TF-GNÁ kölluð út vegna manns sem fallið hafði ofan í Laxárgljúfur

  • TF-GNA_Laxargljufur2

Fimmtudagur 26. júlí 2006

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var í gærkvöld kölluð út vegna manns sem hafði hrapað í Laxárgljúfri. Í upphafi var ljóst að aðstæður á vettvangi væru erfiðar og var því kallað eftir aðstoð undanfara Landsbjargar og fóru þrír með þyrlunni austur. Ekki reyndist mögulegt að komast á þyrlunni að slysstaðnum vegna niðurstreymis, hættu á grjóthruni og dýpt gilssins. Læknir þyrlunnar fór ásamt tveimur undanförum að hinum slasaða og gerðu að sárum hans. Björgunarsveitir sigu svo niður að manninum með börur og komu honum upp á brún, þaðan sem þyrlan flutti hann til Reykjavíkur.

Auðunn Kristinsson
Yfirstýrimaður / sigmaður.

TF-GNA_Laxargljufur

TF-GNA_Laxargljufur2

TF-GNA_Laxargljufur4