkjum samtaka strandgæslustofnana á norðurslóðum og hefur gengið mjög vel það sem af er. 

Lesa meira

Skipin lögð af stað á æfingasvæðið - 5.9.2017

Alþjóðlega leitar- og björgunaræfingin Arctic Guardian 2017 hófst í dag en nú undir kvöld héldu skipin fimm sem taka þátt til æfingasvæðisins vestur af landinu. Samtök strandgæslustofnana á norðurslóðum (ACGF) standa fyrir æfingunni.

Lesa meira

Arctic Guardian 2017 hefst á morgun - 4.9.2017

Arctic Guardian, fyrsta sameiginlega leitar- og björgunaræfing samtaka strandgæslustofnana norðurslóðaríkja (e. Arctic Coast Guard Forum,) hefst þriðjudaginn 5. september. Markmið æfingarinnar er að þróa fjölþjóðlega samvinnu á þessu sviði og gera hana nánari en jafnframt sýna fram á getu aðildarríkjanna til að ráðast í sameiginlegar leitar- og björgunaraðgerðir á norðurslóðum. 

Lesa meira

Leynivopnið komið í hendur Breta - 4.9.2017

Formaður öldungaráðs fyrrverandi starfsmanna Landhelgisgæslunnar afhenti fyrir helgi stjórnendum Sjóminjasafnsins í Hull togvíraklippur sem komu mjög við sögu í þorskastríðum síðustu aldar. 

Lesa meira

Kanadískur ísbrjótur til sýnis í Reykjavíkurhöfn - 2.9.2017

Kanadíski ísbrjóturinn Pierre Radisson verður opinn almenningi á morgun, sunnudaginn 3. september. Skipið er hér á landi í tengslum við leitar- og björgunaræfingu samtaka strandgæslustofnana á norðurslóðum. 

Lesa meira

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast - 22.8.2017

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju nú í ágúst með komu flugsveitar bandaríska flughersins

Lesa meira

Viðbúnaður vegna skútu í vanda - 26.7.2017

Neyðarboð bárust frá bandarískri skútu snemma í morgun. Staðsetning sendisins var djúpt suðvestur af landinu. Flugvél Isavia fann skútuna á ellefta tímanum og voru allir um borð heilir á húfi. 

Lesa meira

Tvö þyrluútköll um helgina - 25.7.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti tveimur útköllum um helgina. Kona hrasaði á Bláhnjúki nærri Landmannalaugum og maður lenti í vinnuslysi í Rangárþingi ytra. Fólkið var flutt á sjúkrahús í Reykjavík. 

Lesa meira

Þyrlur kallaðar út vegna slyss í Gullfossi - 20.7.2017

Tvær af þyrlum Landhelgisgæslunnar tóku í gær þátt í leit af manni sem talið er að hafi fallið í Gullfoss. Leitin hefur enn engan árangur borið. 

Lesa meira

Þyrlan í eftirlisferð vegna lax- og silungsveiði - 18.7.2017

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar og veiðieftirlitsmenn frá Fiskistofu sinntu eftirliti með lax- og silungsveiði á laugardagskvöldið. Í einu tilviki voru afli og veiðarfæri gerð upptæk en bannað er að veiða lax í sjó. 

Lesa meira

TF-SIF fann bát með flóttafólki - 17.7.2017

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar kom auga á seglskútu á Miðjarðarhafi sem vakti grunsemdir. Um borð var hópur af flótta- og farandfólki sem hefur nú verið komið í öruggt skjól.

Lesa meira

TF-LIF æfði með þýskum kafbáti - 17.7.2017

Áhafnir þyrlunnar og þýska kafbátsins U-32 efndu til vel heppnaðrar björgunaræfingar á Faxaflóa í nýliðinni viku. Kafbáturinn var hér við land í tengslum við kafbátaeftirlitsæfingu Atlantshafsbandalagsins sem lauk fyrir skemmstu. 

Lesa meira

TF-SIF í verkefni fyrir Frontex - 13.7.2017

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hélt nú í morgun áleiðis til Sikileyjar en næstu vikurnar sinnir vélin og áhöfn hennar landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex. Ráðgert er að flugvélin verði á Ítalíu þar til í lok ágúst.

