Fréttamenn frá NATO kynna sér starfsemi Landhelgisgæslunnar

Fréttamenn á vegum NATO heimsóttu Landhelgisgæsluna á dögunum og kynntu sér starfsemina. Meðal annars fylgdust þeir með áhöfninni á varðskipinu Tý við störf, heimsóttu flugdeild, séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit og siglingaöryggissvið þar sem þeir kynntu sér sjómælingar og gerð sjókorta. Þá heimsóttu þeir einnig stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Reykjavík. Auk alls þessa kynntu fréttamennirnir sér sérstaklega starfsemi Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og heimsóttu bandaríska flugherinn sem þar er nú staddur til að sinna loftrýmisgæslu á vegum NATO.

Meðfylgjandi er tengill inn á glæsilegar myndir úr starfseminni sem fréttamennirnir tóku í heimsókn sinni.

https://www.flickr.com/photos/133169573@N03/sets/72157667040059706  

Og hér er frétt um starfsemi Landhelgisgæslunnar í Keflavík.

http://www.ac.nato.int/archive/2016/icelands-role-in-nato-integrated-air-and-missile-defence-system