Landhelgisgæslan færir út kvíarnar

  • SYN_flugskyli

Föstudagur 23. nóvember 2007

Í dag voru Fokker flugvél Landhelgisgæslunnnar, TF-SYN og þyrla TF-GNA, flutt í aðstöðu sem Landhelgisgæslan hefur tímabundið fengið til afnota á Keflavíkurflugvelli. Við stækkun flugflotans hefur þrengt að í flugskýlinu við Reykjavíkurflugvöll þar sem Landhelgisgæslan hefur nú fjórar þyrlur til ráðstöfunar, auk Fokker flugvélarinnar.

SYN_flugskyli
TF-SYN á leið inn í flugskýlið (mynd: Sigurður Ásgrímsson)

TF_SYN_SKYLI0001
TF-SYN í flugskýlinu (mynd: Sigríður Ragna Sverrisdóttir)

SRS 23.11.2007