Danir yfirfara Lynx þyrlu í skýli LHG

Föstudagur 21. nóvember 2008

Lynx þyrla af danska varðskipinu Triton kom í vikunni til viðhalds í skýli LHG á Reykjavíkurflugvelli. Fá flugvirkjar þeirra að nota aðstöðu Gæslunnar en um tíu manns fylgja þyrlunni. Mikil samvinna hefur ætíð verið á milli Landhelgisgæslunnar og varðskipa danska flotans sem eru við gæslustörf á hafinu umhverfis Grænland.

Fer þyrlan að viðhaldi loknu um borð í varðskipið Hvidbjörnen sem kom til Reykjavíkurhafnar í morgun og dvelur hér í nokkra daga.

20.11.2008/HBS

Flugvirkjar_Lynx

Thyrla_skyli