Skipulagðri leit að Piper Cherokee flugvél hætt, eftirgrennslan heldur áfram. Vonskuveður er á svæðinu.

Laugardagur 23. Febrúar 2008 Kl. 09:30

Skipulagðri leit að Piper Cherokee flugvél sem leitað hefur verið frá því á fimmudag hefur verið hætt. Vonskuveður er enn á svæðinu, vindur um 35 metrar/sek., um 10 metra ölduhæð og éljagangur.

Leitað hefur verið verið á öllu því svæði sem gera má ráð fyrir að björgunarbátur flugvélarinnar fyndist, miðað við veðurfarslegar aðstæður og sjólag. Leitarsvæðið var afmarkað eftir útreikningum sértæks leitarforrits sem tekur mið af áætluðum lendingarstað vélarinnar á sjónum og mögulegu reki. Eftirgrennslan heldur áfram og hefur þeim tilmælum verið beint til skipa og báta sem leið eiga um svæðið að þau litist gaumgæfilega um eftir hverju því sem bent gæti til afdrifa flugvélarinnar og flugmannsins. Auk þess munu skip og loftför Landhelgisgæslunnar svipast um á svæðinu í hefðbundnum eftirlitsferðum sínum.

23.02.2008 SRS