Fréttir

Varðskipið Þór við eftirlit á Reykjaneshrygg - 24.5.2017

Að undanförnu hefur varðskipið Þór verið við eftirlitsstörf á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg, á NEAFC-svæðinu svonefnda. Yfir tuttugu skip voru að veiðum þar þegar varðskipið kom á vettvang. Engar athugasemdir voru gerðar við veiðar þeirra. 

Lesa meira

Skipverja á Ross Cleveland minnst - 18.5.2017

Varðskipið Týr sigldi á dögunum með bróður skipstjórans á Ross Cleveland út á Ísafjarðardjúp þar sem áhafnar togarans var minnst. Skipið fórst í óveðri í febrúar 1968. Daginn eftir tóku skipverjar á Tý líka þátt í eldvarnaræfingum með áhöfn danska eftirlitsskipsins Ejnar Mikkelsen.

Lesa meira

Þyrlan sótti veikan sjómann - 16.5.2017

TF-LIF sótti veikan sjómann af rússnesku fiskiskipi sem var að veiðum djúpt suðvestur af Reykjanesi. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um hálftvöleytið í dag. 

Lesa meira

Þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út - 15.5.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag eftir að neyðarkall barst frá báti sem var vélarvana nærri Straumnesi. Undir kvöld var svo óskað eftir þyrluaðstoð þyrlu vegna bílslysa í Húnavatnssýslu og nærri Vík í Mýrdal. Þá var maður sem slasaðist við eggjatöku í bjargi á Langanesi fluttur á sjúkrahús.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast - 8.5.2017

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar kanadíska flughersins. Flugsveitin kemur til landsins með sex Hornet CF-188 orrustuþotur. Ráðgert er að verkefninu ljúki miðjan júní. 

Lesa meira

TF-SIF við eftirlit á Reykjaneshrygg - 8.5.2017

Í eftirlitsflugi sem TF-SIF fór á Reykjaneshrygg í nýliðinni viku var meðal annars grennslast fyrir um erlend fiskiskip sem voru á úthafskarfaveiðum rétt utan við lögsögumörkin. Þá var öldureksdufli varpað úr flugvélinni en það er hluti af útbúnaði sem notaður er við hafrannsóknaverkefni við Ísland.

Lesa meira

Skosk, norsk og írsk skip í ferilvöktun LHG - 5.5.2017

Veðurskilyrði yfir landinu þýða að stjórnstöð LHG nemur AIS-merki frá skipum í Norðursjó og við Noregsstrendur. Yfir eitt þúsund skip voru í kerfum stjórnstöðvar nú í hádeginu. 

Lesa meira

Allnokkrir bátar án lögskráningar - 3.5.2017

Landhelgisgæslan hvetur strandveiðisjómenn og aðra sjófarendur til að tryggja að lögskráning á bátana sé fullnægjandi. Annmarkar á því geta haft alvarlegar afleiðingar. Haft hefur verið samband við tugi báta vegna ófullnægjandi lögskráningar.

Lesa meira

Strandveiðitímabilið hófst í morgun - 2.5.2017

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar áætlar að þegar mest lét hafi hátt í tvö hundruð strandveiðibátar verið að veiðum í morgun. Stjórnstöðin fylgist grannt með strandveiðibátum næstu vikurnar en eftirliti með þeim verður jafnframt sinnt af sjó og úr lofti.

Lesa meira

Þyrlurnar sendar út vegna kajakræðara - 30.4.2017

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar björguðu tveimur kajakræðurum úr sjónum við Þjórsárósa í gærkvöld. Ljóst er að það skipti miklu máli að hafa tvær þyrlur til taks við þessar aðstæður.

Lesa meira

Neyðarsendi bjargað úr sjónum - 26.4.2017

Þyrlan TF-SYN sótti í síðastliðinni viku neyðarsendi sem fokið hafði af norsku fiskiskipi í óveðri suðvestur af Reykjanesi en nokkrar tilkynningar höfðu borist frá flugvélum og skipum vegna hans. Kærkomin æfing fyrir þyrluáhöfnina. 

