Mælingar við Surtsey frá 1967 - 2007

40 ár frá fyrstu mælingum

  • Surtsey2

Miðvikudagur 8. ágúst 2007

Nýverið var mælingabáturinn Baldur við mælingar umhverfis Surtsey og eyjarnar norðaustur af henni en í ár eru 40 ár liðinn frá fyrstu mælingum við eyjuna. Veðrið var mjög gott allan tímann og heppnuðust mælingarnar mjög vel. Úrvinnslu gagna er ekki lokið en hér má sjá mynd eftir bráðabirgða úrvinnslu af svæðinu umhverfis Surtsey. Ef vel er að gáð þá sést að hrunið úr grynningunum norður og austur af rananum.

Surtsey2
Jólnir sést suðvestan við Surtsey og Syrtlingur og Surtla norðaustan við. Austast sést í syðsta hluta Geirfuglaskershrauns og neðst til hægri sést í Stórahraun.

Surtsey64
Árið 1964 voru gerðar mælingar á v/s Albert í kringum Surtsey án þess að mælt væri næst eyjunni enda gosið ekki afstaðið.

Surtsey67m
Fyrstu mælingar, næst Surtsey, voru gerðar eftir lok gossins í júlí 1967 á léttabát frá breska rannsóknarskipinu Heclu.

Surtsey73
Mælt var mælingabátnum Tý 1973.

Surtsey2000b
Þrívíddarmynd af mælingum sem voru gerðar á Baldri júlí árið 2000

Hér að neðan er svo nokkrar af þeim myndum sem teknar voru af áhöfn Baldurs við mælingar í sumar.

surtsey07
Surtsey, séð úr vestri.

Geirfuglasker
Geirfuglasker.

Haena-hani-hrauney
Hæna, Hani og Hrauney.

fillinn
„Fíllinn“ í vestanverðri Heimaey.

Thridrangar
Þrídrangar með Surtsey í baksýn.

 

Hilmar Helgason
Framkvæmdastjóri Sjómælingasviðs LHG