Lesa meira

Tvær þyrlur LHG kallaðar út - 12.7.2017

Þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem í gærkvöld var á leiðinni austur að Skaftá til að aðstoða franskan skátahóp, var snúið til Selfoss vegna alvarlegs slyss þar. Önnur þyrla var send til að koma skátunum til aðstoðar. 

Lesa meira

Þyrlan kölluð út vegna gruns um neyðarblys - 10.7.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöld vegna flugelds sem tilkynnt var um að sést hefði á himni nærri Þorlákshöfn. Björgunarsveitir tóku þátt í leitinni en ekkert fannst. Þyrlan sinnti nokkrum verkefnum um helgina. 

Lesa meira

Varðskipið Týr tók þátt í Dynamic Mongoose - 5.7.2017

Varðskipið Týr hefur undanfarna viku tekið þátt í kafbátaeftirlitsæfingunni Dynamic Mongoose 2017, sem fram fer suður af landinu. Skipið hefur verið við rannsóknir og æfingar með Alliance, rannsóknarskipi Atlantshafsbandalagsins.

Lesa meira

Sjófarendur hlusti á neyðarrásina - 4.7.2017

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur í tvígang undanfarinn sólarhring sett í gang talsverðan viðbúnað vegna báta sem dottið hafa úr ferilvöktun og ekki náðst samband við fyrr en seint og um síðir. Enn og aftur eru sjófarendur minntir á að hlusta á rás 16 og gæta að ferilvöktunarbúnaði sínum.

Lesa meira

Tveir skipherrar bornir til grafar - 3.7.2017

Sigurjón Hannesson og Ólafur Valur Sigurðsson, fyrrverandi skipherrar hjá Landhelgisgæslunni, létust fyrr í þessum mánuði. Sigurjón verður jarðsunginn í dag en Ólafur Valur á morgun. Ástvinum þeirra er vottuð samúð. 

Lesa meira

Sprengjueyðingaræfing í skemmtiferðaskipi - 30.6.2017

Gestir og gangandi í miðborg Reykjavíkur ráku margir upp stór augu í vikunni þegar svartklæddir menn sigu úr þyrlu  niður á þilfar farþegaskips Reykjavíkurhöfn. Þarna var sem betur fer engin hætta á ferð heldur reglubundin æfing. 

Lesa meira

Sprengjueyðingarsveitin kölluð út - 27.6.2017

Torkennilegur hlutur fannst í fjörunni á Álftanesi og var sprengjueyðingarsveit LHG því kölluð út að beiðni lögreglu. Sem betur fer reyndist hluturinn hættulaus en útkallið sýnir að allur er varinn góður. 

Lesa meira

Varðskipið Týr leiddi skipalestina - 26.6.2017

Landhelgisgæslan tók þátt í einstökum viðburði á föstudag þegar efnt var til minningarathafnar í tilefni af því að um þessar mundir eru 75 ár liðin frá því að skipalest bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. PQ17, sigldi til Kólaskaga í Rússlandi þegar stríðið á austurvígstöðvunum stóð sem hæst. Varðskipið Týr fór í broddi fylkingar þegar herskip og kafbátur sigldu inn Hvalfjörð í tengslum við þessa athöfn. 

Lesa meira

LHG fær að gjöf hjartahnoðtæki í þyrlurnar - 19.6.2017

Rausnarleg gjöf afhent fulltrúum Landhelgisgæslunnar við athöfn í Hafnarfirði á sjómannadeginum. Skipverji af Barðanum og Kiwanisklúbburinn Eldborg gáfu tækið, auk þeirra sem styrkt hafa þyrlukaupasjóð LHG. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan fékk Fjörusteininn 2017 - 15.6.2017

Landhelgisgæslan var á dögunum sæmd umhverfisverðlaunum Faxaflóahafna, meðal annars fyrir snyrtilega aðkomu í kringum starfsemina í Reykjavíkurhöfn og notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er í ellefta sinn sem verðlaunin eru veitt.

