Laus störf smyrjara og háseta hjá Landhelgisgæslunni

  • Fallbyssuæfing á Ægi - apríl 2007.

Miðvikudagur 19. september 2007.

Um þessar mundir er Landhelgisgæslan í leit að kraftmiklu og áhugasömu fólki til starfa um borð í varðskipum stofnunarinnar.

Af og til eru laus störf smyrjara og háseta um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar. Allir sem hafa áhuga á að vera hluti af sterkri liðsheild eru hvattir til að fylla út umsóknareyðublaðið sem nálgast má hér á heimasíðunni og senda til Landhelgisgæslunnar ásamt sakavottorði.  Sjá umsóknareyðublöð sem má finna undir liðnum starfsmannasvið á heimasíðunni, einnig í hægri dálki á forsíðu undir fyrirsögninni, styttu þér leið - laus störf.

Með umsókn um starf heimilar umsækjandi bakgrunnsskoðun hjá lögreglu enda eru starfsmenn í áhöfnum skipanna handhafar lögregluvalds og eru gerðar kröfur til þeirra sem slíkra. 

Svanhildur Sverrisdóttir
starfsmannastjóri

Brunaæfing í október 2005

Úr myndasafni:  Brunaæfing varðskipsmanna.  Myndasmiður Jón Páll Ásgeirsson.

Háseti Öldudufl Guðjón Óli Sigurðsson
Úr myndasafni.  Háseti að störfum um borð í varðskipi.