Lesa meira

Söguljós: Bíræfnir Rússar staðnir að verki - 24.4.2017

Vorið 1996 fór Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlitsflug sem varð talsvert lengra en ráð var fyrir gert. Áhöfnin stóð rússneskan togara að ólöglegum veiðum innan við íslensku lögsögumörkin og veitti honum eftirför. Halldór Nellet, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í þessari eftirminnilegu aðgerð og hann rifjar málið upp í eftirfarandi frásögn.

Lesa meira

Rannsaka hafísröndina á Grænlandssundi - 21.4.2017

Sérútbúin flugvél verður hér við land næstu þrjár vikurnar til að rannsaka hafísröndina á Grænlandssundi. Flugvélin er á vegum háskóla bandaríska sjóhersins en Hafliði Jónsson, prófessor við skólann, leiðir þetta áhugaverða verkefni. Landhelgisgæslan hefur aðstoðað við undirbúninginn.

Lesa meira

Þyrluáhöfnin í neðanjarðarhífingum - 20.4.2017

Áhöfn TF-SYN æfði hífingar bæði ofan jarðar og neðan á Reykjanesskaga í gær. Sigmanni var slakað niður í holu sem myndaðist á óvenjulegan hátt. 

Lesa meira

Páskaegg á Bolafjallseggjum - 14.4.2017

Þyrlan TF-GNA fór í gæsluflug í vikunni og kom þá við í ratsjárstöðinni á Bolafjalli með glaðning handa starfsmönnunum, ljúffeng súkkulaðiegg til að narta í. Landhelgisgæslan óskar landsmönnum gleðilegra páska. 

Lesa meira

Leysibendi beint að þyrlu LHG - 11.4.2017

Þyrlan TF-GNA var á flugi yfir Reykjavík í gærkvöld á leið til Vestmannaeyja að sækja sjúkling þegar geisla úr leysibendi var beint að henni. Slíkt athæfi getur truflað flugmenn og þannig skapað verulega hættu. 

Lesa meira

Þyrlan sótti sjúkling til Vestmannaeyja - 5.4.2017

TF-GNA fór í sjúkraflug til Vestmannaeyja í kvöld en vegna þoku og rigningar þar var ekki unnt að senda þangað sjúkraflugvél. 

Lesa meira

Viðbrögð æfð við eldi í skemmtiferðaskipi - 5.4.2017

Landhelgisgæslan, AECO og leitar- og björgunarmiðstöðin í Norður-Noregi standa fyrir æfingu í Reykjavík þessa vikuna. Umferð skemmtiferðaskipa á norðurslóðum hefur aukist verulega á undanförnum árum en miklar áskoranir fylgja leit og björgun á þessu hafsvæði.

Lesa meira

Flugvélin TF-SIF komin heim - 31.3.2017

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú í hádeginu eftir liðlega tveggja mánaða fjarveru frá Íslandi. Þar með er lokið að sinni verkefnum flugvélarinnar fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex.

Lesa meira

Samstarfsyfirlýsing undirrituð á fundi ACGF - 28.3.2017

Yfirmenn strandgæslustofnana átta norðurslóðaríkja undirrituðu samstarfsyfirlýsingu á fundi Arctic Coast Guard Forum í Boston á föstudag. Ákveðið hefur verið að halda stóra æfingu í haust þar sem æfð verða viðbrögð við stórslysi á hafinu á milli Íslands og Grænlands. 

Lesa meira

Varðskipsmenn æfa reykköfun - 21.3.2017

Skipverjar á varðskipum Landhelgisgæslunnar stunda reglulegar æfingar í brunavörnum, skyndihjálp og öðru sem þeir þurfa að kunna skil á til að geta brugðist rétt við hættulegum aðstæðum. Nýlegar æfingar á Þingeyri og í Fjarðabyggð eru dæmi um það. 

Lesa meira

Bátur í vanda nærri Rifi - 16.3.2017

Leki kom að netabátnum Sæljósi GK. Björgunarskipið Björg frá Rifi tók skipverjann um borð og dró bátinn til hafnar. TF-LÍF fór í loftið en aðstoð hennar var síðar afturkölluð. 

Lesa meira

Öldungaráðið í heimsókn - 16.3.2017

Fyrrverandi starfsmenn Landhelgisgæslunnar kynntu sér starfsemina í höfuðstöðvunum í Skógarhlíð. 