Lesa meira

Rússneskir togarar á Reykjaneshrygg - 15.6.2017

Í eftirlitsflugi flugvélarinnar TF-SIF í gær kom í ljós að sex rússnesk fiskiskip voru á úthafskarfaveiðum á NEAFC-svæðinu, rétt sunnan við mörk íslensku lögsögunnar.  

Lesa meira

Yfirmaður flugsveitar safnar fyrir Umhyggju - 13.6.2017

William Mitchell, yfirmaður kanadískrar flugsveitar sem sinnir loftrýmisgæslu hérlendis um þessar mundir hljóp í morgun frá Reykjavík til Keflavíkur til að safna fé til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. 

Lesa meira

Sjómannadeginum fagnað í blíðskaparveðri - 12.6.2017

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar tók ríkan þátt í hátíðarhöldum vegna sjómannadagsins um helgina. Þau fóru víðast hvar fram í blíðskaparveðri enda flestir sem sóttu viðburði af þessu tilefni í sólskinsskapi. 

Lesa meira

Gæslan á ferð og flugi um helgina - 9.6.2017

Sjómannadagshelgi á Flateyri 2009 - 3

Þyrlur Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagshelgarinnar víðs vegar um landið. Þá stendur starfsfólk LHG heiðursvörð við minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði. 

Lesa meira

Íslendingar lögðu Kanadamenn í íshokkíleik - 7.6.2017

Það er ekki á hverjum degi sem íslenska íshokkílandsliðið sigrar fulltrúa Kanada í þessari æsispennandi íþrótt en það gerðist í vináttuleik í gær. Fyrir skemmstu buðu Kanadamennirnir flugnemum í flugskóla Keilis í heimsókn. 

Lesa meira

TF-SIF tók þátt í loftrýmisgæsluæfingu - 6.6.2017

Flugvél Landhelgisgæslunnar æfði loftrýmisgæslu með flugsveit kanadíska hersins í nýliðinni viku. Einstakar myndir voru teknar af þessari æfingu í háloftunum.  

Lesa meira

TF-LIF fór í tvö útköll - 4.6.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti seint í gærkvöld konu sem slasaðist á hestbaki í Gilsfirði. Í nótt flaug þyrlan svo til móts við sjúkrabíl sem var á suðurleið frá Snæfellsnesi.

Lesa meira

Fallhlífarstökk úr flugvélinni TF-SIF - 2.6.2017

Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku þátt í björgunaræfingunni Skýjum ofar ásamt félögum úr Flugbjörgunarsveitinni og fleiri björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Æfingin fór fram á Öræfajökli á laugardaginn var. Líkt var eftir útkalli þar sem bjarga þurfti fólki úr snjóflóði á þessum hæsta jökli landsins. 

Lesa meira

Varðskipið í sorphreinsun í Aðalvík - 30.5.2017

Áhöfn varðskipsins Þórs tók þátt í sérstaklega skemmtilegu verkefni í friðlandinu á Hornströndum um helgina. Vaskur hópur sjálfboðaliða hreinsaði rusl í Aðalvík og var varðskipið notað til að ferja fólk á svæðið og flytja ruslið úr friðlandinu. 

Lesa meira

Varðskipið Þór við eftirlit á Reykjaneshrygg - 24.5.2017

Að undanförnu hefur varðskipið Þór verið við eftirlitsstörf á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg, á NEAFC-svæðinu svonefnda. Yfir tuttugu skip voru að veiðum þar þegar varðskipið kom á vettvang. Engar athugasemdir voru gerðar við veiðar þeirra. 

Lesa meira

Skipverja á Ross Cleveland minnst - 18.5.2017

Varðskipið Týr sigldi á dögunum með bróður skipstjórans á Ross Cleveland út á Ísafjarðardjúp þar sem áhafnar togarans var minnst. Skipið fórst í óveðri í febrúar 1968. Daginn eftir tóku skipverjar á Tý líka þátt í eldvarnaræfingum með áhöfn danska eftirlitsskipsins Ejnar Mikkelsen.

