Komutilkynningar skipa skráðar í Safe Sea Net

Mánudagur 2. febrúar 2009

Vaktstöð siglinga / stjórnstöð LHG tekur á móti komutilkynningum skipa til hafna á Íslandi. Sú breyting átti sér stað þann 8. maí 2008 að ný tilskipun Evrópusambandsins um að svokallað Safe Sea Net tilkynningakerfi tók gildi.

Framvegis yrði Safe Sea Net notað við skráningar komutilkynninga en til þess tíma var notað ákveðið rafrænt eyðublað sem hægt var að nálgast á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Því miður hefur ekki gengið sem skyldi að fá skip sem koma til Íslands eða umboðsmenn þeirra til að nota nýja kerfið og hefur Siglingastofnun Evrópusambandsins, EMSA, ítrekað kvartað yfir því við íslensk yfirvöld. Varðstjórar Landhelgisgæslunnar í Vaktstöð siglinga aðstoða skipstjórnarmenn, umboðsmenn og útgerðarmenn við að skrá sig inn í kerfið en að því loknu er mjög auðvelt að skrá skipakomur til hafna landsins.  Hér eru upplýsingar um Safe Sea Net kerfið frá EMSA.

Kerfið er á vefsíðu undir veffanginu  www.safeseanet.is. Þar geta þeir sem senda upplýsingar fyrir hönd  skips sótt um aðgang að kerfinu. Ýtarlegan hjálpartexta (á ensku) er hægt að kalla fram við umsókn. Í vefviðmótinu hér á landi er hægt að koma að öllum þeim upplýsingum sem skip þarf að koma til yfirvalda við komu eða brottför. Þar á meðal eru upplýsingar um komu- og brottfaratíma, hættulegan farm, eigin olíu skips, farþega og áhafnalista, siglingaverndarupplýsingar o.fl. Á vefviðmótinu er hægt að sækja um aðgang og er aðgangur  persónutengdur.

Vefsíðan opnast sem innskráningarsíða á vefinn fyrir þá sem hafa aðgangsorð. Þeir sem ekki hafa fengið aðgang er vísað neðst á síðuna en þar opnast umsóknarsíða fyrir aðgang. Henni fylgja leiðbeiningar um hvernig á að fylla út umsókn en auk þess er „bóluhjálp“ við hvern reit sem fylla þarf út. Þegar búið er að skrá sig inn í kerfið fæst aðgangur að ítarlegri handbók.

 

02.02.09/HBS


SafeSeaNet

Notendaviðmót Safe Sea Net (smellið á til að tengjast)