Lesa meira

Þrjátíu ár frá strandi Barðans GK - 14.3.2017

14. mars 1987 tókst áhöfn þyrlunnar TF-SIF að bjarga níu manna áhöfn Barðans við mjög erfiðar aðstæður undan Hólahólum á Snæfellsnesi. 

Lesa meira

Framtíðarleiðtogar flughersins í heimsókn - 10.3.2017

Gestkvæmt hefur verið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. Á meðal þeirra sem heimsótt hafa svæðið er hópur úr US Air War College og gestir af NATO-ráðstefnu.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast - 10.3.2017

Flugsveit úr ítalska hernum sinnir loftrýmisgæslu NATO hér við land frá og með miðri næstu viku fram í miðjan apríl. Sex Eurofighter Typhoon-orrustuþotur verða notaðar til verkefnisins. 

Lesa meira

TF-LIF sótti veikan sjómann - 9.3.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í nótt skipverja af Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-225 sem hafði veikst um borð. Fyrr í vikunni sótti TF-LIF mann sem hafði slasast um borð í fiskiskipi norðvestur af Snæfellsnesi.

Lesa meira

Minningarathafnir um Elías Örn - 6.3.2017

Í gær var þess minnst að tuttugu ár voru liðin frá því að Elías Örn Kristjánsson tók út af varðskipinu Ægi þegar björgunaraðgerðir vegna strands flutningaskipsins Víkartinds stóðu yfir. 

Lesa meira

Sprengjusveitin á ferð og flugi - 3.3.2017

Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar fór í vikunni með TF-LIF í Svefneyjar í Breiðafirði til að eyða hættulegum sprengibúnaði sem þar hafði fundist. Sveitin kom einnig að því að hreinsa fjarskiptamöstur á Bláfelli sem voru þakin þykkum ís. 

Lesa meira

Fjörutíu ára starf á Stokksnesi - 3.3.2017

Sigurjón Björnsson, staðarumsjónarmaður í ratsjárstöðinni á Stokksnesi, hóf þar fyrst störf fyrir réttum fjórum áratugum. Starfsfélagi hans bakaði vöfflur handa honum í tilefni dagsins. 

Lesa meira

Háþróuð hafrannsóknatæki sjósett - 2.3.2017

Rannsóknanökkvar og öldureksdufl mæla nú ölduhæð, hafstrauma, loftþrýsing og hitastig í hafinu suðvestur af landinu. Bandaríska Scripps-stofnunin og Landhelgisgæslan, Hafró og Háskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning. 

Lesa meira

Bjölluskipti um borð í Óðni - 27.2.2017

Fulltrúar Hollvinasamtaka Óðins og sjómenn af breskum togurum skiptust á bjöllum úr Óðni og togaranum Arctic Corsair.

Lesa meira

Varðskipið fjarlægði troll úr fjöru - 24.2.2017

Göngumaður gerði viðvart um netabunka í fjörunni í Selstaðavík í Seyðisfirði. Varðskipið Týr fjarlægði trollhlutann og flutti til Seyðisfjarðar. 

Lesa meira

Norðmenn ljúka loðnuveiðunum - 22.2.2017

Loðnuvertíð Norðmanna í íslensku lögsögunni þetta árið er lokið. Norsk stjórnvöld tilkynntu þetta í morgun. Norsku skipin hafa veitt nánast allan þann kvóta sem þeim var úthlutað. 

Lesa meira

Nýi Kaldbakur á leiðinni heim - 20.2.2017

TF-SIF flaug yfir Kaldabak EA-1 suður af gríska meginlandinu í gær en þetta nýja og glæsilega skip Útgerðarfélags Akureyringa er á heimleið úr tyrkneskri skipasmíðastöð. 

Lesa meira

„Loðna bókstaflega um allan sjó“ - 17.2.2017

Tugir erlendra loðnuskipa hafa verið að loðnuveiðum norður og austur af landinu undanfarnar vikur og hafa veitt vel. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr tryggja að veiðarnar fari vel og rétt fram. 

Lesa meira

Ofhlaðinn bátur og enginn að hlusta - 16.2.2017

Línubátur lenti í vanda á Breiðafirði í gær þegar hann tók inn á sig sjó. Þegar hann kallaði eftir aðstoð á rás 16 voru undirtektirnar dræmar. Björgunarskip frá Rifi kom til hjálpar. 

