Fréttir

Þyrlan flaug með vísindamenn yfir eldstöðvar - 21.11.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug um helgina með vísindamenn frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands yfir Öræfajökul og fleiri eldstöðvar til að kanna þar aðstæður. Óvissustig er í gildi vegna jökulsins. 

Lesa meira

Fjallaljón og gaupa saman á flugi - 21.11.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar og Lynx-þyrla danska sjóhersins flugu saman á laugardag. Danirnir skipta nú Lynx-þyrlunum út fyrir nýrri þyrlur af gerðinni Sikorsky Seahawk. 

Lesa meira

Fórnarlamba umferðarslysa minnst - 20.11.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í minningarathöfn um þá 1.545 sem látist hafa í umferðinni á Íslandi. Forseti Íslands þakkaði þeim sem sinna björgun og aðhlynningu þegar slys verða. 

Lesa meira

Líf og fjör um borð í Tý - 14.11.2017

Rafmögnuð spenna ríkti um borð í varðskipinu Tý á sunnudagskvöldið þegar áhöfnin efndi til bingós. Í síðastliðinni viku var skipsbjöllunni hringt í þágu friðar og baráttu gegn einelti. 

Lesa meira

Þyrlan í rjúpnaveiðieftirliti - 6.11.2017

Landhelgisgæslan og lögreglan á Suðurlandi sinntu eftirliti með rjúpnaveiðum um helgina. Afskipti voru höfð af veiðimönnum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum en að öðru leyti voru allir með sín mál í lagi. 

Lesa meira

Ásgeir Trausti kastar plötu í sjóinn - 6.11.2017

Áhöfnin á TF-GNA tók þátt í skemmtilegu verkefni með tónlistarmanninum Ásgeiri Trausta, RÚV og verkfræðistofunni VerkÍs fyrir helgi. Hylki með hljómplötu var varpað í hafið til þess að vekja athygli á mengun sjávar.

Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica