Stórstreymi verður næstu daga

  • Sjavarhaed_flod

Miðvikudagur 15. október 2008

Landhelgisgæslan vill vekja athygli á stórstreymi næstu daga. Flóðspá gerir ráð fyrir 4,4 m sjávarhæð í Reykjavík á fimmtudagsmorgunn kl. 06:51 og föstudagsmorgunn kl. 07:30. Gert er ráð fyrir 975 mb lægð suðurvestur af landinu á föstudagsmorgunn og allt að 4,8 metra sjávarhæð í Reykjavík. Hægt er að fylgast með flóðmælinum í Reykjavík á slóðinni:

http://vedur.mogt.is/harbor/?action=Stations&harborid=1&stationid=1004

Myndina tók Kristinn Helgason

15.10.2008/HBS