Lesa meira

Þyrlan sótti veikan sjómann - 16.5.2017

TF-LIF sótti veikan sjómann af rússnesku fiskiskipi sem var að veiðum djúpt suðvestur af Reykjanesi. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um hálftvöleytið í dag. 

Lesa meira

Þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út - 15.5.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag eftir að neyðarkall barst frá báti sem var vélarvana nærri Straumnesi. Undir kvöld var svo óskað eftir þyrluaðstoð þyrlu vegna bílslysa í Húnavatnssýslu og nærri Vík í Mýrdal. Þá var maður sem slasaðist við eggjatöku í bjargi á Langanesi fluttur á sjúkrahús.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast - 8.5.2017

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar kanadíska flughersins. Flugsveitin kemur til landsins með sex Hornet CF-188 orrustuþotur. Ráðgert er að verkefninu ljúki miðjan júní. 

Lesa meira

TF-SIF við eftirlit á Reykjaneshrygg - 8.5.2017

Í eftirlitsflugi sem TF-SIF fór á Reykjaneshrygg í nýliðinni viku var meðal annars grennslast fyrir um erlend fiskiskip sem voru á úthafskarfaveiðum rétt utan við lögsögumörkin. Þá var öldureksdufli varpað úr flugvélinni en það er hluti af útbúnaði sem notaður er við hafrannsóknaverkefni við Ísland.

Lesa meira

Skosk, norsk og írsk skip í ferilvöktun LHG - 5.5.2017

Veðurskilyrði yfir landinu þýða að stjórnstöð LHG nemur AIS-merki frá skipum í Norðursjó og við Noregsstrendur. Yfir eitt þúsund skip voru í kerfum stjórnstöðvar nú í hádeginu. 

Lesa meira

Allnokkrir bátar án lögskráningar - 3.5.2017

Landhelgisgæslan hvetur strandveiðisjómenn og aðra sjófarendur til að tryggja að lögskráning á bátana sé fullnægjandi. Annmarkar á því geta haft alvarlegar afleiðingar. Haft hefur verið samband við tugi báta vegna ófullnægjandi lögskráningar.

Lesa meira

Strandveiðitímabilið hófst í morgun - 2.5.2017

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar áætlar að þegar mest lét hafi hátt í tvö hundruð strandveiðibátar verið að veiðum í morgun. Stjórnstöðin fylgist grannt með strandveiðibátum næstu vikurnar en eftirliti með þeim verður jafnframt sinnt af sjó og úr lofti.

Lesa meira

Þyrlurnar sendar út vegna kajakræðara - 30.4.2017

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar björguðu tveimur kajakræðurum úr sjónum við Þjórsárósa í gærkvöld. Ljóst er að það skipti miklu máli að hafa tvær þyrlur til taks við þessar aðstæður.

Lesa meira

Neyðarsendi bjargað úr sjónum - 26.4.2017

Þyrlan TF-SYN sótti í síðastliðinni viku neyðarsendi sem fokið hafði af norsku fiskiskipi í óveðri suðvestur af Reykjanesi en nokkrar tilkynningar höfðu borist frá flugvélum og skipum vegna hans. Kærkomin æfing fyrir þyrluáhöfnina. 

Lesa meira

Söguljós: Bíræfnir Rússar staðnir að verki - 24.4.2017

Vorið 1996 fór Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlitsflug sem varð talsvert lengra en ráð var fyrir gert. Áhöfnin stóð rússneskan togara að ólöglegum veiðum innan við íslensku lögsögumörkin og veitti honum eftirför. Halldór Nellet, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í þessari eftirminnilegu aðgerð og hann rifjar málið upp í eftirfarandi frásögn.

Lesa meira

Rannsaka hafísröndina á Grænlandssundi - 21.4.2017

Sérútbúin flugvél verður hér við land næstu þrjár vikurnar til að rannsaka hafísröndina á Grænlandssundi. Flugvélin er á vegum háskóla bandaríska sjóhersins en Hafliði Jónsson, prófessor við skólann, leiðir þetta áhugaverða verkefni. Landhelgisgæslan hefur aðstoðað við undirbúninginn.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica