Kynntu Landhelgisgæsluna á Skrúfudegi Tækniskólans

Hinn árlegi Skrúfudagur Tækniskólans var haldinn laugardaginn 17. mars sl. Löng hefð er fyrir því að starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem útskrifast hafa úr skólanum og fyrirrennara hans, Sjómannaskólanum í Reykjavík, kynni starfsemi Landhelgisgæslunnar og var engin undantekning á því að þessu sinni. 

Þeir Anton Örn Rúnarsson varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Eyþór Óskarsson háseti á varðskipinu Þór sem báðir luku nýlega skipstjórnarnámi úr skólanum, stóðu vaktina að þessu sinni og kynntu Landhelgisgæsluna fyrir fjöldanum öllum af áhugasömu fólki sem leit við hjá þeim.

Líkan af varðskipinu Þór var til sýnis á Skrúfudeginum og fjöldi mynda úr starfseminni.

Gestir fengu margvíslegan Landhelgisgæsluglaðning