50 ár liðin frá því að lög um 12 sjómílna fiskveiðilandhelgi Íslands tóku gildi - upphaf Þorskastríða

  • Thorskastrid_1958_MariaJulia_vid_breska_togarann_NorhternFoam

Mánudagur 1.september 2008

Í dag eru 50 ár liðin frá því að lög um 12 mílna landhelgi Íslands tóku gildi. Þegar lögin voru sett, hótaði breska ríkisstjórnin að senda herskip á Íslandsmið til að hindra að íslensk varðskip gætu tekið bresk fiskiskip fyrir ólöglegar veiðar.

Þegar lögin tóku gildi sigldu öll erlend fiskiskip út fyrir mörkin nema togarar Breta. Hinn 1. september 1958 sendi breska ríkisstjórnin frá sér ítarlega greinargerð þar sem hún réttlætti íhlutun flotans. Ljóst var að það stefndi til átaka og reyndin varð sú að varðskipin Þór og María Júlía gripu til aðgerða gegn bresku freigátunni Eastbourne. Þar með hófust þau átök sem í daglegu tali eru nefnd Þorskastríðin.

Nánar má lesa um gang þeirra átaka hér: /sagan/utfaersla_efnahagslogsogunnar/
Thorskastrid_1958_MariaJulia_vid_breska_togarann_NorhternFoam
Varðskipið María Júlía við breska togarann Northern Foam
(Mynd: úr myndasafni Valdimars Jónssonar, loftskeytamanns)

01.09.2008 SRS