Varðskip dregur færeyskan togara til hafnar

Föstudagur 10. Október 2008

Varðskip Landhelgisgæslunnar hóf að draga togarann Rasmus Effersöe til hafnar kl. 11:10 á fimmtudagsmorgunn. Sæmilegt veður er á leiðinni en áætlað er að skipin komi til Reykjavíkur á sunnudag.

Á mánudagskvöld barst Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar upplýsingar um að færeyski togarinn Rasmus Effersöe væri vélarvana um 10 sjómílur undan A- Grænlandi og um 550 sjómílur norður af Akureyri. Óskað var aðstoðar Landhelgisgæslunnar við að draga skipið til hafnar.

Togarinn Rasmus Effersöe er 749 brúttólestir að stærð og 42,5 metra langur, var hann áður skráður á Íslandi, síðast sem Haukur GK. Togarinn var á svæðinu til aðstoðar rússneska rannsóknaskipinu GEO ARCTIC.

10.10.08/HBS

Myndirnar tók Bogi Þorsteinsson stýrimaður á V/S Tý.

REffersoe_GEOARCTIC

Rasmus Effersoe með GEO ARCTIC í baksýn

R_EffersoeShoot_PLTline

Skotið af PLT línubyssu

REff_Skipherra_i_bru_TYS

Skipherra við stjórn