Þyrla norsku björgunarþjónustunnar sækir slasaðan íslenskan sjómann

Þriðjudagur 14. október 2008.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 03:30 aðfaranótt mánudagsins 13. október beiðni frá Jóni Kjartanssyni SU sem óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að koma slösuðum skipverja undir læknishendur. Hafði maðurinn fallið á dekk skipsins og var talinn rifbrotinn. Togarinn var að veiðum um 420 sjómílur aust-norð-austur af Langanesi og 220 sjómílur vestur af Lofoten.

Hafði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þá samband við Björgunarmiðstöðina í Bodö sem kallaði út þyrlu sem hélt til móts við Jón Kjartansson frá eyjunni Röst sem staðsett er suð-vestur af Lofoten eyjaklasanum.

Átta tímum síðar eða rétt fyrir hádegi á mánudag hafði Björgunarmiðstöðin í Bodö samband við Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og var þá maðurinn kominn heilu og höldnu undir læknishendur í Bodö

Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi