TF-SYN í ískönnunarflugi

  • hafiskort_18062008_mynd

Miðvikudagur 18.júní 2008

Í dag fór Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum. Ískönnunin hófst klukkan 17:35 á stað: 66°10´N, 028°35´V og var ísröndinni fylgt þaðan til norð-austurs. Ísröndin reyndist vera næst landi 70 sjómílur NNV af Straumnesi og 77 sjómílur NV af Barða.

Hægviðri var á svæðinu og gott skyggni en norðan 76°10´N var þó alskýjað. Úti frá ísröndinni var mikið um dreifar. Borgarísjaki sást á ratsjá á stað 66°48´N,028°23´N,
126 sjómílur VNV af Bjargtöngum.

hafiskort_18062008_mynd
Ískort 18.06.2008 (© LHG) 

Kortið í stærri útgáfu má nálgast hér

Skýrslu úr ískönnunarfluginu má nálgast hér

borgarisjaki_isflug_TF_SYN_18062008
Borgarísjakinn sem sást 126 sjómílur VNV af Bjargtöngum

18.06.2008 SRS