Lesa meira

Nýjar útgáfur af tveimur sjókortum - 15.2.2017

Sjómælingar Íslands hafa sent frá sér nýjar útgáfur af tveimur sjókortum, annars vegar hafnarkortinu af Akureyri og hins vegar yfirsiglingakortinu Dyrhólaey-Snæfellsnes. Umfangsmiklar mælingar liggja til grundvallar nýju útgáfunum. 

Lesa meira

Forsetinn hífður um borð í þyrluna - 12.2.2017

Einn af hápunktum 112-dagsins var tvímælalaust þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var hífður um borð í þyrluna TF-LÍF. Hátt í tvö þúsund manns skoðuðu varðskipið Þór í tilefni dagsins. 

Lesa meira

Þyrlan bjargar forsetanum á 112-degi - 10.2.2017

112 og viðbragðsaðilar bjóða almenningi að skoða græjurnar og hitta 112-fólkið á Hörputorgi og við Reykjavíkurhöfn á morgun 11. febrúar. Forseta Íslands bjargað úr Reykjavíkurhöfn. Varðskipið Þór verður til sýnis. Skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur. Verðlaun veitt í Eldvarnagetrauninni. 

Lesa meira

TF-LÍF sótti sjúkling til Hornafjarðar - 8.2.2017

Þyrlan flutti veika konu til Reykjavíkur. Hún kom til Hornafjarðar með sjúkrabíl frá Fjarðabyggð.

Lesa meira

Fallbyssur bætast við vopnabúrið - 8.2.2017

Landhelgisgæslan hefur fengið aftur í sína vörslu þrjár fallbyssur sem áður voru geymdar hjá Þjóðminjasafninu. Þær voru smíðaðar undir lok 19. aldar. 

Lesa meira

Yfirhershöfðingi NATO heimsækir Ísland - 5.2.2017

Denis Mercier, Supreme Allied Commander Transformation, fundaði með utanríkisráðherra og skoðaði öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli með fulltrúum Landhelgisgæslunnar ot utanríkisráðuneytisins. 

Lesa meira

Mælitækin yfirfarin í blíðskaparveðri - 3.2.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær með starfsfólk Veðurstofunnar og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra á Grænafjall og Kistu til að yfirfara mælibúnað í nágrenni Kötlu og Bárðarbungu. 

Lesa meira

Ranglega skráðar AIS-netabaujur - 3.2.2017

Stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands segir nokkuð um að á miðunum séu í notkun AIS-netabaujur sem ekki eru rétt skráðar. Slíkt getur orsakað rugling og jafnvel valdið óþarfa útköllum viðbragðsaðila. 

Lesa meira

Loðnuvertíðin hafin - 2.2.2017

Norska loðnuskipið Fiskebas boðaði komu sína í lögsöguna í gærkvöld. Tvö önnur erlend fiskiskip hafa síðan þá bæst í hópinn. Varðskipið Týr er nú á leið á miðin til að halda uppi eftirliti. 

Lesa meira

Tvö íslensk skip á sjó í morgun - 31.1.2017

Aðeins tvö skip skráð hérlendis voru á sjó á Íslandsmiðum klukkan sjö í morgun. Bræla og sjómannaverkfall eru helstu skýringarnar. Annað þessara skipa er varðskipið Týr.

Lesa meira

Köstuðu gullpeningi í sjóinn úr TF-GNA - 30.1.2017

Í gær var þess minnst að 75 ár eru liðin frá því bandaríska varðskipið Alexander Hamilton varð fyrir árás þýsks kafbáts úti fyrir Garðskaga. Afkomandi eins skipverjanna kastaði peningi í sjóinn úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Togarinn Gullver fylltur af reyk - 26.1.2017

Skipverjar á varðskipinu Þór efndu í síðustu viku til velheppnaðrar eldvarnaræfingar um borð í togaranum Gullver NS-12 á Seyðisfirði. Reykvél var notuð til að fylla afturskipið af þykkum reyk.

Lesa meira

Sjúkraflug í svartaþoku - 24.1.2017

TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gær sjúkling til Vestmannaeyja. Þar var svo mikil þoka að ákveðið var að lenda þyrlunni á vegi vestan við flugbrautina.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica